Liverpool skellti Preston mönnum 0-4 í leik um Shankly-skjöldinn á Deepdalevellinum í Lancashire í dag.
Coutinho setti fyrsta markið úr víti, Jordan Ibe köttaði inn frá vinstri vængnum og skoraði með mikilli neglu og staðan var 0-2 í hálfleik.
Skipt var um lið að mestu í hálfleik utan markmannsins Mignolet sem spilaði fram á 77.mínútu og sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Raheem Sterling komst einn í gegn eftir flottan undirbúning Aspas og sá setti síðasta markið með hörkuneglu utan teigs þegar um 20 mínútur voru eftir.
Erfitt er að dæma Mignolet eða Toure í svona leik því yfirburðir okkar voru miklir. Luis Alberto kom inn fyrir Assaidi og átti ágætar snertingar en var þó ekki áberandi, en Iago Aspas virkar bara hörkufínn leikmaður og skilaði miklu meiru inn í leikinn en Borini hafði gert í fyrri. Ég varð fyrir mestum vonbrigðum með Fabio af leikmönnum dagsins.
Svo voru þarna nokkrir leikmenn sem ég held að við séum lítið að fara að sjá í vetur. Flanagan var í öfugum bakverði og leit ekki vel út. Pacheco og Spearing voru mér að óvörum að fá þarna mínútur og voru ekki að heilla mig, frekar en Assaidi eða Robinson þær 30 mínútur sem hann spilaði.
Utan Aspas var ég lang glaðastur að sjá Jordan Ibe og Raheem Sterling á vinstri kantinum. Þeir voru bara eiturferskir og flettir og fá samanlagt titilinn mann leiksins hjá mér.
Það má alls ekki gleyma Sterling á næsta tímabili. Virkar sterkari en í fyrra og gæti spila stórt hlutverk í vetur. Veit ekki hvar Alberto ætti að fá pláss í þessu liði en frábært fyrir Aspasinn að skora…þetta er vonandi það sem koma skal.
Hver var captain?
Agger var captain
Og Lucas í seinni hálfleik.
Það var sannkallaður meistarabragur yfir okkar mönnum hér i dag.
Eftir þennan leik get ég ekki verið annað en bjartsýnn á komandi tímabil.
sást vel í leiknum í dag að Henderson passar ekki inn í þennan leikstíl alltof hægur og of lengi á boltanum.Vonandi fáum við Bernard í staðinn.
Jæja, brandarakeppnin er byrjuð….
http://www.visir.is/aspasmarkasupa-/article/2013130719690
5 hahahaha á móti PNE meistarabragur………*
@ abs
Einn svekktur að hafa tapað fyrir liði í Tælandi? 🙂
Fínasta skemmtun og gaman að horfa á Liverpool leik eftir langa pásu þó þetta hafi bara verið Preston.
Ég held að við ættum samt ekki að taka af mikið frá þessum leik. Menn eru enn að koma sér í form og flestir (ef ekki allir) fengu einhverjar mínútur. Var gaman að sjá Coutinho halda áfram að bera af inná vellinum en jafnframt komu menn á óvart eins Sterling, Aspas og Ibe. Ég sé fyrir mér Jordan Ibe fá þónokkra sénsa næsta tímabil.
Ég held samt áður að þarna hafi verið 3 menn að spila sem við munum ekki sjá í vetur og það eru Spearing, Pachecho og Assaidi. Ef Pacheco fær ekki sénsinn í ár þá eigum við að selja hann. Það er engum til góðs að hanga svona á honum. Þessa saga um Assaidi er algjör sorgar saga en BR hefur greinilega ekki neina trú á honum þar sem hann fékk mjög fáar mínútur til að sanna sig síðasta tímabil. Spearing held ég að sé svo hreinlega ekki nægilega góður þrátt fyrir að hafa verið leikmaður tímabilsins hjá Bolton í fyrra.
En hlakka til næsta leiks.
Vildi bara benda á að drengurinn heitir Jordon Ibe, ekki Jordan.
Gaman að sjá nýju mennina í dag, Aspas var góður hinir 3 komu vel frá leiknum.
