Í gegnum árin hef ég fengið orð fyrir það á þessari síðu að eiga það til að fá næstum óeðlilega ást á framkvæmdastjórum félagsins okkar, nokkuð sem náði sennilega hæstu hæðum þegar í miklu svartsýniskasti í kjölfar skiptanna á Rafa og Hodgson ég ákvað að leita óeðlilega langt eftir jákvæðum röddum um Roy karlinn og skrifaði um hann pistil til að reyna að sætta mig við ráðningu hans. Það klikkaði þó í öðrum leik hans.
En eftir “daður” síðasta vetur við stjóraástina mína þá hafa undanfarnar vikur orðið til þess að ég er tilbúinn að taka næsta skref og gangast við því að virkilega dást að (elska) Brendan Rodgers.
Ég var alls ekki sammála ákvörðun FSG um að reka Dalglish og Clarke vorið 2012. Mér fannst þeir hafa tekið mikilvægt skref í átt að stöðugleika klúbbsins með því að vinna titil og komast í FA úrslitin og var klár á því að breiddin í leikmannahópnum okkar væri ekki nægileg innistæða fyrir sterkari árangri í deildinni þegar bikargengið var tekið inní. Fannst stjóraskipti ekki rétt ákvörðun í stöðunni.
Þegar farið var að ræða nöfn þeirra sem hugsanlega áttu að taka við var Rafa efstur í mínum kolli en strax þar á eftir kom Brendan Rodgers. Ég horfði töluvert á Swansea og fannst hann hafa marga fína hæfileika til að bera sem mögulega gætu nýst okkar liði á þeim tímapunkti sem það var.
Skiptin voru ekki einföld, það leið töluverður tími þangað til hann fékk að ráða í þjálfarateymið hans síðasta sumar sem endaði á fýlukasti Pep Segura vegna ráðningar Mike Marsh og njósnateymið sem hann vildi fékk ekki að hefja störf fyrr en í nóvember. Það þarf ekki að minna okkur á leikmannaglugga sumarsins 2012 og þær hörmungar og síðan í kjölfarið hæga og bara slaka byrjun okkar í stigasöfnun.
Það var í því gengi sem ég fór að greina ákveðna eiginleika í fari Rodgers sem mér líkaði. Mér fannst hann ákveðinn og miskunnarlaus bæði í viðtölum og þeim tökum sem hann náði á liðinu. Leikmenn sem ekki virtust eiga framtíð hjá klúbbnum fóru að skila hlutum inn í liðið sem við ekki höfðum séð og þrátt fyrir töp og jafntefli virtist hann ekki verða yfirstressaður á neinn hátt heldur bara hafa algera trú á því sem hann ætlaði að gera.
Í janúarglugganum hafði hann fengið sitt starfsmannateymi fullskapað og þeir náðu fyrir hann í tvo leikmenn sem áttu eftir að reynast vel. Þann 27.janúar fékk hann svo stóra höggið á glannann þegar lið úr C-deildinni sló okkur út úr FA – bikarnum í alveg hryllilegum leik á allan hátt.
Þrem dögum seinna sá ég liðið leika á Emiratesvellinum með eigin augum. Þar var mættur til leiks Jamie Carragher og það var algerlega ljóst frá byrjun þess leiks að Rodgers hafði lært af því sem illa hafði gengið hjá liðinu hans. Í stað þess að vera í stöðugri hápressu með varnarlínuna of framarlega var liðið fært aftar á þann hátt að fyrr var fallið þegar pressan var ekki að ganga. Svæðið þrengt á milli varnar og miðju og við sáum skyndisóknir þar sem boltinn gekk mun hraðar upp völlinn en við höfðum áður séð þetta leiktímabil. Ekki bara í Arsenal-leiknum og síðan gegn City úti í tveimur leikjum sem áttu að vinnast heldur allt fram á vor.
