Um helgina fer fram níunda umferð ensku Úrvalsdeildarinnar og þar taka okkar menn á móti West Bromwich Albion á Anfield, síðdegis á morgun. Þetta verður væntanlega hörkuleikur þar sem bæði lið hafa verið í fínu formi undanfarið. Okkar menn vilja eflaust komast aftur á sigurbraut eftir jafntefli um síðustu helgi á meðan West Brom eru taplausir í síðustu fimm deildarleikjum.
Byrjum á andstæðingunum. Ef þið lítið á töfluna í dag sjáið þið að Liverpool eru í 3. sæti og West Brom í því 12. Ef þið haldið hins vegar að það gefi fyrirheit um auðveldan sigur skal ég bara leiðrétta þann misskilning strax: taflan lýgur eilítið þegar West Brom eru annars vegar. Þeir fengu aðeins tvö stig úr fyrstu fjórum leikjum sínum (tvö töp, tvö jafntefli) en í síðustu fjórum leikjum hafa þeir fengið átta stig af tólf mögulegum og klifrað hratt upp töfluna. Á þessum tíma hafa þeir meðal annars unnið Manchester United á Old Trafford og verið eina deildarliðið sem ekki tapaði fyrir Arsenal í síðustu sjö umferðum. Þeir náðu auk þess jafntefli gegn Stoke á einum erfiðasta útivelli deildarinnar um síðustu helgi.
Eins og það sé ekki næg ástæða til að taka þetta lið alvarlega, þá unnu þeir báða deildarleikina gegn Liverpool á síðustu leiktíð með samanlagðri markatölu 5-0. Þetta er lið sem fær ekki mörg mörk á sig almennt og þeim tókst að halda hreinu gegn okkur í 180 mínútur á síðustu leiktíð í tveimur af verri töpum Brendan Rodgers sem knattspyrnustjóra þeirra rauðu.
Með öðrum orðum: takið þetta lið alvarlega. Þeir eru talsvert betri en 12. sætið gefur til kynna.
Það er lítið um stjörnur sem standa upp úr í þessu West Brom-liði. Framherjinn Saido Berahino, sem ég þekki ekkert, er markahæstur með fimm mörk hjá þeim í haust en þeir eru einnig með leikmenn eins og Shane Long, Victor Anichebe og kempuna Nicolas Anelka sem kunna allir að spila á móti Liverpool. Fyrst og fremst er þetta þó gífurlega vel þjálfað og skipulagt lið sem mætir með þéttan pakka á Anfield á morgun og það verður undir okkar mönnum komið að:
a) Brjóta þennan varnarmúr niður í fyrsta sinn í fjórum leikjum (töpuðum einnig fyrir þeim, 0-1, á Anfield í apríl 2012).
b) Hætta að gefa ódýr mörk sem geta hæglega kostað okkur tvö eða þrjú stig í svona leik.
Vonandi skila menn góðu dagsverki í þessum tveimur dagskrárliðum á morgun.
Talandi um okkar menn þá staðfesti Brendan Rodgers á blaðamannafundi í gær að Jose Enrique er enn meiddur og missir af þessum leik, auk þess sem Philippe Coutinho er ekki alveg klár í endurkomuna fyrr en í næstu viku.
Það verða því engar innkomur úr meiðslum sem ættu að hafa áhrif á byrjunarliðið hjá honum að þessu sinni og því sitja í raun bara tvær spurningar eftir: mun hann gera breytingar á byrjunarliði og/eða leikaðferð?
Maggi skrifaði mjög góðan pistil fyrr í vikunni um leikkerfispælingar Rodgers. Sitt sýnist hverjum um það hvort hann eigi að halda áfram að spila 3-4-1-2 eða fara aftur í 4-3-3 og sú umræða mun eflaust halda áfram eftir þennan leik, sama hvað kallinn ákveður. Bæði leikkerfin hafa ákveðna kosti og galla, því er ekki að neita, en ég hallast að því að hann haldi óbreyttu kerfi í þessum leik, þó ekki nema til að rugga ekki bátnum í þeim meðstraumi sem Luis Suarez og Daniel Sturridge eru að róa með þessa dagana.
