Allt að gerast? Sakho, Ilori, Given og Moses.

Samkvæmt a Ben Smith á BBC þá eru Liverpool nálægt því að landa þeim Mamadou Sakho og Tiago Ilori núna um helgina. Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag og í gær (þar á meðal virt blöð einsog L’Equipe) að Liverpool og PSG séu nálægt því að koma sér saman um kaupverð á hinum 23 ára gamla Sakho, sem hefur leikið 14 leiki með franska landsliðinu, en hefur ekki verið byrjunarmaður hjá PSG.

Hann passar mjög vel inní strategíuna sem virkaði svo vel hjá Coutinho og Sturridge – að kaupa unga og efnilega leikmenn, sem hafa átt í einhverju basli undanfarin misseri hjá sínum liðum.

Ilori er tvítugur Portúgali, sem ég veit minna um, en Liverpool var mikið orðað við hann fyrr í sumar.

Einnig er talið að Shay Given komi á ársláni sem backup fyrir Mignolet og Smith segir einnig að Liverpool séu vongóðir um að Victor Moses komi að láni frá Chelsea. Þetta hljómar allt mjög vel og vonandi að þessi mál klárist. Ég er hrifinn af Moses og held að hann gæti styrkt þetta lið. Og það sama má segja um Sakho.

73 Comments

  1. Yanks out! Allt annað en leikmenn sem kosta 50 milljònir er bara metnaðarleysi 😉 En að öllu grìni slepptu…ef þessi kaup ganga öll upp þà erum við að koma okkur ì àgætis màl, held ég. Koma svo!!

  2. Sorry þráðránið en getið þið snillingar bent mér á skemmtilegt og virkt Liverpool Forum, þar sem að forumið á Liverpoolfc.com liggur niðri næstu 10 dagana ??

  3. Held að við fáum Ilori en Sakho fer til Ítalíu, ég bara þori ekki að vonast eftir of miklu.

  4. Frábært að fá Llori og Sakho, er reyndar minna en ekkert spenntur fyrir Llori en ágætt að fá hann með Sakho svona i eftirmat, en væri hörmung að fá bara hann og ekki Sakho..

    Frábært að fá Given i stað Brad Jones því eg er sjaldan með meiri kvíðahnut i maganum en einmitt þegar Jones er i markinu hja okkur

    Vissulega er frábært að fá þessa þrja leikmenn sem eg reyndar trui alls ekki ennþá að seu að koma allir en okei EF þeir koma þá er það frábært.

    Hef áhyggjur af sóknar partinum samt, ef það á bara að fá Moses þá hefði eg alveg eins verið til í að halda bara Downing. eg vill einn alvöru spilara framarlega á völlinn og þá væri einmitt Moses fínn bara svona með uppá breiddina.

    En ég gleðst þó yfir því að það virðist eitthvað vera í gang og vonandi lokum við þessum dílum og þá helst fyrr en seinna bara

  5. Sakho er frábær leikmaður. Veit hins vegar ekkert um Ilori.

    Er svoldið á báðum áttum með Moses en vonandi á hann eftir að fitta flott inn.

    Ef allt þetta gengur eftir er óhætt að fullyrða að Yarmolenko er ekki á leiðinni.

  6. lýst vel á að enda gluggan með sama krafti og við byrjum gluggan á, Reyndar sett ég spurningamerki með Given, í 2 ár hefur projeckt liverpool snúist um að lækka launakostnað og svo poppar Given á láni með 50 Þúsund pund á viku, meikar ekki séns og ég sé liverpool aldrei borga meira enn 50% af laununum.

    Varðandi Sakho og Tiago Ilori þá er klárt mál að Coates og Skrtel eru að fara frá félaginnu. Þetta hefur verið vandræðastaða hjá okkur undanfarið og vonandi mun Sakho koma með pressu á Toure-Agger reyndar mann ég ekki eftir að hafa svona svona 3 góða miðverði að berjast um stöðu ef Sakho kemur til liðs við okkur, Ilori er kláralega hugsaður upp á framtíðina og vonandi reynist hann betri kaup enn blessaður Coates 🙁 þvílíka sorgarsagan hjá þeim kalli 🙁

    Moses er velkomin fyrir mína parta, leikmaður sem var að spila mikið í fyrra með chelsea. tók þátt í 43 leikjum og skoraði 10 mörk í heildinna, hann virkar spennandi á mig stór sterkur mjög hraður leikmaður, það er vitað mál að hann er komin mjög aftarlega hjá c$$$$$$$a ef við fáum hann á láni með möguleika á buy option eftir tímabilið kringum 5-8m punda þá er ég sáttur að fá hann inn.

