Luis Suarez dæmdur í 10 leikja bann

Hér má sjá link á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins um málið

http://www.thefa.com/News/governance/2013/apr/luis-suarez-violent-conduct-charge-liverpool-chelsea-ivanovic-ten-matches.aspx

Ja hérna hér !

 

Uppfært: Viðbörgð Ian Ayre fyrir hönd Liverpool voru þessi og talar hann líklega fyrir okkur öll:

“Both the club and player are shocked and disappointed at the severity of today’s Independent Regulatory Commission decision.

“We await the written reasons tomorrow before making any further comment.”

42 Comments

  1. F.A. með skítinn langt upp á bak einsog vaninn er á þeim bæ.
    Hver eru rökin fyrir því að sleppa Defoe en dæma Suarez í bann?

    Hann missir af fyrstu sex leikjunum á næstu leiktíð og það er gjörsamlega óþolandi.
    Ætli við verðum ekki komnir svona 10-12 stigum frá toppliðunum þegar hann kemur úr banninu?

  2. Það er með ólíkindum hvernig FA hagar sér gagnvart útlendingum vs englendingum. Suarez er settur í lengstu mögulegu bönn við hvert tækifæri. Ég er ekki að segja að hann eigi ekki gott bann skilið en common. Fyrr má nú rota en dauðrota.

    Fékk Terry ekki 4 leiki fyrir BLACK C…. !

  3. HAHAHAHAHA!

    Þetta voru fyrstu viðbrögð mín þegar ég sá fyrirsögnina á .net. Þvílík erkifífl! 3-4 leikja bann hefði verið sanngjarnt.

  4. Við getum allavegana verið sáttir með að Fabio Borini verður orðinn heill þá og fer að raða inn mörkum! YNWA!!

  5. Djöfull er þetta mikið KJAFTÆÐI!! Mér finnst FA bara vera gefa skít í baráttuna um að útrýma kynþáttafordómum með svona mörgum leikjum. Hann fær fleiri leiki fyrir að bíta eitthvern heldur en að vera með kynþáttafordóma? Stundum að vera samkvæmir sjálfum sér en það þýðir auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir þessa þöngulhausa í FA. Djöfulsins bull alltaf hreint

  6. Ég óttaðist að þetta gæti orðið lengra bann. Hann fékk 7 leiki á sínum tíma í Hollandi, og hér eru ákveðin ítrekunaráhrif. Hann kemur ferskur inn á næsta season og megnið af leikjunum verða teknir út á þessu og það er ekki að neinu að keppa hvort sem er. (eða litlu)

  7. þetta er ótrúlegt…ég ætla varla að trúa þessu! ég hugsaði, ef hann fær langt bann þá MAX 7 og það var of mikið..en þetta .. þetta er rugl!

  8. Ég ruglaðist þegar ég sagði að “megnið” yrði tekið út á þessu seasoni…. en þó amk 4 leikir af 10. Vonandi verða einhverjir af hinum 6 leikir í deildarbikar eða eitthvað.

  9. Þar sem hitt brotið er í Hollandi mega þeir ekki nota það til að þyngja dóminn yfir honum. Hann hefur aldrei fengið bann á Englandi fyrir brot (rauð spjöld eða skv myndavélum) þannig að þeir meta þetta fyrsta brot upp á 10 leiki sem er út í hróa hött.

    Þeir eru að skjóta sig hrikalega í fótinn FA því nú verður sett pressa á að menn sem fremja ljót brot verði sendir í löng bönn en ekki bara sleppa með 3 leikja bann.!

  10. Ég veðjaði allan tíman á upp að 7 leikjum, en bjóst ekki við meira en það útaf 8 leikja banninu fyrir kynþáttaníð. Er þetta þá ekki svolítið skot í fótinn hjá FA að dæma hann í lengra bann fyrir að rétt narta aðeins í handlegginn á manni en að vera með kynþáttaníð á þessum political correctness tímum?

    Og svo varð ég aðeins að hlægja að FA fyrir að nota orðin Violent Conduct. Þetta var nefnilega klárlega morðtilraun hjá honum.

  11. Dómarinn sá defoe atvikið. Því var ekki hægt að refsa Defoe eftir leik.
    Þar er munurinn.

  12. Komiði sælir strákar !

    10 leikja bann er nátturulega algjört rugl ! 5 leikir tops og svo átti félagið bara gera sitt
    EN það er munur á því vera englendingur og evrópubúi þeir virðast alltaf sleppa vel gott dæmi eins og ég er búin lesa … Defoe , terry alltaf með allt sitt kjaftæði og hversu oft hefur joey barton fengið vægari refsingu en þarf ?

