Fernando Torres kenndi okkur líklega meira en nokkur annar leikmaður sl. ár að það er óhollt að dýrka leikmenn of mikið, ótrúlegt til þess að hugsa núna að það hafi verið Torres sem kenndi okkur þetta en ekki t.d. Xabi Alonso sem við höfum saknað helmingi meira, en fótbolti er skrítin íþrótt.
Liverpool hefur ekki ennþá náð að rífa sig upp af þeim lága stalli sem félagið var á þegar Torres heimtaði að fara og það til erkifjenda Liverpool í sömu deild. Það fer mjög í taugarnar á mér að sjá Liverool ennþá á þessum slóðum í deildinni en ég hef mun meiri trú á því núna að liðið sé tilbúið til þess að hefja sig til flugs á ný.
Sama dag og við seldum Torres fyrir 50m (og Babel fyrir ca. 6m) þá tók félagið tvær stórar áhættur og fékk inn tvo unga leikmenn með mjög mikið potential fyrir sama pening. Núna tveimur og hálfu ári seinna er erfitt að meta hvort þetta styrkti Liverpool eða ekki. Brotthvarf Torres veikti okkur a.m.k. nákvæmlega ekki neitt þó ekki hafi verið hægt að sjá það fyrir þá því að í staðin fengum við leikmann sem hefur verið mun öflugri sl. ár og er í dag verðmetin á sama pening og við seldum Torres eða þar um bil.
Hinn sem við keyptum floppaði hroðalega og fer líklega á um 15m núna í sumar. Allt í allt gætum við mjög líklega verið að selja þessa tvo leikmenn aftur á svipaðan pening og við keyptum þá á eftir góða þjónustu. Heimurinn fórst alls ekki með brotthvarfi Torres en það er agalegt að vera svo veikburða að þurfa að selja og þar með styrkja andstæðinga þína í sömu deild. Arsenal skoraði meira í vetur og fékk fleiri stig heldur en í fyrra og fyllti þannig skarð 29 ára gamals leikmanns sem annars færi frítt núna. En á móti styrktu þeir keppinauta sína umtalsvert.
Paul Tomkins skrifaði (eins og venjulega) lang bestu greinina um galla þess að missa Suarez en sá einnig töluvert af punktum sem benda til þess að kannski væri sala á honum ekki þessi heimsendir sem mörg okkar vilja meina. Það er aldrei neitt einfalt þegar Suarez á í hlut og það á við innan vallar sem og utan, bara í heilum leik getur hann gert mann geðveikan 14 sinnum áður en hann svo loksins klárar leikinn.
En pistill Tomkins sem við komum inná og ræddum fyrir viku er það góður að mig langar að skoða hann betur. Ég þurfti þessa viku eftir að Suarez fór að væla í fjölmiðlum í Uruguay því þar olli hann mér eiginlega meiri vonbrigðum heldur en þegar hann reyndi að borða Ivanovic.
Vonbrigði mín eru ekki af því að hann vill fara og alls ekki að hann nefni bresku pressuna sem part ástæðunnar, þar er ég honum að stórum hluta sammála og þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann bara ræpaði svo illa upp á bak þegar hann beit Ivanovic að hann gaf gjörsamlega skotleyfi á sér. Ég er hinsvegar ennþá á því að 8 leikja skrípaleikurinn frá því í fyrra var bull sem hefði aldrei komist fyrir almenna dómstóla (og fór ekki þangað) enda bara byggt á túlkun og orðum “þolandans”. Mestu vonbrigðin við þetta frá Suarez eru þau að hann bæði skuldar stuðningsmönnum Liverpool það að koma hreint fram og hann skuldar félaginu í heild miklu miklu meiri virðingu en það að koma með svona sleggju í viðtölum eftir tímabilið. Svona segir maður sínum yfirmönnum frá fyrst nema eitthvað mjög mikið sé að.
The Tomkins Times – kostir þess og gallar að selja Suarez
Tomkins leggur þetta svona upp og þetta er alltaf raunverulega ástæðan ef hann vill fara.
Above all else, I don’t think he’s the kind of player, both in terms of ability and personality, to keep hanging about if he’s unhappy. He’s someone that needs to be smiling. He’s been at Liverpool for two and a half seasons, and although the club and its fans have stood by him through difficult times, he hasn’t got to play Champions League football. He joined without it being on the table, but presumably the plan was to be in it by now. He turns 27 next season, and by conventional standards that will mean he’ll be at his peak.
Fair enough þó það megi einnig horfa til lykilmanna eins og Suarez þegar leitað er ástæðu þess að Liverpool er ekki búið að tryggja sér topp 4 sæti síðan hann kom. Eins stórkostlegt og það getur verið að horfa á hann spila þá hittir Tomkins naglann vel á höfuðið hér
Suarez, as an individual, is sensational. And he works hard for the team. But perhaps the team has to work too hard to accommodate him. I’ve been saying for months, ever since the infamous bite on Branislav Ivanovic, that Liverpool fans should not fear the departure of the mercurial talent. If football was a game of one vs one, he’d be up there with Lionel Messi as my pick. But it’s not.
Betur er eiginlega ekki hægt að lýsa Suarez. Ég er á báðum áttum yfir því hvort ég er sammála Tomkins með næsta punkt en hann færir góð rök fyrir sínu máli þegar hann segir að síðan Liverpool vann Meistaradeildina hafa aðeins tvö lið náð að brjóta sér leið inn í topp 4 pakkann. Annað þeirra er Man City sem þurfti til þess stjarnfræðilegt forskot á keppinauta sína og hitt er Tottenham, lið sem hefur marg oft selt sína bestu leikmenn og keypt í staðin nokkra unga leikmenn með mikið potential sem hafa bætt liðið ár frá ári.
City did it by spending outrageous sums of money courtesy of Arabian riches and a manager who had won three Serie A titles. But Spurs? They broke into the top four with a journeyman manager (more relegations than trophies), who while not as hapless as his harshest critics make out, is also far from as talented as his many allies in the press would have you believe. I mean, Harry Redknapp’s no genius, is he?
So how did Spurs do it? Well, to this outsider, it seems that it was by selling their best players. The key was that they held out for the best possible fees (Daniel Levy is a master), and they reinvested wisely in younger players who would go on to prove even better. This may be easier said than done, but that’s why clubs need to get their transfer dealings right.
Það var ekki svo mikið verið að spá í Luka Modric í vetur eftir að þeir fengu Gylfa, Dembele og Dempsey í staðin og bættu hópinn. Auðvitað hefðu þeir alveg getað notað Modric en þeir notuðu peninginn vel. Þetta er ekki svo einfalt hjá liðum eins og Liverpool, Arsenal, Tottenham, Everton o.s.frv. að geta bæði haldið sínum bestu mönnum og einnig keypt dýrar stjörnur á háum launum. Satt að segja hafa afar fá lið efni á því, trikkið er að reyna blóðmjólka þessi ríku lið eins mikið og kostur er þegar þau sýna þínum leikmönnum áhuga.
Tomkins vinnur annars mjög mikið með tölfræði upplýsingar og Pay as you play bókin hans var mögnuð þar sem skoðað var hver einustu leikmannakaup í úrvalsdeildinni frá stofnun hennar. Eitthvað sem hann hefur uppfært reglulega síðan. Án þess að fara ítarlega ofan í gefnar forsendur þá heldur hann því fram og er að mínu mati mjög trúanlegt að aðeins 1/3 af leikmannakaupum heppnist og styrki liðið heilt yfir. 2/3 af leikmannakaupum skila ekki tilætluðum árangri á einn eða annan hátt. Þetta er ekki eitthvað sem hent er fram í hálfkæringi heldur eitthvað sem búið er að leggja gríðarlega vinnu í að finna út.
Með þessa tölfræði ætti ekkert að koma rosalega á óvart að annar hafi klikkað og hinn heppnast þegar við keyptum Suarez og Carroll. Þetta er auðvitað ekkert heilagur sannleikur og það geta komið leikmannagluggar þegar allt heppnast eða (eins og við þekkjum) nánast allt klikkar. Heilt yfir kemur þetta samt ca. svona út. Þarna er líka að finna ástæðu þess að ungir leikmenn með mikið potential og endursöluvirði eru svona eftirsóttir. Við vorum með þessa hugmyndafræði á bak við eyrað þegar við vorum að skoða sumarkaupin 2011 og núna 2 árum seinna má segja að þetta hafi gengið nokkurnvegin eftir. Sama má segja með síðasta sumar og alveg örugglega með þetta sumar líka.