    Bónusinn í þessum lokakafla leikmannagluggans væri nátturlega að ná Andriy Yarmolenko með þeim fyrirvara ég er örugglega búinn að smitast af hypi internetsins 🙂 alla vega segir slúðrið að við séum í mikilli samkeppni við AC Milan um hann. voru reyndar að selja Kevin Boateng væntanlega til fjármagna kaup á honum. Enn ef við náum þessum óvænta geimsteini þá erum við í góðum málum held ég fram í maí.

  7. Mér finnst vera leiðinlega mikil miðlungslykt af öllum kaupum liverpool í sumar. Það er sannarlega ekki gott og sér í lagi ef tekið er mið af þeim rosakaupum sem helstu mótherjar okkar Tottarar eru að klára. Með sína breidd geta þeir hæglega gert atlögu að englandsmeistaratitli.

    Það er alls ekki loku fyrir það skotið að Liverpool nái meistaradeildarsæti. City eru óstöðugir og Arsenal eru endanlega að helltast úr lestinni og gefur það okkur vonarglætu.

    Það er engu að síður frekar súrt að hugsa til þess að árangrinum sem stuðningsmenn eygja svo hart, verði einungis náð vegna þess að samkeppnisaðilar um 4 sætið eru tæpir. Ekki vegna þess að liðið er að styrkjast á sama hátt og hin… =P

    Ég er á því að sýn FSG manna á framtíðina sé góð. En mikið voðalega ganga hlutirnir hægt. Við erum að dragast aftur úr.

  8. Nr. 4
    Mæli með aðgangi að Tomkins Times. 3,5 pund sem maður sér ekki eftir.

    Eftir þetta sumar verð ég verulega stressaður þegar ég les fréttir hafðar eftir Ben Smith. Hann er líklega með verra record í sumar en bjáninn John Cross á Mirror. Trúi engu slúðri frá fjölmiðlum orðið fyrr en þetta kemur á heimasíðu klúbbsins, Liverpool Echo er þ.m.t. Þessir miðlar virðast alls ekki hafa mikið aðgengi að klúbbnum hvað svona mál varðar. (ath. fréttir af þessum díl koma líka frá Frakklandi sem gefur mér smá von samt:) ).

    En ef að við erum að landa bæði Sakho og Ilori eru það gríðarlega spennandi fréttir, a.m.k. á pappír (tölvuskjá). Ég hef ekki séð þá spila mikið en það sem maður les um Sakho er afar spennandi og hljómar eins og að þar sé leikmaður sem ætti að fara beint í liðið hjá okkur. Sterkur í loftinu og kröftugur og getur líka spilað bakvörðinn. Hann hefur verið í basli hjá sínu uppeldisfélag og vonandi kemur hann til Liverpool og nær sínum ferli aftur á það flug sem hann stefndi í fyrir stuttu. Hann er á flottum aldri og verði af þessu eru þetta mögulega mikil moneyball kaup.

    Ilori er svo leikmaður sem búið er að eyrnamerkja í allt sumar og passar líklega betur inn í hugmyndafræði Rodgers heldur en t.d. Coates. Hann er breskur ríkisborgari líka og talar auðvitað ensku sem er ekki verra.

    Erfitt að sjá fyrir sér að Ilori fari beint í liðið enda ekkert spiað af viti í meistaraflokki en á móti bjóst ég ekki við miklu af Coutinho svona til að byrja með heldur.

    Komi Sakho myndi ég halda að slíkt flokkist sem svona „marquee signing“ svona til að halda Steina up to date. Þó ennþá vanti þetta „marquee“ í þá stöðu sem Liverpool hefur verið að reyna fylla í allt sumar. Til að klára það myndi ég bara vilja sjá klúbbinn hjóla beint í manninn sjálfan og klára það fyrir lokun gluggans.

