Bill Simmons er Bandaríkjamaður sem skrifar hreint frábærar greinar um íþróttir. Aðallega stóru bandarísku íþróttirnar – hafnabolta, körfubolta og ruðninginn – en hann skrifar um allt hitt líka. Ég myndi segja að hann sé svo skemmtilegur penni að ég get lesið, og fílað í botn, greinar sem hann skrifar um íþróttir sem mér þykir hundleiðinlegar. Það er afrek.
Allavega, Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu í sumar virðist hafa kveikt upp einhverja ástríðu í honum gagnvart undrinu sem Kanarnir kalla “soccer,” og því hefur hann ákveðið að velja sér lið til að halda með í ensku Úrvalsdeildinni í vetur. Enski boltinn mun fá áður óþekkta athygli í bandarískum fjölmiðlum í vetur, einhverra hluta vegna, og Simmons þykir þægilegt að geta byrjað daginn sinn á því að horfa á evrópska knattspyrnu (vegna tímamismunarins), áður en hann snýr sér að bandarísku íþróttunum.
Grein hans er hreint frábær, algjörlega. Sem hlutlaus einstaklingur sem hefur ekki neinar taugar eða söguleg tengsl í garð nokkurs liðs eða svæðis á Englandi gat hann nálgast ensku Úrvalsdeildina á ferskan hátt, og kynnt okkur hinum fyrir sjónarmiðum sem við erum ekki vön að fá á enska boltann.
Lesið bara greinina. Ég ætla ekki að vitna í skrif hans um Liverpool né önnur lið, þar sem ég vill ekki eyðileggja neitt fyrir ykkur, en LESIÐ ÞETTA. Ef þið ráðið við enskuna munið þið ekki hlæja jafn mikið að knattspyrnugrein í ár! Hann telur niður, útilokar fyrst þau lið sem hann langar ekkert til að halda með svo að sex standa eftir. Þaðan fer hann í kjöllinn á hverju liði og telur niður að því liði sem hann hefur ákveðið að halda með í vetur. Liverpool eru eitt af þeim liðum sem koma til greina; lesið greinina bara, hún er frábær.
Ég mæli sérstaklega með því sem hann skrifar um Man U og Martin Jol, þjálfara Tottenham. En í alvöru, ekki hlaupa bara að Liverpool-kaflanum, lesið ALLA GREININA. Hún er þess virði. 🙂
Í öðrum (ekki)fréttum þá ætlar Stevie Gerrard sér að vinna Úrvalsdeildina í vetur. Góður strákur, Stevie, góður strákur …
Jammm, ég var búinn að bíða eftir þessu. Var alveg sannfærður um að hann myndi velja Liverpool. Ég hélt að aðdáendurnir og samanburðurinn á milli Istanbúl og 4-3 sigurs Red Sox á Yankees myndi gera herslumuninn.
En einsog hann sagði, þá var Liverpool það lið sem hann vildi halda með, en hann bara gat ekki byrjað á því.
>Too much history, too personal, too easy, too obvious. Someone from America can’t casually become a Liverpool fan
Ég spáði því að ef það væri ekki Liverpool þá myndi hann velja Tottenham eða Arsenal.
Annars, þá er [þetta myndband](http://www.youtube.com/watch?v=SWzQn-FpEOU) mjög hressandi.
Líka athyglisvert hvernig hann viðurkennir vandamálin við bandarískar íþróttir, það er varðandi risaskjána og það að áhorfendur geri ekki neitt nema þeim sé sagt það. Þetta fór óheyrilega í taugarnar á mér. Að allir þyrftu að bíða eftir því að “Let’s make some noise” birtist á risaskjá til þess að fagna.
Einu íþróttaviðburðnir sem mér fannst áhorfendur vera virkilega skemmtilegir í USA voru háskóla fótboltaleikir. Blindfullir háskólanemar áttu sko ekki í vandræðum með að styðja sín lið. 🙂
Mjög skemmtileg grein.
? Celebrity Fans: Sporty Spice, Chris DeBurgh, Darren Clarke and Dr. Dre. I think I’d sacrifice a kidney to be in the same room as those four people discussed Liverpool soccer for an hour.
haha æðislegt
? Unintentional Comedy: They have a Kafka-reading, gigantic Dutchman of a coach named Martin Jol who (A) has brothers named “Cock” and “Dick” (I’m not making this up), and (B) apparently talks just like Goldmember (in the third Austin Powers movie). Now there’s someone who needs to be in my life.
Ha ha ha, þetta er alveg frábært komment hjá honum.
Alveg þrælskemmtileg grein 🙂
Ástæðan fyrir því að hann valdi EKKI Liverpool er einmitt ástæðan fyrir því að við elskum þetta lið,
“Too much history, too personal,” YNWA
Tær snilld….þessi grein..Algjör tær snilld.
Ég var eiginlega sannfærður um að hann myndi velja Liverpool(auðvitað..kom eitthvað annað til greina)…en hann vildi lið í London svo að það er allt betra en Chelski…
Takk fyrir linikinn á þessa grein …algjör snilld þessi grein og ég hvet alla til að lesa hana ….alla greinina.
I like everything I read/heard about Liverpool (more on this in a bit) and don’t want to have them as my rival. Sorry, Everton.
Geðveikt!
Um United: “they outspend everyone else, everyone hates them, and even their own fans don’t enjoy rooting for them that much. Financially, they blow almost everyone out of the water and purchase as many up-and-coming young stars as possible; they’re almost like a European All-Star team. That’s no fun.”
Ha??
Outspend? Financially, they blow almost everyone out of the water?
Er þetta skrifað í hitteðfyrra. Þarna er amk ekki verið að lýsa skuldugasta liðinu í deildinni.
Annars ágæt grein og fín niðurstaða 😉
Fyrir þá sem vita betur en ég, er ekki eitt aðalvandamálið með áhorfendur í USA að það eru sjaldnast stuðningsmenn útiliðsins á leikjum?
Snilldargrein… og gaman að hann skildi velja þetta lið … Annars datt mér það strax í hug eftir að hann sagði að það yrði að vera í good vacation spot (London)