Góðan dag og gleðilegt landsleikjahlé. Aldrei þessu vant er maður bara nokkuð sáttur við að það sé landsleikjahlé, og það annað sinn í röð. Í síðasta hléi voru okkar menn á toppi deildarinnar og viti menn, þar er liðið enn nú þegar sjö umferðir (eða rétt tæplega fimmtungur tímabilsins) hafa verið leiknar. Reyndar er liðið í öðru sæti, jafnt Arsenal að stigum og markatölu en með færri mörk skoruð og fengin á sig, en við látum slík smáatriði ekki stoppa okkur: TOP OF THE LEAGUE!
Hér er annars taflan fyrir þá sem vilja horfa á eitthvað fallegt í morgunsárið. Vek sérstaka athygli á liðinu í níunda sæti.
Fegurð. Megi þetta halda svona áfram sem lengst.
Nú, það tók Liverpool 14 umferðir að ná í 16 stig í fyrra en í ár tók það helmingi skemmri tíma eða 7 umferðir. Það köllum við framför á góðri íslensku. Hins vegar er alveg hægt að skoða neikvæða hluti líka. Til að mynda höfum við enn bara spilað við eitt af átta efstu liðunum og það var eini tapleikur tímabilsins. Þannig að það er hægt að færa rök fyrir því að prógrammið hafi verið auðvelt hjá Liverpool – mætum United í mikilli lægð og allt hitt eru minni spámenn – og að tapið fyrir Southampton gefi okkur ástæðu til að halda fótunum aðeins á jörðinni.
Ég get tekið undir það en á móti getur maður líka sagt að liðið er á toppi deildarinnar þrátt fyrir ákveðin vandamál: liðið er enn ekki að stíga upp og sigra sjóðheitu lið deildarinnar (það tókst aðeins einu sinni í fyrra, gegn Tottenham á Anfield). Vonandi verður það lagað fljótlega. Eins er liðið enn á sigurbraut þrátt fyrir að hafa þurft að vera án lykilmanna (Suarez, Agger, Johnson, Lucas, Kolo Touré, Coutinho) á ýmsum punktum og hefur liðið í raun aldrei náð að stilla upp sínu 100% sterkasta liði í sama leiknum. Þannig að það er hægt að gera ráð fyrir að liðið styrki sig enn frekar með að fá þessa menn inn á næstu vikum.
Annað sem ég tók eftir úr neikvæðu deildinni um helgina var að markið sem við fengum á okkur gegn Crystal Palace var keimlíkt mörkunum sem Southampton og Man Utd (í deildarbikar) skoruðu. Einhverra hluta vegna virðist liðið vera í vandræðum með fyrirgjafir inn á markteiginn. Ég efast ekki um að Brendan Rodgers er að vinna á fullu í þessu á æfingasvæðinu og vonandi verður þetta upprætt fljótlega. Öll lið fá á sig mörk og ekkert óeðlilegt við það en af þessum átta mörkum sem Liverpool hefur fengið á sig á tímabilinu hingað til er að mínu mati of mikið að næstum helmingur sé skoraður innan markteigs eftir föst leikatriði.
En nóg af því neikvæða. Ég ætla að enda þetta á því að benda ykkur á það besta við Liverpool-liðið í dag:
Þetta eru þeir níu leikir sem þeir hafa spilað saman, og þetta er einfaldlega rosaleg tölfræði. Að mínu mati er Rodgers að gera hárrétt í að nota 3-4-1-2 leikkerfið því, eins og hann útskýrði fyrir helgi þá gerir það honum kleift að tefla þeim Suarez og Sturridge fram saman í fremstu víglínu, í stað þess að annar þeirra þurfi að vera vængmaður í 4-3-3 kerfi. Að hafa þá báða þarna fremst er martröð fyrir allar varnir Englands eins og tölfræðin sýnir og það að þeir hafi skorað fimm mörk saman í fyrstu tveimur leikjunum saman á þessu tímabili er ekki tilviljun sé tölfræði þeirra saman frá því að Sturridge kom í janúar skoðuð.
Vonandi verða þeir saman í framlínunni í allan vetur. Heyrirðu það, Luis? Ekkert rugl.
Annars bíðum við hér heima spenntir eftir ferðasögu Magga og Babú sem eru að koma heim aftur með Kop.is-ferðahópinn í dag. Ég heyrði stuttlega í Babú á laugardag, eftir leik, og fékk þær fréttir að allt hefði heppnast eins og best gat orðið og menn væru mjög ánægðir. Vonandi var helgin klassísk fyrir ferðalangana. Maggi og Babú deila vonandi með okkur ferðasögunum á næstu dögum hér á síðunni.
Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.
Tek undir allt í pistlinum. Ótrúlegt að liðið er í fyrsta sæti. Frábær árangur og verður gaman að heyra í einhverjum sem var á leiknum og datt í það fyrir og eftir leik hehe.
Fun fact í tilefni dagsins.
Fyrir þremur árum síðan (okt, 2010) kom Ian Holloway á Anfield með Blackpool og sótti þrjú stig.
Þetta var liðið okkar þá:
Svo var Roy Hodgson að nudda andlitið á hliðarlínunni.