    Annars efa ég stórlega að við löndum stóru og spennandi sóknarþenkjandi nafni á mánudaginn (ef Sakho kemur þ.e.a.s), Moses á láni væri mikið líklegra úr þessu sýnist manni.

    Get ekki sagt að ég yrði himinlifandi með gluggann verði þetta Ilori, Sakho og Moses (lán) en alls ekki sama slys heldur og fyrir ári síðan og hópurinn mun betur undirbúinn fyrir tímabilið. Suarez eigum við svo alveg inni sem FSG fær stóran plús fyrir.

  9. Erum við samt að tala um það að Ilori sé að koma á 8m punda? Erum við ekki að ofborga það hressilega?

    Svo hefur maður lesið um 18m fyrir Sakho…

    Djöfulsins verð er á þessum gæjum…

  10. Af hverju tala allir um “við”? “Við” erum ekkert að fara að kaupa leikmenn, Liverpool FC eru að kaupa þessa leikmenn. “Við” spáum bara og spekúlerum og höfum ekkert um rekstur klúbbsins að segja. Nei, ég segi bara svona. Annars er ég bara í góðum gír, fullur tilhlökkunar.

  11. Skrtel hlýtur að óska eftir sölu með det-samme þegar/ef hann sér þessa tvo koma í læknisskoðun á Melwood.
    Ég hef alltaf verið stuðningsmaður Skrtel í gegnum árin en maður sá það í fyrra að hann er engin leiðtogi og virðist ekki vera í mikilli samvinnu við þá sem spila við hliðina á honum. Stekkur út úr vörninni og er dálítið villtur. Það hlýtur að vera erfitt að spila við hliðina á honum þó hann sé flottur varnarmaður fyrir utan þessar hömlur.
    Það sama má í raun segja um Coates, mjög fínn varnarmaður en samvinna er ekki hans sterkasta hlið. Virkar mjög þögull og óútreiknanlegur.

    Ég á því ekki eftir að sjá mikið eftir þessum leikmönnum, þeir hafa fengið að sanna sig en því miður ekki á þeim stalli sem Liverpool gerir kröfu um. Vonandi ganga kaupin á Sakho og Llori eftir og Skrtel og Coates fá að fara eitthvað þar sem þeir spila reglulega.

    Hversu mikil snilld væri að fá fleiri leikmenn með endinguna “ho”. Það boðar bara gott!

  12. Væri gríðarlega ánæður að fá Sahko en finnst verðmiðinn á Ilori of hár. Hann er tvítugur og hefur spilað rétt um 12 deildarleiki með Sporting. Þá hefur hann ekki ennþá leiki A landsleik fyrir Portúgal.

    Vona svo að við fáum e-ð meira í sóknina en Victor Moses. Hann er fínn leikmaður uppá breiddina en ég var að vonast eftir einhverjum betri. Með fullri virðingu fyrir honum.

  13. Rosalega versla Man City, Chelsea og Tottenham. Öll liðin eru komin með efni í 2 heil knattspyrnulið á meðan Liverpool má nánast ekki kaupa leikmenn nema leikmaður úr sömu stöðu sé seldur eða lánaður. Áfram Liverpool

  14. Eriksen farinn til Spurs. Hafði aldrei heyrt um Paulinho, Chadlji or what´s his face og fannst Soldado fyrir 26 millj. punda alltof dýr en að Tottenham hafi náð í Eriksen gerir mig drullufúlan. Get ekki sagt annað. Sá fyrir mér að hann væri gæjinn sem myndi leysa Gerrard af. Mér finnst miðjan hjá okkur frekar slöpp fyrir utan fyrstu þrjá; Gerrard, Lucas og Hendo. Þetta Tottenham lið er orðið hrikalega vel mannað. Og þetta er enginn peningur fyrir Eriksen. Andskotinn!!

  15. Held bara að Eriksen hafi ekki viljað koma til okkar. Og ekkert við því að gera.

  16. Algjörlega yndislegt að sjá Móra og Chelsea tapa niður unnum leik á síðustu sekúndunni og tapa svo í vító .

  17. Ég myndi frekar eyða allri helginni í að sleikja frímerki og henda þeim svo í ruslið heldur en að vorkenna Chelsea manni fyrir að kúka í sig í vítaspyrnukeppni!!

