Undanfarin ár hefur Liverpool verið allt annað en eðlilegur klúbbur, hvorki innan eða utan vallar. Það má því segja að þetta tímabil hafi verið frekar tíðindalítið og átakalaust hjá félaginu. Nýr þjálfari fékk nokkurnvegin frítt spil þetta tímabil til að móta lið sem við ætlumst til að bæti sig á flestum sviðum næstu árin. Líklega var nauðsynlegt að taka þetta tímabil, sýna þolinmæði og byrja á því að bara bæta árangur í deild frá síðasta ári og laga rekstur félagins. Þetta er vonandi allt á réttri leið. Líkt og áður gerðum við pennar síðunnar tímabilið upp með einföldum hætti. Við vorum sammála um helstu viðurkenningar fyrir þetta tímabil en hægt er að skoða álit hvers og eins neðar í póstinum.
Leikmaður ársins:
1. Suarez
2. Gerrard
3. Coutinho
Mestu vonbrgiði (Leikmaður):
1. Skrtel
2. Allen
3. Sahin/Borini
Mestu Vonbrigði (annað):
1. Sumarglugginn
2. Gengi í Evrópu
3. Annað (sjá neðar)
Bestu kaupin:
Coutinho – Allir sammála hvað þetta varðar og líklega ætti þetta við um nokkra síðustu leikmannaglugga.
Leikur ársins:
Newcastle – Liverpool 0-6
Þetta var klárlega einn flottasti leikur Liverpool í vetur af nokkrum góðum. Endurkoman gegn Tottenham var líka ofarlega í huga. Það voru nokkrir flottir sigrar í vetur en fáir leikir sem standa sérstaklega uppúr.
Framfarir ársins:
Jordan Henderson – Hann var sniðugur í fyrra og lækkaði standardinn alveg gríðarlega. Á þessu tímabili fór hann frá því að vera hugsanleg skiptimynt fyrir Clint Dempsey og pening í það að verða einn af bestu leikmönnum Liverpool á þessu tímabili og með bjartari vonum okkar til framtíðar.
Bjartasta vonin:
Coutinho – Þetta þarf vart að útskýra frekar. Núna er bara að vona að hann haldi sama standard á næsta tímabili og hann var að gera núna í vetur og bæti sig ennfrekar.
Einkunn á Brendan Rodgers 0-10:
6,5
Leikmaður ársins.
1.
KAR – Luis Suarez. No-brainer, besti leikmaður sem prýddi grasvelli á enskri grundu þetta tímabilið.
Maggi – Luis Suarez. Sennilega aldrei í sögunni verið eins auðvelt að velja besta mann liðsins á heilu tímabili!
SSteinn – Luis Suárez. Það kemur einfaldlega enginn annar til greina. Var stórkostlegur og sýndi mikinn stöðugleika og við vissum reyndar hvað hann var góður, en hann fór upp á næsta þrep.
EÖE – Luis Suarez. Hver annar? Skemmtilegasti og besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Babú – Luis Suarez. Alveg gefið í ár og það kemur enginn annar til greina. Bætti sig gríðarlega frá síðasta tímabili og tók þátt í flestum mörkum sem Liverpool skoraði á einn eða annan hátt.
2.
KAR – Philippe Coutinho. Á aðeins hálfri leiktíð sýndi hann meira, og gaf okkur meiri von, en allir aðrir sóknarmenn liðsins til samans, utan þess sem prýðir efsta sætið að sjálfsögðu.
Maggi – Steven Gerrard. Langnæstbestur í liðinu, átti mjög gott tímabil og tróð sokk í þá sem töldu hann vera kominn „yfir hæðina“
SSteinn – Steven Gerrard: Stevie er oft á tíðum vanmetinn hjá okkur í seinni tíð, menn eru alltaf að bíða eftir sleggjunum hans eða leikjum sem hann vinnur upp á eigin spýtur. Var stöðugur í leik sínum í vetur og átti afar sjaldan dapran dag. Gríðarlega mikilvægur þessu liði.
EÖE – Steven Gerrard. Spilaði nánast alla leiki og var lykilmaður á miðjunni.
Babú – Steven Gerrard. Það tók smá tíma að venjast nýju hlutverki en sérstaklega eftir að Lucas kom hefur Gerrard verið eins og herforingi á miðjunni og mjög stöðugur. Ekkert besta tímabils hans hjá Liverpool en það besta í einhvern tíma. Vonandi er hægt að ná 2-3 góðum árum úr fyrirliðanum í nýju hlutverki.
3.
KAR – Daniel Sturridge. Ellefu mörk á hálfri leiktíð er ekkert til að gera grín að. Getur verið að við séum komnir með tvo 20+ marka framherja í liðið á sama tíma? Hvenær gerðist það síðast?
Maggi – Glen Johnson. Eina sem ég hugsaði um, því allir utan efstu tveggja áttu misjafnt tímabil, þar sem þeir léku vel og illa. Johnson vinnur Agger, Hendo og Reina naumlega í þessu sæti.
SSteinn – Coutinho: Kannski eiga einhverjir aðrir þetta betur skilið, þ.e. hafa spilað allt tímabilið, en þessi drengur hefur lyft manni svo hressilega upp eftir að hann kom eftir áramótin að það eitt og sér skilar honum inn í þetta þriðja sæti.
EÖE – Sturridge. Tímabilið hefði endað öðruvísi ef hann hefði verið þarna frá fyrsta degi.
