Hér er þáttur númer þrjátíu og níu af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru SSteinn, Maggi, Babú og Sveinn Waage.
Í þessum þætti ræddum við leikmannakaup sumarsins, bæði staðfest og slúðruð.
ég sé ekki þennan þátt í iTunes, er einhver bið þar til þátturinn kemur fram þar ?
Hlakka til að hlusta á eftir
Hefur engum dottið í hug hvað þeir eru að gera með alla þessa sóknarmenn?
Mkhitaryan (sem er bara mjög létt að stafa) mögulega að koma á miðjuna,
þá Gerrard Mkhitaryan og Lucas?
Þá skilur það okkur eftir með 3 manna sókn þar sem við höfum að velja um
5 menn, Aspas, Suarez, Sturridge, Coutinho, og Alberto.
Ég er farinn að hugsa hvort að Lucas hafi eitthverja framtíð hjá LFC, spurning að LFC kaupi eitthvern killer bakvörð sem er bara nógu góður til þess að þurfa engann varnasinnaðann miðjumann, og ef það er nauðsynlegt þá er Gerrard vel hæfur að taka við hanns starfi sérstaklega á sínum aldri þá er hann varla að sækja fram mikið lengur.
þá skapar það eitt spot í miðjuna og þá hefur hann séns að setja coutinho þangað og þá er hann með Aspas – Suarez – Sturridge frammi og svo Alberto að hita bekkinn?
Ég er ekki að segja að Lucas fari í sumar, en ég held að hann fái ekki mikinn spilatíma og undanfarin 2-3 tímabil, þrátt fyrir þessi langtímameiðsli sem hann átti
Takk fyrir fínasta podkast – en bara til að reyna að stoppa þessa brokkolísbrandara strax, þá veit ég ekki til þess að aspas þýði neinsstaðar í heiminum það sama og á Íslandi. Þess vegna er þetta ekkert fyndnara en t.d. að tala um þessa köku(Kaká) sem er að spila með Real Madrid. Held það þætti engum yfir 10 ára aldri fyndið. Mér heyrðust síðuhaldarar reyndar sjálfir vera komnir með leið á þessu gríni. Vonandi að aðrir séu það líka. Á nokkrum öðrum tungumálum þýðir þetta hins vegar “hnífsblað”, sem er bara nokkuð töff! 🙂
og svo gleymi ég auðvitað Borini, sem vill ekki fara og er að gera vel hjá ítalíu, hann kemur vonandi sterkur inn, þá er komið ennþá meiri samkeppni í sóknina
Takk fyrir góðan þátt! 😀
Takk fyrir mjog godan þatt. Skv. Echo og Sunderland Echo mun Mignolet fara i læknisskodun og skrifa undir 5 ára smaning vid LFC i dag.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/simon-mignolet-set-sign-liverpool-4707522
http://m.sunderlandecho.com/sport/sunderland-afc/sunderland-s-mignolet-back-to-seal-liverpool-switch-1-5796093
Langaði að benda á einn punkt í sambandi við Mignolet sem ég heyrði ekki í podcastinu.
Við fengum allt of mörg mörk á okkur í fyrra úr föstum leikatriðum, Mignolet er MIKLU betri í loftinu og miklu sterkari í teignum heldur en Reina.
Sammála þér Björn Torfi að Mignolet er mjög góður í teignum og sennilega sterkari en Reina þar, þegar ég var einmitt að reyna að sannfæra mig um að það væri einhver mikil hugsun á bakvið kaupin á honum þá datt þetta inn.
En á móti er hann verri að sparka, og töluvert yngri en Reina og reynslulítill hjá stórliði. Því það er töluvert annað að spila fyrir Liverpool en Sunderland, þú þarft miklu meiri einbeitingu að vera markmaður hjá stórliði sem fær á sig fá skot og litla pressu en í “skotæfingaliði” undir stanslausri pressu.
Vona enn að Reina verði áfram í vetur og verið sé að tryggja félagið gagnvart mögulegu brotthvarfi Spánverjans næsta sumar…
Takk kærlega fyrir góðan þátt
Glæsilegt pod-cast, gaman að fá nýjan mann inn með annað sjónarhorn á hlutina.
Markmannsmál: Mignolet er klárlega að koma, hef enga trú að því að Reina verði áfram þar sem að ca. 9 milljónir punda ættu að fara í að styrkja stöðu sem þarf að styrkja. Þannig að Reina fer líklegast fyrir svipaða upphæð og launakostnaður lækkar hressilega (sammála ykkur þar).
Varnarmál: Bílasalinn er klár og Carra hættur. Það þýðir svipað jafnvægi og var síðasta tímabil. Ef við gefum okkur það að einhver fari t.d. eins og Skrtel eða Coates þá þarf menn í staðinn.
