Hinn æðislegi Steve Bruce hefur staðfest að [Birmingham hafi hafnað tilboði Liverpool](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=405489&CPID=10&clid=41&lid=2&title=Blues+confirm+Pennant+bid>) í Jermaine Pennant uppá 3,5 milljónir punda. Talið er að liðið sé að leita að 5 milljónum punda fyrir leikmanninn:
>”We had an offer from Liverpool which we rejected and, until they meet our valuation of Jermaine Pennant, they will get the same answer. There’s only been one bid, of around £3.5million. We paid £3 million for Jermaine plus we owe Arsenal 25% of any sell-on fee.
>”We don’t want to sell him for £3.5million, that’s for sure. Now it’s a question of how far Liverpool are prepared to go in meeting our valuation. If they don’t then they will move on, I suppose.”
_____________________________________________
UPPFÆRT (hþh)
Svo virðist vera sem Pennant sé á leiðinni eftir allt fyrir rúmar sex milljónir punda! Fyrir mér eru þetta frábær tíðindi, sér í lagi í ljósi þess að þetta gerir okkur kleift að kaupa sóknarmann til viðbótar en í sömu frétt er talað um að Kuyt sé vonandi á leiðinni. Að Feyenoord hafi þegar neitað boði um Kromkamp, Dudek + peninga fyrir Kuyt en liðin munu halda áfram að ræða saman.
Jafnframt sagði Rafa í dag að hann vonaðist eftir einum til tveimur nýjum leikmönnum í vikunni. Pennant og Kuyt væri ekki slæmt og þar með eru sumarkaupin komin þetta árið 🙂
Að fara borga 5 millur fyrir þennan leikmann er hreinasta rugl….! Tökum þessar 3,5 sem við erum að bjóða í Pennant og notum þær til að fá Simao eða Alaves (notum peninginn til að auka boðið í þá)….. :confused:
Ég hélt það væri kjörið tækifæri fyrir bæði lið að láta þetta ganga upp. Skuldar Birmingham Liverpool ekki 1-2 millur fyrir Heskey ennþá? Gerir það ekki um 5 milljónir þegar það bætist ofan á boðið í Pennant, mér sýnist þetta vera mjög sanngjarnt boð þegar það er tekið inn í dæmið…
og það að duff hafi verið seldur á 5 milljónir!!!
>Tökum þessar 3,5 sem við erum að bjóða í Pennant og notum þær til að fá Simao eða Alaves (notum peninginn til að auka boðið í þá)….. 🙂
Ha???
Heldurðu að boðið í Pennant komi úr einhverjum varasjóði? Liverpool er væntanlega að nota peningana sem þeir hefðu notað í kaup á Alves til að bjóða í Pennant.
Eins og kom í ljós þá þurfa Birmingham að láta 25% af sölunni til Arsenal. Og úr því að þeir vilja græða á sölunni þá þurfa þeir að selja hann á 4 milljónir til að tapa ekki á þessu, þannig að maður gerir ráð fyrir að þeir vilji fá aðeins meira en það fyrir hann.
Síðan reyna þeir náttúrulega að blóðmjólka Liverpool úr því þeir vita að hægri kanturinn er huge problem þar.
Gleymum þessum Pennant bara og neglum Simao Sabrosa í nýju flottu LFC treyuna, hann er komin með lag á að skora gegn manure og það segir mér að hann sé Púllari í gegn 🙂
Skrítið hvað mönnum er mikið í mun að gleyma Pennant og versla Simao eða Alves.
Pennant er proven leikmaður í EPL þrátt fyrir að vera ungur að árum. Hann var einn allra besti hægri kanntmaðurinn á síðustu leiktíð, þrátt fyrir að leika með lánlausu liði Birmingham. Hann átti að mig minnir flestu krossana á tímabilinu og marg sannaði að hann er fær um að taka hvaða bakvörð sem er á og koma sér í stöðu til að senda fyrir. Hann er, sama hvað hver tautar, þessi klassíski kanntari sem leikur á bakverði, fer að hornfánanum og krossar tuðruna.
Simao er ekki hægri kanntmaður að upplagi en hann getur leikið stöðuna. Hann er ekki þessi krossari eins og Pennant heldur fer hann meira inná miðsvæðið. Honum svipar þannig meira til Kewells vinstra megin sem er einnig sterkari í því að koma inná miðjuna. Hann ógnar með góðum skotum og er hörku spilari, bara öðruvísi leikmaður en Pennant. Þar að auki er hann Portúgali sem hefur aldrei leikið í EPL og óvíst er um hvort hann sé nóg og líkamlega sterkur eða annað til að standa sig í deildinni.
Munurinn á þessum mönnum er einfaldlega ekki svo mikill að ég sé tilbúinn að “gleyma” bara Pennant og borga upphæðina sem hann ætti að kosta tvöfalda eða þrefalda til að landa þessum Portúgala.
Menn tala alltaf um Alves. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir honum, eins og öllum þessum þremenningum en hef lítið séð til hans. Reyndar aðeins úrslitaleikinn í UEFA cup, þar sem hann var frábær. Það er samt ekki nóg fyrir mig til að ég geti sagt “Gleymum” Pennant og kaupum Alves á þrefalda þá upphæð sem sá enski kostar.
Oft þarf ekki að leyta langt…
Sammála Julian Dicks. Ég held að þeir myndu allir gera góða hluti hjá Liverpool, Alves, Simao og Pennant. Og þar sem Pennant er ódýrari kostur gæti það skilið eftir smá aur fyrir Kuyt.
Strákar, gleymið þessum Kuyt hann getur ekki blautan skít. Frekar að halda Pongolle.
Einmitt það sem okkur vantar er öflugur krossari þar sem við erum með Crouchie, Gerrard, Bellamy og fleiri öfluga skallamenn og kannski Kewell ef hann passar sig á að brjóta ekki hárspennuna.
Annars líst mér illa á rekordið hjá þessum Pennant, vandamál utan vallar veit ekki á gott… :confused:
Öfluga skallamenn, segirðu…. og talningin byrjar á Ouchy…..! :confused: