Celtic 1 Liverpool 0

KOMDU MEÐ KOP.IS Á ANFIELD Í OKTÓBER!
SMELLTU HÉR FYRIR FREKARI UPPLÝSINGAR!

Þá er komið að síðasta æfingaleik sumarsins og það er nokkuð djúsí leikur gegn Glasgow Celtic. Leikurinn fer fram í Dublin á Írlandi, borg sem er tengd bæði Liverpool og Celtic nokkuð sterkum böndum enda er leikurinn spilaður undir yfirskriftinni “The Dublin Decider”. Þeir elska hæpið þarna á litlu eyjunni. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og einnig á LFC TV á netinu fyrir þá sem eru með áskrift að öðru hvoru.

Allavega, byrjunarlið dagsins er sem hér segir:

Mignolet

Johnson – Touré – Wisdom – Enrique

Gerrard – Lucas – Allen

Downing – Aspas – Coutinho

Bekkur: Jones, Coates, Kelly, Flanagan, Henderson, Alberto, Assaidi, Sterling, Ibe, Sturridge, Borini.

Agger og Suarez eru ekki með í dag, aðrir klárir.

Þetta verður að teljast nokkuð nálægt því liði sem mun byrja leik gegn Stoke eftir viku. Kannski Agger og Sturridge/Sterling inn fyrir Wisdom og Downing. Nú verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur gegn sterkum mótherjum. Ég uppfæri færsluna að leik loknum.


Uppfært: Leiknum er lokið með 1-0 sigri Celtic. Markið kom strax á 12. mínútu þegar Balde hirti boltann af Wisdom, klobbaði hann, slapp í gegn og skoraði framhjá Mignolet. Liverpool voru meira með boltann allan tímann og sóttu lengstum en náðu ekki jöfnunarmarkinu. Daniel Sturridge kom inná í hálfleik fyrir Iago Aspas og þegar leið á seinni hálfleikinn komu Jordan Henderson og Jordon Ibe inn fyrir Joe Allen og Stewart Downing. Glen Johnson var okkar besti maður í fyrri hálfleik en Sturridge og Ibe voru mjög góðir í þeim seinni. José Enrique sýndi okkur af hverju Liverpool þarf nauðsynlega annan vinstri bakvörð fyrir tímabilið.

Þar með er undirbúningstímabilinu lokið. Nú þurfa menn bara að meiðast ekki í landsleikjum í miðri viku og svo er komið að Úrvalsdeildinni.

51 Comments

  1. Ef maður lítur yfir þennan hóp okkar þá er svo augljóst að okkur vantar að styrkja okkur á nokkrum stöðum. Okkur vantar vinstri bak, okkur vantar góðan varnarmann með Agger og okkur varntar Alonso týpu á miðjuna. Held að sóknin okkar sé nægilega góð miðað við að vera í topp 4-5, sérstaklega ef Suarez verður hjá okkur í vetur.

    Annars bara spennandi leikur framundan og bara vika í Stoke.

  2. Eigum við að ræða þennan You’ll Never Walk Alone söng e-ð? Hólýmólý

  3. já já… nýja miðvörð please, nenni ekki að sjá Wisdom – Toure uppstillinguna á móti Stoke 🙂

  4. Wisdom er aldrei að fara að spila miðvörð í vetur, strákurinn leit virkilega illa út í markinu.
    Annars finnst mér þetta Liverpool lið alveg stórskemmtilegt, menn eru að ná vel saman og Joe Allen virkar eins og nýr leikmaður, Aspas virkar sem góð kaup og get ekki beðið eftir að hafa Coutinho og Sturridge heilt tímabil.
    Liðið að skapa sér fullt af færum og virkað meira létleikandi en oft áður.

  5. Fínasti leikur svosem en það sést greinilega að þetta er æfingarleikur. Mér finnst ég greinilega sjá að það vanti meiri gæði í hópinn svo liðið eigi að eiga möguleika á top 4. Menn eins og Downing og Enrique eru einfaldlega ekki nógu góðir að mínu mati. Downing fær boltann mikið en það kemur ekki mikið útur því sem hann gerir en það sorglega er að hann er samt trúlega besti maður liðsins í þessari stöðu.

    Maður vonar bara að það verði meiri kraftur í mönnum í seinni hálfleik þannig að menn fái smá sjálfstraust fyrir leikinn á móti Stoke!