  18. Það besta við supercup (fyrir utan að $helskí tapaði) var að hlusta á Carra á Sky.

    Flottur.

  19. Það verður yndislegt að vinna sundurleitt Tottenham liðið í vetur….

  20. Sammála því að það væri hræðilegt að landa bara ilori en ekki Sakho .. held að ilori sé pappakassi !

  21. *Tekið af reddit

    “Looks like Papa didn’t work out for this window, Mama will do.” 🙂

  22. Einhvern veginn dregur það úr spennunni að fá Sakho til Liverpool þegar nafn hans er nefnt í sömu setningu og Ilori, Given og Moses.

    Veit ekki alveg hvað er að gerast, finnst þessi sumar kaup öll frekar óspennandi, ég er ekkert svo ósáttur, en mér finnst orðið “miðlungs” eiga vel við.

    Rodgers er að gera góða hluti, liðið spilar vel og innan liðsins eru fullt að frábærum leikmönnum, tækifærið er núna. Finnst við geta gert betur.

  23. Skrtel er hinnhvíti Titus Bramble, hæfur varnarmaður en alltaf líklegur til að gera 2-3 alvarleg mistök í leik sem kosta mörk. Gott að fa miðverði í staðinn en síðan sýndi Villa leikurinn að okkur vantar valkosti á síðasta þriðjuninn. En kannski það alvarlegasta að 3. Tímabilið í röð er Lycas eini valkosturinn okkar í varnartengiliðnog ef hann meiðist erum við fucked!

  24. hvð bull er það i mönnum að við eigum ekki cover fyrir Lucas ?

    Gerrard færi lett með að leysa hann af

    Allenn gæti líka gert það..

    juju væri alveg til í að hafa fengið Wanyama eða Diame en okkur vantar frekar að styrkja vörnina og að fá gæða kantmann að mínu mati

  25. Varðandi verðið á Sakho og Ilori þá er skondið að setja Sakho í leitargluggann á twitter. Ég held að enginn hafi komið með sama verð í þessa leikmenn og þetta sveiflast afskaplega mikið eftir því hver er að tala um þessi viðskipti.

  26. En Babú er eitthvað áræðanlegra en Ben Smith að segja að við seum að kaupa þessa 2 ?

  27. Mér líður svoldið eins og ég sé aðdáaðndi Lord of The Rings og Peter Jackson sé að stýra liðinu. Man eftir að hafa heyrt því fleygt að hann hafi einungis valið leikara í castið sitt sem fengu ekki merkilega dóma fyrir síðustu mynd sína og væru jafnvel búnir að vera í smá lægð undanfarið. Svo kom á daginn að flestir brylleruðu þeir… rétt eins og Sturridge og Coutinho(Legolas) og vonandi allir þeir sem koma í sumar!

  28. Æææii Viðar taktu chillpillu þoli ekki þetta svartsýnis bull . Eftir mánudag er hægt að segja sína skoðun á þeim leikmönnum sem koma og á eigendum Liverpool.

  29. Það er leiðinlegt að segja það sem harður stuðningsmaður Liverpool en klúbburinn okkar er í dag ekki samkeppnishæfur við man.city, man.utd, chelsea, tottenham og arsenal. Við erum einfaldlega bara klúbbur sem er að berjast um að komast í evrópudeildina en ekki meistaradeildina.

    Við kaupum bara leikmenn sem enginn af þessum liðum hér fyrir ofan vill ekki, þeir leikmenn sem Liverpool reynir við og hinir hafa áhuga á þá töpum við alltaf því stríði. Ég blæs á þessa umræðu að vera fylgja einhverjum peningareglum, það virðist ekki vera að hafa áhrif á önnur lið.

    Sem dæmi þá eru southampton, cardiff, norwich, sunderland, west ham, hull, swansea, fullham og aston villa öll búinn að eyða meiri pening en Liverpool í þessum glugga.

    Þessi kaup sem er verið að slúðra um núna þ.e. Sakho, Ilori, Given og Moses eru einfaldlega ekki nóg til þess setja liðið í samkeppni um meistaradeildarsæti. Eini maðurinn þarna sem styrkir liðið okkar er Sakho. Ætla ekki að tala um Moses sem styrkingu við liðið okkar þar sem hann er í tímabundin lausn á því að ná ekki að kaupa þá leikmann í stöðuna (lán).

