Opinn þráður – Mennirnir á bak við tjöldin

Ian Ayre fór í apríl sl. í fróðlegt viðtal við Sports Illustrated þar sem hann útskýrði nokkra hluti er varða rekstur Liverpool og annað því tengt fyrir Bandaríkjamönnum. Vefsíðan This Is Anfield tók aðeins boltann eftir þetta viðtal og hefur undanfarið verið að kafa aðeins ofan í það hverjir það eru sem skipa þessa margumtöluðu nefnd sem sér um leikmannakaup Liverpool með Brendan Rodgers. Eins skoðuðu þeir aðeins betur hverjir eru helstu njósnarar félagsins sem gæti útskýrt áherslur á ákveðin svæði (markað).

FSG fóru ekkert í felur með það strax frá upphafi að þeir vildu að leikmannakaup væru sameiginleg ákvörðun fleiri aðila heldur en bara þjálfarans og undirmanna hans. Damien Comolli fékk strax stórt hlutverk og vann með Dalglish og Ayre að leikmannakaupum. Eftir að Comolli var látin fara gegnu þeir skrefið til fulls og nú koma fleiri að öllum leikmannakaupum.

Til að byrja með skoðum við aðeins viðtal sem Ian Ayre fór er hann var staddur í New York í apríl sl. Ég man ekki hvort við fórum ítarlega yfir þetta fyrr í vetur en þá rifjum við það bara upp núna. Um samskipti FSG og Liverpool sagði hann m.a. þetta

The way we operate and manage the business is fantastic. There’s a brilliant interface with Fenway Sports Group in general, not just with John [W. Henry] and Tom [Werner] and the ownership group, but also with all the senior executives. I’m on a call with John or Tom at least once a week. They’re involved to that extent, and they come visit. Tom’s in and out a lot. We have lots of strands feeding in from Liverpool to Fenway and back. Our finance, marketing and media teams are talking constantly.

It’s not all through me. I manage the business, and there’s a lot of dialog between me and ownership. But the actual day-to-day interaction is going on all the time. We share best practices. If we’re looking at a strategy around the distribution on something or what we’re doing on our media products, how we might change the format of some of our content, we’re able to tap into the resources of the guys at NESN and understand what MLB.com did. Likewise, in Liverpool this is probably the first product FSG invested in that’s truly global. So you have a whole set of experience that the team I have at Liverpool can pass back the other way.

Þekking John W Henry á fótbolta er vel þekkt og því var hann næst spurður út í þann þátt og var svarið nokkuð áhugavert. Henry hefur heldur betur sökkt sér ofan í þetta og er óhræddur við að spyrja hvern þann sem hann telur að geti gefið sér upplýsingar. Hvort sem það sé bloggari tengdur Liverpool eða lykilstjórnendur hjá helstu keppinautum Liverpool

The thing with John is, if he’s going to do something, he wants to be the best he can be at it. He’s also not the sort of person who would try to kind of fake having the knowledge of something. So in terms of his football knowledge, he’s watching and watching, and not just Liverpool, but everything he can get access to. His wife, Linda, told me he’s literally watching hours and hours of soccer. He’s a prolific reader of content from all sorts of avenues to get himself well-informed.

But he also asks a lot of questions, asks your view on things. He sends things around to all of us. What do you think of this? He and Tom are both very open in their approach. They’ll contact David [Gill] at [Manchester] United and Ivan [Gazidis] at Arsenal. What do you think? That’s healthy. Let’s a get a rounded view of the sport and how we should be doing things. It’s better to have an owner taking a genuine interest and is well-informed, rather than someone who says, I was successful in baseball, so I can do that in soccer. They both put a lot of time into the team and into the game. That bodes well for Liverpool.

Eigendur Liverpool lærðu mikið fyrsta árið sitt með liðið og Ayre segir beint út að þeir þurftu til að byrja með að treysta á aðra á meðan þeir voru að koma sér fyrir og læra að stjórna fótboltaliði og hafi eftir þann tíma gert þær breytingar sem þeir töldu nauðsynlegar. Þetta þótti mér mjög áhugavert að lesa frá Ayre

I don’t think there was ever anyone at Liverpool using the word Moneyball, but plenty of other people were using it. I think the reality is there were two phases to what’s happened since the change of ownership. In the first phase, like any major transaction of that type, we talked about the knowledge of soccer, and that takes time. So we probably spent a year with the owners taking a leap of faith to a certain degree of other people telling them what they should be doing. Within that year we then get to a situation where the dust has settled, and people start to see what is and isn’t working.