Babú – Coutinho. Hann bjó líklega að því að vera tilbúinn í slaginn og ferskur eftir lítinn spilatíma. Sleppti með öllu aðlögunarferlinu að enska boltanum og byrjaði bara með látum. Það er oft snemmt að fagna strax en í það allra minnsta er þetta mest spennandi leikmaður sem komið hefur til Liverpool síðan Suarez kom, það segir kannski ekki mikið samt.
Mestu vonbrigðin (Leikmaður):
1.
KAR – Fabio Borini. Það er kannski ekki sanngjarnt að setja hann efstan þar sem meiðslin eyðilögðu tímabilið hans miklu meira en spilamennska en engu að síður var hann stóru kaupin í framlínuna okkar síðasta sumar og hann skilaði tveimur mörkum í allan vetur. Vonbrigði. Vonandi heldur hann sér heilum á næstu leiktíð.
Maggi – Nuri Sahin. Hélt að þar færi leikmaður sem myndi smella inn í liðið. Var góður í 135 mínútur en vandræðalega slakur þess utan, alltof linur og hægur.
SSteinn – Martin Skrtel. Eftir að hafa verið leikmaður tímabilsins árið á undan, þá var þetta mikið hrun hjá honum. Hann kann þetta alveg, en eitthvað fór afar illa hjá honum þennan veturinn.
EÖE – Skrtel. Ég hélt að hann yrði lykilmaður í þessu liði, en hann var afleitur.
Babú – Nuri Sahin. Hann flokka ég hreinlega sem ein mestu vonbrigði sem ég man eftir í leikmannakaupum Liverpool. Þarna hélt ég að við værum að fá risa nafn á miðjuna og einn af stóru bitum síðasta sumars. Maður hefur séð hann spila með Dortmund og það er ekki tilviljun að hann fór til Real Madríd eða var bestur í Þýskalandi, en Rodgers náði a.m.k. alls ekki að kveikja á honum. Svakaleg vonbrigði.
2.
KAR – Joe Allen. Hann byrjaði þrusuvel og var maður ágústmánaðar hjá liðinu en svo fór fljótt að halla undan fæti og hann týndist eiginlega. Ég vona að hann komi sterkur til baka á annarri leiktíð sinni, svipað og Jordan Henderson hefur gert í vetur.
Maggi – Joe Allen. Fór vel af stað en svo datt botninn gjörsamlega úr leik hans.
SSteinn – Joe Allen: Hann byrjaði þvílíkt vel, en svo var eins og hann lenti á vegg. Hef þó alveg fína trú á honum og hann hefur alveg tímann fyrir sér.
EÖE – Joe Allen. Byrjaði vel, en svo fór honum rosalega mikið aftur. Ég hélt að hann yrði lykilmaður hjá Rodgers, en svo var ekki.
Babú – Martin Skrtel. Jesús kristur hvað hann náði enganvegin að aðlagast nýjum leikstíl Liverpool. Þetta á að vera þessi voðalegi nagli og gjörsamlega á besta aldri fyrir miðvörð og ætti að vera toppa núna. Hann var átakanlega lélegur í nokkrum leikjum og það saknaði hans á endanum enginn þegar hann missti sæti sitt í liðinu. Ég hef enga trú á því að Skrtel eigi framtíð fyrir sér hjá Rodgers fyrst hann komst ekki í liðið í vetur.
3.
KAR – Jonjo Shelvey. Fór frá því að eiga nokkuð fast sæti í byrjunarliði í að vera mjög líklega á útleið í sumar. Það er eins og liðið hafi farið fram úr honum í spilamennsku og mögulega getu eftir því sem leið á veturinn og hann virðist alls ekki finna sig í fótbolta Rodgers. Mikil vonbrigði.
Maggi – Oussama Assaidi. Eins og að ofan hægt að velja marga hérna, Shelvey, Borini, Skrtel og Coates gætu verið þarna líka.
SSteinn – Fabio Borini: Kannski eru stóru vonbrigðin með hann þessi meiðsli sem eyðilögðu hans fyrsta tímabil með liðinu. En eins og með Allen, þá hefur hann tímann fyrir sér.
EÖE – Borini – hann fékk aldrei tækifæri vegna meiðsla.
Babú – Joe Allen. Rétt á undan Borini þar sem ég gerði meiri væntingar til Allen. Hann byrjaði líka gríðarlega vel en svo bara fjaraði gjörsamlega undan honum. Spurning hvort þar hafi meiðslin verið að spila inn í sem gerir það illskiljanlegt afhverju hann var ekki strax sendur í aðgerð og notast við Henderson og Sahin. Allen var ekki að gera neitt gagn í allt og marga mánuði og því miður kaupi ég ekki þessa sögu með að meiðslin útskýri hrun hans. Liverpool búningurinn var ansi þungur á honum held ég og vænti þess að það lagist í sumar.
Mestu vonbrigði (annað):
1.
KAR – Slæmt gengi í Evrópu og bikurum. Þetta afsakast aðeins einu sinni, Rodgers. Við heimtum meira, sérstaklega þegar deildargengið er ekki að gleðja okkur heldur.
Maggi – Leikmannaglugginn síðasta sumar. Án vafa sá lélegasti í sögunni, sló marga aðra lélega sumarglugga út af vellinum!
SSteinn – Sumarglugginn: Þar eitthvað að útskýra það, lána Andy Carroll og fá EKKERT í staðinn.
EÖE – Tapið í EL gegn Zenit.
