Real Madrid er samansafn af hálfvitum (annar hluti)!

Við höfum lítið rætt um forsetakosningar Real á þessari síðu, aldrei þessu vant. Ástæðan er auðvitað sú að enginn frambjóðandi virðist hafa samið við Liverpool leikmenn, sem kemur bara þægilega á óvart. Enginn leynisamningur við Xabi Alonso eða munnlegt samkomulag við Rafa Benitez.

Því ber þó að halda til haga að þrátt fyrir þennan skort á skrifum þá staðhæfi ég enn of aftur að [Real](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=398793&CPID=23&clid=1&lid=&title=United+quick+in+Ronaldo+denial) Madrid [er samansafn](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=399324&CPID=23&clid=186&lid=2&title=Carrick+named+in+Real+circus) af [hálfvitum](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=399180&CPID=8&clid=8&lid=&title=Blues+reject+Robben+rumours).

p.s. hver vinnur eiginlega kosningar með að lofa kaupum á Michael Carrick??? Hann er góður leikmaður, en varla munu menn hlaupa á kjörstað til að kjósa frambjóðanda sem lofar honum. Er það?

4 Comments

  1. Já, það er ekki oft sem maður öfundar ykkur Liverpool menn. Ætli þessir frambjóðendur hafi týnt símanúmerinu hjá Xabi og Rafa? :confused:

    Þetta er auðvitað skelfilegasta sápuóperan í boltanum.

  2. Æjji, ég er hættur að nenna að lesa allar þær fréttir sem innihalda eftirfarandi 3 orð: REAL, MADRID og KAUPA.

  3. Þessi kosningaloforð eru náttúrulega ekki pappírsins virði. Vann ekki síðasti forseti síðustu kosningar eftir EM 2004 með því að lofa að kaupa Milan Baros og Tomas Rosicky? Sjáum hvernig það fór. :rolleyes:

    Og Joan Laporta, sem hefur unnið kraftaverk á Nou Camp fyrir Barcelona, vann ekki sínar kosningar 2003 með því að kynna nýja og breytta stefnu í leikmannamálum, þar sem hann myndi gefa Rijkaard aukið svigrúm og meiri þolinmæði til að byggja upp lið. Nei, hann þurfti að lofa því að kaupa David Beckham til að vinna kosningarnar. :laugh:

    Það eru ekki bara Real Madrid-menn sem eru hálfvitar þegar kemur að þessum málum. Svo virðist sem Spánverjar í heild haldi virkilega að það skipti meira máli hvaða stórstjarna kemur til liðsins en hver stefnan er. Ef gæjinn sem er að lofa að kaupa Kaká og Robben vinnur, og þeir fá Kaká og Robben, þá leysir það nákvæmlega ekkert af þeim vandamálum sem eru til staðar hjá Real. Hvorugur þeirra er sterkur varnarmaður eða öxull á miðjuna. Hvorugur þeirra er nógu laus við egóið til að geta verið í liði þar sem þeir eru ekki aðal, og hvorugur þeirra er nógu góður til að geta borið þetta lið uppi eins og Ronaldinho gerir hjá Barca.

    Það er gaman að fylgjast með þessu.

Liverpool vinnur og Everton í Meistaradeild!

HM: 8-liða úrslitin hefjast á morgun!