Að mínu mati eru tvær spurningar varðandi byrjunarliðið: sú fyrri er, kemur Daniel Agger aftur inn, og þá fyrir hvern? Miðað við síðasta leik liggur beinast við að það væri fyrir Mamadou Sakho sem var dapur og bar hluta ábyrgðarinnar á báðum mörkum Newcastle. Sá franski hefur byrjað alla leiki síðan hann kom til okkar í ágústlok og kannski er ekkert óvitlaust að gefa honum smá svigrúm til að anda í eins og einn leik.
Síðari spurningin er hver á að víkja þegar Lucas Leiva kemur væntanlega á ný inn í liðið. Þar koma aðeins tveir til greina, Jordan Henderson og Victor Moses. Miðað við að Moses hefur, jafnt og Sakho, byrjað alla leiki síðan hann kom til félagsins og veitti ekkert síður af að kasta mæðinni, og eins miðað við að liðið hefur virkað fáliðað á miðsvæðinu (enda Moses enginn miðjumaður) ætla ég að spá því að Henderson haldi sæti sínu og Moses víki fyrir Lucas.
Ég spái því sem sagt að Sakho og Moses víki fyrir Agger og Lucas í þessum leik en annað verði óbreytt:
Mignolet
Touré – Skrtel – Agger
Johnson – Gerrard – Lucas – Cissokho
Henderson
Suarez – Sturridge
Bekkur: Jones, Sakho, Kelly, Allen, Alberto, Moses og Sterling.
MÍN SPÁ: Hvort sem Sakho eða Agger spilar, og hvort sem það verður Henderson eða Moses sem víkur (væntanlega) fyrir Lucas, þá er þetta alveg nógu sterkt lið til að landa sigri í þessum leik. Eins tel ég að líkurnar hljóti að vera okkur í hag fyrst Liverpool hefur núna spilað þrjá leiki gegn West Brom í deild án þess að skora. Það getur bara ekki gengið endalaust.
Við brjótum þá loks niður í þessum leik og vinnum 2-0. Halda hreinu, takk, og sitt hvort markið á Suarez og Sturridge, takk.
Koma svo, áfram Liverpool!
já það verður mikill léttir að fá lucas aftur í liðið… miðjan var ekkert spes á móti newcastle.. það verður þó ekki tekið af henderson að hann hefur verið að vinna sig vel inn í liðið og hefur algerlega haldið allen og alberto á bekknum og fyrir vikið á hann skilið að vera með fyrstu mönnum á blað.
mér þætti samt gaman að sjá 4-3-3 kerfið aftur bara uppá að geta fengið einn sóknarmaninn í viðbót, þ.e sterling á kantinn eða moses… svo væntanlega verður þetta eitthvað drullumall þegar coutinho kemur aftur
Ja þetta WBA lið er hörkulið sem gefst aldrei upp og hafa verið að hala inn stig en vonandi bæta menn upp kluðrið i seinasta leik og klara þetta með 3 stigum. Við megum alls ekki misstiga okkur i þessum leik enda eigum við Arsenal næst og það verður fjandanum erfiðara.
Eg væri svo alveg til i að sja Aggerinn koma inni liðið og syna þessum strakum hvernig a að spila vörn, hann hlytur að vera orðinn ansi spenntur að fa spilatima enda ovanur að sitja a varamannabekknum. Einnig vil eg sja Moses tylla ser a treverkið og geta þa kannski komið inna i seinni, það er glatað að geta ekki haft neinn a bekknum sem gæti breytt leikjunum.
Hvernig er staðan á Joe Allen ??
Einar; mitt mat er að hann sé jafnslappur og hann var áður en hann meiddist. #ekkinnogugodurfyrirLiverpool
WBA er okkar bogíman-lið og ég er ferlega nervus fyrir þessum leik.
Það þarf að liggja aftarlega og yfirdekka til að tryggja engin aulamistök.
Er samt á því að við vinnum 2-1 þar sem SAS klárar þetta fyrir okkur.
En Moses þarf að fara á bekkinn og koma svo inn vinstra meginn en ekki í holuna.
Hef fulla trú á mínum mönnum eins og alltaf
YNWA!
Feginn að hafa ekki verið með upphitun, veit EKKERT hvernig Rodgers mun stilla upp.
