Liðið gegn Sunderland

Liðið gegn Sunderland er komið og það er svona:

Mignolet

Touré – Skrtel – Sakho
Henderson – Gerrard – Lucas – Enrique
Moses
Suarez – Sturridge

Bekkur: Jones, Agger, Aspas, Ilori, Sterling, Ibe, Wisdom

Rodgers ætlar aftur að spila 3-4-1-2 eða hvernig sem á þetta er horft. Gæti líka verið með Toure í hægri bakverði og Moses og Henderson á sitthvorum kantinum.

Vonandi skilar þetta betri árangri og miklu betri spilamennsku en við höfum séð undanfarið.

Held að þetta sé eitthvað í þessa átt:
Liðið gegn Sunderland

85 Comments

  1. Sama lið og gegn manutd … ég er ánægður með þetta, alltaf verið hrifinn af svona óhefðbundnum uppstillingum.

    3-4-1-2 er mega fínt.

    Suarez skorar 2 og leggur upp þriðja fyrir Sturridge 🙂

    Homer

  2. Athyglisvert að sjá Daggerinn á bekknum. Held að BR sé þarna að refsa honum fyrir markið á móti Southampton. Líst vel á þetta byrjunarlið og sé í fljótu bragði ekki neina betra kosti í stöðunni. Auðvitað eigum við að taka þennan leik, ekkert annað í boði hér. Koma svo! Mætum dýrvitlausir í þennan leik frá 1. mínútu!!

  3. Fór eins og ég reiknaði með.

    Málið í dag verður að koma í veg fyrir að Johnson og Larsson fái boltann á bakvið vængmenninna og vonast til þess að við vinnum boltann ofar á vellinum en gegn United.

    Væri svo gott að ná í þrjú stig í dag!

  4. Þetta væri snilldar kerfi ef Coutinho væri í holunni, ég veit ekki alveg með vængmanninn Moses þarna. Veit einhver hversvegna Wisdom er ekki í byrjunarliðinu fyrst hann er heill fyrir bekkinn? Þá gæti BR haldið gamla 4-2-3-1 kerfinu með Suárez í tíunni.

  5. Nenni ekki einu sinni að pæla í hver hleypur hvert,hvenær og af hverju. Vinna þetta lið með O´shea og co. SIGUR takk fyrir, 0-4

  6. Það á ekki að þurfa að velta þessu fyrir sér. Vekjaraklukkan er búin að hringja tvo leiki í röð – nafni er búinn að taka út sinn “aðlögunartíma” og við treystum á stórleik í dag. Þetta verður Newcastle revisetet

  7. Tökum þetta 1-2.

    Ein pæling, er Suarez orðinn feitur eða er það bara sjónvarpið hjá mér sem er skrítið?

  8. getur einhver plz sett hérna linkaf hd streami ??

    finn ekki hd stream

    og get ekki notað bloodzeed

  9. djöfull líkar mér illa við svona pappakassa á línunni sem virðast ekki skilja að sóknarmaðurinn á að njóta vafans!!

    Flott aukaspyrna og vel slúttað hjá Skertl en bjánaleg ákvörðun að dæma markið af.

    Byrjar ágætlega en okkar menn eru voðalega aftarlega eitthvað

  10. Átta mig ekki á því hvers vegna liðið verst svona aftarlega. Hvað varð um hápressuna?

  11. hann var nú bara rangstæður, þess vegna var markið dæmt af!
    En Sunderland menn byrja miklu betur en okkar menn. Hvað er að frétta? En núna er bara að berja á þeim og brjóta Sunderland mennina niður. Sjálfstraust þeirra er nkl ekkert eftir síðustu leiki

  12. Nei, lappirnar hans voru inn fyrir. Það er rangstæða. Línuvörðurinn sá það og það var vel dæmt hjá honum.

  13. 12 og #15:

    Skrtel var rangstæður, hrein og klár rangstaða og rétt ákvörðun hjá aðstoðardómaranum.

  14. Augljóst í endursýningunni hérna hjá TV2 allavega, 30-40 cm. fyrir innan og klár rangstaða.

  15. Weber er í svona fíling fyrir vafasaman dóm held ég. Dæmir ekkert þegar rifið í Sturidge og svona. Sáuð það fyrst hér. Taktleysi í honum

  16. Þetta þriggja hafsenta dæmi er djók.

    Þrír hafsentar þýðir að Lucas og Gerrard eru tveir á miðjunni og all-verulega undirmannaðir. Enda getum við vart spilað okkur fram völlinn.