    Kannski eru eigendurnir brenndir af fyrstu félagskiptagluggunum, þar sem gjörsamlega glataðir leikmenn vorukeyptir á alltof mikinn pening.

    Vona innilega að við förum að sjá breytingu á þessum málum en ég hef því miður enga trú á því. Svartur raunveruleikinn er sá að Liverpool er ekki topp lið á englandi í dag.

    Vona að ég sé bara bullukolla og ekkert af þessu sé rétt…tökum svo þessa united beyglur í nefið á sunnudag.

    Áfram Liverpool!

  30. Eru menn alveg grillaðir hér 🙂

    Ég er alveg 100% viss að við endum í topp4 í vetur.

    Einu klúbbarnir sem ég er virkilega smeykur við eru Chelsea og Man city!

    Afhverju hræðast menn:

    Man utd ( Enginn styrking, nýr þjálfari, gríðarleg pressa)

    Arsenal ( Enginn styrking, með Wenger þrjóskuhaus við stjórnvöllinn)

    Tottenham ( Alveg óskrifað blað, Bale út? Og milljón nýir leikmenn inn, hef ekki mikla trú á Villa boas)

    Við erum með 2 af 10 bestu mönnum deildarinnar í okkar röðum Suarez og Gerrard, við erum með Sturrigde, Coutinho, Lucas og fleiri hetjur.

    Við erum búnir að vera taplausir í ég veit ekki hvað mörgum leikjum í deildinni í röð!

    Við erum Liverpool og rúllum þessu upp!

    Það er skrifað í skýin að Brendan Rodgers er eftir að verða goðsögn hjá okkur! 🙂

  31. Kristján 40

    er eg eitthvað meira svartsynn en jakvæður ?

    eg sveiflast til og frá eftir frettunum með að vera jakvæður og neikvæður til skiptis enda..

    Fyrir suma okkar herna inni á þessari síðu sem lifum fyrir þetta felag okkar skiptir það bara ólýsanlega miklu mali hvernig næstu 3 dagar þróast, Akkurat nuna skiptir ekkert i lífi mínu meira mali en hvernig þessir 3 dagar hjá félaginu mínu þróast, eg á erfitt með svefn því stressið er svo mikið um það hvort þetta fari vel eða illa.
    Sorrý bara ef eg get ekki verið hoppandi glaður og jakvæður yfir öllu sem er i gangi hjá felaginu..

    eg vona samt svo innilega að við seum að ná í 3-4 eða 5 leikmenn en í ljósi td siðustu dagana i fyrrasumar þá finnst mér bara ekkert skrýtið að maður se halfhræddur um að þetta fari illa…

    ég hef samt alveg einhverja trú á að þetta muni fara vel og óska þess af öllu hjarta að við verðum allir glaðir a sunnudag eftir leik og hoppandi glaðir með gluggann þegar hann lokar.

  32. Nr.37

    Ég veit ekkert um það. Hann hefur credit fram yfir aðra að vera hjá BBC sem vanalega eru aðeins hóværari í svona slúðri en götublöðin. En ég veit ekki hvað maður hefur séð mikið haft eftir Ben Smith, Tony Barrett, James Pearce o.s.frv. sem ekkert verður úr.

    Af blaðamönnum myndi ég nú ennþá taka mest mark á þeim en ég stórefa að nokkur blaðamaður hafi mikið aðgengi inn á skrifstofu Liverpool. Virðist a.m.k. vera mun minna eftir að FSG tók við völdum.

  33. Kristján 40

    já og by the way þá er eg á lyfi við kvíða og stressi, tek 2 toflur að morgni og 2 að kvoldi, takk fyrir að minna mig á að taka chill pilluna, hef ekkert tekið siðan í morgun, best að henda kvoldskammtinum í sig bara nuna hahahahaha ….