    Fa eru algjörlega skíta upp á bak og þetta er orðið að hálfgerðu einelti auðvita á enginn að bíta annan mann það er óafsakanlegt en þvílikar vinnuaðferðir hjá þessu FA liði hefði Gerrard bitið ivanovic hefði hann fengið 3 leiki og málið væri dautt

    En við erum Rauðir í gegn og styðjum við okkar menn hvort sem þeir áfrýja eða ekki og styðjum auðvita við suarez !!

    YNWA !

  13. Suarez getur líka sagt bæ við gullskóinn og leikmaður tímabilsins eftir þetta sem þýðir að RVP fái þann heiður :/

  14. Gaman að sjá viðmið FA í þessu.
    10 leikja bann fyrir að ráðast að einhverjum (í þessu tilviki reyna að bíta andstæðinginn).
    8 leikja banna fyrir kynþáttaníð.

    Hvað varðar Defoe þá minnir mig að hann hafi fengið gula spjaldið í leik og þar með sá dómarinn þetta og FA getur ekkert gert þegar dómari hefur þegar dæmt brotið (og skrifar ekkert meira um það í leikskýrslu sinni).

    Burt séð frá því hvort að þetta sé langt bann eða ekki þá finnst mér þetta viðmið vera undarlegt hjá FA. Hvernig ætli verði tekið á næsta manni ?

    YNWA

  15. Það er greinilegt að FA eru búnir að setja viðmiðið fyrir refsingar hjá sér.
    Suarez fær alltaf x2 miðað við það sem allir aðrir myndu fá!

  16. úff 10 leikja bann! Nákvæmlega eins langt og enska pressan bað um, það er ekki eins og FA hafi þurft að ákveða mikið í þessum málum. Suarez fær 10 leikja bann fyrir að narta í leikmann, fyrr á tímabilinu fékk Robert Huth enga refsingu fyrir að traðka af miklu afli í bringuna á Suarez. Djöfull er FA með þetta, stefnuskráin þeirra virðist vera skýr – KOMA SUAREZ ÚR ENSKU DEILDINNI.

    Ég hef fulla trú á því að þetta verði til þess að hann verði seldur í sumar, sem er kannski ekki alslæmt. Leikmaðurinn er búinn að koma sér í aðstæður sem hafa skilað honum samtals 18 leikja banni. Ég held að klúbburinn væri betur settur með að reyna finna e-n annann í stað Suarez sem getur spilað þessa 6 fyrstu leiki næsta tímabils og er minni risk-factor að hann asnist í e-r svona leiðindarmál. Það er bara ekki boðlegt að aðal framherji klúbbsins komi sér í 8 leikja bann síðasta tímabil og fær svo á sig 10 leikja bann þetta tímabil. Það þýðir ekkert að segja að Suarez eigi þetta ekki skilið, bæði núna og síðasta tímabil er hann að koma sér í aðstæður sem er klúbbnum ekki til sóma. Tek það samt fram að ég elska Suarez og uppátæki hans, en refsingin sem hann er að fá er bara ekki þess virði.

    Þó svo að skrifin hér að ofan virðast gefa það til kynna að ég vilji ekki hafa hann í LFC, það er samt ekki þannig því ég myndi glaður vilja hafa hann í herbúðum LFC í mörg ár. Ég held að það sé nokkuð óhætt að kveðja karlinn bara í dag, sé ekki fram á að hann spili neitt frekar í rauðu treyjunni. Vertu sæll Suarez – YNWA

  17. Joey Barton þurfti að taka bann sitt út í Frakklandi. Lána Suarez til Íslands og láta hann taka það út hér #fotbolti

  18. Jæja, eitt af lengstu leikbönnum í sögu EPL staðreynd og dæmi nú hver fyrir sig. Cantona og Vinnie Jones eiga víst metið með 9 og 6 mán.Cantona fyrir að ráðast á áhorfanda og Jones fyrir að gefa út umdeilt video.

    Joey Barton 12 leikir fyrir líkamsárás og uppþot í síðasta leiknum í fyrra. Þrír af þeim voru fyrir beint rautt spjald. Þar sparkaði hann í Aguero, gaf Teves olnbogaskot og skallaði Kompany.

    Di Canio 11 leikir fyrir rautt spjald og að hrinda dómara leiksins auk annarra handalögmála við leikmenn Arsenal.

    Suarez 10 leikir bítur leikmann Chelsea, ekkert rautt spjald.

    David Prutton 10 leikir fyrir rautt spjald og að hrinda dómara í leik.