Erum klárlega að fara að vinna þessa deild!!
.
.
.
.
.
.
Nei smá sprell..en hvernig var liðið? s.s. í fyrri og seinni hálfleik. Misti af leiknum
Það var sannkallaður meistarabragur á okkar mönnum í dag.segir sveppi.
Liverpool að spila við Preston á Deepdale.
Þvílíkur meistarabragur. Ekkert meira um það segja. Þið eigið eftir að spila 38 leiki í haust og vetur og vor. Þetta livrapul lið á engan séns í að vera með þeim bestu. Ég fer einstaka sinnum in á kop.is til að lesa um umsagnir viðkomandi um ákveðin leik. Þetta er ávallt sama sagan, sá sem skrifar talar alltaf um VIÐ. Við erum að selja, við erum að kaupa, við vonandi kaupum þennan eða hinn.. Þessi VIÐ hlýtur að vera í stjórn pool.
Koma svo Tottenham!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
James Bond 081227 nr. 13 segir: “Þetta livrapul lið á engan séns í að vera með þeim bestu”…. segir gaurinn sem heldur með Tottenham
Mörkin…
http://www.thisisanfield.com/2013/07/video-watch-countinho-and-ibe-sink-preston-in-lfcs-opening-summer-friendly/
Það er versta að það eru engir við í Spurs.
Það er bara ég.
Heimasíða liðsins á Íslandi er álíka lifandi og
Gufuneskirkjugarður.
En vertu velkominn á Vefsvæði “Okkar” Liverpool manna.
Þú verður vonandi lifandi með okkur í vetur.
Jedúddamía,ég vona að þessi drengur fari að skila inn beiðni um sölu.Hann er alveg sannfærður um að hann eigi rosa erfitt í lífinu og allir vondir við hann.
http://www.teamtalk.com/news/2483/8823746/Suarez-seeks-another-step-up
nr. 13. VIÐ erum klárlega Liverpool!!!
“Above all, I would like to be remembered as a man who was selfless, who strove and worried so that others could share the glory, and who built up a family of people who could hold their heads up high and say ‘We are Liverpool’. Bill Shankly
Takk fyrir að sýna OKKUR svona mikinn áhuga:)
Alltaf gaman að vinna og það sannfærandi. Loksins er boltin farinn að rúlla á ný.
YNWA
Haha Geiri þetta er besta comeback sem að ég hef lesið á þessari síðu, bara svart á hvítu hvers vegna við getum alltaf sagt “við Liverpool”. Éttu þetta tottari.
nr. 8. Tapaði Man Utd ekki fyrir Thai hookers all star?
Annars er ég ósammála Magga, Flanagan var sprækur og skapaði dauðafæri sem Borini klúðraði.
http://www.433.is/frettir/england/suarez-thjaist-a-ad-horfa-a-deildina-veit-ad-liverpool-getur-ekki-unnid-h22/ losa okkur vid þennan helvitis fávita og það strax
James Bond 081227 er ekki betra að þú skólir þig aðeins upp áður en þú skrifar hérna inn..hahahhaha…ég þurfti að lesa þetta 3 svar eða eitthvað…æji það segir nú margt um þig að þurfa vera reyna blása út hérna..Ég held að þú sért bara að þrá að vera Liverpool maður í hjartanu og finna fyrir kraftinum í okkur…komdu bara það er alltaf pláss fyrir nyja óánægða stuðningsmenn annara sorglegra fótbolta liða…;)
Liverpool að kaupa þrjá
Brendan Rodgers stjóri Liverpool ætlar að kaupa þrjá menn til viðbótar, þá Christian Eriksen og Toby Alderweirald frá Ajax og Ryan Bertrand vinstri bakvörð Chelsea. (Sunday Mirror)
http://fotbolti.net/news/14-07-2013/liverpool-ad-kaupa-thrja-jovetic-til-city2
þið ættuð nú ekki að vera að taka mark á einhverjum gaur sem skrifar ekki undir nafni og er bara að rífa sig.
