Opinn þráður – úr einu í annað

Jæja nóg komið af fötum í bili. Kíkið endilega í ReAct samt þetta er algjört dekur fyrir okkur púllara hvort sem það á að kaupa búninga eða annan varning t.d. til að heilaþvo lítið frændfólk á afmælisdögum  o.þ.h.

Ef marka má slúðrið undanfarið virðist Rodgers ætla að leysa vandamálin í vörninni með því að snúa leikkerfinu bara við og spila 3-3-4. Það er a.m.k nánast bara orðað okkur við sóknarmenn þessa dagana og marga nokkuð spennandi.


Fyrst ber þó að nefna að meiðsli Daniel Sturridge virðast ekki vera alveg eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Hann missir líklega af einhverjum hluta æfingatímabilsins en verður vonandi klár í upphafi móts.


Eins var mjög snögglega gefið út yfirlýsingu um að ekkert óvænt hefði gerst hjá Gerrard í hans endurhæfingu og henni miðaði vel. Flestir voru frekar hissa á þessu frá klúbbnum enda nánast enginn að tala um þetta.


Næstu leikmannakaup ættu síðan að klárast í þessari viku skv. Liverpool Echo (next 48hours). En þeir segja að samkomulag við Celta Vigo sé nánast í höfn um kaup á Iago Aspas fyrir 7,7m evrur. Þeir sögðu í síðustu viku að félögin væru búin að ná samkomulagi um kauverð og segja nú að nánast sé búið að semja við leikmanninn og nær staðfestingu komust við ekki. Aspas er 25 ára leikmaður sem hefur alla tíð verið á mála hjá Celta Vigo og var þeirra aðalstjarna í vetur er nýliðarnir héldu sér áfram í efstu deild. Hann skoraði 12 mörk í 34 leikjum og lagði slatta upp. Fljótur og mjög dulegur leikmaður sem getur spilað nokkrar stöður.


Sama frétt segir að næsta skotmark verði Tiago Ilori, tvítugur miðvörður Sporting í Portúgal. Liverpool er sagt hafa boðið 3m punda í hann og Sporting sem er í fjárhagsvandræðum er talið taka því skv. Echo. Einnig er hann sagður vilja flytja sig yfir til Englands en hann er fæddur í London. Pabbi hans sem er af Nígerískum ættum er Englendingur og mamma hans frá Portúgal.
Ilori gekk til liðs við akademíu Sporting árið 2006 sem sóknarmaður og er núna búinn að vinna sig inn í aðalliðið og er að spila með U21 liði Portúgala.
Ilori væri líklega hugsaður sem framtíðarleikmaður frekar en einhver arftaki Carragher. M.ö.o. kæmi líklega í stað Wilson/Coates og leit af miðverði myndi líklega ekki ljúka þú hann kæmi.


Kyrkiakos Papadopoulus er ennþá sagður vera aðal skotmarkið en fáir af traustu miðlunum hafa eitthvað verið að tjá sig af viti um þann orðróm undanfarið. Liverpool Echo var með frétt um áhuga Liverpool 21.maí eða fyrir rúmlega tveimur vikum sem er gíðarlega langur tími í silly season. Eins og venjulega er Liverpool sagt verðmeta leikmanninn töluvert lægra en liðið sem er að selja, Liverpool er sagt vilja fá hann fyrir um 12m pund en Schalke sem langar ekkert að selja hann er sagt vilja fá um 20m pund fyrir hann. Það er líka óvissa með hann enda var hann meiddur á hné mest allt síðasta tímabil.
Eins og ég segi þetta er slúður sem tekur því ekki ennþá að taka of hátíðlega strax. Hér er samt skemmtileg grein úr The Guardian um þennan leikmann.