Ég held reyndar að við eigum að spila klára 4-4-2 í þessum leik með Hendo og Moses á köntunum og hápressa. En hallast að því eins og Kristján að Rodgers stilli upp 3-5-2 þó ég vilji það ekki.
Hins vegar er ég ósammála því að Sakho verði tekinn út. Honum eigum við að spila stanslaust, þessi drengur verður lykill hjá okkur næstu 5 ár og á bara að nota veturinn í að læra sem mest. En ég myndi vilja fá Agger inn í stað Skrtel…
Vill vinna og setja merkið 1, en á getraunaseðli hópsins míns verður sett X líka…og ég barðist ekki ógurlega gegn því.
Hallast að 2-1 sigri með sigurmark í blálok en hræðist 1-1….
Maggi þú vilt sem sagt henda varnamanninum sem hefur leikið best á leiktíðinni hjá okkur, fyrir Agger sem gaf dauðafæri í hverjum leik fyrstu 3 leikina?
Annars á þetta að heita skyldusigur. 2-0 Suarez og Gerrard. Sturridge fær frí þessa helgi 🙂
Ég vil sjá heildsteyptan leik þar sem Liverpool spilar af krafti í 90 mín. Við höfum ekki séð það sem af er tímabili og í raun finnst mér ótrúlegt að við erum í 2-3 sæti miðað við spilamennsku. Ef við höldum áfram að bæta okkur þá verðum við í toppbaráttu áfram. Ef liðið heldur áfram að spila svona köflótta leiki eins þeir hafa gert er ég hræddur um að við föllum neðar í töflunni. Ég ætla því að spá 3-0 sigri þar sem menn gefa sig í 90 mín og hafa þetta loksins massa sannfærandi. Það er komin tími á næsta skref og nýju mennirnir eru búnir að slíta af sér barnskónna. Over and out
Fannst Skrtel slakur á Anfield gegn Palace og hann á alveg jafn stóran þátt í öðru marki Newcastle og margir aðrir.
Held einfaldlega að Agger sé betri að bera upp boltann en hann og Sakho og Toure betri varnarmenn….mín skoðun bara…
Afsakið þráðaránið, en ég verð staddur á Akureyri um helgina, hvar er best að horfa á leikinn ef maður vill vera innan um eintóma snillinga?? 🙂
Innvortis. Kíktu á Sportvitann
Takk fyrir gòða upphitun. Tel to engar likur a ad Henderson detti ut, tel ad tetta verdi baratta a mill Lucas, Moses, Allen og Alberto um 1-2 lausar stodur (eftir tvi hvort vid notum 4 eda 5 varnarmenn).
Ég vil helst af öllu spila 3412 og hafa Gerrard fyrir aftan framherjana.
Þar er hann hættulegastur (Gerrard). 2-1 fyrir okkur takk. 😀
Erfiður leikur gegn öflugu liði WBA. Ég vona að Rodgers láti nú af því að spila með þrjá miðverði og færi einfaldlega í 4-2-3-1 og láta þá Sturridge og Suarez rótera kant og senter. Finnst það kerfi líka bjóða meira uppá að kantarnir leysi inn og opni þannig fyrir línuna fyrir bakverðina þannig að sóknarlega erum við komnir með tvo sentera.
Ég myndi vilja sjá Sakho fá hvíldina og stilla upp Agger og Toure í miðverðina. Persónulega finnst mér Liverpool liðið spila betur með þá tvo í miðverðinum frekar en með Toure eða Sakho innanborðs. Hugsanlega verður breyting á þegar Sakho hefur aðlagast.
WBA hefur ekki tapað útileik í þessari leiktíða. Þeir koma vel skipulagðir til leiks og Liverpool verður að gæta sín á skyndisóknum þeirra. Lykilatriði hjá Liverpool á morgun verður að falla fljótt um leið og liðið tapar boltanum og hægja á sókn andstæðinganna strax í byrjun. Þeir eru með nokkra öfluga leikmenn eins og Amalfitano úti hægra meginn, sem er fljótur, leikinn og með gott auga fyrir spili.
