Rodgers tjáir sig um Suarez

Brendan Rodgers tjáði sig um Luis Suarez við blaðamenn eftir leikinn í Noregi í kvöld. Hann er ekkert að hika við þetta og fullyrðir að engin loforð hafi verið svikin.

There were no promises made – categorically none – and no promises broken. The club and his representatives had several conversations and he knew exactly where he was at.

I think Luis knows the support he’s had at the football club and that’s something that’s been unswerving throughout the whole of last season. Obviously the remarks I’ve read are bitterly disappointing – but my job is bigger than that.

My job is to fight and protect the club. The conversations I’ve had with him, he knows I’ve had and they will remain private.

I will take strong, decisive action, absolutely. There has been total disrespect of the club – this is a lack of respect of a club that has given him everything. Absolutely everything.

Frábær komment og næsti punktur finnst mér líka frábær þegar að hann talar um aðdáendur Liverpool, sem hafa varið gjörðir hans og sungið nafnið hans nú síðast fyrir nokkrum dögum.

I really, really feel sorry for the supporters, people that have sung his name. We have travelled the world over the course of this pre-season. 85,00 fans were singing Luis’ name in Jakarta. It was the same in Australia, in Thailand and at Steven Gerrard’s testimonial.

Það sem er einnig magnað við frétt Echo um þetta mál er að Suarez var látinn æfa einn á æfingasvæðinu (þótt að liðið sé í Noregi þá eru væntanlega einhverjir eftir á svæðinu). Það hafi hins vegar ekki verið vegna viðtalsins heldur:

The decision to make Suarez train on his own away from the first team squad isn’t due to the interview he gave earlier this week.

Instead it’s punishment for what Rodgers deems to be the poor attitude he has shown during friendly matches and training sessions recently.

Þetta er með hreinum ólíkindum. Ekki nóg með að Suarez hafi verið að væla í blöðin þá hefur hann líka verið með slæmt viðhorf á æfingasvæðinu og í æfingaleikjum Liverpool.

Gordon Taylor, forseti leikmannasambandsins í Englandi (sem að Suarez hafði vælt í) staðfestir svo að það sé engin klásúla í samningi Luis Suarez um að Liverpool þurfi að selja hann fyrir 40 milljónir punda.

“If you are going to have a supposed buy-out clause it should be that, but it is different as it says if there is no qualification for the Champions League [by Liverpool] and if there is a minimum offer of £40million then the parties will get around the table to discuss things but it does not say the club has to sell.

“It quite clearly states £40million is a minimum offer for discussions, but it becomes really difficult with such clauses.

Þetta mál er ekki auðvelt. Suarez vill fara og er nógu mikill skíthæll til að taka ekki einu sinni á því á æfingum, Liverpool vill ekki selja hann til Arsenal og ekkert annað stórlið virðist vilja sjá hann. Ég á erfitt með að sjá hvernig þetta getur endað vel fyrir Liverpool.

76 Comments

  1. Credit where it´s due , Brendan og klúbburinn fá 10+ fyrir það hvernig þeir hafa meðhöndlað þetta LS mál. Þetta viðtal segir í raun allt það sem ég var að hugsa.

    Meira að segja pressan er farin að snúast gegn honum.

  2. Hvernig sem þetta fer þá verð ég að hrósa klúbbnum og Rodgers fyrir það hvernig þeir hafa dílað við þetta leiðindamál. Vel gert.

  3. Mér finnst síðasta setning þín Einar svolítið merkileg. Þú segir þar að þú sjáir ekki hvernig þetta endar vel fyrir Liverpool en á margan hátt getur þetta mjög vel fyrir Liverpool en á sama hátt getur þetta endað á slæman hátt.

    Að missa Suarez eins og hann var í fyrra er mikill missir og jafnframt missir sem við munum ekki bæta upp á næstunni. Við munum jafnvel neyðast til þess að láta okkar besta mann, sem er metinn á 40-50 milljónir punda, æfa með varaliði eða sitja á bekknum. Þetta er auðvitað ekki sniðugt en nauðsynlegt.

    Með þessum orðum Brendan höfum við einnig gefið það í skyn að enginn sé stærri en klúbburinn. Við höfum einnig gefið það í skyn að við erum ekki það blankir að við getum ekki látið velborguðu stórstjörnuna dúsa einan eða jafnvel með varaliðinu. Það leiðir okkur svo að þriðja punktinum sem er sá að nú geta hin liðin séð að við munum ekki lengur selja stærstu leikmenn okkar til liða sem við teljum að séu okkar helstu keppinautar! Sjálfir hafið þið oft nefnt það í síðustu podköstum að við ættum ekki að vera lið sem seljum til keppninauta okkar.

    Þrátt fyrir allt er Suarez sá sem mun “bíta” hvað fastast í handabakið á sér eftir þetta sumar. Í fyrsta lagi þá er það alveg klárt að hann er ekki fyrsta skotmark Real Madrid og takist þeim að fá Bale mun Suarez ekki verða keyptur. Ég í raun skil ekki hvernig svo skuldsett félag getur mögulega pungað út svo hárri upphæð eins og talað er um í fjölmiðlum en það er annað umræðuefni.
    Barcelona hefur ekki áhuga, Bayern hefur ekkert með hann að gera svo þau félög sem ég sé hann fara til eru Juve eða PSG. Ég sé hann heldur ekki fara þangað.

    Gerist það að hann verði ekki seldur fyrir 1. sept mun hann þurfa að vera áfram í Liverpool borg. Eftir hegðun hans undanfarið þá hlýtur það að vera hans stærsta martröð. Fyrir það fyrsta finnst honum nægilega erfitt að vera á Englandi en hann hefur alltaf geta huggað sig við að vera í kringum fólk sem dýrkaði hann og dáði. Í dag eru örugglega enginn jafn mikið á móti honum og það fólk. Þjálfarinn hefur ekki mikið álit á honum og margir liðsfélaga hljóta að vera hundfúlir með kappann.

    Hann hefur gjörsamlega tekist að mála sig alveg úti horn núna og ég held að hann hljóti að fá smá panic attack. Spili hann ekkert er hann að eyða heilu ári þar sem hann á að vera á háttindi ferilsins í varaliði fyrir það eitt að vera heimskur. Við megum einnig ekki gleyma því að HM er næsta sumar og Suarez hefur alls ekki efni á því að spila ekki heilt tímabil.

    Ég spyr því Mr. Suarez, hver er þinn næsti leikur!