Ef ég ætti að vera hreinskilinn þá myndi ég segja að við höfum:
Styrkt markvarðarstöðuna (so-far-so-good. Reina hefur ekki spilað á sínu leveli síðan ~ 2009).
Styrkt miðvarðastöðuna ([Toure & Sakho] vs [Kyrgiakos & Carra])
Styrkt bakvarðarstöðurnar ( [Enrique & Cissokho] vs [Aurelio & Konchesky]). Hægri bak er óbreyttur (Kelly+Glen).
Styrkt miðjuna ([Gerrard, Lucas, Henderson] vs [Gerrard, Meireles, Poulsen])
Styrkt sóknarlínuna ([Sturridge, Suarez, Moses] vs [Cole, Kuyt, Torres])
Umfral allt þá höfum við styrkt hópinn. En utan hóps hjá okkur á laugardaginn voru (m.a.): [Coutinho, Glen Johnson, Cissokho & Allen] vs [Paul Konchesky & Agger].
Fyrir utan þetta þá vorum við enn í eigu H&G og á leið í greiðslustöðvun, eins og hefur verið vel „dokjumenterað“ hérna. Þrátt fyrir að þeir leikmenn sem enn eru hjá okkur séu þremur árum eldri, þá myndi ég skjóta á að við höfum lækkað meðalaldur liðsins um meira en sem því nemur.
Á þessum þremur árum höfum við tekið þó nokkur skref frammá við. Bæði hvað varðar leikmannahóp, spilamennsku, knattspyrnustjóra, eigendur og umgjörð. Tel mig ekki vera að skjóta yfir markið þegar ég segi að andinn í kringum félagið er aðeins betri í dag en haustið 2010.
Við höfum áður staðið á krossgötum. T.d. eftir þrennutímabilið hjá Houllier & vorið 2009 þegar við enduðum í öðru sæti undir stjórn Rafa. Ég veit ekki með ykkur en ég treysti þeim sem nú eru við völd, betur en ég hef gert oft áður, til þess að tryggja að við höldum áfram á sömu braut. Þetta er ekki leiðin sem margir vilja ($$$) þar sem hún tekur lengri tíma. En það getur engin sagt að við séum ekki á réttri leið.
Skoðið framfarirnar. Skoðað samkeppnina. Hvað er langt síðan það voru ~4-5 lið sem gátu unnið deildina, þar af tvö lið sem hafa meira fé á milli handana en öll hin til samans. Ef framfarir næstu þriggja ára verða þær sömu og síðustu þriggja, þá erum við í flottum málum.
Það er vissulega áhyggjuefni hvað liðið virðist vera slakt í seinni hálfleik. Kannski er ekkert mikið athugavert við það gegn Crystal Palace þar sem staðan var jú 3-0 í hálfleik. Vonandi verður þetta lagað fljótlega og þá verður erfitt fyrir mótherjana að stoppa okkar menn þegar þeir verða í gírnum allar 90 mínúturnar af leiknum (eða því sem næst).
Annars er maður bara semi kátur í þessu landsleikjahléi, liðið er sameiginlega á toppnum og Ísland er í ágætum séns að komast í umspil. Maður mætir galvaskur á völlinn á föstudaginn og vonandi vinnst sigur á Kýpur !
Stigataflan er falleg en leikjaprógrammið hefur verið tiltölulega auðvelt.
Í nóvember og desember eigum við m.a. eftirfarandi útileiki: Arsenal, Everton, Tottenham, Man. City og Chelsea.
Það verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að halda sér í topp4 um áramótin. Maður myndi telja það líklegra en ekki, sér í lagi ef Suárez, Sturridge og Coutinho halda sér í lagi þessa tvo mjög erfiðu mánuði.
Spennandi tímar!
YNWA.
Segðu Manchester United, Mancherster City & Arsenal það hve auðveld lið eins og WBA, Aston Villa & Stoke eru.
Sigur gegn Southampton á Anfield hefði, merkilegt nokk, gefið okkur jafnmörg stig og sigurinn gegn Man Utd gaf okkur. Ef Liverpool hefði áttað sig á þessari stórmerkilegu staðreynd á síðustu árum þá hefði League cup kannski ekki verið okkar best-chance að komast í evrópukeppni 😉
Að hugsa sér að við eigum ennþá inni Johnson og Coutinho, og það má bæta Agger inn í þetta líka! Þetta eru 3 topp klassa menn sem bæta hvaða lið sem er. Þetta er gott, mjög gott, rosa gott!
Og ekki má gleyma Aly, sem ég held að eigi eftir að gera flotta hluti fyrir liðið.
Ég er líka hrifinn af 3-4-1-2 kerfinu sem Brendan er að koma með. Það er auðvitað ekki fullkomið, en manni sýnist á öllu að þetta kerfi henti hvað best fyrir þá leikmenn sem við erum með núþegar.
Johnson, þegar hann kemur aftur, fer þá í wingback-stöðuna á hægri, Cissokho á vinstri og Coutinho fyrir aftan framherjana tvo. Þarna eru við með 3 flotta leikmenn sem sækja betur en margir aðrir, auk Sturridge og Suarez í fremstu línu. Ég veit ekki með aðra, en ég er afar spenntur að sjá þetta lið þegar allir eru heilir og spila af fullri getu!
