Eftir vonbrigði miðvikudagsins í deildarbikarnum snúa okkar menn fókusnum aftur að Ensku Úrvalsdeildinni á sunnudaginn og fara norður til Sunderland.
Frábær byrjun í deildinni uppá þrjá sigra í þremur leikjum hefur nú aðeins verið dregin niður eftir jafntefli í Swansea og heimatap gegn Southampton. Það kallar á enn meiri pressu á okkar drengi að ná í þrjú stig og með því halda sig í topphóp deildarinnar frekar en að færast niður að miðju.
Mesta umhugsunin þessa dagana er yfirleitt hvaða uppstilling verður fyrir vali stjórans, meiðsli lykilmanna og lítil breidd í einmitt þeim leikstöðum kallaði fyrst á uppstillingu fjögurra hafsenta gegn Southampton, nokkuð sem gekk mjög illa, og síðan 3-4-2-1 kerfið gegn United sem gekk betur en skilaði þó sömu úrslitum. Í kjölfar leiksins gegn United kom Brendan í allmörg viðtöl og hrósaði liðinu fyrir að hafa náð að aðlaga sig þeim áherslum sem kerfið kallar á svo ég er á því að hann muni halda því til streitu gegn Sunderland. Ég ætla ekki að láta eins og þetta gleðji mig, en ég er á því að svona muni Brendan stilla upp:
Mignolet
Touré – Skrtel – Sakho
Henderson – Gerrard – Lucas – Enrique
Moses
Suarez – Sturridge
Semsagt, nákvæmlega sama lið og spilaði gegn United með sömu áherslum. Ein aðalástæðan fyrir því að ég held að svona muni stillt upp er að í þessu kerfi er hægt að reyna að nýta Suarez betur til að koma í stað Coutinho, enda með þrjá miðjumenn fyrir aftan sig og síðan er ekki hægt að líta framhjá því að hafsentarnir þrír náðu að loka býsna vel á opið spil sóknarmanna United og vængmennirnir, sérstaklega Enrique, fóru töluvert upp völlinn til að skapa færi.
En það er líka alveg möguleiki að leikhæfni Enrique kalli á að Rodgers fari í uppáhalds kerfið sitt, 4-2-3-1 og myndi þá stilla svona upp:
Mignolet
Touré – Skrtel – Sakho – Enrique
Gerrard – Lucas
Henderson – Suarez – Moses
Sturridge
Aftur tippa ég á sama lið, en þarna gætum við líka séð Moses aftan við Sturridge og Suarez úti á kanti.
Ég held að þessi uppstilling muni standa og falla hvort að Rodgers treystir hafsentapari Skrtel og Sakho og því að Toure komist til að styðja sóknarleikinn. Hægri bakvarðarstaðan er ansi mikilvæg í þessu kerfi og meiðsli Johnson hafa ekki verið leyst vel. Wisdom á mjög erfitt sóknarlega og Kelly hefur virkað mjög óöruggur í öllum aðgerðum, bæði þegar hann hefur komið inná og í U-21s árs leikjum, og er ekki klár í byrjunarlið. Í U-21s árs leik gegn Manchester City í vikunni lék Stephen Sama þessa stöðu afar vel, lýsandinn John Bradley velti þá fyrir sér hvort verið væri að færa hann úr hafsentinum til að sjá hvort hann réði við bakvörð í aðalliðinu, kannski það.
En ég ítreka það að ég held að Rodgers haldi sig við 3-5-2 útfærsluna sem við sáum á Old Trafford um sinn, þó ég persónulega myndi vilja sjá hann spila 4-2-3-1 og pressa hærra en hann getur með þriggja manna vörn.
Mótherjarnir okkar á sunnudag er Sunderlandlið sem hefur verið að ganga í gegnum ansi hreint skrautlega tíma. Martin O’Neill var rekinn í vor og Paolo Di Canio ráðinn í hans stað. Sá vann tvo leiki fljótlega og tryggði þannig stöðu liðsins í efstu deild en síðan þá hafði liðið unnið einn leik þegar ákveðið var að reka Ítalann allsérkennilega klikkaða í kjölfar taps um síðustu helgi.
