Það eru tvær vikur í mót og liðið leikur í dag sinn fimmta æfingaleik af sjö. Að þessu sinni er um góðgerðarleik til heiðurs fyrirliðanum, Steven Gerrard, að ræða. Hann hefur leikið í fimmtán ár fyrir félagið núna og mótherjarnir eru gríska liðið Olympiacos, en þeir eiga að sjálfsögðu stóran þátt í goðsögninni um Gerrard eftir að hann smellti þessu marki í smettið á þeim í Meistaradeildinni fyrir níu árum síðan.
Þetta verður mest megnis æfingaleikur fyrir bæði lið. Ekki er um að ræða stjörnuleik eins og svo oft þegar góðgerðarleikir eru leiknir – Liverpool mun tefla fram aðalliðshópnum sínum í dag en þó hefur verið tilkynnt að Jamie Carragher og Robbie Fowler muni koma inná undir lok leiks.
Um Gerrard er eiginlega ekki hægt að skrifa of mikið, en þegar ég fór að rifja upp í gærkvöldi hvaða pistla við höfum skrifað um hann á þessari síðu brá mér aðeins við að sjá að við höfum skrifað allt, allt of lítið um hann. Það er eiginlega til skammar hvað við höfum skrifað lítið um Gerrard, sérstaklega eftir að hann hætti við að fara sumarið 2005. Það má að vissu leyti segja að við höfum tekið honum sem gefnum hlut og eytt tímanum í að ræða og skrifa um aðra leikmenn.
Í stað þess að skrifa fleiri þúsund orð um fyrirliðann okkar, eins og hann á skilið, ætla ég því bara að segja þetta hér: það hefur verið ein af mínum helstu ánægjum í lífinu að horfa á þennan dreng spila fótbolta fyrir Liverpool FC. Hann er fæddur nokkrum dögum á undan mér vorið 1980, eitthvað sem ég tók eftir þegar hann kom inná í sínum fyrsta leik með Liverpool og þulurinn hafði þá á orði, og því tengdist ég Gerrard strax tilfinningaböndum sem hafa haldist órofin síðan. Ef þið haldið að mér hafi liðið illa þegar Torres fór, eða þegar Rafa var rekinn, eða í sumar þegar Suarez reynir að flýja, hefðuð þið átt að sjá mig sumarið 2005. Ég var taugahrúga í nokkrar vikur og setti met í að hanga á F5-takkanum á ýmsum tímum sólarhringsins.
En fyrirliðinn fór aldrei, sýndi klúbbnum og okkur hollustu og fyrir það verð ég alltaf þakklátur. Hann hefur unnið alla titla í boði með Liverpool utan einn (því miður) og í staðinn er honum tryggður sess á meðal okkar dáðustu hetja. Ég ætla að hylla minn mann í dag.
Þá að leiknum sjálfum. Byrjunarliðið er sem hér segir:
Mignolet
Johnson – Touré – Agger – Enrique
GERRARD – Lucas – Allen
Sterling – Aspas – Coutinho
Bekkur: Jones, Kelly, Alberto, Skrtel, Downing, Henderson, Ibe, Wisdom, Coates, Borini, Suarez, Spearing, Carra, Fowler.
Ég uppfæri þessa færslu að leik loknum, og ég spái því að Stevie G skori þrennu í dag.
Uppfært: Leiknum er lokið með 2-0 sigri Liverpool. Joe Allen skoraði í fyrri hálfleik og Jordan Henderson í þeim seinni. Gerrard skoraði ekki og spilaði í 85 mínútur og lék vel.
Þetta var liðið sem lauk leik:
Jones
Johnson – Carragher – Agger – Enrique
Alberto – Spearing – Lucas – Henderson
Suarez – Fowler
Johnson, Agger, Enrique og Lucas fengu sem sagt 90 mínútur í dag og ekki of mikið um breytingar. Carra fékk hálftíma og Fowler og Suarez 20 mínútur saman frammi. Þvílík draumaframlína sem það er. Ef Fowler væri nú bara 15 árum yngri…
Allavega, annar sigur og aftur hreint lak hjá Mignolet (og Jones) í markinu. Næsti æfingaleikur er gegn Vålerenga í Noregi á miðvikudag.
Já ég held það væri ágætis tími fyrir síðuhöfunda að setja í einn vænan pistil um Steven Gerrard fljótlega. Ég veit fyrir víst að sumir ykkar telja hann besta leikmann í sögu félagsins. Annars er leikurinn sýndur hérna: http://webfirstrow.eu/watch/198807/1/watch-liverpool-fc-vs-olympiacos-piraeus.html
Fowler skorar,það er pottþétt.