By my detailed calculations (based on analysing over 3,000 transfers, which I’ve just done again with new data), just a third of all transfers are undeniably successful. This is when factoring in the purchase price, the amount of games started and the transfer fee recouped. About 10% are very successful, and just 1% are überdeals.
One such überdeal was Kolo Toure’s move to Arsenal. He cost a few hundred thousand pounds, played over 200 league games and was sold for about 80 times what was paid. Liverpool may be picking him up at the (wide) arse-end of his career, but he’s a sensible free transfer. Arsenal getting him over a decade ago was a masterstroke. It’s not easy to be that clever, but Liverpool have to try.
Svipað dæmi hjá okkur þó hann hafi ekki farið fyrir neinn pening væri Sami Hyypia, þ.e.a.s. þetta þarf ekkert endilega að þýða gott endursöluverð ef við fáum allt það besta út úr leikmanninum. Tomkins útskýrir betur hvernig Tottenham gerði þetta, reyndar er þetta alls alls ekki leið sem ég vill sjá Liverpool fara enda hafa Tottenham tvisvar selt sína bestu bita til United sem er að keppa í sömu deild en þetta hefur hjálað forráðamönnum Tottenham að byggja upp sitt lið til lengri tíma.
Spurs picked up Dimitar Berbatov for about £10m, and sold him for three times that amount. They made the same kind of mark-up on Robbie Keane. They sold Michael Carrick for about ten times what they paid. And Luka Modric generated a £15m profit.
Selling such players signals a lack of ambition to some. But it led to Spurs reaching the top four, and seasons in excess of 70 points. Modric was a bargain when purchased, but Moussa Dembele is a great replacement. Gareth Bale was also a bargain, and if he is sold this summer for up to six times what was paid, then Andre Villas-Boas could buy three excellent players with the money. Spurs would suddenly be less reliant on their best player, and may end up with a more even spread of talent throughout the XI.
Vinsælasta dæmið í dag er svo auðvitað Dortmund sem hefur tekið þetta á næsta stig og rúmlega það en eru í svipuðum vandræðum og Tottenham hvað það varðar að styrkja liðin fyrir ofan sig með sínum bestu mönnum.
Borussia Dortmund reached the Champions League Final after selling Nuri Sahin in 2011 and Kagawa in 2012, two of their best players.
The worry for them is that Bayern Munich have just stolen away their current two best players, and, having little option but to sell to their strongest rivals (Mario Götze’s buy-out clause was met), Dortmund are compromised. But three years ago Robert Lewandowski was a little-known 21-year-old picked up for £4.5m. Sahin’s replacement, Ilkay Gündogan, was picked up for the same fee a year later, aged 20.
Við höfum mjög oft rætt það hér á síðunni sem og í podcast þáttum hvað það er hrikalega pirrandi að sjá öll þessi kaup á enskum leikmönnum fyrir pening sem hægt væri að nýta í 1-3 betri kosti annarsstaðar í heiminum. Lái okkur það hver sem vill að missa bæði þolinmæði og trú eftir rándýr kaup á Carroll, Henderson, Downing og Konchesky. Svo ekki talað um alla þessa með reynslu af ensku úrvalsdeildinni eins og Adam og Enrique. Hvað hafa margir efnilegir/góðir Suður Ameríkumenn flogið til Portúgal eða Rússlands síðan við keyptum þessa kappa alla? Þá er ég ekki bara að tala um kaupverðið, lið Dortmund væri t.d. með ca. áttunda hæsta launapakkann í ensku úrvalsdeildinni í dag, hvurslags rugl er það? Mig langar alls ekki að bera saman laun t.d. Carroll, Downing og Henderson við t.d. Lewandowski, Götze og Gündogan sl. ár.
Við þurfum annars ekkert að horfa til Tottenham og Dortmund því eins og Tomkins segir hefur Liverpool oft misst sinn besta leikmann á góðum aldri, oftar en ekki hafa tímabilin á eftir verið með þeim glæsilegri.
Liverpool lost Michael Owen to Real Madrid in 2004 and won the Champions League 12 months later, as they became a less one-dimensional. The Reds also won the European Cup the year after Keegan left, and the year after Rush moved to Italy was a record-breaker in terms of virtually wrapping the league up by March, as Barnes, Beardsley, Houghton and Aldridge made every Red forget about Ian Rush for 12 months. Liverpool never reached a cup final with Torres (although the Reds were an excellent side in his first three years), but reached two and won a trophy with Andy Carroll.
Liverpool reyndar tókst að sanna mál beggja hópa í janúar sl. er við fengum efnilegan enskan sóknarmann á óvenju sanngjarnan pening og svo ungan braselíumann með -inho endingu sem nú þegar hefur pottþétt þrefaldast í verði. Fyrir 1-3 árum þorði ég að fulllyrði að meðal Football Manager spilari hafði meira vit á leikmannamarkaðnum utan Bretlands heldur en þeir sem sáu um þetta fyrir Liverpool. Nýtt set up og góður janúar gefa smá von um að þetta sé ekki lengur þannig. Eins hefur afstaða mín breyst til þess að láta stjórann sjá einan um alla þætti, svosem leikmannakaup, þjálfun o.þ.h. Auðvitað verða menn að vera sammála um rétta leikmenn en það er líklega ekkert must að Rodgers hafi einn allt að segja um það hverja félagið kaupir eða njósnar um.
The new transfer committee, which came into being after last summer’s mixed business, has had two sure-fire hits (based on performances so far, without access to a crystal ball), aged 20 and 23. Combined cost? £20m. With this in mind, it might be wise to trust them; certainly more so than Rodgers, whose own picks have been patchy. The club clearly see the manager as more of a coach than a trader.
Það er auðvitað alltaf áhætta að selja sinn besta leikmann og ég er alls ekki kominn á það að vilja selja Suarez en eins og með annað hjá þessum leikmanni eru hlutirnir allt annað en einfaldir og tölur yfir mörk skoruð eða stoðsendingar segja alls ekkert endilega alla söguna. Nördarnir eru að taka yfir fótboltann og afleiðing af því er að hægt er að brjóta niður leik næst markahæsta og skemmtilegasta leikmanns deildarinnar á tölfræði.
The Numbers Game – er allt sem þú veist um fótbolta bull?
Simon Kuper, höfundur Soccernomics (Moneyball fyrir fótbolta) skrifaði frábæra grein (án gríns lesið þetta) um daginn þar sem hann m.a. kemur inn á bókina The Numbers Game . Þá bók skrifa tveir bandaríkjamenn (Anderson og Sally) sem fannst ótrúlegt hversu lítið notast var við tölfræði í fótbolta og hafa afsannað ýmsar mýtur sem hafa lifað í fótboltanum frá upphafi.
Football, or “soccer” was always the most hidebound sport and it held out longest against the numbers revolution. But now, as Chris Anderson and David Sally write in their engaging and stimulating book The Numbers Game, “The datafication of life has started to infiltrate football.” That is quite a change. In football, people always did what they did because they had always done it that way. Clubs were historically run by autocratic managers who had left school at 16 to become players and didn’t hold with book-learning. However, unseen by most fans, something profound is happening inside the sport.
Þeir t.a.m. skoða hugmyndafræði mannsins sem þeir telja vera einn þann fyrsta sem fór að velta fyrir sér tölfræði í fótbolta og þar með reyna að finna leiðir til að bæta leik sinna manna. Flughermanninn Charles Reep.
That absence had struck the first pioneer of numbers in football, Wing Commander Charles Reep. Not a fighter pilot but an accountant in the RAF’s Bomber Command, Reep made what is probably the first known attempt to log “match data”.
In 1950, at a Swindon Town game, he logged 147 attacks by Swindon in the second half. Extrapolating from this small sample, Reep calculated that 99.29 per cent of attacks in football failed. He continued to offer his services as an analyst to clubs into his late nineties but, as Anderson and Sally show, he was on a wild goose chase. Reep assumed that there was only one correct way to play football and, naturally, he thought he had found it. Boot the ball long, said the wing commander – put it near the opposition’s goal and you will win.
Stoppum hér, ímyndið ykkur kallgreyið hann Roy Hodgson ef einhver myndi nú benda honum á þessa grein og þar með sýna honum að þessi hugmyndafræði sem hann hefur lifað eftir allt sitt líf á ekki við rök að styðjast. Ég þori að veðja að hann bæði þekkti Reep og er með mynd af honum uppi á vegg heima hjá sér. Hinsvegar var Bob Paisley auðvitað með þetta miklu frekar
In reality, Anderson and Sally write, “There is no winning formula. There is no right answer to football.” Different strokes suit different teams. To quote the great Liverpool manager Bob Paisley: “It’s not about the long ball or the short ball; it’s about the right ball.” (The best managers of the past, including Paisley, intuited many of the findings now emerging from the numbers.)
