Blessunarlega er stutt í að tímabilið hefjist á nýjan leik og Liverpool er að spila nokkuð þétt þessa dagana. Núna er liðið í Noregi og eins og búist var við fá þeir sem lítið hafa spilað undanfarið að spreyta sig í dag. Stærri kanónur fá svo líklega aftur að byrja um helgina þegar styttra er í fyrsta leik.
Henderson er fyrirliði í upphafi leiks sem er auðvitað mikill heiður fyrir hann þó ég sjái það ekki sem eitthvað sem við ættum að lesa of mikið.
Jones
Spearing – Wisdom – Coates – Flanagan
Alberto – Henderson – Allen
Downing – Aspas – Ibe
Bekkur: Mignolet, Enrique, Kelly, Toure, Gerrard, Coutinho, Assaidi, Lucas, Borini, Sterling.
Helsta spurningamerkið hjá mér er afhverju fær Kelly ekki að byrja þennan leik? Eins er spurning hvort þetta verði í síðasta skipti sem við sjáum Assaidi, Spearing og Downing á leikskýrslu hjá Liverpool?
Ég tippa á að Spearing verði í bakverði og Flanagan í vinstri bak en Downing gæti líka átt að leysa þá stöðu og Spearing þ.a.l. á miðjunni.
Eins og alltaf verður gaman að sjá þennan leik og líklega verður ekki síður spennandi að sjá viðtölin eftir leik, þau gætu orðið fróðleg.
Uppfært – hálfleikur:
Þetta er ekki það stór leikur og það verða líklega það miklar breytingar í hálfleik að við gerum þetta bara upp strax.
Staðan eftir fyrri hálfleik er 1-2 fyrir Liverpool og Liverpool hefur verið miklu miklu betra en þetta veika Valerenga lið. Markmaðurinn þeirra er búinn að eiga leik lífsins og þá sérstaklega gegn Aspas sem hreinlega smellpassar í Liverpool liðið m.v. þennan fyrri hálfleik. Hann hefur klúðrað nokkrum dauðafærum þökk sé markmanni gestanna sem enginn hefur heyrt um áður, hann er búinn að skjóta í þverslánna og átti að fá eitt augljósasta víti sem ég man eftir síðan við mættum Norwich síðast. Hann endaði þó hálfleikinn á því að pota loksins inn marki eftir sendingu frá Downing sem hefur verið sprækur í dag. Ekki í fyrsta skipti sem hann spilar vel reyndar gegn andstæðingum í þessum gæðaflokki. Gaman samt að sjá Aspas sem er mjög vinnusamur og alltaf að koma sér í góð færi.
Miðjan hefur annars verið mjög öfllug í dag, Alberto er öflugur og skoraði frábært mark. Allen virkar mjög ferskur undanfarið og Henderson er fínn líka þó hann eigi mesta sök á markinu sem við fengum á okkur enda hans maður sem fékk frían skalla í teignum. Liverpool er mjög mikið með boltann og þeir stjórna leiknum alveg.
Mark heimamanna kom eftir hornspyrnu og var að ég held þeirra eina skot á markið. Allt allt allt of kunnulegt stef það.
Uppfært – seinni hálfleikur
Liðið í seinni hálfleik er svona:
Mignolet
Kelly – Wisdom – Toure – Enrique
Gerrard – Lucas – Coutinho
Sterling – Borini – Assaidi
Seinni hálfleikur var töluvert rólegri og virkaði meira á mann sem æfing hjá aðalliðinu frekar en æfingaleikur. Valerenga bauð líka líklega upp á aðeins betra lið í seinni hálfleik (Norðmenn þið kannski fræðið okkur um það?) Krafturinn á miðjunni var ekki eins góður og í fyrri hálfleiknum þó Liverpool hafi áfram stjórnað leiknum og Coutinho var að gera það sem honum langaði lengst af í leiknum. Gerrard og Lucas voru ekki alveg á fullu gasi að manni fannst.
Martin Kelly grísaði þriðja marki Liverpool inn eftir horn strax í upphafi fyrri hálfleiks. Toure missti af boltanum í góðu færi inni á teignum en þaðan fór hann að því er virtist í höndina á Kelly og inn. Hvað um það Liverpool skoraði mark eftir horn. Strax í næstu sókn skallaði Toure í þverslánna eftir aðra hornspyrnu frá Gerrard.
Assaidi var sæmilega sprækur í þessum leik þó hann hafi ekkert verið að gera neitt rosalegt, þetta er samt líklega fínn leikmaður á lægra leveli. Borini var einnig að koma sér sæmilega í færi og taka góð hlaup en það væri vel orðum aukið að segja að hann hafi verið að heilla mann. Honum vantar mark og var óheppinn í að ná því ekki, hann átti t.a.m. eitt skot í þverslánna og var það þriðja skot Liverpool í tréverkið í dag.