Getur einhver sagt mèr kl hvað leikurinn er?
Kl 11:45
Hann er auglystur a stoð2sport2 en það er en þa kyrrmyndin þar
Veit einhver afhverju ekki er byrjað að sýna leikinn á Stöð 2 sport?
Virkilega lélegt hjá Stöð2sport2 og léleg auglýsing hjá þeim og ég tala nú ekki um að þeir ætla að hækka verðið upp í 8900kr á mánuði.
Meiri fábjánarnir
Verslunarmannahelgi – þeir hafa verið fullir á stöð 2 sport og gleymt sér:-)
Sælir félagar
Við sem erum svo vitlausir að vera með áskrift að enska boltanum á stöð2 ættum að taka okkur saman og segja henni upp fyrir svona þjónustu.
Það er nú þannig
YNWA
1-0 Allen. Djöfull er ég að fíla Aspas í ræmur maður. Frábærir taktar hjá þeim gæja. Sterling virðist ekki alveg klár í slaginn ennþá. Held það ætti að lána hann.
Þetta er fyrsti æfingaleikurinn sem ég hef séð með Liverpool en hefur Aspas litið svona vel út í öllum leikjunum? Virkar sem virkilega góður leikmaður.
Aspas er að virka mjög vel á mig.
JOE ALLEN, 1-0 fyrir LFC. Okkar menn líta vel út í þessum leik og váá hvad Aspas hefur verid flottur þad sem af er leiks
Allen veður í færum, góð hlaup inn í teiginn en nær ekki að klára nógu vel.
Hvernig var markið, var Aspas með stoðsendinguna ?
Já Aspas átti “skot-sendingu” utarlega úr teignum, mér sýndist Allen reyndar vera rangstæður en hann þurfti bara að reka löppina í hann af markteigslínunni.
Aspas að spila virkilega vel. Mér finnst Sterling sprækur og ég hef trú á að Allen eigi eftir að eiga gott tímabil.
Ég er á því að við eigum bara að selja Suarez. Hann getur bitið frá sér einhverstaðar annars staðar. Leyfa bara Coutinho, Sterling, Aspas, Sturridge ásamt nýja framherjanam sem verður keyptur þegar Suarez verður seldur að njóta sín.
P.s Endilega selja Borini hann er einfaldlega ekki nógu góður.
Fyrsti leikurinn sem ég horfi á þetta seasonið. Tek undir með öðrum hér, Aspas er kröftugur og flottur í þessum leik enda eins gott fyrir hann að standa sig þegar Fowler er tilbúin á bekknum bara 10kg yfir kjörþyngd.
Er kominn einhver tímasetning á Sturridge ?
Var ekki talað um að hann yrði klár fyrir leikinn á móti Stoke.
Ef að eitthvað annað lið en Arsenal kemur með tilboð í Suarez þá má hann fara enda hef ég fulla trú á að Aspas, Sturridge og félagar ráði við þetta.
ívar örn hvernig geturu sagt að við eigum að lána sterling hah ,, hann er buinn að vera með frískustu mönnum á undirbúningstímabilinu,, ef þú villt frekar hafa downing þarna á kantinum þá er sniðugt að lána sterling. efa að það seu margir sem vilja það
Sterling er endalaust frískur, það er alveg rétt. En hann á eftir að taka út mikilvægan þroska því hann er trekk í trekk að taka rangar ákvarðanir. Les leikinn illa og nær ekki að nýta styrkleika sína nógu vel. Hann er enn sem komið er ekki nógu góður til að vera hægri kantur nr. 1 og hann græðir lítið á því að spila með varaliðinu eða spila lítið í vetur. Lán í vetur væri fínt og þá kæmi hann sterkur inn næsta haust sem hægri kantur nr. 1. Downing er ekki frábær kostur en hann er ekki síðri en Sterling í dag og nýtist liðinu ekki verr. Gjörólíkir leikmenn.
Við eigum ekki að lána Sterling. Hann hefur einhvern X-facktor sem ekki allir hafa. Hann er gríðarlega fljótur og áræðin og leitar alltaf fram á við.
Já hann er ungur og gerir misstök en það gerði líka leikmaðurinn sem við erum að fagna í dag eftir 15 ára þjónustu við liðið. Hann fékk að spila og viti menn hann þroskaðist og varð einn besti miðjumaður heims.
