Aurelio og Gonzalez!!!

050706_aurelio_192_01.jpg050706_gonzalez_192_01.jpg

Tvær frábærar fréttir í einu:

[Fabio Aurelio skrifar undir 4 ára samning við Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152816060705-1547.htm) og verður þar með fyrsti brasilímaðurinn til að leika fyrir Liverpool.

[Mark Gonzalez er búinn að fá atvinnleyfi](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152815060705-1554.htm) og getur því spilað með Liverpool á næsta tímabili.

Þetta Mark Gonzalez mál hefur náttúrulega verið hálfgerður skrípaleikur. Honum var hafnað um atvinnuleyfi um fyrra og fór því að láni til Real Sociedad, þar sem hann sló í gegn og skoraði eftirminnileg mörk. Það lánstímabil hefur svo sannarlega gert mann spenntari fyrir því að sjá hann klæðast Liverpool búningi.

[Fabio Aurelio](http://www.liverpoolfc.tv/team/squad/aurelio/) er svo verulega góður vinstri bakvörður, sem var lykilmaður í Valencia liði Rafa Benitez. Hann er 26 ára gamall og hefur sagt að hann sjái skiptin til Liverpool vera kjörið tækifæri fyrir sig að reyna að komast inní brasilíska landsliðið núna þegar að Roberto Carlos er hættur. Hann er svo sannarlega ekki kominn til að sitja á bekknum og það er því ljóst að John-Arne Riise verður að hafa fyrir hlutunum vilji hann ekki missa stöðuna sína til Aurelio.

Rafa segir um Aurelio:

>”His technical ability is fantastic and he has a great left foot and provides the team with a lot of options. He has a really good mentality and he is a winner.”

[Mark Gonzalez](http://www.liverpoolfc.tv/team/squad/gonzalez2/) er 23 ára21 árs gamall Chile búi (verður 24 22 ára eftir nokkra daga). Hann er fyrsti Chile búinn til að spila fyrir Liverpool og er af flestum talinn besti knattspyrnumaður Chile þessa dagana. Hann mun án efa veita Harry Kewell harða samkeppni um stöðu á vinstri kantinum.

Rafa segir um Gonzalez:

>”Mark is an exciting left winger who can cross good balls and beat defenders and he is a very good signing for us. He has a very good mentality as when I was talking with him he told me, ‘I want to play for Liverpool’.”

Þetta er svo sannarlega góður dagur. Hugsanlega gæti vinstri helmingur Liverpool liðsins verið að gjörbreytast.

16 Comments

  1. Snilld!

    Þetta eru sannarlega frábærar fréttir með Speedy Gonzalez! Ég held að vinstri vængur liðsins hafi sennilega aldrei í sögu félagsins verið jafn vel mannaður og hann er í dag: John Arne Riise, Fabio Aurelio, Mark Gonzalez, Bolo Zenden, Harry Kewell, Stephen Warnock, Djimi Traoré. Auðvitað gæti fækkað eitthvað í þessum hópi áður en tímabilið byrjar, en eins og stendur er þetta það sem við köllum BREIDD. 🙂

    Og mikið ótrúlega er ég orðinn forvitinn að sjá nýja Liverpool-búninginn. Þessar æfingatreyjur frá Adidas eru algjör snilld … 😉

  2. Eins og staðan er í dag held ég að Kewell komi til með að spila sem senter næsta vetur. Það er í góðu lagi mín vegna.

    Áfram Liverpool!

  3. Jammm, Hössi, það var nákvæmlega það sem mér datt í hug. Gæti vel ímyndað mér að bæði hann og Luis Garcia ættu eftir að spila oftar í senternum.

  4. Já mjög góður dagur.. Annað en sama dagsetning bara í fyrra, einn af verstu dögum lífs míns en jújú þá sagði steven gerrard að hann væri að fara til chelsea

  5. Án þess þó að vera að gera lítið úr Mark Gonzalez, þá er það álíka eins og að segja að Eiður Smári sé besti Íslendingurinn að hann skuli vera besti knattspyrnumaður Chile.