Þá eru þeir með öflugan varnamiðjumann í Claudio Yacob sem er þeirra Lucas. Algjör hundur á miðjunni og lykilleikmaður þeirra í að vinna boltann og byrja skyndisóknirnar. Í markinu er svo Ben Foster, solid markvörður sem hefur oft á sína bestu leiki gegn Liverpool eins og svo margir aðrir markverðir (meira að segja Taibi). WBA hefur verið að rótera svolítið í senterastöðunni en ekki er ólíkegt að það verði Long eða Berahino sem verði í framlínunni hjá þeim. Ef Liverpool ætlar að reyna að sækja í gegnum miðjuna þá lenda þeir í vandræðum en þar eru WBA þéttastir fyrir. Einnig þýðir lítið fyrir Liverpool að reyna háar sendingar fram á við þar sem öll varnarlínan hjá þeim er hávaxinn.
Styrkur WBA felst ekki í ákveðnum einstaklingum heldur fyrst og fremst í góðu skipulagi, vel útfærðum leikstíl, baneituðum skyndisóknum og hættulegum föstum leikatriðum.
Af því sem ég hef séð til WBA þá liggja veikleikar þeirra í bakvörðunum. Þar af leiðandi myndi ég telja að 4-2-3-1 myndi henta betur en 3-5-2 þar sem að fyrrnefnda kerfið bíður frekar uppá tvöföldun á bakverðina. Einnig held ég að sú taktík gæti reynst betur í að brjóta niður skyndisóknir WBA þar sem minna pláss skapast á köntunum fyrir WBA að senda inní auk þess sem við erum með tvo varnarmiðjumenn til að falla aftur.
Þetta verður jafn og erfiður leikur, ekki mikið af færum og því mjög mikilvægt að nýta þau færi sem gefast. WBA lætur forystu ekki svo auðveldlega af hendi þannig að verður gríðarlega mikilvægt að halda hreinu á morgun. Mín tilfinning er að þessi leikur endar jafntefli 1-1.
Ég er held að þessi leikur sé eitt af stóru prófum Rodgers. Ef að við vinnum þennan leik þá tel ég raunhæft að við verðum í baráttu um 4. sætið. Ef hinsvegar Steve Clarke sér við Rodgers mun ég kasta hanskanum í gólfið og jafnvel missa trúna á peyja. WBA er tvímælalaust í hópi millisterku liðana og því er ekkert gefið hér. Við eigum betri leikmenn og eigum að vinna með réttu liðsvali og leikkerfi. YNWA
Er stressadur fyrir thennan leik og vona svo sannarlega ad Hendo verdi med enda einn sa duglegasti i okkar lidi!
Spain er 3-1 eftir mikid basl.
Sælir kappar
Leikurinn fer 1-0 fyrir WBA, Morrison með markið á þriðju mínútu.
Ég er að fara á Anfield á morgun að aðstoða Kop-stúkuna að styðja okkar menn til sigurs. 3-0 the new SS með öll.
Hvar sér maður leikinn ef maður er á Rangárvöllum.
Fann þetta á liverpool.is. Kanslarinn Hellu.
Sælir felagar, eg er staddur i Osló, vitiði um almennilegan stað til að sja leiknn a morgun þar sem er hellingur af púllurum að horfa og einnig þa hvar sa staður er ??
Annars er eg stressaður fyrir leikinn, okkar menn ekki att einn goðan heilan leik a timabilinu og auk þess er wba með eitthvað tak a okkur en spau samt 3-0 suarez 2 og sturridge 1…
4-2-3-1 = 3 – 0
3-5-2 = 1 – 2
Maggi ég ætla svo sem ekki að deila en kop.is valdi Skrtel mann leiksins gegn Newcastle. Mér fannst Skrtel búinn að vera góður. Hann getur ekki borið upp boltan en Sakho og Toure gera það, það þarf að vera einn svona hreinsari baka til.
Hef verið að pæla aðeins í vörninni, en ef mig minnir rétt þá hefur liðið ekki haldið hreinu frá því í 3 umferð á móti manutd….það finnst mér ekki merkilegur árángur en kannski skiljanlegt m.t.t. þess að mikið rót hefur verið á vörninni bæði leikkerfislega og leikmannalega.