Það þarf nefnilega að leyfa þessum leikmönum einfaldlega að spila í rauðutreyjuni í alvöru leikjum í staðinn fyrir að vera að spila í neðrideildum í allt öðruvísi boltan en þeir myndu spila í úrvaldsdeildinni.
2-0 Henderson í fyrstu snertingu, Sterling með stoðsendinguna. Frábært mark, vel gert Sterling.
HENDERSON!!! 2-0 / glæsileg sending fra Sterling sem er buinn ad vera frabær i leiknum
Guð fær 20 mínútur. Þvílík gæsahúð!
Flottur leikur hjá Liverpool í dag miða við að þetta var æfingarleikur og gaman að sjá Fowler(10+kg of þungan) og Carra spila.
Aspas virkar góður, Coutingho/Sterling flottir og eins og ég sagði áður þá held ég að Allen eigi eftir að standa sig vel.
P.s burt með Suarez
Langaði bara að koma því að, að ég var á Anfield á Liverpool-Olympiakos fyrir 9 árum síðan. 🙂 Frekar gaman.
Guð var nálægt þvi að skora
Sælir félagar
Loksins kom MU rásin útsendingunni í lag. Að mörgu leyti skemmtilegur leikur og grísku meistararnir áttu varla breik. Gaman að sjá hvað Lucas kemur vel undan sumri og Aspas, Sterling og Coutinho eru sprækir. Undursamlegt að fá að sjá Carra minn mann einu sinni enn á Anfield og gaman einnig að sjá Guð svona pattaralegan en kom sér samt í færi.
Þarna var ýmislegt á ferðinni sem lofar góðu og tilhlökkunin fyrir næsta tímabili er farin að hríslast um mann.
Það er nú þannig.
YNWA
Hvernig var Suarez? Þ.e.a.s hvernig virkaði hann a ykkur? Hvernig tók folk a moti honum? Missti af leiknum.
I fyrra a undirbuningstimabilinu unnum við einn töpuðum einum og tvö jafntefli markastaða 5 4 nuna unnið fimm og markatala 13 0
vonandi er þetta visbending um timabilið það var vissulega visbending i fyrra
Enn einn sigurinn og enn einn leikurinn þar sem við sleppum ekki inn marki á okkur. Ég verð nú bara að segja að þetta lítur ákaflega vel út. Sá ekki leikinn en gat ekki betur séð en að LS hafi verið í góðum fíling.
Steven Gerrard átti þennan leik svo sannarlega skilið!
Y.N.W.A!
Suarez var ekkert illa tekið en hann er algjörlega áhugalaus, hætti meira að segja einu sinni við sókn án þess að dómarinn flautaði og virtist pirraður á línuverðinum að hafa ekki veifað hann rangstæðan. Koma svo Real, drullist til að bjóða í þetta!
Mér fannst Suárez alls ekki virka áhugalaus. Hann pressaði mikið á varnarmenn andstæðinganna eins og hann er vanur. Mér fannst hann líka reyna aðleggja upp færi og spila boltanum ólíkt því í leiknum í Ástralíu þar sem hann reyndi yfirleitt að hlaupa sjálfur eða skjóta þegar hann fékk boltann.
Djöfull hljóta markmennirnir að vera orðnir pirraðir á þessum æfingaleikjum. Hefur einhver þurft að verja skot hingað til?
Ef það hefði ekki verið fjölmiðlafárviðri um framtíð Suarez hefði enginn haft neitt að segja um hans leik í dag. Hann er greinilega ekki kominn jafn langt í æfingaprógrammi og aðrir í liðinu en var alveg ferskur (enda stutt síðan hann var að spila alvöru fótbolta). Hann reyndi meira að segja að koma Fowler í fær frekar en að klára það sjálfur en var stoppaður.
Virkilega gamann að sjá þennan leik og Liv, réði öllu í leiknum og kannski voru Olympiacos að gera þetta bara rólega en já Gerrard góður að gefa þessar millur til veikra barna,,, GÓÐUR DRENGUR.
