Til þess að halda þessu frá umræðunni um frábæran sigur gegn Manchester United, þá er rétt að hafa hérna sér færslu um að þeir Victor Moses, Mamadou Sakho og Tiago Ilori voru allir uppí stúku á leiknum í dag (ásamt Luis Suarez og Kolo Toure).
Brendan Rodgers staðfesti í viðtölum eftir leik að hann væri vongóður um að allir yrðu þeir skráðir leikmenn hjá Liverpool á morgun, á síðasta degi leikmannaskiptagluggans. Þetta er að mínu mati frábær endir á þessum leikmannaskiptaglugga, sem hefur verið erfiður á tíðum fyrir okkur Liverpool stuðningsmenn.
Sammála. Sakho er frábær kaup og Moses er ágætis plástur út tímabilið, þar til leikmaður finnst í stöðuna. Ánægður með að Henry og Ayre séu að troða sokk upp í okkur efasemdarmennina.
Þessari færslu mætti alveg fylgja mynd 😉
Hefði alveg viljað kaupa Moses, tel að ef hann stendur sig vel hjá Liverpool vill Chelsea hann aftur eða vilja allt of mikið fyrir hann.
http://www.101greatgoals.com/gallery/gimages/image/new-liverpool-signings-tiago-ilori-and-victor-moses-at-anfield/#.UiM6T5-FS4c.twitter
Frábærar fréttir! Er Suarez meiddur, af hverju fær hann ekkert ad spila?
Egill ertu ekki búinn að vera á plánetu jörð í einhvern tíma? Suarez er að afplána 10 leikja bann
Ef þessir þrir koma þa er eg þokkalega sattur með gluggann, þessir þrir er meira en eg þorði að vona fyrir helgina. .
Draumurinn er samt einn oflugur leikmaður i viðbót þarna fram a völlinn 🙂
Ekki slæmt að geta valið um Kolo, Dagger, Skrölta og Sakho í tvær miðvarðastöður. Ilori og Coates ásamt Wilson og Kelly eru svo varaliðið og við erum með rosalega breydd þarna allt í einu. Halda menn að Ilori muni detta inn í aðalliðið á þessu seasoni?
Ég er einnig töluvert spenntur fyrir Moses, held að hann sé bara flott “kaup” sem muni mögulega hjálpa til við að draga okkur upp í topp 4 og þá getum við boðið og fengið topp gaura, væntanlega bara frá Tottenham sem verða í 8 sæti 🙂
Það var eitthvað viðtal við Warner eftir leik, finn ekki linkin núna.
Hann útilokaði ekki frekari kaup fyrir lokun.
en menn væru þó bara að skoða möguleikana eins og er
Eru menn að tala um hörðustu varnarlínu í heimi? Enrique, Agger, Skertl, Kolo , Sakho, Johnson og wisdom
Fín kaup og gott fyrir breiddina. Vona að við bætum við þessum frá Úkrainu líka,en er samt sáttur 🙂
Þessir 3 verða fín viðbót. Sakho er náttúrulega fáránlegur miðvörður, og svo sannarlega “marquee signing”, eins og við þurfum. Moses er gott betur en plástur, hann er sannaður premier league leikmaður. Ilori hlýtur svo að vera að koma inn fyrir Coates floppið.
Nú, ef okkur tekst að fá 4. leikmanninn fyrir 23:00 annað kvöld er það auðvitað bara frábært, ef ekki þá verður bara að hafa það. Hins vegar verður að segjast að leikmannahópur LFC mun líta töluvert betur út annað kvöld heldur en hann gerði fyrir ári síðan. Project Rodgers er að taka á sig mynd, og byrjun tímabilsins lofar góðu. Vinnum 3 leiki án þess að spila neitt sérstaklega vel!
Ef okkur tekst að halda dampi og erum innan kallfæris við topp deildarinnar þegar kemur að Janúar glugganum eigum við svo auðvitað betri séns í stærri leikmenn. Þegar gaukar sjá að þetta er ekki bara kjaftagangur á Melwood, heldur eitthvað af viti, þá getum við farið að láta okkur dreyma um einhver stór nöfn til að complimenta liðið okkar.