Í þjálfaraúlpunni hjá þeim um helgina er Kevin Ball, gamall varnarjaxl sem hefur verið lengi hjá klúbbnum og tók m.a. þátt í því að búa Jordan Henderson til. Di Canio fór á kostum í leikmannaglugganum, keypti súpu af leikmönnum af allsk konar þjóðernum sem maður þekkti lítið til og það einmitt virkaði á mann þannig að þeir þekktu afskaplega lítið hver inn á annan í leikjunum hingað til. Þeir unnu hins vegar leik í vikunni þegar þeir slógu C-deildarlið Peterboro’ út úr deildarbikarnum og töluðu blaðamennirnir um það að mikill léttir virtist í leikmannahópnum öllum að vera laus við öskur og læti Di Canio.
Í þessu liði eru fínir fótboltamenn. Altidore hefur byrjað sterkt í senternum, vængmennirnir eru Sebastian Larsson og Adam Johnson og Lee Cattermole getur barist af krafti inni á miðsvæðinu. Þeir hafa átt erfitt varnarlega og margir verið kallaðir inn í liðið þar, þ.á.m. góðvinur okkar Andrea Dossena!
Það er því töluvert erfitt að ætla að spá eitthvað fyrir þessum leik, óþekktar stærðir heimamanna eru margar og þegar maður leggur svo inn í pottinn meiðsli og leikstöðuumrótið okkar þá gæti eiginlega allt gerst.
En ég tippa á að okkar menn hristi nú af sér slyðruorðið og nái að skora mörk þó Coutinho sé ekki með og stoppi nú upp í götin í varnarleiknum, sérstaklega í föstu leikatriðunum, og skili okkur á sigurbraut á ný.
Ég tippa á að við vinnum leikinn 1-3 og Suarez kallinn setji minnst tvö.
KOMA SVO!!!!!!!!
Vinnum leikinn 0-3 Suarez með 2 og Toure setur eitt eftir hornspyrnu : )
Stórt “like” á nýja hausinn á síðunni!
Það er vonandi að okkar menn nái vopum sínum aftur. Sunderland er með böggum hildar eftir stjórafarsann og varla búið að berja í brestina.Hinsvegar þá veldur það mér áhyggjum að okkar mönnum eru mislagaðir fætur fyrir framan net andstæðingana. Illa hefur gegnið að setja blöðruna inn fyrir marklínu og virðist hvert mark sem okkar menn skora þurfa kosta miklar hríðir. Þrátt fyrir að vera meira með boltann þá gegnur illa að brjóta á bak varnir andstæðinga þegar þeir detta aftur. Hvað veldur þessu er sjálfsagt margt, ráðleysi, ekki nægjanleg gæði í hópnum til að spila Tiki Taka og fleira.
Einnig finnst mér að nokkrir leikmenn vera þurfa að taka sig taki, þar er fyrirliðinn ekki undanskilinn.
Ég held að Sturridge muni rífa sig aftur upp og ég ætla taka bjartsýnina upp á ný. 3-1 Sigur okkar manna, Sturridge með eitt, Suarez eitt og Sakho með eitt! Síðasti leikur var ekki upp á marga fiska og Rodgers mun blása lífi í leik okkar manna, KOMA SVO LIVERPOOL!
Skíthræddur við þennan leik… en von mín er að við vinnum t.d. 0-1. Sunderland búnir að losna við Di Canio og gætu komið hrikalega ákveðnir til leiks. Ætla samt að treysta á að við vinnum þennan leik og höldum okkur almennilega í baráttunni.
Er að horfa á Tottenham vs. Chelsea og þar er Torres nokkur að láta til sín taka. Hann er búinn að vera í ákveðinni nærmynd og ekki vegna fótboltahæfileika. Maður er að sjá gaurinn í allt öðru ljós. Þetta er bara skítakarakter! klappaði varnarmanni á kinnina og fékk gult fyrir. Svo sást það í endursýningu að um leið og hann klappaði þá var hann að reyna að klóra hann í andlitið og meiða. Svo er hann stanslaust að væla í dómaranum, sparkandi boltanum í burtu þegar leikurinn er stopp og er bara að valda manni velgju í alla staði. Hef lengi verið veikur fyrir þeirri hugmynd að fá hann aftur til LFC en núna vil ég bara aldrei sjá hann aftur í LFC búningi, þetta er fáviti…
(Islogi #5) …enda er hann farinn útaf með rautt.
Sælir félagar
Það er möguleiki á 1. til 2. sæti eftir jafnteflu CFC og Tott. Bara skora dálítið af mörkum á morgun og þá eru möguleikar fyrir hendi. Í ljósi þessa spái ég eins og venjulega 1 – 3 fyrir okkar menn.
