Opinn þráður – Tilboð í Pepe Reina?

Væntanlega er fátt sem kemur minna á óvart núna eftir kaup Liverpool á Simon Mignolet að við fáum tilboð í Repe Reina. Helstu blaðamenn með tengingar við Liverpool (og Benitez) halda því fram í kvöld að Napoli hafi riðið á vaðið og lagt inn tilboð í kappann.

Hér má sjá frétt Dominic King um málið / Hér er Tony Barrett um málið

Þetta er auðvitað bara að koma í loftið núna og viðbrögð Liverpool ekkert ljós frekar en hversu gott tilboð Napoli var en líklega ættum við að búa okkur undir það að tími Reina hjá Liverpool er á enda. Þetta gæti eiginlega ekkert gengið mikið meira upp.

Liverpool er með nýjan markmann sem þeir borguðu mjög mikið fyrir. Reina hefur verið frekar misjafn undanfarin ár, er 30 ára, einn launahæsti leikmaður Liverpool og á þrjú ár eftir af samningi. FSG er alltaf að fara hlusta á tilboð í hann.

Eins er Napoli alveg borðleggjandi valkostur. Reina spilaði aldrei betur en hjá Rafa Benitez og hans starfsliði sem nú stjórnar öllu hjá Napoli. Ítalirnir eru að byggja liðið upp með nýjum stjóra og voru að enda við stærstu leikmannasölu í sögu félagsins. Þeir eru í Meistaradeildinni og með lið sem er að fara keppa á toppnum á Ítalíu. Núverandi markmaður þeirra, Morgan De Sanctis er sagður vera á leiðinni til Roma. Julio Cesar var einnig orðaður við Napoli en þetta er engin spurning ef Reina er einnig valkostur.

Líklega var bara það eina sem uppá vantaði til að klára söluna á Cavani til PSG (og/eða Morgan De Sanctis til Roma). Ég verð a.m.k. ákaflega hissa ef Reina verður bara í alvörunni áfram hjá Liverpool í byrjun september að keppa við Mignolet um stöðuna. Hvað þá þegar Brad Jones er nýlega búinn að framlengja sinn samning sem ásættanlegur varamarkmaður.

Það er of snemmt að leggja mat á þetta en það er í fljótu bragði ekkert sérstakt fagnaðarefni ef Liverpool er að selja einn af lykilmönnum liðsins. Hvað þá mann eins og Reina sem hefur verið afar vinsæll síðan hann kom og farið með liðinu í gegnum súrt og sætt. Þetta hefði verið minna mál í janúar kannski en Reina í takti við varnarleik Liverpool var góður eftir áramót og sýndi þá gamla takta.

Á móti er ekki eins og Reina hafi verið nálægt hópi bestu markmanna í boltanum sl. ár eins og hann var fyrstu árin sín hjá Liverpool. Heilt yfir réttlætir sá leikmaður ekki nein ofurlaun og ætti að vera hægt að skipta út fyrir betri mann. Hvort Mignolet sé sá maður þarf að koma í ljós.

En hvernig lýst ykkur á væntanlega sölu á Reina og þetta tilboð Napoli?

55 Comments

  1. Mér lýst ágætlega á þetta, það hefur verið ljóst að eftir komu Mignolet að Reina væri á leiðinni út, núna í sumar eða eftir áramót (sem ég reyndar veðjaði á).
    Ég hef verið mikill aðdáandi Pepe Reina og í mínum huga hefur hann verið einn af mikilvægustu leikmönnum Liverpool í nokkur ár.

    En hann hefur óneitanlega dalað mikið en partur af því er væntanlega óstöðugleiki varnarinnar fyrir framan hann.
    Þá má minnast á að hann sem var áður annálaður vítabani, hefur algerlega misst það touch ásamt því að gera heilt yfir fleiri mistök.

    Ég mun þess vegna sakana þessa skemmtilega karakters og góða markvarðar þegar hann fer.

  2. Þakka honum bara það sem hann hefur gert fyrir félagið, vona að honum gangi vel með Napoli.

  3. hann er nú ekki farinn enþá hann er enþá leikmaður okkar!

  4. Súrt ef hann fer en ekkert óeðlilegt þegar allt er á botninum hvolft. Hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér í gegnum tíðina enda frábær karakter og góð fyrirmynd.