Svo er alltaf hægt að leika sér með þetta 3-4-1-2 leikkerfi, það dettur jafnvel í 4-3-2-1 þegar andstæðingurinn sækir eða 5-3-2 jafnvel.
Ég er spenntur fyrir framhaldinu. Mjög spenntur. Við skulum samt ekkert vera að ætlast til of mikils, stefnan var alla tíð sett á 4ja sætið og koma sér í þessa andskotans Meistaradeild. Í upphafi leiktíðar gildir það eitt að hala bara inn sem flest stig, án tillits til þess hvernig lið spilar og þannig. Bara harka 3 stig í hverjum leik og svo kemur hitt með kalda vatninu.
Eigum við ekki að henda inn hérna nokkrum ummælum frá Honest Harry um okakr mann, Rodgers, og enska landsliðið:
Stal þessu héðan
Homer
Afskaplega góð hugleiðing, takk. Hlakka til í að sjá skrifin frá Magga því ég er oftast sammála því sem hann skrifar. Og ekki spillir fyrir þegar Babú kemur með skýringarnar á því hvar Liverpool á heima. Doctorsritgerð um Anfield vonandi. 🙂
Nokkuð óvænt að vera í öðru sæti eftir 7 umferðir, en það var alltaf viðbúið að liðin þrjú sem margir spáðu topp sætunum mundu fara hægt af stað. Manchester liðin og Chelsea það er að segja.
Þjálfaraskiptin hjá þessum þremur stórliðum hafa að sjálfsögðu áhrif. Þjálfararnir eru ennþá að leita að sínum bestu 11. Nokkuð viss um að þessi lið eiga öll eftir að taka gott run bráðlega og þá falla lið niður töfluna með hverju töpuðu stigi.
Get ekki beðið eftir næstu umferð, ekkert af toppliðunum mætir hvort öðru, það sem kemst næst því er Man U. Southampton á Old Trafford. Það þyðir einfaldlega að Liverpool verður helst að sækja öll stigin á st. James Park. Tap og við eigum á hættu að falla niður í 6.sætið. (sem ég spáði okkur b.t.w fyrir tímabilið).
Hvað er svo að frétta af Philipinho? Hann væri svo fullkominn fyrir Newcastle leikinn.
Venjulega hefur Liverpool ekki verið í vandræðum með að eiga góða leiki gegn United, Chelsea, City og Arsenal.
Vandamálið hefur frekar snúist um að vinna Stoke, WBA og Sunderland…
Varðandi föstu leikatriðin. Þau eru vissulega vandamál en ég hef held ég aldrei verið minna stressaður á þessu og núna. Með innkomu manna eins og Toure og Sakho og markmanns með meira presens í loftinu en Reina hef ég fulla trú á að þetta sé eitthvað sem lagist fljótt.
Annars fæ ég æ oftar smá nostalgíu tilfinningu yfir leikaðferðinni okkar þegar ég sé leiki. Með þá tvo frammi og kvika skapandi menn fyrir aftan sig get ég ekki annað en leitt hugan að því þegar Fowler og Rush voru saman frammi með til að mynda McManaman og Barnes. Góðir tímar.
Samanburður við árið í fyrra er áhugaverður. Hversu pirrandi var það að horfa á heilu leikina þar sem öll statistík var okkur í hag nema markatalan. Liðið var með boltann lengst af, fékk hornspyrnur á færibandi, skaut á mark eins og enginn væri morgundagurinn en náði ekki að skora. Þá þurfti ekki nema ein mistök og skyndilega var mótherjinn fyrir framan markið og Reina kom við engum vörnum.
Í haust hefur þetta gerbreyst. Nú höfum við haft Sturrige sem nær að pot’onum inn, nánast í hverjum leik og með SAS dúettinum verða mörkin fleiri. Mignolet (sem sómir sér vel á haus síðunnar!) er síðan að taka þessi upphlaup andstæðinganna og bjarga stigum í hús. Þvílík frammistaða í fyrstu leikjunum og reyndar einnig á laugardaginn!
Fótbolti er ekki flókin íþrótt svona í grunninn – liðið sem skorar meira en hitt vinnur og ég held að BR sé farinn að átta sig á því!
Við erum í þriðja sæti yfir skoruð mörk (11) á eftir City (17) og Arsenal (14) og í 3-5 sæti yfir mörk á okkur (5), Southampton (2) og Chelsea (4).
Það er oft talað um að sagan endurtaki sig.
• 1988 Liverpool vann deildina með 9 stiga mun
• 1989 Liverpool missti af titlinum í síðustu umferð með marki á lokamínútum.
• 1990 Liverpool Vann deildina sannfærandi
.
• 2011 Man Utd vann deildina með 9 stiga mun
• 2012 Man Utd missti af titlinum í síðustu umferð með marki á lokamínútum.
• 2013 Man Utd Vann deildina sannfærandi
.
Liverpool legendið Kenny Daglish hættir árið 1990 og annar skoti tók við Souness.
Man Utd legendið Alex Ferguson hættir árið 2013 og annar skoti tekur við Moyes
Ég hef litlar áhyggjur af þessum mörkum af nærstöng eftir horn/aukaspyrnu. Klaufaskapur, jafnvel værukærð, en við höfum alveg það sem þarf til að berja í þessa bresti. Við höfum mjög lítið verið að gefa andstæðingum okkar af færum úr opnu spili. Meirihlutinn hefur verið óttalega örvæntingarfullar tilraunir fyrir utan.