  4. Ég segi bara á móti, hvað myndum við gera ef við stýrðum klúbbnum núna? LFC þarf að sýna styrk og staðfestu í þessu máli. Auðvitað er þetta vont mál og það verður enginn “sigurvegari” í þessari deilu, það er alveg á kristaltæru. Klúbburinn þarf hins vegar að bíta í skjaldarrendur núna. Það sem mér finnst verst í þessu er framkoma Suarez gagnvart leikmönnum í liðinu. Hann mun ekki spila fleiri leiki fyrir LFC. Teningunum er kastað, það er ljóst. Hann verður ekki seldur til Arsenal, það er morgunljóst. Við þurfum að koma honum út úr landi………en sennilega verður það á tombóluverði……því miður.

  5. Sammála mönnum hér að ofan. Það er erfitt að höndla þetta mál mikið betur heldur en klúbburinn hefur gert.

    Ímínum huga eru skilaboð Liverpool til LS nokkur skýr. Klúbburinn ætlar sér að standa gallharðir á sínu. Annað hvort spilar LS fyrir Liverpool eða hann verður seldur á þeim forsendum sem klúbburinn sættir sig við.

    Það er líka mikilvægt að sína staðfestu í svona málum frá sjónarhóli klúbbsins til þess að setja fordæmi um að svona hegðun sé ekki liðin sama hver á í hlut.

  6. Ég er alveg pottþéttur á því að Suaréz og Tevez eru náskyldir.

  7. Beið lengi eftir viðbrögðunum frá LFC í dag, en mikið var það biðarinnar virði!

    Einfaldlega 15+ fyrir það að láta hann mæta einan á æfingasvæðið og síðan að láta það algerlega í ljós )að það mun ekkert gerast nema það sem Liverpool FC vill. Twitter talar um það að John W. Henry sé afar ósáttur við framgöngu Arsenal (sem við skulum ekki gleyma að var lið sem hann hefur horft til og töluvert verið i sambandi við Kroenke) og muni klárlega alls ekki selja hann þangað.

    Ég hef oft átt erfitt með að sætta mig við eigendurna, sérstaklega þegar kemur að leikmannakaupum en ég hef fulla trú á því að þeir muni vinna sér inn stig hjá okkur núna og þessi farsi allur muni gera þá enn ákveðnari í því að troða gulrót ofan í ofdekraða fótboltamenn og verði grimmari í því að fá alvöru menn til klúbbsins okkar.

    Svo ég er handviss á því að það er Suarez sem á erfitt með svefn í kvöld. Nú er að sjá hvort að kapallinn var búinn til í Madrid eða hvort að þessi frábæri fótboltamaður verður geymdur í skammarkróknum okkar áfram eftir að glugginn lokar. Ég er til í að splæsa raðgreiðslu á VISA kortið mitt til að borga hluta launa hans þarf ef þess þarf með!

  8. LS er greinilega mjög hvatvís og jafnvel veikur á geði! Hann getur ekki tekið heilbrigðar ákvarðanir, hvorki fyrir sig sjálfan eða þá sem standa honum næst. Ég fagna því þegar hann fer!

  9. Kannski er þetta allt plan hjá Real og þeir munu bráðum bjóða hlægilega lága upphæð af því að það er betra fyrir Liverpool að senda hann þangað.

    Þetta verður spennandi…

  10. Það er nokkuð ljóst að Liverpool er ekki að fara koma vel út úr þessu enda erum við annað hvort að fara missa Suarez frá okkur eða halda honum með hálfum hug gegn vilja bæði hans og okkar. Erfið staða klárlega og ef við bara spólum til baka að Chelsea leiknum þá hefði þetta ekkert getað farið mjög mikið verr. Mögulega ef hann væri að reyna allt sem hann gæti til að komast til United/Everton og gerði það í gegnum The S*n… og ég útiloka alls ekki að það verði næsta skref hjá honum.

    En það góða sem gæti komið út úr þessu er að samband FSG/Rodgers og stuðningsmanna gæti batnað mikið og er nú þegar að gera það með þeirra viðbrögðum. En þeir verða líka jafn fljótir að klúðra því ef þeir eru ekki að fara með rétt mál varðandi meinta klásúlu í samningi hans eða ef þeir gefa eftir og selja hann þrátt fyrir allt. Þeir eru að standa í lappirnar og þurfa að sannfæra okkur, Suarez, Arsenal og fjölmiðla um að þeir séu tilbúnir að láta Suarez taka Tevez frí ef þess þarf, frekar en að selja hann á hans forsendum.

    Eitt hjá þér Maggi (þó við séum annars sammála), ég skil ekki alveg hvaða löngu bið þú ert að tala um? Klúbburinn tók á þessu við allra fyrsta tækifæri og það af sannfærandi festu. Betra að láta Rodgers svara fyrir þetta eftir leikinn sem verið var að undirbúa frekar en með yfirlýsingu eða álíka strax í morgun. Það má svo koma yfirlýsing í kjölfar þess að þeir hafa “talað”/ÖSKRAÐ á Suarez núna á morgun eða hinn. Þann fund á að taka upp á video og sýna á LFC TV.

    Annars er ljóst að FSG þarf að fara landa þessum stóru kaupum sem þeir hafa talað um síðan í janúar og jafnvel lengur. John W Henry var á leiknum í Noregi og fór með því til Liverpool líka. Hann hefur ekki mætt þangað í 13 mánuði. Ekki að það skipti öllu hvort Henry sé á staðnum eða ekki þá er alveg ljóst að FSG þarf að sýna matt sinn næstu daga, þá er ég ekkert að tala um neitt tengt Suarez. Tottenham hefur nú þegar keypt 2-3 heimsklassa leikmenn og Arsenal er að reyna að kaupa okkar besta mann, við náum ekki að brúa bilið sem þegar er allt of stórt með Toure, Aspas og Alberto og sannfærum engan með þannig kaupum. Með fullri virðingu fyrir þeim leikmönnum.

  11. Þetta er allt svo fyrirsjáanlegt. Hann fer 31. ágúst og við munum klúðra því að fá mann í hans stað.

  12. Liverpool er ekki að missa einn eða neinn. Suarez fer og Liverpool fær 40 milljónir sem er fínn hagnaður fyrir vandræðagemsa. Scoutingliðið getur notað þessa 40 milljónir vel og þeir hafa sýnt meiri metnað í leikmannakaup heldur en hefur sést lengi. Það er það besta við Liverpool í dag. Það er verið að búa til lið og Suarez er einhver einn kall í stjörnutómurugli.

  13. Ég sagði eftir leikinn á móti Melbourne í Ástralíu að Suarez væri skítseiði og ég vildi losna við hann enda fannst mér framkoma hans gagnvart áhorfendum svó ótrúlega léleg að það hálfa hefði verið nóg. Tæplega 100.000 manns á vellinum að fagna honum og hann er að drepast úr fýlu. Mér fannst þetta verra en mannætutaktarnir og kynþáttaníðið (sem ég efast ekkert lengur um að átti sér fulla stoð í raunveruleikanum) en vonaðist þú innst inni að maður hefði rangt fyrir sér og hann myndi einhvern veginn koma standandi út úr þessu.