  5. Hafiði séð nýja hálsmenið hans Enrique? Getum við notað þennan þráð í að ræða það aðeins?

  6. Ég veit ekki. Reina hefur verið einn af mínum uppáhalds. Hann virkar sem alveg hreint hrikalega skemmtilegur gaur. Hef samt sem áður tröllatrú á Mignolet. Eins og maður segir þetta lemur allt í kjós.

    Svo er ég alveg hrikalega rólegur yfir þessu Suarez drama. Hef engar áhyggjur á að vopnabúrið í London sé að fara að klófesta hann.

  7. Hvaða vopnabúr. Hefur verið skotfæralaust síðustu árin.

  8. Eru menn að grínast. Það yrði hrikalegt áfall ef liðið myndi missa einn besta mann liðsins og jafnframt einn af bestu markmönnum heims … á besta aldri.

    Ég bara á ekki orð.

  9. hossi ertu ekki að djóka með einn besti markvörður í heimi það er langt síðan reyna var í þeim pakkanum nuna er hann ekki nálægt því að vera einn besti markvörður í heimi .. hann er bara buinn að dalaa all svakalega síðustu 3 ár og er á hrikalega góðum launum hja liverpool eingin ástæða til að gráta það þótt hann fari .. kemur alltaf maður í mans stað !

  10. Eg fyla reina i tætlur og hef alltaf gert en fyrir mer la ljost fyrir að hann færi þegar mignole var keyptur fyrir 1900 milljónir islenskra krona..

    Meikar engan sens að vera með tvo frabæra markverði legar liðið virtist nu ekkert vera að drukkna i peningum. ..

    Ef hann fer oska eg honum alls hins besta og mun sakna hans. Einn af minum uppabalds monnum siðan eg fór að halda með liðinu fyrir rumum 20 arum 🙂

  11. Ég get ekki sagt að það komi mér mikið á óvart ef Reina fer, myndi koma mér miklu meira á óvart ef hann verður áfram. Ég hef aldrei trúað því að við færum að eyða einhverjum níu milljónum punda af transfer budgetinu bara í samkeppni fyrir Reina.

    Hins vegar finnst mér verulegt áhyggjuefni ef Carragher, Reina og mögulega Agger (ef mark er takandi á vaxandi sögusögnum þess efnis að hann sé nú orðinn skotmark Barcelona númer eitt, eftir að þeir séu búnir að gefast upp á Thiago Silva og Marquinhos) færu allir í sumar. Þar færu einhver 32 ár af samanlagðri Liverpool reynslu úr búningsklefanum ef mér reiknast rétt til, það er skarð sem erfitt yrði að fylla.

    Tek þó fram að ég hef meiri trú en minni á að Agger verði áfram, hann hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er Liverpool í gegn og verður það vonandi áfram. Ég tel hins vegar líklegt að Reina og Suarez fari báðir, en vona að menn beri gæfu til að selja ekki Reina, Suarez og Agger alla á einu bretti, á sama tíma og Carragher er að leggja skóna á hilluna góðu.

  12. Hef einhvern vegin engar áhyggjur þó að bæði Suarez og Reina fari frá okkur nú í sumar. Þegar Brad Jones leysti Reina af í vetur að þá fann ég engan gríðarlegan mun á markmannsstöðunni og þessir leikir sem við höfum spilað án Suarez hafa ekki endað sem nein hörmung. Það er alltaf vont að missa góða menn en þetta er bara hluti af boltanum.
    Ég ætla ekki að fara missa mig í því að koma með yfirlýsingar um að ég hætti að fylgjast með liðinu og hvað þá enska boltanum í heild sinni ef einhver leikmaður er seldur til ákveðins liðs. Ég verð ekkert sáttur við að sjá Suarez fara til Arsenal en ef það gerist að þá verður bara að hafa það. Verður bara þeim mun sætara að verða fyrir ofan þá í töflunni.
    Eins og staðan er núna að þá finnst mér líklegast að Suarez verði áfram nú í vetur eða allavega fram að jólum og Reina fari nú í sumar.
    En hvernig sem þetta fer að þá mun ég halda með Liverpool áfram eins og síðustu 33 árin og horfa á enska boltan sama hvaða leikmaður spilar með hvaða liði.
    YNWA

  13. http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/139961-gerrard-on-the-vice-captaincy

    Hér talar Stevie G um mögulegan nýjan varafyrirliða Liverpool. Nefnir fjögur nöfn til sögunnar (Agger, Skrtel, Lucas, Johnson).

    Hann nefnir ekki Pepe Reina.