Þetta eru engar fréttir fyrir okkur þó þetta gleymist líklega oft. En ástæða þess að ég er að koma inn á þessa grein Simon Kuper er önnur “staðreynd” sem þeir benda á í sinni bók og eitthvað sem við höfum alls ekki nógu oft í huga. Eins gott og það er að hafa einhvern sem klárar leiki og gerir hið ótrúlega þá er liðið þitt aldrei betra en veikasti hlekkurinn
Perhaps the book’s most remarkable finding is that football is a “weakest-link game” – although it’s nice to have great players in your team, it’s more important not to have rubbish players. Games are typically decided not by the Wayne Rooneys but by oafs such as Zurab Khizanishvili, a defender whose blunders in a play-off in 2011 arguably cost Reading promotion to the Premier League.
Anderson and Sally crunch some of the new data on individual players to estimate that upgrading your weakest link typically improves your team more than buying a new superstar would. Despite this, managers, being human and wanting to please fans and journalists, usually prefer the superstar.
(Get ekki mælt nógu mikið með því að þið lesið þessa grein og í kjölfarið bók. Ég er bara að taka út sýnishorn sem hjálpar mér að skilja hvort Suarez sé ómetanlegur eða ekki. Þeir skýra m.a. einnig út afhverju þeir spá því að verðmæti varnarmanna og markmanna eigi eftir að hækka mikið á næstu árum og jafnast mun meira út á við sóknarmennina).
Liverpool með Suarez og án Suarez
Það fyrsta sem stingur í augun er það að Liverpool gengur miklu betur án Suarez heldur en með hann inná. Þetta er auðvitað ekki heilagur sannleikur enda hefur hann ekki misst það marga leiki úr (og þó) og spilar nánast alltaf stóru leikina en staðreyndin er sú að með hann inná er vinningshlutfallið 39% sem er ömurlegt fyrir Liverpool en án hans er það 62% sem er í grend við þann standard sem Man City eru á í dag. Þetta er allt of lítið dæmi til að taka of hátíðlega en maður hefði samt haldið að Suarez yrði saknað meira en þetta.
Eins kom Opta Joe inná að þó við tækjum öll mörk Suarez út úr jöfnunni hjá Liverpool í vetur hefði liðið samt endað í 7. sæti. Þetta gæti auðvitað verið tilviljun og hann ekki náð að skora nógu oft í leikjum sem við vinnum með einu marki en segir okkur að það væri kannski alveg hægt að bæta liðið þó það yrði ekki með honum innanborðs. Sérstaklega ef við höfum í huga að þetta var frábært tímabil hjá Suarez öfugt við það síðasta. Eins er Ajax ágætt dæmi en þeir hafa náð betri árangri eftir hann (þeirra langbesti leikmaður) fór frá þeim.
Fyrir okkur sem missum ekki af leik hjá Liverpool þá kannski kemur þetta ekki svo rosalega á óvart. Eins og það er gaman þegar Suarez klárar leiki og á þessu tímabili hefur hann oftar en ekki verið frábær þá er ekki annað hægt en að telja líka með hversu oft ákvarðanataka hans og færanýting verið við það að taka mann af taugum. Bæði í vetur og hvað þá fyrravetur. Hann sló reyndar líklega metið yfir skot í tréverkið á einu tímabili í fyrra. Aftur í grein Tomkins.
Still, there are clearly times when he links brilliantly with others, with his assist for Daniel Sturridge’s goal against Chelsea one of the passes of the season. But it is his wastefulness, when shooting from every possible angle, which is hard to quantify. He will score the occasional world-class goal with an impudent effort, but how many more might have been scored had he not so often tried to do the impossible? It’s like trying to score direct from a corner. You may do it once in 100 attempts, but you might have scored five by looking for a near-post flick-on.
Önnur vefsíða, MixedKnuts tók þetta ítarlegar saman og skoðaði kosti þess og galla að hafa Suarez í Liverpool.
“Let’s start with the good. 2nd in the Premier League in goals. 1st in Shots per Game. 3rd in Key Passes per game. 1st in successful dribbles per game. Suarez was a handful and then some.”
Ekkert sem við mótmælum þarna eða kemur á óvart
“Now for the bad. 1st in the league for being dispossessed. 2nd for turning the ball over. 3rd in Offsides per game. Great key pass numbers, but only 5 assists on the season. A 76.6% pass rate. (For comparison, Mata and Hazard were both over 85%, RVP was 80.2%.) A 12.2% conversion rate on total shots.”
This season Luis Suarez was really good at creating offense for himself and his teammates. At the same time, he was surprisingly bad at turning that offensive creation into goals.
Ekkert sem kemur heldur á óvart þarna en spurningin er þá aftur þessi, er það betra fyrir Liverpool sem heild að hafa Suarez eða ekki. Er hægt að stilla liðinu upp á annan og ennþá áhrifameiri hátt? Duga t.a.m. Coutinho og Sturridge nú þegar til að vinna upp á móti Suarez? Auðvitað vont að leggja slíkt traust á 20 ára og 23 ára leikmenn en þetta er það sem verið er að meina. Þetta er bara sama hugsun og í Moneyball myndinni þegar ein súperstjarna var látin fara og í stað þess að reyna fylla skarðið með like for like var bætt fleiri þætti í leik liðsins sem á endanum skiluðu meiri árangri en þessi sem fór. Kannski skipt út veikasta hlekknum?
Tomkins skýrir þetta vel og m.a. muninn á Messi og Ronaldo (bestu leikmönnum í heimi) en reyndar tekur ekki inn í myndina að Messi skorar bara samt meira en Ronaldo.
Look at it like this. Player A takes 500 shots in a season and scores 50 goals. We marvel at the incredible tally – 50 goals! – but by taking 500 shots he’s denying team-mates chances. If, without Player A, the team has 400 shots, but scores a greater number of goals by sharing them around, then that’s clearly better. The key is to make sure that you can share them around; something Liverpool were not capable of doing in the first half of last season, but were after the January window.
Cristiano Ronaldo is a fine example. He averages almost seven shots a game. The reason Messi is a far better player is because he doesn’t spend the entire game shooting in order to break records. On the one hand you want players who take the responsibility to shoot when the chance is there. On the other, you can’t have egotists who think they are bigger than the team, having a pop from all over the pitch.
I don’t think Suarez is as egotistical as Ronaldo – he doesn’t strut about, correcting that one hair that’s out of place – but he does inadvertently make each game about himself. Perhaps the team suffers as a result.
Þannig að líklega myndi starfsemin á Anfield ekki stöðvast þó að við myndum selja óánægðan (og vanþakklátann) Suarez. Tölfræðilega gæti liðið komið sterkara til leiks án hans þó það sé erfitt að horfa á þetta þannig. Eins myndi sala á honum skila helling af pening og búa til mjög gott pláss á launaseðlinum sem hægt væri að nota í 2-3 leikmenn eins og við keyptum í janúar.
Áhrif Suarez utan vallar.
Tölfræði er samt blessunarlega ekki allt (þeir ítreka það m.a. í bókinn The Numbers Game) og það er erfitt að meta hversu dýrmætur Suarez er utan vallar. Þið megið telja ykkur trú um að hann hafi skaðað ímynd félagsins eins og þið viljið og sé skemmt epli, en það er ekki hægt að mótmæla því að hann er okkar lang vinsælasta og besta söluvara. Suarez er nafnið sem fer aftan á búningana og Suarez er nafnið hjá Liverpool í dag sem getur hjálpað til við að lokka aðra góða leikmenn til liðsins. Gerrard er 33 ára og hefur auðvitað ennþá þetta aðdráttarafl en í dag er það Suarez sem er númer 1 og Liverpool má gríðarlega illa við því að missa lykilmenn í dag. Við þurfum að byggja ofan á síðasta tímabil ekki umbreyta öllu enn og aftur og nánast byrja upp á nýtt í haust.
Suarez er sá maður sem fær stuðningsmenn helst til að syngja og láta í sér heyra og á það við bæði stuðningsmenn Liverpool og ekki síður andstæðinganna. Hann er að bögga varnarmenn andstæðinganna endalaust allann leikinn og tekur gríðarlega orku og athygli af þeim sem nýtist öðrum leikmönnum Liverpool.