  6. Eina “enska” streamið sem ég finn er með Michael fokking Owen að lýsa leiknum.

    Veit ekki hvort það sé þess virði……

  7. Lucas Leiva búinn að vera nautsterkur úti um allan völl. Gott að sjá að hann er að koma sterkur undan vetri.

  8. úff… djöfull líta okkar menn alls ekki vel út, svona í síðasta æfingaleik fyrir mót 🙁

  9. Mega posession, nokkur færi, 74 horn fengin í leik sem endar með tapi. Rodgers verður ánægður með strákana, góð barátta etc…
    Hljómar kunnuglega?

    Sami grautur í nýrri skál…

  10. Afhverju ad fá vinstri bakvörd? Enrique er gedveikur elska hann, vonandi verdur hann áfram. <3

  11. Fínt að tapa þessum leik til þess að koma mönnum á jörðina fyrir fyrsta leik. Aldrei gott að vinna alla preseason leikina. Komum svo brjálaðir í fyrsta leik eftir viku.

  12. Það sem ég tek út úr leiknum.
    1. Coutinho er snillingur
    2. Gerrard virkar dálítið þreyttur í síðarhálfleik og spurnung um að hafa gefið honum hvíld
    3. Joe Allen og Lucas virka báðir mjög sprækir
    4. Sturiddge er ekki kominn í leikform(og eiginilega almentform líka) en er samt hættulegur
    5. Wisdom á ekki að spila leik í úrvaldsdeild í vetur, virkar ekki tilbúinn og væri best að lána hann
    6. Aspas hefur verið að heilla mig í æfingarleikjunum og virðast vera góð kaup
    7. Ég er á báðum áttum með Downing, finnst hann ekki búinn að vera merkilegur en vill samt ekki láta hann fara því að okkur vantar breydd.
    8. Vantaði Sterling, Agger og Skrtel í þennan leik og svo er einhver kall sem heitir Suarez sem má fara,ef við finnum annan sóknarmann áðurinn glugganum lokar(vona að menn læri af misstökunum frá síðasta tímabili)
    9. Heilt yfir þá lítur liðið bara vel út

  13. Vantar svo sárlega meiri gæði í þennan hóp…

    Spái því samt að ekkert gerist í leikmannamálum fyrir 1. sept. (þe. engir inn).

  14. væl væl snökkt snökkt …. fínn æfingarleikur og gott að sjá SG brjálaðann í að vinna 🙂 DS að byrja að spila eftir langgaa pásu . Og djuf er litli Coutinho frábær … hlakka til að sjá hann mata menn og skora í vetur 🙂 Áfram LIVERPOOL

  15. Ekkert hörmuleg frammistaða. Fannst reyndar Enrique vera ferlegur. Wisdom var svo frekar óstöðugur og var í basli. Sóknarleikurinn fannst mér ok og með smá heppni hefðum við tekið þetta. Ég veit ekki með ykkur en mér fannst svolítið fúlt að halda ekki út undirbúningstímabilið taplausir. Svona er þetta. Stjaksetjum bara Stoke næstu helgi.

  16. Skemmtilegur fótbolti spilaður, mér fannst okkar menn ekkert endilega lélegra liðið. Celtic spilaðið góðan fótbolta á miðju og vörn, en mér fannst við beittari frammi þótt þeir hafi skorað. Það var nokkuð um rangar ákvarðanir í sóknini sem kostaði okkur mark/tækifæri. Okkar menn voru fínir á miðjunni svona heilt yfir og vörnin (þeas Wisdom) því miður átti dapran leik. Kolo var fínn og átti fín varnartilþrif. Svo að lokum fannst mér Gerrard því miður eiga dapran leik. Vonandi bara þreyttur, ekki búinn á því. Johnson sprækur en reyndi oft aðeins of mikið sem kostaði að hann missti boltann. Þetta er ekki heimsendir, menn læra eitthvað af þessu og reyna kanski að styrkja liðið fyrir lok gluggans.

    góðar stundir

    YNWA

  17. Celtic er fínt lið og fékk varla færi í leiknum. Markið kemur upp úr því að Glen Johnson vinnur einvígi og potar boltanum tilbaka þar sem Wisdom missir mannin innfyrir sig.

    Við fengum nokkur frábær færi Aspas, Coutinho og Sturiddge áttu allir að skora en þetta er æfingarleikur og tel ég að liðið eigi eftir að spila enþá betur þegar í alvöruna er komið.