Draumadæmið væri nátturulega að losa sig við annað hvort Skrtel eða Coates, sem vöru gjörsamlega hauslausir síðasta tímabil og fá inn örfættan miðvörð sem gæti leyst stöðu vinstri bakvarðar sem samkeppni við Enrique. Spurningin er svo hvort að Skrtel og Coates fari báðir og við fáum tvo inn.
Wisdom og Kelly hljóta svo að vera farnir að banka á dyrnar í þessa stöðu, þó vissulega Kelly hafi verið meiddur nánast allt síðasta tímabil.
Miðjumoð: Gerrard er ári eldri þó að hann hafi spilað fleiri leiki en allir áttu von á síðasta tímabil. Allen stóðst ekki væntingar en ég hef trú að því að hann komi sterkari til leiks þetta tímabilið ásamt Henderson sem mér fynnst hafa vaxið gríðarlega.
Lucas átti ágætt nýliðið tímabil en ég sé ekki að við getum spilað annað tímabil án þess að fá mann í samkeppni um þessa stöðu, og þá er ég ekki að tala um Jay Spearing. Wanyama hjá Celtic er orðaður við okkur og það gæti reynst góður kostur en ef Rodgers ætlar sér að láta Henderson fara á þann kostnað verð ég persónulega brjálaður.
Sé því miður ekki að Shelvey sé að fara að spila sig inn í liðið á næsta tímabili og því ætti að lána hann til annars liðs í EPL.
Mkhitaryan virðist svo ætla að verða sagan endalausa og maður bíður bara eftir því að Chelsea eða City (kanski Tottenham) komi og nái í þennan gæja á meðan Ian Ayre er að þumla sig í afturendann. Vonum samt að það verði klárað enda klárlega maður þar á ferð sem á erindi í LFC.
Sókn: Stóra málið er klárlega þetta endalausa rugl í kringum Suarez. Menn fóru nokkuð ítarlega yfir þetta í podcastinu og kanski ekki ástæða að bæta neinu við það. Frábær fótboltamaður en spurning hversu lengi klúbburinn ætlar að láta draga sig á asnaeyrunum, búnir að verja hann með kjafti og klóm og svo þetta. Ef hann er svona “desperate” að fara þá á hann að fá að fara að því gefnu að klúbburinn fái nægan pening til að fjárfesta í öðrum striker og þá erum við ekki að tala um annan ofmetinn enskan ala Andy Carroll.
Ekki nennir maður öðru Owen/McManaman dæmi þar sem að klúbburinn heldur í óánægðan leikmann og fær svo ekkert fyrir hann ári eða tvem síðar. Nei takk!
Allt lítur út fyrir að Sturridge byrji season-ið meiddur þannig að við gætum verið að sjá glænýja framlínu í fyrsta leik.
Aspas og Alberto staðfestir ásamt því að Borini á eftir að fá fjölmörg tækifæri hjá Rodgers og svo bíða Sterling, Suso og Ibe á kantinum (að því gefnu að þeir verði ekki lánaðir). Sé ekki framtíð fyrir Assaidi hjá klúbbnum og ef annar vængmaður/kant-striker verður keyptur (Atsu frá Porto?) hlýtur klúbburinn að “cash-a” inn á Downing og láta hann fara, þó hann hafi átt ágæta spretti síðasta tímabil.
Þetta er það sem maður er að sjá með hópinn fyrir næsta vetur og vonandi kemst Suarez-málið á hreint fljótlega eftir álfukeppnina þannig að maður þurfi ekki að bíða með þrjá nýja F5 takka á standby í lok ágúst.
Liverpool fær 2,8m punda ef Cardiff gengur frá kaupum á Tom Ince.
Gott podcast..
Ég verð sáttur ef Reina fer og Suarez verður áfram…bið ekki um meira.
Með skemmtilegri Pod-köstum hingað til. Takk fyrir það stráka. Kommentin um Pakistan og gáfur leikmanna þar að þeir taki ekki eftir nýjum Skota í herberginu standa pínu upp úr 🙂
Annars svona fótboltatengt. Er á því eins og sumir að Pepe sé á leið heim hvort sem það er núna í sumar eða eftir þetta tímabil. Því hafi það verið ákveðinn leikur á borði okkar manna að tryggja sér Mignolet strax. Spuring hvort þeir skipti ekki bara keppnum á milli sín þannig að báðir fái að njóta?
Tek líka undir ánægju með að leikmannamál fara á fullt strax og að skrifstofan okkar sé ekki í fríi á einhverri sólarströndinni og verði síðan tekin í sólbrennt r***g**** því menn fóru of seint af stað.