Þannig að eins og ég kom inná í upphafi pistilsins þá er ég gjörsamlega 60/50 á því hvort við eigum að halda Suarez eða ekki. Ég skal umorða þetta, mig langar alls ekki til að missa Suarez, það væri þrátt fyrir þessa tölfræði hrikalegt að mínu mati. En á móti er ég svolítið á sömu línu og Tomkins með þetta
If Suarez stays – as seems increasingly unlikely – I’d be happy. But I won’t be sad if he leaves, providing that it’s to an overseas side, for a good fee, and that the money is reinvested in the team. I just can’t attach myself to players anymore. They are all passing through, just at different speeds. I enjoy what they give us, and then we all move on.
Þetta félag fékk bæði Keegan og Rush áður en þeir voru þekkt nöfn, gerði þá að súperstjörnum og gekk aldrei betur heldur en tímabilið eftir að þeir misstu þá. Luis Suarez sem hefur unnið deildarbikarinn er góður leikmaður og það væri vont að missa hann en látum ekki eins og það hafi ekki farið stærri nöfn frá Anfield. Það var allt að því óhugsandi að missa Torres því hann var svo góður hjá Liverpool, hann fór án þess að hafa unnið nokkurn skapaðan hlut með félaginu. Arftaki hans stal gjörsamlega af honum senunni. Það var ennþá meira óhugsandi að missa Owen heldur en Torres og raunar fengum við enga súperstjörnu fyrir hann í þrjú ár (þegar Torres kom). Samt fór félagið tvisvar í úrslit meistaradeildarinnar og einu sinni í úrslit bikarsins þessi ár. Þá með stóran hóp af góðum leikmönnum sem voru að dreifa markaskoruninni jafnara á allt liðið. Eitthvað sem Benitez lagði mikið upp með. Hann var reyndar líka mikið fyrir það að kaupa menn á góðum aldri sem skiluðu mjög góðu verki og/eða voru seldir á hærri uppphæð en þeir kostuðu.
Þannig að brotthvarf Suarez væri nú enginn heimsendir en í guðana bænum seljum hann þá úr landi, ég svitna við tilhugsunina að þurfa að mæta Suarez.
Ef það er rétt eins og allt bendir til að Suarez vilji fara frá Liverpool þrátt fyrir yfiirlýsingar um hið gagnstæða allt þetta tímabil þá er ekki spurning um að leyfa honum það. En algjörlega á okkar forsendum. Liverpool er með hann samningsbundinn til þriggja ára og þarf að vera tilbúið að fara í mjög hart við hann til að fá það verð sem þeir vilja fyrir hann, ellegar segja honum bara að halda kjafti og virða samninginn, ég hef ekki áhyggjur af því að Suarez spili óánægður, það er ekki eins og hann virki eitthvað glaður hvort eð er inni á vellinum.
Hér má finna þær greinar sem þessi pistill er unninn út frá.
The Pros and Cons of Selling Suarez – Paul Tomkins
The Suarez Conundrum – Ted Knutson
How the spreadsheet-wielding geeks are taking over football – Simon Kuper
Takk fyrir frábæran pistil. Hafði lesið greinarnar sem þú vísar í og þetta er góð úttekt. Mikil vinna er lögð í þennan pistil og því ber að þakka.
Sælir félagar
Frábær samantekt og takk fyrir hana. Enginn einn leikmaður er stærri en liðið og eins og Gaui Þórðar sagði (eitthvað á þessa leið) þá er ekki endilega nauðsynlegt að vera með bestu leikmennina heldur hóp sem er rétt saman settur og vinnur því hnökralaust eins og vél
Það er nú þannig
YNWA
Æðisleg grein…takk fyrir.
Afar athyglisverðar pælingar hérna á ferðinni, og má Babú eiga allar heimsins þakkir fyrir þennan pistil.
Ég skil alveg hvaðan Tomkins, Babú og jafnvel fleiri eru að koma með sínar skoðanir á Suarez.
En mér finnst samt, með fullri virðingu, menn vera að reyna að sannfæra sjálfa sig um að það sé bara gott og hollt að missa Suarez.
Öll tölfræði sem sýnir að Liverpool skori betur án hans, skiptir mig bara engu máli. Áhrif leikmanns á borð við Suarez verða ekki mæld einungis á slíkum mælikvarða.
Suarez djöflast í andstæðingnum – stundum aðeins of mikið – allan leikinn, og varnarmenn HATA að spila á móti svona leikmanni. Og á meðan slíkur leikmaður tekur athyglina á sig, geta og opnast svæði fyrir aðra leikmenn til að skjóta sér í.
Það sem skiptir mig máli sem áhugamanns um skemmtilega knattspyrnu er að Suarez er einn af 10 bestu leikmönnum heims. Ég vil hafa hann í Liverpool vegna þess að hann er einn af bestu leikmönnum heims.
Liverpool verður ekki jafn sterkt án þessa leikmanns, og það er hálf skrítið að reyna halda öðru fram. Það má vel vera að “liðsheildin” verði sterkari og jafnvel mun Brendan (((((nutcase))))) kaupa einhvern gullmola sem slær í gegn. En við munum samt þá ávallt hugsa með okkur, hversu ógnarsterkt liðið hefði orðið með þeim gullmola og svo Suarez með honum.
Við höfum eflaust öll látið okkur dreyma um hversu flott framlínan okkar hefði verið ef 50 milljón punda strákurinn hefði aldrei farið frá okkur og hann og Suarez hefðu leitt framlínu Liverpool ….
Ég mun sakna Suarez þegar hann fer. Það er óhjákvæmilegt að hann fari núna í sumar, en ég hef sagt það áður og segi enn, ég ætla að skilja þá ákvörðun hans.
Homer
Er ekki bara best að droppa suarez og fá henrikh og luis alberto?
Góð grein en varðandi Suarez og neikvæða athygli þá er staðreyndin einfaldlega sú að neikvæð athygli er betri en engin og Suarez sér algjörlega um það að klúbburinn er alltaf í umræðunni.
Varðandi bitmálið þá vellti ég þeirri spurningu upp hvort þessi frábæri leikmaður hafi einfaldlega gert þetta vísvitandi, já bara svona til að komast annað vitandi fullvel að honum yrði slátrað af pressuni.
Nr. 4
Enda er enginn af þessum pistlahöfundum eða halda því fram, hvað þá ég. Bara sýna fram á að það er kannski ekki heimsendir ef hann fer og mögulega er hægt að gera betur án hans. Mögulega ekki.
Ertu með eitthvað til að bakka þessa fullyrðingu upp? Það sem Tomkins og hinir sem ég nefni gera svo vel er einmitt að skoða svona (oft) innantómar fullyrðingar og skoða hvort þetta sé satt og rétt. Oftar en ekki er þetta einmitt ekki málið og eins og ég kom inná, einn af bestu leikmönnum heimsins getur alveg komið niður á leik liðsins í heild. Það er ekki bæði haldið og sleppt í rekstri felstra félaga og flest lið þurfa að selja leikmenn til að kaupa aðra dýra og góða (ekki öll en yfir 99% af þeim).
Hættu svo með þetta nutcase grín, dregur annars ávallt góð ummæli niður.
Auðvitað er leiðinlegt að Suarez sé á útleið, en að vissu leyti skiljanlegt líka. Munum að þrátt fyrir allt var gengi liðsins ekki gott á meðan hans naut við og því er enginn ástæða til annars en að líta fram veginn.
Mikilvægast tel ég að hver einasta króna sem fæst fyrir Suarez renni til frekari styrkingar á liðinu og bætist við þá fjárhæð sem var fyrirhuguð til leikmannakaupa.
Henrikh Mkhitaryan ásamt Benteke (eða Lukaku) gætu t.d. kostað svipaða upphæð og fæst fyrir Suarez.
Munum líka að þeir leikmenn sem verða keyptir í staðin fyrir Suarez verða ekki í leikbanni fram í október (eða lok sept).