Það er nú þannig
YNWA
Hehe West Brom að taka vörn United í bakaríið 🙂
Júnæted og sjittý að tapa glæsileg úrslit ef svo fer
Góður laugardagur so far…. Tottenham og Chelsea gerðu jafntefli, manc að tapa 1-2 fyrir WBA og Citi að tapa fyrir Aston Villa 3-2 (þegar 15 mín eru eftir). Ef þetta verður niðurstaðan er þetta versta byrjun manc í sögu úrvalsdeildarinnar
Dásamlegur laugardagur 4 topplið búinn að tapa stigum 🙂
Koma svo Liverpool taka leikinn á morgun 🙂
Shelvey má svo hirða stigin af Arsenal á eftir.
Spái 2-1 fyrir okkar mönnum. Suarez og Gerrard með mörkin
Schemmtilegur laugardagur, vissulega. Deildin fer svakalega af stað.
EF (þetta ‘ef’ er ekki stórt að ástæðulausu) Arsenal tapar stigum á eftir erum við í þessari stöðu: Góður sigur getur fært Liverpool toppsætið! Tap skilur Liverpool eftir með jafnmörg stig og Hull.
Já, það er sem sagt skammt liðið á haustið.
Ef ég man rétt þá hefur liverpool aldrei getað nýtt sér það að stóru liðin tapi stigum…. semsagt tap gegn Sunderland framundan.
Ef svanirnir ná stigum á eftir geta Liverpool verið á toppnum eftir helgina.
Ekki fannst mér Torres áðan eiga skilið rauða spjaldið, en eg get ekki verið annað en sáttur við það, hann gengur einn!!!
við tökum svo leikinn á morgun 3 núll
JFT96
Skrifað í skýin að við töpum 1-0 á morgun.
Öll toppliðin að tapa stigum og Sunderland mætir með “nýjan” manager á morgun.
Því miður tíað upp í tap hjá okkar mönnum.
Mikið eru allir bjartsýnir úff
Jæja, nú eigum við leik!
Shelvey er kóngurinn á miðjuni hjá Swansea, allt í öllu.
Takk og bless
Við bara verðum að nýta okkur þessi stigatöp hjá toppliðunum og vinna á morgun. Hljótum að geta nýtt okkur þetta einu sinni.
Mér er meinilla að viðurkenna það………en vá hvað Skytturnar líta vel út!
manu-WBA 1-2… hahahahha!
Aston Villa-man sitty 3-2… hahahha!
tottenham-chelsky 1-1… flott! (elsku torres minn, þvílíkt klúður á ferlinum)
Ok. Nú er lag hjá okkur að ná í annað sætið og vera þar áfram með góðri spilamennsku. Þetta er allt undir okkar mönnum komið núna!
Sumir segja að það sé skrifað í skýin að við munum klúðra þessu tækifæri en ég er ekki sammála. Málið er að liðið okkar er alltaf að verða þéttara og betur í stakk búið fyrir topp fjögur slaginn!
Get ekki betur séð en að flest toppliðin séu í ströggli, kannski fyrir utan arsenal. Það er frábært að sjá og við eigum fullt erindi, með þetta lið okkar, í þennan slag.
YNWA!
Ég man að ég held bara ekki eftir því að Liverpool hafi gripið gæsina þegar liðin sem við erum að berjast við tapa stigum. Ekki nema kanski núna undanfarið þegar við höfum meira verið að berjast við WBA og Swansea. Eigum leik inni gegn botnliðinu og þetta bara hljómar of borðleggjandi eitthvað, er skíthræddur við þennan leik.
Ég er samt aðallega stressaður þar sem mér finnst liðið hafa verið ákaflega ósannfærandi undanfarið og eins vegna þess að Sunderland er búið að losa sig við Di Canio. Nokkuð öruggt að andinn hjá þeim er allt annar núna.
Vona heitt og innilega að þetta miðvarðahringl hætti núna og vill ekki sjá að einni stöðu verði sólundað í þriðja miðvörðinn. Við höfum núna spilað þrjá leiki með 3-5 miðverði inná sem hafa skilað einu stigi og ósannfærandi spilamennsku gegn liðum sem annars er ekkert að ganga neitt sérstaklega. Fram að því vorum við að halda hreinu og vinna okkar leiki. Marki undir vorum við bara einum færri framar á vellinum í síðasta leik og hvorugur þeirra sem spila wing back hjá okkur finnst mér gera það sannfærandi.
4-2-3-1 á diskinn minn takk.