  34. Djöfull er maður orðinn þreyttur á þessu röfli og neikvæðni. Flestir virðast vera á þeirri skoðun að Liverpool sé bara að reyna kaupa einhverja “miðlungs pappakassa” og að liðið eigi ekki séns á að ná Meistaradeildarsæti.
    Ég stórefa að margir hafi haft hugmynd um hver Suárez var, áður enn hann kom til okkar. Eða Coutinho. Ég man líka að Sturridge var flokkaður sem “miðlungs pappakassi” þegar hann var orðaður við okkur.
    Ég mæli með að menn spari stóru orðin og leyfi Rodgers og njósnateyminu að vinna sína vinnu í friði.
    Ef að þið kallið ykkur stuðningsmenn Liverpool, þá skuluð þið standa undir nafni og styðja Liverpool.

  35. Gylfi Spursari hlýtur að vera til sölu núna. Held samt að hann hafni því að vera seldur og bíði og sjái til hvort og hversu mikið hann spili fram að áramótum.
    Ætli BR hafi ennþá áhuga á Gylfa eftir að sá síðarnefndi valdi Spurs framyfir LFC? Myndu þið vilja fá Íslendinginn yfir til okkar?

  36. Liverpool er bara að reyna kaupa einhverja miðlungs pappakassa og liðið á ekki séns í meistadeildarsæti.

  37. Enn og aftur fær Mata ekki að spila hjá celski. Sá hrokafulli hlýtur að vera eitthvað klikkaður núna, nú er lag, Mata hlýtur að sjá að móri ætlar ekki að nota hann í vetur. bjóðum í hann áður en hann fer eitthvað annað, ef ekki þá náum við bara í hann í janúar 🙂

  38. 52

    Duly noted:-)

    Já, klárlega bjóða í Mata. Prófa 30-35 m.p. og sjá hvað gerist.
    In my wildest dreams; Coutinho í holunni, Suarez og Mata fljótandi út um allt og Sturridge frammi. I predict goals.

  39. Eitt sem mér finnst menn vera að gleyma hérna er að við ekki að spila í UEFA þetta árið þannig að leikjaálagið er ekki nærri eins mikið og þá þurfum við ekki eins stóran hóp eins og liðin sem erum keppast við um þetta 4 sæti. Tottenham og Arsenal (jafnvel Man U) þurfa að ferðast fullt og lið tapa oft leikum sem þau ættu að vinna(á pappir) eftir langt ferðalag. Vorum á fínu skriði í lok síðasta tímabils og erum með fullt hús stiga eins og er (verðum með það eftir Man utd leikinn 3-1 fyrir okkar mönnum). Vantar að styrkja hópinn? Já ,en það er ekki heimsendir ef það koma ekki inn 3 til 5 nýjir menn núna, Vonandi erum við á fá inn menn sem verða partur af starting 11. Ef engir koma inn núna í lok gluggans sjáum til hvernig gengur og ef staðan er slök í jan þarf að endurskoða og kaupa en þessi hópur sem við höfum núna ætti að mínu mati að geta verið í fínum málum í jan án þess að fá stórt nafn inn.

    Kv Einn jákvæður í Norge

  40. Getum við ekki bara fengið Aurelio, Dossena og Riise lánaða í einn leik. 🙂 Þeir þrír ættu að geta gert út af við scum. 🙂

  41. Jæja það er engin ástæða til svartsýni, það virðast vera að koma inn nokkrir menn sem okkur vantaði endilega, við erum aðeins búnir að tapa þremur deildarleikjum síðan í desember, í 26 leikjum. Það kalla ég nokkuð gott og núna eftir þetta sumar með fínan mannskap sem að ætti að ná amk evrópiusæti, ef ekki hærra en það.

    Framtíðin er björt, áfram Liverpool

  42. Góðan dag!

    Átti erfitt með svefn en það fyrsta sem skaust upp í kollinum þegar ég vaknaði var leikmannaglugginn og leikurinn. Er maður klikkaður eða hvað?

    Við förum nú ekki að láta Gollum vinna sinn fyrsta sigur á Anfield… Já ég sagði ,,VIД 🙂
    OG við viljum fá leiðréttingu á þessu ömurlegu óréttlæti sem átti sér stað á Anfield í fyrra þar sem dómarinn fór á kostum og ég trylltist!

    Síðan Liverpool og manjú áttust við í janúar 2012 er record liðanna svona í EPL:
    Liverpool: 10-6-2.
    manjú: 11-5-2.
    Bilið á þessum tveimur liðum, alveg heil tvö stig og þeir unnu deildina án nokkurra samkeppni á lokasprettinum.