    Ben Thatcher 8 leikir fyrir ljótt olnbogaskot þar sem andstæðingurinn lá meðvitundarlaus á eftir atvikið og var frá keppni í nokkurn tíma.
    http://www.dailymotion.com/video/xh17rw_ben-thatcher-elbow-on-pedro-mendes_shortfilms#.UXfq_qI0xhY

    Suarez 8 leikir fyrir meint kynþáttaníð. Orð gegn orði.

    David Batty 6 leikir fyrir rautt spjald og að hrinda dómara

    Roy Keane 5 leikir fyrir rautt spjald og hrikalega ásetnings tæklingu sem gerði útum feril Alf Inge Haaland http://www.youtube.com/watch?v=p_st29mlQwU

    Er eitthvað samræmi eða ætti maður öllu heldur að segja samsæri?

  19. Come on hvað er að þessu sambandi ?
    Af hverju ekki að dæma manninn í 4 leikja bann og þá væri hans tímabil búið núna og leyfa honum að koma inní nýtt tímabil með hreint borð.

    Alveg með ólíkindum þessir kynþáttafordómar hjá þessu Enska sambandi.

  20. Sæl öll:(

    Í dag ætla ég heim og flagga Liverpool fánanum mínum í hálfa stöng, því þetta er sorgardagur fyrir okkur.

    Eins og ég hef gaman af því að fara á leiki í Liverpool þá langar mig ekki til að heimsækja Bretland á næstunni ég hef orðið nett ógeð á þeim ( FA og stjórnvöldum) og get ekki hugsað mér að eyða peningum þar. En líklega er Poolarinn í mér sterkari en ógeðið og ég mun skunda á Anfield við fyrsta tækifæri og hvetja Suaréz til dáða ef hann hefur þá ekki gefist upp á þessu einelti sem hann lendir í .

    Suaréz You Never Walk alone.

  21. Joey Barton fékk 3 leikja bann fyrir:

    http://www.youtube.com/watch?v=g9AfwVuttS4

    Luis Suarez fær 10 leiki fyrir:

    http://www.youtube.com/watch?v=0I1TWPm4n6M

    FA getur ekki stuðst við dóma úr hollensku deildinni sem fordæmi, þeir eru utan þeirra lögsögu. Suarez hefur einu sinni áður fengið dóm hjá FA og það átti undir aðra reglu en dæmt var eftir núna.

    Samt 10 leikir….. 4-6 leikja bann hefði verið skiljanlegt en rúmlega 25% af leiktíð.

    Ef hann hefði slegið Ivanovic eða reynt að klára ferilinn hans með tveggja fóta tæklingu upp undir hné þá hefði hann sloppið mun betur.

    Já, við erum sér á báti Liverpool stuðningsmenn. Allir eru á móti okkur, við erum blindir á okkar eigin leikmenn & lið. Þetta er bara eðlilegt. Það er ekkert komið öðruvísi fram við Suarez en aðra, sérstaklega heimamenn. Gerrard, Carra eða Sturridge hefðu fengið sama bann. Svona eins og Terry fékk sömu meðferð og Suarez í fyrra .

  22. Fékk Suarez ekki sitt 10 gula spjald gegn Chelsea?

    Svo hann hlítur að vera að fá 8 leiki fyrir bitið og 2 fyrir 10 gul.

    Skil samt ekki vælið hérna. Suarez var settur í 7 leikjabann fyrir sirka 2 árum fyrir nákvæmlega sama hlut og afhverju ætti að “launa” honum með styttra banni fyrir að gera svona lagað aftur? Því miður að þá hefur hann greinilega ekkert lært af fyrra skiptinu.

    Svo virðast margir eiga erfitt með að meðtaka það að Defoe fékk spjald fyrir sitt athæfi og þar á leiðandi getur FA ekkert gert útaf reglu hjá þeim sem hefur verið í mörg ár.

    Líka hafa margir verið að væla yfir að ef þetta hefði verið Gerrard eða Englendingur að þá hefði hann ekki fengið svona langt bann. Þetta er meira kjaftæðið. Oft hafa FA tekur hart á Englendingum, Scholes og Rooney fengu nokkra leikjabann fyrir rautt spjald í einhverju æfingamóti. Ferdinand fékk 8 mánaðabann fyrir að koma of seint í lyfjapróf en svo var annar leikmaður í Championship deild sem fékk mun styttra bann fyrir að FALLA.

    Nokkuð viss um að menn hérna myndu segja þetta vera réttlætanlegt ef um annan leikmann í öðru liði væri að ræða.