    Það var allan tímann klárt að Liverpool keypti ekki Mignolet á 10m punda til að setja hann svo á bekkinn. Pepe er farinn, Gerrard nánast lekur því á opinberu síðunni. Nú er bara spurning hvert hann fer. Ég væri vel til í að sjá hann sameinast Rafa á ný hjá Napoli, ekki myndi maður halda minna með þeim í Meistaradeildinni og Serie A næsta vetur.

  14. Er allt stopp? Ætlar Liverpool ekki að fara drífa sig að klára einhver kaup? Orðaðir við hinn og þennan en ekkert gerist…

  15. Ég sé ekkert að því að Reina fara frá klúbbnum ef að það fæst góð summa fyrir hann, klúbburinn er búin að kaupa Mignolet sem er 25 ára gæða markvörður og er ungur og á mjög líklega bjarta framtíð fyrir sér, hann er að öllum líkindum á töluvert mikið lægri launum en Reina og það er mikill plús, ég tel hann ekki vera lakara markvörð en Reina. Reina hinsvegar er mikilvægur uppá liðsandan að gera eins og sést vel þegar hann er að grilla í mannskapnum með landsliðið sínu.

    Þeir hafa báðir sína veikleika og styrkleika og klúbburinn hefur ekkert að gera með 2 markverði í landsliðsklassa, þannig að það er bara borðleggjandi að Reina fer ef það fæst góð greiðsla fyrir hann.

  16. Veit einhver hvort að leikurinn á morgun sé sýndur á einhverri sport stöðinni?

  17. Að maður komi í manns stað … kjaftæði.

    Reina er einn af bestu markvörðum heims sama hvað menn hér segja.

    Ég hef verið aðdáandi í 34 ár og það mun aldrei breytast. Ætla samt að fá að lýsa yfir skoðunum mínum á mönnum og málefnum og í augnablikinu er ég afar þreyttur á meðalmennskunni sem umvefur liðið.

    Verð sérstaklega óánægður ef liðið selur sína bestu menn í sumar.

    Áfram Liverpool!

  18. Tony Barrett :

    Pepe Reina close to joining Napoli on loan.

    Jahérna…

  19. Að Pepe sé að fara til Napoli á láni, er það ekki bara staðfesting á því að hann er að fara heim til að taka við af Valdez þegar sá yfirgefur Barca?

    Ég mun sakna hans og þó aðallega fyrir persónuna Pepe. Ætla að fagna því að hann (ekki enn í það minnsta) er eitthvað að blaðra sig út í horn um að vilja fara. Ok sagði jú eitthvað um uppeldisfélag sitt og allt það en er það ekki bara eðlilegt?

  20. Vona að þetta sé bull. Hann á þrjú ár eftir af samningi núna og er þannig verðmætari en á næsta ári. Selja hann núna eða bara halda honum. Við sáum á síðasta tímabili hvað við græðum ofsalega á launasparnaðar lánsdílum. Veikja bara hópinn.

  21. Þetta er komið á Telegraph

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/10192125/Pepe-Reina-to-leave-Liverpool-and-join-old-boss-Rafa-Benitez-on-a-season-long-loan-at-Napoli.html

    Liverpool have agreed a season loan deal with Napoli for goalkeeper Pepe Reina. Having signed Simon Mignolet from Sunderland, the Merseyside club was willing to allow Reina to go elsewhere for first team football.
    He travelled to Italy on Friday to be reunited with former manager Rafa Benitez. Liverpool will shave £4m a year off their wage bill should Reina agree terms but will hope to eventually make the deal permanent.
    Reina was due to fly to Melbourne to join Liverpool’s summer tour this weekend but the club called up rookie keeper Danny Ward instead.

  22. Ef að satt reynist með Reina að þá skil ég ekki þessi vinnubrögð hjá klúbbnum. Selja Shelvey sem að gæti örugglega verið verðmætari ef eins árs láns samning og lána svo Reina sem verður alveg án nokkurs vafa minna virði að ári liðnu.

  23. Er ekki að skilja þetta, ef að Napoli vilja Reina þá geta þeir borgað uppsett verð fyrir hann enda voru þeir að fá hellings peninga fyrir Cavani. Hvaða rugl er þetta þú lánar ekki bara Reina þú selur Reina!