    En NEI – nú er þetta endanlega orðið ljóst. Maðurinn er alger drulludeli og það versta við þessa framkomu hans er að þetta hlýtur að minnka áhuga annarra liða á að kaupa gaurinn sama hversu góður hann er. Verðið er því að lækka í raun og veru. Þetta er því afar slæm staða en kannski væri bara ánægjulegast að láta hann vera áfram, æfa einan o.s.frv. Hann myndi auðvitað fríka út og þá gætum við a.m.k. sektað hann um launin hans næstu 3 árin. En í öllu falli afleit staðan.

  14. Svo segist hann vera að hugsa fyrst og fremst um fjölskyldu sína. Guð minn góður, fram að þessum farsa hefur þeim öllum verið tekið sem kóngafólki í Liverpool borg. Nú er það eitthvað að minnka held ég.

    Þessi leikmaður sem ég hélt ótrúlega mikið uppá er að verða leikmaður sem ég vill burt frá Englandi.

    Hvar er virðing hans fyrir þessum fótboltaklúbbi og stuðningsmönnum hans sem hafa staðið við bakið á honum í gegnum súrt og sætt, er þetta “torres part two”. Þar sem það skiptir leikmanninn engu máli að hann sé að spila ótrúlega vel, og að hann sé goð meðal stuðningsmanna liðs, er þetta bara veröld knattspyrnunar í dag, að sá hluti skiptir engu máli, heldur bara peningar og aftur peningar.

    Knattspyrnuheimur versnandi fer ! ! !

  15. Auðvitað á að selja þennan aumingja hvert sem hann vill fara. Maður á aldrei að halda óánægðum manni í vinnu. Nútíma fótbolta snýst um að þú heldur tryggð við klúbbinn þangað til einhver borgar þér meira. Að sama skapi mun klúbburinn halda tryggð við þig, þangað til þeir finna einhvern betri í þína stöðu.

    Luis Suarez og Wayne Rooney, þetta eru engar mannvitsbrekkur. Það er bara mest pirrandi að stuðningsmenn hafa varið þá í gegnum súrt og sætt og fá svo svona í andlitið.

    Sem United og Rooney stuðningmaður skil ég gremju Liverpool. En það er betra að 40 millur frá Arsenal en að fá semi standpínu yfir því að sjá Suarez rotna á bekknum hjá varaliðinu. Þessir gæjar eru bara með lausar skrúfur, og skilja ekki að samningar virka í báðar áttir. Ég væri til í að sjá vælið í þeim ef klúbbarnir hefðu ekki borgað þeim laun yfir samningstímann sem þeir skrifuðu undir.

  16. Tekið af official-spjallinu, eins og talað út úr mínu hjarta til þeirra sem vilja FSG burt:

    “Yea BR is the man, who signed him again? After having the balls to replace him with KD?

    Mate, FSG isn’t altruistic in buying the club to save it from the horrors of going through administration, I think we can all agree to that. They saw and opportunity and struck, Liverpool, to them, seemed very similar to the Boston Red Sox (without getting into a baseball sucks, American sports sucks debate) in terms of fanbase, history and a historically champion-esque club that hasn’t won anything in years (20+ for Liverpool, 86 years for Bo Sox) and went on to win 2 championships (World Series) with Red Sox by doing something that is eerily similar to what they are doing now. They hired a super young, untested Theo Epstein to head up the Bo Sox (BR anyone?) and after smart buys, redevelopment of Fenway they were able to turn the Red Sox around. Is it going to be all rainbows and happy endings at Liverpool? Maybe, maybe not, but they are trying….They want to win, sure for making a profit but you can’t say that is 100% their goal, they want to maintain a model that can support itself and be sustainable over the long term.

    Short term goals blow. Like really short term thinking sucks the big one, and if you want the quick fix “OMG LIKE GET US A SHEIKH!” type thinking then more power to you, but I am all for a laissez faire type management where they let Liverpool run itself and let all their other investments run themselves.

    I’m so sick of this give it to me now type thinking. Grow a pair, hunch your shoulders back and support your club like a true fan, don’t complain on an internet forum trying to be somebody.”

  17. Ég spái því að LS stígi fram eftir langan og erfiðan fund með BR í dag, biðji leikmenn, eigendur og aðdáendur félagsins afsökunar á framkomu sinni og verði auðmjúkur leikmaður Liverpool út samningstímann. Í kjölfarið mun hann losa sig við umboðsmanninn sinn sem hefur hrært svo illilega í kollinum á honum.

  18. Helgi J #17.

    Það væri óskandi en því miður hef ég ekki trú á því. Ekki er mikið búið að minnast mikið á umboðsmanninn í þessu skítamáli. Mér finnst að LS hafi átt að halda kjafti í allt sumar og vinna þetta á skynsamanlegan hátt með umboðsmanni sínum. Kannski er hann bara svona heimskur greyið eða að hann geti ekki lokað munninum (sem hann á reyndar erfitt með að öllu jöfnu).

    Hvað varðar þátt BR og félaga í þessu máli þá langar mig að taka hatt minn að ofan og ég er mjög ánægður með þeirra vinnubrögð. Frekja, yfirgangur og stjörnustælar í leikmönnum hafa fyrir löngu keyrt um þverbak og það þarf að spyrna við fótum, bæði með viðhorfi til þeirra sem og við samningsgerð.

  19. Þetta er mjög einfalt. Það er einfaldlega 40 m punda virði að stoppa Arsenal í að fá 20+ marka mann.

    Hann verður þá bara uppi í stúku, eða jafnar sig á þessu ca. þegar leikbannið er búið og mætir þá og æfir og spilar eins og maður. Eða hann verður bara uppi í stúku….

    Flottur pistill og mörg frábær komment hér að ofan!

  20. Mér fannst þessi dagur bara eins og heil eilífð Babú!!! En er mjög sáttur við það að menn voru rólegri í að skamma strákinn en ég hefði verið og er 1000% sáttur við ummæli Rodgers og hegðun klúbbsins. Vonandi bara byrjun á sáttsamri sambúð við þá!

    Luis Suarez mætti kl. 09:50 á æfingu í morgun og æfir einn. Hann tók þó, eins og í gær, dóttur sína með sér á æfinguna. Það er morgunljóst að það var Rodgers sem stýrir þessu máli. Hann hefur tekið ákvörðun um að Suarez færi ekki með og yrði að æfa einn vegna slæms viðhorfs í æfingum og æfingaleikjum. Umbinn hans hefur svo fengið svörin sem við lásum í gær, klásúlan mun ekki halda og pottþétt ekki verða virkjuð fyrir 2.september og því ljóst að klúbburinn er við stýrið.