    Wake up and smell the Strawberry Skyr!

    Þetta er nú stóri munurinn á þessum tveimur liðum síðan í janúar og nú spyr ég bölsýnis og bölóðsmenn hér. Af hverju í fjandanum talið þið um að við eigum ekki break í þennan toppslag? Það er ekkert réttlátt að dæma síðasta tímabil þar sem BR og co. þurftu að sjálfsögðu að komast inn í málin, breyta um leikkerfi og síðast en ekki síst að hreinsa til í hópnum.

    Þessi helgi er fáránlega spennandi og hún byrjar með trukki:

    Liverpool Lounge ?@TheLfcLounge 31m
    Sakho – £85k/week, 4 year Contract at
    Liverpool.PSG to get €19m(£16.2m) in 2
    instalments. [Le Parisien]

  43. Flott að fá einhvern segi ég nú bara. Vonandi er Llori tilbúinn að spila strax. Held að eitthvað komi upp á síðustu stundu og þessi Sakho sem ég hef aldrei séð spila fari eitthvert annað. Man City vantar miðvörð t.d.

  44. Það virðist vera að flestir sem eru hér að setja inn einhver komment halda að með því að eiða sem mestum pening þá séum við komnir í meistara deildina. Það er samt þannig að ef það er ekkert hjarta i liðinu er það ekki að virka. Við sáum það best um síðustu helgi þegar man city var rasskelt og nokkrum dögum áður lenti Celski i mesta basli með Aston villa.

  45. Mitt take á þessi fyrirhuguðu viðskipti (Sakho, Ilori, Given og Moses).

    Vörnin var akkilesarhæll liðsins á síðasta tímabili og með þessum viðskiptum er FSG með mjög afgerandi hætti búið að bregðast við þeim vanda, ekki má gleyma því að þeir keyptu Mignolet og Toure til þess að fara beint inn í byrjunarliðið ásamt því að fá backup fyrir enrique. Þetta er í mínum huga alveg fáránlega skýr skilaboð til þeirra sem hafa verið í öftustu línu og held ég í raun að þar sé enginn undanskilinn.

    Umræddur verðmiði á Sakho er mjög hár m.v. varnarmann og í raun á Ilory líka. Réttu leikmennirnir eða ekki, engin getur allavegana sagt að FSG hafi ekki reynt að breyta vörninni í sumar….í raun hefði varla verið hægt að breyta henni meira nema þá að kaupa líka hægri bakvörð. Backup fyrir Mignolet finnst mér skiljanlegt þar sem Brad Jones á mjög erfitt með að grípa bolta en slíkt getur reynst markmönnum hættulegt. Ef sá díll felur í sér lítinn kostnað fyrir Liv þá meikar það fullkomið sens.

    Framarlega á vellinum er alveg ljóst að klúbbnum hefur ekki tekist að styrkja sig eins og þeir ætluðu sér og eru nokkrar misheppnaðar tilraunir í sumar til marks um það. Meðan Suarez er ennþá þá held ég samt að við séum alveg í ágætis málum en við eigum því miður ekki neinn afgerandi inn af bekknum til þess að breyta leikjum og það er vandamál. Moses er fín tilraun til þess að reyna að leysa þetta vandamál hvort sem hann er byrjunarmaður eða kemur inn af bekknum (líklegast hvort tveggja). Ég er ekki sammála mönnum sem segja að það hefði alveg eins verið hægt að halda Downing því ég man ekki eftir því að hann hafi einhvern tímann breytt einhverjum leik svo um ræðir….frekar vil ég senda inn mann eins og Sterling eða Borini (þó svo að maður fari að efast um að Borini sé réttur maður fyrir þennan klúbb).