  24. Þvílíka ruglið Ég á ekki til aukatekið orð. Ef við erum að fara lána þennan mann í vetur og Napoli nýbúnir að gefa það út að þeir eiga 120 Milljón evra kaupsjóð!!!! Nýbúnir að selja Cavani til PSG og þeir fengu þetta í beinhörðum peningum, Höfum við ekkert lært frá því Carrol Slysið varð? ég bara ekki til aukatekið orð að lána leikmanns til liðs sem á hrúgu af peningum as we speak!!! Þetta er ekki í lagi!!!

  25. Að lána Reina og kaupa einhvern belga sem er oneseason wonder sýnir bara getleysi Rodgers og co. Má vera að Pepe hafi á misjafnt tímabil og allt það. En að skipta út leikmanni sem er margfaldur heims og evrópumeistari fyrir e-ð nobody er með ólíkindum. Ekkert skrýtið að Suarez vilji fara og engin alvöru leikmaður vilji koma. Algjört getuleysi vægast sagt.

  26. Úff… ef satt reynist þá er BR að gera í buxunar í enn eitt skiptið á leikmannamarkaðinum

  27. 35 Bergsson
    Má ég vera í sambandi við þig í vetur og fengið hjá þér 1×2 ráðgjöf þar sem þú virðist búa yfir vitneskju um framtíðina.
    Leiðinlegt að missa vinsæla menn og hæfileikaríka. Gefum Mignolet samt sjensinn.

  28. Brendan Rodgers on missing out on Mkhitaryan

    “If you are not in the Champions League, that naturally makes it tougher,”

    “We all have the same objective. We all want to be there. If you are a manager or player, you want to be at that level.

    “That is always the case when you are going for good players. But I’m sure good players still want to come to this club.

    “There has been lots of players linked but the fact is we really only had one (top target) and unfortunately we didn’t get the chance to speak to that player before he moved from Shakhtar.

    “We had spoken to Shakhtar, we had got permission to speak to him but unfortunately I didn’t get the chance to sit down in front of him. It was already in place with Dortmund so that was disappointing.

    “I always feel that if I can get in front of the player, I can sell the club and what our project is here.

    “Hopefully that is exciting for the players. So (missing out on Mkhitaryan) is the only disappointment. I believe there will be others.”

    Snillingar þessir menn sem stjórna Liverpool BR að viðurkenna hér að það var ekkert plan B fyrir Mikka þvílíkir viðvaningar ekki skrítið að menn vilji ekki koma til okkar.

  29. 35 Reina átti nu ekki mikinn þátt í þessum evrópu og heimsmeistaratitlum spánar…

    38 sérð það sjálfur að hann segir TOP TARGET, sem beinþýðist nánast aðalskotmark, hann gefur það samt greinilega í skyn að það séu margir aðrir á radarnum en mikki hafi verið hans Nr 1 maður.

  30. Nr. 36

    Hann hefur haft eitthvað að segja um 2 leikmannaglugga. Annar þeirra var sl. sumar og ekki ennþá hægt að útiloka stóru kaupin þá og hinn glugginn var núna í janúar og tókst frábærlega.

    Hvað ertu að tala um?

  31. Þetta var svosem ekki skrifað í skýin, en það eru allar líkjr á að nú þegar sé búið að ganga frá einhverjum sölusamning við Barca. Hins vegar þurfa þeir hann ekki strax og Simon fær nú ár til að sýna að hann sé verðugur kandidat. Nú ef hann meiðist eða klikkar, þá getum við að öllum líkindum kallað Pepe til baka.

    Varðandi verðmæti Reina, þá er þetta náttúrulega aldrei lán, heldur leiga eins og í flestum svona samningum með verðmæta leikmenn. Til samanburðar fengum við 1,5m þegar við leigðum Carroll til West Ham í fyrra. Væntanlega erum við að tala um svipaða upphæð núna … gott mál.

    Hvað Reina varðar, má er hann líklega eins og fjölskylduvinur hjá stórum hópi Liverpoolmanna … hann kom oftar í heimsókn í stofuba mína en mamma og pabbi í fyrra. Hinsvegar má benda mönnum á að skoða komment við leikskýrslur kop.is í fyrra til að minna fólk á frammistöðu PR á stórum hluta síðasta (og þar síðasta) tímabils.

    Breytingar eru oft af hinu góða og því held ég að BR sé alveg treystandi fyrir þessu.