  23. 22

    Þú gleymdir Rio Ferdinand, 9 mánuðir fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Hann mætti daginn eftir. Sannað var að hann var clean. Dómurinn snérist því eingöngu um “framkvæmdina”.
    Tímabilið áður var einhver City leikmaður, man ekki nafnið, sem mætti ekki. Hann fékk sekt.

  24. Knattspyrnustjórar og fleiri sem koma að knattspyrnu í Englandi hljóta að spyrja sig alvarlegra spurninga um hlutdrægni FA í garð einstakra leikmanna. FA er ekki að gera sjálfum sér neina greiða með þessu, ef þeir þykjast ætla að setja fordæmi sem þeir fara síðan ekki eftir (Terry) – þeir eru einfaldlega að grafa undan sjálfum sér.
    Ég er allavega hættur að taka FA alvarlega, algjör trúðaskóli.

  25. Skil samt ekki vælið hérna. Suarez var settur í 7 leikjabann fyrir
    sirka 2 árum fyrir nákvæmlega sama hlut og afhverju ætti að „launa“
    honum með styttra banni fyrir að gera svona lagað aftur? Því miður að
    þá hefur hann greinilega ekkert lært af fyrra skiptinu.

    Þú talar mikið um hvað við erum ekki að skilja…. hvað er erfitt við að skilja að FA getur ekki stuðst við dóma utan þeirra lögsögu sem fordæmi ?

    Líka hafa margir verið að væla yfir að ef þetta hefði verið Gerrard
    eða Englendingur að þá hefði hann ekki fengið svona langt bann. Þetta
    er meira kjaftæðið

    Fékk Terry jafnlangt bann og Suarez fyrir kynþáttafordóma á síðustu leiktíð ? Og það voru haldbærar sannanir gegn Terry ?

  26. Þetta kemur ekki á óvart og sú tala sem ég giskaði á í síðasta þræði.
    Vissulega var Evru málið algjört rugl en Suarez hefur ekki gert neitt til að bæta orðspor sitt. Því miður. Hann getur nú grátið að missa titilinn að verða markakóngur og verða valin leikmaður ársins. Hann getur bara sjálfum sér um kennt og engum öðrum. Er á því að Liverpool eigi ekki að mótmæla þessum dómi og senda hann í einhverja meðferð hvað sem hún á svo sem að heita. Þetta tel ég einu leiðina til að eiga möguleika að halda honum enda frábær fótboltamaður en alveg snarklikkaðu og það er virkilega erfitt að gefa honum séns en ég persónulega vil að það verði gert en á ákveðnum forsendum.

  27. Viðbjóður frá fa, við hverju er að búast frá vanvitum og breskum rasistum ? Nkl þessu

  28. Það er ótrúlegt hvað FA slengir svona dómum fram alveg grímulaust með Mancester United mann sem “Vice President” og annan Mancester United mann sem er að verða Chairman. Og fjölmiðlar setja engar spurningar við eineltið né spillinguna. Rafa orðaði þetta vel á sínum tíma að ekki væri hægt að hafa hlutlaust knattspyrnusamband þegar stjórnarmeðlimir væru líka í stjórn ManUn. Þannig að væntanlega gæti ástandið bara átt eftir að versna þó erfitt sé að sá að dómar geti fallið meira geng Liverpool samanber http://www.debatabledecisions.com/english-premier-league-tables. Bretar geta verið ferlegir útlendingahatarar auk þess sem að margir, sérstaklega Lundúnarbúar, eru með mikla fordóma gagnvart fólki frá Liverpool (bara skítapakk og bílaþjófar orðaði einn kunningi minn úr bresku blaðamannastéttinni það). Er ekki hægt að kalla eftir einhverri alþjóðlegri hlutlausri skoðun vegna spillingarinnar í FA.

  29. Ég skal ekki segja, annað sinn á stuttum tíma sem Suarez er dæmdur í langt bann af þessu skítsambandi. Núna getur hann engum nema sjálfum sér kennt um. HIns vegar og ég er ekki að verja Suarez á nokkurn hátt þá gat Suarez aldrei endað ferill Ivanovic. Hann er dæmdur í harðar bann en fyrir kynþáttaníð og aðeins tveimur leikjum minna en Joey Barton sem lamdi 4 leikmenn áður en hann fór útaf. Ef okkur finnst það að bíta menn vera jafn alvarlegt og kynþáttníður, sama hver á í hlut erum við á rangri hillu í lífinu. Það er óskiljanlegt að John Terry (ENSKUR LANDSLIÐMAÐUR) fái minna bann en Suarez í þessu máli, þrátt fyrir að myndvél hafi heyrt hvað hann sagði. FA eru þekktir fyrir kynþáttníð og það er alveg greinilegt að þeir geta ekki verið hlutlausir þegar kemur að bönnum gagnvart Suarez.
    Ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta er í það miklu sjokki, en það sem ég skil hins vegar ekki er hvernig maður sem bítur annan mann fái lengra bann en maður sem sparkar í barn sem er boltasækir á leik.