    Þá í stað þess að taka því eins og maður þá er það eina sem hann virðist kunna bara gert. Gera upp á bak í þeim tilgangi að losna bara með því að skíta yfir allt það sem hann veit auðvitað innst inni að er meiri stuðningur en reikna mætti með.

    En í dag er auðvitað bara staðreyndin sú að með þessu útspili í gær hefur mögulegum kaupendum einfaldlega fækkað því allur fótboltaheimurinn veit hversu arfaléleg framkoma hans er. Allur.

    Svo núna þegar Luis keyrir heim með dóttur sína mætir hann vonandi bílum félaga sinna og áttar sig á því að það er hann sem er í vondu stöðunni og á fáa kosti. Það er eitthvað sem ég er pottþéttur á að hann og umbinn reiknuðu ekki með og verður umræða þeirra eitthvað fram eftir mánuðinum.

  21. Hef trú á að Suarez bæti þetta upp og biðst afsökunar á þessum stjörnustælum í sér og endar sem markakóngur á næsta tímabili 🙂

  22. þetta bara fer sína leið. Luiz Suarez er ekki maður sem biðst afsökunar á hegðan sinni. Hann vill hafa sigur í þessu máli. Líklega er búið að ,,hræra” vel í hausnum á honum,sennilega ekki mikið þar uppi en nóg til að rugla hann í ríminu.

  23. Manngarmurinn lætur Torres og jafnvel Owen líta út eins og kórdrengi og englabossa… kræst!

  24. Ég sem hélt að umbinn hans væri klár náungi… Greinilegt að allar heilasellurnar voru settar í Pep en ekki Pere…

  25. Meanwhile, journalists assembled at the Ullevaal Stadium quizzed
    Rodgers about Luis Suarez.

    Rodgers replied: “My conversations with players will always remain
    private. I’ll never disclose any conversation between a player and I.

    “In terms of the remarks that were made, this is a football club that
    has always worked a certain way. The Liverpool Way is all about a club
    with ambition, a club that strives to be the very best, a club that is
    about commitment – that means that everyone is committed to the cause
    of fighting for the shirt.

    “It’s also about dignity and being dignified in how you speak about
    the club, on and off the field, and it’s about unity.

    “Those are the four values that run through my mind when I think about
    Liverpool. Those are the values we will always retain. If anyone steps
    outside of that standard, I will deal with it. That’s something that
    we’ll do.

    “It means that we have a standard at Liverpool that I will fight for
    my life to retain. There will never be any player or person bigger
    than the club.”

    Rodgers continued: “Professionally, Luis Suarez has given me
    everything since I came into the football club, but there is obviously
    a way in which you have to speak. This is a club that has offered Luis
    Suarez the utmost respect since the day he walked through the door.

    “That’s something that over the course of the coming weeks you need to
    have when you work for Liverpool Football Club. You’ve got supporters
    and players that have given Luis Suarez absolutely everything – they
    backed him to the hilt.

    “Even at the weekend, when we had Steven Gerrard’s testimonial game,
    the supporters raised the roof for him. That’s something that I will
    always fight to retain at the football club, because that is what
    Liverpool is about – respect, humility and real dignity.”

    Ég hef fýlað Rodgers frá upphafi, finnst hann hafa tekið þetta starf algjörlega sem sitt lífsverk, og þetta svar hans til fjölmiðla á fréttamannafundinum í Noregi er bara ekkert annað en algjör klassi.

  26. Þessi farsi er ótrúlegur. Mætti halda að handritshöfundar af sápuóperunni The Bold and the Beautiful stæðu á bak við þetta.

    Er sáttur við hvernig BR og eigendur hafa haldið á þessu erfiða máli. Vonandi snýst þetta þó ekki í höndunum á þeim þegar líða tekur á mánuðinn, en eins og gærdagurinn var þá snérist þetta algjörlega í höndunum á LS. Sá e-ar myndir af honum þar sem hann var keyrandi heim af æfingu með tárin í augunum. Eins og þetta lítur út í dag þá virðist LS vera kominn upp við vegg. Útleiðirnar ekki margar.

  27. Finnst að Tottenham ætti að borga okkur svona 20 milur fyrr að selja ekki Suarez til Arsenal.

  28. Frábær viðbrögð?

    Brendan Rodgers er svo að gera í buxurnar með þessum yfirlýsingum. Síðan hann fór í Liverpool þá hefur hann verið mjög svo upptekinn af því að segja alla réttu hlutina for the fannnnnnnns.

    Hagur Liverpool er engu betur settur með því að blasta manninn í fjölmiðlum. Þvert á móti hefur samningsstaða Liverpool versnað til muna varðandi sölu.

    Jújú, maðurinn er skítseiði. En að knattspyrnustjóri Liverpool kalli það hreinlega berum orðum gerir það bara líklegra að hann verði fastur í einmenningsæfingum fram í janúar. Nú eða að selja hann á einhverju tombóluverði. Hver nákvæmlega græðir þá því? Jú stjórinn sem náði að pumpa upp sitt ofuregó til þess að vinna sér inn punkta hjá stuðningsmönnunum. Þessir punktar telja lítið í maí.

  29. Ég nenni nú ekki orðið að lesa meira um þennan bjána enda kominn með algjört ógeð á þessu væli í honum, en mig langar að koma þessu frá mér.

    Hvað heldur Suarez að Liverpool eigi að gera ?
    Á Liverpool að selja hann til liðs sem að er í beinni samkeppni við núverandi lið hans og vinnuveitendur. Hann segir að hann myndi ekki fara fram á að vera seldur til erkifjenda en hann áttar sig ekki á því, eða er bara skítsama að Arsenal eru það lið sem að Liverpool þarf að keppa við og því er það útilokað mál en hann lemur hausnum við steininn og vonar að það hjálpi til.

    Drengurinn þarf að fara að taka hausinn úr rassgatinu á sér og átta sig á raunveruleikanum og hann er sá, að hann fer EKKI til Arsenal og það munu ekki önnur lið bjóða í hann með svona viðhorf.

  30. Hagur Liverpool er engu betur settur með því að blasta manninn í
    fjölmiðlum. Þvert á móti hefur samningsstaða Liverpool versnað til
    muna varðandi sölu.

    Einmitt. Samningsstaða Liverpool versnaði ekki eftir (meint) kynþáttaníð LS. Hún versnaði heldur ekki eftir að hann beit Ivanovic. Hún versnaði heldur ekki þegar LS gaf skít í klúbbinn, sakaði þjálfara og stjórnendur um óheiðarleika og svik. Nei … hún versnaði þegar BR varði sig og klúbbinn og svaraði þessum ummælum LS.

    Það sem mönnum dettur í hug.