Raheem Sterling náði svo að klára þetta endanlega í uppbótartíma eftir að hann fékk boltann fyrir opnu marki eftir sendingu frá Assaídi.
Allt í allt fín frammmistaða hjá Liverpool og flestir leikmenn liðsins litu ágætlega út. Andstæðingurinn virkaði ekki merkilegur og mætingin á þennan leik furðu léleg. Þetta var líklega sá leikur í sumar sem líktist hvað mest æfingaleik sem þetta auðvitað er.
Næst er það Celtic á laugardaginn í Dublin.
ÀFRAM LIVERPOOL 🙂
Eitthvað stream ???
hérna :http://www.coolsport.tv/stream2.html
Mig langar að spyrja, núna ætla ég að segja upp áskrift að Stöð 2 sport 2. Hvað væri best fyrir mig að gera til þess að sjá Liverpool leiki (vil sjá sem flesta). Er það bara stream eða þetta Sky sports eða sportpakkinn hjá Skjánum?
Væri mjög vel þegið að fá upplýsingar um reynslu annarra.
Alberto ! Flott mark
Jón. ég nota bara http://www.wiziwig.tv/
Sopcast eða Acestream / Torrentstream þú nærð oftast fínum streamum.
Enþá 0-0?
1-1
þetta var víti
1-1 Enn fáum við á okkur mark úr föstu leikatriði. Aspas og Ibe verid sprækir eins og í öllum leikjunum á undirbuningstimabilinu. Aspas átti m.a. að fá víti áðan
2-1 Apas
Aspas átti þetta að vera
Owen með flotta línu þarna. ,,It’s a great skill that, sending the defenders out for pies!”
Aspas 😀
2-1 ASPAS með sitt fjorða mark i sumar! Fin stodsending fra Downing
“Enn fáum við á okkur mark úr föstu leikatrið”
Þetta er fyrsta markið sem við fáum á okkur í sex leikjum. Er ekki nær að horfa á þann árangur heldur en að horfa á einhverja neikvæðni?
Bara spyr.
Judas owen er hryfinn að Aspas segir að hann sé vinnusamur og gæti komið á óvaí deildinni í vetur.
óvart átti þetta að vera
3-1 Kelly med markid. Ánægjulegt að sja Toure i okkar hornspyrnum, sterkur í teignum
Gaman að sja okkar menn raða mörkum inn alveg til að sjá fleiri 🙂
Er hægt að horfa á stream í ipad
4-1 Sterling.
4-1 STERLING!!! Mjog vel gert hja Coutinho og Assaidi sem bjuggu til markid
Frekar bragðdaufur leikur en það er tvennt sem stendur upp úr. Aspas var frábær og svo hvernig norsku sjónvarpsmennirnir bera fram Liverpool, þeir segja Liverpul… KOMM ON!!
Ahhh yisss!! Manni fannst liðið vera frekar lágt gírað. Sem er allt í góðu en greyið hann Borini…oh boy oh boy karlinum er alveg fyrirmunað að skora.
Létt run á mönnum. Flott að fá mark á sig, setur menn í samband aftur. Eins og Hamann sagði, ekki gott að rúlla preseason á núlli og fá svo á sig mark eftir 10 mín. á móti Stoke.
Næsti leikur er testið. Alltaf gaman að mæta Celtic og allur völlurinn syngur. Hugsa að kjarninn spili megnið af þeim leik og nokkrar skiptingar i lokin.
YNWA
Gott viðtal við Phil Thompson.
Hann er m.a. spurður að því hvernig Fagan, Shankly og þessir stóru gömlu stjórar hefðu dílað við ástandið með Suarez og hann segir að þeir hefðu annað hvort selt hann úr landi fyrir metfé eða að öðrum kosti ekki hikað við að láta hann spila með varaliðinu. Mikið rosalega er ég fylgjandi því, tala aftur við hann í desember og sjá hvort að hann sé tilbúinn að láta af fýlunni og haga sér eins og maður(HM ár…) fram að vori og ef svo þá myndum við skoða tilboð utan Englands.
Ég var á leiknum og persónulega var Downing ekkert sérstakur í þessum leik. En aftur á móti var Lucas allt í öllu og var að stoppa sóknir anstæðinga, og hann lítur mjög vel út fyrir komandi tímabil. Luis Alberto var besti leikmaður vallarins hann var að búa til sóknir og skoraði þetta frábæra mark mig hlakkar mikið til að sjá hann á komandi tímabili. En því miður mættu allt of fáir á þennan leik. en samt mjög góður leikur 😉
Guardian – Luis Suarez will be told by #LFC to train away from the squad until he shows a better attitude and more respect for the club
BR: “There’s a few bridges to cross before he can play for LFC again. It’s about the respect hat’s the only thing we look for. This is one of the most iconic football clubs in the world, you can’t disrespect it.”
BR: “There were no promises made – categorically none – and no promises broken.”
