Ég ætla ekki að skrökva því – ég er búinn að bíða alla vikuna eftir að geta skrifað inn þessa fyrirsögn hér að ofan.
Það er kominn nóvember og liðið okkar er að fara að taka þátt í leik sem gæti skilað því toppsæti. Í mínum villtustu fantasíum hvarflar ekki að mér að þar getum við endað í vor, en það er bara heilmikið jákvætt að vera að fara inn í svona leik þegar rúmlega fjórðungur mótsins er að baki. Allt annað en undanfarin ár og heilmikil ástæða til að gleðjast yfir og hlakka til að heyra fyrsta flautið á Emirates vellinum.
Vonandi verða enn glaðari þegar síðasta flaut kemur.
Margt hefur verið rætt um að leikurinn sé möguleiki á “statement” fyrir bæði lið, en þó sérstaklega Liverpool. Að vissu leyti er ég sammála því en þó verður aldrei framhjá því litið að þeir 6 – 10 leikir sem við leikum við “stóru” nöfnin hvern vetur munu ekki skila okkur einir og sér í keppnina um CL sætið, heldur ekkert síður sigrarnir á “minni” andstæðingum okkar sem oftar en ekki hafa gert okkur lífið leitt.
Ég var í stúkunni á síðasta leik þessara liða. 2-2 jafntefli í mjög skemmtilegum leik þar sem líkja mátti leiknum við rússibana, liðin skiptu stigum á milli sín en hefðu bæði getað náð í þrjú.
Mér finnst að mörgu leyti sama vera uppi á tengingnum nú. Liðin eru klárlega bæði búin að standa sig betur en reiknað var með, á ákveðinni hábylgju í deildinni og því töluvert sjálfstraust í báðum herbúðum. En það er líka ekki hægt að segja að þarna fari lið full af alvönum sigurvegurum sem þekki það að fara inn í svona leik. Sama á hvort liðið við lítum.
Svo að því leytinu finnst mér bæði lið óskrifað blað. Okkar lið hefur verið verulega sveiflukennt innan hvers leiks og mótherji jafn sterkur og Arsenal getur refsað duglega einhverjum 10 – 15 mínútna kafla. Það sama hefur mér fundist þegar ég hef horft á Arsenal. Þeir sluppu vel með stig frá WBA og sigurinn þeirra á Spurs var ekki sanngjarn. Í okkar liði eru líka leikmenn sem geta heldur betur refsað ef þeim er gefinn sá séns svo að eitt stóra atriðið verður í raun hvernig liðin ná að halda einbeitingu í gegnum leikinn, nokkuð sem þau hafa ekki geta sagt hafa verið hluti af þeirra “rútínu” í deildinni undanfarin ár.
Hitt stóra atriðið er leikfræðin.
Ég held að liðsskipan LFC verði afskaplega einföld. Sama og síðast og þetta byrjunarlið:
Mignolet
Touré – Skrtel – Sakho
Johnson – Gerrard – Lucas – Cissokho
Henderson
Suarez – Sturridge
Arsenal liðið held ég að verði svona:
Szczezny
Sagna – Mertesacker – Koscielny – Gibbs
Arteta – Ramsey
Rosicky – Özil – Cazorla
Giroud
Ég hef áður rætt leikkerfið okkar og allt það, en ég verð verulega undrandi ef við sjáum Coutinho koma inn í liðið og einhverjar breytingar yrðu settar upp. Til þess hefur þetta leikkerfi skilað of miklu og leikmennirnir margir hverjir að fá mikið sjálfstraust í sínum leikstöðum.
Þetta verður hins vegar óskaplega forvitnilegt. Því það sem við erum að horfa á gæti haft sögulega tilvísun. Leikkerfið okkar, þrír hafsentar og vængbakkar með tveim senterum var afskaplega vinsælt á níunda áratug og fram á þann tíunda síðustu aldar. Þýskaland og Holland í landsliðunum, AC Milan og Barca í félagsliðum unnu ansi margt með þessu kerfi. Liverpool-lið Roy Evans var annað dæmi um lið sem lék þetta kerfi lengstum.
En um aldamótin varð allt í einu ákveðin bylting í leikkerfum þegar útfærslur á 4-2-3-1 komu upp með alls konar overlaptilfæringum og “fölskum níum” sem fengu að valsa um. Bakverðir keyrðu inn í svæðin sem vængbakkararnir drógu að sér. Ef þessi eini senter var kraftmikill og duglegur gat hann hlaupið hafsentana það mikið til að falska nían, eða annar miðjumaður gat nýtt sér svæðið sem skapaðist og skorað eða lagt upp mörk.