Fréttir af Pepe Reina hafa að mestu dáið eftir að Victor Valdes markmaður Barcelona sagði að hann tæki líklega eitt ár til viðbótar á Spáni og þegar Reina kom sjálfur í kjölfarið og sagði að hann væri ekkert að fara og væri þess vegna til í að semja ennþá lengur við Liverpool. Engu að síður er félagið aðeins orðað við Simon Mignolet markmann Belga og Sunderland. Ég a.m.k. útiloka ekkert að Rodgers hugsi eitthvað um stöðu markvarðar enda Reina verið óstöðugur undanfarin ár og hjálpar engum með að pissa utan í önnur lið og tjá sig um að ekki sé hægt að segja nei við sumum tilboðum, ef þú ert leikmaður Liverpool er það vel hægt.


Luis Suarez virðist hafa haldið kjafti við fjölmiðla í rúmlega sólarhring núna sem er frétt útaf fyrir sig. Hann var að spila vináttuleik við Frakka í gær og skoraði eina mark leiksins.


Mest spennandi slúðrið er um sóknarmenn eða sóknartengiliði. Staða Suarez flækir smá fyrir ITK spekingum internetsins sem keppast við að orða okkur við leikmenn sem flakka frá því að vera miðjumenn og upp í sóknarmenn. Undanfarið í þessum flokki hafa helst verið nefndir 4 leikmenn (fyrir utan Aspas) sem allir væru spennandi þó þeim síðasta verði að taka sem léttu spaugi. Henrikh Mkhitaryan, Christian Eriksen, Erik Lamela og (af öllum mönnum) Carlos Tevez.

Orðrómurinn um áhuga Liverpool á Henrikh Mkhitaryan er lang háværastur og kannski raunhæfastur. Þetta er leikmaður sem er ekki vel þekktur í Evrópu (þannig séð) en alveg hrikalega góður og spennandi. Talið er að hann sé með klásúlu í samningi um að mega fara fyrir 30m evra. Sumar fréttir herma að Liverpool hafi náð samkomulagi um kaupverð 22m evra og aðrir að Liverpool sé til í að borga það sem klásúlan um hann segir. Eins segja sumir miðlar að Liverpool vilji kaupa hann sama hvað gerist með Suarez en aðrir eins og sá sem við kannski tökum hvað mest mark á (Liverpool Echo) segja að hann sé aðeins inni í myndinni ef Suarez verður seldur. Það sé ekkert búið að bjóða í hann ennþá og þetta er ekkert væntanlegt á næstunni. Helvítis Echo að koma með það sem þeir bara heyra og krydda það sama og ekki neitt.

Þetta er samt nákvæmlega það kaliber af leikmanni/nafni sem maður vill sjá FSG reyna að fá til Liverpool. Þeirra fyrsta verk var að kaupa Suarez sem hefur klárlega hækkað í verði og bætt liðið, eftir það var bara hætt og farið að kaupa yfirverðsetta og ofmetna leikmenn af Bretlandseyjum. Þetta er leikmaður sem kostar slatta en hefur svakalegt potential til að nýtast mjög vel og í versta falli hækka í verði. Rétt eins og þegar við keyptum Suarez. Hvað höfum við fengið marga svona Aspas leikmenn tii Liverpool undanfarin ár? Einn og einn hittir en oft grætur maður verð þriggja sem hefði getað farið í einn leikmann sem slær í gegn hjá öðru liði 1-2 árum seinna.

Það er þó spurning hvort samningsstaða Shaktar hafi aðeins vænkast í dag er félagið plataði Man City til að greiða 34m evra fyrir hinn 28 ára gamla Fernandinho, sem reyndar er frábær leikmaður.


Christian Eriksen hefur verið í umræðunni en hún er ekki svo ýkja hávær og raunar er hann meira orðaður við Dortmund en okkur og er Klopp sagður hafa horft á síðasta leik Dana þar sem Eriksen skoraði úr aukaspyrnu. Eins hef ég ekki grænan hvar hann ætti að koma inn í liðið hjá Liverpool.