I think the fundamental shift particularly around player acquisitions and disposals was that we took the view that it needs to be more of a science. Your biggest expenditure line can’t be the whim of any individual. What we believe, and we continue to follow, is you need many people involved in the process. That doesn’t mean somebody else is picking the team for Brendan [Rodgers, the manager]. But Brendan needs to set out with his team of people which positions we want to fill and what the key targets would be for that.

He has a team of people that go out and do an inordinate amount of analysis work to establish who are the best players in that position. It’s a combination of things. Despite what people think and read, it’s not a whole bunch of guys sitting behind a computer working out who we should buy. It’s a combination of old-school scouting and watching players — and that’s Brendan, his assistants, our scouts — with statistical analysis of players across Europe and the rest of the world. By bringing those two processes together, you get a much more educated view of who you should and shouldn’t be buying. And perhaps as fundamentally, how much you should be paying and the structure to those contracts.

I think we’ve had relatively good success since we deployed that methodology. We’re getting better all the time. Just as you think our football is getting better, our transfer activity is getting better. We were very pleased with the most recent window in January with Philippe Coutinho and Daniel Sturridge. Hopefully you continue to follow that path. But it’s not a Moneyball strategy. It’s a combination of skills and people and processes that bring us to what we’re trying to achieve.

Spurning hvort að Dalglish hafi ekki verið nógu hrifinn af þessari aðferð við leikmannakaup og frekar keypt á eigin sannfæringu? Eins settu þeir greinilega mikið traust á Comolli sem hefur ekki staðið undir því. Leikmannagluggar sl. tvö sumur voru því greinilega langt undir væntingum og það er mun meiri trú og ánægja með núverandi kerfi.

Enn frekar til að skjóta niður mikilvægi Comolli þá útskýrir Ayre vel afhverju það er engin þörf á director of football hjá Liverpool, sú staða getur bara verið til vandræða.

Yeah. I think that director of football role in a lot of cases almost creates as many problems as it solves. Because people try to judge where the power base is with that role. Who’s picking the team? Who’s deciding which players? What we actually have is probably three or four people who all are involved in that role that all contribute if you like to the output that role would have. We have a head of analysis, a head of recruitment, a first-team manager, myself. All of those people are all inputting into a process that delivers what a director of football would deliver.

Svona í framhjáhlaupi fyrst það kom fram í viðtalinu (apríl sl.) þá sagði Ayre þetta um áhuga annara liða á Luis Suarez eða öðrum af okkar bestu leikmönnum

I remember when they bought the team, John made a comment in the media: We don’t want to just build a team to win but to keep winning. To do that you have to have a number of world-class players on your team. To play at the highest level in the Premier League and European soccer, you need players like Luis and Steven Gerrard on your team. So the last thing in our mind is selling Luis Suárez. He’s not for sale. It’s not something we’re interested in.

Hvað rekstur Liverpool varðar benti Ayre á að Liverpool er eina liðið á topp tíu lista Deloitte sem var ekki í meistaradeildinni. Næst var hann spurður út í Financial Fair Play og kom á móti með ansi áhugaverða pælingu um þá aðila sem áttu næst lægsta boðið í æfingasvæði Man City, til að útskýra hversu hressilega City væri að reyna að koma sér á bak við FFP

I think it’s a real test for them and for [UEFA president Michel] Platini and others. Because they’ve really nailed their colors to the mast on this. They’ve been out front talking about the importance of it, about the need for it. If they don’t deliver on it, then shame on them, because a lot of people have put a lot of time into it. Most clubs have been trying to manage toward it, particularly over the last two years when the measuring has started. This is a real test for UEFA.

We’ve all seen some of the deals that have gone on. I know when Manchester City announced their Etihad Stadium sponsorship, and John Henry made a comment: I’d love to see the guys who came in second. Could you tell me what the losing bid was? That’s going to be the challenge. It’s such an important part of the game. We’ve been working very hard within the Premier League to adopt our own form of Financial Fair Play so we don’t have five or six teams qualifying for Europe that are subject to the rules and then another 15 or so that aren’t.

