Undanfarna daga hafa magnast fréttir um að Luis Suarez vilji fara frá Liverpool og ekki bættist ástandið þegar að Suarez var í viðtali í Úrúgvæ þar sem hann sagði að vissulega væri erfitt að vera public enemy númer eitt á Englandi og að áhugi frá Real Madrid væri ánægjulegur.
En umboðsmaður Suarez ræddi hins vegar við Sky Sports í dag og Sky greina frá því að…
But Suarez’s agent, Pere Guardiola, has told Sky Sports News’ chief news reporter, Bryan Swanson, that the forward remains “happy” at Liverpool and has no plans to leave in this summer’s transfer window.
Okei. Semsagt, umboðsmaður Suarez segir hann hafa engan áhuga á að fara frá Liverpool. Flott. Frábært. Þá geta okkar menn áfram einbeitt sér að því að bæta hópinn.
Held að menn ættu ekkert að fara fram úr sér, í hvoruga áttina, þ.e með að hann verði áfram eða að hann fari. Ég hugsa að staðan sé þannig að hann vilji ekkert endilega fara, en ef tilboð frá Real Madrid eða Bayern Munchen kæmi, þá yrði hann eðlilega að hugsa sig um. Sama með Liverpool, þetta er jú því miður fyrirtæki líka, ekki bara knattspyrnufélag.
Suarez hefur ekki farið fram á sölu, þannig að hann er ekki með nein plön um að fara. En það getur breyst eins og annað.
James Pearce hjá Echo, sem er betri heimild en Sky sem er bara algjört drasl, skrifar þetta:
“And he (Suarez, innsk.) admits it would be difficult to reject the advances of Real Madrid, if as expected the Spanish giants try to prise him away from Anfield this summer.
“One always dreams of wanting to reach the world’s greatest teams,” Suarez said. “I talked to my representative and there’s nothing concrete. Tell him not to talk to Madrid? It will always be difficult to say no to a team like that.”
Þetta eru eðlileg svör hjá honum, og auðvitað hafa félög áhuga á Suarez, meðal annars Real Madrid.
Ekkert til að hafa áhyggjur af strax, og hvorki til að missa sig yfir því að hann sé að fara eða missa sig yfir því að hann verði áfram.
Já, ok Sky er ekki alltaf áreiðanlegt. En þegar að umboðsmaður Suarez talar við fréttastjóra Sky, þá hlýtur að vera hægt að taka mark á því. Svo geta hlutir breyst, það geri ég mér grein fyrir.
Mér finnst það sem Suarez sagði í viðtalinu í Úrúgvæ vera það sterklega orðað að ég er eiginlega nokkuð viss um að hann fer, að því gefnu að Real eða einhverjir aðrir bjóði nógu vel. Þótt umbinn hans neiti þessu í dag er held ég augljóst að þeir eru búnir að senda út svona “come and get me”-merki til stórliðanna.
Þannig fer þetta fram: Suarez viðurkennir að erfitt væri að segja nei og að það sé erfitt að vera áfram í Englandi. Tekur þó fram að hann elski Liverpool. Vill sem sagt halda báðum möguleikum opnum, að vera kyrr og að fara. Þannig getur hann sagt, ef ekkert verður af þessu, að hann hafi alltaf viljað vera kyrr hjá Liverpool en um leið er hann búinn að gefa séns á því að hann vilji fara, búinn að láta vita að hann er til í að skoða það.
Pepe Reina er að leika sama leik með Barcelona þessa dagana, bara svo það sé á hreinu.
Þetta veltur núna á Real og Barca. Ef þau bjóða upphæð sem við erum sátt við missum við bæði Pepe og Suarez í sumar. Ef ekki verða þeir áfram. Ég held að þeir fari báðir í sumar.
Suarez fer til Real, við fáum Alonso uppí kaupverðið.
Reina fer til Barca og við fáum Tello í skiptum.
Hvernig hljómar þetta?
Já þetta er og verður svakalegt sumar. Trúlega eitt mest spennandi sumar í langan tíma.
Er sammála KAR. Held að þeir tveir séu að fara til þessara stóru liða. Er það nokkuð svo slæmt? Ekki að mínu mati, allavega ekki að því gefnu að gott verð fáist fyrir þá og að LFC haldi áfram að byggja klúbbinn upp með þessum hætti sem nú er verið að gera. Það mun án vafa skila sér margfalt til baka með komandi árum.
En hvaða verðmiða vill fólk sjá til að Suarez verði seldur?
Mitt mat er lágmark 40 milljónir punda. Algjört lágmark!
Held að flestir sem hafa e-h hugmynd um hvernig fótboltinn virkar í dag, vita að það sem agentinn segir opinberlega er oft ekki það sama og þeir segja bakvið tjöldin. Hann segist “happy” og hefur “no plans to leave” en svo kemur hugsanlegt tilboð frá Real og hlutirnir breytast. Þannig er boltinn.
Ef Liverpool vill leggja allt undir að halda honum þá verðum við bara að bjóða honum enn einn nýjan samning og hækka launin. Peningar stjórna.
Hinsvegar held ég að Liverpool ætti að segja 45kúlur og við skutlum honum á flugvöllinn. 45M + 15M(Carroll) yrði mikil lyftistöng fyrir liðið þrátt fyrir að við værum að missa okkar besta mann. Við gætum verið með 100Mpunda kitty þetta sumarið og það væri að mínu mati fáranlega spennandi að sjá hvernig liðið myndi líta út.
Allavegna líður mér þannig að eftir að hafa lesið þetta quote frá Suarez þá held ég að hann ætti bara að skipta um lið núna. Augljóst að hann vill fara og maður sem er í svona löngu banni frá því að spila fótbolta, eftir að hafa bitið annan mann í öxlina, á ekki að tjá sig á þennan hátt….að mínu mati.
Svo verðum við að fara ná í þennan Papadopoulusousus!!! Hann virkar á mig sem algjört beast.
YNWA
40 mil fyrir Suarez en 80 fyrir bale, það gengur ekki upp, Suarez hefur kanski meiri rekstarkosnað en hann er betri en Bale, 60 mill er lægra viðmið á hanns virði og bele er aldrei 80 mill virði, 50 til 60 kanski.
Sagði Forseti Real ekki að Bale væri skapaður fyrir Real en þó Suarez væri frábær leikmaður sem öll bestu lið í heimi vildu fá til sín þá passaði leikmaður ekki alltaf inn í öll lið !!