  18. Djöfull er ég sáttur með að sjá minn mann Downing þarna, nú verður 8 sætið okkar!!

  19. úff……Deja Vu…

    Getur einhver hérna útskýrt fyrir mér afhverju við erum alltaf í tómu tjóni eftir að lenda undir í leikjum?

    Við verðum að bæta við okkur lágmark 2 – 3 mönnum sem labba inn í þetta byrjunarlið…….það er bara þannig.

    Þetta var samt sem betur fer æfingarleikur.

  20. Fínn síðast æfingarleikur og liðið er að spila skemmtilegan bolta sem á bara eftir að batna þegar fram líða stundir og nýju mennirnir eru komnir í góðan rythma með nýju liðsfélugunum.

    Menn eiga ekkert að vera væla og tuða um að nú sé tímabilið búið og 8 sætið sé okkar, verum jákvæðir og sjáum björtu punktana burtséð frá því hvað menn vilja sjá LFC kaupa hinn eða þennan leikmann því annars á liðið ekki séns.

    Allt tal um að LFC verði að kaupa 2-3 gæðaleikmenn til að vera samkeppnishæft við top 4 er svartsýnisraus. Liðið er ekki í neinum evrópubolta í ár og það ætti að létta gríðarlega mikið á álaginu og breiddin í liðinu er ekki það stjarnfræðilega léleg eins og sumir vilja meina.

    Þetta lið er að mínu mati í fínasta séns að enda í top 4, tala nú ekki um ef að það verða keyptir þessir svokallaðir gæðaleikmenn.

    Nú má EPL hefjast í allri sinni dýrð.

  21. Held því miður að Touré verði okkar bestu kaup í sumar. Eini leikmaður LFC sem hefur unnið deildina og kemur með gríðalega reynslu inn í liðið. Traustur í vörninni og langbesti miðvörður sem við eigum sóknarlega. Spurning með hraða og leikjafjölda.

    Horfði líklega á 10 leiki fyrir áramót sem voru nákvæmlega eins og þessi. Fokk leiðinlegt. Eiga allt of erfitt að opna varnir ef andstæðingarnir liggja aðeins til baka. Það lagaðist aðeins eftir áramót og vonandi halda þeir því striki.

    Ætla að skjóta á að Sturridge verði með 20 mörk á þessu tímabili ef hann meiðist ekki. Hann er einfaldlega drullugóður í fótbolta.

  22. Okkur vantar annan striker. Þvímiður er Costa úr söguni. Ætla rétt að vona að LFC fái inn auka striker áður en glugginn lokast.
    Annars var leikurinn ágætis skemmtun. Hefði verið fínt að skapa fleiri dauðafæri svona þegar Celtic er ekki að spila með sínu bestu menn. Sturridge er líta ágætlega út. Getur haldið boltanum og komið honum áfram á samherja.

  23. Virkilega fínn æfingaleikur og margt jákvætt en það er algjörlega óþolandi að núna skuli vera fokkings landsleikur. Þvílík vitleysa!

  24. Ef Liverpool ætlar að blanda sér að fullri alvöru í baráttuna um meistaradeildarsæti í vetur verður að bæta við liðið klassa leikmönnum. Eins og Gerrard og Brendan eru báðir búnir að tala um vantar í liðið 2-3 leikmenn. Það vantar vinstri bakvörð, miðvörð og sóknarmann/kantmann, allt leikmenn sem fara beint inn í liðið.

    Vonandi sýna eigendur liðsins að þeir hafi metnað til að ná einu af topp 4 í vetur.

  25. Hvað er Brendan að bulla núna að Suarez þurfi að biðjast afsökunar. Finnst honum það líklegt eftir það sem á undan er gengið.

    Núna þarf Brendan að fara læra að þegja því það er komin þvílík pressa að vinna og einungis vika í leik. Liðið lítur ekkert alltof frábærlega út með Downing ennþá í liðinu sem dæmi.

  26. mikill akkilesarhæll Liverpool síðasta vetur og mér sýnist ætla að verða í vetur líka er að við ætlum að spila okkur í gegnum varnir í öllum sóknum,,,,,, mér hefur funndist vanta mann/menn sem geta skallað botann hvort sem er í sóknum eða í varnarvinnu. Hvað fengum við margar hornspyrnur á síðasta tímabili…. þær voru allavega mjög margar ef ekki flestar allra liða í deildinni og hvað komu mörg mörk út úr þeim…. á meðan við vorum að fá á okkur mörk uppúr hornspyrnum. Að mínnu mati vantar sárlega mann sem getur klárað færi og skallað boltann þegar það á við

  27. stefstef nr 38 þetta vandamál er búið að vera síðustu ár takk fyrir. ef Stoke fengi svona margar hornspyrnur í einum leik eins og við fengu í dag væru þeir í meistaradeildinni.