En svo ég komi mér nú að upphaflega efni dagsins þá eru hér tvær góðar greinar um “mennina bak við tjöldin” hjá Liverpool.


Hér má finna kynningu þeirra á þeim mönnum sem skipa þá nefnd sem kemur að kaupum á leikmönnum (transfer committee). Eitthvað sem Ayre kom inn á viðtali sínu við Sports Illustrated í apríl.

Brendan Rodgers er auðvitað efstur á blaði hér og sá sem hefur mest vægi.
TiA segir þetta um hans hlutverk

So, Rodgers briefs his team on the positions to fill, the scouting team then provide recommendations and the committee collectively value the player accordingly, in terms of value and also wages.

 

Dave Fallows (Head of Recruitment) er einn af þeim sem við fengum frá Man City en máttum ekki nota (ráða) fyrr en uppsagnarfrestur þeirra hjá City rann út. Það náðist m.a. ekki fyrir síðasta sumar en það var búið að ráða hann á undan Rodgers. Með honum kom einnig Barry Hunter sem er yfirnjósnari félagsins ásamt fleiri njósurum og það er ekki útilokað að þeim mun fjölga enn frekar frá City.

Rodgers hafði þetta að segja um þá félaga (Fallows og Hunter)

“They were appointments I was fully aware of. I’ve known Barry for a long time and Dave also. Dave was already in the offing to come here. From Dave’s position, he would only accept the job if someone like myself was coming in.”

Liverpool Echo lýsti sagði frá ráðningu þeirra í sumar og að Hunter sem er N-Íri þekki Rodgers vel frá því er þeir unnu saman hjá Reading. TiA lýsti hlutverki Fallows annars svona

Fallows was a key part of City’s staff where his role as “Football Scouting and Recruitment Coordinator” involved assigning scouts, filtering reports, preparing recommendations and presentations on the club’s targets, and compiling a database of scouted players. Seemingly his role at Liverpool is of a similar nature.

Michael Edwards er yfirmaður “greininadeildar” (Head of Performance and Analysis) ef svo má segja og er líklega hvað minnst þekktur af þessari nefnd. Damien Comolli réði hann til starfa eftir að hafa unnið saman hjá Tottenham áður.

TiA lýsti hlutverki hans og menntun svona

His role with Liverpool changed from “Head of Analytics” to “Head of Performance and Analysis” when Fallows and Hunter, and thus the committee structure, was put in place last year.

Edwards graduated from The University of Sheffield in 2002 in Business Management and Informatics.

Ian Ayre er síðan auðvitað fjórði aðilinn í þessari nefnd en hann er framkvæmdastjóri félagsins. Hann er fæddur í Liverpool og var fenginn til liðsins af Gillett og Hicks árið 2007 sem yfirmaður í auglýsingadeildinni, þ.e. til að stækka vörumerkið og safna fleiri og stærri styrktaraðilum. Það var alltaf mikil ánægja með hans störf og hann var gerður að framkvæmdastjóra hjá FSG er þeir tóku við. Hjá stuðningsmönnum er hinsvegar mikil tortryggni í hans garð.


Hér má svo finna aðra færslu þar sem TiA skoðar aðal njósnara Liverpool.

Barry Hunter er eins og áður segir yfirnjósnari félagsins og hóf störf eftir síðasta sumar. Hann byrjar vel enda fór janúar glugginn mjög vel hjá okkar mönnum.  Hann hefur áður unnið hjá Blackburn (2006), Norwich (2008) og þaðan fór hann til Man City og sá um að skanna Ítalíu, Sviss og Rússland.

Julian Ward er annar og líklega sá sem mest hefur haft að gera undanfarið eða nýtur mest trausts. Hann er nefnilega njósnarinn sem sér um Spán og Portúgal, tvær deildir sem við virðumst ætla að hreinsa upp í sumar. Ward er enn einn sem kom frá Man City um haustið 2012.

Tia hafði þetta að segja um Ward

He has been scouting LFC target Luis Alberto and seems to be an important figure given Liverpool’s current interest in Iago Apas, Sergi Canos, Alberto and others.

Ward is actually a sports scientist who in the past worked for the Portuguese football federation monitoring their talent pool. His role at City involved helping to set up their talent identification and monitoring system.

He is another with links to Liverpool – having graduated from John Moores university in 2002 – and Northern Ireland where he attended the University of Ulster from 2005 to 2008. He has previously held positions at Prozone and The Football Association.