  31. NNNEEEEIIIII Ekki Spearing seldur líka.

    Spearing hefur kannski ekki hæfileikana til þess að spila með LFC. En hann hefur svo sannarlega dugnaðinn og ást fyrir klúbbnum. Aðrir mættu taka hann sér til fyrirmyndar.

    Góð kaup hjá Bolton, var hann ekki annars leikmaður ársins hjá þeim í fyrra ?

  32. Já Bond, svo sammála. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að það eru ekki öll ljós kveikt í kollinum á honum. Hef áður sagt það hér að mikið rosalaga þarf maður að vera svakalega fáfróður(heimskur!) til að átta sig ekki á að það má ekki segja N****r við svartan mann? Hvað þá þrjátíu sinnum og halda því svo fram að þetta hafi bara verið meint eins og það þýðir heima hjá honum í rassíbala.

    Og hálvitinn ég ásamt flestum öðrum LFC stuðningsmönnum hef tekið slaginn við alla aðra og varið hann með flóknum útskýringum á menningarmun og orðalagi í suðurameríku, mjög veikt hálmstrá sem við notuðum samt af því að við hreinlega vorum meðvirkir og neituðum að trúa því að nokkur gæti virkilega verið svona heimskur.

    Þetta minnir mann næstum á Rain Man dæmi, ef þú ert með fáránlega hæfileika á einu sviði þá ertu nánast barn á öðrum sviðum. Einhverskonar þroskahömlun. Kallinn er með fáránlega góðan “fótboltaheila” en er á móti með alvarlega þroskaskerðingu á öðrum sviðum. Passar við það sem menn hafa verið að segja alltaf að þetta sé svo indælll drengur og góður, kannski er hann bara soldið einfaldur?

  33. Passar við það sem menn hafa verið að segja alltaf að þetta sé svo
    indælll drengur og góður, kannski er hann bara soldið einfaldur?

    Maður spyr sig,, beit leikmann vorið sem hann fór frá Ajax. Beit leikmann vorið sem hann fór frammá sölu hjá LFC.

    Vitlaus eða að fá vitlaus ráð. Hvað varð um að spila á heimsklassaleveli og fá risa klúbba til að koma á eftir þér þannig ? Spurning hvort hann sé að fá ráð frá sama manninum og samþykkti þessa 40mp klásúlu fyrir hans hönd.

  34. Einmitt. Samningsstaða Liverpool versnaði ekki eftir (meint) kynþáttaníð LS. Hún versnaði heldur ekki eftir að hann beit Ivanovic. Hún versnaði heldur ekki þegar LS gaf skít í klúbbinn, sakaði þjálfara og stjórnendur um óheiðarleika og svik. Nei … hún versnaði þegar BR varði sig og klúbbinn og svaraði þessum ummælum LS.

    Uhhh var ég eitthvað að nefna hin atvikin? Eina sem ég sagði var að það sem BR sagði er að gera samningsstöðu Liverpool verri í þessu máli.

    Eitt er að verja sig fyrir ummælum LS. Þar hefði einfaldlega verið hægt að segja að þessi klásúla væri ekki til staðar og engin loforð hefðu verið veitt. Punktur.

    Annað er að ráðast opinberlega að leikmanninum, láta það leka út hann væri að æfa einn vegna þess að viðhorfið hans væri svo lélegt og segja að hann væri að disríspekta klúbbinn er aðeins til þess að lækka verðmiðann.

  35. Það er ekkert smá sem maður hefur varið þetta fífl á netinu. Stofnaði svona fótbolta grúbbu á facebook , þar sem margir vinir ræddu boltann og urðu heit rifrildi um nagdýrið til þess að hópurinn fór í háaloft og hætti ;/ Ég auðvitað stóð með mínum manni…
    Eftir að hafa skoðað hans hegðun þá er niðurstaða mín að það sem hái Suarez sé fyrst og fremst skortur á vitsmunum. Bítandi fólk, neita að taka í hendina á Evra og svo þetta bull með samninginn núna.. Af hverju ætti liverpool að gera eitthvert heiðursamkomulag við leikmann sem þeir voru þá nýbúnir að kaupa ? ég meina þú kaupir ekki mann á 22 millur, notar hann í nokkra mánuði og semur síðan við hann að ef við erum ekki nógu góðir og rétt tilboð komi þá megi hann fara… meikar engann séns..

  36. Annað er að ráðast opinberlega að leikmanninum, láta það leka út hann væri að æfa einn vegna þess að viðhorfið hans væri svo lélegt og segja að hann væri að disríspekta klúbbinn er aðeins til þess að lækka verðmiðann.

    Það þarf nú varla að “láta það leka út”, þetta er eitthvað sem fer varla framhjá neinum sem er með opin augun. Klúbburinn og Rodgers er ekki að slá sér neitt upp á neins kostnað, bara að taka á málum með einföldum og skýrum hætti og ég, eins og margir aðrir, fagna því og sé ekkert að því?

  37. Eins og maður er nú oft sammála Einari Erni og Babu 🙂 þá get ég ekki verið meira ósammála þeim og tek heilshugar undir það sem Birkir Örn #3 segir.

    Auðvitað er þetta slæm staða fyrir Liverpool þegar einn besti leikmaður liðsins leggur af stað í forina með margar skóflur með þessum hætti. Þá er þetta spurning hvernig klúbburinn tekur á því og eins og hefur komið fram hér og á öðrum stöðum þá er klúbburinn algerlega við stýrið og ekki bara það heldur við öll stjórntækin (bremsu, gíra, inngjöf og allt).

    Mér finnst þetta ekki snúast um eitthvað virði peningalega séð í sölu fyrir leikmann sem lætur svona. Mér finnst vera miklu meira peningavirði í því að klúbburinn sýni fram á það að það lætur ekki svona framkomu líðast. Enginn sem er núna hjá liðinu skal halda það (eftir þetta) að svona sé bara allt í lagi og partur af einhverjum peningaleik leikmanna og umba. Og enginn sem kemur til okkar í náinni framtíð skal einu sinni láta sér detta þetta í hug. Enginn!

    Það finnst mér vera miklu meira virði en einhverjar 10 – 20Mp sem við hugsanlega gætum “tapað” á sölu þessa leikmanns m.v. 40Mp +1p til Arsenal.

    Suarez á að geyma til hliðar þar til annaðhvort ásættanlegt boð kemur frá liði sem okkur hentar að selja hann til eða þá að hann (býst ekki við því) snúi af villu vegar og fari að haga sér sem góður liðsmaður. Þar nýtast hæfileikar hans best.

    Amen.

  38. Annað er að ráðast opinberlega að leikmanninum, láta það leka út hann
    væri að æfa einn vegna þess að viðhorfið hans væri svo lélegt og segja
    að hann væri að disríspekta klúbbinn er aðeins til þess að lækka
    verðmiðann.