Semsagt, við viljum ekki vandræðagemsann Suarez, en við kaupum Bale núna í sumar !
Leikmannaglugginn allavega kominn alvarlega í gang. Fyrst kemur Mr. Aspas og svo er núna talað um einhvern Luis Alberto. 2 léttleikandi sprækir Spánverjar…já takk!
Sammála greiningu Kristjáns Atla en ég vil alls ekki missa okkar bestu menn, sérstaklega ekki Suarez. Mér er alveg sama hvort það fengjust 40 kúlur eða 80 kúlur fyrir hann. Það yrði gríðarmikið áfall að missa okkar besta mann – það væri stórt skref niður í uppbyggingunni og hefði líklega mjög neikvæð áhrif á móralinn í klúbbnum og von um betri tíð næsta vetur, auk þess að hjálpa ekki til við að ná í nýja topp leikmenn.
En ég er hræddur um að Suarez fari ef kallið kemur frá Spáni…því miður. Ætla samt ekki velta mér of mikið upp úr því. Vonandi hef ég kolrangt fyrir mér og að engar freistingar verði lagðar á borð fyrir Úrúgvæann ótrúlega!
Skv. þessu er Marca búið að birta frétt þess efnis að hann sé búinn að semja við Real. Vonandi ekkert til í þessu.
http://www.liverpool-kop.com/2013/05/done-deal-lfc-star-agrees-40m-four-year.html#.UadNhqGFmZ0.facebook
suarez er madur sem má ekki missa, skemmtanagildid miklu minna, til í abidal
Ég vil alls ekki að Suarez fari, en enginn er stærri en klúbburinn. Ef hann fer fengjum við kannski tvo menn sem yrðu jafn góðir og hann, hver veit? Ef við fengjum 50 milljónir punda gætum við keypt tvo menn á 25 milljónir, sem er svipað og Suarez kostaði.
Við lifðum það alveg af að missa Torres, og fleiri. Við myndum alveg lifa það af að missa Suarez.
Vona bara að Real fari í þetta Bale ævintýri og einbeiti sér að því.
Væri líka fróðlegt að sjá hvað Real eru tilbúnir að borga fyrir Bale áður en þeir fara að bjóða í Suarez. Þessir leikmenn eiga að mínu viti að fara á svipaðan pening, mér finnst kannski 40 of lítið en 80 of mikið. Finna einhverja tölu þarna á milli.
YNWA
Trúi alls ekki að menn fari að reyna horfa á það jákvæðum augum ef Suarez fer frá Liverpool eða að það sé gott fyrir alla. Það væri hrikalegt fyrir Liverpool.
Það er ekki eins og það hafi styrkt okkur að missa okkar skærustu stjörnur til Real, Barca og Chelsea undanfarið. Sama á við um Reina, það væri mjög vont að missa hann núna loksins þegar hann var farinn að sýna sitt rétt andlit aftur. Ekki eins mikið áfall og að missa Suarez en hrikalegt fyrir því og alls ekkert öruggt að það sé hægt að fylla hans skarð svo auðveldlega, við höfum séð önnur lið lenda í basli með að finna réttan markmann.
Það er alveg lykilatriði í sumar að missa ekki okkar bestu menn heldur mun frekar bæta hópinn í kringum þá. Annars verðum við bara á nákvæmlega sama stað áfram. Það er komið að stórum og góðum sumarglugga hjá FSG.
Þetta fer ágætlega af stað ef þessir spánverjar sem eru sterklega orðaðir við Liverpool í dag eru að koma en þá meira sem bæting á mönnum eins og Downing og Shelvey (sem dæmi). En glansinn fer alveg af ef við missum Suarez. hann hefur líka talað þannig að hann vilji ekki fara og hann skuldar stuðningsmönnum Liverpool svo sannarlega eitt sumar án vandræða.
Sammála BABU… Menn sem eru að reyna að finna jákvæðar hliðar á að Suarez yfirgefi okkur… KRÆST!!!..
Gæti skrifað 1000 orð um það en vill bara benda mönnum á þá staðreynd að Suarez er í flokki með RVP,Falcao,Cavani,Zlatan #LangBestuNæstBestuLeikmennHeims CR9 og Messi eru þeir einu sem eru betri en þeir!!!
Og þegar fólk talar með RASSgatinu og segir… við kaupum bara jafn góðan leikmann í staðinn…… Málið er að leikmenn í þessum HÁ-Gæða flokki vilja ekki koma til liðs sem endar í 7.sæti í ensku deildinni!!!
#KeepSuarez
Twitter: @ragnarsson10
Kannski er það bara ég, en ég get aldrei sætt mig við að Liverpool sé klúbbur sem selur bestu leikmenn sína til toppliða Evrópu. Liverpool á að vera topplið Evrópu !
Ef það kemur tilboð í Suarez frá Spáni þá auðvitað fer hann. Annað væri algerlega klórulaust fyrir drenginn. Hanga í Liverpool og keppa um 5 sætið er ekki eitthvað sem maður eins og Suarez á að vera að standa í. Sorry.
Þegar við seldum Torres þá fengum við aðeins vandræði eðai Andy Carrol. Því vona ég að við höldum Suarez.
Ekki sammala thvi ad thad skipti ekki mali hvort Suarez seljist a 40 eda 80mills. Thad væri nu heldur betur fjarfesting daudans ad selja leikamann a svona tølum, ekki veitir af eftir allt kludrid undanfarin ar.
Audvitad vill madur ekki missa Suarez, hann er storkostlegur leikmadur en a moti alls ekki gallalaus leikmadur.
Já ég vona innilega að Suarez verði ekki seldur. Það sást best í seinni leiknum á móti Zenit hvað Liverpool þarf mikið á svona mönnum að halda. Menn sem geta stigið upp og breytt leikjum eru ómetanlegir og þó að hægt væri að kaupa tvo menn á 20m pund í staðinn, þá er alls ekkert gefins að það myndi jafnast á við að hafa Suarez í liðinu. Suarez er bara það ógeðslega góður í fótbolta að það verður alltaf erfitt að fylla hans skarð.
Liverpool þarf líka á smá stöðugleika að halda. Það er ekki endalaust hægt að vera selja bestu mennina og byggja upp gott lið á sama tíma. Að mínu mati þarf aðalega að styrkja vörnina fyrir næsta tímabil. Það þarf annan miðvörð, vinstri bakvörð og einhvern alvöru mann í samkeppni við Lucas.
