Flest erum við líklega búin að blása eftir atburði helgarinnar, ef ekki þá er fínt að nota síðustu færslu í það. Reyndar hefur Suarez samþykkt ákæru um “violent conduct” en er ekki á því að hún verðskuldi meira en þriggja leikja bann. Við vitum að Suarez situr alls ekki við sama borð og aðrir á Englandi og pressa frá Downing Stræti 10 segir allt sem segja þarf um þá vitleysu. FA fellir líklega sinn dóm á morgun skv. úrskurði sérstakrar “óháðrar” dómnefndar.
Þetta tímabil er annars leiðinlega nálægt því að vera búið og barátta um það hvort við náum að enda fyrir ofan Everton eða ekki og hvort við náum að slefa inn í Europa League eða ekki er ekki eitthvað sem maður missir svefn yfir. Auðvitað viljum við bæði en þetta er ekki sá stallur sem við erum ánægð með að sjá Liverpool á.
Flestir átta sig svosem á að þetta hefur verið tímabil breytinga og undanfarin ár höfum við sé miklar breytingar á hópnum sem vonandi koma sér vel á næstu árum, ef við bara byggjum ofan á þetta er engin ástæða til að vera ekki bjarstýn á næsta tímabil en það breytir litlu um stöðuna núna. Enda er félagið þegar langt komið með að skipuleggja næsta tímabil hvað æfingaferð og æfingaleiki varðar.
Helsta í fréttum í dag er að búið er að skipuleggja testimonial leik fyrir Steven Gerrard, sá verður líklega semi æfingaleikur líka enda í upphafi ágúst og eini leikur Liverpool á Anfield fyrir næsta tímabil (eins og planið er núna). Síðan ég fór að fylgjast með Liverpool af alvöru er líklega enginn leikmaður sem á meira inni svona viðburð og eins og við mátti búast frá fyrirliðanum fer allur ágóði af leiknum í góðgerðarmál. Mótherjarnir, Olympiacos frá Grikklandi ætla líka að nota sinn hluta af ágóðanum í góðgerðarmál í heimalandinu.
Annað ánægulegt í fréttum er að Fabio Borini er mættur aftur til æfinga á Melwood. Ég veit ekki hvað það þýðir upp á að ná lokaleikjum þessa tímabils en við megum a.m.k. alveg við breidd í sóknarlínunni.
Orðið er annars frjálst um málefni tengd Liverpool.
Ég held að við höfum séð dauða tiki-taka-dvergafótbolta í kvöld. Vona að skjótar sölur á Allen og Borini í sumar sýni að BR er með fingurinn á púlsinum.
Mér er bara nokkuð sama um bannið sem Suarez fær, það kom yfir mig kjánahrolllur yfir hans gjörðum. 3-7leikir í bann og enginn getur kvartað í bann skal gaurinn fara í hefði viljað sja pung í lfc og láta hann borga meíra í þá sem á þurfa að halda
Þar sem verðandi Spánarmeistarar (afgerandi) Barcelona töpuðu illa í einum leik og það í undanúrslitum CL gegn heitasta liði í heimi um þessar mundir? Really?
Stundum er fótboltinn bara svona, en ekki búast við neinu öðru en að Barca spili alveg eins í næsta leik…og vinni hann.
Ég spái því að Borini komi inn á sem varamaður um helgina og fari aftur útaf eftir sjö mínútur – tognaður aftan í læri.
Ég er sammála pistlahöfundi um að það er erfitt að finna spenning hjá sér fyrir restinni af seasoninnu m.v. það sem á undan hefur gengið. Úrslit síðustu 3 umferða eru ekki eitthvað sem maður er sáttur með. En það var alltaf vitað að þetta væri tímabil breytinga og því lítið við því að segja nema að þetta hefur verið rosalega rússibanareið (líkt og margir voru búnir að spá fyrir um). En ég segi bara eitt, núna höfum við að mínu mati betri hóp en við vorum með síðasta vor, vissulega þarf að gera breytingar en þær snúast frekar um einstakar stöður heldur en yfirhalningu á leikmannahópnum. Leikmenn þekkja þjálfarann og kerfið sem hann vill spila. Það er allt til staðar til þess að fara að bæta árangur liv eftir hnignun undanfarinna ára. Ég er ekki að segja að meistaradeildasæti náist á næst leiktíð enda væri það gífurlegt vanmat á andstæðingum okkar, en við ættum engu að síður að geta gert raunverulega atlögu að sætinu ólíkt því sem hefur verið í ár þar sem þetta hefur alltaf verið fjarlægur mögueiki.