    Bíddu bíddu bíddu….

    Luis Suarez kærði klúbbinn sem tók hann yfir í Evrópu, fór með Groningen fyrir rétt vegna þess að þeir höfnuðu tilboði Ajax í hann. Hann tapaði málinu en fékk söluna í gegn þegar Ajax hækkaði tilboðið sitt.

    Luis Suarez fékk 7 leikja bann fyrir að bíta mann á síðustu leiktíð sinni hjá Ajax.

    Luis Suarez fékk 8 leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Evra.

    Luis Suarez fékk 1 leiks bann fyrir að sýna stuðningsmönnum Fulham fingurinn.

    Luis Suarez fékk 10 leikja bann fyrir að bíta Ivanovic.

    Luis Suarez hefur fengið, samtals, 26 leikja bann s.l. 3 ár fyrir atvik sem tengjast knattspyrnu ekki neitt (þ.e. gul og/eða rauð spjöld). Tuttugu og sex!

    Liverpool FC var gagnrýnt af öllum fyrir stuðning sinn við Luis Suarez í Evra tilfellinu. Þeir stóðu með honum í öllum ofangreindum atvikum, t.d. eins og með yfirlýsingum og bolunum frægu.

    Gerrard, Glen Johnson og BR komu allir í viðtöl rétt áður en dýfan gegn Stoke kom og sagði að LS væri að vinna í sjálfum sér og væri hættur að henda sér niður eins og hann gerði. Þvert á móti bentu þeir á að hann fengi ósanngjarna meðferð frá dómurum í deildinni, sbr Norwich leikurinn o.s.frv. Hann var ekki lengi að láta þá líta út eins og asna.

    Hann lofaði KD að taka í höndina á Evra, sem hann sveik. Verður seint sagt að KD hafi komið vel út úr viðtölum í kjölfarið.

    Stuðningsmenn LFC sungu nafn hans stanslaust eftir að hann fékk 10 leikja bannið, sama var gert eftir 8 leikja bannið. Brendan og Gerrard stóðu fyrir herferð að fá hann valinn sem leikmann ársins. Brendan hefur komið í ótal viðtöl og sagt hve góður hann sé að vinna með og þeir báðir sagt að LS sé líklega sá besti sem þeir hafa spilað/unnið með og væri bestur í heimi utan CR/Messi.

    Allt vorið og sumarið hefur farið í að pissa utan í Real Madrid. Suarez nefnid m.a. dóttur sína sem ástæðu þess að vilja fara frá Liverpool, því hann vildi ekki að hún læsi alla þessa hluti um hann. Ekkert heyrðist frá Liverpool nema að hann væri samningsbundinn LFC.

    Þegar það gekk ekki, og Arsenal gerði tilboð, þá var meint einelti í garð hans aukaatriði og hann vill ólmur komast til Arsenal. Sem er sá klúbbur sem Liverpool verður að taka framúr ef þeir vilja komast í CL.

    Þrátt fyrir öll þessi viðtöl, allar þessar yfirlýsingar þá sungu 85.000 manns nafn hans í Jakarta og vildu fá hann inná. Sama var uppá teningnum í Ástralíu og Tælandi. Honum var svo ákaft fagnað í góðgerðaleik Gerrards og á opnu æfingunni nú í síðustu viku, í hvert sinn sem hann fékk boltann.

    Hann sagði að klásúlan væri til staðar (klúbburinn ávalt hafnað því ásamt formanni PFA í gær eftir að LS leitaði til þeirra). Hann ásakar BR og klúbbinn um brotin orð og lygar, fer til Guardian, sem hann taldi fram sem ástæðu þess að hann vildi komast frá Liverpool til að byrja með og biður um viðtal þar sem hann drullar yfir klúbbinn og stjórnendur sem hafa staðið með honum í gegnum allt þetta vesen síðan í janúar 2011. Kostað suma starfið meira að segja.

    En þú vilt meina að viðtal BR, eftir allt ofangreint vesen, bönn, ummæli, óvirðingu o.s.frv. hafi lækkað verðmiðann. Ekki þessir 26 leikir, tvö bit, kynþáttaníð og almennt umtal. Í alvöru ?

  39. Þetta er í fréttum núna……. Rodgers replied: „My conversations with players will always remain
    private. I’ll never disclose any conversation between a player and I.

    En hann var ekkert á móti því að segja vel frá spjalli sínu við Daniel Agger síðasta sumar?

    Þessu verður gamli að passa sig á. Að vera samkvæmur sjállfum sér er key ingredient.

    **Speaking to the Scandinavian media ahead of Liverpool’s friendly with Valerenga on Wednesday, Rodgers insisted that he does not expect Agger to be leaving Anfield.

    “This is all about loyalty,” Rodgers told a press conference.

    “He’s obviously a world-class defender. Daniel is very committed to Liverpool; he’s one of the players that have really impressed me.

    “He gave me his word that for as long as I wanted him to be at Liverpool, he would be at Liverpool. He has never swayed from that.”
    Brendan Rodgers
    “If we’re talking about loyalty, he was one of the first players that I spoke to when I became the manager. At the time, there were a number of big clubs looking to sign Daniel.

    “But he gave me his word that for as long as I wanted him to be at Liverpool, he would be at Liverpool. He has never swayed from that.

    “He has an unswerving commitment to Liverpool which is so refreshing. His loyalty to the club is incredible.

    “I would suspect when he signed his new contract last year, he was hoping that this would be the contract that’s going to allow him to see out the best part of his career at Liverpool.”
    Og svo Quote frá gamla.
    “He gave me his word that for as long as I wanted him to be at Liverpool, he would be at Liverpool. He has never swayed from that.”
    Brendan Rodgers**

    http://www1.skysports.com/football/news/11669/8858497/transfer-news-brendan-rodgers-says-daniel-agger-will-be-staying-at-liverpool

  40. En þú vilt meina að viðtal BR, eftir allt ofangreint vesen, bönn, ummæli, óvirðingu o.s.frv. hafi lækkað verðmiðann. Ekki þessir 26 leikir, tvö bit, kynþáttaníð og almennt umtal. Í alvöru ?

    Þarf ég að stafa þetta fyrir þig? Ég hef bara ekkert sagt um fyrri skandala. Mér fannst þetta bara alger óþarfi hjá Rodgers og ekki til þess fallið að liðka fyrir sölu á leikmanninum. Eina sem við vitum að eftir alla þessa skandala þá buðu Arsenal 40.000.001 pund í Suarez.

    En með því að blasta leikmanninn þá ertu að spila slæman póker. Fyrir viku síðan var enginn með það á hreinu hver framtíð Suarez væri hjá Liverpool. Núna er klárt mál að hann er búinn að spila sinn síðasta leik. Það eitt og sér gefur öðrum félögum gott tækifæri til þess að prútta verðið vel niður.