Í mínum huga vil ég spila Toure alla leiki ef mögulegt er og tel ég hann vera okkar fyrsta kost í miðvörðin, með honum myndi ég síðan velja Agger eða Sakho. Ekki það að Skrtel hafi verið að spila neitt illa eða verr heldur en aðrir miðverðir liðsins þá finnst mér bara eins og það sé meira óöryggi yfir vörninni þegar hann er þar. Hvað Sakho varðar þá þarf hann að spila og eflaust mun hann gera það enda hef ég enga trú á því að BR fari að láta dýrasta varnmann Liverpool sitja á tréverkinu.
Síðan vona ég innilega að tilraunin með Moses í holunni verði hætt, ég væri frekar til að sjá einhverjum öðrum spila þar og myndi hafa Moses á kantinum en þar finnst mér hann ógna mest.
Annars skal ég viðurkenna það að ég er drullustressaður fyrir þennan leik. Liðið hefur ekki verið neitt sérstaklega sannfærandi í vetur en samt er stigafjöldinn alveg til fyrirmyndar og ef leikur liðsins batnar þá eigum við svo sannarlega gott í vændum. Hinsvegar er ekki hægt að ætlast til þess að SAS skori í hverjum einasta leik og verða fleirri að skila meiru sóknarlega eða þá liðið að þétta sig betur baka til.
Mér finnst jafnteflisfnykur af þessum leik…..vonandi þarf ég að éta hattinn minn með þá spá.
hæ
Mér skilst að það sé kominn vetrartími í Englandi núna, erum við þá ekki á sama tíma og þeir?
Og er þá ekki leikurinn klukkan 15:00 eins og á staðartíma?
Tíminn breytist ekki fyrr en í nótt svo það er ennþá klst munur.
Sammála einare.
Ef bakverðir WBA eru veikir hlekkir (sem ég hef ekki hugmynd um) þá má BR bara ekki stilla upp þessum þremur miðvörðum. Vonandi er kallinn með þetta allt á hreinu og stillir upp beint í veikleika andstæðingsins. Ekki bara upp í styrkleika andstæðingsins því það endar alltaf í alltof varnarsinnaðri uppstillingu.
Þetta verður fróðlegt. Áfram Liverpool.
YNWA
Sælir félagar
Hallast að minni sígildu spá á þessari leiktíð 3 – 1. Legg til 4-4-2 og myljandi hápressu,- og nota bene spila allann leikinn á fullu,
Það er nú þannig
YNWA
islogi, 25,
klukkan breytist í Evrópu aðfaranótt sunnudags. Við verðum því enn þá á eftir í dag en verðum búin að ná þeim á morgun.
Vonandi droppa sóknarmennirnir aftar á völlinn til að spila smávegis áður en farið er í sóknina. Þá held ég við tökum þetta.
Þetta verður basl, Eins og alltaf þegar við mætum sterku WBA liði. Ætla samt að vera bjartsýnn og spái því að samvinna Lucas & Gerrard á miðjunni muni halda WBA aftur og við tökum þá 3-1, Sturridge með 1, Suarez 1, Og Steven Gerrard ákveður að troða súrum sokk upp í kjaft rauðnefs með því að setja eitt fallegt fyrir utan vítateiginn.
Svo vonumst við bara eftir því að Moyes haldi áfram að ganga illa með þetta United lið.
OK hérna kemur þetta.
Vörnin verður búin að slípa af sér vankantana. Fara á móti öflugum sóknarmönnum sem eru að hlaða í langskot og passa fjarstöngina. Ef þetta er á hreinu þá höldum við markinu hreinu.
Síðan þurfa sóknarmenn að halda einbeitingunni. Ekki leggja 100% kraft í skot frá markteig sem sleikir ofanverða slána. Ekki skjóta í innkast skrefi frá markteig fyrir opnu marki.
Þar fyrir utan – hanga á boltanum á miðjunni. Skokka upp vængina og passa sig að slasast ekki. Við erum ekki með það breiðan hóp ennþá.
En… dúndurvörn og hvöss sókn á að duga.
Varðandi united þá þyrfti Moyes að hifa þá pínu ofar. Annars mætir Feguson bara aftur og það viljum við ekki 😉