Þetta Tottenham lið er bara ekki að gera neinar rósir. Svona margir nýjir menn á síðustu metrunum sem fara beint í liðið….þetta á eftir að taka einhvern tíma hjá þeim að gela þetta saman. ég var drulluhræddur við breiddina hjá þeim en það sýnir sig bara að það kemur fátt í staðin fyrir frábæra liðsheild og jafnvægi í liðinu. Þeir eru svo án Bale sem mun muna helling um og þótt að nýju mennirnir séu frábærir þá er enginn af þeim af sama kaliberi og Bale, sem bjargaði ansi oft stigi fyrir þá á síðasta seasoni.
Svo ég held bara að ég ákveði núna að vera bjartsýnn og þetta helvítis fjórða sæti sé bara ekkert svo fjarlægur draumur. En auðvitað er maður bara ennþá high eftir sigurinn á utd áðan 🙂
Top of the table!!!
erum við að tala um að Tottenham sé að fara kaupa þriðja byrjunarliðið áður en glugginn lokar greinilega ekki nóg að vera með 2 sterk byrjunarlið Boas hugsar kannski með sér allt er þegar þrennt er:) hvað eru aðrar 100 m fyrir svona risa klúbb lol. Og hefdi soldado ekki átt að taka það fram að hann ætlaði að skora þessi 20 + eingöngu úr vítaspyrnum
Það sem að maður var helst að kalla eftir í fyrra var líkamlega sterkur vanarmaður með bæði hæð og hraða. Svona á pappír uppfyllir Sakho öll þessi skilyrði.
Ég hef aldrei svo ég muni séð hann spila þannig að ég get ekki alveg tapað mér í gleðinni yfir þessum kaupum en eins og svo oft áður er Rodgers með þessum kaupum að bregðast við veikleika í liðinu og það er hrikalega jákvætt.
Satt að segja er ég ennþá steinhissa á að við séum að fá Sakho og það svona “áreynslulaust”. Hann var orðaður við Barca fyrir tveimur vikum. Ef að allar lýsingar á honum eiga við einhver rök að styðjast ætti þetta að verða lykilmaður hjá okkur mjög fljótlega. Vona a.m.k. að PSG hafi verið að gera mistök með því að nota hann ekki.
Ilori virkar á mig sem nokkuð svipuð kaup bara yngri útgáfa. Sé fyrir mér að hann fari eitthvað í bakvörðinn líka og svo eflaust eitthvað á láni áður en við sjáum hann vinna sig inn í liðið hjá Liverpool. Einhver er ástæðan að hann er svona hátt skrifaður og vonandi er hann í það allra minnsta mikil bæting á Coates og Wilson.
Cissokho var óheppinn í fyrsta leik en hann verður flott back up í bakvörðinn sem er stór bæting frá síðasta tímabili. Hann gefur okkur líka hæð og hraða plús líkamlegan styrk sem við þurfum í mörgum leikjum EPL.
Ef að Kelly nær sér af sínum meiðslum er þar enn einn stór, sterkur og fljótur leikmaður sem gefur vörninni meiri kraft.
Hvað Moses varðar þá eru auðvitað vonbrigði að fá hann á láni frekar en eitthvað af því sem við höfum verið orðaðir við í sumar. Sérstaklega þar sem við eigum ekki séns á að kaupa hann eftir að lánsdvölinni lýkur, ef hann slær í gegn hjá okkur er Chelsea ekkert að fara láta okkur fá hann.
Við erum í raun að lána Borini, Assaidi og selja Downing fyrir Moses á láni og það er ekkert svakalega sannfærandi.
Þetta er samt leikmaður sem Rafa notaði í fyrra og hann spilaði 23 leiki fyrir hann. Það eru góð meðmæli.