Mér finnst líklegt að áframhald verði á þessu 3-5-2/3-4-1-2 kerfi. Þetta er virkilega sniðug leið til að vinna með styrkleikana okkar, sem liggja nú að verulegu leyti fremst á vellinum (heitasta strikeraparið í EPL, þó víðar væri leitað) sem og aftast. Suárez og Sturridge geta spilað í sínum bestu stöðum (og ná þar vel saman) og Coutinho verður auðvitað í holunni. Þessi mannskapur er ávísun á gjörsamlega baneitraðar skyndisóknir.
Allar líkur eru á að Coutinho, Johnson, Cissokho og Allen verði heilir fyrir næsta leik. Man einhver eftir betur tímasettu landsleikjahléi? Þvílíkt lúxusvandamál sem blasir þá við BR þegar kemur að leikkerfi og byrjunarliði. Ég get algjörlega séð eftirfarandi fyrir mér:
Mignolet
Toure – Skrtel – Sakho
Johnson – Lucas – Gerrard – Enrique
Coutinho
Sturridge – Suárez
Á móti sumum liðum mætti skipta Henderson út fyrir Lucas eða jafnvel Gerrard og möguleikarnir í þriggja manna vörninni eru vitaskuld fleiri. Cissokho/Enrique er líka galopinn möguleiki. Johnson ætti ekki að leiðast að fá allt að því frítt spil hægra megin, með minnkandi varnarhlutverki. Það skal enginn segja mér að þetta lið geti ekki unnið hvaða EPL lið sem er á þokkalega góðum degi. Á jafnframt að geta unnið meirihlutann býsna þægilega.
Hver man ekki eftir tiki-taka haustinu fyrir ári? Við vorum að spila mjög fallegan fótbolta, oftast með mun meira possesion, en stigasöfnuninni var því miður ábótavant. Nú er ég alls ekki að tala gegn slíku uppleggi, en það gleður mig að BR skuli vera til í að skoða fleiri möguleika og kemst þannig nær því að sannfæra mig um að hann sé rétti maðurinn til að draga okkur upp úr 5.-8. sætis klafsi undanfarinna ára.
Það þarf m.ö.o. umtalsvert til að sannfæra mig um að liðið sé ekki á réttri leið að svo búnu. Jafnvel væn syrpa af dapurlegum úrslitum fyrir áramót myndi trauðla duga til þess. Þori samt engu að spá um deildina í ár, EPL er maraþonhlaup. Meiðsli og fleira spila alltaf rullu. Yrði kampakátur með fjórða sætið, tel það í senn raunhæfan möguleika og erfitt ferðalag.
YNWA!
Sex af þessum fyrstu leikjum sem við höfum spilað í deild eru á móti liðum sem eru í 9 sæti og neðar. Einn leikur á móti liði sem er í topp 4 og hann tapaðist á heimavelli. Ég elska að horfa á stöðuna eins og hún er í dag, en ég veit líka að við eigum eftir að mæta arsenal, celski, shitty og tottenham. Þá fyrst kemur í ljós úr hverju leikmenn okkar eru gerðir. Það ber þó að nefna að það þarf líka að vinna “litlu” liðin, það hefur okkur oft reynst erfitt, en er að ganga eftir núna.
Við eigum svo eftir að fá litla Brassann okkr aftur og Glen Johnson, þannig að ég lít bara björtum augum á þetta season. Nú er bara að vona að allir okkar leikmenn komi heilir tilbaka úr þessu landsleikjahléi. Við megum ekki við því að missa fleiri í meiðsli.
Það er spurning um að taka upp textavarpið 😉 síðu 344 🙂
Frikki #13: Liverpool er meira og minna búið að vera í ruglinu síðan 1990, ManU á þá eftir að vera meira og minna í ruglinu alla vega til 2036, vá hvað ég hlakka til!
Varðandi samanburð við síðasta tímabil, þá er einnig áhugavert að bera saman “sömu” viðureignir í fyrra, þ.e.a.s leikina í fyrra við þau lið sem við höfum þegar spilað við á þessu tímabili (Stoke heima, Aston Villa úti o.s.frv.). Ef við notum heimaleikinn við Reading í fyrra sem samanburð við Crystal Palace leikinn núna (fyrsti heimaleikurinn okkar í fyrra við lið sem féll) þá erum við með 16 stig á þessu tímabili vs 12 í fyrra og markatöluna 11-5 vs 6-4.
Svo getur náttúrulega vel verið að þessi samanburður fari allur í rugl í næsta leik, ekki nema við vinnum Newcastle aftur 6-0 úti 🙂
Á einhver tölfræði fyrir síðustu 38 leiki Liverpool. Kæmi mér ekki á óvart að það væri okkur hagstætt. Það svar efasemdarmönnum sem hafa áhyggjur vegna þess að við í Liverool höfum bara spilað gegn minni spámönnum í upphafi þessa tímabils.
Þegar tapleikurinn kom gegn Southamton þá var liðið búið að leika marga leiki án þess að tapa.
Mikið var arsenal heppið á ná í stig í gær. Anelka átti að setj-ann og koma W.B.A í 2-0. Og W.B.A. var að spila fanta góðann bolta þannig að þeir verða þarna uppí í baráttunni um 4-6 að ég held.