Þennan janúarmánuð sáum við líka hversu miskunnarlaus hann var í leikmannamálum. Nuri Sahin, leikmaður sem BR lýsti með stórum lýsingarorðum við komu, var losaður frá eftir hörmungarframmistöðu. Coates og Robinson sáust varla í hóp eftir Oldhamtapið og Skrtel var fórnað. Þegar leið á tímabilið fannst mér hann vera búinn að átta sig algerlega á þeim leikmannahóp sem hann vildi hafa hjá sér og spilaði þeim leikmannahóp að mestu, hann gaf fáa sénsa nokkrum þeim leikmönnum sem hann hafði spilað töluvert í upphafi tímabils. Leikmenn eins og Wisdom, Suso og Shelvey höfðu nú verið “þurrkaðir upp” og síðan var ákveðið að gefa Sterling og Allen frí snemma til að gera líkamann kláran fyrir 2013 / 2014.
Það kom mér því ekki á óvart að sjá Shelvey seldan (þó ég hefði viljað lána hann) og Suso lánaðan. Það er engin Europa League í vetur og það þýðir 10 – 18 leikjum færra en í fyrra og þar af ætlar Rodgers sér örugglega fáa leiki þar sem hann getur leyft sér að prófa sig áfram. Ég held að á næstu dögum verði skoðað hvort að Wisdom og Robinson ná eitthvað að sannfæra hann, auk þess sem auðvitað þarf að sjá hvernig Martin Kelly kemur út, en ég hef töluverða trú á því að báðir þessir ungu menn verði ekki í rauðri treyju í vetur. Þeir eru líka að mínu mati ekki tilbúnir til að taka þátt í toppslagnum sem Rodgers ætlar sér.
gFlott mál. Blaðamenn fóru að lofsyngja hvað við værum snöggir til en armenskur leikmaður sem við ekki náðum í breytti andrúmsloftinu töluvert. Það var í kjölfarið sem aðdáun (ást) mín á Rodgers varð staðfest. Tvö lítil viðtöl staðfestu endanlega að þar er á ferðinni maður með mikinn viljastyrk og þá ákveðni sem þarf til að skila liðinu okkar hærra.
Fyrra var þegar hann tilkynnti afskaplega rólegur að við stjórnuðum Suarezfarsanum algerlega. Hann væri í sambandi við Luis “oft á dag” og ég er síðan búinn að sannfæra mig um það að sú ákvörðun sem Rodgers mun taka varðandi Luis er sú rétta, ég mun styðja hana hvort sem það þýðir sölu eða áframhaldandi eign.
Síðan kom hann fram og kastaði upp þeim bolta sem ég vildi svo gjarnan sá hann gera. Hann einfaldlega lýsti þeirri skoðun sinni og ósk um að nú væri hópurinn ágætur en kominn væri tími á að kaupa leikmenn sem gengju inn í byrjunarliðið hjá okkur.
Síðan þetta viðtal kom út hefur mér fundist ýmislegt breytast í umræðu sem var mest farin að þróast í kaldakolsáttina sem m.a. ég sökk ofaní þegar við misstum Armenann.
En þarna steig hugaður Rodgers fram, spýtti í lófana og gekk í lið með okkur sem viljum nú fá “marquee-players” í liðið og setti pressu á eigendurna og innkaupagengið, nokkuð sem kallaði á það að Ian Ayre brást við og lét vita af því að enginn skyldi óttast það að við keyptum ekki fleiri leikmenn og að klúbburinn myndi reyna sitt til að sannfæra Suarez um að vera áfram. Ljóðalist í mín eyru.
Í gær tilkynnti svo fyrirliðinn okkar um framlengingu á samningnum sínum vegna þess að hann tryði á framtíðina og Rodgers.
Það varð ekki til að draga úr mér. Ég er sko alls ekki búinn að vera sammála Rodgers frá byrjun. Mér fannst hann of snemma fara að láta liðið spila fótbolta sem það ekki réð við, hann var ekki að ná að breyta leikjum taktískt og liðsuppstillingar voru stundum á þann hátt að mér fannst hann ekki átta sig á þeirri pressu sem fylgir að spila i alrauða búningnum. Ég var brjálaður yfir Carroll farsanum í fyrra og Carroll sölunni í sumar. Hefði viljað lána Shelvey og brá þegar við keyptum Kolo Toure. Ég er ekkert viss um að Rodgers sé enn tilbúinn um að færa liðinu okkar enska titilinn eða meistaradeildina.