Babú – Síðustu tveir dagar sumargluggans og glugginn í heild. Ég verð litlu minna reiður þegar talað er um Andy Carroll fíaskósið og þegar við borguðum fyrir að fá Hodgson. Þarna gerði einhver risastórt í buxurnar og sannfærði engann um að nú væru komnir aðilar með meira vit á þessum málum heldur en Comolli og Dalglish sem fengu að fjúka aðallega fyrir sumarkaupin árið áður. Hroðalegir sumargluggar hjá FSG sem sannfæra mig ekki í ár með þvi að byrja á Kolo Toure.
2.
KAR – Lokadagur leikmannagluggans í fyrra. Klúðrið í lok ágúst 2012 hafði þau áhrif að helta liðið á upphafsmetrum spretthlaups og veitti öllum okkar helstu keppinautum á bilinu 8-15 stiga forskot í ágúst og september. Það má alls, alls, alls ekki endurtaka sig í sumar.
Maggi – Tapið gegn United á Anfield. Ekki fleiri orð á það.
SSteinn – Dræm útkoma gegn efstu liðunum. Oft á tíðum fín spilamennska, en stigasöfunin vonbrigði.
EÖE – Jafnteflin gegn City
Babú – Gengið í deildinni. Ég fer ekkert ofan af því að þessi síðustu dagar leikmannagluggans þegar hópurinn var veiktur hreint fáránlega af tilefnislausu kostaði okkur þetta tímabil og er ástæða þess að liðið hrökk svona seint í gang. Það er svo ævintýraleg heimskulegt að lána dýrasta leikmann í sögu félagsins, til hvers? Já og fá svo engan í staðin og líta út eins og fávitar 1.sept.
3.
KAR – Deildargengið. 7. sæti í deild er ekki og verður aldrei ásættanlegt fyrir Liverpool. Það er kannski ekki mikið neðar en maður bjóst við þetta árið en engu að síður svekkjandi, sérstaklega að vera fyrir neðan Everton. Ég vona að ég þurfi ekki að telja þetta til á næsta ári, hvorki 7. sætið né Everton.
Maggi – Tapið gegn Oldham í bikarnum, hefðum þurft Cup-run í vetur.
SSteinn – Bikarkeppnirnar, þarf ekkert að útskýra það neitt nánar.
EÖE – Tapið gegn Man U á Anfield.
Babú – Bit Suarez. Hvað er að frétta drengur? Þetta var svo heimskuleg gjöf frá honum til fjölmiðla og annara andstæðinga sinna að það er erfitt að meta hvort maður eigi að hlæja eða gráta. Við vitum að það gilda aðrar reglur um Suarez en aðra en það er óþarfi að ögra því með svona hreinræktuðu bulli.
Bestu kaupin:
KAR – Philippe Coutinho. Vorum við virkilega að fá heimsklassa, brasilískan playmaker, tvítugan að aldri, frá stórliði í Evrópu … á átta milljónir punda? Í alvöru? Hvernig í fjandanum fórum við að því?
Maggi – Coutinho eru bestu kaupin, gætu orðið bestu „value for money“ kaup klúbbsins síðan Agger koma á sínum tíma. Sturridge líka flott kaup
SSteinn – Coutinho án nokkurs vafa. Hrikalega spennandi leikmaður á bara fjandi hagstæðum díl.
EÖE – Coutinho og Sturridge.
Babú – Coutinho eru mest spennandi kaup síðan við fengum Suarez. Reyndar er Sturridge alls ekki langt á eftir en Coutinho uppfyllir flestar óskir sem maður hefur tönglast á undanfarin ár. Fljótur, gríðarlega leikinn og útsjónasamur sóknarleikmaður með nafn sem endar á -inho, alvöru Braselíumaður. Fengum hann líka á pening sem dugar ekki fyrir efnilegum neðri deildar leikmanni á Englandi sem ekkert hefur gert. Eins og staðan er núna er þetta flokkað sem þjófnaður.
Leikur ársins:
KAR – 6-0 sigur á St James’ Park. Það er kannski ekki mikið af klassískum leikjum úr að velja á þessari leiktíð en 6-0 útisigur gegn Newcastle myndi nægja til að toppa þennan lista flest ár.
Maggi – 3-2 sigurinn á sterku liði Tottenham í deildinni var leikur sem skipti held ég mestu máli fyrir leikmennina og klúbbinn, sérstaklega eftir að hafa lent undir. En það voru margir góðir á síðari hluta tímabilsins.
SSteinn – Sá eftirminnilegasti er eflaust „kombakkið“ gegn Spurs, en leikur ársins er samt engu að síður 6-0 slátrunin á Newcastle.
EÖE – Það er enginn sem stendur sérstaklega uppúr, því miður.
Babú – 0-6 úti gegn Newcastle. Þeir voru fyrir ofan okkur í fyrra og með ýmis skot á Liverpool í kjölfar kaupanna á Carroll (réttilega). Gaman að þagga aðeins niður í þeim með þessum hætti. Annars margir góðir sigrar en dómarinn sá til þess að Everton – Liverpool stendur ekki uppúr hér. Synd þar sem Suarez skoraði þar eiginlega þrennu og fagnaði einu markinu með dýfu fyrir framan Moyes.
Framfarir ársins:
KAR – Jordan Henderson. Framganga hans er nánast þveröfug við Jonjo Shelvey. Var boðið að yfirgefa Liverpool og var til sölu í ágúst í fyrra, í dag get ég ekki ímyndað mér að Rodgers myndi selja hann nema fyrir himinháar upphæðir. Meira svona, Jordan.