Frabær umræda.
Sturridge, Suarez og Coutinho a diskinn minn! Usss… Get ekki bedid eftir ad sja tha tæta varnirnar i sundur!
Thad var rosalegt ad sja smurfs kjøldregna a heimavelli i gær og stukan var halftom sidastu 20 min leiksins. Flottir studningsmenn eda thannig!
Aðeins að leikjaprógraminu sem hefur verið nokkuð þægilegt en þessir svokölluðu þægilegu leikir hafa ekki alltaf farið vel í okkar menn.
Tap fyrir Southampton heima var mjög lélegt en þeir hafa samt verið að spila flottan fótbolta og er eftitt að vinna þetta lið
Jafntefli á móti Swansea úti. Þetta voru bara ágætist úrslit þeir eru vel spilandi. Swansea hefur t.d unnið WBA á útivelli og látið Arsenal og Tottenham hafa virkilega fyrir því að vinna sig.
Sigur á Man utd eru alltaf stórkostleg úrslit alveg sama hvernig gengur hjá þeim.
Sigurinn á Aston Villa var mjög sætur og ég tala nú ekki um að hann var á útivelli. Villa hefur unnið Arsenal(á útivelli) og Man city(á heimavelli) svo að þetta var ekki gefins.
Stoke hafa oft verið að trufla okkar og var þetta því flottur sigur. Þeir hafa náð í jafntefli gegn Man City(heima) og unnið West Ham (úti)
Sigurinn á Sunderland var kærkominn en eiginlega skildusigur því að þeir eru einfaldlega lélegir en þeir létu Man utd hafa fyrir því að vinna sig síðustu helgi.
Sigurinn á Palace er skildusigur því að þeir eru með lélegasta lið deildarinar.
En núna fer að koma að því hvort að við erum menn eða mýs.
Leikir fram að áramótum
Newcastle úti þetta verður markaleikur og verður fróðlegt að sjá hvort að liðið nær að halda sér á toppnum
WBA heima – virkilega erfiður leikur því að þeir hafa verið að spila frábæran fótbolta gegn Man utd og Arsenal í síðustu leikjum(nældu sér í 4 stig úr þessu prógrami). Langt í frá örugg 3 stig
Arsenal úti – vona að þegar þessi leikur verður spilaður að þetta verða topp tvö liðinn en þetta verður án efa virkilega erfiður leikur.
Fulham heima – verðum að ná í 3 stig í þessum leik ef við lítum á næstu leiki. Þetta er fínt lið en ef við ætlum okkur eitthvað þá verður við að klára liðinn sem verða fyrir neðan miðja deild á heimavelli.
Everton úti – skít með helvítis stöðuna í deildini. Þetta er leikur uppá líf og dauða og ein erfiðasti leikur vetrarins.
Hull úti – alltaf erfitt að spila í úrvaldsdeild en þurfum að klára svona leiki
Norwitch heima – Þeir eru mjög skipulagðir og unnu okkur á Anfield á síðustu leiktíð og það má ekki gerast aftur.
West Ham heima – Eins og sást gegn Tottenham í síðasta leik þá er þetta hörkulið sem pakkar vel í vörn á útivöllum(fær varla mark á sig) og verður erfitt að skora gegn þeim.
Tottenham úti – ein af lykileikjum tímabilsins.
Cardiff heima – 3 stig og ekkert annað
Man City úti – Það lið sem er með flottasta mannskapinn en við höfum verið að gera gott betur en að stríða þeim og vonandi heldur það áfram.
Chelsea úti – Maður hugsar alltaf til 2005 þegar maður hugsar um þessa viðureign og tala nú ekki um að núna er sami maðurinn að stjórna þeim virkilega erfiður leikur.
S.s fullt af stórleikjum fram að jólum áður en glugginn opnar að nýju
Ferðasaga frá ferðinni okkar fer í vinnslu næstu daga og kemur vonandi inn fljótlega. Erum að safna saman birtingarhæfum myndum og svona frá hópnum. Við Maggi erum báðir raddlausir og mjög kátir með hópinn sem fór með okkur út, þetta var hver snillingurinn á fætur öðrum. Reyni að skýra það betur út þegar þar að kemur.
Heilsan núna er annars eins og maður hafi verið á skrallinu með Kolo Toure í þrjá daga. Besta leiðin til að skýra það væri líklega setning frá því í gær er við sátum á Bierkeller að horfa á WBA – Arsenal og einn út hópnum mætti inn: “Þarna er hann Steini mættur, hann hefur aldrei komið hingað áður… svo hann viti til”
Líklega eru samt til myndir sem afsanna það frá bæði fös og lau
Miðað við samantektina um Skota hér að ofan má segja að í kringum 1990 hafi orðið algjör þáttaskil í merkingu þessa annars ágæta hugtaks hjá okkur Liverpool mönnum.
Fyrir 1990 voru Skotar nauðsynlegir hjá Liverpool og unnu marga titla með félaginu, má þar nefna Alan Hansen, Kenny Dalglish, Graeme Souness, John Wark og Steve Nicol, sé litið enn lengra má auðvitað nefna Billy Liddell, Ian St. John og svo auðvitað Bill Shankly.
