Á leiðinni heim frá Players í kvöld íhugaði ég allavega tíu mismunandi leiðir sem ég gæti tekið leikskýrslu þessa leiks og snúið honum upp í grín, gaman, glens og léttleika. Á endanum datt ég þó niður á einu réttu viðbrögðin, en þau eru svo hljóðandi:
Þetta var svekkjandi. En þetta var æfingaleikur. Margir leikmenn léku. Allir léku illa. Ekkert markvert gerðist. Utan fimm aulamistaka sem gáfu mörk. Leikmenn fengu leikæfingu, og nú lýkur gamninu og alvaran tekur við. Fimm dagar í Maccabi Haifa á Anfield, og ég vona að þeir hafi verið að horfa í kvöld. Það er okkur í hag, ef þeir voru að horfa, því þá gætu þeir álpast til að halda að þeir eigi séns í Liverpool FC. Þeir gætu, ef við erum heppnir, haldið að Liverpool-liðið á undirbúningstímabilinu á útivelli gegn Mainz, sé það sama og Liverpool-liðið á Evrópukvöldi á Anfield.
Ég hef aldrei á ævi minni séð Liverpool tapa 5-0 áður. Aldrei. Og það hversu mjög mér er slétt sama um úrslitin segir allt sem segja þarf um það hversu litlu máli þau skiptu. Rafa mun lesa yfir hausamótum, menn munu sofa illa, allt verður vitlaust á Anfield eftir fimm daga.
Ég vona að Maccabi Haifa-menn hafi verið að horfa.
Maður leiksins: **Ég** … fyrir ótrúlega bjartsýni og gríðargóðan húmor þegar Mainz-menn skoruðu fimmta markið. 😉
Það sýnir nú áhuga minn á æfingaleikjunum að ég var búinn að gleyma þessum leik! Takk samt fyrir að minna mig á hann…… :rolleyes:
Sama hér, ég mundi ekkert eftir þessum leik.
Þessi úrslit eru náttúrulega skandall. En ef við vinnum Haifa á miðvikudag og byrjum tímabilið með krafti þá skiptir þetta auðvitað engu máli!
Verð að viðurkenna að ég sá ekki leikinn en 5-0 tap á móti Mainz í æfingaleik hélt ég fyrst að væri grín!! Sérstaklega eftir að ég sá leikmannahóp okkar: Teams
Liverpool: Carson, Traore, Hyypia (captain), Carragher, Kromkamp, Zenden, Gerrard, Alonso, Pennant, Crouch, Bellamy. Subs – Dudek, Peltier, Hobbs, Paletta, Riise, Anderson, Diao, Sissoko, Garcia
Kannski ekki of mikið mark takandi á en samt ekki mjög upplífgandi…
Hvaða leik eru allir að tala um?
Ég man að ég var á Players að spjalla við Kristján, en ég man ekki eftir neinum leik. Var Liverpool að spila?
Það er aldrei gott að tapa leik hvað þá ÞREMUR leikjum í röð, breytir engu þó um æfingarleiki séu að ræða.
5-0 fyrir miðlungs þýsku liði eru mjög slæm úrslit, sér í lagi þegar tekið er mið af liðinu sem byrjaði leikinn :
(sókn)Crouch – Bellamy, (miðja)Zenden – Gerrard – Alonso – Pennant, (vörn)Traore – Carragher – Hyypia – Kromkamp, (mark)Carson.
Með þessa menn spilandi heilan hálfleik þá er eðlilegt að gera kröfu um mark/mörk. Engu að síður voru Mainz líklegri til að skora fyrstu 45 mín.
Síðan komu 8 skiptingar í síðari hálfleik hjá LFC á móti 6 skiptingum hjá Mainz:
46 mins : Gabriel Paletta for Sami Hyypia:
46 mins : Paul Anderson for Jermaine Pennant:
60 mins : John Arne Riise for Boudewijn Zenden:
60 mins : Salif Diao for Xabi Alonso:
60 mins : Momo Sissoko for Craig Bellamy:
60 mins : Lee Peltier for Jan Kromkamp:
72 mins : Luis Garcia for Steven Gerrard:
81 mins : Jack Hobbs for Jamie Carragher:
Þrátt fyrir þessar átta skiptingar þá á liðið ekki að fá á sig 5 mörk. Þrjú fyrstu mörkin komu eftir varnarmistök og lélega dekkningu (samkæmt lýsingu), veit ekki með síðustu tvö. Þetta þýðir að í síðustu þremur leikjum eru LFC búnir að fá á sig 5 eða 6 mörk vegna varnarmistaka. Þetta er auðvitað mikið áhyggju efni svo vægt sé tekið til orða.