Maggi – Jordan Henderson. Frá því að vera aukabiti í að reyna að kaupa Clint Dempsey í ágúst að sýna stjóranum fram á að hann er leikmaður sem á mikla framtíð fyrir sér á Anfield. Bætti sig í öllum þáttum leiksins, frábær leikskilningur, flottur takklari, lagði upp og skoraði mörk.
SSteinn – Framfarir ársins eru væntanlega sú breyting að fara að nota ungu strákana meira og gefa þeim sénsinn. En þegar kemur að frammistöðu einstaka leikmanna þá held ég að ég verði að setja Jordan Henderson í efsta sætið.
EÖE – Henderson
Babú – Jordan Henderson. Ég reyndar held að síðasta tímabil hafi alls ekki gefið rétta mynd af honum og því eigi þetta tímabil ekki að koma sérstaklega á óvart. Hann var ekki eins afleitur og af er látið undir stjórn Dalglish en spilaði sjaldan í sinni bestu stöðu og oftast með mjög illa saman settri miðju (enginn Lucas). Mér fannst hann mega fá fleiri leiki í vetur og hann var mjög stöðugur öfugt við síðasta tímabil.
Bjartasta vonin
KAR – Philippe Coutinho. Hér er reyndar af nógu að taka; ungir menn eins og Raheem Sterling, Jordon Ibe, Daniel Sturridge, Andre Wisdom og Suso gefa manni von um bjarta framtíð. En eins og með flest annað gott í vetur þá stendur Coutinho upp úr. Elsk’ann.
Maggi – Coutinho. Maður bara slefar! Af okkar unglingum eru það Sterling og Ibe, er á því að Suso, Wisdom og Coady muni eiga erfiðara með að verða mikilvægir okkar liði á næsta tímabili.
Í yngri liðunum eru margir spennandi, ég er spenntastur fyrir Ryan McLaughlin, Jerome Sinclair og Jordan Ibe.
SSteinn – Þær eru nokkrar ansi bjartar, t.d. Raheem Sterling, Andre Wisdom, Suso, Jordan Ibe og Jerome Sinclair. Mín bjartasta von er samt sem áður Coutinho sem er ennþá kornungur og rétt kominn inn í deildina.
EÖE – Coutinho
Babú – Coutinho. Reyndar man ég ekki eftir svona mörgum gríðarlega efnilegum leikmönnum á mála hjá Liverpool áður. Coutinho er fremstur af þeim núna og eldri en þeir flestir en það kæmi ekkert á óvart ef einhver nýr tæki framúr á næsta tímabili. Sterling, Suso, Ibe og Wisdom eru allt leikmenn sem gætu fest sig í sessi hjá félaginu í meistaraflokki.
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
KAR – Frábær ferð okkar strákanna í byrjun maí! Hún var reyndar svo frábær að ég vonast eftir að endurtaka leikinn strax í haust.
Maggi – Það að okkur hafi loksins tekist að komast saman til Mekka og þar með ferðaskýrslan góða!
SSteinn – Ferðasaga Kristjáns Atla vegna ferðar Kop.is á Merseyside derby stóð klárlega upp úr öllu.
Babú – Ferð Kop.is klárlega. Af efni á síðunni þá lagði ég mesta vinnu í pistil um Hillsborough og Heysel og bætti við mig töluverðu af fróðleik um þau mál í leiðinni. Í dag eru einmitt 28 ár frá Heysel harmleiknum.
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil:
KAR – 6 af 10 væri sanngjarnt myndi ég segja. Fimm er hlutlaus einkunn og allt þar undir er fyrir menn sem standa sig svo illa að þeir eigi að missa starfið. Hvað lyftir Rodgers upp fyrir fimm? Ekki deildargengið, ekki bikargengið, ekki Evrópugengið. En … hann bylti sóknarleik liðsins, gaf sjö ungum strákum sína fyrstu leiki fyrir Liverpool og klárar tímabilið með mjög ungan og spennandi leikmannahóp. Verður að gera betur á næsta ári en ef hann nær í einkunnir upp á 8, 9 eða 10 af 10 næstu ár verðum við ánægðir með þessa sexu sem hann fær í ár.
Maggi – 7,0. Var með 5,0 eftir Oldham-tapið og slæma byrjun en hann beygði upp á við eftir janúargluggann þegar hann virtist kominn með það njósnaralið og þjálfara í kringum sig sem hann vildi. Frá þeim tíma fannst mér ég sjá hvað hann ætlar sér með liðið, hann beygði út frá of miklum posession fótbolta (sem sumir kalla tiki-taka) í þá átt að nýta sér snilld Suarez, sendingar Gerrard og hraða í liðinu og fór að sækja hraðar. Það fannst mér sýna að hann geti tekið næsta skref frá því sem hann gerði hjá Swansea. En við þurfum mikla bætingu í fjölda stiga og minnst eitt alvöru cup-run til að hnífarnir verði ekki brýndir vorið 2014.
SSteinn – Hann fær 6,5 í einkunn. Ekki ásættanlega staða í deildinni, né árangur í bikarkeppnum. Hann lét samt liðið spila skemmtilegan fótbolta, hefur notað ungu strákana mikið og að mínu mati er að leggja grunn fyrir næstu árin. Kaupin hans í janúar voru síðan flott.
EÖE – Hann fær fína einkunn. Hann stóð algjörlega við þær raunhæfu væntingar, sem ég gerði til hans og þá sérstaklega eftir áramót. Ég er bjartsýnn fyrir framtíðina undir hans stjórn.