Fyrst hélt ég að Einar Örn væri svona gráglettinn með kaldhæðniskommenti um að ekki væri fararsnið á Suarez útaf einhverju umbatali en honum var víst alvara. Ég er akkúrat mun meira sammála túlkun Kristjáns Atla og tek þessar fullvissu umboðsmannsins með saltklípu.
Mér finnst augljóst að bæði Suarez og Reina eru galopnir fyrir því að fara í sumar og lái þeim hver sem vill. Þeir hafa hvor um sig ágætar persónulegar ástæður fyrir því að sigla á spænsk mið og það væri í ekki í fyrsta né í síðasta sinn sem sírenur spænsku stórveldanna myndu seiða góða púlara suður um höf.
Ef menn vilja fara þá mega þeir fara…. nema þeir heiti Steven Gerrard sumarið 2005. Ég vil ekki fara á það plan að væla í mönnum að vera áfram hjá Liverpool FC. Það á ekki að þurfa ef hjarta þeirra og hugur er á réttum stað. Aðalatriðið er að gæta hagsmuna LFC og það þýðir að tryggja sér sem mestar fjárhagslegar bætur og nota þann pening á sem bestan hátt. 50 millur samtals fyrir parið er algert lágmark en það mætti einnig bæta við Xabi Alonso, Higuaín, Alexis Sanchez,Tello eða öðrum góðum mönnum í pakkann.
Ég vona bara að þeir ágætu herramenn Luis og Pepe hlífi okkur við of miklum leikriti og látalátum í kringum hugsanlega sölu og verði ekki of fégráðugir með að fá gyllt handabönd þrátt fyrir að vera sjálfir forsprakkar sinnar eigin brottfarar. Svoleiðis frekja hjá múltímillum fer í mínar fínustu taugar. Það er ekkert jákvætt að missa topptalent en með svona fúlgur er hægt að kaupa ansi vel í staðinn. Christian Eriksen o.fl. væru auðkeyptir ef seðlaveskið er troðfullt.
Annars líst mér vel á byrjun þessa innkaupasumars. Kaupteymið greinilega vel undirbúið með sín skotmörk og lætur verkin tala. Þó að Carra sé auðvitað ómetanlegur sem lifandi goðsögn þá fyllir Kolo Toure ágætlega í skarð hins trausta öldungs sem lærifaðir yngri manna og einnig sem gagnleg hjálparhella í hópinn ef á þarf að halda. Klók kaup að mínu mati. Ef okkur tækist að bæta gríska tröllabarninu í miðvarðahópinn þá væri ég afar ánægður enda líst mér skrugguvel á það náttúruundur.
Fyrir mér þá má Skrtel alveg fara ef fæst fyrir hann 8 stafa tala mæld í pundum. Þó hann sé öflugur í tæklingum og í loftinu þá er hann enginn boltaheili og passar ekki nógu vel í kerfið hans Rodgers. Svo þótti mér ekki mjög púlaralegt hjá honum að fara í fýlu yfir því að goðsögnin Carra fengi hans stöðu í nokkra leiki til að klára sinn feril með glans. Það þótti mér lítilmannlegt af hávöxnum manni og fyrir slíkar syndir má selja hann hraðar en hægt er að segja: Rússkí karamba!
Ég er samt með meiri meðaumkun með Coates og væri til í að sjá hann lánaðan til úrvalsdeildarliðs í von um að hann aðlagist hraða EPL. Vantar Swansea ekki miðvörð ef A. Williams fer? Nú ef þetta gengur ekki hjá stráknum þá væri kominn tími á að kveðja, en ég tel að það blundi ágætis leikmaður í honum og hann væri líklega flottur í hægari deild nær Miðjarðarhafinu. En vonandi braggast hann okkur til bóta.
Svo er það maðurinn með smjattpattanafnið, herra Aspas, sem virðist vera svo gott sem örugglega á leið til okkar. Reyndar finnst mér það grænmeti vera óttalegur viðbjóður og seint myndi ég kaupa nafnið á treyjuna mína, en mér líst vel á kauða. Svona spænsk útgáfa af Bellamy og gæti svínvirkað hjá okkur. Fljótur, skotviss, vinnusamur og gallharður nagli. Bara með 11 mörk í vetur en með 23 mörk árið áður þegar Celta kom upp um deild þannig að hann kann að skora. Menn nefna hann sem arftaka Suarez en ég sé hann mun frekar ógna stöðu Downing sem örfættur hægri vængframherji. Hægt væri þá að selja Downing fyrir um 10 millur og þar með búið að yngja upp í stöðinni fyrir hálfvirði og Aspas á helmingi lægri launum ef fréttir eru réttar.
Til að toppa þá miklu kaupsveiflu sem er í gangi þá virðumst við skv. Balague vera að tryggja okkur spænskt 20 ára efni. Það er í sjálfu sér lítil áhætta tekin með því að borga smápening fyrir svona stráka en umbunin þeim mun meiri ef úr þeim rætist. Stráksi virkar flottur á þúvarpinu sem er að sjálfsögðu hinn eini sanni mælikvarði á getu leikmanna. Virkar einhvers konar samsuða af Jaime Redknapp og Fernando Morientes. Sparkviss með eindæmum í fyrirgjöfum og þrumufleygum en einnig með töffaralega tæknitakta, ásamt hárnákvæmum sendingum. Stór, sterkur og snöggur. Ef eitthvað er þá er ég spenntastur fyrir hans væntanlegu komu. Áhugavert dæmi.
http://www.101greatgoals.com/blog/liverpool-set-to-sign-barcelona-b-attacker-luis-alberto-the-new-xaviiniesta-guillem-balague/
En nóg af þessum vangaveltum í bili. Góðar stundir.
YNWA
Væri flott að selja hann fyrir 45-50m pund. Hann lætur sig líta út fyrir að vera algjört fórnarlamb sem hann er ekki. Búinn að vera hjá okkur í tvö ár og strax búinn að missa af 18 leikjum fyrir heimskuleg atvik.
Ég var einn af þeim sem varði hann eins og hann væri mitt eigið barn, en með því að bíta Ivanovic þá hrækti hann svo sannarlega á allt sem aðdáendurnir hafa gert fyrir hann. Svo er tölfræðin betri án hans heldur en með hann. Ég er alveg búinn að fá nóg af þessu rugli hjá honum. Fólk þarf að vera siðblint til að verja hann eftir Ivanovic málið.