En ég er alveg viss um það að í honum höfum við mann sem er vel hæfur að taka næsta skref, koma okkur í topp fjóra og eiga möguleika á að vinna bikara á heimavelli. Til þess þarf hann að fá þann styrk í byrjunarliðið sem hann hefur kallað eftir og stuðning þeirra sem horfa reglulega á þetta lið.
Hann hefur semsagt minn stuðning. Ég var Rafasleikjan og var með fetish fyrir Kóngnum Kenny Dalglish. Nú er ég Brendan-bilaður.
Ég viðurkenni!
Vá hvað ég er sammála þessari nálgun á stöðu stjórans. Flottur pistill. Þetta var svolítið eins og að lesa spennusögu þar sem maður beið eftir hvort Maggi væri hrifinn eða ekki af stjóranum okkar og niðurstaðan olli svo sannarlega ekki vonbrigðum.
+eg get ekki sagt neitt annað en að ég er svo innilega sammála þér í einu og öllu Maggi.. ég er algjör stjórasleikja líka og ég hef haft trú á BR alveg síðan hann tók við og ég mun styðja hann sem og allt liðið fram í rauðandauðan 😉
Mikið er ég samála hef mikið álitt á þessu stjóra og ætla að treysta honum fyrir því að velja réttu leikmennina og mikið djöfull væri gaman að komast í topp4 þetta árið!
YNWA
Hæ ég heiti Elvar og ég er með Brendan-Blæti!!!
Flottur pistill Maggi. Ég er einmitt einn þeirra sem hef ekki farið á taugum eftir ráðningu Rodgers þó svo að tímabilið hafi ekki verið frábært. Þó sáum við marga leiki með liðinu þar sem maður sá hvað bjóð í spilamennsku þess og gæði fram á við sem hefur vantað. Fyrir mér er Brendan flottur kall, flottur í framkomu, pollrólegur og svalur, greinilega eldklár líka. Hinsvegar “ef” þetta tímabil gengur illa þá þurfum við að ræða saman 🙂
Hef alltaf haft trù á Brendan og ekki varð hùn minni eftir að lesa þessa flottu grein 🙂 Hlakka til að horfa á okkar lið og sjá þá vaxa og dafna .
Að vera stuðningsmaður þýðir auðvitað að maður verður að sýna stuðning sinn þegar vel gengur og ekki síst þegar illa gengur.
Það er auðvelt að styðja það sem Rodgers er að gera því að liðið er að spila skemmtilegan og áhugverðan fótbolta. Ég sökk djúpt í þunglyndi nánast að horfa á spilamennskuna undir stjórn Hodgson þar sem ofurlaunaðir áhugalausir leikmenn vörðust aftarlega og freistuðu svo þess að sækja á korters frestir.
Þetta tímabil verður mikilvægt til þess að koma klúbbnum aftur í topp 4 og meistaradeildina þar af leiðandi. Það er ekki gott ef leikmenn fara að setja það fyrir sig að komast ekki í evrópuboltann.
Það sem ég tel það bjartsýnasta er mórallinn innan við veggina sem stuðningsmennirnir fá ekkert að vita um, Á meðan Hodgson var við völlinn var ekki mikið talað um ást á stjóranum frá leikmönnum okkar, Og nokkurnveginn fannst mér Dalglish fá mjög lítið af commentum frá okkar leikmönnum líka, Ekki nema comment um hvað hann stóð sig vel einu sinni, Sjálfur hef ég alltaf haft trú á KK, en varðandi Rodgers, Allir leikmenn Liverpool virðast hafa ótrúlega trú á honum og elska að spila fyrir hann, Nema jú Suarez sem ég skil ekki upp né niður í.
Ég er svona bæði og með Brendan. Finnst hann óttalegur vitleysingur satt að segja. En það þurfti að breyta til og fá ferskt blóð í félagið og honum hefur tekist það finnst mér og svo er bara að sjá hvernig tekst til á næsta tímabili.
Ég er ekkert viss um að Brendan hafi neitt svakalega mikið með leikmannakaup að gera. Hann nefnir þær stöður sem hann sér að vanti leikmenn í og búið. Hans kaup voru sínir gömlu menn Allen og Borini og þeir eru hressilega tæpir að teljast nógu góðir.