Frábær grein held að Babu sé í algjörum sérflokki þegar kemur að pistlum hérna með fullri virðingu fyrir hinum 🙂
Margt rétt sem Babu nefnir þarna og hægt að skoða þetta með síðustu ár hjá Liverpool. það sem kveikti mest áhugan minn var að skoða Leikmannakaup síðan FSG keyptu liðið. það má færa góð rök fyrir því að nálægt 30% af leikamannakaupum hafa heppnast síðustu 3 ár. Suarez vafalaust bestu kaupinn á þessum tíma einnig hafa Couthino – Sturridge – enn svo getum við horft á misheppnuðu kaupinn sumarið 2011 eins og það leggur sig og jafnvel sumarið 2012 eins og það leggur sig og Carrol, útkoman er kringum 30%. Henderson – Allen – Borini Hafa ennþá tíman til að leiðrétta sig sem góð kaup og borgað sig upp fullkomlega. Miðað við lesningunna á pistilinum þá fynnst mér eins og það sé komin tími á að Liverpool eigi góðan leikmannaglugga í sumar, Miðað við yfirferðinna sem ég tók þá er ekki oft sem Liverpool hittir á demant á sumarglugganum síðast gerðist það 2007 þegar Torres og Lucas komu til liðs við okkur . Þannig fyrir mitt leyti er allveg komin tími á vel heppnað sumar hjá okkur.
Varðandi Suarez þvælunna. Þá veit maður eiginlega ekki hvað maður á búast við. ég hef reynd að horfa á þetta með mörgum hliðum. Fyrir mér er Suarez stjarna liðsins. Leikmaðurinn sem fær mann virkilega til að kveikja á stream á leikinn og fylgjast með liðinnu ekki spurning. Enn hann er líka sá leikmaður sem gerir mig stundum brjálaðan á að hafa kveikt á streaminu með glórulausum athæfi. Það er engin heimsendir þótt besti leikmaðurinn fari frá félaginu oft gerir það félaginu bara til góðs. Nýlegasta dæmið er RVP til United. Hvað gerist Arsenal er mun betra lið í dag enn það var í fyrra. Við getum ekki neitað því 2009 var Ronaldo besti leikmaðurinn í heimi og United hefur ekki dalað þrátt fyrir að hafa misst hann. Enn svo hugsa ég til baka í byrjun síðasta tímabilsins þegar Suarez var okkar eina von og hálfpartinn dró þetta lið okkar á öxlunum sínum, ég neita að trúa því að liðið okkar hafði endað í 7 sætið ef hann hefði ekki notist við fyrir áramót. því það var engin nálægt honum í getu eða spila hans leveli í Liverpool fyrir áramót. Þannig hef ég blendnar tilfinningar ég vil halda honum fast í Liverpool eins lengi og ég get, Enn ég er líka tilbúinn að sleppa honum ef það mögulega styrkir liðið kannski á 2-3 stöðum og gerir okkur samkeppnishæfara í 4 sætið enn þá þurfa líka þessi sumarkaup að heppnast hjá okkur. Bara spurninginn er mun þetta sumar verða tilbreyting enn undanfarin sumar hafa verið hjá okkur?
@7
Hvernig á ég að geta bakkað upp eitthvað sem gerist í framtíðinni? Nei, auðvitað er ég ekki með neitt á bak við þessa fullyrðingu, enda óvísindaleg með öllu. Ég er hvorki sjáandi né spekingur mikill sem veit hvað gerist á morgun. Ég ætlaði mér ekkert að halda fram einhverjum Stóra-Sannleik, og því óþarfi að taka fullyrðingu minni – um að Liverpool verði ekki sterkara án Suarez – með slíkum hætti.
Ég nota einfaldlega almenna skynsemi. Mín almenn skynsemi segir mér að þegar lið missir sinn besta leikmann, þá styrkist það ekki fyrir vikið. Mín almenna skynsemi segir mér að þegar einn besti leikmaður heims fer frá félaginu, þá styrkist það eðli málsins samkvæmt ekki við það.
Nú gætu einhverjir spekúlantar komið fram og sagt að svo sé víst, það fer bara eftir því hver kemur í staðinn fyrir Suarez. Gott og vel, en til þess að koma út á jöfnu, hvað þá að bæta leikmannahópinn við slíka sölu, þá þarf annað af tvennu að koma til. Annað hvort þarf að kaupa annan heimsklassaleikmann í staðinn, eða þá að detta niður á algjöran gullmola sem fáir/engir vita af áður og slær svo rækilega í gegn.
Ég held að við getum flest/-ir verið sammála um að Liverpool er aldrei að fara að næla í heimsklassaleikmann a-la Suarez – sbr. t.d. Hulk, Falcao, Aguero, Lewondowski og þeir dúddar. Þannig við vonumst auðvitað eftir því að Liverpool detti niður á einhvern gullmola.
En ég er bara svartsýnn á það. Við höfum tvisvar dottið niður á slíkt síðustu 5-10 ár, í Coutinho og Suarez. Mikið ofboðslega vona ég að það gerist aftur, en ég er bara virkilega ekki að sjá það gerast.
Ég var samt ekkert að skjóta á þig neitt með fyrsta pósti mínum, enda nánast sammála þér í einu og öllu – þó ég sé ekki alveg að kaupa það að Liverpool geti orðið betra skv. einhverri tölfræði frá síðasta tímabili (og nota hana til að segja fyrir framtíðina) 😉
Homer
Ég vil bara minna á að Sturridge gefur ALDREI boltann þegar hann er í “færi”…eins og reyndar flestir alvöru strikerar. Þannig að það þýðir lítið að tala um að Suarez skjóti of mikið, það er einfaldlega hlutverk hans í liðinu.
Nr.11
Það er heldur ekki endilega verið að skjóta á það hjá Suarez (eða öðrum). En t.d. samanborið við Sturridge, hvor er að nýta færin betur?
B.t.w. þröngsýni Sturridge fer oft í taugarnar á mér og gerði það einnig á stuðningsmönnum Chelsea.
Tek aftur fram að ég vill alls ekki selja Suarez og er ekki á því að hann veiki liðið, bara skoða aðrar hliðar á málinu sem við kannski verðum að gera. Ef hann vill ólmur fara er það eina áhugamál Liverpool hvað hann varðar að selja hann úr landi og fá sem mest fyrir hann.
Flottar pælingar, ég er einn af þeim sem elskar að sjá Suarez í Liverpoolbúningi, enda er hann langbestur í þokkalegu liði sem á talsvert í land með að ná topp 4. Í vetur las ég tölfræði þar sem sýnt var fram á að Suarez átti þátt í felstum mörkum sýns liðs af öllum leikmönnum deildarinnar, ekki slæmt.
Þegar tekin er saman tölfræði um árangur með eða án Suarez ætti að taka inn í jöfnuna hvaða lið er verið að spila gegn. Þ.e. tölfræðin gefur ekki eins góða mynd af raunveruleikanum ef leikið er gegn lakari liðum án hans t.d leikir í deildarbikar gegn neðrideildar liðum eða í evrópukeppni gegn mun lakari liðum eins og var tilfellið í vetur.
Nokkrir punktar varðandi sölu annara liða á sínum bestu leikmönnum. Arsenal hefði til að mynda verið mun líklegra til að berjast um toppsætið í vetur hefðu þeir haldið RVP og bætt við þeim leikmönnum sem keyptir voru. Í staðinn leiddi hann manu til sigurs í deildinni. Tottenham lenti í 4 sæti með Modric í sínu liði en án hans enduðu þeir í 5 sæti í vetur þrátt fyrir að hafa keypt 3 leikmenn í staðinn inn á miðjuna, auk þess að bæta við nýjum markmanni, klassa varnarmanni og góðum sóknarmanni.
Í vetur talaði Brendan oft um það eftir jafnteflisleiki eða tapleiki gegn liðum sem pökkuðu í vörn (á Anfield) að Liverpool vantaði fleiri leikmenn sem gætu unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Vonandi fjölgar þessum töframönnum í sumar í stað þess að þeim fækki. Ef Suarez kveður Liverpool horfum við á eftir okkar merkasta töframanni.
Magnaður pistill og einn af þeim betri inn á þessari síðu.
Þessi tilvitnum frá Tomkins finnst mér hitta í mark, það komu alltof oft svona moment hjá Suarez þar sem hann tók skot frá vonlausu færi í stað þess að leyfa öðrum að reyna. Eftir að hann fór í bann þá fóru menn eins og Sturridge, Hendo og Coutinho að njóta sín mun betur. svipað og Tomkins segir að þá verð ég ekki svekktur ef hann fer, ég mun heldur ekkert hoppa hæð mína af gleði ef hann verður áfram.
Varðandi þessi kaup á ensku leikmönnum þá vill ég segja. Já þeir eru frekar dýrari kantinum enn álika góðir leikmenn frá t.d. Suður Ameríku. ENN þetta er ENSKA úrvalsdeildinn og fylla liðinn með erlendum leikmönnum frá öllum heimsálfum er ekki ekki sniðugt sérstaklega fyrir enska landsliðið. Það þarf vera balance í þessu.