Erik Lamela hefur aðeins komið inn í umræðuna á twitter líka og er Liverpool sagt vilja bjóða um 21m evra í hann. Hann spilar með Roma og skoraði 15 mörk í vetur. Þetta væri þvílíkt spennandi leikmaður en slúður sem tekur því ekki að stressa sig á.


Carlos Tevez var síðan líklega vinnustaðagrín á Mirror í dag en þeir orða hann við Liverpool fari svo að Suarez yfirgefi okkur. Hann væri furðu ódýrt stórt nafn þar sem hann á bara ár eftir að samningi. Gleymist að hann er á um 200.þús á viku, er 29 ára og tröll heimskur karakter. Myndi reyndar líklega ekki toppa Suarez í veseni (og þó?) en þessu myndi ég ekki trúa þó ég myndi sjá mynd af honum með Liverpool trefil á Anfield, á opinberu heimasíðunni.


Jonjo Shelvey virðist síðan vera undir smásjánni hjá Norwich City sem eru sagðir vilja kaupa hann. Líklega væri það level sem myndi henta honum betur eins og er, hann þarf að spila og er ekki nógu öflugur til að gera það hjá Liverpool.


Tom Ince er síðan orðrómur sem hefur nánast bara gleymst eftir janúar gluggann en framtíð hans er ennþá óljós og Liverpool hefur líklega alveg ennþá áhuga. Vonum samt að FSG sé búið að læra að ofmetnir bretar eru ekki málið þegar á að byggja upp klúbb. Hvað þá strákar sem nýlega fóru nánast frítt frá félaginu.


Þetta er svona það helsta þessa vikuna. Það ber að taka öllum fréttum með gríðarlegum fyrirvara á silly season, líka þegar Liverpool Echo segir þær. Blaðamenn hafa gríðarlega takmarkaðan aðgang að æðstu stjórnendum Liverpool og félagið hefur sýnt það með tilkomu FSG að ENGINN blaðamaður hefur einhvern séraðgang að fréttum tengdum Liverpool. Við gætum verið að horfa á 10 ný og spennandi nöfn í næstu viku orðuð við Liverpool.

Flestir ef ekki allir þessir leikmenn hafa engu að síður verið uppteknir með landsliðum sínum undanfarið og flestir þjálfarar eru núna með tærnar upp í loft í sumarfríi og því ekkert óeðlilegt á þessum árstíma að lítið sé að gerast. Frá og með næstu viku gætu hlutirnir farið á meiri hreyfingu.

41 Comments

  1. Vona að njósnararnir okkar séu að skoða Inigo Martinez hjá Real Sociedad. Frábær miðvörður sem hefur spilað fyrir yngri landslið Spánverja. Var frábær í vetur og m.a. í liði ársins í La Liga. Fæddur árið 1991 og styttist í að hann brjóti sér leið inn í A landsliðið. Spennandi leikmaður þar á ferð þar sem okkur vantar ennþá miðvörð.
    Ég er hinsvegar ekki eins spenntur fyrir landa hans Iago Aspas. Hann er orðinn 25 ára og hefur leikið aðeins eitt tímabil í La Liga.

    Vona að Suarez verði áfram en það er þó ljóst að við höfum ekki efni á einhverju “late drama” með hann. Annaðhvort fer hann fljótlega eða ekki!

  2. Sæll hvað þu ert mikill meistari babu..

    Takk fyrir þessa frábæru yfirferð 🙂

  3. Kaupa þennan Henrikh Mkhitaryan, veit ekki af hverju en það er eitthvað við þessa klassa leikmenn frá litlum þjóðum með léleg landslið. Koma alltaf annað slagið upp gullmolar sem slá í gegn.

  4. Takk fyrir þessa yfirferð Babu.

    Sammála með þennan Henrikh. Hann virkar ansi hreint skæður sóknarmaður, virkilega spennandi leikmaður.