    Vonandi tekur Rodgers hausinn úr afturendanum og hendir í 4-manna varnarlínu með 3 miðjumenn.

  17. Sundbolta markið hans bent með sunderland átti ekki að standa. um árið, svo mér er slétt sama núna

  18. Mark frábært en er BR ekki að sjá að það þarf að þétta miðjunni!!? Neðsta liðið í deildinni er að éta okkur þar!!

  19. Jæja, ætla að vera fyrstur til að segja það. Ég fyrirgef þér kæri Suarez… :***

  20. Mynd af nýfædda krílinum hans.

    Stórkostlegt seinna markið. Virkilega flott mark hjá okkar mönnum.

    Nú er bara að halda áfram, ekki detta of aftarlega og KILL IT!

  21. Sælir félagar

    Frábær handavinna hjá Sturridge í fyrra markinu og frábær fótavinna í því seinna. Sem sagt gott en Liverpool ekki að spila vel og verður að bæta leik sinn í seinni hálfleik.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  22. Nú er bara að slaka ekki á í seinni hálfleik og bæta við þriðja markinu.

  23. Jæja nú er bara að slátra þeim, og komast í 2 sætið!

    Og bæta markatöluna, hún er eftir að skipta máli í lok leiktíðar!

  24. Þess ber að geta að Liverpool er eina liðið í deildinni sem ekki hefur skorað í seinni hálfleik…

  25. Erum kannski ekkert að spila neitt sérstaklega vel en það er einmitt styrkleiki í þessu falinn, að vera komnir í 0-2 þrátt fyrir það.

    Guð blessi andstæðingana okkar þegar við förum að spila virkilega vel!

  26. Mikið vildi ég sjá annan inná miðjunni en Lucas. Ekkert í gangi þar.

  27. ánægður með stöðunna 0-2 fyrir Liverpool…. Jákvætt að Suarez er komin í gang. Nú er bara vonandi ekki seinni háfleiks syndrome framundan 🙁 því sunderland virka frelsaðir og meira líf í þeim enn undir stjórn Di Canio…. vonandi 2 mörk frá Sturridge eftir hlé og klára þennan leik!!!

  28. Frábært að vera tveim mörkum yfir og hafa átt frekar lélegan leik. Velti fyrir mér varnaruppstillingunni, er ekki alveg að heilla mig. Tek ofan fyrir andstæðingum okkar…..einhverjir í þeirra stöðu væru búnir að gefast upp.

  29. Skil ekki alveg hvað þið eruð að rugla með að segja þetta hafa verið hendi í fyrsta markinu. Boltinn fór klárlega í öxlina á Sturridge.

    … annars fín frammistaða, og frábært að við höldum áfram að skora úr hornspyrnum.

  30. Þrátt fyrir 0 – 2 í hálfleik í dag er ég ekki sáttur, finnst við alltof slakir á miðjunni og sterkari lið væru búin að refsa okkur. Er þessi uppstilling að virka hjá BR?? Og nú er seinni hálfleikur eftir þar sem við höfum ekki sýnt okkar besta leik hingað til……..

  31. yup. miðjan drep. og þarna er okkur nákvæmlega refsað fyrir það. þetta þriggja miðvarða dæmi bjargar ekki djakk. leggjumst alltof aftarlega og lélegast og neðsta liðið í deildinni fær að spila eins og kóngar. auðvitað er deildin sosum orðin þannig að maður á erfitt með að krefjast þess að það sé valtað yfir neinn, það er bara þannig. en KOMMON!!!!!

  32. Svona til að jinxa þetta að þá voru þulirnir hérna að segja frá því að Liverpool hefur aldrei tapað leik í úrvalsdeildinni eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í hálfleik.

  33. Er Rodgers ekki að átta sig á að miðjan er að verjast alltof aftarlega?

  34. Tempóið í þessu þegar við erum með boltann er svipað og á Hrafnistu… eru menn bara búnir eftir 45?

  35. Lucas bara slappur þarna í markinu, átti að vera grimmari á manninn og blokka skotið í staðinn fyrir að skokka um fyrir framan hann.
    Nú bara verðum við að skora í seinni hálfleik til að ver vissir um að taka öll stigin úr þessum leik.

  36. Allt allt annað að sjá spilamennskuna núna. Koma svo, setja inn þriðja markið strákar!

  37. Rosalega er þetta lélegt hjá Liverpool, erum ekki að ráða við þessa pressu hjá Sunderland, þetta getur ekki endað vel.