Á ótrúlega stuttum tíma hvarf þetta kerfi út úr boltanum. Houllier var bætt við Evans, breytti strax uppleggi og innan örskotsstundar var þriggja hafsenta kerfið lagt af. Í stað þriðja hafsents kom djúpur miðjumaður sem sópaði upp á milli varnar og miðju, tveir kantmenn tóku á overlöppunum.
En nú hefur Rodgers pússað af kerfinu ryk og tínt inn stig. Hins vegar er hann nú í sömu stöðu og þessi lið sem ég nefndi hérna áðan sem léku þetta kerfi og hættu því fljótlega. Oliver Giroud er kraftframherji af bestu gerð, hefur náð sér vel á strik og hann mun fljóta milli hafsenta á fullu. Fyrir aftan munu fljótandi sóknarmiðjumenn nýta sér þau svæði sem gefast og bakverðirnir munu overlappa á fullu. Að mínu mati erum við að fá fyrsta alvöru prófið á upplegg liðsins eins og það hefur verið nú um sinn. Ef við stöndum þetta próf af okkur þá gætum við nú bara verið að horfa á varanlega útfærslu liðsins okkar.
Hins vegar er ein breyta sem mun valda Arsenal vanda. Þeir eru í raun ekki með neinn DM-C til að bakka upp Flamini svo að fjarvera hans í þessum leik mun hafa á þá töluverð áhrif. Ég hef trú á að þeir dragi Ramsey niður á miðjuna með Arteta og Rosicky komi inn, þó vel gæti verið að ungstirnið Gnabry fengi sénsinn. Það ætti að þýða að mikið pláss skapist fyrir SAS-drengina okkar að sækja sér sóknarfæri, varnarleikur Arsenal hefur átt erfitt og ég er handviss um að þeir eru ekkert með martraðir að mæta Mertesacker og Koscielny/Vermaelen.
Út frá þessum pælingum mínum tel ég lykilatriði fyrir okkur að hafsentarnir okkar þrír og kannski sér í lagi Lucas nái tökum á flæðinu í sóknarleik Arsenal. Við munum sjá bakverði heimamannanna sækja inn í svæði vængbakkaranna og því þurfum við að vera tilbúnir í krossa þeirra og annað upplegg sem frá þeim kemur. Við munum ekki ná að draga þær tennur úr Arsenal með bara Johnson / Cissokho eina gegn tveimur og við þurfum að verjast fyrir miðju markinu.
Á sama hátt þurfum við að ná að beita skyndisóknum í þessum leik. Arsenal sækja á mörgum og því skiptir máli að skila boltanum fljótt upp á SAS og styðja þá í sínum ótrúlegu hlaupum og færslum. Mönnum verður tíðrætt um Hollywood sendingar, með jákvæðum og neikvæðum formerkjum. Í þessum leik held ég við þurfum nokkrar slíkar. Arsenal munu vera meira með boltann en við getum skaðað þá ef okkur tekst að sækja á þá hratt.
Svo hver er útkoman? Vonandi legendary leikur. Það má ekki gleyma því að Arsenal hafa nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Dortmund og Chelsea. Satt að segja þá hjálpar það þeim lítið við að byggja upp eitthvert virki á heimavelli. Það er lítil gryfjustemming á þessu stórkostlega mannvirki þeirra og í raun kom mér á óvart að sjá hvursu pirraðir margir Nallar voru með að tapa enn einn ganginn gegn Mourinho. Augljós krafa þeirra núna er að þeim finnst kominn tími á að Arsenal standist próf.
Kannski ekki síst vegna þess að næst fara þeir í tvo ansi öfluga útileiki. Gegn Dortmund og Man. United. Svo pressan verður á þeim að sækja öll stigin sem í boði verða.
Við höfum þann kostinn að hafa ekkert þurft að eyða tímanum í neitt annað í vikunni en að gera okkur klár í þennan leik. Stilla varnarleikinn betur, æfa föstu leikatriðin og uppleggið. Með innkomu Coutinho í hópinn erum við líka komin á þann stað að einfalt verður að breyta í 4-2-3-1 ef illa gengur. Sem er kostur á svo marga vegu. Enn eitt sem er betra en oft áður í stöðu okkar liðs, við eigum möguleika á bekknum.
