Nýtt útlit á kop.is

Vegna vesens sem við höfum átt í varðandi komment á síðunni þá ákvað ég að uppfæra útlitið á síðunni. Þetta nýja útlit á að laga ummælin og er einnig mun þægilegra að lesa á símum og spjaldtölvum..

Við munum smám saman laga þetta til á næstu dögum – það vantar nýjan banner og svo er ég eitthvað að vesenast í númerum á kommentum. Ef þið finnið eitthvað annað sem er að, látið þá vita í ummælum við þessa færslu.

31 Comments

  1. Veit að það er búið að tala um þetta en væri til í að linkar myndu opnast í sér tab, ef það er ekki of erfitt að framkvæma. 🙂
    Þegar umræðan um þetta var (man ekki hvenar) þá sagði einhver að allar síður í dag væru þannig að ef maður ýtir á link þá kemur hann í sama “tab”, en það er bara ekki þannig. Linkurinn opnast bara í sama “tab” ef linkurinn leiðir á sömu síðu, eins og facebook linkur á facebook. Ef það er t.d. linkur á facebook sem leiðir til t.d. vísir.is þá opnast það í nýjum tab.
    Ástæðan fyrir að þessi breyting væri góð er sú að eg þetta er eins og þetta er núna og maður er kanski að lesa pistil með mörgum commentum og er kominn á komment nr 100 og slysast til að ýta á link, og ætlar síðan aftur að koma aftur hingað og klára að lesa kommentin, þá þarf maður að scrolla niður og finna kommentið sem maður var kominn á.
    Samt sem áður alltaf besta síða heims 🙂

  2. Varðandi að opna link í sér tab, þá er það ósköp einfalt mál að halda inni ctrl (eða cmd á mac) og síðan ýta á linkinn til að linkurinn opnist í sér tab.

  3. Hendið þessum snippet inn í functions.js hjá ykkur og linkavesnið ætti að vera lagað:

    $(‘a’).each(function() {
    var a = new RegExp(‘/’ + window.location.host + ‘/’);
    if(!a.test(this.href)) {
    $(this).click(function(event) {
    event.preventDefault();
    event.stopPropagation();
    window.open(this.href, ‘_blank’);
    });
    }
    });

  4. Karl Ásgeir, auðvitað er það einfalt, en maður er vanur t.d. facebook þar sem maður þarf ekki að gera það. Frekar pirrandi að ýta eins og ég segi “óvart” á link og þurfa síðan að finna staðinn sem maður var kominn.

  5. Hjartanlega sammála Toure og co hér að ofan varðandi að linkar opnast í öðrum “tab”
    Ef maður er td í símanum sínum og “asnast” til að ýta á link í kommenti 87 þá er þetta bara búið hjá manni. Veit ekki hversu oft ég hef navigatað frá þessari síðu vegna þessa.

  6. Allur texti er mjög smár og samanþjappaður. Mér finnst nýja viðmótið ekki vera eins gott að það gamla með það í huga. Þar sem allir pistlar fylltu betur út og voru með stærra og læsilegra texta.

  7. Þetta var stilling sem ég þurfti að laga sjálfur í netvafranum! Lítur betur út núna!

  8. @Einar Örn.
    $(document).ready(function () {

    … sennilega einhver annar kóði

    … nýji kóðinn hér

    });

  9. Og gott að heyra Birkir. Það er nefnilega orðið svo að meira en þriðja hver heimsókn á KOP.is kemur frá símum eða spjaldtölvum.

    Ef einhver hefur áhuga, þá er skiptingin svona:

    iOS = 71%
    Android = 29%

    Af iOS þá er iPad með 41% og iPhone 30%.

  10. Mér finnst þetta útlit óaðlaðandi og var gamla útlitið mun betra og flottara. Núna lítur síðan ekki jafn fagmannlega út.

    Er þó sammála að þetta sé aðeins betra í Ipad núna, en finnst sá munur ekki skipta höfuðmáli.

  11. Prófaðu að setja þetta beint inn á milli línu 80 og 81 í functions.js. Sé að það er ekkert document.Ready þar þ.a. ég giska á að það sé einhver önnur skrá sem keyri föllin í functions.js. Gæti líka komið villa út af ‘ og ’ þ.a. þú getur breytt þeim í ‘.

