Xabi er EKKI til sölu

Það er varla að maður nenni að skrifa um hverja pulluhausarnir hjá Real Madrid eru að reyna að laða til sín með fréttum í hundhlýðnum íþróttablöðum á Spáni.

En allavegana, síðasta fréttin fjallaði um Xabi Alonso, sem var orðaður í þrjú þúsundasta skipti við Real Madrid í kjölfar þess að þeir gátu ekki náð í Cesc Fabregas.

En allavegana, Rafa Benitez kemur núna strax fram og tekur af allan vafa um það að Xabi er [EKKI](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152966060723-0908.htm) til sölu:

>”I read what is written in the Spanish press but I can categorically state that nothing is happening with Xabi. We do not want to sell him.”

Þetta ætti vonandi að vera nóg.

Einnig reynir Rafa að [draga úr hype-inu](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152964060723-0802.htm), sem var að skapast í kringum Craig Linfield í kjölfar þess hversu vel hann lék í gær gegn Crewe.

>”I am really pleased with what he did on Saturday but he has to be stronger and you cannot build a star after just 45 minutes in the first team. He now needs to carry on working hard and get more experience.”

Rétt hjá Rafa. En Linfield lofar svo sannarlega góðu.

7 Comments

  1. Bara á leiðrétta þig Einar, stráki heitir Craig Lindfield. Linfield er lið frá Norður-Írlandi.
    🙂

  2. Sáuð þið þennan leik sem umræðir, þ.e. leikinn sem Lindfield heillaði alla svona mikið ?
    Og ef þið sáuð hann hvernig virkaði hann á ykkur, Lindfield sko ?

  3. Ég sá leikinn einnig og Linfield virkaði vel á mig. Sprækur drengur með markanef. Robbie Fowler virkaði einnig sprækur. Reyndar var fyrri hálfleikurinn mun betri en sá síðari.

    Mér fannst Traore ekki sprækur en Diao virkaði í fínu formi og við hljótum að geta komið honum frá okkur ef hann heldur sér meiðslalausum út undirbúningstímabilið.

    Pongolle er ávallt duglegur en er samt aldrei líklegur til að skora. Bellamy er skruggufljótur og mun hraði hans nýtast okkur vel í vetur. Heilt yfir var þetta alls ekki góður leikur en á móti þá hafa fæstir leikmennirnir spilað mikið saman áður.

    Á morgun mæta HM stjörnurnar okkar til æfinga og þá hlýtur eitthvað að fara að gerast með þá leikmenn sem eru ekki í myndinni eins og:
    Salif Diao, Djimi Traore, Le Tallec, Dudek o.s.frv.

  4. Fyrirtækið Liverpool FC kæmi ekki illa út peningalega ef það seldi Alonso á 50m. Hinsvegar, inn á vellinum yrði sú sala hörmung og hreint út sagt fáránleg.

  5. Sabrosa á leiðinni burtu frá Benfica !
    Erum við að fara sigla inn í annann farsa ?

Crewe 0 – Liverpool 1

Kemur Simao eftir allt?