Hins vegar eftir 1990 hafa komið upp kynslóðir Skota sem eru andhliðhollir Liverpool, það eru menn eins og Alex Ferguson og David Moyes, og því miður verður að hafa Graeme Souness þeim megin líka. Þetta eru hinir svokölluðu Andskotar.
Magnað að skoða töfluna á sama tíma fyrir ári síðan. Þó vissulega töluvert erfiðara program.
http://www.premierleague.com/en-gb/matchday/league-table.html?season=2012-2013&month=OCTOBER&timelineView=date&toDate=1349564400000&tableView=CURRENT_STANDINGS
U21 voru rétt í þessu að vinna Spurs 5-0: http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/146588-five-star-reds-run-riot-against-spurs
Ég sá megnið af leiknum, LFC voru betri allan þann tíma og á öllum knattspyrnusviðum sem ég kann að nefna.
Hér má sjá mörkin http://www.youtube.com/watch?v=a6M56U_oDno&feature=youtu.be
stig frá áramótum
man utd 37 + 10 =47
man city 33 + 13=46
Chelsea 37 + 14=51
Tottenham 33 + 13=46
arsenal 39 + 16=55
liverpool 33 + 16=49
samkvæmt þessu erum við í 3ja sæti í stigasöfnun frá áramótum á móti liðum með mun meiri breidd, hvað finnst ykkur um þetta???
Hvað þýðir þetta S.A.S??
= Svartir að sigra
Eitt sem ég er búinn að vera hugsa mikið undanfarið. Það virðast allir vera svo spenntir fyrir Cissokho að hann komi í liðið í staðin fyrir Enrique en persónulega vill ég allan daginn hafa Enrique sem fyrsta kost í þessari stöðu. Hef enga trú á því að Cissokho hafi það fram að færa sem Enrique hefur fram á við. Eins og við vitum getur hann verið mistækur varnarlega en hann vinnur það svo sannarlega upp með sóknartilburðum sínum. Hvaða álit hafa menn/konur á þessu ?
Suarez and Sturridge = S.A.S
Sturridge and Suarez = S.A.S
Hvað er annars málið með þessa seinni hálfleiki ? Hálfleikstölur í sviga.
Stoke 1:0 (1:0)
@AV 0:1 (0:1)
Utd 1:0 (1:0)
@Swans 2:2 (1:2)
Shampt 0:1 (0:0)
@Sund 1:3 (0:2)
CP 3:1 (3:0)
Hér er recordið okkar
W-W-W-T-L-W-W (5-1-1 11:5)
Og svo í seinni hálfleik
T-T-T-L-L-T-L (0-4-3 1:4)
Held að liðið eigi mikið inni ef það getur haldið haus í seinni hálfleik.
kv/
Fannar #29,
Held að ég sé sammála þessu. Enrique gerir jú við og við sín furðulegu mistök, en hann er fær um að gefa stórkostlega langa bolta fram í skyndisóknum, tekur góð overlaps/endalínuhlaup og sér í lagi krossa frá endalínunni. Er sem sagt að búa til umtalsvert af færum og verðskuldar algjörlega sénsinn áfram.
Hann og Suárez eru stórgóðir á vinstri hluta vallarins þegar allt er að smella saman, sannkölluð martröð fyrir hægri bakverði að eiga við. Þriggja manna vörnin ætti ennfremur að vera draumur sókndjarfra bakvarða sem eru til í ögn breytt hlutverk.
Þetta er eini gallinn við að hafa ekki deildarbikarinn lengur – tilraunastarfsemi og tækifæri fyrir volga leikmenn.
Vantar smá upplýsingar
Er einhver hér sem getur upplýst mig um hvar væri möguleiki að kaupa miða á leik Evertton og Liverpool þann 23 nóv, ég verð þarna á þessum tíma og langar á leikinn en veit ekki hvar væri möguleki að fá miða, ef einhver hér hefur upplýsingar um þetta þá væri ég þakklátur með það.
Mikid er eg osammala mønnum um ad programmid hafi verid lett hja okkur hingad til. Hefur folk ekki sed urslitin i leikjunum? wba unnid manhu, wh rustudu smurfs, cardiff unnu city, AV unnid arsenal osv…
Eg myndi thiggja 3 stig a moti manhju a hverjum degi i stadinn fyrir deildarbikarinn, ef eg thyrfti ad velja.
Eg kvidi minna fyrir storu leikjunum thvi thar mæta okkar menn langoftast best stemmdir til leiks. Vona innilega ad u21 urslitin (5-0 a moti tott.smurfs) gefi retta mynd af uppbyggingunni hja okkur vs theirra.
Get hreinlega ekki bedid eftir næsta leik og vonandi sleppa okkar menn vid meidsli i landsleikjum sinum!
13 Til að bæta við þetta hjá þér…
“History does repeat itself and Liverpool will come again, no question.”
Senior Alex Ferguson
Ef við hugsum aðeins til baka, Og segjum að Jamie Carragher nokkur hafi ákveðið að taka eitt tímabil í viðbót en Rodgers hefði samt styrkt liðið eins og hann gerði, Hvað myndi gerast í vörn liðsins? Jamie Carragher, Sakho og Kolo Toure? Má það spyr ég nú bara, Það væri eitt allra harðasta trio sögunnar.