  38. Hafa menn virkilega ekkert jákvætt að segja? Gáttaður á þessari neikvæðni. Við erum yfir, á útivelli, búnir að vera góðir síðustu 10 mínútur og það er ekkert nema væl. Koma svo!!!

  39. Voðalega er þreytandi að horfa á þessi mistök sem við erum stöðugt að gera, Enrique og Gerrard og hugsanlega Hendo mættu alveg fá smá bekkjarsetu, Annars erum við nokkuð sprækir bara, mættum alveg setja þriðja markið bráðlega.

  40. Var einmitt að spá í þessu HaukurJ mjög veik staða sem þarf klárlega að styrkja… Henderson er búin að fá fullt af tækifærum í þessum leik til koma með eitthvað enn ekkert sýnt!!

  41. Sturta Henderson niður eftir þennan leik þvílík skita hjá einum leikmanni.

  42. Henderson er búinn að vera flottur. Hann er búinn að vera mjög ógnandi hægra megin og sennilega búinn að hlaupa meira en nokkur maður í liðinu. Það er ekki honum að kenna að það er ekki verið að spila hann í hans bestu stöðu.

  43. Get ekki skilið þessa skiptingu að taka Moses því henderson er búinn að vera arfaslakur í þessum leik og moses nokkuð sprækur

  44. njah – þetta er nú eiginlega eins og að segja “eigum við ekki betri miðjumenn en Skrtel” – henderson er ekki kantari. honum er bara endalaust spilað útúr stöðu. hinsvegar er þetta vandræðastaða virðist vera, fyrst að BR vill frekar nota miðjumann þar, frekar en kjúklingana okkar sem eiga að heita kantstrækerar (Ibe / Sterling)

  45. Hvaða rugl hornspyrnur eru þetta spyr ég bara, Skítleg framkvæmd á Föstum leikatriðum í seinni hálfleik.

  46. Sáttari við þetta, Hendo virðist kominn inná miðjuna, Sterling á kantinn…..

  47. Góðir punktar hér að ofan og nákvæmlega það sem ég er að segja, Hendo er ekki besti kantmaður sem ég hef séð, við hljótum að eiga þá betri. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að spila á móti ekki sterkari vörn í dag en hjá Sunderland.

  48. Kolo Toure er að standa sig, bæði Varnar og sóknarlega! Bjóst ekki við miklu þegar að við fengum hann en hann er klárlega að standa sig!

  49. Vel gert drengir. Fínn seinni hálfleikur og góð þrjú stig. Annað sætið er okkar 🙂

  50. Ég staðhæfi það, án þess að hafa séð neina tölfræði, að Sakho var með 100% sendingarhlutfall í þessum leik. Mjög yfirvegaður og flottur í öllum sínum aðgerðum 😉

  51. Rosalega geta margir einstaklingar hérna inni verið neikvæðir!

    Flottur leikur í dag hjá Liverpool liðinu og margir ljósir og jákvæðir punktar en auðvitað margt sem má bæta. Tökum þrjú stig á erfiðum útivelli og skorum 3 mörk, meira getur maður ekki beðið um!

    Ég veit ekki með ykkur, en ég get ekki beðið eftir að sjá leik með alla okkar menn heila! Það lið verður erfitt að stoppa!
    Lucas – Gerrard
    Coutinho – Suarez – Moses
    Sturridge

    gæsahúð

  52. strákar skítum ekkií okkur við vorum að vinna vonlaust sunderland lið sem er ekki með þjálfara og ekki bunir að vinna leik og með markatöluna -10 þannig fórum rólegafrá þessum leik .. samt sáttur með þennan skildu sigur!:)

  53. Flottur leikur i heildina litið. Máttu allveg bjóast við erfiðleik en innst inni fannst mér betra liðið og sigurinn var aldrei i hættu.
    Ég vill þróa þessa 3-4-1-2 leikaðferð áfram. Skil ekki þessa neiðkvæðni um þessa leikaðferð. Frábært sá Surarez og Sturrigde loksins spilla saman sem sóknarpar. Þeir voru frábærir i dag.

  54. Var þetta ekki 5-2-1-2 ?

    Það er vart hægt að telja Enrique og Henderson annað en varnarmenn í þessari uppstillingu þó svo þeir færi sig aðeins ofar þegar við erum með boltann.

Sunderland á Leikvangi Ljóssins

Sunderland – Liverpool 1-3