Væri til í að sjá Toure leiða vörnina og mér er nokkuð sama hver af Agger, Sakho eða Skrtel yrði með honum. Enrique er vonandi leikfær og helst myndi ég vilja sjá Kellly koma inn. Ef ekki hann þá Wisdom. Kelly er búinn að vera á bekknum núna undanfarið og kom inná um daginn. Hann hlítur að fara fá fleiri mínútur núna þegar Johnson er meiddur.
Tippa á þetta ca. svona: Hægt að horfa á þetta líka 4-3-3, 4-4-1-1 eða 4-4-2.
Mignolet
Kelly – Toure – Agger – Enrique
Gerrard – Lucas
Henderson – Suarez – Moses
Sturridge
Persónulega væri ég þó með Gerrard í grend við markið og Henderson á miðjunni með Lucas.
Ég vill halda i 3-5-2 útfærsluna gegn Sunderland. Langar sá Daniel og Luiz spila saman í sókn. Ég var að reikna út að við þurfum að vinna með 2 mörkum til að hirða annað sæti af Spurs:) svo ég vona eftir þeim úrslitum á morgum.
Mér er drullusama þó við spilum leikaðferðina 10-0-0. Bara ef við vinnum þetta lélegasta lið deildarinnar. Ég vill ekki þurfa að hlusta á einhverjar afsakanir eftir leik, engan sundbolta takk fyrir. 0-4 Sturridge með ÖLL mörkin.
Félagar. Það er ekkert annað í boði en sigur á morgun, punktur! Ef liðið getur ekki klárað svona leiki, hvernig í ósköpunum ætlum við að berjast um þetta margumtalaða 4. sæti?
Mér er andskotans sama hvaða 11 leikmenn byrja þennan leik á morgun, svo framarlega sem þeir útvöldu mæti trítilóðir til leiks frá 1. mínútu. Ég er ánægður með að loksins, loksins, er BR farinn að gagnrýna liðið opinberlega fyrir einbeitingarleysi í varnarleik í föstum leikatriðum, sbr. viðtal við hann a Echo í dag. Hann beinlínis hótar mönnum að kippa þeim út úr liðinu ef þeir standa ekki vaktina í þeim efnum. Þessi aulaskapur okkar í föstum leikatriðum er búinn að kosta okkur allt of mikið í gegnum tíðina.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/brendan-rodgers-liverpool-fc-must-6107350
Þetta er annars búið að vera skrýtið mót so far og Manchester-liðin búin að tapa mun fleiri stigum en maður reiknaði með. Hef hins vegar miklar áhyggjur af Arsenal og Tottenham, sem eru mun sterkari en ég reiknaði með.
Tökum þetta 4 – 0 á morgun og ekkert djöfulsins kjaftæði!
Það kæmi enganveginn á óvart ef Liverpool tapaði þessum leik eða gerir jafnefli í ljósi þess að Manchesterliðin ásamt Spurs og Chelsea töpuðu stigum. Rodgers hefur allt að sanna og vona ég að liðsvalið hans verði betra en seinustu leikir. Mér finnst þetta athyglisverðir punktar hjá Raymond Verheijen sem hefur meðal annars þjálfað Velska landsliðið, en hann hafði þetta að segja á twitter:
Fyrir mér meikar margt af þessu sense. Af hverju erum við að spila miðjumanni á hægri kanti? Flest lið spila með alvöru vængmenn fyrir utan Roy Hodgson sem spilar Milner út á kanti með Enska landsliðinu. Henderson hefur verið að spila vel en hann er ekki kantari og það er lítið að koma út þarna hægra megin. Rodgers hefði kannski frekar átt að kaupa hægri kantara heldur en Alberto eða Aspas? Einnig set ég spurningarmerki við stöðuna sem Gerrard spilar en hann hefur verið gríðarlega slappur varnarlega í seinustu leikjum og lítið komið úr honum í sóknarleik.
Það sýndi sig gegn Soton að Lucas og Gerrard í uppstillingunni 4-2-3-1 hentar enganveginn. Soton hélt áfram að sækja og pressa á okkur eftir að hafa skorað á meðan okkar menn héldu áfram að staðna í stað þess að loka svæðum og pressa. Að mínu mati verður Liverpool að vinna þennan leik, Sunderland eru nýkomnir með þjálfara og er að mínu mati brothætt. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá 0-2 fyrir okkar mönnum.