Babú – 6,5. Hann er búinn að stórlaga sóknarleik liðsins þrátt fyrir að vera í handbremsu með liðið ef svo má segja hálft tímabilið. Hann er óhræddur við að gefa ungum leikmönnum séns og stendur fyrir fótbolta sem er velkominn í Liverpool. Gegni í deild, bikar og Evrópu er ekki ásættanlegt í neinu tilvika en þetta tímabil var fríspil hjá honum. Ég lofa því samt að stjóri Liverpool fær ekki mikið oftar yfir 5 í einkunn meðan liðið er í 7.sæti og dettur úr bikar gegn Oldham og Swansea. Hann lagði í vetur góðan grunn fyrir næstu tímabil og nær vonandi að byggja ofan á hann.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils:
KAR – Byggt á núverandi stöðu myndi ég vilja halda Reina í markinu, hafa í vörninni fyrir framan þá Johnson, Papadopoulos, Agger og nýjan vinstri bakvörð, á miðjunni Lucas, Gerrard og Henderson eða Allen (sem verður þá vonandi búinn að ná sér á strik á ný) og í framlínunni Coutinho og Suarez sitt hvorum megin við Sturridge. Ef Rodgers vill skipta einhverjum af þessum mönnum út fyrir 50 milljón punda leikmann er það í lagi mín vegna líka. 🙂
Maggi – Reina, Johnson, Papadopoulus, Agger, Cissokho, Lucas, Gerrard, Suarez, Coutinho, Diego Capel og Sturridge. Tek skýrt fram að mig myndi langa í Muniain og Coentrao í stað Cissokho og Capel, en það held ég að sé óraunhæft, því miður…
SSteinn – Úff, þegar stórt er spurt…Stóra spurningin verður hvort við höldum Pepe áfram, þ.e. hvort Barca láti hann í friði. Ég efast alltaf meira og meira um að það takist. Eins verður þetta spurning um hvort hægt verði að redda vinstri bakverði sem slær Jose út og svo hægri kant. Ef Pepe fer, þá stór efast ég um að við náum að bæta við miðverði, vinstri bakverði og hægri kanti sem labba inn í byrjunarliðsstöður. Er samt bjartsýnn á Grikkjann í vörnina og svo fingers crossed með rest.
EÖE –
Begovic
Johnson – Agger – Papadopolous – Enrique
Gerrard – Lucas – Henderson
Coutinho – Sturrdige – Suarez
Þetta er fínt byrjunarlið, en það þarf að styrkja hópinn verulega.
Babú –
Reina
Johnson – Papadopolous – Agger – Contreao
Gerrard – Lucas
Nýr – Coutinho – Sterling/Suso
Sturridge
(Suarez verður í banni).
Ég vona að við kaupum alvöru bakvörð, FC myndi flokkast sem þannig en maður veit aldrei hvað nýr stjóri Real ætlar að gera ef hann ræður því þá. Set Grikkjann með í miðvörðinn þar sem hann er líklegastur núna. Á miðju/kant verður fróðlegt að sjá hvar Allen og Henerson koma inn í þetta, Henderson gæti farið í Dalglish hlutverkið sitt sem dýpri vængmaðurinn sem leitar inn á miðju meðan hinumegin væri meiri sóknarmaður. Mig langar að sjá einhvern betri en Downing koma inn en sé það ekki alveg gerast.
Ef þið viljið svara líka þá er bara að copy/paste þessu og svara
Leikmaður ársins.
1.
2.
3.
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1.
2.
3.
Mestu vonbrigðin (annað)
1.
2.
3.
Bestu kaupin
Leikur ársins.
Framfarir ársins
Bjartasta vonin
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil?
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Leikmaður ársins.
1.Suarez
2. Gerrard
3. Carragher
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1.Borinin
2.Sahin
3.Skrtel
Mestu vonbrigðin (annað)
1. Jafnteflis leikir á heimavelli
2. Bikarleikir
3. Bitið
Bestu kaupin
Coutinho
Leikur ársins.
Liverpool – QPR kveðju leikur Carragher
Framfarir ársins
Henderson
Bjartasta vonin
Sterling
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
Spjallið
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil?
8,5 liðið spilaði flotta knattspyrnu og er á mikili uppleið og það með því að gefa ungum strákum stæra hlutverk.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Þar sem félagskiptaglugginn er óútreiknalegur þá er það sem við höfum eini raunveruleikinn.
Reina, Glen, Agger, Skrtel, Enrizue, Lucas, Gerrard, Coutinho, Sturridge og Downing( Suarez væntanlega í banni)
0
Áhugaverðar niðurstöður hjá kollegum mínum. Við erum samróma um ansi margt sem hópur sem segir manni að það var kannski ekki mikið sem stóð upp úr eða niður úr. Frekar miðlungs tímabil hjá Liverpool, sem sagt.
Eitt samt. Ég tilnefndi Nuri Sahin ekki sem eitt af þremur vonbrigðum ársins eins og kollegar mínir gerðu. Ég gerði það ekki af einni ástæðu: ég gleymdi honum. Það kannski segir allt sem segja þarf um veru hans hjá Liverpool. Klár vonbrigði.
Já og færið það til bókar, vinsamlegast, að ég gaf Rodgers lægstu einkunnina af okkur öllum. Bara svo það sé á hreinu. 🙂
Kristján, gleymdi honum líka 🙂 Ekki mjög minnistæður leikmaður það.
0,5 var munurinn hjá okkur 🙂
Leikmaður ársins.
