Gary Ablett kominn til starfa sem varaliðsþjálfari.

player_ablett.jpg
Gary Ablett er 41 árs gamall og var leikmaður Liverpool frá 1983 til 1992. Hann lék 147 leiki fyrir félagið og setti eitt mark. Ablett var því í gullaldarliði Liverpool og var reglulega í liðinu þegar Dalglish var þjálfari þá annað hvort sem vinstri bakvörður eða miðvörður. Það var svo Greame Souness sem seldi Ablett til Everton fyrir 750.000 pund en þar náði hann m.a. að vinna bikarinn. Mun Ablett vera eini leikmaðurinn sem hefur unnið bikarinn bæði með Liverpool og Everton. Eftir að Ablett hætti að spila þá var hann unglingaþjálfari hjá Everton í 4 ár en hefur núna lokað hringnum og [fært sig aftur yfir til Liverpool sem varaliðsþjálfari.](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17340421%26method=full%26siteid=50061%26headline=new%2dreds%2dcoach%2drelishing%2dhis%2dlatest%2dchallenge-name_page.html)

Gary Ablett er vel menntaður sem þjálfari og er m.a. með UEFA “A” skírteini og er búinn að sækja um að fá Pro skírteini frá enska knattspyrnusambandinu. Ablett mun ásamt Pako Ayesteran sjáum þjálfun varaliðsins og munu þeir vinna náið saman með liðið.

“My job is to manage the reserve team, to liaise with the manager and Pako Ayesteran and to plan the season technically, tactically and physically. I have been given the chance to work in a fantastic job, with great people and with outstanding young footballers – and my job is to develop them to hopefully be-come first team players here.”

Ég man vel eftir Ablett sem leikmanni og get alveg viðurkennt að hann var aldrei einn af mínum uppáhaldsleikmönnum en hann var trastur og gerði fá mistök en aldrei frábær.
Við bjóðum Gary Ablett velkominn heim.

2 Comments

  1. ég spjallaði við Gary Ablett eftir Everton-KR leikinn 1994. Hann neitaði að árita Liverpool búninginn minn, kallaði hann rubbish og sagðist hata liðið.

  2. Prófaðu að senda honum gallann núna og sjáðu hvort það er ekki komið annað hljóð í strokkinn :laugh:

Fowler ver sinn mann, en ekki hvað!

Alves og Joaquin