Efa það líka að hann haldi með Tottenham….ég meina afhverju ætti hann að vera að taka það fram að hann haldi með Tottenham, Eftir að hann er búinn að vera hrauna yfir ykkur.
en nr 16 Spurs spjallið er bara ágætt miðað við fjöldan á stuðningsmönnum Spurs á Íslandi
Fáranlegt að koma hérna inn bara til að Trolla. Barnalegra getur þetta ekki orðið ég bið menn um að koma með málefnalegar umræður og hætta svona bulli!
Var að skoða kaup Ensku liðana á þessu sumri ,liðin eru búin að kaupa 63 leikmenn þar af telst mér svo til að útlendingar eru hvorki fleiri né færri en 53stk.Hvað er í gangi eru enskir leikmenn svona lélegir eða of hátt verðlagðir .Er ástæðan fyrir lélegu gengi Ensku landsliðana þessi…..
Fáum eriksen og alderweirald og bertrand þá förum við i meistardeildina
já ég er svo sannalega sammála þer núna.
http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-transfers-pedro-chirivella-agrees-2053517?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter
Var að enda við að taka viðtal við fyrrverandi leikmann Liverpool og PNE … Neil Mellor… Endilega tékkið á því á http://www.kopice86.wordpress.com fer meðal annars yfir Arsenal markið og miðaverð á Englandi ….. KOP-ICE @ragnarsson10
Fáum Eriksen það væri fínt
Hvað varð eiginlega um þennan Neil Mellor? Hvernig endaði ferillinn hjá honum, það væri gaman ef einhver hér á þessari ágætu síðu ykkar gæti sagt mér það. Ég er Tottenham maður og kíki reglulega inná þessa síðu og finnst hún ágæt. Samt alltaf jafn skrýtið hvað það kemur ykkur mikið á óvart þegar úrslitin eru ekki eftir ykkar höfði, liðið hefur bara verið drulluslakt í langan tíma. Kveðja Hjalti.
Flanagan er næsti G.Neville – ég er að segja ykkur það.
En að öðru – er einhver sjéns að downloada leiknum einhversstaðar?
endilega já ef eitthver á link af síðu sem er hægt að ná í leikinn endilega setja það hingað !! missti af honum
Getið séð hann hér ..
http://livefootballvideo.com/fullmatch/world/club-friendlies/preston-north-end-vs-liverpool#.UeNwxo3Otvo
Erum við að tala um það að það sé bara ekkert að gerast ?
Enn slúðrað um Eriksen, Alderweireld, Yilmaz og Bernard, vonandi fara einhverjar marktækar fréttir að berast…
Svo væri fint ef Arsenal mundi hætta þessum brandara sem þeir eru í með að bjóða einhverjar hlægilegar upphæðir í Suarez.
Jæja Gerrard að fara endurnýja samning til 2 ára það er gott.
36 Talandi um brandara vorum þið búinn sjá þetta hjá guardian:
http://www.guardian.co.uk/football/2013/jul/15/football-transfer-rumours-luis-suarez-arsenal
Ivan Gazidis’s office. Ivan is inside booking a flight to Dubai using his Emirates staff discount card. There is a knock at the door:
Ivan: “Come in”
Arsène: “Errr… hello Ivan”
Ivan: “Ah, Arsène, thanks for popping ’round. Please, take a seat”
(Arsène sits down)
Ivan: “Enjoying the sun?”
Arsène: “So, so”
Ivan: “Indeed. Anyway … I have some bad news. Real Madrid called on Saturday night and it’s a no-go on Higuaín sadly. They ain’t selling”
Arsène: “Oh dear”
Ivan: “Oh dear indeed”
(The two men start laughing)
Ivan: “Phew hey! Imagine us paying that much for a player. I mean, the wages alone”
Arsène: “It would have been crazy Ivan. With that much money I can buy 23 French teenagers and a couple of African ones too”
Ivan: “More Arsène, more. I’ve been told about a dozen nine-year-olds from Mozambique who are absolutely terrific and would cost no more than a few pennies each”
(Arsène pulls his wallet out of his pocket and flicks through the contents): “Hmmm … yes I can afford that”
Ivan: “WE can afford that Arsène, WE”
(Arsène smiles): “Yes Ivan, WE”
Ivan: “Anyway, we’ve dodged a bullet there, but the fans are still grumbling. They want a big signing … or at least for us to try and make a big signing”
(Arsène sighs)
Ivan: “I know how you feel about this Arsène but you have to understand it from their point of view. I mean … it’s been eight years since Arsenal won a -”
Arsène: “We qualify for the Champions League every season Ivan!”