    Engu að síður frábært að fá þá báða til Liverpool. Ég er samt einna spenntastur yfir því að sjá hvernig Paletta verður í vörninni í vetur 🙂

  6. það er ótrúlegt hvað okkur gengur vel að manna vinstri kantinn á meðan ekkert gengur hægra megin… :confused:

    engu að síður frábærar fréttir… og frábærir leikmenn sem hafa verið að koma til okkar það sem af er sumri 🙂

  7. Þetta er massa góðar fréttir…. núna erum við ábyggilega með bestu breiddina vinstra meginn… núna vil ég bara fá Daniel Alves eða Hatem Trablesi á hægri þá erum við massa góðir fyrir næsta tímabill…… ég bíða massa spennstur eftir því að sjá Paletta í vörninn og sjá hann og Agger saman….. en ég segi áfram Liverpool og frábært að fá þessa þrjá leikmenn til okkar

  8. Er Gonzalez ekki fæddur 10. júlí 1984 sem þýðir að hann er að verða 22 ára eftir 4 daga?

  9. Jæja frábært að Fabio, Gonzalez og Paletta séu loksins orðinn formlega Liverpool leikmenn. Núna vantar bara hægri kantmann og senter. Gerist líklega lítið í framherja málum fyrr en allt er frágengið með Cisse.

    Mín tilfinning segir að Trabelsi, Pennant og Kuyt komi en Alves ekki. Búið að taka alltof langan tíma með Alves. Hins vegar hljóta dagar Kromkamp að vera taldir ef Trabelsi kemur. Ennfremur er rökrétt að Barragán fari í lán eða seldur með möguleika á að kaupa hann aftur ef hann stendur sig vel. Barragán þótti standa sig vel með varaliðinu í vetur og vill fá spiltíma þetta tímabil.

  10. Af hverju er fólk að meta að dagar Kromkamp séu taldir?

    Efast um að Benitez hafi gefist upp á leikmanni sem hefur einungis verið hjá liðinu í hálft ár. Getur vel verið að Kromkamp eigi eftir að verða fyrsti maður í hægri bakvörðinn á komandi tímabili.

  11. Tel ólíklegt að Rafa muni hafa Finnan, Trabelsi og Kromkamp á næsta tímabili. Finnan fyrsti kostur og þá Trabelsi back up fyrir hann. Kromkamp fær þá nú ekki mikinn séns. En rétt Rafa er ekki vanur að gefast uppá leikmönnum eftir aðeins hálft ár en hins vegar er ástæðulaust fyrir Liverpool og Kromkamp að hann spili einungis með varaliðinu á næsta tímabili.

  12. Eigum við ekki að bíða með að Trabelsi staðfesti viðræður við Liverpool áður en farið er að tala um hann sem Liverpool leikmann.

    Sjálfur held ég að Trabelsi fari til Arsenal, þar sem að Wenger hefur lengi verið aðdáandi hans, og jafnframt þá held ég að Trabelsi sé leikmaður á því kalíberi að hann sætti sig ekki fyrir að vera bakvörður nr. 2 hjá einhverju liði. Það má líka benda á að Arsenal bauð honum samning, sbr. eftirfarandi frettir: Fans FC Yahoo SkySports

    Það er náttúrulega ógerlegt að vita hvað Benitez ætlast fyrir í félagaskiptamálum, þar sem að hann er t.d. núna með 7 vinstri-kantmenn/bakverði (Kewell, Gonzalez, Zenden, Warnock, Traore, Riise, Aurelio), og svo einnig 5 framherja og 5 hafsenta sem eru í úrvalsdeildarklassa.

Joaquin, Zenden, Dudek og Barragan

Cisse verður líklega lánaður í ár til Marseille.