Er annars haldinn þessari Liverpool þráhyggju að vera bjartsýnn fyrir komandi tímabil. Og bara nokkuð sáttur við það….
Það getur verið að Mignolet sé sterkari í loftinu en það er enginn fljótari eða betri að koma boltanum í leik hratt heldur en Reyna.
Claudio Reyna?
http://www.liverpoolfc.com/welcome-to-liverpool-fc …….hann Suarez okkar er nú alveg að auglýsa búningana 😉
My bad. hefði átt að bíða með þetta comment 😀
búið að staðfesta Mignolet
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/mignolet-completes-liverpool-switch
Ótrúlegt!…er búinn að bíða eftir markmannsskiptum í nokkur ár. EF þessi Mignolet er góður þá held ég að liðið sé að fara á run.
eg er ekki buin að hlusta a allt podcastið, mer finnst svo gaman að hlusta a þetta að eg tek þetta a nokkrum kvoldum fyrir svefninn…
smá skot herna
Tony Barrett Liverpool are optimistic a deal can be struck with Shakthar Donetsk to sign Henrikh Mkhitaryan.
Það sést á fyrsta viðtalinu hversu jarðbundinn persóna Mignolet er. Hann virðist allavega ekki vera þessi sami orkubolti og Reina er. Þó ég sé það ekki gerast að Reina sé að fara vera fyrst Mignolet er kominn þá væri það ofur deadly að vera með þessa tvo í liðinu. En þetta eru held ég mjög jákvæð kaup. Nú bíð ég spenntur eftir þremur fréttum.
A: Að það sé kominn mjög öflugur miðvörður sem ætlar að vera okkar fyrsti maður þar, og þar með talið undan Agger.
B: Að Henrikh Mkhitaryan verði keyptur
C: Að Suarez sé ekki á förum.
Muni þetta gerast mun ég missa vatnið. Þetta væri rosalegt lið sem við værum komnir með. Værum með Suarez, Sturridge, Coutinho, Aspas, Luis Alberto og Henrikh Mkhitaryan, Gerrard, Lucas, Henderson, Allen, “nýr varnarmaður”, Agger, Johnson, Enrique, Skrtel, Wisdom/Kelly, Pepe og Mignolet.
Þetta væru fyrstu 18. Svo fyrir utan þessa leikmenn höfum við Downing, Sterling, Shelvey, Suso, Kelly/Wisdom og fleiri unga kjúklinga sem gætu farið að gera tilkall að aðal liðinu.
Let it be!
http://www.fotbolti.net/news/25-06-2013/simon-mignolet-til-liverpool-stadfest
jesssssssssssssssss !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! djöfull er ég sáttur
Stór gott podcast.
En við erum að tala um solid meðalmennsku á komandi tímabili, 7 sætið.
Góðar stundir.
Kv.
Krabbi
Hvað er að ské með frábæru pennanna á Kop.is nýr leikmaður komin til liðsins og það dýrasti markmaður í sögu Liverpool. Ekki enn komin Grein um það 🙂 Einhver ætti að segja þeim að taka ekki allir sumarfrí á sama tíma!!!!
Ef við höldum Suarez, kaupum Mkhitaryan og fá einn frábæran miðvörð þá ættum við að geta barist um fjórða sætið.
siggi nr 26 segir Ef við höldum Suarez, kaupum Mkhitaryan og fá einn frábæran miðvörð þá ættum við að geta barist um fjórða sætið ..
Jamm væri algjör draumur sammála því..
En i neikvæðninni ef við missum Suarez, kaupum ekki Mkhiteryan og fáum kannski bara einn þokkalegan varnarmann þá berjumst við ferskir áfram um 7 sætið, það er stutt á milli í þessu og maður er að deyna ur stressi hvað okkar menn ætla ser nuna…
Mjög spennandi dagar framundan það er a hreinu,,,,
Nr. 25
Rolex, podcast fékk að lifa aðeins enda ræddum við hann töluvert í gær.
Hefði kannski átt að bíða lengur Babu Komst með frábæra grein Allveg þess virði að bíða eftir henni 🙂 Stundum er maður svo óþolinmóður með þetta blessaða lið okkar 🙂 og vil helst fá Staðfestingunna á kop.is helst í gær.
Takk fyrir þetta drengir, þessi podcöst eru alger snilld.
Takk fyrir frábært podcast. Ég brá mér í hlutverk sherlock holmes og komst að þeirri niðurstöðu að það hvílir ákveðin bölvun á 2. sætinu í deildinni fyrir Liverpool. Síðastliðin 3 skipti sem liðið hefur endað í 2. sæti þá fellur liðið um 3-5 sæti niður í töflunni árið eftir og er að meðaltali í 5-7 sæti í 3-4 ár eftir það. Þetta er náttúrulega ekki ásættanlegt.