Þetta eru mjög áhugaverðar umræður. Ég er á því að það væri MJÖG SLÆMT fyrir okkur að missa Suarez og Reina, þó sérstaklega Suarez. Þó við fáum einhverjar skrilljónir fyrir þessa leikmenn þá verðum við að hafa í huga að þessar stóru kanónur eru ekkert á lausu og vilja bara alls ekki spila með liði sem endaði í 7. sæti í deildinni!
Ég held að margir hér séu að ofmeta þann status sem Liverpool-klúbburinn hefur um þessar mundir. Ég tel mjög langsótt að við nælum í einhverja súperstjörnur í sama kalíber og Suarez. Við eigum að bæta við okkur leikmenn en ekki selja lykilmenn okkar. Menn sem eru ómissandi í liðinu í dag, eru auk Suarez: Gerrard, Reina, Agger, Lucas, Coutinho, Sturridge og Henderson. Klúbburinn á að senda út sterk skilaboð á markaðinn um að þessir menn séu ekki til sölu, punktur!
En var Suarez einhver súperstjarna þegar við keyptum hann? Maður var rétt búinn að heyra af honum hjá Ajax og það var fyrst og fremst vegna þess að hann beit mótherja. Ég vona að hann fari ekki enda er hann lykilmaður í liðinu. En ef hann fer þá kemur bara einhver annars í staðinn fyrir hann.
En ef að hinn vel tengdi Liverpool-fréttamaður Tony Barrett hefur rétt fyrir sér þá er Luis Suarez með “buy out clause” í sínum samningi og upphæðin 40 millur punda verið nefnd.
http://www.101greatgoals.com/blog/luis-suarez-has-a-40m-buy-out-clause-in-his-liverpool-contract-tony-barrett-radio-interview/
Téð klásúla hefur verið í umræðunni síðan fyrir jól og í raun aldrei verið neitað svo ég viti til. Skortur á afneitun gerir það svo sem ekki að staðreynd en ef þetta er satt þá er þetta ekkert spurning um hvort að LFC vilji selja heldur bara hvort að Real Madrid borgi upphæðina. Eina samningsatriði liðanna á milli væri þá hvort að LFC tæki einhverja leikmenn í stað réðufés og hversu hátt þeir væru metnir í slíkum díl.
Ef þetta er staðan þá er langheppilegast fyrir LFC að klára slíka sölu sem fyrst til að hafa góðan tíma og sem flest skotmörk á lausu til að fylla skarðið. Ég væri meira en til í að fá Gonzalo Higuain í stað Suarez og jafnvel pening á milli, en líklega endar hann hjá Juventus. Markamaskína sem fer frá Madrid í sumar og LFC myndi lítið veikjast við þau skipti.
http://www.mbl.is/sport/enski/2013/05/30/real_buid_ad_semja_vid_liverpool_um_suarez/
er búið að selja hann?
já því miður er búið að selja hann frá okkur núna!
Ef við missum bæði Suarez og Reina þá eru það tvö RISASTÓR skef afturábak.
Það sem klúbbinn vantar núna er stability og þurfum við að halda okkar bestu mönnum og bæta við þann leikmannahóp sem er fyrir til þess að það gangi upp. Annars erum við að horfa á enn lengra uppbyggingarferli sem nú þegar er búið að vera allt of langt.
Eins og slúðrið fer af stað þetta sumarið þá erum við að horfa til þess að klúbburinn verði bara í sama miðjumoði og undanfarin tímabil.
Ég var á spáni um daginn og hitti þar vin minn íslenskan og þá kom í ljós að dóttir hans er kærasta bróður konunar hans Suarez. Þessi vinur minn kannast ágætlega við þau hjón og hann sagði mér að þau tali þannig að þau bæði en þó aðallega hún séu alveg búin að fánóg af blaðamönnum og pressunni í englandi og þau ætli að reyna að komast til Spánar eftir fremsta megni !
Ég er orðlaus að lesa skoðanir á þeim nótum að í lagi sé að selja Suarez ef við fáum helling fyrir hann því þá getum við keypt gott í staðinn. Í fyrsta lagi, þá er aldrei jákvætt að missa sína bestu menn og í öðru lagi þá er alls ekki sjálfgefið að finna eins góða leikmenn, jafnvel þó við höfum fúlgur fjár í buddunni.
Dæmi: Við erum enn að leita að arftaka Alonso og miðjan okkar hefur ekki verið svipur hjá sjón síðan Alonso og Macherano fóru. Sem betur fer frábær kaup í Coutinho og Sturridge en sumarkaupin í fyrra voru massa vonbrigði, þó ég viji ekki afskrifa þá leikmenn – Stundum tekur tíma að koma sér í “Liverpool” gírinn.
Punkturinn er þessi: Við skulum ekki blekkja okkur á því að ef nógu margar millur eru í boði að þá sé í lagi að selja okkar bestu menn. Hvaða klúbbur nær árangri með slikum hugsunarhætti! Við eigum að halda okkar bestu og bæta við!
Kjörstaða væri að halda honum í eitt tímabil í viðbót og njóta snilli hans áður en hann fer. Svona svipað og Ronaldo gerði hjá United. En auðvitað vona ég að Liverpool hrökkvi í gang almennilega og hann fer hvergi.
Ég er að vinna með frænku sonarbróður frænda pizza sendils sem fer stundum með pizzur heim til manns sem vinnur í fatahreinsuninni sem Suarez fer með fötin sín í hreinsun.
Og hún segir mér að hann sé rosa hress með lífið hjá Liverpool og hann sé ekki að fara rassgat.
Ok, þá er ekkert að óttast
Að bera saman Suarez og Alonso er algjörlega rangt. Alonso var ekki “flying risk” eða fékk aldrei 18 leikja bann. Suarez er jafn góður og hann er klikkaður en stundum er ekki nóg að vera bara góður. Hann fékk 7 leikja bann fyrir að bíta Bakkal og svo 10 leikja bann fyrir að bíta Ivanovic, menn verða að fara læra.
afsakið orðbragðið en eru þið þroskaheftir að vilja selja suarez ? hann er einn af bestu leikmönnum í heimi! að vilja selja hann af því hann er mannlegur og gerði mistök . Hvað var cantona í löngu banni ? og hvað vann hann marga leiki fyrir þá eftir að hann kom úr banninu ? við eigum að gera allt til að halda í hann ! ef við kaupum góða menn í kringum hann þá getum við verið í toppbarátunni á næsta ári! Sé Real sem eina liðið sem gæti keypt hann ef þeir kaupa bale þá er það ólíklegt. Bayern er varla að fara kaupa hann eftir goetze og lewandowski og barca var að kaupa neymar.