  28. okei vá vá vá ,, ég hef alltaf reynt að vera góður i garð enrique en shit ég get því miður ekki þannig gæa lengur hann er bara svo langt langt langt á eftir þessu liði í getu… verðum að fá annan bakvörð sama hver það er þetta gengur ekki hörmung að horfa upp á hann vera með öruggt sæti hjá liverpool

  29. Enrique og Wisdom áttu ótrúlega mörg léleg touch í þessum leik, litu út eins og amlóðar. Að öðru leyti er þetta nú alveg prýðilegt lið. Skil ekki þá sem eru fullir bölmóðs í sambandi við Toure, hann er harðduglegur og góður í báðum teigum, þótt hann sé e.t.v. ekki sá fljótasti í bransanum. Hann gefur a.m.k. ekki tommu eftir!

    Er nokkuð viss um að Mignolet muni reynast okkur vel. Óneitanlega er mikið rask fólgið í markvarðaskipum OG nýjum miðverði. Okkur vantar samt einn góðan miðvörð í viðbót og helst vinstri bakvörð.

    Sturridge er greinilega ekki orðinn alveg 100%, en samt stórhættulegur. Coutinho er algjör gullmoli, djöfull er gaman að sjá hann spila! Þessar stungusendingar hans eru ekki af þessum heimi.

    Downing var raunar furðugóður á köflum í dag, 2-3 frábær endalínuhlaup og góðir krossar. Rannsóknarefni hvernig einn af þeim endaði ekki með marki (þegar Coutinho brást bogalistin).

    En já, á heildina litið er þetta léttleikandi og skemmtilegt lið. ef Suárez verður áfram, vantar okkur í mesta lagi miðvörð, vinstri barkvörð og einn sóknarþenkjandi á miðjuna (eða striker). Þá miða ég við að Lucas sé í sínu besta formi.

    Ég er hvorki ofur bjartsýnn né svartsýnn, en gleðst mjög yfir því að við erum að spila allra skemmtilegasta boltann í ensku deildinni. Það mun samt skipta ansi miklu máli hvað gerist út þennan félagaskiptaglugga!

    YNWA!

  30. Hvernig er það er Ibe betri en sterling eða ? eg er ekki frá því

  31. Shit hvað menn eru að apeshitta yfir æfingarleik. Auðvitað þarf liðið að styrkja sig, ekki spurning. Hafið þið búið í helli síðustu 4 ár? Leikurinn hefði getað endað 4-1 og allir hoppandi spenntir fyrir tímabilinu. Toure kallinn er alveg með þetta. Hann og Agger verða flottir saman.

    Aftur á móti hef ég áhyggjur af bakvarðastöðunum. Það hefði átt að setja G.J. fyrir löngu í hægri kantframherjastöðuna því hann er oft í ruglinu í vörninni. Ekki í þessum leik endilega en það hefur komið fyrir. Ef liðið ætlar sér í topp 4 þarf klárlega betri vinstri bakvörð. Enrique hefur verið upp og ofan og það bara gengur ekki að eiga einn og einn góðan leik. Ég er samt engann veginn að dæma Enrique kallinn útaf þessum eina leik. Það þarf bara betri leikmann í þessa stöðu.

    Það eru ca. 3 vikur eftir af transfer glugganum og ég trúi ekki öðru en að 30m.p. plús fari í 2 leikmenn. Hvað var Spearing seldur á? Erum við ekki í plús í transfer málum? Budgetið fyrir sumarið hlýtur að vera nýtt, annars treysti ég ekki könunum. Þá er einhver maðkur í mysunni ef það gerist ekki.

    Suarez sauðurinn. Bjóða swapdeal við Real M. Coentrao, Alonso og Di Maria og málið dautt.