27
Hugtakið S.A.S er komið frá hinu þekkta tvíeyki Alan Shearer and Chris Sutton sem unnu deildina fyrir Blackburn og er nú talið að Suarez og Sturridge geta kannski leidd til þess fara gera sömu hluti og hinir fyrrnefndu gerðu.
Heimild:http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2438141/Luis-Suarez-Daniel-Sturridge-surpass-original-SAS–10-things-learned-weekend-Ralph-Ellis.html
SAS er norrænt flugfélag og sérsveit breska hersinns
Rodgers on Enrique: “He has all the attributes to be one of the best left-backs in the Premier League. He’s a threat when he goes forward and defensively he’s very difficult to beat.”
Rodgers með þetta að vanda, gott að hann se sammála mer og mörgum öðrum inna þessari síðu um ágæti Enrique, eg se Enrique ekkert vera a leið utur þessu liði eins og eg sagði herna fyrir mörgum vikum siðan nema bara ef hann meiðist eða eitthvað alika…. Hann er að spila frabærlega i vetur og i raun a öllu þessu ári og eg er alsæll að hafa hann i byrjunarliðinu,,,,
Ég hló upphátt…
Amazing facts…
Is it true that Charlie Adam is 48% pork meat and therefore legally classed as a sausage…
http://www1.skysports.com/football/news/11669/8963530/
Heheh 🙂
Liverpool er búið að styrkja sig heilmikið síðan Roy Hodgson fór.
Síðan kom King Kenny og kaupti Luis Suarez FRÁBÆR KAUP hjá honum og svo núna er Brendan Rodgers sem er frábær stjóri búinn að kaupa leikmenn eins og: Coutinho,
Kolo Touré, Sakho, Luis ALbero og Apas og fleiri frábært hjá honum 🙂
Borini og Aspas eru langt frá því að vera góð kaup,
Það er hryllilega heimskulegt að afgreiða Aspas sem léleg kaup. Maðurinn hefur spilað sína stöðu í um það bil 5 mínútur á tímabilinu. Hann er fínt backup fyrir Sturridge (sem er sífellt tæpur á meiðslum) og Suarez (sem er sífellt í banni).
Ég hef allavega ennþá trú á Aspas, sem var langbesti leikmaður Celta Vigo í fyrra. Var einhver að gera ráð fyrir einhverjum world beater byrjunarliðsmanni á 7,5 milljónir?
Fýla þetta SAS hugtak töluvert betur en hitt heitið sem ég hef heyrt þá kallaða, SS sveitinn.
Hvenær kemur svo næsta podcast, herramenn?
Menn voru kannski ekki að búast við einhverri ofurstjörnu á 7,5m punda þegar Aspas var keyptur. Efast samt ekki um að menn hafi gert meiri kröfur til hans.
Hann hefur ekki sýnt neitt hingað til og ekkert sem bendir til þess að hann verði mikill styrkur fyrir baráttuna í deildinni.
Gríðarlega svekkjandi að hafa ekki náð í Diego Costa. Hann er búinn að skora meira í deildinni núna en hann gerði allt síðasta tímabil.
Aspas á eftir að reynast okkur vel. Sá hann spila nokkrum sinnum á spáni og leit hann vel út.
20 Sigueina
Liverpool hefur aldrei tapað fyrir Norwich í síðustu 4 viðurregnum. Markatalan úr þessum 4 leikjum er 14-3 fyrir okkar menn, svo ég veit ekki hvað þú ert að bulla með að segja að við höfum tapað fyrir þeim á seinustu leiktíð heima. Unnum þá 5-0 en það gæti svo sem vel verið að þér finnist það tap.
10 sekúnda leit á lfchistory.net eða liverpool.is hefði leitt þetta í ljós, tekur ekki lengri tíma 🙂
Ætli Man United taki ekki bara 6. sætið og leyfi Tottenham að hvíla sig í 5. sæti..
Arsenal og peningaliðin virðast ansi líkleg til afreka. LFC eiga raunhæfa möguleika á 4. sætinu sérstaklega ef góður og creative miðjumaður kemur í janúar.
Það er ein athyglisverð staðreynd sem ég kannaði varðandi Arsenal. Fyrstu níu leikir þeirra á þessu tímabili unnust allir hjá þeim í fyrra. Semsagt, það er ekki fyrr en þeir mæta okkar mönnum á Emirates í nóvember sem þeir töpuðu stigum miðað við sömu leiki á síðasta tímabili (leikurinn fór 2-2). Arsenal eru því undir pari eins og staðan er núna, töpuðu heima fyrir Villa og gerðu jafntefli við WBA úti en unnu þessa leiki á síðasta tímabili.
Okkar menn eru amk fjórum stigum betur settir nú en miðað við sömu leiki í fyrra. 16 stig vs. 12 stig.
Maður þorir varla að vera bjartsýnn en staðan er góð eins og er. Það kemur svo hell desember mánuður þar sem útileikir við Spurs, City og Chelsea bíða… sjáum hvernig það fer.
Hef ekkert að kvarta yfir svo ég verð að hrósa ykkur fyrir frábæran nýja hausinn á síðunni YNWA 😉
eg veit ekki þurfum við að stirkja okkur á miðjuni eða bara að setja
Henderson þangað ??