Ég kem í lokin að því sem ég byrjaði á að tala um. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Svo glaður að liðið mitt er á þeim stað sem það er og að maður getur leyft sér að hlakka til svona leiks. Það eykst stöðugt hjá okkur sjálfstraustið, hver sigur skilar okkur framar á völlinn og ég hef heilmikla trú á að þjálfarateymið sé búið að eyða miklum tíma í videofundi og annan undirbúning. Svo ég er bara nokkuð bjartsýnn.
En á móti þá eru Arsenal efstir og kannski eilítið með bakið upp við vegg. Wenger þekkir vel inn á leikfræði og mun örugglega stilla inn á þá veikleika sem hægt er að finna í okkar útfærslu og leikmannahóp.
Þannig að ég held mig við þá spá sem ég viðhafði í podcastinu okkar, 2-2 jafntefli í rosa leik.
En um leið og ég óska okkur góðrar skemmtunar þá minni ég á þarfan fróðleiksmola frá yfirmanni mínum hér á kop.is, honum Kristjáni Atla sem spurði okkur félagana að því hvort leikur Arsenal og Liverpool yrði ekki svona leikur þar sem að það lið sem skorar fleiri mörk vinnur leikinn.
Ég var sammála honum þá að þetta væri hárréttur skilningur og er það enn og vona innilega að okkar lið skori fleiri mörk og þá ergo, vinni helv***s leikinn.
KOMA SVO!!!!!!!!!!
Þetta verður ekki “feel good” leikur, slík verður spennan. Ætli við komumst samt ekki yfir. Lengra sé ég ekki.
Sælir félagar
Þetta verður hörkuleikur sem mun bjóða upp á flest það sem gerir einn knattspyrnuleik skemmtilegan. Mörkin verða til staðar og eins og KAR sagði um daginn þá vinnur það lið sem skorar fleiri mörk. Þar með held ég mig við spá mína á leiktíðinni sem hefur ekki ræst þó nema einu sinni að mig minnir. En hvað um það mín spá er 1 – 3 og ekkert væl.
Það er nú þannig
YNWA
Ég hef alls ekki góða tilfinningu fyrir þessum leik. Okkar men hafa verið borubrattir í fjölmiðlum undanfarið eins og oft áður fyrir stórleiki og hvað hefur síðan komið í ljós, sérstaklega eftir leiki okkar við Arsenal ??? Wenger kennir okkur hvernig á að vinna stórleiki…… Í hvert einasta skipti fyrir leiki við Arsenal eru margir leikmenn yfirlýsingaglaðir og keppast um að segja að Liverpool geti unnið titilinn, í stað þess að þegja og einbeita sér að verkefninu.
Ég spái því miður tapi í þessum leik, Wenger sér um að láta sína men “tala” inná vellinum, en ekki í fjölmiðlum fyrir leik.
Arse…vinnur þennan leik 3-1…………. Því miður.
Tilhlökkun mín er óblendin. Ég tel útilokað að við lendum í óförum gegn þessu Arsenalliði sem er hvorki með Flamini né skelfinn sjálfan, Arshavin. Megi hann dvelja sem lengst og sem fjærst Englands ströndum.
Henderson hefur vaxið svo undanfarið að ég er viss um að hann endurtaki leikinn og setji snoturt mark á Nallana. Þarf hann ekki lengur liðsinni varnarmanna sem þvældust hverjir fyrir öðrum. Hann setur þungann yfir boltann og smyr honum réttu megin slárinnar. Óverjandi. Gaman verður að fylgjast með fagnaðarlátum hans og verður það ein trappan enn sem hann stígur upp. Vaxandi leikmaður sem á bara eftir að stilla “miðið” í langskotum.
Um leið og mörkin koma úr þessari “óvæntu” átt opnast enn fyrir nafna og Sturrige sem munu bróðurlega skora sitt markinu hvor.
Sem fyrr, þá þurfa varnarmenn að trufla Özil í öllum aðgerðum og … passa fjærstöngina! Þá höldum við hreinu.
0-3
Já ég tek undir með Hödda B, maður fær alltaf slæma tilfinningu þegar menn byrja að ropa eitthvað í fjölmiðlum. Rodgers þyrfti að stýra því betur og helst loka alveg á menn í fjölmiðlum fyrir svona leiki.