    Líst vel á ganginn hjá LFC og það á greinilega að mynda hópinn fljótlega fyrir pre-seasonið sem er mjög fagmannlegt.

    YNWA!

  5. Takk fyrir þessa flottu yfirferð Babu, reddar föstudeginum fyrir mig 🙂

  6. Já takk fyrir þetta þá þarf maður ekki að kíkja á 10 síður í dag nóg að lesa þetta og þá veit maður það sem vert er að vita.

    Ég var nú búinn að tjá mig um þennan Aspas gaur og ég er enn á þeirri skoðun að það séu algjörlega tilgangslaus kaup þar sem ég sé ekki að hann sé að verða betri en þeir leikmenn sem við höfum fyrir hjá liðinu. Hins vegar finnst mér þess Henrikh Mkhitaryan líta spennandi út þó ég hafi nú aðalega séð hann á youtube virkar snöggur og leikinn væri til í að fá hann og halda Suarez.

    Babu spyr reyndar hvað Liverpool ætti að gera við C. Eriksen. Ég sé hann sem arftaka Gerrards og því væri hann góður kostur á miðjuna hjá okkur. Hann er kannski meiri sóknarmiðjumaður en Gerrard hefur verið að spila fyrir Rodgers en ég held að hann myndi smell passa þarna í liðið okkar.

    Veit ekkert um þessa varnarmenn þar sem ég verð að viðurkenna að ég hef bara ekki heyrt nöfnin þeirra áður.

  7. Aðeins um miðvarðastöðuna.
    Eins og ég hafði mikla trú á Coates þá hefur það breyst og líklega er best að hann fari frá félaginu í sumar. Aðal ástæðan er sú að hann segir ekki orð á vellinum og samkvæmt Coutinho segir hann heldur ekki orð í klefanum. Ekki alveg það sem Brendan er að leita að.
    Skrtel veit maður ekki með. Ekki slæmur varnarmaður og er með þeim betri í deildinni á góðum degi en dálítið bráður og óstabíll. Ekki mikill leiðtogi. Því mætti hann alveg fara líka.

    Þá erum við með Agger og Kolo sem munu líklega leiða varnarleikinn í vetur. Á bekknum myndu þá sitja tveir ungir og mjög efnilegir leikmenn. Kelly er líklegur til þess að taka þessa stöðu á móti Kolo og það væri hans leið til þess að verða hjartað í vörn Liverpool næsta áratuginn. Hann verður frábær miðvörður. Hinn er auðvitað Wisdom sem er líka gríðarlega efnilegur. Kolo kemur því inn til að brúa bilið áður en þessi leikmenn verða klárir í liðið.
    Svo er spurning hvort hann hendi þessum Llori inn frá Sporting sem er aðeins tvítugur en mjög efnilegur. Stór og fljótur. Hef hins vegar enga trú á að við kaupum þennan Grikkja frá Schalke. Ekki séns.

    Það kemur auðvitað engin í staðin fyrir Carra en framtíðin er klárlega björt í þessari stöðu. Engin örvænting, bara tilhlökkun.

  8. Stundum botna ég ekkert í þessu silly season … síðustu 3 vikur hefur Liverpool verið orðað við ca. 100 leikmenn … allir leikmenn Evrópu hér um bil orðaðir við önnur lið … en aldrei talar neinn um Xherdan Shaqiri … ungur, stútfullur af hæfileikur, flott verð líklega, búinn að verma bekkinn hjá Bayern í allan vetur með mjög fá tækifæri …

    Og enginn orðar hann við Liverpool … en samt vita allir hvað Stewart Downing getur og getur ekki! Skil þetta ekki.

  9. Nonni #8.

    Ég sé alveg fyrir mér að Robben yfirgefi Bayern í sumar og þ.a.l er staðan sem Shaqiri laus. Gríðarlega flottur leikmaður engu að síður en afskaplega hæpið að hann yfirgefi Bayern á þessum tímapunkti.
    Kæmi alls ekkert á óvart ef hans staða innan Bayern sé að styrkjast. Aldrei séns að fá hann til liðs við Liverpool.