Þetta var að birtast á Twitter-síðu Guillem Balague ?, sem þykir áræðanleg heimild:
Luis Suarez: “It is not true I have an agreement with Real Madrid. I am thinking about my future but I haven’t decided anything yet”
Suarez er greinilega ekki búinn að útiloka að hann fari..
Já, margar athugasemdir hér að ofan sem er afskaplega mikið vit í en margar sem maður myndi ekki túlka sem málefnanlegar.
Ideal staðan hjá okkur þetta sumarið væri auðvitað að halda Suarez og Reina sem og að hafa Carra ennþá innan liðsins en maður getur bara ekki fengið allt sem maður vill.
Það kæmi mér bara alls ekkert á óvart ef að L.Suarez yfirgefur klúbbinn okkar núna í sumar miðað við þá umfjöllun sem hann hefur fengið. Það leiðinlegasta við allt fréttamannafárið í kringum kappan er að það hefur áhrif á fjölskildu hans, bæði konu og barn. Auðvitað vill enginn stuðningsmaður (alvöru stuðningsmaður) missa Suarez, þetta er leikmaður sem getur unnið leiki fyrir liðið uppá sitt eindæmi…nákvæmlega maðurinn sem allir vilja hafa í sínu liði.
Í sambandi við Reina þá vona ég innilega að hann fari ekki fet…nákvæmlega sá markmaður sem við þurfum að hafa í okkar liði miðað við þá spilamennsku sem við erum að byggja upp. Hann er einnig leikmaður sem getur unnið leiki uppá sitt eindæmi með frábærum vörslum og sendingum einfaldlega.
Báðir þessir leikmenn eru hluti hryggsúlu liðsins, auk Carra/Agger og Gerrard/Lucas….að taka út tvo hryggjarliði er afskaplega slæmt.
Allir verða að hugsa rökrétt í þessu samhengi hinsvegar, allir eru falir fyrir rétta upphæð. Ef satt reynist með klásúluna getum við ekki gert neitt í því, eins leiðinlegt og það hljómar. Svo þeir sem segja að við eigum einfalslega að nota peninginn til þess að kaupa annan/aðra heimsklassa einstaklinga, en það er ekki eins og þeir komi með pósti til okkar liðs þar sem við erum vorki í CL eða Evrópu-deildinni (kemur í ljós með Evrópu-deildina). Þessar keppnir eru þær stærstu og vilja allir topp leikmenn spila þar.
Hugsum þetta rökrétt: Allir leikmennirnir sem eru í liðinu hafa allir sitt verð, hver einn og einasti! (Kannski fyrir utan Gerrard).
YNWA – Liverpool for life!!!
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRCA456706C-39DB-43F4-8EE1-4FF62443B352
EFTIR TVÆR MINOTUR ÞÁ ER HÖDDI BARA AÐ STAÐFESTA ÞAÐ AÐ SUAREZ SÉ FARINN !!! :@
vá hvað ég nenni ekki að missa hann!!!!
Er ekki kominn tími til að við séum með fleiri en tvo heimsklassa leikmenn í þessu liði á sama tíma, í stað þess að selja okkar bestu leikmenn um leið og við erum að komast á flug. Ef það kemur tilboð í hann þá á að neyða hann til að vera í eitt ár í viðbót líkt og var gert með Modric og Ronaldo og láta hann hjálpa okkur að berjast um 4 sætið á næsta tímabili. Þá geta Monaco, Real og PSG slegist um hann.
Nr. 39. Já byrjunin á þessari frétt er frekar spes en djöfull hvað þetta eru flott mörk hjá Suarez í þarna. Vonandi að við fáum að sjá meira svona á næstu leiktíð 🙂
Af blaðamannafundi með landsliðinu rétt áðan. Litli brjálæðingurinn er á leiðinni út.
http://www.dailypost.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-striker-luis-suarez-4032812?
Suarez gæti endað hjá Monaco með Falcao og félögum. Spila fyrir fyrir fullum velli sem tekur 18500 manns í sæti. Ekki slæmt það!
Luis Suarez er augljóslega að undirbúa för sína frá klúbbnum. Það kemur enn skýrar fram í fréttinni sem david #42 bendir á.
Fyrir nokkrum árum las ég miklar greinar hérna og annars staðar um ágæti stefnu FSG og moneyball. Þá sagði ég hér að við myndum missa flesta af okkar bestu mönnum þegar þeir eru á hátindi ferils síns eða rétt komnir yfir hann, til að hámarka gróðann.
Það myndi þýða að félagið væri lengur að komast á toppinn en peningavélin væri stöðugt að malla og myndi á endanum sjá algjörlega um sig sjálf. Ég sé þetta hiklaust vera að gerast núna. Ef rétt reynist að það sé klausa um 40 eða 45 milljónir punda fyrir Suarez þá er það vegna þess að menn hafa sett á hann verðmiða þegar samið var við hann síðast, sem er ekki svo langt síðan. Með því er verið að freista liða eins og Real Madrid, Bayern Munchen, Juventus og fleiri af sama klassa.
Auðvitað vill maður ekki missa Suarez en life goes on og með skynsamlegum kaupum þá verður auðvitað alveg hægt að lifa án hans. En leiðin í 4. sætið verður lengri, og leiðin í fyrsta sæti verður margfalt lengri. Það er líka skelfilega lélegur bisness að fá 40 milljónir fyrir leikmann þegar Bale fer kannski á 60.
Pepe Reina er frábær markvörður. Hann hefur þó ekki spilað síðustu 2-3 tímabil á sama klassa og hann gerði 2009-2010 og þar áður. Það verður mun auðveldara að fá inn nýjan markmann heldur en að fá mann inn fyrir Suarez. Það eru t.d. 10-15 frábærir markmenn í þýsku deildinni sem nánast enginn hefur heyrt um. Vona að Rodgers sé með einhvern sem nennir að horfa á vikulegan þátt um Bundesliguna á ITV4. Weidenfeller hjá Dortmund, Leno hjá Leverkusen, Stegen hjá Mönchengladbach, Zieler hjá Hanover og Zieler hjá Hamborg eru kannski þekktastir. Þess vegna hef ég ekki áhyggjur af því að hann fari, en menn verða að hafa bissnessnef, 12-15 milljónir þurfa að fást fyrir hann.