Ef hann er ólmur í að sanna sig eins og Sturridge og nær sama formi og hann var í hjá Wigan er hann klárlega bæting á Downing/Assaid/Borini samanlagt. Hver veit svo hvort við séum með einn til viðbótar í sigtinu? Er ekkert að halda niðri í mér andanum en maður má vona 🙂
En fari glugginn svona og morgundagurinn verði Ilori, Sakho og Moses inn fyrir Borini þá erum við að tala um miklu sterkara Liverpool lið heldur en á sama tíma í fyrra og miklu betri holningu á liðinu. Að við séum að lána Assaidi og Borini núna segir slatta um gluggann í fyrra (munum Sahin líka). Þessi gluggi virkar miklu miklu þéttari og betri.
Hvað sölur varðar þá hef ég búist við tilboði frá Real Madríd í allt sumar og fagna því ekki að halda Suarez fyrr en það er endanlega öruggt. Eins yrði ég alls ekki hissa ef að þetta hafi verið síðasti leikur Skrtel fyrir Liverpool.
Þetta er ágætis björgun ef við fáum þessa menn. Eg er alveg sáttur fá moses og aly a láni. Fyrsta lagi þá veit eg ekkert um þennan aly og er moses ekki fara spila i afríku keppninni i febrúar.
Sakto er koma fyrir skrtel er það ekki. Kemur ljós bráðlega. Annars þá er vörnin vera vel mönnuð. Eg hef smá áhyggjur að það er enginn varnarsinnaður miðjumaður að drekka lucas eða keppa við hann um stöðuna.
Ilori er fyrir framtíðina og fá tækifæri þegar liður a leiktíð. Það ma ekki gleyma við höfum efnilega varnarmenn eins og wisdom og kelly sem eiga skilið fá tækifæri að spila.
Flott fá Þessa menn til breikka hópinn. Væri frábært fá alonso fyrir lok glugganns eða i janúar glugganum.
Á eftir að horfa á leikinn en shjitt hvað það er ánægjulegt að fara á spjallið og lesa um Liverpool. Búið að vera frekar magurt og núna í toppsætinu og búið að vinna United. Very nice eins og einhver sagði.
Áhugavert að bæði Sakho og Llori eru að koma. Sakho er væntanlega að fara í byrjunarliðið ef hann hraunar ekki á sig og mér finnst FSG og Brendan nokkuð svalir að eyða 8m í varnarmann framtíðarinnar. Bara góðar fréttir.
Er ég að missa af einhverju Babu? Borini farinn á lán? Ég hefði einmitt haldið að hann væri einn af þessum sóknarkostum sem við þyrftum að hafa innanborðs?
En varðandi nýju leikmennina þá er Sakho sá sem er hvað mest spennandi en hann á svo sannarlega verk fyrir höndum að slá Toure og mögulega Skrtel út. Hann var sleginn út úr liðinu af Alex nokkrum, fyrrum leikmanni Chelsea, sem er nú ekkert einhver súperstjarna og hefur gefist upp í samkeppninni við hann, Thiago Silva og Marquinhos, sem er 19 ára brassi. Þannig að miðað við ferilinn er hann ekki einhver stórstjarna sem labbar beint í lið. En hann er ungur og gæti orðið súperstjarna.
Moses er vonandi upgrade af Downing, en tölurnar virðast ekki gefa það til kynna. Hér er ágæt grein http://eplindex.com/38987/victor-moses-solution-liverpool-lack-attacking-depth-moses-vs-downing-stats.html sem segir okkur að það vanti svolítið endahnútinn á það sem Moses gerir. Hann er með verri statistík en Downing. Hann er hins vegar kannski ekki ósvipaður prófíll af leikmanni og Sturridge og Coutinho hvað varðar að hann ætti að geta blómstrað fái hann sénsinn á því og eykur sannarlega breiddina. Gæti líka orðið súperstjarna.
Illori kemur ekkert strax inn í þetta þannig að það borgar sig ekkert að vera að besserwissast um hann.
En eftir þennan leik í dag þá þurfum við bara ekkert meira, er það? Fínt að bæta Kaka í hópinn…
Ég er ekki ánægður með að fá Móses að láni frá samkeppnisaðilum. Ef Móses nær að springa út eins og við flestir erum að vonast til þá mun Chelsea aldrei selja okkur drenginn. Þetta lítur út eins og þeir þori ekki að taka sénsinn með Móses.