Nú tel ég að að sé scouting kerfi sem reportar beint til félagsins sem sér um að reyna semja. Auðvitað hefur Brendan eitthvað að segja um málið en það er eitthvað sem segir mér að FSG gerir hlutina á sína vegu og Brendan er bara starfsmaður.
Ég gæti náttúrulega verið að tala út um rassgatinu en mig minnir að Brendan hafi sagt í janúar að hann hefði ekki keypt þessa leikmenn ef hann hefði fengið að ráða.
Finn samt ekki þetta quote í fljótu bragði.
Frábær pistill og eg er þer 100 prósent sammala Maggi 🙂
Amen Maggi Amen!!
Hef verid skotinn i thessum jafnaldra minum alveg fra fyrsta degi og uss hvad thad er adaunarvert hvad svona ungir menn geta virkad pollrolegir undir mikilli pressu og truin hans a verkefninu er mikil. Eg hef fjallatru a BR og er algjørlega sannfærdur um ad komandi vetur verdi mjøøg skemmtilegur hja okkur.
YNWA!
Virkilega flottur pistill! Ég hef trú á Brendan! Ólíkt mörgum öðrum er hann sveigjanlegur, tilbúinn að læra og laga sig að breyttum aðstæðum. Hann hefur ákveðna auðmýkt samhliða því að vera mjög ákveðinn og það er sjaldgæf en góð blanda.
Flottur pistil!!…. BR þarf virkilega að sanna sig í ár……. En FSG þarf líka að bakka hann upp!! Ef við viljum gera alvöru tilkall í top 4… Þurfum við að fá inn “alvöru” leikmenn og halda Luis Suarez!!!! Það er Crusial….. Vildi lika benda mönnum á síðuna hjá mér http://www.kopice86.wordpress.com tók viðtal við Neil Mellor… Endilega tékkið á þvi…… KOP-ICE @ragnarsson
Flottur pistill. Ég hef hrifist af nálgun eða hugmyndafræði BR frá upphafi. Hann hefur m.a. stutt vel við bakið á Suarez í gegnum hans vitleysu en þó án þess að stíga feilspor sjálfur og koma klúbbnum í frekari vandræði.
Annars er ekki hægt annað en að brosa af Suarez á þessu myndbandi. Algjör snilld: http://www.youtube.com/watch?v=mPn2np3Y0zU&feature=youtu.be
http://www.101greatgoals.com/blog/michael-owen-attracts-a-wave-of-abuse-after-the-ex-liverpool-player-joins-the-sun-newspaper/
ég hélt þennann mann hafa smá sómakenn, þátt fyrir að yrirgefa félagið með þeim hætti sem hann gerði, og jafnvel þó hann varð að gæludýri fergusson, sem keypti hann bara til að pirra Liverpool, ekki að það virkaði enda fléstir búnir að afneita honum á Melwood, en þetta er með öllu ófyrirgefanlegt, ég bara kann ekki nógu ljót lýsingarorð til að lýsa hug mínum gagnvar honum núna
16 Vill bara benda þér á að þetta er kjaftæði með Owen! Hann er ekki að skrifa fyrir ógeðssnepilinn!
Hvenær bara véra nâstî lækur
Nr. 15
Rugl fyndin auglýsing. Hann tekur sig ekki of hátíðlega karlinn. Ég er einn þeirra sem vil alls ekki missa hann frá klúbbnum (ekki strax).
Varðandi Brendan þá fíla ég hann. Mér fannst liðið vera að spila hörkugóðan bolta á seinni helmingi síðasta tímabils. M.a.s bróðir minn sem er spörsari og gjörsamlega hatar Liverpool lét hafa eftir sér að LFC væri að spila skemmtilegasta boltann.
Liverpool eru að spila skemmtilegasta boltann. Fact!
Liverpool eru að spila fantaflottann sóknarbolta. Fact!
BR er á réttri leið með liðið. Fact!
Framtíðin er okkar. Fact!
Þú ert svo innilega Liverpool klikkaður Maggi að það hálfa væri nóg.
En óháð ást, blæti og öllu því er Brendan á réttri leið, hún kannski tekur lengri tíma en menn óska sér, en þetta kemur allt. Og núna þarf stöðugleika og þolinmæði.