Nr. 15
Enska knattspyrnusambandið rak Fabio Capello og réð Roy Hodgson í staðin, það eitt ætti að segja þér alveg nóg um vandræði landsliðs Englendinga. Þeir eiga mun betri leikmenn en mörg önnur landslið.
Ekki að það skipti Liverpool nokkru einasta máli, við þurfum að uppfyllla ákveðinn kvóta af enskum/uppöldum leikmönnum og þannig borga meira fyrir bestu ensku leikmennina ef við viljum þá, eitthvað sem við höfum sannarlega heldur betur gert. En ertu s.s. á því að við eigum bara að halda áfram að eyða megin þorra peninganna sem við höfum til umráða í enska leikmenn svo við getum þróað þá og hjálpað þannig enska landsliðinu þar sem þetta er jú enska úrvalsdeildin?
Frekar vill ég uppfylla þennan kvóta með uppöldum eða ódýrum leikmönnum og nota alvöru upphæðirnar í bestu bitana á alheimsmarkaðnum, ekki markaðnum á Englandi.
Annars rambaði ég á enn eina greinina um Suarez. Þetta var skrifað rétt eftir að hann fékk bannið fyrir að bíta Ivanovic og er mjög góð. Þarna er kannski horft á stöðu Suarez meira frá hans sjónarhóli, parturinn um skrípaleik enska knattspyrnusambandið hittir mjög vel í mark.
Understanding Luis Suarez
http://www.thisisanfield.com/2013/04/understanding-luis-suarez/
@ Doddi Zetor #11 Afsaka það að þetta séu ekki besti gæðin, en vonandi sérðu hvað gerist í myndbandinu… http://www.youtube.com/watch?v=P7ICmNpJ0D0
Þvílíka sjálfshjálparbullið sem þessi grein er og flest kommentin undir henni. Nú er ég ekki púlari. En það er deginum ljósara að ef Suarez fer þá verður Liverpool enn veikara og má nú varla við því. Svo er verið að reyna púðra eitthvað yfir það að það hafi engin áhrif haft að Torres hafi farið???? Eru menn ekki í lagi hérna?
Nr. 18
Já þarna léstu okkur sko heyra það og studdir mál þitt vel. Torres hefur ekki beint verið í fluggír eftir að hann fór meðan arftaki hans hjá Liverpool hefur verið það. Það var punkturinn. En í guðana bænum komdu með rök fyrir máli þínu sem hægt er að ræða á mannlegum nótum.
Rök? Var Torres ekki lykilmaður hjá Liverpool meðan hann var þar? Honum hefur ekki gengið vel eftir að hann fór yfir í Chelsea, en það breytir því ekki að hann var heitasti framherji í Evrópu meðan hann var í Liverpool. Nú er það orðin einhver lenska hjá (bitrum) púlurum að segja að hann hafi nú ekki verið svo merkilegur pappír, sem er bara mjög aumt.
Liverpool liðið sl. tímabil var bara samansafn miðlungsleikmanna með spes stjóra fyrir utan einn gaur sem hafði smá x factor þ.e. Suarez. Reyndar gjörsamlega óþolandi leikmaður með allt of mikið af brestum en það getur enginn neitað því hann hefur eitthvað. Nú reyna púlarar að sannfæra sjálfa sig um að það sé bara ekkert mál að hann fari 🙂
Frábær pistill, takk fyrir hann! Það dylst engum skyni gæddum manni hvers kyns vinna liggur að baki svona færslu. Algjör snilld!
Mín skoðun er sú að Suárez sé mögulega besti leikmaður sem hefur klæðst treyju LFC. Vissulega stór orð, en vá, þvílíkur snillingur! Vitaskuld á hann sína veikleika, bæði á knattspyrnu- og karaktersleveli; þó vitaskuld stærri í karakterdeildinni. Það er samt erfitt að vanmeta aðdráttaraflið sem svona leikmaður býr yfir, jafnvel þótt hann sé jafnumdeildur og raun ber vitni. Þá bæði aðdráttarafl fyrir áhorfendur, búningasölu og aðra leikmenn! Einmitt þessi “hver vill ekki spila með Suárez?!?” vinkill. Ég held að hann myndi aldrei spila með hangandi haus, jafnvel þótt liðið færi í hart við hann og kreisti út hálft eða eitt tímabil til viðbótar. Hann er einfaldlega það hungraður, það bilaður og það mikill keppnismaður.
Á heildina litið yrði ég samt ekki ÞAÐ fúll yfir að missa hann. Don’t get me wrong, það yrði mikil blóðtaka, en hann er bara í slíkum gæðaflokki að það ætti auðveldlega að vera hægt að kaupa 2 klassamenn eða 3-4 býsna góða fyrir söluverðið. Þarna vinnur samningurinn svolítið með okkur.
@ Sharpe
Þó svo mig gruni að þú sért eflaust bara eitthvað tröll í leit að skemmtun.
Þá langar mig bara að benda þér á að Torres var vel komin í þá lægð sem hann er í áður en hann yfirgaf Liverpool, 9 mörk í 26 leikjum var töluverð dýfa frá 22 mörkum í 32 leikjum tímabilið áður. Svo er enginn að segja að það hafi ekki verið neinn missir, bara að það hafi fundist maður til að fylla hans stöðu.
Sömuleiðis sé ég ekki í fljótu bragði neinn hér inni sem heldur því fram að sala á Suárez geti ekki veikt leikmannahópinn, sé einungis menn ræða það á raunhæfum en þó vissulega bjartsýnum nótum hvaða áhrif brottför Suárez mun hafa á liðið.
En verði þér af því, þér líður eflaust betur eftir að hafa lesið “bitrum púlurum” pistilin 🙂
Flott grein. Ég er greinilega í minnihluta með þá skoðun að við eigum að selja Suarez, mér finnst hann vera æðislegur leikmaður en ég vel góða liðsheild fram yfir súperstjörnur allan daginn. Þegar einstaka leikmenn verða “of góðir” og leikur liðsins snýst að mestu um þá sjálfa þá raskast einfaldlega jafnvægið í liðinu og aðrir leikmenn under performa. Að mínu mati er bara ein leið til að búa til árangursríkt fótboltalið og það er að vera með hóp af leikmönnum sem eru í sama gæðaflokki. Ég nefni Manchester United sem skýrt og gott dæmi um hvað ég er að tala.
Það hægt að læra af sögunni og fótboltasagan er stútfull af skýrum og góðum dæmum um hvernig lið geta orðið betra með því að selja sinn besta mann, eins furðulegt og það hljómar. Það er búið að nefna Dortmund og Arsenal en það má einnig nefna að Atletico Madrid varð sterkari eftir söluna á Torres og komst í meistaradeildina strax á fyrsta ári eftir nokkurra ára miðjumoð þar á undan. Salan á Aguero hafði svipuð áhrif. Þetta snýst meira um það hvernig menn bregðast við sölunni og hvernig menn nýta peninginn sem fyrir stjörnurnar fást og ef mönnum tekst að fá tvo til þrjá leikmenn sem bæði fylla skörð þess sem var seldur og bæta eina eða tvær aðrar stöður á vellinum einnig þá betri árangur nánst gulltryggður.
Ég hreinlega hlakka til þegar hann verður seldur og við kaupum eitt stykki klassa varnarmann og skapandi miðjumann fyrir peninginn. Varnarmaðurinn mun skalla þessa bolta í burtu sem Agger og Skrtel voru að missa af í vetur og miðjumaðurinn skapa færi fyrir Couthino, Sturridge og félaga þarna frammi. Meira að segja Borini fer að skora og þá verður nú gaman.
Það sem hræðir mig mest varðandi það að missa Suarez er einmitt tölfræðin hjá Tomkins, að 1/3 leikmannakaupa heppnist. Segjum að við seljum Suarez og kaupum þrjá leikmenn fyrir peninginn, hvað ef bara ein kaup heppnast? Sá leikmaður verður ekki alveg jafn góður og Suarez og hinir tveir frekar slakir og eru lengi að komast í gang.
Hvar verðum við þá?
Reyndar gefa kaupin á Sturridge og Coutinho ágæt fyrirheit fyrir leikmannakaupum, en fyrir einn Coutinho er alltaf einn Assaidi osfv.
En frábær grein Babu, virkilega vel gert.
Babu !
Vinsamlega nota réttar tölur fyrst þú ætlar að bendla City við einhverja meðalmennsku til að réttlæta það að selja Suarez.