Annað sem ég hef tekið eftir hér í umræðunni er að menn vilja meina að Agger eygi öruggt sæti í byrjunarliðinu. Ég vil meina að Agger gæti orðið þriðji valkostur á eftir Sakho og Toure. Einnig eru blikur á lofti eftir glæsta frammistöðu Skertl í Manu leiknum. Agger hefur verið mjög misstækur undanfarið og þyrfti að mínu mati að fá smá pásu á bekknum.
Er ekki kominn tími á stemmnings Podcast drengir ???
Ég ætla að endurvekja hugmynd sem ég held að einhver hafi komið með í fyrra , hvað með að þið takið upp podcast á morgun og streamið því live svona á meðan glugginn er að lokast og talið um það helsta sem er að gerast einmitt þá stundina?
Styð hugmyndina hjá 21. Það er t.d. mjög einfalt að nota Google Hangouts on Air fyrir þetta.
Skrtel var frábær í síðsta leik og ef einhver á að detta úr liðinu þá er það Agger að mínu mati. Í fyrstu þremur leikjunum hefur hann gert nokkur klaufaleg misstök(hendi í fyrsta leiknum, selur sig tvisvar í öðrum leiknum og svo einu sinni aftur í dag) á meðan að Toure og Skrtel litu frábærlega út.
Það fækkar ekkert í hópnum úr þessu, live stream á kop-cast væri snilld en við skulum og þegar ég segi við þá á ég við Babu, gefa mönnum séns áður en við tröðkum á þeim.
Ég veit að þetta er svolítið djúpt í árina tekið en commentið þitt virðist vera að drekkja sjálfu sér í svartsýni og það er ekkert sem við þurfum á að halda þegar himinn er svona bjartur!!!
Gefum fallegum dögum og góðum tímum sinn tíma því það hefur ekkert verið svo mikið af þeim síðustu ár!!!
Hvað segja menn í dag, YOLO???
Og áfram heldur slúðrið! http://www.433.is/frettir/england/real-madrid-sagt-i-vidraedum-um-kaup-a-luis-suarez/
Nr.24 Carlito
Ertu ekkert að grínast eða? Hvaða voðalegu svartsýni ertu að lesa út úr þessum vangaveltum mínum? Hvaða mönnum er verið að traðka á áður en þeir fá að sanna sig?
[img]https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/hphotos-ak-ash3/1237600_543143409085903_1588061423_n.jpg[/img]
Svo fer Suarez á morgun til Real.
Eins og dagurinn er buin að vera æðilegur og stefnir i lagmark 3 nyja menn a morgun og maður hélt jafnvel að maður gæti slakað a bara a morgun þa akkurat núna er að detta slúður um að real ætli ser suarez a lokametrunum.. mer lyst ekkerr a að selja hann a morgun nema það seu 2 frábærir leikmenn klarir sem koma inn a morgun i staðinn fyrir hann.
Erum við virkilega að fara i stressdag a morgun eða getum við treyst orðum henry fraþvi i byrjun agust að suarez fari ekki fet ?
Held Daniel Levy hafi gert okkur greiða með að tefja söluna á Bale fram á það síðasta. Ef við endum gluggan á að selja Suarez þá er ég illa svekktur. Trúi því ekki.
Mikið að gerast hjá Real Madrid þessa stundina:
Staðfest að Bale er orðinn þeirra leikmaður, sem er vel.
Kaka á leiðinni til AC Milan.
Özil að fara til … Arsenal, af öllum liðum. Vonandi koma þó Bayern eða Paris SG með tilboð og ná honum frekar en að hann fari til Arsenal.
Svo virðist sem að eitthvað sé að gerast með Benzema og Di María einnig.
Afar fróðlegt að fylgjast með þessu hjá Real – ég held að ef þeir losa sig við Benzema og Di María þá verði Suarez orðinn þeirra leikmaður rétt um miðnætti á morgun.