Ég styð BR í einu og öllu. Ég hef sagt það áður að það væri heimska að láta mann fara sem væri með liðið í framför. Ég styð líka söluna á Carrol og Shelvey, ekki það að ég hafi neitt á móti þeim heldur að BR vill menn með meiri knatttækni,hraða og leikskilning sem hentar betur hans hugmyndafræði. Svo finnst mér bara BR fiskilegur og lika svo Liverpool legur að það er ekki hægt annað en að þykja vænt um hann. Ég held líka að það eigi eftir að gerast óvæntir hlutir á leikmannamarkaðnum á næstu dögum sem mun gleðja okkar stóru Liverpool hjörtu, ég bara finn það ámer 🙂 og að lokum frábær pistill Maggi minn.
BR er alveg að virka, óttast að fsg bakki hann ekki upp ! Ef við náum okkur í þessa tvo leikmenn frá Ajax og þennan frá celski þá er ég ánægður með þá.
YNWA
Það er einhvern veginn þannig að það er aldrei annað hvort eða með fólk. Brendan Rodgers er ekkert undanþeginn því. Hann hefur sína kosti og galla. Byrjum á göllunum:
Hann virkar ekki með sérlega mikla þekkingu á leikmönnum um víða veröld. Það sást í fyrsta glugganum hans. Hann ætti auðvitað að hafa yfir að búa vænum lista af leikmönnum eftir að hafa stýrt Swansea og leitað sér þjálfaramenntunar í mörg ár. Þess vegna verður fróðlegt að sjá hvernig njósnarateymið kemur til með að virka fyrir okkur og kaup”nefndin”. Það þarf almennt að kaupa betri leikmenn en hefur verið gert (fyrir utan Coutinho og hugsanlega Sturridge).
Ég er ekki sammála því að hann sé mjög sveigjanlegur. Líkt og André Villas Boas hjá Chelsea, þá gerði hann miklar breytingar of hratt og liðið (les. varnarlínan) var ekki tilbúin til að tileinka sér breytingarnar. Sem betur fer er stjórnin þolinmóð og rak hann ekki strax eftir 5 leiki eins og Roman á Brúnni. Betra hefði verið að fara hægar í sakirnar og vinna þannig fleiri stig í upphafi síðasta tímabils. Ég veit að leikirnir voru stórir í upphafi, en samt hefðu fleiri stig átt að nást.
Ég hef grun um að hann sé of mikill já-maður við sína yfirmenn. Ég er ekki viss um að hann sé nógu grimmur til að standa fastur á sínu, t.d. varðandi leikmannakaup. Það hefur sýnt sig, líkt og var með Benítez, að nokkrir góðir bitar hafa runnið frá okkur í stjóratíð hans. Það getur verið að hafa leikmannakaup í svona nefnd hægi verulega á ferlinu ef þarf að funda í hvert skipti sem tilboði í leikmann er neitað.
Þetta eru slæmu punktarnir en það jákvæða vegur töluvert þyngra fyrir minn smekk.
Hann hefur mjög jákvæða og áhugaverða framkomu, bæði gagnvart stuðningsmönnum og leikmönnum. Hann virkar einlægur og hann virðist ekkert vera með neinn leikþátt. Held að slíkt virki betur á leikmenn heldur en ískuldi Benítez eða hárþurrkur Ferguson t.d.
Hann hefur mjög flotta taktíska sýn á fótbolta. Hann vill spila mjög flottan og skemmtilegan fótbolta og skemmst er að minnast hvernig ástandið á liðinu var undir stjórn Dalglish undir vorið. Mig minnir að Fulham hafi verið mótherjinn, við vorum undir og náðum bara einfaldlega ekki boltanum af þeim. Það var ömurlegt á að horfa, satt að segja ekki mikið skárra en undir stjórn Hodgson. Það að vera með boltan megnið af leiknum, sækja grimmt, skapa færi og skora mikið er sú´tegund af fótbolta sem maður vill sjá frá liðinu.
Hann veit hvað hann vill, hann er nokkuð snöggur að koma auga á það sem þarf að laga en hvort hann geti hins vegar lagað það á eftir að koma í ljós. Hann gefur mönnum séns, hann gerir þeim grein fyrir því hvað þarf að laga og gefur þeim kost á að koma til baka. Hann nær mjög miklu út úr leikmönnum (flestum). Ég tel að það hafi með þessa persónulegu framkomu að gera.