BR hefur alltaf sagt að það séu meiri líkur á því að mikið possession skili þér sigri heldur en tapi og það finnst mér alveg réttlætanleg rök fyrir því að reyna við þetta kerfi. Hitt er svo annað mál að í deild sem er jafn physical og enska deildin þá er nauðsynlegt að hafa líka sterka leikmenn innaborðs og möguleika á plani “B” þegar upphaflega planið gengur ekki eftir. Vonandi nær BR að finna hæfilega blöndu af þeim leikmönnum sem láta þetta kerfi virka í ensku deildinni.
Það yndislega við meistaradeildina er að það getur allt gerst þar og það er ekki hægt að segja að stíll Barca sé úreltur þar sem þeir detta út í undanúrslitum á móti einu af sterkustu liðum í Evrópu. Bayern er alltaf reglulega meðal þeirra bestu og engin skömm að falla út á móti þeim.
Úffff ég er að berjast við að reyna að vera jákvæður…..en það er líka nauðsynlegt til þess að geta haft gaman af þessu.
Það er ekkert langt síðan ég veðjaði fyrir hvert tímabil við Unitedmenn að Liverpool yrði meistari. Það klikkaði náttúrulega alltaf en maður hafði samt alltaf trú á liðinu.
Núna er sú trú farin og maður er farinn að verða einhverskonar Tottenham stuðningsmaður þar sem maður vonast eftir að ná 4.sætinu. Sem klikkaði 4 árið í röð…WTF!
Það er kominn tími að liðið rífi sig upp af rassgatinu og hætti þessum aumingjaskap. Það gengur ekkert að ætla kaupa 2-3 leikmenn í sumar og vona það besta. Það þarf að kaupa 5-6 og stoppa í öll götin. Liðið er steinflatt, engir á bekknum, ekkert rotation og þegar stjörnur eiga dapran dag þá eru engir aðrir sem stíga upp.
Hvað vilja menn sjá gerast í sumar ?
Ég vil sjá einn heimsklassa miðvörð í stað tveggja ágætra miðavarða.
Carragher er auðvitað að hætta og Skrtel verður trúlega seldur ásamt Coates en ég held að Kelly og Wisdom gætu orðið fínir backup fyrir Agger og þessa heimsklassa miðvarðar sem ég óska eftir.
Ég vil sjá sterkan miðjumann sem kemur til með að berjast við Lucas og Gerrard á miðjunni, einhvern sem verst vel og getur líka sótt og skilað mörkum.
Sóknarlega séð væri ég til í að fá Christian Eriksen sem ég held að myndi styrkja okkur gríðarlega.
Á vængin væri ég til í að sjá hann Alexis Sanchez sem hefur ekki átt fast sæti hjá Barcelona, jafnvel Cristian Tello sem er að verða hrikalega góður.
Sem sagt 4-5 sterka leikmenn í Liverpool treyjuna fyrir næsta tímabil.
Út gætu þá farið, Andy Carrol, Downing, Jonjo Shelvey, Martin Skrtel, John Flanagan, Jack Robinson, Coates, Pacheco, Spearing og Assaidi.
Önnur góð tiltekt en samt bara 2 leikmenn í raun sem hafa verið að spila af einhverju viti í vetur og þá værum við komnir með alvöru lið.
Svo má reikna með því að þeir Suso, Sterling, Wisdom og Borini muni spila aðeins stærra hlutverk á næsta tímabili.