En að okkar mönnum – ef Sakho, Ilori og Moses koma, þá höfum við mikið til að gleðjast yfir. Sakho er frábær varnarmaður, það er stórfurðulegt að hann sé ekki fastamaður í PSG – en það er eins með það lið og margt annað sem á skítnógan pening, þeir kaupa alltaf stærstu nöfnin.
Ilori er efnilegur leikmaður sömuleiðis, er víst skruggufljótur, sem er bara asnalegt því hann er miðvörður! En mér líst vel á það sem maður les um hann.
Og ég tek undir með Babú, það eru góð meðmæli í mínum kokkabókum að Moses spilaði svo mikið fyrir Rafa hjá Chelsea. Ég er ekkert yfir mig spenntur yfir Moses, en á láni þá er þetta bara fínasti díll. Hann er mjög aftarlega á merinni hjá Chelsea og þarf því að koma ferlinum sínum í gang aftur – líkt og Sturridge. Kannski gengur þetta upp, kannski ekki. Lítil áhætta í sjálfu sér, og Liverpool getur eytt næsta árinu eða svo í að finna leikmann í þessa stöðu, fari svo að hann standi sig svo vel að Chelsea vilji ekki selja hann til okkar. Þetta er bara win-win!
Það yrði samt mikill sigur fyrir félagið ef það nær að halda í Suarez. Það gæti verið lykillinn að því að liðið nái í CL-sætið á þessari leiktíð.
Homer
Það er eitt að Real sýni Suarez áhuga og allt annað að Liverpool sé eitthvað að fara taka því. Ef FSG ætti að hugsa út í það eftir allt sem hefur gengið á í sumar þarf rosalegt tilboð frá Real sem ég sé ekki fyrir mér. Þeir hafa sagt að þeir hafi lært af mistökum sínum og því er hrikalega ólíklegt að þeir selji aftur stjörnuna á lokadegi félagsskiptagluggans.
Annars hef ég aðallega séð þetta slúður frá Tancredi Palmeri og ég hef ekki séð mikið meiri skítadreifara á twitter í sumar (ekki frekar en síðasta sumar).
Uppfært:
@TonyBarretTimes
Liverpool haven’t had any contact from Real Madrid for Suarez & at this stage they aren’t expecting any (and wouldn’t welcome any) either.
Djöfulli er maður sáttur við þessa byrjun, fullt hús, hreint mark, stækkandi hópur. Þetta á bara eftir að besna 🙂
YNWA
Tony Barret
Vonandi rétt. Ég hef engan áhuga á að missa Suarez.
Það eina sem ég myndi sættast við með Suarez dil við Madrid væri ef Özil og 30M eða Özil De Maria og 10M
Babu segir allt sem þarf að segja um þessa þrjá.
Sakho er “marquee” signing. Einfalt. Hefur allt til þess að bera að verða fyrsti hafsent í liðinu okkar næstu ár. Allt.
Ilori hefur í dag 12 aðalliðsleiki á bakinu, er mikið efni og vonandi rætist betur úr honum en Coates og Wilson.
Moses án kaupréttar er redding, hann er að auki að fara í Afríkukeppnina og ég er algerlega sannfærður um það að í janúar verður keyptur sóknarframherja. Að því sögðu finnst mér Victor Moses góður leikmaður og hefði flaggað í heila hefðum við bara keypt hann.
Ég held, og ekki síst eftir leik dagsins, að okkar menn horfi til að sjá hvort tekst að finna AM-C í liðið okkar. Coutinho er klárlega einn í þeirri stöðu, Aspas er látinn spila hana núna karlanginn og það er lítil sanngirni í því. Á sama hátt er Borini væntanlega á útleið eftir að vera ekki í hóp í dag svo ég held áfram að segja það sama.
Bíðum til þriðjudags. Þann dag munum við taka podcast og fara yfir leikmannagluggann og það sem á hefur gengið. Nú eru akkúrat 24 stundir í gluggalokin sem eru kl. 22 á morgun að íslenskum tíma.
Vonandi verðum við bara enn glaðari þá en núna í lok þessa dags!