Eflaust má tína fleira til í báðar áttir en þetta finnst mér vera lykilþættirnir í fari stjórans. Ég læt vera að ég sé með Brendan-blæti en mér finnst hann virka vel fyrir liðið, hvort hann eigi eftir að fara með okkur alla leið mun bara koma í ljós á næstu 2-3 árum.
Sælir felagar
Mikið assgoti hefi eg alið þig vel upp Maggi minn. Nu ert þu orðinn minn “mentor” blessaður drengurinn!
Er ad vist einn feill tarna Maggi. Tu vildir frekar stjora Aston villa ( gamla Norwich ) man ekki nafnid a honum. Tad er til i upptøku a podcasti. Vara ad tad se a hreinu 😉
Takk fyrir það Mundi.
Paul Lambert heitir hann og það er hárrétt að ég hafði og hef á honum trú. Þú ert sennilega að vitna í podcast sem við tókum fljótlega eftir að Kenny var rekinn og þar ef ég man rétt var Swansea búið að neita um Rodgers og við orðaðir við Martinez sem mér leist ekkert á. Lambert var þá minn efsti kostur og í raun þeir báðir, hann og Rodgers menn sem mér leist vel á.
Lambert hafði það með sér að vera stjóri sem hefði getað gengið beint inn í það sem Dalglish var að gera og því góður kostur hélt ég…og er kannski enn bara ágætlega á þeirri skoðun.
En það breytir því ekki að núna er ég die hard Rodgers fan, en alls ekki enn neitt nær því að vera die semi hard FSG fan.
Ég held að ég sé á sömu skoðun og margir hérna inni að of snemmt sé að fella dóm um BR að svo stöddu. Eitt ár er ekki langur tími í boltanum og flestir eru sammála um að síðasta tímabil hafi hann notað til þess að finna jafnvægi í leikmannahópnum, koma hugmyndafræði sinni til skila og átta sig betur á því hvaða leikmenn hentuðu honum og hverjir ekki.
Nú þegar ár er liðið af stjóratíð BR hefur hann (vonandi) náð að móta hópinn eftir sínu höfði og ætti að vera búinn að kenna mönnum hvernig hann vill sjá liðið spila. Næsta tímabil verður því mun meiri prófsteinn á hann og það sem hann stendur fyrir. Að mínu mati er eðlilegt að gera kröfu um bættan árangur í deildinni sem og í bikarkeppnum þó svo að þær séu auðvitað alltaf meira lotterí. Engin Evrópukeppni til þess að „trufla“ í vetur og því ætti ferðaþreyta ekki að vefjast fyrir mönnum!
Menn hafa eðlilega verið missáttir við kaup og sölur á leikmönnum það sem af er stjóratíð BR. Að mínu mati hafa þau verið brokkgeng, þeir menn sem hann virðist sjálfur hafa fengið til liðsins án stuðnings innkaupateymisins áttu ekkert sérstöku gengi að fagna en janúarglugginn fór fram úr björtustu vonum verð ég að segja. Ef tekið er mið af síðasta glugga finnst mér full ástæða til að ætla að þessu teymi sé vel treystandi . Mér finnst að minnsta kosti ekki ástæða til annars en að gefa þeim leikmönnum sem komið hafa í sumar tæki færi til að láta ljós sitt skína áður en ég mynda mér skoðun á því hvort þeir eigi heima í Liverpool-liðinu eða ekki.
Menn kalla töluvert eftir „stórum“ kaupum og ég er þar engin undantekning, það vekur ætíð eftirvæntingu þegar liðið eltist við stór nöfn og maður fær netta gæsahúð þegar nýir leikmenn halda rauðu treyjunni á lofti, að ekki sé minnst á þegar „alvöru“ nöfn detta í hús. Það er þó vert að minna á það að fótbolti er liðsleikur og það skiptir engu hversu góður leikmaðurinn er ef hann hefur ekki gott lið í kringum sig, góðir leikmenn þrífast á góðum meðspilurum og árangur næst með 11 góðum leikmönnum en ekki einum.