Að því sögðu þá held ég að SAS skoði haffsentaparið hjá Arsenal og sleiki út um að éta þá í sig. Leikurinn mun samt vinnast eða tapast á miðjunni. Það eru okkar stríðsmenn gegn þeirra og við þurfum að ná tökum þar. Ef þeir fá að valsa að vild framan við vörnina þá lendum við í vandræðum.
Að því sögðu þá hef ég gengið með jafntefli í maganum alla vikuna og verð bara ansi hreint sáttur við það. Get heilshugar tekið undir með Magga og segi því líka 2-2.
Ég held ég hafi bara séð eitt komment í vikunni frá leikmönnum um hvaða árangri liðið geti náð í deildinni, og það var frá Kolo Toure sem sagði að liðið gæti alveg blandað sér í baráttuna um meistaratitilinn.
Allajafna myndi þetta vera ávísun á tap, en ég held að ef einhver komist upp með að segja svona þá sé það Kolo Toure.
Ef að Wilshere er heill þá er hann alltaf að fara byrja þennan leik í stað Rosicky, Ekki spurning.. Er skíthræddur við þetta Arsenal lið og hvað mest samvinnu Özil, Giroud og Ramsey.. Við erum sjálfir með Coutinho, Sturridge og Suarez sem eiga vonandi eftir að koma við sögu í þessum toppleik, Er ekkert alltof bjartsýnn þar sem Arsenal hefur verið geisilega sterkt það sem af er tímabils.
2-2 Jafntefli í hörku leik og býst við að bæði lið munu ganga nokkuð sátt frá borði, Ætla taka stigið á Emirates allan daginn og myndi klárlega sætta mig við Jafntefli.
Er ósammála með að Arsenal hafi verið geisisterkt, WBA yfirspilaði þá lengstum og ef þeir bakka jafn mikið gegn okkur þá eru föst leikatriði okkar einu vandamál.
Úff hvað ég er orðinn spenntur fyrir þessum leik og ég er skítsmeykur fyrir morgundeginum.
Fyrirfram yrði ég sáttur með 1 stig úr þessum leik, við bara megum ekki tapa á morgun. Með Suarez og Sturridge í stuði þá held ég að við séum alltaf að fara að skora en spurningin er hvernig munum við ráða við Özil, Giroud og Ramsey sem eru hvað líklegastir til þess að skora á móti okkur.
Einsog ég sagði í podcastinu þá er ég drullu stressaður fyrir þessum leik, einsog vanalega þegar að Liverpool spilar við Arsenal.
En samt, svo þegar að maður horfir á byrjunarliðin þá eru ekki margir leikmenn í Arsenal liðinu, sem að ég myndi vilja sjá hjá okkur. Auðvitað horfi ég á heiminn með Liverpool gleraugum, en ef að ég mætti skipta á öllum leikmönnum Liverpool og Arsenal í þessum byrjunarliðum, þá efast ég að ég myndi gera mikið meira en að setja Özil inn fyrir Henderson.
Ég vel Toure-Skrtel-Sakho fram yfir Mertesacker og Koscielny. Ég vil Cissokho og Johnson fram yfir Sagna og Gibbs, sóknarmennina þarf ekki að ræða og ég vil frekar Lucas og Gerrard heldur en Arteta og Ramsey.
Þrátt fyrir það er ég fáránlega stressaður og vonast eiginlega í besta falli eftir jafntefli, en er drullu hræddur við tap.
Tek undir með Einari Erni. Þegar maður ber liðin saman finnst mér það koma vel út fyrir Liverpool en engu að síður er maður skíthræddur fyrir leikinn. Ætli það sé ekki fyrst og fremst af því að við treystum þessu Liverpool-liði ekki enn? Kannski erum við bara betri en Arsenal í dag, en kannski afhjúpa þeir líka hversu mikil bóla okkar lið hefur verið síðustu vikur. Maður veit ekkert.
Ég treysti mér ekki til að spá í þennan leik en hef ákveðið, í stað þess að vera hræddur og stressaður, að hlakka til að sjá hvað er í Liverpool-liðið spunnið. Ef Arsenal eru klassa betri en við er fínt að fá að vita það núna strax svo menn geti haldið áfram að vinna „minni“ liðin og gera ráðstafanir til að styrkja okkur enn frekar í janúar. Nú, ef að við erum klassa betri en Arsenal og það kemur í ljós á morgun verður það bara gaman.
Ég hlakka til. Bring them on.