    Það er vonandi fyrir alla áhugamenn um enska knattspyrnu að viðbjóðslegar tæklingar eins og Steve Sidwell gerir í hverjum leik verður þá refsað með 15-20 leikjabanni enda er þær mun alvarlegra en þetta sem Suarez gerði.

  30. Enn gerist það að FA skilur eftir gallbragð í munni. Þessir uppsköfnu Bretar skilja ekki að enski boltinn er orðinn alþjóðlegt fyrirbrigði en ekki einhver tebollahreyfing viskílepjandi rauðnefja með stéttahroka.

    Helst þyrftu heimssamtök sjónvarpsstöðva að cancelera öllum sjónvarpsréttarsamningum við þessa bjána vegna klárlegrar mismununar spilara af öðru þjóðerni en hinum úrkynjaða breska kynstofni.

    Manni er skapi næst að snúa sér alfarið að þýska boltanum.

    Afleiðingin af þessu verður sú að Suarez verður seldur úr landi í sumar og vonandi dettur inn einhver heimsklassa snillingur í staðinn.

    Annars væri gaman ef kappinn kæmi tvíelfdur til leiks og ætti þannig tímabil að ekki væri hægt að ganga fram hjá honum í vali á leikmanni tímabilsins. Það væri feis á FA sem ég myndi vilja sjá.

    En bölvaður bjáni geturðu samt verið Súri.
    YNWA

  31. Ohhh… Thetta er otholandi!! Bædi thad ad hann gerdi thetta og thad er eins og ad helvitis FA klikan fai standpinu vid ad dæma Suarez!

  32. Jæja. Það fór þá svo. Auðvitað á Suarez ábyrgðina á að málin fara þennan veg en ég held að það sé bara allt til þess vinnandi, ef rökstuðningurinn er tæpur, að slást með þetta mál lengra.

  33. Jæja þá er þessu Suarez máli lokið. Ég myndi bara sleppa því að áfrýja þessu máli. Gerrard er víst meiddur á öxl og þarf uppskurð í sumar. Ég myndi bara smella honum líka í sumarfrí eins og skot. Kannski geta hinir í liðinu fundið samspil sem virkar í liðinu. Setjum Shelvey og Sturridge í fremstu víglínu og Henderson með Lucas á miðjuna.

  34. Ég verð að segja að mér finnst 10 leikir fyrir þetta ekkert út í hött ef við lítum á þetta án samanburðar við önnur atvik. Það er auðvitað forkastanleg hegðun að bíta andstæðing sinn á knattspyrnuvellinum og ber að bregðast hart við slíku. Hins vegar ef tekið er mið af fyrri dómum FA þá þykir mér augljóst að Suarez ber hér skarðan hlut frá borði.

  35. Plís heimsku united menn ekki koma með ykkar gölluðu lógík inní þessa umræðu. Þetta með gula spjaldið hans Defeo; sjáum nú til. Það eru til undantekningar varðandi það að dómari sjái brot og ekki sé hægt að refsa afturábak, það er semsagt leyfilegt að refsa sérstaklega fyrir virkilega slæm brot ef þurfa þykir jafnvel þó að dómarinn hafi séð það. Ef að þetta bit verðskuldar 10 leiki þá verð ég að segja hvernig gátu þeir ekki farið aftur yfir málið hans Defoe? Það er furðulegt. Einnig finnst mér furðulegt að það sé bara upp á slembilukku komið hvort að menn sleppi bara alveg hreint vegna þess að dómari sá atvik en ekki nægilega vel og gaf því bara gult og þá er maður bara stikkfrí.
    Til að hjálpa ykkur að skilja hræsnina í kringum þessi tvö mál að þá var aldrei nein alvöru umræða um að Defoe væri ruglaður fyrir þetta og meira segja var þetta svo léttvægt að Martin Jol gantaðist með atvikið í viðtali enda þótti þetta ekki stórmál þá.

    Svo gilda Hollenska bannið og rasista bannið ekki sem íþyngjandi áhrif vegna þess að annað var í öðru landi og hitt í öðrum málaflokki.

    Það var birtur fínn listi hér að ofan um lengstu bönn sögunnar í deildinni og hvað hver og einn gerði, það er fínn listi til að meta hversu mikið samræmi virðist vera í þessum ákvörðunum.

Opinn þráður

You must be joking