1.Suarez
2.Coutinho
3.Gerrard
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1.Sahin kom og fór
2.Borini kom og meiddist
3.Allen kom og breytti engu
Mestu vonbrigðin (annað)
1. Lenda í 7.sæti
2. Detta út úr Evrópukeppninni
3. Suarez beit leikmann
Bestu kaupin
Coutinho by a mile
Leikur ársins.
2-2 við Arsenal var helvíti spennandi leikur
Framfarir ársins
R.Sterling
Bjartasta vonin
Coutinho
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
Jákvæðnin þegar maður sjálfur var að drepast úr neikvæðni
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil?
7 – Liðið er farið að spila góðan fótbolta en gæðin voru ekki til staðar
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
K. Schmeichel
G.Johnson – M.Kelly – D.Agger – J.Robinson
Gerrard – Lucas – J.Allen
Coutinho – Sturridge – Sterling
Leikmaður ársins.
1. Suarez
2. Coutinho
3. Gerrard
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1. Allen
2. Skrtel
3. Suarez (ekki fyrir spilamennski heldur fyrir nagþörf)
Mestu vonbrigðin (annað)
1. Gengi í deild
2. Gengi í bikarkeppnum og Evrópi
3. Sumarglugginn 2012 (ekki bara síðasti dagur hans, glugginn var opinn mun lengur og það voru einhverjir sem gerðu stórlega upp á bak í þessum glugga).
Bestu kaupin
Þetta er no brainer. Bestu kaupin eru Coutinho. Ungur og leikinn Brassi sem ekki þarf tíma til að aðlagast á Englandi. Í öðru sæti kemur Sturridge einnig sterkur inn.
Leikur ársins.
6-0 útisigur á Newcastle.
Framfarir ársins
Jordan Henderson og Coutinho.
Bjartasta vonin
1. Coutinho
2. Sterling
3. Suso
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
Allir þeir sem réttlæta enn kaupverðið á Carrol með því að segja að Chelsea hafi borgað það að mestu með kaupunum á Torres. Ég veit ekki betur en að Torres salan var gengin í gegn og enginn skilyrði frá Chelsea fyrir því að 35 millum yrði eytt í Carrol, þetta kallast rökleysa í eyrum hagfræðings.
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil?
Hann fær 5,5. Hann féll í deild, bikar, Evrópu og í leikmannakaupum í sumar.
Hins vegar stóð hann sig vel í deild eftir áramót og í leikmannaglugganum í áramót og tekur einkunn hans nú aðeins mið að því að hann getur gert miklu betur á næsta ári. Ef árangur hans á næsta ári verður sá sami og nú í ár fengi hann 3 í einkunn.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Begovic
Johnson Agger Papadoupulus Enrique/nýr
Henderson Lucas/Diame Gerrard
Nýr – Sturridge Coutinho
Hræsnin heldur áfram hjá ykkur. Á svona degi á ekki að tala um annað en það sem gerðist 29. maí 1985. Lýsir best þessum klúbbi og stuðningsmönnum. Auðmýktin er engin.
Svar (Kristján Atli kl. 11:59): Ég læt þessi ummæli þín standa og svara þeim hér. Það var á leiðinni inn færsla um Heysel og Juventus síðar í dag en eins og venjulega kommentar þú einu sinni á ári og það bara til að saka okkur, stuðningsmenn ensks fótboltaliðs á Íslandi, um einhverjar undarlegar misgjörðir. Mér er skítsama hvaða álit þú hefur á Liverpool Football Club en eins og venjulega bendi ég á að við minnumst Heysel á hverju ári og það var ekki að fara að breytast í ár. Við gerðum ekkert af okkur á Heysel og þú átt nákvæmlega ekkert með að nota þennan dag til að fá einhverja undarlega útrás á hverju ári, síst af öllu á okkar síðu.
Þetta verða lokaorðin um þetta mál. Allar frekari tilraunir þínar til að hreyta ónotum í okkur verða stöðvaðar. Um leið votta ég þér og öðrum stuðningsmönnum Juventus samúð vegna Heysel-harmleiksins sem ég og aðrir lesendur Kop.is áttu ekki neina sök á.
Leikmaður ársins.
1.Suarez, það komst engin með tærnar þar sem hann hafði hælana.
2.Steven Gerrard. Hann átti flott tímabil og var meiðslalaus meira og minna.
3.Coutinho, þrátt fyrir að spila bara frá áramótum þá sýndi hann gæðin sem þarf.
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1. Nuri Sahin klárlega, átti von á stórstjörnu en fengum ekkert.
2.Martin Skrtel, var klettur í fyrra en missti það alveg.
3.Joe Allen, byrjaði frábærlega en missti flugið og þarf að taka sig mikið á.
Mestu vonbrigðin (annað)
1. Enda í 7 sæti.
2. Hegðun Suarez.
3. Árangurinn í bikarkeppnum.
Bestu kaupin
Coutinho klárlega þó er Sturridge ekki langt á eftir.
Leikur ársins.
Sá skemmtilegasti var 0-6 leikurinn á móti Newcastle.
Framfarir ársins
Jordan Henderson á þetta skilið.
Bjartasta vonin
Coutinho
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
Þetta endalausa dekur við okkur fíklana sem fáum alltaf skammtinn okkar og þessi frábæru podköst.
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil?
Fyrir spilamennsku fær hann háa einkunn en fyrir stigasöfnun frekar slæma.
Ætli 6,5 sé ekki þokkalega sanngjarnt.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Begovic
Johnson Papa Agger Enrique
Lucas
Gerrard Eriksen
Tello Coutinho
Sturridge
Sælir félagar
Hér kemur mitt álit
Leikmaður ársins.