City var með 68 % vinninshlutfall ekki 62% það er eins og Tottenham var með.
Þú segir að það sé í grend við þann standard sem City er á í dag hvað áttu við með því er City allt í einu orðið lið sem er með 62% vinningshlutfall ? Við urðum meistarar 2012 með 78% vinningshlutfall fengum 68% vinninghlutfall í ár þegar ALLIR lykilleikmenn spiluðu langt undir pari og þú reynir að finna flöt á því með að segja að Liverpool sé með svipað vinningshlutfall eins og City þegar Suarez sé ekki með finnst þér það sanngjarnt ?
Ég hef sagt það áður og ég segi það enn ég svo vona innilega að Liverpool verði í baráttunni á næstu árum mér finnst liðið og þið eiga það skilið og þá helst á kostnað United með stórkallabolta stjórann Gollum (moyes).
En please reynið að sjá hlutina eins og þeir eru.
Nr. 25
I stand corrected, tók þetta hrátt úr pistli Tomkins, var mögulega að misskilja samhengið eitthvað þar. (Uppfært, sjá ummæli frá Þresti hér að neðan, hann skýrir þessar tölur betur út).
Er þá ekki rétt að leiðrétta það sem stendur hérna rangt í pistlinum félagi ?
Spurning hvort þetta sé bara deildin eða allar keppnir? (enda á þetta ekki bara við um deildina þegar tekið er saman þá leiki sem Suarez missir af)
Það er a.m.k. átt við Mancini sýnist, hann er með 62% vinningshlutfall hjá City skv. þessu og fleiri síðum.
http://www.rateyourplayer.com/football-forum/roberto-mancini/should-city-sack-roberto-mancini/
(Uppfært, sjá ummæli frá Þresti hér að neðan, hann skýrir þessar tölur betur út).
já á þeim 3 og hálfu ári frá því að hann kom, City er nú eitthvað búið að skána síðan hann tók við Hughes er það ekki.
væri ekki bara fínnt að nota sigurprósentu slur Alex hjá United
http://en.wikipedia.org/wiki/Alex_Ferguson
það segir samkvæmt þessum kenningum að Liverpool eru betri án Suarez en Manchester United undir stjórn Alex Fergusson
citymaður: Tomkins notar vinningshlutfall sem hlutfall unnina leikja en ekki hlutfall stigasöfnunar. City fékk vissulega 68% þeirra stiga sem þeir gátu fengið en þeir unnu 60,5% leikja sinna (23 af 38) og það er greinilega það sem er átt við í pistlinum hjá Tomkins og þar af leiðandi í pistlinum hjá Babu.
Mikið rosalega fór þessi pistill öfugt ofan í stuðningsmenn annara liða.
Ég hefði haldið að þetta ætti að vera gleðiefni fyrir þá, Liverpool við það að fara að missa sinn besta mann og Suarez á leiðinni úr EPL.
Þröstur !
Ok kaupi það en það er einfaldlega rangur hlutfallareikningur þú getur ekki tekið útúr jafntefli eins og það sé ekki með í stigasöfnun,
Markmiðið með þessu er eins og ég sagði áðan að koma með viðmið sem eru búið að afmynda svo eitthvað sé nú ekki svo slæmt. Það er rangt og gefur falsa mynd.
Og Lalli það er ekkert gleðiefni hvort Suares fari eða veri það svona meira skiptir engu máli enda er Liverpool eins og staðan er engin ógn við toppliðin.
En eins og ég sagði áðan ég vona að þið verðið það einhvertíma fljótlega því ég vill fleiri lið í toppbaráttu en eins og er þá eruð þið engin ógn sorry ..
Þetta er svo pínu lítið dæmi í stóra samhengi þessa pistils að það tekur því varla að spá svona mikið í þessu. Þetta er ekkert afmyndað heldur eða falskt þegar notað er sömu forsendur á bæði Liverpool og hin liðin. En bara örlítið dæmi til að sýna muninn, City í þessu samhengi var liðið sem setti standardinn og því skil ég ekki alveg þessa viðkvæmni.
Mjög góður pistill og fannst mér þá tilvísuninn í Moneyball taka hann vel saman.. Súperstjarnan fer og allir töldu það réttu lausnina að fá aðra súperstjörnu í staðinn… Frábær árangur náðist hinsvegar með að kaupa nonames og jafnvel óvinsæla leikmenn (ekki vinsæla) aðeins útfrá tölfræði um þá! Þið sem hafið ekki séð myndina þá mæli ég með að horfa á hana! Eigendur liverpool koma fyrir í henni.
Ógn eða ekki, skiptir ekki máli. Ég held að stuðningsmenn flestra liða hafi nú haft gaman af óförum Liverpool undanfarinna ára 🙂
Að því elsku kallinn minn að þetta dæmi segir okkur að Liverpool eru jafngóðir og Manchester City án Suarez og til að sýna fram á það er notað afbakaður hlutfallareikningur. Þetta er einfaldlega rangt hvort sem það er notað frá öðrum eða skrifað beint út. Ég held með City og finnst ekki í lagi að notaðar séu svona reiknikúnstir til að afbaka sannleikann.
Ef þú værir í mínum sporum þá myndir þér líða eins.
Spurðu sjálfan þig er Liverpool án Suarez jafn gott lið og Manchester City ?
Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að missa Suarez. Lið skora alltaf mörk, meðan þau sækja á markið.
ManUtd seldi td. Nistelrooy, Cole og York, Ronaldo, og var yfirleitt betra á næstu leiktíð.
Babu, ég er ekki búin að lesa allar þessar greinar sem Tomkins og aðrir hafa skrifað enda breytir það ekki skoðun minni á Suarez. Ég vill ALLS EKKI missa hann, mér finnst hann skulda Liverpool FC og stuðningsmönnum meira en það að vilja bara fara núna. Ég veit alveg að enska pressan hefur verið ógeðsleg og ósanngjörn í umfjöllun sinni um hann, og eru þar örugglega mestu rasistar sem um getur meðal “blaðamanna” í heiminum. Ég vill að þegar Suarez er búin með þetta álfumót komi hann til Liverpool og þá vill ég að forráðamenn Liverpool tali hann inná að vera hjá okkur allavega tvö ár í viðbót, ef hann fer þá veikist liðið til muna, sama hver kemur í staðin. Sumarið átti að snúast um að styrkja liðið, fá meiri breidd og meiri gæði, ekki alltaf endalaust um að missa bestu leikmennina burtu. Það að hann hafi nartað í celski leikmann er honum að kenna, ekki Liverpool eða einhverjum öðrum, hann tekur út bannið og kemur svo ferskur inní Liverpool aftur. PUNKTUR ! !
Jesús minn give it a rest, það er enginn að halda því fram að Liverpool sé eins og City þó Suarez sé ekki með. Þú ert svo hressilega að (viljandi) rangtúlka þetta. Hann tekur lítið dæmi sem sýnir fram á að án Suarez í vetur gekk Liverpool það vel að þeir voru með vinningshlutfall á pari við City, sem er rétt. Hann var ekki að segja að þetta væri eitthvað sem hægt væri að miða við eða taka of hátíðlega yfir heilt tímabil og alls ekki að segja að með því að selja Suarez væri Liverpool líklega að fara vinna svipað mikið og City, það er ekki hægt að lesa það út úr þessum pistli í heild. Ekki nema Liverpool noti peninginn fyrir Suarez ævintýralega vel og styrki liðið umtalsvert. Eitthvað sem er erfitt þar sem City hefur botnlausar fjárhirslur og styrkir sitt lið líka.
Njóttu nú bara araba auðævanna og að City sé ofar en Liverpool á fótboltalandakortinu, algjör óþarfi að vera svona viðkvæmur fyrir umræðu um City. Hvað þá eins og í þessu tilviki þegar verið var að tala um City í jákvæðu ljósi eins og Tomkins gerði.
Sælir félagar
Þetta er frábær pistill. Ég á að vísu eftir að gera upp hug minn hvort að við eigum að halda Suarez eða selja hann. Auðvitað vil ég halda honum en ef allt þrýtur þá verðum við að fá sem mest fyrir hann að sjálfsögðu.
Ég hef verið að fylgjast svolítið með leikmannamarkaðnum undanfarna daga og sé að Arsenal eru að losa Nicklas Bendtner. Væri hann ekki leikmaður sem við ættum að reyna að fá, hann er ungur og fer á frjálsri sölu. Myndi líklega smellpassa inní hópinn hjá okkur.