  12. Sælir félagar

    Mér sýnist þetta fínt en tek undir með að betra sé að linkar opnist í nýjum flipa. Þegar svo númerin eru komin á kommentin þá er þetta flott.

    Það er ástæða til að þakka síðuhöldurum Einari og kó fyrir eljusemina við að gera þessa bestu fótboltasíðu veraldarinnar sem aðgengilegasta fyrir notendur, hvar í flokki sem þeir standa. Ég vil hér með þakka fyrir mína hönd og minnar fjölskyldu sem er ekki svo lítil get ég sagt ykkur.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  13. Þetta er allt annað líf á iPhone. Miklu betra. Spenntur að sjá endanlega útkomu.

    Mætti númera comment, sérstaklega eftir tapleiki þegar þau fara í yfir hundrað.

    Áfram kop.is

  14. Mín skoðun á nýja lookinu er frekar neikvæð, að mínu mati versta útlit síðunar síðan að ég man eftir. Það finnst mér eiga við bæði á tölvunni, og í símanum. Sama hvað, held ég auðvitað áfram að lesa síðuna, en vona nú samt að þið breytið þessu aftur fljótlega eða lagið þetta allavegana eitthvað.

    Skil vel fólks hugmynd um að láta links opnast í öðrum glugga, en mæli nú heldur með að fólk venji sig á að gera ctrl/cmd + click, samt halda puttanum yfir linkum og velja open in new window. Flest allar síður fyrir utan facebook hafa það ekki innbyggt að link opnist í öðrum tabi, þannig að maður getur alveg eins vanist því að gera það sjálfur.

  15. já útlit… jájá…. einhvern veginn er það innihaldið sem skiptir mig mestu máli en ekki einhverjar krúsídúllur í kring…. þessi útgáfa er snilld í símaræksninu sem ég finn nú flest til foráttu… en ekki þegar ég les koppið þá virkar hann einsog hann á að gera….

    en væri samt fínt að hafa sömu liti og voru í gamla setupinu… en svo framalega að textarnir hafa sama vægi og þeir hafa gert þá er mér skítsama hvernig þeir líta út…. mega vera bleikir mín vegna……

    YNWA!!

  16. Sammála Dodda með innihaldið…það vita flest allir hvað þessi snilldarsíða hefur uppá að bjóða svo það þarf lítið að lokka menn hingað með einhverjum skreytingum.
    Kop.is er ekki kona…flott útá við með lítið innhald.

    • Næsta Podcast kemur eftir viku. Við ætluðum að taka upp þátt í dag en urðum að fresta. Menn eru bara of uppteknir. Því miður.

  17. Ekki sammála með að þetta sé betra fyrir iphone, það vantar að sjá nýjustu comment hægra megin á síðunni, það er lykilatriði, þannig er auðvelt og aðgengilegt að sjà nýjustu comment.

  18. Þetta er allt annað líf fyrir iOS, tek undir það. Mér finnst samt vanta að hægt sé að hoppa beint í komment með link fyrir neðan titilinn, eins og var, í staðinn fyrir að þurfa að skrolla alla greinina niður.

  19. Það er ekki rétt, nýjustu kommentin er til hægri þegar þú opnar kop 🙂

  20. @Junior – það er ekki á iphone – svo vantar lika að sjá númer á commentum…..,

    Þetta eru allavega mínar hugmyndir að betri síðu :).

  21. Okei, ég er búinn að laga eitthvað af dóti.

    * Núna opnast linkar í nýjum glugga (þökk sé Villa).
    * Fjöldi ummæla sést efst í hverri færslu.
    * Nýjustu ummæli eru núna líkari því sem þau voru.
    * Ég minnkaði aðeins aðalgluggann svo það er meira af rauðu og minna af hvítu.

    Ég fæ samt ekki þessi númer á kommentum til að virka. Ef einhver klár WordPress snillingur vill hjálpa mér, þá væri það vel þegið.

Opinn þráður – Henderson og 2013/14 vs 2012/13

Opinn þráður – end of interlull