Steven Aprtoot er njósnari fyrir Holland og Belgíu og þarf líklega að taka á sig kaupin á Assaidi. Hann kom til Liverpool 2011 er Comolli sá um að ráða menn til starfa og hefði sannarlega mátt standa sig betur í að skanna Belgíu sl. 2 ár.

TiA lýsir honum annars svona:

He believes in the collective committee aspect of scouting and values things such as ‘VoetbalIQ’ and knows Dutch youth football inside out.

Fernando Troiani er sérfræðingur Liverpool í S-Ameríku og er búsettur í Buenos Aires. Hann hefur áður unnið fyrir Monaco, Hannover, Leverkusen og Grasshopper í Sviss. Hann er enn einn sem kom frá Man City sl. haust.

Mads Jorgensen sem mjög margir þekkja sem einn af bestu bitunum í  Championship Manager ca. 99/00 er yfirnjósnari okkar í Skandinavíu og hefur verið það frá 2011. Hann er yngri bróðir Martin Jorgensen. Þeir hafa báðir spilað á Ítalíu og ætti hann að vita eitthvað um þann markað líka.

Mel Johnson er annar sem kom með Comolli og hafði áður unnið með honum hjá Tottenham. Við vorum man ég nokkuð spenntir fyrir þessum Tottenham ráðningum á sínum tíma. Þessi er sagður hafa mælt með og skoðað Gareth Bale og Adel Taarabt fyrir Spurs og er núna yfirnjósnari Liverpool á Suður Englandi.

This is Anfield fór yfir fleiri njósnara, s.s. þá sem sjá um svæðið í kring um Liverpool og þá sem sjá um að finna unga og efnilega leikmenn. Auðvitað eru mun fleiri njósnarar á mála hjá félaginu en þetta er megnið af þeim helstu.

11 Comments

  1. Við þetta má bæta að rétt í þessu voru Liverpool að staðfesta kaup á Iago Aspas á opinberu síðunni.

    Mér lýst ágætlega á þetta. Ekkert risanafn, en klárlega stærsti fiskurinn í lauginni sem hann var í. Núna kemst hann í kringum betri leikmenn og gæti hæglega blómstrað .

    Ég sá hann spila leikinn gegn Real Madrid nú í vor og var hann allt í öllu í þeirra liði sem að velgtu Real verulega undir uggum … í leik sem Real Madrid reyndar nenntu engan veginn að spila.

  2. Skemmtilega lesning Babu.

    En getur einhver varpað ljósi á þessi markmannsmál hjá okkur? Er verið að bjóða í Mignolet á 7m punda. Áreiðanlegasti miðilinn er nefninlega að tefla því fram (vísir.is) en ef svo er þá hlýtur Reina að vera að fara. Annað væri vitleysa

  3. Flottur pistill og góð samantekt á þessum málum.

    Kallið mig galinn en ég myndi frekar kjósa að láta þann sem er manager liðsins, Rogers í tilviki LFC, sjá um að kaupa þá leikmenn sem hann vill. Annaðhvort setur hann saman lið sem nær árangri og ílengist í starfi eða floppar og verður rekinn. Skil ekki hvað þarf að flækja hlutina svona. Hann er auðvitað með scouts og aðstoðarmann en er samt yfirþjálfari og velur liðið fyrir leiki. BR sagði að hann hefði fylgst með Coutinho frá því hann var 15-16 ára og hefur auðvitað vitað af Sturridge. Hann klárlega vildi þessa leikmenn. Að láta einhverja nefnd svo ákveða hvort kaup á leikmanni fari í gegn hlýtur að vera þreytt til lengdar.

    En það er verið að fara eftir ákveðnu modeli og maður vonar bara að það virki áður en langt um líður.

  4. Djofull er það Glerhart að vera yfirnjosnari og heita Hunter!!!!!!

  5. Hvað ætli Real Madrid geri ?
    Þeir virðast ætla að reyna að fá Bale, Cavani, Suarez og Isco.
    Ég hef allavega ekki trú á því að Real kaupi þá alla.

  6. Bond, manstu ekki þegar RM fékk Ronaldo Kaka og fleiri á sínum tíma ? 🙂

Iago Aspas til Liverpool?

Iago Aspas til Liverpool (staðfest)