Sko, kæri Babu. Enn og aftur rýkur þú upp og virkar reiður (í kommenti) þegar eitt af þínum kommentum eða færslum færð athugasemd frá dyggum lesanda þessa bloggs en allt í góðu, við erum eins og við erum og ég skal bara svara þér án þess að setja nokkuð úta þínar skoðanir.
Ég einfaldlega nefndi að mér þætti komment þitt vera í svartsýnni kantinum og þetta væri ekki dagur þar sem slíkt ætti heima og að menn ættu að fá séns áður en þeir yrðu talaðir niður á heilagri síðu KOP.is.
Í staðinn fyrir að rífast ætla ég bara að copy-paste-a og dæmi hver fyrir sig.
“Ég hef aldrei svo ég muni séð hann spila þannig að ég get ekki alveg tapað mér í gleðinni yfir þessum kaupum en eins og svo oft áður er Rodgers með þessum kaupum að bregðast við veikleika í liðinu og það er hrikalega jákvætt.”
Um Sakho, nýjasta leikmann Liverpool.
“Hvað Moses varðar þá eru auðvitað vonbrigði að fá hann á láni frekar en eitthvað af því sem við höfum verið orðaðir við í sumar. Sérstaklega þar sem við eigum ekki séns á að kaupa hann eftir að lánsdvölinni lýkur, ef hann slær í gegn hjá okkur er Chelsea ekkert að fara láta okkur fá hann.”
Við erum í raun að lána Borini, Assaidi og selja Downing fyrir Moses á láni og það er ekkert svakalega sannfærandi.
Þetta er samt leikmaður sem Rafa notaði í fyrra og hann spilaði 23 leiki fyrir hann. Það eru góð meðmæli.”
Um Moses sem er að ég held bara mjög góður biti sem við getum þakkað fyrir og enginn ástæða til að kvarta undan enda er hann á “láni” og áhættan lítil en forkaupsréttur oftast með í samningnum. + það að hann er betri en allir þessir þrír til samans!!!
BOTNINN***
“Hvað sölur varðar þá hef ég búist við tilboði frá Real Madríd í allt sumar og fagna því ekki að halda Suarez fyrr en það er endanlega öruggt. Eins yrði ég alls ekki hissa ef að þetta hafi verið síðasti leikur Skrtel fyrir Liverpool.”
Að lokum þá finnst mér líka botninnn*** hjá þér vera svartsýnis raus og vel má vera ég verði hengdur hér fyrir að andmæla einum af prinsunum og fyrirfram biðst ég afsökunar en ef þú getur ekki tekið kommentunum frá lesendum bloggs þíns, lokaðu þá fokking síðunni!!!
Eftir að hafa lesið þetta yfir þá hlýt ég að vera eitthvað klikkaður að hafa þótt þú svartsýnn……. Eða hvað??
Eigðu nú fallega nótt kæri Babu og dreymi þig einhyrninga, regnboga og níunda sætið í deildinni.
Virðingarfyllst.
Carlito.
Er ég að lesa raus milli Carlito og Babu um mögulega neikvæða skoðun? Ekki drepa mig úr leiðindum og Girðið ykkur í brók því þið eruð með skítinn upp að hàrlínu :/ hér à maður að geta treyst à gæði ekki
Ég held ég verði að fara setja inn youtube myndbönd hérna inn af mér segja mína skoðun í stað þess að skrifa hana.
Að ég sé að svara þér (með spurningum) þýðir alls ekki að ég sé að rjúka upp og hvað þá að ég sé reiður. Ég bara skil ekki, ekki einu sinni eftir að þú útskýrir þetta í ummælum nr.37 hvernig þetta var svona neikvætt hjá mér. Það er komið að transfer deadline day og þá má velta fyrir sér kostum og göllum við sölu og kaup leikmanna. Það er m.a. ástæða þess að EÖE hafði þetta sem sér færslu. Ég er ekkert að gera annað og skil bara ekki hvernig þetta er flokkað sem svartsýni. Vísa því hreinlega til föðurhúsanna…af yfirvegun 🙂
Ég veit ekki alveg hvor okkar á erfiðara með að taka gagnrýni. En þú mátt túlka mín skrif eins og þér hentar best. Við verðum bara að vera ósammála og ég leyfi mér áfram að svara þér þegar þú ert að beina skrifum þínum til mín.