    Sé okkur hinsvegar kaupa leikmenn sem passa inní þetta lið okkar, unga sem og aldna….finnst flott að hafa fengið Toure í stað Carra, vantaði klárlega reynslu eftir að hann hættir.
    Henrikh er mjög spennandi leikmaður, myndi smellpassa í lið okkar manna. Svo væri flott að kaupa einn miðvörð til viðbótar og auðvitað mann til þess að koma í stað Suarez, þ.e.a.s ef hann fer.

    Gaman að fylgjast með ,,Silly Season” svona til þess að byrja með allavega.

    YNWA – Rogers we trust

  10. mér finnst alltaf sérstakt þegar menn furða sig á því af hverju þessi eða hinn leikmaðurinn sé ekki orðaður við LFC þrátt fyrir komment einhverra sem vilja fá ákveðna leikmenn til liðsins

  11. Það sem mér finnst er að ef það kemur einn klassa leikmaður í vörnina að þá séum við bara með nógu og gott lið í top4. Coutinho, Suarez og Sturridge frammi, Shelvey, Gerrard og Lucas á miðju og svo Johnson, Enrique, Agger og Klassinn í vörn.

    Þetta er hörku gott lið, ungir og efnilegir menn á bekknum og ættu alveg að vera nógu og góðir til að koma inn. Engin evrópukeppni svo það er ekkert nærri jafn mikið álag og svo er endalaust af breytingum hjá öllum liðunum fyrir ofan okkur nema Arsenal og Tottenham nema ef að Bale fari.

    Þetta er bara bókað top4 finish og ekkert kjaftæði. Það er líka ekki alltaf spurning um einn mann hér og þar og eitthverja skyndilausn með því að kaupa eitthvað monster heldur þarf bara liðið að smella.

  12. Ég er enn mjög spenntur fyrir því að fá alvöru kóver fyrir Lucas, held að menn séu alveg að gleyma því að það hefur ekki gengið rassgat þegar Lucas hefur verið meiddur. Það er enginn í hópnum sem kann þessa stöðu eins vel eins og Lucas og ég hreinlega skil ekki að fyrsta mál á dagskrá sé að ná í þetta cover.

    Næsta forgangsmál er að finna einn góðan hafsent, þar á eftir kemur vinstri bakvörður og svo einn hægri bakvörður.

    En silly season er rétt byrjað þannig að ég vona það besta.

    En að öllu gamni slepptu eru menn eitthvað að fíla þetta warrior búningadæmi?

  13. Takk fyrir snilldar pistil Babu. Það er ekki að ástæðulausu sem maður kemur inn á þessa síðu daglega. Það er hinsvegar til að æra óstöðugan að ætla sér að spá í það hverjir koma og hverjir fara fyrir næsta tímabil en mér finnst margir spennandi leikmenn orðaðir við okkur. Aðal málið er að þeir leikmenn sem komi passi inn í heildar conceptið sem BR hefur í huga. Það er hinsvegar ljóst að næsta tímabil verður mjög mikilvægt fyrir BR og má ætla að raddir verði háværar meðal stuðningsmanna Liverpool gangi illa. Næsti vetur verður prófsteinninn á það hvort hann sé rétti maðurinn í starfið. Ég leyfi mér að spá því að það reynist svo.

  14. Takk fyrir Babu.

    Mig langar svakalega að Cavani hjá Napoli komi til okkar en ég veit að það gerist bara í draumi.

  15. Þetta Aspas dæmi er eitthvað vafasamt, en alveg týpískt fyrir Liverpool 🙂
    Er ekki annars löngu kominn tími á Ian Ayre ?