  46. Get French Football ?@GFN_France 3t
    DONE DEAL: We confirm subject to a medical, Liverpool have reached a total agreement to sign Mamadou Sakho for €23m inc bonuses. #LFC #PSG

  47. Fyrirgefðu leiðindin í mér Alexander en þar sem þú virðist alveg vel skrifandi og getur alveg skrif mikið af orðum, hversvegna geturu ekki skrifað nafnið á liðinu okkar. Kannski er þetta bara kjánalegt hjá mér en mér finnst ömurlegt að sjá “Liv” þegar við erum að tala um liðið sem við elskum. Það heitir Liverpool og tekur ekkert ógurlegan tíma að skrifa það 🙂

  48. Mér finnst eins og stórnendur Liverpool hafi setið heima og klórað sér í óæðri endanum á meðan aðrir ruddust inn á útsöluna og keyptu allt sem var einhver akkur í. Við fáum svo ruslið og það sem datt út af troðfullum verslunarborðunum. Kannski finnast í því einhverjir molar, en þaðmætir enginn, sem einhvern áhuga hefur á að gera góð kaup, of seint á útsölur.

  49. Ég hef verið að fylgjast með Sakho síðan hann braust inní byrjunarliðið 18 ára gamall, mér fynnst í raun fáránlegt að Alex sé að taka af honum sætið. Þetta er gæi sem er mikill karakter og 17milljónir evra (l’equipe talaði um það) er ekki mikið fyrir svona gæja.
    Það hlítur að vera að Skrtel sé að fara, Sakho er að koma hingað til að fá meiri spila tíma og LFC gæti ekki lofað honum miklum tíma með bæði Toure og Skrtel
    Ég las líka einhver staðar að Ilori hafi bætt hraða metið hjá Sporting, met sem Cristiano nokkur Ronaldo átti fyrir

  50. Það er mjög spennandi að við séum að krækja í Sakho enda munu lið ekki ná árangri nema með góðri vörn. En hvernig sjáiði fyrir ykkur að Rodgers muni stilla þessu upp ?

    Sakho hlýtur að vera 1 kostur í miðvörðinn þegar hann er fengin á svona mikla peninga en Toure hefur komið öllum á óvart og spilað eins og kóngur í Liverpool búningnum.
    Mun Agger víkja og Toure vera varaskeifan ?

  51. Nr. 67

    Ég held að við getum alveg verið sammála um að eftir að Rodgers tók við þá þarf Agger alveg klárlega að hafa einhverja samkeppni. Skrtel og Reina tóku þungann af gagnrýninni í fyrra en Agger var alls ekkert alltaf að koma neitt glæsilega frá sínum leik. Þar fyrir utan er nauðsynlegt að hafa góða breidd í öllum stöðum, hvað þá er við ætlum að treysta á eins meiðslahrjáðan mann og Agger.

    Þannig að ég myndi halda að Agger og Toure haldi sínum stöðum áfram í liðinu ef þeir eru heilir en Sakho með líkamlegan styrk, hraða og styrk í loftinu veiti þeim verulega samkeppni og geti alveg komið inn fyrir þá báða (ekki í einu samt 🙂 Eins er möguleiki að Rodgers noti þrjá miðverði í einhverjum tilvikum.

    Coates hefði líklega farið væri hann heill og það kæmi ekki á óvart að sjá Skrtel fara á mánudaginn.

  52. Nr 64

    Það eru engar útsölur búnar að vera í þessum glugga, rusl leikmenn búnir að vera keyptir hægri vinstri á þvílíkan pening og Sakho er ekkert eitthvað drasl sem dettur af búðarborðinu, bara einn geðveikur leikmaður.

  53. Þannig að ég myndi halda að Agger og Toure haldi sínum stöðum áfram í
    liðinu ef þeir eru heilir en Sakho með líkamlegan styrk, hraða og
    styrk í loftinu veiti þeim verulega samkeppni og geti alveg komið inn
    fyrir þá báða (ekki í einu samt 🙂 Eins er möguleiki að Rodgers noti
    þrjá miðverði í einhverjum tilvikum.

    Ég held að þetta geti verið raunin. Með Glen Johnson og líklega Cissokho, sem manni skylst að sé öflugur sóknarlega, sem Wing backs og þrjá miðverði.

  54. Ætli Sahko endi ekki hjá Man City, þá vantar hafsent skv Pellegrini…., væri svo typískt þar sem okkar menn eru of lengi að þessu ….., og leikur í dag sem tefur enn meira :(.

    Vona að ég sé ekki sannspár með það en væri svo typical !

Klukkan tifar

Manchester United. Á Anfield. Ekki sleppa þessum!