Núna eftir að [Pennant er kominn](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=405848&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Liverpool+land+Pennant) þá er auðvitað sagt að við séum að [endurvekja áhuga okkar á Kuyt](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=405800&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Reds+back+in+for+Kuyt) þar sem við höfum núna efni á honum. Ég er alveg til í að fá Kuyt en er samt ekki fullviss um að hann leysi öll heimsins vandræði. MIkilvægasta var að fá hægri kant og hann er kominn… vonandi að Pennant standi sig. Hitt er annað mál að lið eins og Liverpool á að hafa nóg af gæða framherjum á sínum snærum.
Og núna er Liverpool búið að semja við Scott Carson og Paul Anderson til lengri tíma. Carson [skrifaði undir nýjan fimm ára samning](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=405693&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Reds+reward+Carson) og Anderson fjögurra ára samning. Hann gerði nóg í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins til að fá lengri samning. Anderson kom frá Hull í janúar í skiptum við John Welsh.
..og já Jermaine Pennant mun fá númerið [16 aftan á treyjuna.](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N152999060727-0835.htm)
Verð að játa að Kuyt hreif mig nú ekkert alltof mikið í HM í sumar. Það skiptir svo sem ekki máli enda spiluðu Hollendingar þannig taktík (einn senter) að hann hafði ekki úr miklu að moða. Tölfræði hans í Hollandi sýnir að hér er mikill markahrókur á ferð og gæti vissulega orðið góð búbót fyrir Liverpool, líkt Nistelrooy fyrir Man U.
Út frá spaugilegu hliðinni þá myndi þetta þýða að við værum þá endanlega komnir með ófríðustu framlínu í Englandi og jafnvel í öllum heiminum. Ekki nóg með það að þarna erum við komnir með gengi sem minnir óneitanlega á Dalton-Bræður(Jobbi, Vibbi, Kobbi og Ibbi), með Bellamy fremstan í flokki.