Alves og Joaquin

Enn og aftur koma nýjar frétti af hægri kantmálum hjá Liverpool. Einsog við greindum frá á þriðjudagin, þá byrjuðu fjölmiðlar að [bendla okkur við Joaquin](http://www.kop.is/gamalt/2006/07/04/18.53.47/) og gefið í skyn að Dudek og Zenden yrðu notaðir sem skiptimynt uppí þann pakka.

Rick Parry kom svo fram í dag og [neitaði þessum sögusögnum](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152824060706-1351.htm) á official síðunni. Hann talar vanalega ekki um slúður, en þarna er gefið í skyn að tveir leikmenn séu ekki í náðinni hjá Liverpool, það er Zenden og Dudek og eflaust vill Parry ekki að þeir leikmenn verði fúlir.

Tengt þessu, þá hefur umboðsmaður Daniel Alves [aftur komið fram og ítrekar](http://home.skysports.com/list.asp?HLID=401197&CPID=8&title=Alves+still+hopes+for+Reds+move&lid=&channel=worldcup2006&f=rss&clid=14) að Alves **vilji fara til Liverpool**!

>”There is an economic difference between what Sevilla are demanding and what Liverpool are willing to pay.

>”We need to try and reach a compromise and we will try to do this in the next few days.

>”Liverpool is Daniel’s first option and he wants to play with them despite interest from other clubs.

Heyriði þetta, Sevilla menn. Drullist ti að lækka verðið, svo að Alves komist þangað sem hann vill vera. Og hananú!

9 Comments

  1. Ljóst að Alves er fyrsti kostur Rafa og líklegast er ennþá möguleiki að hann komi þar sem umboðsmaðurinn setur svona í blaðið sem og ef þetta er búið þá hugsa ég að Trabelsi skrifi undir med det samme.

  2. …eða þá að Liverpool geti bara drullast til að hækka boðið sitt !! Ótrúlegt að að við höfum ekki efni á að bæta við hálfri-1 milljón við boðið eða er Rafa bara svona hrikalega þrjóskur ?!

    Ókey, í sjálfu sér er mjög gott að vera ekki að láta fífla sig og leyfa þeim að sprengja upp verðið en ef Rafa vill leikmanninn í alvöru myndi hann splæsa í hann strax…gæti ekki verið að Rafa sé með einhver önnur plön sem eru bara bakvið tjöldin ?!

    En allavega trúi ég því bara ekki að fráfarandi Evrópumeistararnir séu svona hrikalega fátækir að geta ekki hækkað boðið sitt um eina milljón eða svo :confused: (…og ekki koma með eitthvað að láta ekki fífla sig því það er ekki eins og við séum að tala um einhverjar Chelsea-upphæðir)

  3. …og auðvitað eins og maðurinn sagði: You´ve got to spend money to f*uckin make money !!!:mad:

  4. Ég verð eiginlega að vera ósammála þér þarna, Einar. Ef einhver væri að bjóða í Xabi Alonso hjá okkur, hann vildi fara og við settum upp verð fyrir hann þætti mér Liverpool ekkert verða að lækka uppsett verð um 1-2 milljónir til að hann geti farið. Ef það væri málið þá myndir þú örugglega segja kaupklúbbnum að “drullast” til að hækka verðið í Alonso eða láta hann vera.

    Daniel Alves vill fara frá Sevilla, þeir eru reiðubúnir að láta hann fara fyrir rétt verð og þar sem hann er samningsbundinn þeim næstu árin er það þeirra verð sem gildir. 12 milljónir punda fyrir hann er ekki ósanngjörn krafa af þeirra hálfu, þótt okkur kunni að þykja það há tala fyrir kantmann sem fæstir Liverpool-aðdáendur hafa séð spila, og ef við getum ekki mætt uppsettu verði ættum við í rauninni bara að hætta að reyna.

    Ég get bara ekki að því gert að ég er hundfúll yfir því að klúbburinn geti ekki stutt við bakið á Rafa; þetta er hans fyrsti kostur, leikmaður #1 á óskalistanum í sumar, og þeir geta ekki fyrir nokkurn mun hóstað upp þessari aukamilljón eða hvað það nú er til að Rafa fái sinn mann. Ég veit að menn geta ekki verið frekir og heimtað hvað sem er, en Rafa hefur unnið sér það inn að njóta stuðnings í þessum málum að mínu mati og það er ekki eins og hann sé að biðja um að eyða 26 milljónum í mann sem mun sitja á bekknum í vetur, eins og Chelsea eru vanir að gera.

    Ég persónulega “sætti” mig alveg við Trabelsi og Pennant, og ég er viss um að ef Rafa velur þann kostinn þá er það af því að hann er alveg “sáttur” við þá tvo líka, en við eigum ekki að þurfa að “sætta” okkur við neitt, fjandakornið hafi það. Rafa á bara að geta fengið þá leikmenn sem hann vill, punktur og basta.

    Öll þessi laaaaanga saga hægri kantstöðunnar, sem er orðinn jafngömul og stjórnartíð Rafa, er bara leiðinleg. Látið mig vita þegar það fæst einhver botn í þessa sápuóperu.

  5. Já, en það virðist ekkert lið í heiminum vera tilbúið að borga þessa upphæð fyrir Alves. Það hlýtur því að vera að Sevilla sé að verðleggja hann of hátt.

  6. Tja, það þarf ekkert að vera. Hann er búinn að segja nokkrum sinnum að hann vilji fara til Liverpool, þannig að það þýðir kannski lítið fyrir aðra að bjóða í hann. Ég meina, það vildi ekkert annað lið borga 10.5 milljónir fyrir Xabi Alonso; þýðir það að hann hafi ekki verið þess virði?

    Ég vill meina að Alves sé þess virði að borga uppsett verð fyrir hann. En það er bara ég.

  7. Svo er þetta ekki bara spurning um upphæðina , heldu r að auki greiðsluaðferðina, þ.e. staðgreitt, miðað við gengi, raðgreiðslur eða eitthvað allt annað. Þannig að það getur legið mun meira í kostnaði fyrir klúbbinn heldur en 1M.

  8. Að auki er …

    You´ve got to spend money to f*uckin make money !!!

    … bull.

  9. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að líklega verður niðurstaða tveggja ára leitar Rafa að hægri kantmanni, stöðu sem hann hefur lagt allt kapp á, Jermaine Penntant

Gary Ablett kominn til starfa sem varaliðsþjálfari.

Rafa með yfirlýsingar