Ekki síðra áhyggju efni er að nú hefur liðið spilað tvo leiki í röð án þess að skora mark, breytir engu hvort menn séu hvíldir eða ekki. Hafa menn ekki verið að hrósa því hversu góða breidd við erum komnir með, er þá ekki eðlilegt að gera kröfu um betri úrslit þó að lykilmenn séu hvíldir. Crouch spilaði allan leikinn í kvöld samt tókst liðinu ekki að skora (smá kaldhæðni fyrir Crouch aðdáendur)
Þó að um æfingarleiki sé að ræða þá hringja ákveðnar viðvörunarbjöllur þessa dagana, það er bara vika í fyrsta alvöruleikinn og síðan hefst deildinn.
Koma nú Liverpool upp á tærnar með ykkur, annars mun þetta tímabil byrja ílla.
úff já þetta hefur ekki gengið nógu vel hjá okkur í æfingaleikjunum… en vonandi erum okkar menn klárir í fyrsta alvöruleikinn á miðvikudaginn kemur.
Ég sá ekki leikinn í gær en var Helgi Kolviðsson með 🙂
Skandall! Er engin alvara á bakvið þessa æfingaleiki hjá Liverpool? Nenni ekki að rökræða núna hversu miklu máli æfingaleikir skipta en þetta er bara ekki sæmandi stórklúbbi eins og Liverpool með menn á svakalegum launum. Er ekki metnaður til að vinna alla leiki? Hvað er eiginlega sagt fyrir leikinn – strákar, þetta er bara ómerkilegur æfingaleikur sem við fáum engin stig fyrir þannig að þar er í besta lagi að við látum andstæðingana taka okkur í skrafþurrt rassgatið! Finnst skrítið hve margir reyna alltaf að réttlæta slaka frammistöðu hjá liðinu – það er bara eins gott að þeir komi rétt stemmdir til leiks í fyrstu leikjunum.
Feyenoord have given striker Dirk Kuyt permission to travel to Merseyside to check out Anfield and the Melwood facilities.
There’s no advertising in the KopTalk Gold Club!
Liverpool hope to agree a transfer fee for the player within the next few days.
Usually a fee is agreed before a player is given permission to speak directly to an interested club so judging by Feyenoord’s decision it sounds like a deal may not me a million miles away in their eyes.
Heimildir og slóð Sævar sig?
http://www.koptalk.com/detail_subtitle_listing.php?link_id=3788
Koptalk! Hver ætlar að taka Koptalk pistilinn :confused:
Mér sýnist að þessar skiptingar í hálfleik séu aðalatriðið í þessum úrslitum, inná koma nýjir og ósamanslípaðir menn fyrir reynslubolta.
Það er þó furðulegt að reynsluboltarnir skuli ekki hafa gert betur í fyrri hálfleik en 0-0 !
En hvað í andsk…… er Salif Diao enn að gera í hópnum ?
Annars sé ég ekki ástæðu til að panikka, látum Ísraelana finna fyrir því á Anfield og tökum svo Samfélagsskjöldinn !
Sævar Sig – pistilinn sem Gummi H minnist á er að finna hér. Ég mæli með því að þú og allir aðrir lesi hann áður en þið linkið aftur á KopTalk, og vona að menn skilji svo í kjölfar lestursins af hverju við nefnum þá síðu helst ekki á nafn hér.
Fyrir áhugasama er svo hægt að benda á frábæra síðu sem vinnur að því að afhjúpa svindlarana hjá þessari síðu: KopTalk Insider.
Já þeir sem eru að afhjúpa Koptalk eru á þessari síðu:
http://koptalk-insider.com/
Geðveikt mikill texti, ætli sé ekki best að lesa Read Me til að fá helstu atriðin á hreint.
Öll mörkin sem við fengum á okkur voru í seinni hálfleik svo byrjunarliðið skiptir nú varla máli.