  41. Ég persónulega myndi fagna því ef þetta yrði til þess að annað lið kæmi með tilboð í Suarez þó svo að það yrði töluvert lægra en það sem að Arsenal bauð í hann. Ég styð Rodgers 100% í þessu máli enda hefur Suarez gert bókstaflega allt rangt í þessu máli og verður að sætta sig við það að hann mun aldrei verða seldur til Arsenal.
    Ég sé Suarez ekki snúa til baka úr þessu nema að hann komi með einhverjar hrikalega góða afsökunarbeiðni til félagsins, liðsfélagana og stuðningsmannana.

  42. Spennandi dagar framundan a mørgum lidum…Annars er ekkert annad ad gera hja LFC en ad taka hart a Suarez tho thad møgulega lækki a honum verdid…Best ad losna vid hann sem fyrst upp a meginlandid tho thad kosti einhverjar milljonir….Er thad stadfest ad Barca hafi bodid 15 millur i Agger ?

  43. Rugl í mönnum að vilja Suarez burt. Hann er heimsklassa leikmaður og ef við ætlum að enda í topp 4 þá meigum við ekki við því að missa lykilmenn, menn geta gert mistök og það þarf að gefa honum séns að bæta þau upp

  44. Lokasetning greinarinnar segir að “Ég á erfitt með að sjá hvernig þetta getur endað vel fyrir Liverpool.”

    Ég á hins vegar erfitt með að sjá hvernig þetta getur endað vel fyrir Suarez!

  45. Suarez spilar ekki meira með aðalliði Liverpool eg held að það sé orðið ljóst eftir síðustu daga, og a.m.k annar aðilinn kemur til með að lita mjög illa út eftir þetta, Eg vona að tilboð komi utan epl því annað kæmi sér afar illa fyrir Liverpool, við erum ekki að fá meira en 40 fyrir hann þvi fólk borgar ekki fullt verð fyrir gallaða vöru.

    Ef það verður ekki áhugi a honum nema hja Arsenal kemur hann til með að spila með varaliðinu þar til hann biðst afsökuna sem kemur landsliði hann mjög illa, hann gerur vel hafað nu þegar eiðilagt möguleika sína a að tka þatt í alvöru sigurliðum, allavega i fyrirsjáanlegri framtíð

  46. Úff þetta er nú meiri sápuóperan.

    Af hverju er þetta búið að ganga svona langt? Er leikmaðurinn til sölu fyrir rétt verð eða ekki? Var kannski leikurinn allan tíman að kreista út sem hæst verð en því miður var það Arsenal sem bauð það en ekki Real?

    Ef ekki – þá spilar hann og æfir með liðinu og geta hans ræður því hvort hann verður í liðinu. Eitthvað svo 5. flokks að setja manninn í skammarkrókinn.

    Ef – þá seljið manninn og kaupið nýja í staðinn. Strax.

    Sagði í vor að getuleysi eigendanna myndi koma í ljós í sumar og því miður virðist allt stefna í það.

    Hvernig var annars með Costa? Var spenntur fyrir leikmanni í fyrsta skipti í langan tíma en svo bara dó það út.

    Nú þyrstir mann í jákvæðar fréttir.

    Áfram Liverpool!

  47. Þarf ég að stafa þetta fyrir þig? Ég hef bara ekkert sagt um fyrri
    skandala.
    Mér fannst þetta bara alger óþarfi hjá Rodgers og ekki til
    þess fallið að liðka fyrir sölu á leikmanninum
    . Eina sem við vitum að
    eftir alla þessa skandala þá buðu Arsenal 40.000.001 pund í Suarez.

    Þú ert nú klárari en það að halda að verðið á leikmanninum taki ekki mið að öllum þessum atvikum. Þau koma málinu að sjálfssögði við þegar þú talar um verð leikmannsins og að það hafi lækkað í kjölfar viðtalsins. Ég bendi einfaldlega á þá staðreynd afhverju hann er í 40-50mp umræðu en ekki 100mp umræðu eins og Bale.

    Kemur ekki til með að liðka fyrir sölu ? Til Arsenal þá ? Ég ætla rétt að vona ekki! Það er eini klúbburinn sem er í myndinni og það kemur ekki til greina að selja þangað að þeirra mati, það kemur skýrt fram. Það að hann hafi sagt frá ástæðu þess að hann æfði einn, með dóttur sinni, sé ég ekki að skipti máli. Því það voru myndir búnar að berast af því út um allt í gærmorgun.

    En með því að blasta leikmanninn þá ertu að spila slæman póker. Fyrir
    viku síðan var enginn með það á hreinu hver framtíð Suarez væri hjá
    Liverpool. Núna er klárt mál að hann er búinn að spila sinn síðasta
    leik. Það eitt og sér gefur öðrum félögum gott tækifæri til þess að
    prútta verðið vel niður.

    Luis Suarez sá um það sjálfur að skera á strenginn við Liverpool með því að panta viðtöl hjá Guardian í fyrradag, Telegraph í gær og Marca sem birtist í morgun og kalla stjórnendur Liverpool lygara og að Liverpool stæði ekki verið gerða samninga (það væri vinsælt nú þegar klúbburinn er að reyna að lokka til sín stærri nöfn).

    Hann á 3 ár eftir af samningi sínum og það hefur verið boðið 40mp í hann nú þegar. Ég myndi glaður selja hann undir markaðsverði ef það væri til Spánar.

    Það varð einfandlega að svara þessum viðtölum hans í gær, hann bar uppá stjórnendur lygar, að þeir stæðu ekki við samninga og að hann skuldaði ekki klúbbnum neitt. Meira að segja london pressan er að drulla yfir Suarez í greinum sínum og twitter og lofa viðbrögð Liverpool í þessu máli. En Makkarinn er sá eini sem ég hef séð ná snúa þessu yfir á Rodgers. Það er víst allt hægt ef maður reyndir nógu mikið.

    Við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála. 🙂

  48. Vá þvílíka Torres dejavú sumar umræðurnar hérna eru bara copy paste þegar Torres var með sitt vesen!

  49. Suarez er skemmdur maður. Hann þjáist að skorti á siðferðiskennd og hugsanlega er hann megamalomanískur, þ.e. telur sjálfan sig hafinn yfir allt og alla og um hann gildi aðeins lög sem hann setur sjálfur.

    Viðbrögð BR við geðsýki Suarez eru hárrétt því að baki þessum yfirgengilega hroka í garð þeirra sem hafa borið manninn á höndum sér, og stutt hann í þeim sjálfskaparvítum sem hann hefur komið sér í, er lítill kall. Pínulítill kall sem er óöruggur með sjálfan sig í grunninn en í krafti hæfileika á tilteknu sviði telur að hann geti fengið sitt fram með því að öskra, ljúga og væla eins og stunginn grís.

