Rafa hefur sagt við Stephen Warnock að hann sé í [hugmyndum hans fyrir tímabilið](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=406272&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Rafa+reassures+Warnock) og að hann sé að berjast við Riise um bakvarðarstöðuna. Aurelio sé aðallega fenginn sem miðjumaður vinstramegin og Traoré megi fara frá félaginu. Sem stendur er Warnock að jafna sig eftir uppskurð eftir kviðslit og mun missa af bróðurpart undirbúningstímabilsins.
Warnock er 25 ára gamall og ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að vera fastamaður í liðinu eða farinn á önnur mið. En hann hefur undanfarin ár við fyrsta liðið en aldrei fastamaður. Annað hvort Riise eða Traoré hafa verið á undan honum. Þar sem Warnock er uppalinn hjá félaginu, með stórt hjarta og berst vel fyrir félagið þá er hann fínt back up en mun aldrei verða fyrsti kostur. Riise og Aurelio eru ávallt á undan honum.