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/141673-an-open-letter-from-olympiacos
Já skor okkar í æfingjaleikjum sumarsins er orðið ansi spennandi, held að Rodgers sé bara kominn með þetta og búinn að leysa fótbolta. Ef við förum inní tímabilið taplausir núna þá ætla ég að spá því að Liverpool vinni líka ensku deildina taplausir með c.a. 100 stig og án þess að fá á sig mark í allan vetur. Eina liðið sem mun skora gegn Liverpool í vetur er Wycombe Wanderers sem slá okkur útúr báðum bikarkeppnunum 0-1. Suarez fer á 65m punda til Real og verður svo grænn af öfund útí Liverpool sumarið 2014 að hann hættir alfarið að spila fótbolta til að taka upp feril við að leika Hulk og Hannibal Lecter í Hollywood.
Þið lásuð þetta fyrst hér.
Fínn leikur í alla staði. Komnir lengra í hápressunni og hún var virkilega að skila á meðan að fyrstu 11 voru inná. Mjög gaman að sjá það.
Aspas er klárlega flottur leikmaður, mér finnst hann miklu betri þarna upp á topp heldur en úti á kantinum eins og við sáum hann í einhverjum leikjum og hann Coutinho er náttúrulega perla. Sterling byrjaði hægt en var svo frábær fannst mér upp úr hálftímanum, run-ið hans frá miðjunni með gríska varnarmanninn hangandi í buxunum hans var frábært. Ég var alveg brjálaður út í Enrique fyrstu 20 mínúturnar en svo fannst mér hann lagast.
Ég ætla ekki að lýsa gleðinni að sjá Fowler aftur í alrauðu, maður er enn hálf vanur Carra í treyjunni en að sjá Guð á Anfieldgrasinu var bara snilld!
Ég viðurkenni það að ég er enn að ná fókus á að sjá Kolo Toure í liðinu og ítreka það að ég vill sjá annan hafsent fyrir 1.september en vissulega styrkir hann hópinn okkar.
Hins vegar vekur það spurningar að Downing hefur ekki fengið mínútu nú í síðustu tveimur leikjunum og Skrtel kom ekkert inná í dag. Sjáum hvert það leiðir.
Fínn leikur í alla staði og bara áframhald á fínu undirbúningstímabili, sem þó ber að varast að gleyma sér í gleði yfir…
Rosalega er ég ánægður með yfirlýsingar BR og Ayre í fjölmiðlum undanfarna daga. Suarez er ekkert til sölu, punktur! Þessi tilboð Arsenal eru bara brandari og Gerrard sjálfur segir hreint út í viðtali að árangur Liverpool í vetur stendur og fellur með því hvort Suarez verði áfram eða ekki. Ekki var ég síður ánægður með að sjá viðtal við BR í dag þar sem hann er að máta Suarez við Bale og verðmiðann á honum. Alger snilld!
Mér finnst vægast sagt skrýtið að sjá yfirlýsingar margra stuðningsmanna (líka á þessari síðu) að við þurfum að losa okkur við Suarez. Er ekki allt í lagi??!! Hvaða leikmann eða leikmenn ætlum við að fá í staðinn? Það er ekki nóg að fá 50 – 55 milljónir punda ef við getum ekki verslað neitt í staðinn. Við erum ekki í meistaradeildinni og það gerir stöðu okkar mjög erfiða á markaðnum. Við getum allir haft okkar skoðun á karekternum Suarez, en gaurinn er fucking frábær fótboltamaður og algert glapræði að selja hann.
Ef klúbburinn verður hins vegar settur í þá stöðu að verða einfaldlega að selja hann þá KEMUR EKKI TIL GREINA að selja hann til annarra liða í Englandi. Það væri það allra heimskulegasta sem klúbburinn hefur gert í áraraðir.
Liðið lítur vel út og ef við höldum Suarez og bætum við okkur tveimur góðum leikmönnum sem gera tilkall í byrjunarliðið þá er engin spurning að við eigum eftir að gera atlögu að 4. sætinu í vetur.
Mikið var ég ánægður að sjá Allen í dag, strákurinn átti frábæran leik og vonandi er þetta það sem koma skal í vetur hjá honum. Hann byrjaði seinasta tímabil mjög vel en svo eins og allir vita þá fór að dala hjá honum, en á þessi strákur ekki helling inni ?
Ég held að Rodgers eigi eftir að eiga við skemmtilegt vandamál að stríða í vetur og mér líst vel á holninguna á liðinu.
Ef það koma inn 1 til 2 virkilega sterkir leikmenn þá verð ég mjög bjartsýnn á tímabilið.