Líst bara vel á þetta. Ef menn eru búnir að vera eitthvað að grobba sig þá þarf það ekkert endilega bara að vera neikvætt það þýðir einfaldlega að menn eru með sjálfstraustið í botni og komin tími til þetta er bara einbeitning hjá toure talaði bara um að hann ætlaði að sýna Wenger að hann hefði aldrei átt að selja sig.. Hvort það truflar eitthvað einbeitninguna skal ég ekki segja. ef maður horfir á liðin þá finnst mér við vera með mikið sterkari leikmenn á öllum sviðum eini sem ég myndi vilja nota úr þessu arsenal liði er özil. Lucas og Henderson verða í aðal hlutverki ef þeim tekst að stoppa miðju Arsenal þá ætti þetta að vinnast. Með Sturridge,Suarez og coutinho gegn slakri vörn Arsenal sem versnaði töluvert við bann Flammini þá ætti þetta að vera áskrift á veislu.
Ætla að vera bjartsýnn og spá 1-2 í miklum hörku og spennuleik…
Suarez með eitt og meistari Gerrard með hitt…. þeir skora svo úr víti!!!
gleði gleði…………….. 🙂
Sko… Ég var spenntur fyrir þessum leik EN eftir þessa flottu upphitun og fínu komment að þá hefur myndast mikill þvagleki hjá undirrituðum!
Ég stend fastur á 1-3 sigri okkar manna og rökin eru einföld. Við erum með eitt heitasta sóknarpar í veröldinni um þessar mundir, auk þess er BR að gera flotta hluti með hópinn okkar.
Mikið er ég sammála Einari Erni að ég myndi ekki vilja skipta út mönnum fyrir utan Özil auðvitað. Skil bara ekkert í RM að selja kauða og kaupa The Grinch gaurinn á þennan pening?!?!
Þessi leikur mun taka á taugarnar og er þegar byrjaður að gera það, fyrir nokkrum dögum síðan reyndar.
Ég dýrka þessa stöðu sem við erum í og ég er algjörlega klár á því að okkar menn hafa undirbúið sig gríðarlega vel fyrir þennan leik, rétt eins og Babú útskýrir vel.
Á toppinn með okkur á nýjan leik!!!
Arsenal er búið að fá á sig 9 mörk í deildinni á móti Liverpool 8,en samt er Arsenal vörnin slök að ykkar mati,Arsenal sóknin er búin að skora 20 mörk á móti Liverpool 17 en samt er sóknin ykkar betri,þetta verður eitthvað.
Liverpool vinnur örugglega. Arsenal er búið að eiga auðvelt prógram í deildinni og hafa tapað leikjum á móti alvöru liðum eins og Dortmund og Chelsea. Þeir munu líka tapa fyrir Liverpool. Hættum að hugsa eins og Stoke við erum Liverpool.
Prógrammið hjá Arsenal fram að þessu í deildinni.
Úrslit í leikjum Arsenal
17.8.2013 Arsenal 1:3 Aston Villa
24.8.2013 Fulham 1:3 Arsenal
1.9.2013 Arsenal 1:0 Tottenham
14.9.2013 Sunderland 1:3 Arsenal
22.9.2013 Arsenal 3:1 Stoke
28.9.2013 Swansea 1:2 Arsenal
6.10.2013 WBA 1:1 Arsenal
19.10.2013 Arsenal 4:1 Norwich
26.10.2013 Cr.Palace 0:2 Arsenal
15
Það verður að hafa í huga að Suarez var í banni fyrstu 5 deildarleikina og þó Sturridge hafi skorað í þeim flestum var hann í meiðslavandræðum alveg fram í október.
Á meðan Suarez var í banni skorðai liðið 5 mörk í 5 deildarleikjum. Eftir endurkomuna hefur liðið skorað 12 í 4 leikjum. S&S 10 af þessum 12.
En Arteta fékk beint rautt spjald í leik Arsenal Crystal palace. Þannig hann er ekki leikhæfur. (Okkur vonandi til hagnar)
Ég tek 10min trommusólo á The Cavern Club í næstu Kop.is ferð ef við vinnum þennann leik 🙂
enter link description here
Arteta tók út bannið í Deildarbikarnum á móti Chel$ki
Ég hélt að beint rautt væru 2 leikja bann, sem þýddi að hann myndi ekki spila á móti okkur.
Sem svar til númer 16,þá finnst mér þetta vera mjög svipuð prógröm hjá báðum liðum??