Þessi kaup sem nú eru orðin gefa góð fyrirheit, menn vinna hratt og örugglega í þeim leikmönnum sem menn vilja. Þessir tveir, Toure og Aspas gera mann samt alls ekki hoppandi kátan og Luis Alberto ekki heldur, þótt Aspas og Luis Alberto geti verið gott efni til uppbyggingar. Hins vegar verður Papadopoulus klassakaup, þetta er algjört undrabarn. Hann spilaði sinn fyrsta leik í grísku deildinni 15 ára gamall og er á hraðri uppleið í knattspyrnuheiminum. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að hann fari eitthvert annað.
En það verður auðvitað sjokk að missa Suarez, en maður kemur í manns stað þótt leiðin á toppinn verði lengri.
Hvernig er tölfræðin okkar án Suarez. Ekki al slæm held ég.
Snillingur, það er ekki spurning, en flæðið í liðinu verður oft öðruvísi með Suarez í liðinu. Hann tekur mikið til sín og menn leita stöðugt að honum. Þetta hægir oft á flæðinu.
Fyrir kannski 45 millur gætum við gert góða hluti á markaðnum, ég vil sjá Brendan einbeita sér að evrópu, suðu ameriku osfr Látum þessa Breta vera í auknablikinu.
Aspas, Sturridge, Coutinho, Eriksen, Gerrard, Lucas og einn sterkan striker/kanntara í viðbót og við gætum verið býsna skeinuhættir.
Allir eru falir fyrir rétt verð og engin er ómissandi. Sjáið bara Tottenham og Arsenal. VanDV, Modridge, VanP, Fabregas osfr osfr allir farnir. Þetta er ekki endir alls og í raun algjörlega óraunhæft að hafa leikmann í topp 10 í heiminum í dag í klúbbi sem er að reyna að berjast um 4 sætið í ensku deildinni. 6 og 7 síðustu ár. Menn verða að vakna og lykta af kaffinu.
Hann gæti alveg eins verið í sæmilegu liði á spáni eins og Sevilla eða Valencia eins og að vera hjá okkur. Finnst ykkur það í lagi ?
Já, spurning um að breyta þessari fyrirsögn á síðunni !
Miðað við fréttaflutninginn sem er í gangi af þessu máli og umræðunni hérna að þá er alveg spurning um að Einar Örn bæti orðinu ,,EKKI” inn í fyrirsögnina.
Life goes on, sárt að missa þennan mikla bitvarg, en mikið rosalega skil ég hann að vilja losna við enska kynþáttaníðin sem hann hefur búið við frá því gerfimálið frá Evra kom upp. Minni ykkur á að Scolari hafnaði að taka við enska landsliðinu eftir að hafa verið andsetinn af enskum blaðamönnum hérna um árið, í eina kvöldstund. Það sem ég á bágt með að trúa er að það sé gert fyrir svona opnum tjöldum, áður en Angelotti fær að taka við, en já, Real skeit hryllilega upp á bak síðasta vetur og núna verða stjörnur settar í hópinn til þess að ná Barca og titli. Þá er ekkert ólíklegt að menn selji svona “óþægilega” vöru eins og Suarez.
Reina, meistarinn, hefur alltaf sagt það að hann vilji snúa til baka one day, og ef rétt reynist að Monaco ætli að taka Valdes þá vitið þið hvað gerist næst. Ég er honum ævinlega þakklátur og mér fannst Brad Jones alveg standa fyrir sínu í vetur, sorry .. en Reina er betri.
Ég var einmitt að segja það við Egil vinnufélagaminn í dag að ég teldi að þetta sumar yrði rosalegt þegar kemur að leikmannasirksunum og þar sem að:
Chelsea er að fá nýjan stjóra sem fær stórt veski ~ 80 millj. plús sterling.
Man City er að fá nýjan stjóra sem fær líklega stærra veski ~ 100 millj.
Monaco er byrjað og er búið að eyða ~ 70, þeir eyða líklega meira.
PSG fær nýan stjóra og eyðir örugglega slatta
Real er að fá nýjan stjóra, glatað tímabil siðast og kaupa stórt.
Bayern er í alvöru að reyna kaupa dýra og góða leikmenn s.b.r. Lewandowski orðróminn ef hann er þá ekki genginn í gegn.
Man U kaupir örugglega fyrir sínar ~ 50 milljónir.
Napoli, AC og Inter …. o.s.frv.
Og þetta eru bara “stjóru” liðin í hverju landi, það er klárlega meira í pípunum. Þess vegna sagði ég, síðast þegar ég kommentaði, mér líst ekkert á þetta.
Suarez virðist vera eins og breti á sólarströnd þegar hann dettur til Úrugvæ, missir allar hömlur og hagar sér eins og fífl… Auðvitað á gaurinn að vera pro og láta liðin um þetta, óþolandi rugl!
Auðvitað heldur lífið áfram þó við myndum missa Suarez og það er ekki eins og félagið hafi ekki áður misst góða leikmenn. Það þýðir ekki að við eigum bara að samþykkja allt hrátt ef önnur stór lið vilja okkar leikmenn, ef Liverpool gefur alltaf auðveldlega eftir og selur sína bestu menn verðum við endalaust í þvi Arsenal fari og tökum engum afgerandi framförum. Við eigum að halda okkar lykilmönnum og bæta við, FSG hefur talað fyrir því sjálfir. Selja á okkar forsendum og það skal enginn segja mér að það sé vilji fyrir því að missa Suarez.
Núna (fyrst) kemur Suarez í fjölmiðla í Uruguay með að staða hans á Englandi sé erfið og hann þurfi að hugsa sinn gang. Það finnst mér ódýr afsökun og kaupi þetta ekki. Set þetta í flokk með því þegar eiginkonur spænskumælandi leikmanna nenni ekki lengur að versla á Englandi og vilji fara annað, akkurat á þeim tíma þegar önnur stórlið sýna þeim áhuga.
Eftir það sem Suarez gerðí gegn Chelsea og hvernig hann hefur talað undanfarið þá skuldar hann stuðningsmönnum Liverpool það að gefa þessu séns áfram og það er ekkert eins og umfjöllun um hann í vetur hafi verið í líkingu við tímabilið á undan. Flestir voru farnir að hrósa honum og tala aðallega um hans frammistöðu inni á vellinum þar til hann ákvað að bíta andstæðinginn…AFTUR.