En svo ég víki aftur að stjóranum okkar þá finnst mér Brendan Rodgers svipa nokkuð til tveggja fyrrum stjóra okkar í háttum. Hvort þessi samanburður stenst hvað árangur varðar verður tíminn auðvitað að leiða í ljós en mér finnst ég sjá ýmislegt í fari BR sem minnir mig á þá Bill Shankly og Bob Paisley.
Líkt og þegar Shankly tók við var liðið í ákveðinni lægð þegar BR tók við. Líkt og Shankly gerði leggur BR töluverða áherslu á mikilvægi áhangenda liðsins, talar um mikilvægi þess að gera Anfield að óvinnandi vígi og talar leikmenn sína upp í viðtölum og styður við bakið á þeim. Shankly var óþreytandi í þessum efnum, að „hæpa“ leikmenn sína upp og tala um stoltið sem fylgdi því að leika fyrir frábæra áhangendur o.s.frv. Þá hefur Rodgers líkt og Shankly á sínum tíma gert ýmsar litlar breytingar hér og þar, lét t.a.m. seta rauð net í mörkin á Anfield og nýtt (gamalt) This is Anfield skilti við búningsklefana. Shankly ku til samanburðar eiga mestan heiðurinn að því að liðið fór að spila í alrauðum búningum svo eitthvað sé nefnt.
Paisley var ólíkur Shankly að mörgu leiti, mun rólegri og hélt sig meira til baka, þannig finnur maður ekki tilvitnanasíður tileinkaðar Paisley líkt og hjá forvera hans. Hann lét hins vegar verkin tala og liðið undir hans stjórn náði hreint ótrúlegum árangri á köflum. BR virkar á mig sem þessi rólega og yfirvegaða týpa, hann virðist höndla pressuna vel og er trúr sinni hugmyndafræði. Þó hann virðist ljúfur á yfirborðinu getur hann gerið „ruthless“ þegar þess gerist þörf og er óhræddur við að grípa inn í til þess að freista þess að breyta leikjum. Liðið undir stjórn Rodgers er að spila skemmtilegan og á löngum köflum árgangursríkan bolta og á meðan svo er liggur leiðin vonandi upp á við.
Eins og fyrr segir verður tíminn að leiða í ljós hvort Brendan Rodgers stenst frekari samanburð við Liverpool goðsagnir á borð við þá sem hér hafa verið nefndir. Til þess að svo megi verða þarf hann að ná árangri og koma Liverpool á fyrri stall. Starfsumhverfið er mörgu leyti frábrugðið því sem var þegar þeir héldu á málum og pressan síst minni. Ég vona, eins og ég hef reyndar gert undanfarin 23 ár að nú séu loksins bjartari tímar í vændum og vil trúa því að herra Rodgers sé maðurinn til að leiða okkur inn í framtíðina.
At the end of the storm, there‘s a golden sky….
YNWA
BR er ekkert frábrugðinn hinum stjóronum. Hann berst við það sama og hinir. Það er að klára litlu liðin og að ef lfc fær á sig mark þá hrynur liðið oftast eins og spilaborg. Þetta er búið að vara við alltof lengi.
Það er oft stutt á milli öfga hjá fótboltastuðningsmönnum. Eina stundina eru þessir menn ‘algerlega vonlausir’, svo næstu eru þeir orðnir ‘mesta von klúbbsins’.
Þetta er kannski einhver þörf hjá mönnum sem hafa svakalega litla þolinmæði og þurfa daglega að endurmeta hlutina út frá þáttum sem þeir finna hér og þar í sjálfum sér og í fjölmiðlum.
Þreytandi þetta “íslenska krónu” heilkenni að þurfa sveiflast hingað og þangað eftir því sem vindar blása.
Þegar stjórinn var ráðinn og klúbburinn í miklu ströggli, innan vallar sem utan, þá voru langflestir á því að BR þyrfti svona 2-3 tímabil til þess að geta dregið klúbbinn áfram á sínum forsendum. Væntingarnar fyrir síðasta tímabil var á bilinu 5-8 sæti en merki um að framfarir væru á næstunni.
Mér sýnist stjórinn vera algerlega á pari miðað við þessar væntingar. Hvernig er hægt að komast að svona skoðun um að gaurinn er hinn nýji messías eftir tímabil sem fór ekki fram úr væntingum og hafði álíka marga dökka fleti eins og þá ljósu?
