Leikur dagsins er að detta í gang og liðið er sem hér segir:
Reina
Johnson – Carragher – Agger – Enrique
Gerrard – Lucas – Henderson
Suarez – Sturridge – Coutinho
BEKKUR: Jones, Coates, Skrtel, Shelvey, Suso, Downing, Assaidi.
Sterkt lið í dag og það verður áhugavert að sjá hvort menn halda dampi eftir að vera nánast úr leik í allri Evrópubaráttu. Við eigum að vinna þetta Reading-lið og þessi leikur veltur kannski svolítið á því hvort þeir eru búnir að gefast upp í fallbaráttunni eða hvort þeir nota sína veiku von til að mæta ljóngrimmir til leiks.
Þetta verður áhugavert. Áfram Liverpool!
Viðbót: Ef þið viljið drepa tímann þessa klukkustund fram að leik mæli ég með að þið hlustið á strákana í The Anfield Wrap útskýra af hverju Thatcher er svona hötuð, betur en við gátum gert í síðasta Kop.is Podcast-þætti. Þeir fjalla um það á fyrstu 15 mínútum þáttarins eða svo.
Svo er hér fín grein eftir Kristian Walsh um falska stöðu Liverpool í deildinni. Góðar pælingar þar.
Akkúrat liðið sem ég vildi sjá. Vona að þetta verði liðið okkar sem mætir til leiks ekki hitt liðið sem við þekkjum ekki!
Svo er vert að minna á það að Didi Hamann er ekki í hóp því hann er saur ölvaður á Górillunni eins og sönnum Poolara sæmir!
ég býzt við Reading mönnum koma dýrvitlausum í þennan leik.
En við refsum þeim með marki úr skyndisókn eftir harða atlögu að okkar marki.
Eftirleikurinn verður auðveldur.
0-4
:o)
Vill sjá Suarez setja 3 í dag !
Vonandi verður Liverpool falskur meistari í ár.
Glen Johnson er búinn að vera ólíkur sjálfum sér í síðustu leikjum. Er ekki hægt að smella einhverjum varamanni inn fyrir hann í hálfleik?
Mikið kæruleysi í gangi og maður fattar bara ekki að ekki sé búið að skora 2 til 3 mörk.
Einn af þessum leikjum, þar sem allir spila vel en enginn getur skorað… Þá erum við með mann á bekknum til þess, Jonjo Shelvey inná í hálfleik fyrir Sturridge sem hefur klúðrað öllu sem hann hefur komið nálægt.
Ættum að vera í 0:2 núna. Þeir hafa náð að bjarga alveg ótrúlega hingað til. Trúi því ekki að þeim takist að halda þetta út í seinni hálfleik. LFC svo sem ekkert að spila sérstaklega vel, Sturridge er farinn að fara soldið í taugarnar á mér, er eigingjarn en hann á kannski að vera það sem sóknarmaður. Finnst einhvern veginn vera hálf slöpp stemmning yfir liðinu. Vonandi dugir þetta þó til að skora eins og eitt mark í seinni. Reading eru svakalega slappir eitthvað, bara eitt lið á vellinum en það er oft ekki nóg til að vinna
Menn eru líka svo lengi að athafna sig í teignum. Gefa Reading tækifæri að koma 4-5 mönnum inn fyrir framan markið. Hlýtur samt einhver að skora í seinni…tek 1-0
Dreymti í nótt um eitt – núll sigur okkar manna svo engar áhyggjur félagar.
11 comment og seinni hálfleikur að byrja???
Ég man bara ekki eftir svona miklu áhugaleysi hér áður
Strákar strákar.
Ég trúi ekki að þið séu að setja út á Sturridge, hann er búinn að skapa hættu nokkru sinnum, strákur með gífulega hæfileika, ef hann fær tíma í leikjum okkar þá trúi ég að hann verði einn af okkar allra hættulegustu leikmönnum, auðvita þarf hann tíma til að slípast inn í leik okkar manna,,,, já ég trúi ekki þeim sem eru að setja út af hann eftir þennan fyrri hálleik,,,,
Var að detta inn í seinni hálfleik og er búinn að horfa á öll highlights úr fyrr hálfleik – og ég hef aldrei verið jafn viss um 0-0 jafntefli.
Vil sjá Sturridge inn á miðjun og Suarez á hægri kant
Glen Johnson úti að aka í þessum leik
Henderson út, Downing inn. spurning um leikkerfið núna?
Synd hvað lítið samspil var í kringum Henderson. Liðið er dóminerað af of fáum leikmönnum. Lucas fær voða lítið að spila sömuleiðis. Gerrard, Johnson, Coutinho og Suarez eru svona 70% með boltann í okkar liði.
Frábær sókn hjá Reading og Pepe ver!..vantar þessar sendingar í fyrsta hjá Liverpool.
Vá hvað lifnaði yfir leiknum við þessi skipti…
mig líður eins og það vanti assaidi í þennan leik 😐
Er þad tilviljun ad langbesti kafli Reading kemur i kjolfarid a ad Henderson fer út af?
Skrifað í skýin að við töpum þessu : (
Nú er Gerrard orðinn þreyttur og hættur að verjast….Reading byrjað að sækja
Shelvey inná! Fáránlegt að hann sé svona út í kuldanum hjá Rodgers…
Einfaldlega ekki nógu gott lið
Ætli Coutinho fari ekki útaf næst…ekki nema 10 min. eftir…Sturridge skorar samt sigurmarkið…vonandi
hefur Downing einhvern tímann stýrt boltanum í fjær í staðinn fyrir að negla á nær hornið?
Vááá hvað þessi markvörður ver maður….”%&//=!”#$
Liverpool að labba í gegnum vörnina á lokamínútunum en léleg skot.
mitt team of the week: mccarthy
Suarez orðinn of þreyttur til að skjóta….sheize
Hata svona leiki
SHELVEY INNÁ!
0-0 ekki góð úrslit
Allt of mikið af miðlungsleikmönnum í liðinu, því miður. Þurfum að versla að lágmarki 3 – 4 sterka leikmenn í sumar. Dapurlegt að sjá t.d. hvernig Sturridge hefur dalað all svakalega hjá okkur.
2 leikir í röð af maximum frústrasjón!
McCrarthy fékk 1000000000000 í einkunn frá mer
“GREAT SAVE!” Veit ekki hvað ég sá þennan texta oft í lýsingunni á BBC!! Og markmaðurinn hjá þeim var að spila sinn fyrsta leik í fimm mánuði!! Fáranlegt!!
Vantar meiri breidd í sóknina..gömul tugga. Eiga öll lið svona leiki og þá koma varamenn inná og klára dæmið. Eigum við enga varamenn?