Þar fyrir utan efa ég að það hafi verið eitthvað erfitt fyrir hann að búa í Liverpool borg, hann hefur ekkert fengið nema stuðning frá félaginu og stuðningsmönnum.
Það er síðan borderline heimska að ætla að fara frá Englandi og bera því við að ágangur og ósanngjörn umfjöllun fjölmiðla sé helsta ástæðan….og ætla svo til REAL FUCKING MADRÍD í staðin. Félag þar sem ósanngjörn umfjöllun og óvægir stuðningsmenn er íþrótt.
Vona að félagið kæfi þessa umræðu eins og skot, hver sem niðurstaðan verður.
Babú, ég er alveg sammála þér um að LFC á ekki að vera uppeldisstöð fyrir aðra klúbba sem er þá að eigin mati Stórliðin …. og vitanlega vill ég ekki missa Suarez en ……
Ég fer nú alltaf að hugsa um hvort að ekki sé eitthvað mistúlkað í þessum viðtölum sem leikmenn eru að gefa í sínu heimalandi. Gæti verið að Suarez hafi verið að segja að hann þurfi að hugsa sinn gang varðandi framgöngu sína á vellinum vegna ágengra fjölmiðla? Ég meina negrito þýðir ekki negrito allstaðar er það? Sumstaðar er það vinur en annarstaðar negri. Gæti verið að um einhverja mistúlkun sé að ræða og hann vilji fyrst og fremst hugsa sinn gang. Þetta með Real Madrid er bara eðlilegt. Hver yrði ekki heillaður ef að RM vildi fá þig sem leikmann? Það er bara heiður að vera orðaður við RM. En hvað sem gerist þá gerist annaðhvort ekkert eða hann fer. Við verðum þá bara að bíta í það súra epli. En ég hef enga aðra trú aðra en að Rodgers og co muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda honum. Ef hann er aftur ákveðinn í að fara er engum greiði gerður með því að halda honum hvorki fyrir hann sjálfan, Liverpool FC né okkur stuðningsmenn. Sjáum til og ef hann fer á góðan pening fáum við vonandi eitthvað spennandi í staðinn sem er á uppleið þessa dagana. Ég meina við fengum hann án þess að vera í meistaradeild. Hver segir að við getum ekki fengið einhvern góðan?
Ok hann er að fara og maður bjóst samt við því en mér finnst helvíti skítt hvernig hann ætlar að enda þetta hjá klúbbi sem er búinn að standa með honum í gegnum allt ruglið.
Ég veit að pressan er búin að vera slæm við hann en mér finnst hann bara vera að nýta sér það og spila fórnarlambsspilinu
Og hverjum er það að kenna? Hann getur á margan hátt sjálfum sér um kennt og hefur ekki lært af mistökunum.
Ok hann er að fara og maður bjóst samt við því en mér finnst helvíti skítt hvernig hann ætlar að enda þetta hjá klúbbi sem er búinn að standa með honum í gegnum allt ruglið.
Ég veit að pressan er búin að vera slæm við hann en mér finnst hann bara vera að nýta sér það og spila fórnarlambsspilinu
“It’s a good moment for a change of environment because of all I’ve been through in England, where I haven’t been judged as a player but based on other things.”
Og hverjum er það að kenna? Hann getur á margan hátt sjálfum sér um kennt og hefur ekki lært af mistökunum.
Ef Suarez fer þá væri ég til í að fá Luis Muriel í staðinn 🙂
Veit ekki afhverju en ég er frekar spenntur fyrir sumrinu , held það verði okkur gott .
Mjög miklar hræringar á leikmannamarkaðinum og maður er pínu orðinn hræddur um það að LS fari í sumar. Slíkt þarf þó ekki að koma á óvart þar sem við erum í 7 sæti og í raun ekkert í kortunum sem bendir til þess að við séum að fara eitthvað mikið hærra á næsta tímabili þó svo að maður voni að liðið nái raunverulega að blanda sér í baráttuna um meistaradeildarsæti.
Þetta er ekki ósvipað og þegar Torres fór, hann var einfaldlega ekki tilbúinn að eyða bestu árunum sínum í að vera að byggja upp lið heldur vildi hann vinna titla og spila í meistaradeildinni. Þetta er nú gangurinn í þessu eins svekkjandi og það er en við verðum að muna það að leiðin er löng upp á við og við vissum að það kæmi ekki á einu tímabili. Þó svo að liðið myndi klárlega veikjast við brotthvaf LS þá þarf að reyna að nýta peninginn skynsamlega. Liðið hefur sýnt að það getur vel spilað góðan fótbolta án LS.
Ívar #44 nefnir jafnframt að í þýsku deildinni sé möguleiki á replacement fyrir Reina (þó svo að nýjustu fregnir hermi að Valdes verði áfram hjá FCB). Það held ég að sé mjög spennandi, hef heyrt að þar séu margir mjög efnilegir markmenn sem væri hægt að reyna við. Klúbburinn virðist allavegana vera að gera sín viðskipti snemma í glugganum og ætlar ekki að brenna sig eins og hann gerði síðast og það er vel.
ÉG er djöfulli spenntur fyrir þessum glugga, það er miklu meira um að vera heldur en ég átti von á. Vonandi verður maður bara sáttur í haust.
Í fyrsta skipti í mörg ár finnst mér eins og klúbburinn sé loksins með uppbyggingu í gangi, síðasta tímabil endaði ágætlega (seinni helmingurinn) og það er verið að byggja vonandi ofan á það í staðinn fyrir að hreinsa út og breyta öllu. Þó svo að menn hafi mismunandi skoðanir á BR þá er það samt viss stöðugleiki að hafa sama kallinn í brúnni fyrir næsta tímabil.
Þetta er nú meiri vitleysan í kringum Suarez.
Mér finnst hann skulda liðinu að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Klúbburinn hefur staðið rosalega vel við bakið á honum í allri vitleysunni í kringum hann sem er að bara honum að kenna. Fjölmiðlar hafa svosem ekki verið honum hliðhollir en hann getur kennt sjálfum sér um það að töluverðu leyti.
Rogers á að krefjast af honum að hann taki eitt ár í viðbót og sjái svo til.
Mér sýnist á öllu að Suarez sé á leiðinni frá Liverpool. Ástæðan er sú að hann vill ekki vera lengur á Englandi. Lái honum hver sem vill.
Nú er bara að fá massífan pening fyrir hann og kaupa 2-3 góða leikmenn.
