Fowler “mentor” fyrir nýju leikmennina.

Rafa segir á official síðunni að Fowler sé einskonar lærifaðir fyrir nýju drengina, Pennant og Bellamy. Þeir sögðu báðir að Fowler hefði verið einn af þeirra uppáhaldsleikmönnum þegar þeir skrifuðu undir samning við félagið. Ennfremur er Rafa ánægður með hvernig Fowler hefur æft vel og sé mikilvægur félaginu í vetur.

“Robbie has played very good games so far. His movement and work for his team-mates have been really good. He is still trying really hard in training and working with Pako (Ayesteran). He knows there is still work to be done on his fitness, but we’re happy with him.”

Ég get hvergi séð að leikurinn gegn Kaiserslautern sé sýndur beint í dag en mikið rosalega hlakka mig til að sjá leikinn um góðgerðarskjöldin gegn Chelsea… uuuuuusssssssss

13 Comments

  1. Kaiserslautern-leikurinn er sýndur beint á breska Eurosport. Players hljóta að vera með það.

  2. Ef þið vitið um einhvern sem er með SKY þá er það rás 410. Verður gaman að sjá liðið í dag!

  3. Er einhver snillingur hér sem veit hvar hægt er að komast yfir leikinn á tölvutæku formi?

  4. ESE – Football: Friendly Match in Eschen-Mauren, Liechtenstein

    * laugardagur 29.07.2006
    * Frá: 15:30
    * Til:17:30

  5. Ég legg til að Peltier verði gerður að byrjunarliðsmanni eftir þennan leik! :laugh:

  6. Mér sýnist Peltier vera fínt back-up fyrir Finnan og Kromkamp fyrst Barragán er farinn. En ég ætla rétt að vona að Jack Hobbs sé betri en hann sýndi í þessum leik. Ég sá ekki betur en að hann hefði átt sökina á öllum þremur mörkum Kaiserslautern.

  7. Hobbs var fínn á móti Whrexham en hann vill nú örugglega gleyma þessum leik greyið.
    Annars var nú gaman að sjá til Pennant í leiknum og bind ég miklar vonir við stráksa fyrir tímabilið.

  8. Já…rétt…þetta var Hobbs sem gaf mörkin ekki Peltier. Fyrirgefðu Peltier…..my bad :biggrin2:

Warnock mun fá sín tækifæri.

Liverpool – FC Kaiserslautern 2-3