  16. Ég skil vel ef klúbburinn lætur Shelvey fara. Flest öll mörk hans og stoðsendingar komu í Europa league en mér finnst hann ekki hafa þennan “extra factor” til að spila á því leveli sem Rodgers vill að liðið spili á. Til þess að koma nýjum leikmönnum fyrir, þá þarf að selja. Ég er virkilega ánægður með að Rodgers sé að horfa til Spánar eftir leikmönnum.

    Ég veit ekki hvort þetta sé klassísk afneitum hjá mér en ég er á því að við getum gert betur á næsta tímabili ef við seljum Suarez. Liverpool fann staðgengil eftir Torres, hví ekki Suarez? Eftir að hann fór í bannið að þá hafa mörkin dreifst meira á liðið og það spilar meira eins og heild. Suarez hefur fengið 20 leikja bann á tveimur og hálfu ári hjá Liverpool og virðist aldrei læra.
    Ég mun ekki gráta ef hann fer enda er klúbburinn alltaf númer 1, 2 og 3. Einnig hefur Suarez ekki gert það mikið fyrir klúbbinn til þess að teljast ‘ómissandi’.

    Er sammála Hamann (Tekið af twittersíðu hans):

    “If these Suarez quotes are true I hope the club won’t get held to
    ransom. Great player but lost the club a lot of respect and
    credibility. Suarez has been a fantastic player for LFC but brought
    all the trouble on himself. Banned for 18 games in 2 seasons. I won’t
    be sad if he leaves, on top of that LFCs record is a lot better
    without him. And he’ll miss the first 6 games anyway. Not got a
    problem with players moving its part of the game, but after biting
    Ivanovic i thought if he got half a conscience he’ll stay here.
    Suarez gave great service but missed 20 games, dragged the image of
    the club through the mud and now blames media for his exit”

  17. 17 # Hamann er bara með þetta! Þetta er svo innilega satt sem hann segir um ´Suarezmálið´

  18. Aspas við Marca:

    “When I heard of Liverpool’s interest I did not hesitate even for a
    minute.”

    “It is one of the biggest clubs in the world and although I also had
    offers from Italy and Portugal and other countries I decided that my
    future was in English football.”

    “I am very calm but at the same time very excited because I am making
    a very significant step forward in my sporting career.”

  19. @ Árni Jón #12

    Gæti vel trúað því að Spearing fái séns sem cover fyrir Lucas aftur, hann hefur verið að standa sig vel skilst mér hjá Bolton, valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum.

    Frekar þætti mér skynsamlegt að kaupa þá einhvern virkilega flottan DMF sem henti Lucas á bekkinn þar til hann næði upp formi aftur, en peningarnir fara þó líklega ekki í þá stöðu.

  20. Suarez er betri en Cavani. Ef Cavani er að fara á 40 milljónir sem er crazy þá ætti Suarez að fara á 70 milljónir. Rasistaatvik og mannabit er reyndar smá blettur á Suarez en hann er miklu betri leikmaður.

  21. Nú verður Liverpool að landa stórlaxi sem Suarez kannast við og það er enginn betri heldur en þessi Popodopolso sem virkar ekki minna klikkaður og er ég viss um að þeim myndi koma helvíti vel saman.

  22. hvernig væri bara að skipta á cavani og suarez 🙂

    fá úrúgæja í staðinn fyrir bitóðann úrúgæja

  23. Ég var að spá. Breytir það eh ef maður kaupir mikinn varning frá klúbbnum varðandi það að meira fé yrði lagt í leikmannakaup og laun til leikmanna eða myndu eigendurnir setja þennan pening beint í sinn eigin vasa?

  24. Varðandi Lucas, hann var meiriháttar áður en hann meiddist en eftir að hann kom til baka hefur hann ekki verið neitt í likingu við sitt gamla form.

    En ég vona svo sannarlega að hann verði mjög góður í vetur, að minu mati er hann lykillinn að því að við náum árangri í vetur.