1. Carra alger lykilmaður í vörn og stjórn hennar
2. Suares
3. Gerrard
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1. Suares (bitið)
2. Allen
3. Skrtel
Mestu vonbrigðin (annað)
1. Lokastaðan í deildinni
2. Bitið hjá Suarez
3. Tapið á móti MC
Bestu kaupin: Coutinho
Leikur ársins. 6 – 0 leikurin gegn NFC
Framfarir ársins Coutinho
Bjartasta vonin Jordon Ibe
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er). Spjallið almennt séð. Hefur ekki oft verið málefnalegra og vitrænna en í vetur.
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil? Ætli seinni hluti tímabilsins komi honum ekki upp í 7,0
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils Læt þetta liggja á milli hluta eins og staðan er í dag. Mænan ætti þó að vera; Reina, Agger, Gerrard og Suarez. Hvað spilast svo í kringum þessa öðlinga kemur í ljós.
Leikmaður ársins:
1. Suarez – ekki annað hægt
2. Coutinhio / Gerrard – deila öðru sætinu, sá ungi fyrir að heilla alla á fjórum mánuðum, sá gamli fyrir að spila nánast alla leiki
3. Carragher – Carra hefur lítið spilað síðustu árin en kemur inn sterkur á síðustu metrunum og heldur Skrtel utan liðs
Mestu vonbrigðin (Leikmaður):
1. Sahin
2. Joe Allen – spilaði reyndar meiddur en á olli vonbrigðum
3. Suarez – því miður er Suarez á þessum lista og allir vita af hverju
Mestu vonbrigðin (annað):
1. Detta snemma út úr útsláttakeppnum
2. Byrjun tímabilsins
3. Framherjaleysið framan af
Bestu kaupin:
Coutinhio
Leikur ársins:
Newcastle – Liverpool 0-6, þokkalega öruggur útisigur
Framfarir ársins:
Henderson
Bjartasta vonin:
Af nógu að taka svo ég nefni bara guttana eins og þeir leggja sig
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er):
Hef alltaf gaman af því þegar menn tala hér aftur og aftur eins og Rafa sé alveg að fara að taka við liðinu, og að Rodgers verði rekinn fljótlega (eins og hann hafi verið hugsaður til að brúa bilið þar til RB kæmi aftur).
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil:
8,0 – það er eins og fáir geri sér almennilega grein fyrir að hér er verið að byggja upp nýtt lið frá grunni eftir að Kanarnir voru rétt búnir að setja það á hausinn, því var ljóst frá upphafi að uppbyggingin, breytt leikskipulag o.s.frv. tekur tíma og ekkert stórvægilegt myndi gerast í vetur. Við þær aðstæður finnst mér Rodgers hafa staðið sig vel.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils:
Ekkert byrjunarlið er raunhæft fyrir mér fyrr en ég veit hverjir verða til staðar.
Leikmaður ársins.
1. Suarez
2. Gerrard
3. Coutinho
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1. Skrtl
2. Allen
3. Sahin
Mestu vonbrigðin (annað)
1.Glugginn
2.Deildin
3.Bikarar/Evrópa
Bestu kaupin
Coutinho
Leikur ársins.
Newcastle
Framfarir ársins
Henderson
Bjartasta vonin
Coutinho
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
Ferðasagan var mjög góð
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil?
6,5 – Betur má ef duga skal, en hann lofar góðu. Sjáum til á næsta tímabili
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Reina
Johnson – Papadopulus – Agger – Enrique/Góð kaup
Lucas Gerrard
Coutinho
Góð kaup Sturridge Suarez
Leikmaður ársins.
1. Suarez
2. Coutinho
3. Gerrard
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1. Skrtel
2. Sahin
3. Allen
Mestu vonbrigðin (annað)
1. Sumarglugginn
2. Að hafa ekki keypt Coutinho í sumarglugganum
3. Að hafa keypt mér treyju merkta Sahin
Bestu kaupin
Coutinho
Leikur ársins.
Newcastle.
Framfarir ársins
Henderson
Bjartasta vonin
Coutinho
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
Podcast þættirnir. Annað frekar hefðbundið.
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil?
7,5 – Er ánægður með það sem hann gerði miðað við hvað hann hafði úr að moða.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Reina
Johnson – Góð kaup – Agger – Enrique
Lucas Gerrard
Henderson
Coutinho Sturridge Suarez
Bekkur:
Allen
Borini
Sterling
Downing
Kaup/Skrtel (varnarmaður)
Kaup (vinstri bak)
Jones
Ég held að við ættum að hafa gluggan mjög svipaðan janúarglugganum. Fá 2-3 gæða leikmenn en ekki 7 meðalljón.
veit ekkert um þennan gaur.. en tölfræðin er ágæt.. búinn að vera í botnliði og kannski að hann lyfti sér upp á hærra plan. Svona svipað og þegar menn skipta úr KA í Þór.
og komið á wikipediusíðuna hans.. On 29th May 2013 Aspas’ agent announced that he had signed a pre-contract with Liverpool and would join on the 1st June 2013…
http://en.wikipedia.org/wiki/Iago_Aspas
Það er svona smá hundur í honum .. og mér líkar það !
Ágætt. Var búin að sakna þess að hafa nóg af spánverjum.
Nokkuð afdráttarlaust svar frá Suarez inn á fótbolti.net þar sem hann segist tilbúinn að fara ef tilboð berst. Auðvitað allt annað mál hvort Liverpool samþykkir en þetta eru ekki sérlega góðar fréttir fyrir framtíð hans hjá liðinu.