Suarez virðist ekki taka neina ábyrgð á gjörðum sínum, því miður. Allt einhverjum öðrum að kenna. Hann vill ekki að dóttir hans lesi eitthvað neiknvætt um hann í fjölmiðlum, hvernig væri þá að fara að haga sér eins og maður?
Yrði skelfilegt ef hann færi en ef hann vill fara þá er ekkert við því að gera nema að fá sem mest fyrir hann og sem besta manninn/mennina í staðinn.
Þetta er ósköp einfalt mál, hann er á samning og ef það er ekki einhver fjárans klásúla í honum þá á bara að neita honum um sölu og hann verður fúll í 1-2 mánuði og svo lagast það. Lofa honum að Liverpool muni ekki standa í vegi fyrir honum ef hann vill ennþá fara eftir næsta tímabil, vonandi komnir í CL bolta þá.
Hann skuldar þessu félagi eftir að það stóð á bakvið hann í 2 mjög erfiðum málum og hann skal bara taka 1 tímabil í viðbót.
Góð grein frá Tony Barrett í the Times. Hana má lesa hér.
Niðurlag hans er svona: “The early indications are that he sees himself moving on but only if Real come calling. That may or may not happen – Perez is also keen on Gareth Bale and Edinson Cavani, among others – but from the moment Suarez made it known that he can resist everything except temptation, he kick-started a game which could lead to his departure.”
Hann segir meðal annars líka að Suarez skuldi Liverpool amk eitt tímabil í viðbót, í það minnsta hálft. Ég er sammála því.
Þetta er orðin leiðinlegasta saga sumarsins nú þegar! Vonandi klárast þetta fljótt, en það er ólíklegt, þar sem Real á næsta skref í rauninni….
Hvað segja menn hér, er nauðsynlegt að byggja liðið í kringum hetjur á borð við leikmenn eins og Suarez/Torres, eða er hægt að hugsa þetta á einhvern annan hátt?
Þegar maður byrjaði að halda með Liv á sínum tíma fannst mér allir í liðinu hafa hlutverk og vera hetjur, hvort sem það var Grobbelar, McMahon eða Dalglish. Rush fór til Ítalíu og þá var bara fengin annar striker. Engin fór úr límíngunum, það var liðið og stefnan sem skipti máli. Eða það hefur snjóða eitthvað yfir minningarnar, og maður sér þetta allt í einhverri fortíðar-glýju.
Þetta læddist bara að manni þegar maður horfði á úrslit CL, annars vegar lið sem er byggt upp á “sterkum” leikmönnum á móti liði sem var á hausnum fyrir nokkrum árum, og er að skila sínu. Dortmund er kannski með svarið?
Hvernig virkar samt “tap up” reglan?
Nú þegar forseti Real er búinn að lýsa yfir áhuga persónulega og allar sögusagnir um að Real sé búið að semja við hann án þess að orð um tilboð hafi komið til Liverpool.
Spurning hvort ekki sé hægt að kæra þá fyrir að hafa samband við leikmann án leyfis félagsins? Svo veit maður reyndar ekkert hvað er satt og rétt í þessu þar sem pressur út um allan heim eru frægar fyrir að búa til fréttir og fyrirsagnir.
Hins vegar skil ég ekki þegar menn verða bara sáttir ef hann verður seldur…. þetta er maður á hátindi ferilsins, ekki eins og torres sem ekkert gat í rúmt ár á undan og hefur lítið getað fyrr en nýverið.
Nýjustu fréttir um skipti á Suarez og Callejon og 20millum myndi mér finnast meira til skammar heldur en kaupin á Carroll!
Sky Sports segja í dag að Suarez vilji yfirgefa Liverpool.
Þetta frá Suarez er mjög skiljanlegt og ljái honum enginn að vilja fara. Að fjölskylda hans þurfi að horfa upp á margt af því sem er sagt um manninn þarna er ekki boðlegt og er Englendingum til skammar. Það verður vissulega ekki tekið af Suarez að hann hefur skapað sér sína eigin lukku en þrátt fyrir það þá vitum hvers konar meðferð hann hefur fengið og við höfum rætt það 100x hér á síðunni.
Ég er viss um að hann sé 100% hreinskilin og einlægur þegar hann talar um aðdáun sína á Liverpool og að ef hann hefði ekki orðið fyrir þessum árásum þá væri hann ekki að hugsa um að fara.
Ég vona að honum snúist hugur og hann vinni gegn mótlætinu en ef ekki þá getum við vonandi fengið stóra summu fyrir manninn og haldið áfram. Ég hef enga áhuga á Callejon hjá Real. Sá eini sem ég hef áhuga á þar sem Alonso til baka og 30 millur+ á milli.
En þetta verður yndislegt sumar þar sem við fáum slúður um hann á hverjum degi. Good luck and have fun!!
Ég ætla rétt að vona að ef Suarez verður seldur að hann verði seldur á að lágmarki 60 milljón pund. Að selja hann á 40-45 en Bale á 55-60 myndi sýna að viðskiptavit eiganda Liverpool er í ólagi.
Maðurinn á nóg eftir af samningi, er hjá liði sem ekki þarf að selja og er einfaldlega einn af fimm bestu sóknarmönnum heims í dag. Ef Torres var seldur á 50 miljónir eftir mikla lægð á Suarez að fara á 60 milljónir eftir frammistöðu hans á síðastliðnu ári auk þess að það eru fjölmörg lið sem eru að eyða fúlgum fjár um þessar mundir, sbr Monaco, PSG, Anjhi, Bayern, Real Madrid og Barcelona. Það eðlilega keyrir upp verð á leikmönnum. Við sáum hvað gerðist á markaðinum 2004 þegar Roman fór að eyða eins og enginn væri morgundagurinn.
Ef einhver býður 59.999.999 pund í leikmannin þá skal því hafnað, menn geta farið að tala saman þegar upphæðin nær 60.000.000 pundum og skal allri upphæðinni varið í að styrkja hópinn og gera liðið samkeppnishæfara við topp liðin í deildinn.
End of story.
40 milljónir punda hljóta að teljast ágætis verð fyrir Suarez, þó það sé 20 milljónum punda lægra en það sem talað er um að Bale fari á. Menn verða að átta sig á því að kynþáttaníð og að bíta leikmann rýrir verðgildið á honum.
Leiðinlegt að sjá hann fara, en mér fannst verra að sjá Fowler, Alonso og Torres fara. Ég vona bara að njóti sín í Madrid með Ronaldo og félögum.