Hárétt hjá þér nr 42. Menn ansi fljótir til hérna gat ekki betur séð en að hann hafi bara verið hress og kátur í dag. Fagnaði hann ekki Henderson þegar hann skoraði. Hvað getur líka svo sem verið mikið til í þessu tek allavega ekki mark á þessu fyrr en að ég heyri yfirlýsingu beint frá honum. Eða biðji um að vera settur á sölulista í það minsta.
Veit einhver hvar hægt er að nálgast upptöku af leiknum?
http://livefootballvideo.com/fullmatch/world/club-friendlies/liverpool-vs-olympiakos-piraeus#.Uf0pjRaYd68
Enn einir meistarataktarnir hjá okkur og enn verð ég bjartsýnni á að þetta verði árið okkar þar sem við komum sterkir til leiks og náum dollunni heim !
Varðandi sterling þá ferðu ekki að lána besta unga leikmanninn í heiminum. það er bara svo einfalt !
Það er útum allt núna á netinu að Aly Cissokho sé að koma ! 🙂
junior #48 nenniru að setja inn link?
setja link af cissoko ??? v
42.http://www.mbl.is/sport/enski/2013/08/03/suarez_i_mal_vid_liverpool/
Selja hann! Hverju skiftir hvort hann fari til arsenal ,swansea eða eitthvað annað,það eru allir á móti öðrum í keppnisleik er það ekki..? og ég trúi því ekki að Suarez eigi að vera dýrari en Falcao sem var keypur á € 60m. (M.Gomes sem var keyptur á € 15.5M) Suarez er ja..26 ára og hann hefur spila bara í Cl með Ajax 30 leikir og 16 mörk á ekki að spila í Europa legue.
Finnst þetta svolitið ironic þegar Gerrard er í viðtali og segir að http://www.goal.com/en/news/11/transfer-zone/2013/08/03/4162175/gerrard-tells-suarez-turn-down-champions-league-like-i-did?ICID=CP_98 sem hefur unnið mestaradeildina en ekki Suarez…Suarez þarf nýja áskorun…Svo er ég sammála Hamann http://www.goal.com/en/news/596/exclusive/2013/08/01/4157414/liverpool-would-be-better-off-without-suarez-says-hamann?ICID=CP_98
Varðandi #51 sem ég var að skrifa Cl og europa legue ..þá er Suarez ekki neinum af þessum keppnum..og það er synd..Lika fyndið að það er sagt á bbc. að Liverpool er betra en Arsenal..en hverning þá? í dag e 21.öldin..Arsenal er líð sem er í CL og er líð sem er að berjas um enska mestara bikarin..og svo tala menn um að arsenal hefur ekki unnið bikar lengi en Liverpool hefur verið að vinna tittla en þá gett ég sagt að Swansea vann bikar á síðustu leikið sem og Wigan og R.madrid varð tittla laus!
53
Ég hef ekki séð neinn tala um að LFC sé betra en Arsenal heldur að það væri ekki beint “step-up” fyrir hann að fara þangað.
Ef hann vill spila í meistaradeildinni væri Arsenal fáránlegur kostur því ef Liverpool eða Tottenham ætla í hana er Arsenal liðið til að ná. Svo hafa þeir almennt ekki verið að tryggja sér meistaradeildarsæti neitt afgerandi. Fyrir utan það fer Arsenal sjaldan lengra en upp úr riðlinum. Væri þá ekki sniðugara að fara til liðs sem hefur möguleika á að vinna hana?
Svo er Arsenal er ekki að berjast um titilinn.
Mér findist ekki í lagi að selja hann til Arsenal því við verðum líklega í beinni samkeppni við þá í vetur. Það væri allt annað að selja til Chelsea eða City en með að selja til Arsenal (eða Totthenham) værum við að stækka bilið á milli okkar og þeirra.