  25. Var einhver her ad horfa a England U 21 adan ? Their spila vissulega ekki a synu sterkasta lidi en Gud minn almattugur hvad their voru slakir…Erfitt ad segja hver var slakastur en Zaha var ekki ad gera mikid frekar en Henderson…Vil tho ekkert taka fra Nordmønnum sem voru klassa betri..Adallega vegna thess ad their syndu ahuga a thessu og børdust..

  26. Áhugavert hjá Guillem Balague:

    On the player front, the message I am getting from Luis Suarez is that
    he has no agreement with Madrid… yet. However, Real are willing to
    pay his buyout clause (£40million). He doesn’t want to go back to
    Anfield, but I don’t totally believe the excuse of the media
    behaviour. He has become the villain of the piece but I think his
    efforts to move have to do with him wanting to play the Champions
    League – and the intelligent Liverpool fans (the majority), even
    though they are hurt, seem to understand that.

  27. Nr. 29 Rosalega grunar mig að Ballague viti nákvæmlega jafn lítið um þetta og flestir aðrir. Eins og svo oft áður þegar hann á í hlut.

  28. Ég tek það fram að við eigum að reyna að gera allt sem við getum í því að reyna að halda Suarez og reyna að gera dreinginn að manni en ef hann vill fara og ekkert annað komi til greina þá eigum við að nota tækifærið og gera bestu kaup sem við getum gert og þau eru að fá framherja sem við erum búin að vera að bíða eftir.

    Gonzalo Higuaín er rétti maðurinn í liðið, ég er búin að vera að tala um það síðastliðin 2 ár og nú er hann til sölu. Núna er tækifærið að gera mjög góð kaup með því að láta Suarez fara og fá Higuain + fullt af peningum.
    Þessi framherji er pjúra markaskorari og hann er ekki nema 25 ára….

  29. Hver á Suarez að fara ef Real tekur hann ekki vegna þess að þeir eyða 50 millum í Bale. Ekki allir tilbúnir að taka við svona vandræðagemsa.

  30. þetta er náttúrulega bara mín skoðun en mér finnst þetta allt saman eitthvað svo sorglegt. Þ.e. hvaða leikmenn eru orðaðir við Liverpool og þetta Aspas dæmi minnir mig bara á Assaidi dæmið. Mér finnst einhvernvegin að við séum ekki að fara að spila með á top leveli og séum að breytast í Everton. þ.e. klúbb sem verður í 6-10. sæti, alltaf..
    Ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér og að við séum með ótrúlega kláran stjóra sem getur gert meðalmenn að stórstjörnum og stórkostlegt njósnaranet sem getur fundið þessa meðalmenn fyrir hann.

  31. núna eru spænskir miðlar segja að Sevilla hafi samþykkt boð frá okkur í Luis Alberto, verulega spennandi ungan pjakk, samt bara slúður einsog er.

  32. Ef Gomez fer til Tottenham á 7 mill ættum við að fá aspas á 2.

  33. New Luis Suarez interview in Uruguay:

    Asked: How about the duo of Ronaldo & Suarez?

    “Ronaldo is great and he likes to score goals, and me.. well I am in Liverpool.”

    “I go on the pitch and I give myself to the game, not 100% but 200% if that is possible, I give it all for Liverpool.”

  34. Væri alveg til í að sjá Fellaini í Liverpool treyjunni, finnst að okkur vanti svona harðjaxl sem étur alla bolta

  35. Luis Alberto has admitted that he would relish the chance to join Liverpool this summer.

    He said: “You’d be a fool if you don’t get excited about the chance of playing for Liverpool”

    Sevilla newspaper Diario de Sevilla report that negotiations have begun, with Liverpool offering €8m and Sevilla wanting €9.5m.

    Heimild: http://www.thisisanfield.com/2013/06/luis-alberto-liverpool/

Nýr aðalbúningur kominn í sölu!

Kostir og gallar þess að selja Suarez