  32. Pirrandi þegar menn segja að wisdom geti ekkert og eigi ekki að spila deildarleik í vetur.. það er rugl hann er enn ungur og maður getur átt ekkert sérstaka leiki en hann wisdom er búinn að vera fínn á undirbúningstímabilinu fyrir utan þennan leik og var fínn í fyrra í bakverðinum, það tók eiginlega enginn eftir honum því hann gerði enginn mistök. Á skilið allavegana nokkur tækifæri, ekkert vera afskrifa menn þótt þeir eigi einn slæman leik..

  33. Engan veginn hægt að afskrifa varnarmenn hérna við vorum að spila á móti liði sem við vorum ca 70% með boltann er það ekki frekar lélegt að ná ekki að skapa sér nokkurn skapaðan hlut framm á við nema nokkur hálffæri kemur upp í hugann á manni það nkl sama og var í gangi á síðasta seasoni haldaboltanum enn ekkert skapast wisdom og toure eru báðir menn sem við þurfum geta unnið skalla einvígi og eru helseigir í vörninni bara þessar pulsur fram á við verða að skapa einhvað sem kallar á mörk þá erum við í góðum málum áfram Liverpool koma svo.

  34. Eru engar fréttir af þessum mönnum sem eiga að styrkja byrjunarliðið?

  35. Sá ekki leikinn. Ætla ekki að draga of miklar ályktanir en engu að síður finnst mér það smá áhyggjuefni að þetta var kannski fyrsti andstæðingurinn á undirbúningstímabilinu sem er á nokkuð háu getu leveli og við náum ekki að brjóta þá á bak aftur sóknarlega.

    Það hefur hinsvegar verið löngu ljóst að vörnin var akkilesarhæll liðsins á síðasta tímabili og við höfum ekki styrkt hana þar sem veikleikar hennar voru mestir, styrkja þarf vinstri bakvarðarstöðuna, þetta hefur meira að segja stjórinn sjálfur sagt opinberlega. Nú er hinsvegar ekki nema 3 vikur eftir af glugganum og mér finnst furðulegt hvað þetta gengur hægt þar.

    Ef ekki kemur styrking erum við þá mögulega að fara að sjá Agger eða glen johnson spila vinstri bakvörð í einhverja leiki? Verður kannski Kelly þá í hægri bak, hann á töluvert í land með að komast í PL keppnisform finnst manni. Persónulega fer maður að hallast að því að Toure sé að verða aðalnúmerið okkar í vörninni.

    Varðandi Wisdom þá þarf held ég að anda með nefinu, hann er mikið efni og getur alveg spilað í PL, hinsvegar þarf hann að spila nokkuð reglulega og kemur það manni á óvart að hann skuli ekki vera lánaðar….það hlítur bara að þýða að hann sé fyrir ofan Skrtel og Coates í goggunarröðinni, en slíkt er vissulega áhyggju efni fyrir þá síðarnefndu.

    Fullt af spurningum….lítið af svörum. Ein vika. Koma svo.

  36. Eins og eitthver bendir á þarna að ofan.
    þá þarf liðið 2-3 góða leikmenn með eitthvað á sinni afrekaskrá.
    Og það hefur bæði Rodgers og Gerrard sagt.

    Og það versta við þetta að þetta er ekki fyrsta sumarið sem menn eru að tala um þessa 2-3 klassa leikmenn.

    Það er ekki líklegt að þessir menn séu að koma til félagsins.
    Og þess er Liverpool í þeirri stöðu að þurfa að reyna búa til þessar stjörnur.
    Rodgers fór reyndar að tala um það um daginn að það væri hægt að búa til klassa leikmenn eins og að kaupa þá.

    Þá erum við komnir í sömu stöðu og Arsenal
    þú getur gert kannski einn klassa mann á ári en vantar enn í ákveðnar stöður og liðið nær ekki þeim árangri sem stjörnunar vilja.
    Og þess vilja þær fara og Arsenal hefur verið að missa þær ár eftir ár og við erum að horfa á sama hjá okkur t.d. í sumar með Suarez.

    Liverpool Fc í dag er í þeirri stöðu að það væri sigur fyrir liðið að ná meistaradeildarsæti.

    þetta er bara FACT.
    svo við skulum hætta öllum draumum um annað, en heldur ekki vera tala liðið lengra niður.
    Liðið á raunhæfan möguleika á að ná 4 sætinu ef allt gengur upp hjá félaginu.

  37. Sælir félagar

    Það mætti að ósekju koma eitthvað annað á toppinn en þessi þráður.

    Það er nú þannig.

    YNWA

John W Henry um Suarez málið

Komdu með Kop.is á Anfield!