54 er bara segja það sem er skrifað á goal.com þar er fólk að tjá sig veitt nu ekki betur en svo að Gerrard var að segja að Suarez ætti biða frekar eftir tilboði frá R.Madrid eða Barcelona. en ekki Arsenal þar sem LFC er betri! Skiftir engu máli hvort sem liðið er að ná sætum afgerandi eða ekki..fatta þig ekki og af hverju viltu frekar fá Totthenham í mestaradeildina heldur en Arsenal? Af hverju væri það ekki skref upp á við að fara til Arsenal..Meina er þá skref niður á við hjá Falcao og fleirum sem fóru til Monaco sem er ekki í mestaradeildini? Dæmir hver fyrir sig… Svo er Gerrard að tala um hann hafi hafnað B.Munchen ári síðan fyrri fyrsta mann ég nú ekki að Bayern hafi viljað Gerrard fyrir ári síðan..http://fotbolti.net/news/03-08-2013/gerrard-hafnadi-bayern-munchen-fyrir-ari-sidan
Hann er s.s. að segja að liðið sé ekki nógu gott án hans. “Ef við missum hann, þá tökum við skref aftur á bak og náum ekki efstu fjórum sætunum”. Hann er þá að segja að allir hinir séu bara meðalmenn eða allavega ekki nógu góðir. Uppörvandi???:/ og svo ætti Suarez að skoða sjálfann sig og taka næsta skref ! draga lærdóm af því að halda áfram í miðlungsklúbb og vinni aldrei neitt 🙂 p.s það kemur alltaf maður í mannst stað er það ekki 🙂
Það er skref niður á við að fara til Arsenal. Menn kvarta yfir eigendum okkar. En eitt árið þar sem Wenger tímir ekki að eyða peningum nema þá að það sé eins og undanfarinn ár að þeim tekst ekki að gera nóg til að lokka til sín stór nöfn sennilega vegna þess að þeir leikmenn hafa ekki trú á leikmannahóp þeirra frekar en ég og aðrir. Miðað við það sem ég er búin að sjá þá er meira spennandi að gerast í okkar herbúðum.þó Arsenal sé í meistaradeildinni afar litlar líkur á því að þeir séu að fara safna mörgum stigum allavega með óbreytt lið.
Stórsnillingar – og þessi Scouser-hreimur fæst ekki keyptur fyrir peninga… músík í mínum eyrum.
http://www.youtube.com/watch?v=I7AHlofFTQU
Ef við seljum Suarez til Arsenal er LFC orðið feederklúbbur fyrir miðlungsklúbba eins og West Ham og Swansea. Það er eithvað sem yrði erfitt að sætta sig við. Það myndi þýða það að við værum að festa okkur í baráttunni um 6.sætið í stað þess að gera atlögu að 4.
40 ára í dag og langar í leikmann í afmælisgjöf TAKK 🙂
Costa og Suarez verða svakalegir saman.
Hérna eru nokkrir linkar á Aly Cissokho
http://www.soccernews.com/liverpool-agree-deal-for-cissokho/124935/?
http://www.chroniclelive.co.uk/sport/sunderland-set-miss-out-cissokho-5581155?
man ekki fleiri í augnablikinu en það voru fleiri með þetta 🙂
Núna er Comolli rasshaus út um allt að drulla yfir klúbbinn. Klassi.
junior,,,,, þetta eru alls ekki traustir miðlar
Cygne,,,,,þú átta að koma með linka inná svona slúður
http://liverpool.theoffside.com/liverpool-transfer-rumours/2013/8/4/4587950/luis-suarez-transfer-arsenal-damien-comolli-liverpool-top-four?
Hér er einn venöör.
Camolli dansandi a öskunni ur eldinum sem hann kveikti. Kæassa kall, ææ kaldhæðni skilar ser ekki vel hérna.
skrtel í lán
http://www.talksport.co.uk/sports-news/football/premier-league/transfer-rumours/130805/napoli-agree-loan-deal-liverpools-skrtel-203074
er ég sú eina sem villað Suarez fari hér eða? http://www.mbl.is/sport/enski/2013/08/05/david_james_liverpool_betra_an_suarez/
Comolli aetti nu ekkert ad vera ad tja sig um Liverpool, thar sem hann a mikla sok a lelegri stoud klubbsins i dag.
Algjort fifl.
Er hann að koma eða ekki?? http://fotbolti.net/news/05-08-2013/costa-liklega-ekki-a-leid-til-liverpool
Damien Comolli fékk Gareth Bale til Tottenham og Luis Suarez til Liverpool, tveir heitustu bitarnir í dag. 80 milljón punda menn. Hann er kannski ekki algjört fífl.
Fékk Comolli ekki Andy Carroll yfir til Liverpool fyrir 35mills? Af mörgum talin ein versta fjárfesting í sögunni. Ætla ekkert að dæma manninn út frá þessum viðskiptum hans en mér finnst ummæli hans bera vott um biturleika.
Liverpool er til í að selja Downing til newcastle á 5 millur samkvæmt Echo,
ég er hálfpartin fegin að við skulum fá svo mikið fyrir hann miðað við 3 mörk og 5 stoðsendingar í 65 leikjum.