Ýmislegt skemmtilegt hægt að finna á netinu í kjölfar leiksins. Hér er mjög flott grein þar sem staða Liverpool er rædd og skoðuð út frá tölfræði, m.a. árangurinn 2012 borin saman við 2013:
http://basstunedtored.com/2013/09/01/what-a-difference-a-year-makes/
Vonandi virkar myndinn :
[img]http://i.imgur.com/D4I0rrN.jpg[/img]
Moses virkaði eitthvað lítið spenntur á þessu litla myndskeiði þar sem þeir sátu saman væntanlegir liðsmenn rauða hersins.
Sjáið samt hvað Ilori er glaður og öruggur við hliðina á King Kolo Toure.
Hefði viljað sjá Moses eða annan hliðstæðan keyptan. Skil ekki tilganginn í að fá lánaðan leikmann í ár frá keppinauti. Ættum við þá kannski að lána Gerrard til Chelsea í ár á móti? Eina skýringin sem mér dettur í hug er að þetta sé tímabundinn neyðar plástur og reynt verði að kaupa leikmann í janúar.
Borini virðist vera á leiðinni í lán og því er enn ríkari ástæða til að kaupa góðan sóknarmann.
Því skyldirðu ekki skrifa undir?
Ferlið undanfarnar vikur hefur verið sérstakt, umboðsmaðurinn sinnt sínu, haldið þér á tánum, viðrað hitt og kannski þetta. Einn klúbburinn er Liverpool, undanfarið svona og svona, eiginlega ekki við þá talandi vegna “við erum Liverpool” …. eins og það hafi einhverja merkingu. CL er alla vega ekki á dagskrá hjá þeim núna. En þú ert í goggunarröðinni á þínum stað hér og nú, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki sanngjarnt og hvort það er nýr stjóri eða eitthvað annað veldur því. Samningviðræður jákvæðar allt “prógressívt” við erum að ná saman. Þú mætir á leik. Hrúgað upp í VIP stúku (staður sem landsliðsþjálfari Englands fær ekki einu sinni aðgang að). Nokkrir nýir, sumir “potential” gaurar, þokkalegir, með þér á aftasta bekk, …….
http://www.101greatgoals.com/gallery/gimages/image/new-liverpool-signings-tiago-ilori-and-victor-moses-at-anfield
http://www.101greatgoals.com/gallery/gimages/image/mamadou-sakho-sits-next-to-aly-cissokho-kolo-toure-for-liverpool-v-united
….. heitir, já já, sumir eins og þú.
Liðið, heldur upp á 100 ára afmæli einhvers kalls, …. liðið, Liverpool, já alveg rétt, vinnur leikinn. Unnu meistara síðasta árs mu. Sitja einir á toppnum eftir leikinn. Þar með unnið alla sína leiki til þessa, ekki fengið á sig mark. Því er haldið fram að þú munir styrkja þennan hóp, goggunarröðin ekkert í líkingu við þegar haldið í sér andanum og talið áfram.
Því í an.sk…… skyldirðu ekki skrifa undir?
45
Nú veit ég ekki hvort þú sért barn eða hafir hreinlega aldrei lært að smíða saman setningar, ég skil lítið í þessu sem þú skrifaðir. Einu náði ég þó, “Liðið, heldur upp á 100 ára afmæli einhvers kalls” og ættir þú að skammast þín.
Mata kemur í janúar 🙂 Fáum Moses til að “redda” okkur á meðan 😉
Það væri gaman að vita hvern þú ert að tala við King Kenny#45
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/144047-liverpool-complete-ilori-deal Ilori kominn hihih
Skulum taka þessa umræðu yfir á opna þráðinn.
Og í guðs almáttugs bænum höldum okkur nú bara við það að fólk með ólíka sýn á sömu skoðun má það bara alveg!