Ég er ekki að sjá Barcelona eða Real borga uppsett verð fyrir Suarez. Monako eða PSG er síðan allt annað mál. Ef þessi lið vippa 40 milljónum á borðið þá myndi ég taka því eins og skot ef Suarez er byrjaður að væla (ef þetta er rétt).
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta tímabils:
Reina
Johnson Papadopoulos Agger Coentrao
Gerrard Lucas
Son Heung Coutinho Sterling (Suarez)
Sturridge
Leikmaður ársins.
1. Agger
2. Henderson
3. Suarez
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1. Sahin
2. Lucas
3. Gerrard
Mestu vonbrigðin (annað)
1. Sumarglugginn
2. Sumarglugginn
3. Sumarglugginn
Bestu kaupin
Coutinho
Leikur ársins.
Newcastle.
Framfarir ársins
Henderson
Bjartasta vonin
Kelly
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
Hvað við getum verið neikvæðir
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil?
8 – Ekki mikið meira að fara koma útúr þessum hóp miðað við aðra hópa fyrir ofan okkur
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Reina
Johnson – KingKolo – Agger – Bosingwa
Noble Henderson
Aspas
Coutinho Bent Downing
Leikmaður ársins.
1. Luis Suarez
2. Steven Gerrard
3. Coutinho
Mestu vonbrigðin (Leikmaður)
1. Nuri Sahin
2. Martin Skrtel
3. Luis Suarez (að geta ekki lært af reynslunni og 3ja tímabilið í röð á ferli sínum kominn í langt bann)
Mestu vonbrigðin (annað)
1. Óþolinmæði stuðningsmanna
2. Óstöðugleiki liðsins framan af tímabili
3. Að eigendur liðsins séu ekki sýnilegri en raun ber vitni.
Bestu kaupin
Coutinho
Leikur ársins.
Tottenham, heima. Svakalegur karakter að koma til baka og frábærar taktískar breytingar stjórans.
Framfarir ársins
Jordan Henderson
Bjartasta vonin
Raheem Sterling
Hvað stóð upp úr hjá þér á kop.is? (færsla, ummæli, hvað sem er).
Pod-cast þættirnir. Takk fyrir mig 🙂
Hvaða einkunn fær Brendan Rodgers eftir sitt fyrsta tímabil?
7
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
(433) Reina; Johnson, Papadopoulos, Agger, L.Digne; Lucas,Gerrard,Henderson; Coutinho, Sterling, Sturridge (Suarez í banni)
Flottur pistill, gaman að sjá álit annarra á tímabilinu.
Heilt yfir finnst mér tímabilið hafa farið eins og margir spáðu í upphafi þ.e. að við væru að sigla á svipuðum slóðum (þ.e. stöðulega séð í deildininni) og árið áður. Auðvitað vonaði maður að við myndum færast ofar upp töfluna en það gekk ekki eftir og einnig má kannski þakka fyrir að við færðumst ekki neðar m.v. hvað hópurinn var þunnskipaður framan af.
En hvað fær mann til þess að vera vongóður enn eitt sumarið? Jú það eru nokkur atriði. 1 – spilamennskan var mjög skemmtilega á köflum og miklu fleirri mörk skoruð en í fyrra og fleirri stig komu í hús. 2 – Við vorum með mjög ungan leikmannahóp sem inniheldur nokkur nöfn sem gætu orðið betri knattspyrnumenn á komandi tímabilum. 3 – Þjálfarinn hélt haus allan veturinn og náði að mótivera menn fram í síðasta leik. 4 – Hópurinn virðist ekki vera eins háður fáum nöfnum og oft áður. 5 – Það hlítur að vera komin eðlilegri launastrúktúr á hópinn þ.e. við séum að borga laun í samræmi við stöðu okkar í deildinni og þar af leiðandi sé svigrúm til þess að bæta í frekar en losa úr.
Núna er síðan stóra spurningin, mun klúbburinn og aðdáendur hafa þolinmæði til þess að halda áfram þessari hægu uppbyggingu, vonandi. Ég held að kaup á skammtímalausnum muni í mesta lagi koma okkar aðeins ofar til skamms tíma og verða á endanum dýru verði keypt. Byggjum okkur hægt upp og gerum atlögu þegar aðstæður eru réttar en vissulega gæti það þýtt 2 – 3 ár í viðbót þar sem við fikrumst hægt upp töfluna.
Ég segi að BR hafi klárlega unnið sér inn annað tímabil og þrátt fyrir efasemdir um FSG þá hafa þeir verið mjög samkvæmir sjálfum sér síðustu misseri þ.e. um kaupstefnu. Hvað varðar vallarmálin þá er ég mjög ósáttur við hvernig þau mál hafa farið eða öllu heldur ekki farið. Við eigum ekki sugardaddy eigendur og því getum við ekki gert sömu kröfur um leikmannakaup og aðdáendur annarra liða, við þurfum að horfa til annarra leiða til þess að koma klúbbnum ofar upp töfluna. Þessi vegferð mun taka tíma en vonandi er versti tíminn búinn.
Líf og fjör poolarar.
Raunhæft draumabyrjunarlið í fyrsta leik næsta timabils
Reina
Johnson- Papadoupolus-Agger-Enrique
Gerrard-Lucas
Mkhitaryan-Eriksen-Coutinho
Sturridge
(Suarez í banni), ef Suarez fer þá væri ég til í Benteke eða Jackson Martinez framm