Hvenær kemur ferðasagan frá síðustu helgi inn og já endilega hendið inn myndum….
Geri mér grein fyrir því að svipaðar spurningar hafa komið hér áður, en það er þetta með að fá miða á leiki Liverpool…. ég verð í Bretlandi fyrstu vikuna í desember. Á þeim tíma spilar liðið þrisvar: á móti Norwich, Hull og West Ham. Hefur einhver hugmynd hvort það sé hægt að næla sér í miða á einhvern þessara leikja og þá hvernig?
Daníel @56
Ég er að fara á eigin vegum til Bretlands í lok okt. og ákvað að fara á Liverpool – WBA. Ég hafði samband við gamanferðir sem gátu selt mér miða bara á leikinn, það kostaði sitt en verð í Premium Seats þar sem eitthvað meira er innifalið heldur en bara leikurinn.
OK kærar þakkir fyrir það Tómas, ég tékka á þeim.
Liverpool FC teenager in surprise Wales call up
var að reka augun í þetta LINKUR
Ég hét mér því í upphafi seasonsins að bíða með að dæma liðið fyrr en eftir svona c.a. 10 leiki og er í alvöru að reyna að standa við það, en það er erfitt í svona landsleikjahléum (erum að vísu komnir með 8 leiki í dag)….
Ég er hinsvegar mjög duglegur að lesa um álit sérfræðinga á LFC, hlusta á misgáfuleg podköst og allt það og maður heyrir alveg hvað sérfræðingarnir eru að segja. Ég held hinsvegar að ekkert lið sé gallalaust og ekkert lið á alltaf 100% leiki þannig að maður getur nú ekki verið að krefjast þess…. en það er samt gott að vinna leiki þar sem liðið leikur ekki vel. Það er ákveðið stöðugleikamerki sem er gott. Það er líka mikið af nýjum mönnum (í öftustu línu) sem þarf að koma inn í þankagang þjálfarans og liðsins, og jú einn og einn sem spilar fram á við.
Hinsvegar óháð öllum árangri í fyrra hefur okkar liðið ekki tekist að ná góðum úrslitum við lið sem er ofar en í 9 sæti en tapað einum leik fyrir liði í 4 sæti … Þannig að ætli maður verði ekki bara að halda sig niður á jörðinni og vona það besta eða hvað?
Liðið leikur t.a.m. þrjá leiki í október, þrjá leiki í nóvember en svo 8 leiki á tímabilinu 1 des til 1 jan að báðum dögum meðtöldum. Kannski eftir það run verður komið test á það hvar við stöndum og hvort í alvörunni við getum farið að gera raunhæfa kröfu á eitthvert meistaradeildarsæti. Vitanlega langar mig í að liðið nái þeim árangri og helst jú að taka helvítis fokking titilinn sem það hefur ekki unnið síðan ég bjó enn heima hjá mömmu, en ég vil frekar taka eitt í einu og ná að komast í Wenger cup fyrst.
Mottóið er þá eftirfarandi: Stígandi lukka er best.
Fyrir þá sem eru að spyrja kemur ferðasagan inn á morgun býst ég við. Ég sé á bak við tjöldin að Babú er að vinna hörðum höndum að alvöru ferðasögu sem enginn verður svikinn af. Hlakka til að lesa hana eins og þið hin enda að drepast úr öfund yfir að hafa ekki komist með strákunum í þessa ferð. Djöfulsins ömurlegheit að láta bjóða sér til Þýskalands sömu helgi og Kop.is fer út. Þetta gerist ekki aftur.
Já og svo er stefnt á podcast í næstu viku (á mánudegi að venju). Það var ekki ætlunin að hafa podcast í landsleikjahléi en fólk er að biðja um þetta og við verðum þá að sjálfsögðu við því. 🙂
Gaman að lesa það hvað Gerrard er greinilega mikilvægur starfskraftur hjá Liverpool, Suarez segir að hann hafi sannfært sig um að vera áfram, Sahko ekki búin að vera lengur er 1 mánuð í liðinn samt að dásema hann. Frábær leikmaður í alla staði
Góði Guð… Viltu láta þetta gerast!
http://www.dailystar.co.uk/sport/football/344166/liverpool-want-to-beat-chelsea-with-sensational-swoop-for-xabi-alonso
Suso að standa sig vel á Spáni.
Shjitt hvað þetta var gott lið í þessari grein sem þú vísar í SvavarStation
Garcia – Gerrard – Kewell – Alonso – Hyypia – Carragher – Dudek – Finnan……o.s.frv. þokkalega solid dúddar ekki skrítið að þeir unnu meistaradeildina
@helginn 65
Finnst Kewell og orðið “solid” ekki fara saman í sömu setningu. Hinir áttu þó allir mikinn þátt í að vinna þennan bikar á sínum tíma.
hehe ég hélt alltaf hrikalega uppá kewell. Hann var alltaf meiddur en suddalega góður og sterkur karakter.
“This is the treatment bench. Do you know Harry Kewell? This is where he spent his entire Liverpool career”. Ian, guide úr Anfield túrnum.
Fáum þennan meistara heim..
http://www.101greatgoals.com/
Flooottteehr
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=1ykyhPyrdeg
hér er linkurinn sem ég vildi setja..