Áminning: allt að fyllast í ferðina!

Á föstudaginn buðum við ykkur, lesendum síðunnar, að koma með okkur á Anfield. Nú, fimm dögum síðar, er óhætt að segja að árangurinn sé klár: ferðin hefur fengið frábærar undirtektir og er óðum að fyllast.

Við hvetjum þá sem eru að hugsa um að koma með okkur að hika ekki lengur því það er ekki víst nema það verði uppselt á næstu 1-2 dögum. Þá tekur við biðlisti og við munum kannski reyna að fjölga sætum í ferðina ef biðlistinn verður langur, en það er þó ekkert öruggt í þeim efnum. Drífið ykkur því endilega að panta, missið ekki af frábærri helgi með okkur í Liverpool-borg!

Þið ykkar sem hafið þegar skráð ykkur í ferðina þá þarf að borga staðfestingagjaldið, kr. 30.000,-, sem allra fyrst og helst fyrir vikulok. Eins þarf ferðin að vera orðin greidd að fullu fyrir mánaðarmót, í síðasta lagi.

Annars bara þökkum við kærlega frábærar móttökur. Við vissum að þessi ferð væri ekki endilega fyrir alla en vorum samt vongóðir um góðar undirtektir og það hefur heldur betur ræst. Það stefnir allt í að við förum með fullan hóp af Íslendingum til Liverpool að horfa á góða knattspyrnu og njóta lífsins í frábærri borg!

7 Comments

  1. Þetta finnst mér frábært…

    en af forvitni, hvað voru mörg sæti í boði í þessa ferð ?

  2. Ef það á að vera alvöru fútt í þessari ferð þá segir sér sjált að bjóða þarf Waage með 🙂

  3. Hehe Sveinn við fengum bréf frá yfirvöldum í Liverpool-borg. Þú ert á bannlista þar núna, eitthvað röfl um slæma meðferð á ruslatunnum og bla bla …

  4. Sendiherra ákveðins ríkis talaði líka um að þú værir á leið í opinbera heimsókn sökum ástar þinnar á ríkinu!

    P…..

    😉

    En algerlega frábærar fréttir, núna getur maður farið að skipuleggja af alvöru!

Breytingar á liði milli ára

Stoke fyrstu andstæðingar á nýju tímabili