Ivan: “I know Arsène, I know. And the board are very grateful. But we have to listen to the fans. Or at least pretend to listen to them”
Arsène: “Yes, yes”
Ivan: “Don’t panic – I have a plan. I’m going to call Liverpool up again and tell them we want to improve our bid for Luis Suárez”
Arsène: “Ivan, no. I’ve told you already, I don’t want that madman anywhere near here. He’ll try and eat the players”
Ivan: “Relax Arsène, I know what I’m doing. I’m going to increase our bid to £35m – there’s no way Liverpool will accept that. But the fans will be happy because they’ll think we’re serious about spending lots of money, signing big players, and meanwhile we can concentrate on the kids. You know, the ones from Mozambique I was telling you about.”
Arsène: “OK Ivan, if you think that will work, let’s do it. But we mustn’t go up to £40m. We cannot risk Liverpool saying yes”
Ivan: “Don’t worry Arsène, we won’t. £35m and then we stop”
Arsène: “OK”
Ivan: “Excellent. Don’t mean to be rude Arsène, but I’m kind of in the middle of something here”
Arsène: “Oh, sorry. I’ll go”
Ivan: “Great. Shut the door on the way out will you”
(Arsène stands up and leaves the room)
FIN
Zigurður 38, þetta er snilld en eg held þetta se ekki brandari, eg er buin að segja þetta i 2-3 vikur, Arsenal er að þykjast ætla að fá einhverja alvöru kalla til að róa stuðningsmenn sína, Higuain, Rooney og Suarez, ég held þeir seu aldrei að fara fá neina af þessum köllum og myndu aldrei greiða 25 milljónir plús fyrir leikmann…
Gerrard buin að gera nyjan samning sem heldur honum Anfield til 35 ára, ekkert nema gott um það að segja, þvílíkt LEGEND
Gaman að sjá hvað þetta virkaði frekar áreynslulaus sigur, reyndar svolítið heppnir með mörkin að mínu mati. Markmenn í úrvalsdeildar klassa hefðu flestir varið skot Aspas og ekki staðið eins og keilur gegn Sterling, flott víti hjá Coutinho og Ibe klárlega með besta markið þó svo betri markmenn úrvarlsdeildarinnar hefðu eflaust étið það.
Coutinho vonandi heldur áfram að heilla okkur um ókomna tíð. Kemur mér samt á óvart að sjá menn gagnrýna Pacheco eftir leikinn fannst hann langt frá því að vera slakur, hvað þá slakasti maður okkar. Myndi alveg örugglega njóta góðs af láni í League 1 eða jafnvel Championship, það væri þá hans síðasti séns til að sanna sig.
Assaidi fannst mér hinsvegar skelfilegur og trúi ég ekki öðru en að sá maður sé einfaldlega á leiðinni út. Spearing stóð sig sæmilega, spilað svona úr stöðu en samt sem áður hef ég ekki trú á framtíð hans í rauðu treyjunni.
Hvað markaðinn varðar held ég að það sé allt í hálfgerðri patt-stöðu þar til stóru bitarnir mæta aftur úr fríi.
T.d. gæti ég vel trúað því að þetta sé nákvæmlega það sem er í gangi hjá okkur, beðið með stærri leikmannakaup (Eriksen?) þar til Suárez kemur til baka. Þannig að ef það fari svo að hann skili inn skriflegri sölubeiðni til félagsins og ásættanlegt tilboð berist, þá sé hægt að færa sig ofar á óska lista BR, menn eins og Papadopoulos gætu þá dottið inn aftur sem target og sem arftaka Suárez væri það mín heitasta von að fá Stevan Jovetic, ef hann verður ekki þegar farinn eitthvert annað.
Þannig mín spá er að þetta verði afar róleg vika og svo fari hjólin að snúast eftir helgi.