BR er flottur karl, ansi hreint flottur karl og virðist vera með sitt á hreinu.
http://www.mirror.co.uk/sport/football/transfer-news/luis-suarez-total-lack-respect-2138379
Varðandi leikin ja góðurleikur en hvað gefa þessi leikir okkur..? erum að vinna líð frá Noregi..og í Asíu..En með leikmennina í þessum æfinga leikum þá er ég voða hrifinn af Aspas og Alberto..en varðandi Suarez:Skil manninn fullkomnlega. Þarna er heimsklassaleikmaður á hátindi ferilsins. Hann er hinsvegar í metnaðarlausu félagi sem var langt frá því að komast í Meistaradeildina og virðist ekki vera að fara í hana á næstu árum.
Höfum ekki ennþá gert nein alvöru kaup sem gefa manni einhverja von um að ná þessu sæti. Á meðan Spurs hafa t.d. keypt einn skæðasta framherja Evrópu.
Menn þarna á Anfield verða að átta sig á því að þeir verði að gera meira og betur en liðin fyrir ofan. Ætli þeir sér einhverntímann að brúa þetta bil og koma sér inn í keppnina sem allir vilja spila í.
Mörkin frá leiknum. http://www.footytube.com/video/valerenga-if-oslo-liverpool-aug07-189969?ref=hp_tbox
Jæja, kominn heim eftir að horfa á leikinn á Ullevål. Skemmtileg afþreying og allt fullt af rauðum treyjum um allan völl. Fjöldi áhorfenda var á milli 15-16 þúsund og stemningin svona upp og ofan. Ég var í stúkunni fyrir aftan markið sem við sóttum á í fyrri hálfleik. Sú stúka var pakkfull og lang mesta fjörið þar enda voru það ódýrustu miðarnir, 527 NOK miðinn.
Aðeins um leikinn. Hann var auðvitað tvískiptur, tvö ólík lið sem við stilltum upp í sitthvorum hálfleiknum og greinilegt að strákarnir í fyrra hollinu voru ýmist að spila fyrir sæti í aðalliðinu eða að reyna að láta ekki selja sig til Bolton og Newcastle. Mér fannst Downing vera mjög sprækur í fyrri hálfleik, Ibe var stórhættulegur og aumingja bakvörðurinn sem átti að passa hann hafði engin tök á þeim stutta. Að auki var Aspas flottur og er þeim hæfileika gæddur að mæta á réttan stað á réttum tíma. Verst að norski markvörðurinn var næstum jafn góður í því. Það var gaman að sjá Luis Alberto skora og svo sóla mann og annan í næstu sókn en fyrir utan það var hann meira í því að senda boltann til hliðar heldur en fram á við. Að lokum fannst mér Allen vera mjög sprækur og hlakka til að sjá hann í vetur.
Í seinni hálfleik komu stjörnurnar inn á. Það sem mér fannst markverðast var að fylgjast með bakvörðunum. Enrique hleypti nákvæmlega engu framhjá sér en Kelly átti í talsverðum vandræðum með gaurinn númer 22 hjá Vålerenga sem virkaði mjög sprækur og náði 4-5 góðum fyrirgjöfum. Mér fannst allar sendingar Mignolet vera afskaplega góðar og komu talsvert á óvart, langar sendingar út að hliðarlínunni í kringum miðsvæðis fóru beint í lappirnar á okkar mönnum. Góður sendingarmaður. Aðrir spiluðu nokkur afslappað fannst mér, Coutinho var hann sjálfur, Gerrard var ekki mikið að reyna á sig, Lucas var fínn fyrir utan eina skelfilega sölu um miðjan hálfleikinn. Sterling var ágætur og svo mætti lengi telja. Assaidi reyndi og reyndi og gekk stundum, hann er ágætur í League Cup…..já og svo er það Borini, manni langar svo að hann skori þessi elska.
Eitt að lokum. Kolo Toure. Þetta var góður díll hjá okkur, hann er svo sultu rólegur, hann les leikinn eins og Stephen Hawkins les Litlu gulu hænuna og kann öll trikkin í bókinni. Já og svo hleypur hann svo stórkostlega skemmtilega.
All in all. Góð skemmtun, frábært veður, bjórinn eftir leik var stórfenglegur (Erdinger) og bara 10 dagar í fyrstu 3 stigin í deildinni!
En hvað með Coates? Hef mætur á kauða
Einhverstaðar heyrði ég að miðaverðið á þennan leik hafi verið mjög hátt. 80 pund fyrir ódýrasta miðan og þessvegna hafi verið svona fáir áhorfendur.
ódýrast miðinn var å 800 norskar, sem er allt of mikið.
Ódýrasti miðinn var reyndar 527 sem er samt fjári mikið.
Varðandi Coates að þá bara eiginlega var hann þarna. Fannst hann ekki virka eins og PL top 6 leikmaður.
http://livefootballvideo.com/fullmatch/world/club-friendlies/valerenga-vs-liverpool#.UgNgZclZv-4
Allur leikurinn