Hlutirnir eru í alveg ágætis farvegi sýnist mér. Það er verið að taka til í klúbbnum og skýr framtíðarstefna sett sem er góður grundvöllur fyrir framtíðina. Ef hinsvegar að BR nái ekki að rífa liðið hærra á næsta tímabili og svo vera alvöru contender fyrir 1-4 sæti tímabilið 2014-2015, þá hefur hann hreinlega brugðist.
Sem stendur er hann á parinu, þó hann sé að spila hörku golf út á velli þá eru púttin ekki að ganga hjá honum.
Ef við hefðum náð betri árangri í fyrra, t.d. 5. sæti í deild og betri árangur í bikar + Evrópu, þá fyrst mætti ræða um hans stórkostlegu hæfileika til að ná árangri.
En, hann náði því sem flestir hreinlega spáðu að hann myndi ná. Ekkert meira og ekkert minna. Væntingarnar fyrir næsta tímabil eru meiri og verður áhugavert að fylgjast með rússibanareiðinni á þeirri leið.
The Times er með frétt núna um að Suarez sé með 40 m klásúlu í samningi hjá sér og einhver ágreiningur sé á milli klúbbsins og umboðsmannsins hvernig eigi að túlka það ákvæði. Umboðsmaðurinn er greinilega á þeirri skoðun að ef einhver býður 40 m þá megi hann fara en klúbburinn segir að 40 m klásúlan sé einungis lágmarksboð til að þeir muni skoða tilboðið.
Mitt álit á þessu er að ef einhver býður 40 þá er maðurinn farinn og klúbburinn geti ekki stoppað það. Ef að það er til annars félags á Englandi þá er það hrikalega dapurt…en allavega hann er ennþá Liverpoolmaður og vonandi nær Liverpool að kaupa einhvern stórlax og sannfæra hann um að liðið sé að fara ná 4.sæti with him or without him.
Hvað með að taka smálán og kaupa papiss cissé? 😉
Munurinn á BR og síðustu stjórum er að núna er liðið að spila tussu skemmtilegan fótbolta ólíkt árunum á undan. Þó að úrslitin séu ekki alltaf hliðstæð þá lendir maður ekki oft í því að sjá leiðilegan fótboltaleik þegar okkar menn eru að spila.Og það sem meir er erum við nánast lausir við þennann kick and run bolta sem einkenndi liðið hér áður:)
Bendtner to Liverpool, Coates to Man United
http://www.talksport.co.uk/magazine/features/130717/bendtner-liverpool-coates-man-united-and-more-players-youd-love-sell-201786
Ojjjjjjjjjjjjjj
Oj er hárrétt. Ég hefði jafnvel bætt við UUUURGGGHHHH…RÆP!! Versta slúður lengi.
34 og 35. Nú er að lesa allan þessa síðu sem er vísað í og svo skuluð þið spyrja ykkur: Er þetta grín eða alvara?
Þetta heitir víst slúður en ef að Liverpool kaupa Bendtner þá hætti ég að horfa á fótbolta, það yrðu verri kaup en Poulsen á sínum tíma.
Ekki gleyma Rooney til Stockport og Joe Allen til Bermuda Triangle !
Muna menn ekki eftir þessum leikmanni? http://www.fotbolti.net/news/17-07-2013/paletta-kostar-35-milljonir
Hvenar er næsta podcast my friends
Ynwa
Digne kominn (staðfest) til PSG. Einn tapaður slagur býst ég við þar. Kobbih #39, já, ég man eftir þessum – hélt hann hefði verið leyft að fara eftir nokkrar skelfilegar frammistöður. Tapað fé þar.
Næsta podcast er væntanlega á mánudaginn kemur. Svo var ég að skrifa langa grein um Suarez-farsann sem er komin inn á forsíðu Kop.is.
Frábær grein hjá Magga um Rodgers, annars. Ég tek ekki jafn djúpt og hann í árinni en mér líst ansi vel á margt hjá Rodgers. Ég vona að hann standi undir þessu öllu næsta vetur.
Dásamlegur pistill en stjórar LFC hafa og verða vonandi alltaf metnir af árangri þeas titlum. Vona að BR proves me wrong !
titles talk bullshit walks