    Suarez mun núna lyppast niður eins og tómur poki af því að BR tekur á honum af karlmennsku. Hans bíður ekkert annað en að koma skríðandi eins og ormur og biðja um miskunn. Það er því alrangt mat að LFC komist ekki vel frá þessu. Þvert á móti hefur félagið sýnt stærð sína með því að taka í lurginn á þessum fávita sem er orðinn svo steiktur í hausnum að hann virðist ekki lengur gera neinn mun á lygi og raunveruleika.

    Biðja um sölu til Arsenal sem er líklega eina félagið í heiminum sem ekki kemur til greina!?. How low can you go! Arsenal er flott félag með sjálfsvirðingu og ég sé ekki betur en þeir séu að reyna að þvo hendur sínar. Jafnvel í þessum gegnumrotna fótboltaheimi sér hver maður að framkoma Suarez í garð LFC og aðdáendanna er langt, langt undir öllum velsæmismörkum. Ég man ekki eftir neinu fordæmi um jafn skítlegt eðli.

    Auðvitað er ferill Suarez hjá LFC búinn.Leikmaðurinn, umbinn og LFC munu nú freista þess að lágmarka tjónið af þessu klúðri. Hann verður seldur eitthvert og kenningin um Real Madrid er giska líkleg. Góðu tíðindin eru Brendan hefur sýnt að hann hefur pung til að takast á við erfið mál. Félagið hefur sýnt að það er ekki liðið að ofdekraður skíthæll komist upp með drottinsvik. Félagið hefur haldið virðingu sinni og reisn.

    Það er þó það jákvæða í þessu ömurlega máli.

  50. Selja hann til Bayern Munchen, fá 30 milljónir og Shaqiri. Málið dautt.

  51. við höfun ekki verið fyrir neðan 5 sætið fjögur tímabil í röð síðan 1954, það er algjör krafa að liðið verði styrkt verulega og við náum meistaradeildar sæti á komandi leiktíð

  52. þetta verður að leysast sem fyrst það verða ekki góðir strækerar í boði fram eftir öllum glugga.

  53. Suarez fer – og farið hefur fé betra!
    Maður hefur oft verið með ónotatilfinningu að ræða vondu málin hans og jafnvel verja hann! Hugsa sér; ásakanir um kynþáttaníð, dýfur, fingurinn, bit ….. og maður var að verja manninn. Hvað var ég að hugsa?

    Suarez fer – en það liggur ekkert á. Ef við geymum hann á bekknum hjá varaliðinu eru ágætar líkur á að hann geti farið í janúarglugganum á amk 40.000 pund.
    Suarez fer – og ég mun ekki sakna hans (sakna hin vegar enn Torresar!).

    En – hvað þýðir það ef hann leggur inn skriflega beiðni um sölu. Hverju breytir það í samningsstöðunni??

  54. Fiskur, það breytir nánast engu fyrir samningsstöðu LFC varðandi sölu á honum. Þetta viðtal er í raun mun skírara þannig. Jú hann missir af einhverjum sölubónus og eitthvað þvílíkt og þetta er orðið formlegra ferli, en með þessu viðtali er hann löngu kominn langt út fyrir allt …

  55. Væri ágætt að setja hann á ís út ágúst. Þegar hann verður búinn að afplána leikbönnin má skoða hvort hann sé tilbúinn í að beita sér fyrir klúbbinn sem hann er samningsbundinn. Þá er alltaf möguleik á að selja hann í janúarglugganum til liðs sem er í Meistaradeildinni og er utan Englands. Nema þá að menn biðu Chelsea hann í skiptum fyrir Fernardo Torres!

  56. Liverpool mætti náttúrulega gera aðeins meira á leikmannamarkaðnum til að sannfæra Suarez finnst mér. Kallinn dró vagninn og var allt í öllu í fyrra en samt endar liðið í 7unda sæti. Voðalega lítið hefur komið inn í sumar til að fara gjörbylta liðinu. Mignolet er vonandi góður og Toure þokkalegur. Aspas veit maður ekkert um og Alberto er líklega varamaður. Þetta eru leikmannakaup sem maður er ekkert að skrifa heim yfir. Þeir styrkja liðið umtalsvert en árangurinn inn á vellinum krefst stórra leikmanna.

    Það eru allt of mörg spurningarmerki ennþá í liðinu. Jújú stefnan er á topp 4 og ég er þokkalega bjartsýnn en samt kæmi ekkert á óvart ef það næðist ekki. Margir ungir leikmenn, lítil reynsla og lítil breidd sums staðar og sumir einfaldlega tæpast nógu góðir.

    Finnst eins og Liverpool eigi skilið aðeins fjársterkari eigendur heldur en FSG. Það gengur ekkert að reka félagið með einhverju 20-30 milljóna budgeti þegar maður þarf að spíta í lófana til að ná efstu liðunum. Þeir geta líka sjálfum sér um kennt að hafa kastað öllum þessum peningum út um gluggann fyrstu 2 tímabilin hjá sér.

  57. Liverpool þarf bara að lána hann út tímabilið út fyrir england, það er eina í stöðunni núna fyrir báða aðila.

  58. En það á eftir að semja um kaupverðið og þar eru Liverpool yfirleitt að standa sig illa.

  59. þegar eigandi liðsins kemur fram með svona fullyrðingar þá er ekki hægt annað en að trúa því sem hann segir,

    ,þá er bara spurning hvort Pere Guardiola verði látin fjúka og við fáum afsökunarbeðni frá Suarez

  60. Þessi Henry er greinilega ekkert lamb að leika sér við. Hann er ansi afdráttarlaus í þessu viðtali (ef þetta er þá raunverulegt viðtal við hann eða rétt haft eftir honum). Ég er hins vegar alveg sammála honum. Það er bara of stutt í að deildin hefjist og það er útilokað að við náum að fá leikmann í þessum calíber ef við seljum hann, hvað þá með svona litlum fyrirvara. Þetta er ekkert flókið. Henry er ískaldur og sendir Arsenal heldur betur tóninn. Suarez fer ALDREI til Arsenal!

    Held að Henry sé að halda rétt á spilunum. Suarez má alveg vera í fýlu í einn til tvo mánuði þar sem hann fær hvort sem er ekkert að spila fyrr en upp úr miðjum september. Tíminn vinnur klárlega með Liverpool í þessu máli. Er samt nokkuð viss um að við munum losa okkur við hann í janúar-glugganum og þá út fyrir England fyrir gommu af peningum.

    Nú vil ég fá tvo til þrjá topp leikmenn. Vonandi eru BR & co. að vinna heimavinnuna sína í þeim efnum.

Valerenga – Liverpool 1-4

Fantasy – Kop.is deildin 2013/14