Aug 17 FT Liverpool 1-0 Stoke City
Aug 24 FT Aston Villa 0-1 Liverpool
Sep 1 FT Liverpool 1-0 Manchester United
Sep 16 FT Swansea City 2-2 Liverpool
Sep 21 FT Liverpool 0-1 Southampton
Sep 29 FT Sunderland 1-3 Liverpool
Oct 5 FT Liverpool 3-1 Crystal Palace
Oct 19 FT Newcastle United 2-2 Liverpool
Oct 26 FT Liverpool 4-1 West Bromwich Albion
Eg er sammála þeim sem vilja óbreitt lið frá seinasta leik. Enda ekki mikið yfir að kvarta. Stóra spurningin er hvort að Coutinho fari beint í liðið en eftir frammistöðu Henderson upp á síðkastið á hann skilið að handa sæti sínu á móti Arsenal. Liðið þarf líka á hans vinnusemi að halda. Eg vona hins vegar heilshugar að þessi litli gullmoli sjáist á vellinum sem fyrst.
http://www.youtube.com/watch?v=MinEMqzogQY
Þetta verður auðveldur 0-1 sigur !! Lucas Leiva skorar glæslegt mark með hjólhestaskalla í uppbótartíma. Svo einfalt er það!
Djöfull væri ég til í að sjá hvernig “hjólhesta-skalli” virkar 🙂
Þetta er bara leikur sem verður að vinnast. Ekki leiðinlegt að verða einir á toppnum fyrir kl:20 í kvöld. 0-1 eða 1-2 allt sjálfsmörk 🙂
YNWA
Mid dreymdi í nótt að leikurinn færi Arsenal 2-3 Liverpool 🙂
Lít á þetta sem staðfest úrslit.
hahaha þetta er svo oft mikið djók á þessari síðu að það hálfa væri nóg. Sko burt frá mörgum vitlausum kommentum þá er alveg með ólíkindum að lesa þessa lýsingu fyrir leik. nr.1 að setja útá miðverðina sem eru með besta record-ið frá áramótum. nr. að þeir hafi ekki átt sigurinn skilið á móti spurs. Hvaða djók er þetta eiginlega? spurs átti ekki skot á markið fyrr en eftir 80mín að mig minnir og voru gjörsamlega ömurlegir. Fynnst alltaf frábært þegar maður les af þessari síðu að hin og þessi lið hefðu ekki átt þetta skilið en svo er alltaf öfugt hjá ykkur
Arsenal hafa verið að spila frábæran fótbolta og eiga toppsætið skilið. Ég held samt að líkt og Liverpool, þá séu þeir ekki líklegir til að enda í toppsætinu í Maí, til þess þurfi þeir meiri breidd í hópinn.
En ég held að Arsenal liðið sé samt enn á nógu miklu flugi í deildinni til að teljast sigurstranglegri í dag og það er sannarlega enginn skömm af því að fara tómhentur af Emirates miðað við þá spilamennsku sem maður hefur séð frá strákunum hans Wengers.
En ef við náum stigi eða stigum út úr þessum leik, þá verður það eitt risastórt upphrópunarmerki um að Liverpool sé á réttri leið !
Skyldusigur á okkur í dag, Chelsea að tapa stigum og við verðum að enda einir á toppnum eftir helgina!!
Leik lokid, Chelsea-Newcastle 0-2 !!! Newcastle voru miklu betri i seinni halfleik og gátu audveldlega bætt vid fleiri morkum. To ad Chelsea seu med mjog goda breidd getur Mourinho ekki nytt ser tad tvi hann treystir alltaf a somu mennina. LFC komnir i annad sæti og verda komnir i fyrsta sæti i kvold!
Liverpool komið í annað sætið!
Og nú er bara að taka þetta toppsæti.
Verðum bara að vinna … manu og manc að vinna 3-0 …
besta mögulega stream a leikinn?
Liverpool Starting 11:
Mignolet, Flanagan, Toure, Skrtel, Sakho, Cissokho, Lucas, Gerrard, Henderson, Sturridge, Suarez..
Subs: Jones, Kelly, Agger, Allen, Moses, Sterling, Coutinho.
Ég fæ bara hnút í magann að sjá Flanagan þarna
eitthvað gott stream fyrir þennan leik?
Arsenal team to play Liverpool: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Koscielny, Gibbs, Arteta, Rosicky, Ramsey, Cazorla, Ozil, Giroud
varnarleikur Arsenal hefur átt erfitt og ég er handviss um að þeir eru ekkert með martraðir að mæta Mertesacker og Koscielny/Vermaelen……..HAHAHAHAHAHA