Skyldu sigur hjá okkar mönnum á morgun! Menn verða að hisja upp um sig og standa sig í þessar 90+mín sem leikurinn er. Þetta eru atvinnumenn í fótbolta! Hljóta að fara að standa sig betur í seinnihálfleik. Ætla að spá 0-1 🙂
Jafntefli á morgun, 0-0
Prove me wrong og vinnum!!!
Ég trúi ekki öðru en að við séum að vinna þennan leik, og vonandi spila menn saman sem ein heild og sendingar séu hárnákvæmar, sem liðið ætti að vera búið að laga, BARA TRÚI ÞESSU OG ALLIR PÚLLARAR EIGA AÐ GERA ÞAÐ.
Svartsýnin er farin að taka völdin… Það er allt uppsett nákvæmlega þannig að okkar menn nái ekki að nýta sér þau úrslit sem urðu í gær og tylli sér upp í sameiginlegt 2. sætið með Spurs.
Eins og Babú sagði þá man maður bara ekki eftir því þeirri staðreynd að Liverpool hafi náð í þrjú stig þegar liðin sem maður vill vera berjast við (og hefur ennþá möguleika á því) tapa stigum.
Í ofanálag eru Sunderland lausir við ruglið í Di Canio og vilja örugglega koma tímabilinu í gang eftir að hafa aðeins náð í 1 stig í fyrstu fimm leikjunum. Ég verð því að viðurkenna að ég held að við náum í mesta lagi jafntefli útúr þessum leik.
Hvaða bull er þetta í þessum svartsýnis mönnum. Þó að þessi lið hafi tapað í gær þá þarf Liv. ekki að tapa í dag, þetta er eins og þegar sumir Gaurar fara í sömu brækurnar eða drekka úr sömu könnunni og segja að þetta hafi áhrif, blæs á svona kjaftæði,, tökum þetta í dag. 🙂 :putnam:
Mikið óskaplega hlakkar mig til að sjá leikinn í dag og sjá hvernig liðið okkar leikur undir jákvæðri pressu. Undanfarin ár höfum við verið að berjast við að hanga í liðum…..umræðan oft á tíðum neikvæð og gengið slæmt. Núna erum við að tala um toppbaráttu (ok. ekki margir leikir búnir 🙂 ) og þá staðreynd að komast í annað sætið sem verður ekki tekið af okkur ef við höldum vel á spöðunum. Mér finnst allt miklu jákvæðara í kringum liðið en undanfarin ár og gleymum því ekki að við höfum misst lykileikmenn í meiðsli. Eina sem mér finnst lítið breytast það er vælið og neikvæðnin í stuðningsmönnum……njótum meðan vel gengur og stöndum þéttar við bakið á okkar mönnum þegar á móti blæs. YNWA
Best að gera litlar væntingar á þennan leik. Sunderland eru leiðinlegir heim að sækja. Í ljósi þeirrar staðreyndar að Liverpool hafa sjaldan eða jafnvel aldrei svo ég muni fært sér í nyt léleg úrslit annara liða hvar svo sem þeir hafa verið staddir í deildinni. Er frekar hræddur við þennan leik. Skíthræddur. Vona samt að við vinnum þetta 0-2 eða 1-3.
Hef eingar áhyggjur af þessum leik, við stútum þessu 0-4 yfir og út.
Hef einmitt á tilfinningunni að nú sé loksins komið að öruggum sigri okkar manna og við munum rúlla yfir þetta Sunderland lið. Við erum með betri menn í öllum stöðum og besti striker deildarinnar orðin klár eftir upphitunina á OT.
0-4 og ekkert rugl.
Einhverjar fréttir af byrjunarliði í dag?
Hljótum að vinna Sunderland – Tippa 2-0 Suarez og Moses
Ég er alltaf smeykur við svona leiki en hef góða tilfinningu fyrir þessu í dag. Vona svo innilega að okkar menn sýni tennurnar og fari í leikinn af fullum krafti. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur hvað framhaldið varðar (eins og allir leikir í deildinni). BR og co eiga að setja þetta upp sem úrslitaleik, ekkert kjaftæði. Menn eiga að mæta á fullum krafti og af ákveðni til að innbyrða þrjú mikilvæg stig í dag.
Það er rétt sem menn benda hérna á, að við höfum ekki verið að nýta okkur það þegar hin toppliðin misstíga sig. Ég tel hins vegar að liðið okkar sé orðið það mun heilsteyptara og liðsandinn er virkilega góður. Við vorum mjög óheppnir að skora ekki 1-2 mörk á old toilet í síðustu viku en soton leikurinn var skitan sem ég er ótrúlega ósáttur við. Ég efast ekkert um að liðið okkar sé það líka og núna eru þeir í DAUÐAFÆRI til að stimpla sig í toppbaráttuna á ný og viðhalda henni með góðri spilamennsku.