  32. Nú fer rúlletan að rúlla. AVB til Barca, Bale til Utd. Rooney eitthvað suður á bóginn, kannski Gylfi detti til okkar. Það er eitthvað að fara að bresta og jakarnir af stað. Vonandi verðum við ofan á öldunni.
    YNWA

  33. Líst mjög illa á að missa Reina, erum að missa gæði út úr 16 manna hóp. Als ekki það sem Liverpool þarf, að missa Carra úr klefanum og líka Reina er mjög slæmt, upp á reynslu, og þeirra karakter. Þessi Mingolet er búin að eiga eitt gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni, og BR gamblar á það, en Reina nokkur góð, þó svo Reina sé 30 ára þá er hann ekki á grafarbakkanum, það sanna leikmenn eins og van der sar, markamaður fulham fyrrverandi sem celski fékk núna og t.d. Fridel. Hvaða helv rugl er þetta eiginlega. erum síðan að missa af Eriksen skv síðustu fréttum og fleiri nr 2 “targettum”

    Mér líst bara ekkert á hvað allt gengur hægt og illa hjá fsg og BR og IA. Eru þeir allir bara á einhverjum trippi í asíu núna ?

  34. Audvita er þetta allt planað , Reina œtlaði að fara heim en Viktor bœtti við ári svo Reina fer á 4 mill punda lán þar til hann kemst heim og þá fàum við nokkra mill ì viðbót 🙂 Hœttið svo að drulla yfir BR , við vitum ekkert hvað er ì gangi … Bìðið allavega þar til glugginn er lokaður ..ÀFRAM LIVERPOOL

  35. Hef verið ástfanginn af Reina síðan ég sá okkur vinna scum utd á Anfield í Okt 2009. Sigurmark Ncogo og Reina tók 100 metrana á undir 10 sek. One of those moments you can’t forget.

  36. Hættum að kalla hann Mikka, það er alveg útúr kú að vera að búa til nick-name á leikmenn annara liða. #fúll.is
    Ef Reina fer á láni verð ég loksins orðlaus. Hvaða vitleysa er í gangi??

  37. Nú er Titanova hættur með Barca. Það væri ekki slæmt ef AVB myndi fara til þeirra fra´Tottenham og taka Bale helst með sér. En eins og Láki segir þá er stór stífla á markaðnum og hún brestur fyrr en seinna. Þá gæti Suarez sogast með í kjölvatnið.

  38. Ég hef alltaf fílað Pepe Reina. Solid markvörður lengst af, og með hann hefur markvarðarstaðan aldrei verið vandamál hjá LFC.

    En, Reina gerði sjálfum sér grikk síðasta vetur þegar hann fór að tala um Barcelona (of snemma) og föður sinn þar (of mikið). Þar með var vitað af stjóra LFC að hausinn á Reina væri farinn annað (þ.e. suður), og þessi haus hefur reyndar stundum farið út og suður, æ oftar síðari árin. Ef hann verður svo á endanum lánaður (come on???) í Napolí í vetur, væri það sennilega af hans hálfu til að vera með allt opið 2014, þegar Victor Valdez segist (í dag) munu fara annað.

    Svo finnst mér þetta soldil panik ákvörðun hjá Rafa Benítez. Hann tekur ekki sénsinn á að finna nýjan markmann from scratch, heldur finnur sér gamlan félaga, sem Benítez heldur að hafi eitthvað að sanna, en gamli félaginn er bara að koma sér fyrir í biðstöðu til að bíða eftir skóm sem annar maður ákvað að vera í, í eitt ár í viðbót. Þannig að ef Reina floppar í Napólí, þá er Benitez á góðri leið með að leggja í einn einn starfslokasamninginn…

  39. Rodgers teflir fram sterku byrjunarliði í leiknum á eftir. Mignolet, Johnson, Enrique, Agger, Toure, Lucas, Gerrard, Alberto, Downing, Coutinho, Aspas.
    Subs: Jones, Assaidi, Henderson, Spearing, Allen, Borini, Sterling, Kelly, Skrtel, Flanagan, Wisdom, Robinson, Ibe.

  40. Veit einhver hvort Úrilla górillann eða aðrir sportsbarir sýni leikinn?

  41. Ef einhver rekst á síðu sem ætlar að stream-a leikinn, þá yrði ég afar þakklátur ef sá hinn sami mundi pósta link á síðuna hér 😀

  42. Er ekki borðleggjandi að Pepe er að fara í Barca á næsta ári?…Átti að fara í sumar en Valdez ákvað að taka eitt síson til viðbótar.

Et tu, Suarez?

Indonesía XI 0 Liverpool 2