Hvaða stöður teljiði að þurfa að styrkja helst hjá okkur og hvaða menn (raunhæft) teljiði að Rodgers muni reyna að fá.
Ótrúlegt að við séum í þörf með að fá miðjumann eftir að hafa eytt u.þ.b. 30 milljónum punda í tvo slíka. (Allen og Henderson)
Ef við ætlum að komast á sama stall aftur… þá verður að nýta peninginn betur en þetta.
Ekki með þetta Babú. Barca tapaði illa líka gegn Milan og rétt skreið í gegnum PSG. Barca-vélin er greinilega farin að hiksta.
10 leikja bann, djofulsins rugl.
http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/22278258
Kannski ekki vitlaust ad bita mann og annan til ad fa fri a nanast fullum launum…Ekki viss um ad thad gangi i vinnunni hja mer 🙂
10 leikir
http://www.visir.is/suarez-daemdur-i-tiu-leikja-bann/article/2013130429487
þetta var alveg vitað mál!!!!! hvernig í ósköpunum haldið þið að annað hafi verið í stöðunni en að dæma hann í 10 leikja bann????
sorry en góður fótboltamaður og allt það en síðan hann klæddist rauðu treyjunni þá hefur hann fengið 18 eða 19 leiki í bann!!!!!
markahæstur og klikkaður í hausnum…. ég er ekki viss að ég vilji treysta of mikið á suarez í framtíðinni…. hann er líka þannig karakter að hann gerir pottþétt eitthvað af sér aftur!! alllir segja að maður eigi að styðja hann og allt það… og ég geri það alveg… en hvernig væri þetta ef við værum að berjast um titilinn og eitthvað svona myndi koma uppá…. væru þá stuðningsmennirnir á sömu skoðun???
ég er öskufúll út í hann að gera sig sekan um svona skrælingjahátt!!
úff 10 leikja bann! Nákvæmlega eins langt og enska pressan bað um, það er ekki eins og FA hafi þurft að ákveða mikið í þessum málum. Suarez fær 10 leikja bann fyrir að narta í leikmann, fyrr á tímabilinu fékk Robert Huth enga refsingu fyrir að traðka af miklu afli í bringuna á Suarez. Djöfull er FA með þetta, stefnuskráin þeirra virðist vera skýr – KOMA SUAREZ ÚR ENSKU DEILDINNI.
Ég hef fulla trú á því að þetta verði til þess að hann verði seldur í sumar, sem er kannski ekki alslæmt. Leikmaðurinn er búinn að koma sér í aðstæður sem hafa skilað honum samtals 18 leikja banni. Ég held að klúbburinn væri betur settur með að reyna finna e-n annann í stað Suarez sem getur spilað þessa 6 fyrstu leiki næsta tímabils og er minni risk-factor að hann asnist í e-r svona leiðindarmál. Það er bara ekki boðlegt að aðal framherji klúbbsins komi sér í 8 leikja bann síðasta tímabil og fær svo á sig 10 leikja bann þetta tímabil. Það þýðir ekkert að segja að Suarez eigi þetta ekki skilið, bæði núna og síðasta tímabil er hann að koma sér í aðstæður sem er klúbbnum til ekki sóma. Tek það samt fram að ég elska Suarez og uppátæki hans, en refsingin sem hann er að fá er bara ekki þess virði.
Þó svo að skrifin hér að ofan virðast gefa það til kynna að ég vilji ekki hafa hann í LFC, það er samt ekki þannig því ég myndi glaður vilja hafa hann í herbúðum LFC í mörg ár. Ég held að það sé nokkuð óhætt að kveðja karlinn bara í dag, sé ekki fram á að hann spili neitt frekar í rauðu treyjunni. Vertu sæll Suarez – YNWA
suarez fékk 10 leikjabann
Sælir meistarar, þannig er mál með vexti að ég er að fara út á Liverpool – Everton 4 maí og er að fara í annað skipti á Anfield en mér langaði aðeins að heyra í ykkur sem hafið meiri reynslu af svona ferðum en ég, hvað er svona möst að gera eða sjá í Liverpool borg?
YNWA.