Deildin hefur farið af stað á svipaðan hátt og ég bjóst við. Nokkur af sterkustu liðum deildarinnar eru að ströggla. Það sást í fyrra að við eigum fullt erindi í þessa CL-baráttu bara ef við hefðum ekki átt svona hræðilega vonda byrjun fyrstu þrjá mánuðina. Ef við vinnum í dag þá erum við komnir með fleiri stig 29.sept en við vorum með 11.nóv í fyrra. Liðið hefur sýnt nokkuð góðan stöðugleika og það skiptir engu máli hvað mótherjinn heitir eða hvort hann hefur verið í stjóraskiptum. LFC á einfaldalega að klára svona dæmi enda með hörkugott lið. Góð blanda af reynsluboltum og ungum mjög hæfileikaríkum einstaklingum.
Tippa á 0-2 sigur með mörkum frá Hendo og Suarez í sitt hvorum hálfleiknum.
KOMA SVO LIVERPOOL!
Gleymdi þessu:
Hversu gaman er að sjá m.u. í 12.sæti deildarinnar með 2-1-3?! Með markatöluna 8-8 eftir 6 leiki. Megi moeys vera þarna sem lengst!
Ef við vinnum þennan blessaða leik þá verðum við sex stigum fyrir ofan þá eftir sex leiki. Það er SEXÝ!
Mansteftir United 🙂
Er með nettan fiðring fyrir þessum leik. Sé fram á rúst af hálfu okkar manna. YNWA
Moyes er búin að eyða 11 árum í að koma Everton upp fyrir utd.
Virðist loksins hafa tekist hjá honum!!!
Það verður bara að segja ensog er að við höfum alls ekki verið að spila vel á þessari leiktíð og erum með fleiri stig en við hefðum ef við værum ekki svo heppnir sem við erum, ólikt síðust ár þar sem við töpuðum stigum sem miðað við spilamennskuna við hefðum átt að fá. núna er þessu öfugt farið og það sem vantar er góða spilamennskan sem við sýndum á seinnihluta síðustu tíðar, ef við höldum heppninni og fáum betri spilamennsku þá gætum við fort fram á skemmtilegt vor.
vinnum þennan leik 3 0 og fáum loksins að sjá góðan leik okkar manna.
-Luis Suarez að koma aftur í ensku deildina eftir bannið mikla,
-Sunderland menn búnir að vera arfaslakir í byrjun deildarinnar og sitja á botninum eftir 5 leiki með 1 skitið stig!
-Vörnin ömurleg, fá á sig 2,2 mörk í leik að meðaltali
-Þjálfarinn rekinn og einhver care taker manager að stjórna
-Allir aðdáendur Liverpool massa spenntir og búast við rústi
-Við erum svo klárlega að fara að tapa þessum leik eða gera jafntefli!!
Okkar menn eru snillingar í svona stöðu að kúka létt yfir vonir okkar og væntingar….
-Ég meina, hversu oft höfum við séð þetta gerast 😉
Vá hvað er gaman að skoða svona jákvæð og uppbyggileg comment eins og #43
Hvernig væri nú að vera aðeins jákvæðir og bara njóta þess að horfa á liðið okkar spila?
Ótrúlega óspenntur fyrir sóknarkostunum á bekknum. Það er eitthvað sem verður að laga í janúar.
29.9.2013 Sunderland : Liverpool
2.1.2013 Liverpool 3:0 Sunderland
15.9.2012 Sunderland 1:1 Liverpool
10.3.2012 Sunderland 1:0 Liverpool
13.8.2011 Liverpool 1:1 Sunderland
20.3.2011 Sunderland 0:2 Liverpool
10.3.2012 Sunderland : Liverpool
13.8.2011 Liverpool 1:1 Sunderland
28.3.2010 Liverpool 3:0 Sunderland
17.10.2009 Sunderland 1:0 Liverpool
3.3.2009 Liverpool 2:0 Sunderland
16.8.2008 Sunderland 0:1 Liverpool
2.2.2008 Liverpool 3:0 Sunderland
25.8.2007 Sunderland 0:2 Liverpool
30.11.2005 Sunderland 0:2 Liverpool
20.8.2005 Liverpool 1:0 Sunderland