YNWA
40
Ég held að Darren Bent ætti að vera okkar aðalskotmark í sumar en Bendtner frítt hljómar mjög vel. Leikmaður sem hefur verið að spila á hæsta sviði og mundi lyfta okkur uppí þennan klassa sem við erum að leita af
Darren Bent…
Bendtner…..lyfta okkur upp í þennan klassa sem við erum að leita af…
Fór ég inn á stuðningmannasíðuna hjá West Ham ??
Jæja eigum við ekki að gefa Babu smá frí og ræða aðeins þau kaup sem virðast vera að ganga í gegn núna. Allir fjölmiðlar virðast vera sammála um það að Aspas sé að koma til okkar á 7.7 millj. punda og svo bendir allt til þessa að Luis Alberto sé að koma til okkar á 5 millj. punda. Auk þess er Toure að sjálfsögðu búinn að semja við okkur. Hvað finnst mönnum um þessi kaup?
Einhvern veginn finnst mér að menn verði verulega að bæta í restina ef þetta er málið. Alveg burtséð frá því hvort að Suarez verði áfram eður ei. Okkur vantar alvöru hafsent, vinstri bakvörð, kantmann og senter (ef að Suarez fer frá okkur). Allt menn sem að verða vera betri en þeir sem að eru fyrir. Þessir þrír sem að eiga að vera komnir (veit að Toure er sá eini sem að er staðfestur) eru það bara alls ekki. Fylgist mikið með spænska boltanum og þetta eru fínir leikmenn en gera ekkert meira en að styrkja hópinn. Vona svo innilega að það verða keyptir 2-3 “alvörumenn” því ef ekki munum við halda okkur við meðalmennskuna næstu season.
Flottur pistill Babu!
Í fyrsta lagi langar mig að segja að ég er fullkomlega ósammála Svenna og Sigga í því að það eigi að vera forgangsatriði að fá Bendtner eða Bent til okkar fyrir næstu leiktíð… Þeir eru ekki nálægt því að vera með tærnar þar sem Suarez er með hælana, viljum við berjast um 9 sætið í deildinni eða hvað?
Það er talað um að Torres hafi verið í lægð og hafi bara skorað 9 mörk í 26 leikjum seinasta tímabilið hjá Liverpool. Mér finnst fólk alveg vera að gleyma því að hann var svona slappur í markaskorun vegna þess að hann var að spila undir stjórn Roy Hodgson og var liðið í heildsinni að spila skelfilega illa. Ég held klárlega að Torres hefði verið mun betri þegar Kenny Dalglish tók við stjórnartaumunum. Svo má líka ekki gleyma því að Carrol kom í staðinn fyrir Torres en ekki Suarez. Ímyndiði ykkur hvað Torres og Suarez hefði verið gott combo frammi! Ég er algerlega ósammála því að brottför Torres hafi gert liðinu gott og það sama má segja um Suarez ef hann fer. Ég vona svo innilega að við höldum Suarez og bætum ennfrekar við liðið því að það er eina leiðin til að ná ofar en þetta 7 sæti. Suarez er einfaldlega okkar lang besti leikmaður í dag og við meigum ekki við því að missa hann því að mínu mati getum við engan veginn fengið jafngóðann mann í staðinn.
Virkilega flottur pistill Babú, topp eintak (pistillinn þ.e.a.s.). Ég vil gera ansi mikið til að halda Luis hjá okkur áfram, eins og margir hafa komið inná, þá er hann einn af bestu knattspyrnumönnum veraldar og við verðum aldrei sterkari við það að losa okkur við hann. Ef það gerist, þá verðum við svo sannarlega að hitta á stórbrotin kaup í staðinn og ég er ekkert ofur sannfærður um að það takist.
En lesendur góðir, ekki fara að detta í þann pakka að vera að pirra sig á tröllum sem koma hérna inn með einhverja steypu um Bent og Bendtner, besta ráðið við tröllum er að láta þau ekki fara í taugarnar á sér.
Síðan er ég ekki alveg að ná þessu hjá City manninum, það er ekkert smá sem eitt smáatriði getur farið í taugarnar á honum. Það er búið að sýna fram á að þetta er í rauninni rétt prósentutala, en það er í rauninni aukaatriði. Það var þarna erlendur pistlahöfundur að “meika point” og hann náði því og ég held að flestir sem hafa lesið þetta hafi einnig náð því. En að draga svona smáatriði úr svona stórum og löngum pistli og hengja sig statt og stöðugt á það, er bara dæmi um að skauta fram hjá aðalatriðunum og hengja sig í algjör smáatriði.
Mjög athyglisvert í lok greinarinnar þetta með veikasta hlekkinn. Að mínu mati voru kantarnir hjá okkur slakasti hlutinn í ár og liðið þar af leiðandi gat lítið skorað…(nema einn maður).
Sterling 17 ára gutti, Enrique bakvörður, Suso who?, Henderson og Jonjo út úr stöðu og loks hinn baneitraði Downing voru á boðstólnum hjá okkur á köntunum fram að jólum. Assaidi komst ekki í liðið og Borini var meiddur.
Um jólin kom svo Sturridge sem er ekki kantmaður og Coutinho sem er líklega besti kant/sóknartengiliður sem Liverpool hefur fengið síðan Luis Garcia.
Ég tel að þetta hafi og er enn veikasti hlekkurinn í liðinu. (vörnin kemur þar á eftir) og miðað við orðróminn um Alberto og Aspas þá er verið að tækla það strax sem er vel. Þessi gæjar þurfa ekki að vera neinir snillingar til að uppfæra liðið finnst mér.
En mikið óskaplega væri ég til í að uppfæra kantinn samt með súperstjörnu….skil ekki afhverju það er ekki gert (kannski er Aspas besti gaurinn sem er á lausu, maður veit það ekki)
Ég vona að menn þarna úti nái að sannfæra Suarez um að taka eitt tímabil með okkur og sjá hverju það skilar og hvernig hann verður tæklaður af fjölmiðlum.
Hann er á 3 eða 4 ára samning og þó svo að Liverpool myndi þvinga hann til þess að vera áfram þá held ég að hann myndi aldrei spila með hangandi haus því hann er með svo bilað keppnisskap að hann myndi gleyma öllu um leið og dómarinn flautaði leikinn á.
Ekki beint þessu tengt, en sýnist á þessu látbragði Reina að hann sé ekkert sérlega spenntur fyrir því að vera áfram hjá Liverpool:
http://hereisthecity.com/2013/06/09/nba-star-quizzes-liverpool-ace-about-barcelona-transfer/?
Mér væri samt sama þótt reina myndi fara við myndum fá peninginn til að kaupa yngri og betri markmann, ég held að það væri best að senda sterling á lán til blackpool kantmennirnir þar verða alltaf svo góðir.
En sala á suarez en mikil áhætta en ég held að ef liverpool vær 50 mil fyrir suarez þá erum við í topp málum og gætum alveg fengið nýjann góðan stræker eða bara kantmann ef hann er að fara að spila 433 þá þurfum við ekki fleiri en 3 framherja, og ef liverpool notar 50 milljónir í einhvern alvuru kantmann, markmann og miðvörð, kanski miðjumann eins og henrikh gaurinn þá ættum við að vera komnir með betri hóp en arsenal.
YNWA
http://www.433.is/frettir/england/cavani-suarez-hefur-fengid-osanngjarna-medhondlun/ þessi má alveg koma til liverpool til að spila við hlið suarez
og svo líka fá á katin Iker Muniain ég sá hann spil gegn Man Utd og hann var stórkoslegur í báðum leikunum gegn þeim í evrópudeildin.
þá náum við 4 sætinu
Áfram Liverpool
Æsifréttablaðið Mirror með viðtal við Suarez
Ef þetta viðtal hefur átt sér stað, þá vill hann klárlega fara frá klúbbnum til Real Madrid. Ég vona að stjórn Liverpool muni gera samningaviðræður við Real Madrid eins erfitt og hægt er.
nákvæmlega, sammála þér Sverrir.
Setjum bara 87milj verðmiða á drenginn og ekki pund minna. Hvað með það þó hann hafi verið að bíta aðeins frá sér, þetta er bara verðmiðinn.
Sumir munu kanski hugsa þetta er allt of hátt verð en ég bendi mönnum á það að bara fylgjast með umræðunni um hann Gareth Bale og verðmiðan á honum.
Ef Bale selst á morgun á 60m þá erum við allavegana að tala um 50-60m.
En ef Gareth Bale selst á morgun á 80m þá erum við að tala um svoleiðis tölur.