Chelsea eru ekki hættir að kaupa inn leikmenn fyrir tímabilið. Í dag byrjaði svo athyglisvert slúður á netinu. Chelsea er nefnilega sagt undirbúa tilboð í Liverpool leikmann.
Hvaða leikmann öskra einhverjir? Xabi? Stevie? Carra? Kewell?
Nei….
Þeir eru orðaðir við norska stálið John Arne Riise. Þetta er allavegana með skrýtnari slúðursögum, sem ég hef heyrt.
En það væri athyglisvert að sjá hvað myndi gerast ef að Chelsea myndu bjóða í hann. Kannski sér Rafa Aurelio sem mann númer 1 og er tilbúinn til að selja hann á svona 10 Chelsea milljónir (ef að Arsenal metur Ashley Cole á 25 milljónir, þá hlýtur Riise að kosta allavegna 10). 🙂
En þetta er ábyggilega bull. Slúður með stórum staf.
Mér finnst hreinlega ótrúlegt hvað sumir Liverpool-aðdáendur hafa lítið álit á Riise. Hann er einn af lykilmönnum liðsins okkar og hefur verið það meira og minna síðan hann kom. Hann er fjölhæfur, getur spilað bæði kant og bakvörð, skorar mörk og verst vel og gerir hreinlega flest mjög vel. Svo er hann frábær skotmaður.
Ég hef sagt það lengi og ég mun halda áfram að segja það: Riise er Liverpool-maður inn að beini og hann mun klára ferilinn í rauðu treyjunni. Trúið mér!
Aurelio/Warnock/Kewell/Gonzalez/Zenden munu spila leiki í vinstri stöðunum tveimur, en það verður einfaldlega alltaf pláss fyrir Riise. Stundum sem bakvörður, stundum sem kantmaður, stundum sem miðjumaður og þegar hann eldist og missir þolið mun hann færa sig inn í miðja vörnina hjá okkur. Þetta eru bara staðreyndir, það verður alltaf pláss fyrir John Arne Riise í liði Liverpool!
Og p.s., það er ekkert skrýtið við að Chelsea séu orðaðir við Riise. Þeir væru stálheppnir að hafa jafn góðan leikmann og hann innan sinna raða! Sem betur fer er blóðið í honum samt rautt … 🙂
Ég er klárlega sammála þér. En lengi hefur maður vanið sig á að aðdáendur annarra liða halda allir að Riise sé ferlega slappur – sem fer nett í taugarnar á mér.
Því kom það manni svo á óvart að sjá hann orðaðan við Chelsea. Þetta væri svona álíka og ef að Crouch væri orðaður við þá. Ekki að hann sé ekki frábær leikmaður, en einhvern veginn ætti maður ekki von á að Chelsea myndi vera orðaðir við svona leikmenn. Veit ekki hvað það er 🙂
Ef rússinn veifaði 15-20m framan í Rafa yrði Rafa ekki lengi að finna vinstri bakvörð og koma út úr viðskiptunum með góðum hagnaði. Við þurfum jú pening til að reisa þennan blessaða draugakastala sem í bígerð er!
20 milljónir og Gallas fyrir Riise og málið er dautt! Ekki krónu minna.
er ekki blóðið í flestum rautt ?
-Ja, í sumum ku það vera blátt. :tongue:
Jú Andri, í flestum, enda eru Púllarar í yfirgnæfandi meirihluta á jörðinni. :tongue:
Hann Riise fer ekki fet. 😡 Týpist hjá Cheal$ki að fara reyna eitthvað svona. :rolleyes:
En ef ég má spyrja að allt öðru(get ekki loggað mig inn á Liverpool.is.. eitthvað vesen í gangi hjá þeim). Er það ekki í september sem að enski boltinn á að nást á afruglara DÍ?
Ég held að það sé ólíklegt að hann missi þolið vegna aldurs, en hann gæti misst snerpuna. Riise er mjög góður leikmaður að mínu mati, en pínulítið einfættur. Gæti nýst Chelsea vel, ef þeir fá ekki Ashley Cole.
Ég held að það sé ólíklegt að hann missi þolið vegna aldurs, en hann gæti misst snerpuna. Riise er mjög góður leikmaður að mínu mati, en pínulítið einfættur. Gæti nýst Chelsea vel, ef þeir fá ekki Ashley Cole.
Ari – mig minnir að það sé 19. september, frekar en 15.
Hinrik, og aðrir – Riise er ekkert að fara fet. Hann spilaði í Meistaradeildinni á miðvikudag og myndi því nýtast öðrum liðum lítið í vetur, þar sem hann er ólöglegur í Evrópu, auk þess sem það er leitun að útlendingi í ensku Úrvalsdeildinni sem er jafn hliðhollur sínu liði og Riise er hjá Liverpool. Bætið þar við því að Liverpool munu helst aldrei selja einn af sínum aðalmönnum til Chelsea, auk þeirrar staðreyndar að Chelsea eiga að spila við okkur á sunnudaginn, og þá sjá menn augljóslega að þetta er bull.
Chelsea-menn hafa lekið þessum fréttum í tvennum tilgangi, til að setja pressu á Arsenal-menn um að selja Ashley Cole og til að gera Riise og Liverpool-menn órólega fyrir sunnudaginn.
Sem betur fer virkar það ekki.
Fyrir rétt verð má Riise fara mín vegna. Hann er miðlungsleikmaður. Hann er hægur, ekki sérstakur varnarmaður og krossar ekki vel fyrir markið. Helsti galli hans er þó hversu mistækur hann er milli leikja.
Kannski er hann Liverpool maður út í gegn en það skiptir einfaldlega engu máli þegar viðskipti eiga sér stað, hef ekki nokkra trú á öðru en að Liverpool lifi ekki af brotthvarf John Arne Riise.
Skal þó alveg viðurkenna að hann er með frábæran skotfót og hefur skorað mörg glæsimörk en samt sem áður tel ég hann veikasta hlekkinn í vörninnni.
Það er nú betra að menn séu mistækir á milli leikja heldur en að menn séu mistækir í leikjunum 🙂
Þó að Chelsea gæti ekki notað hann í Meistaradeildinni, þá væri gott að hafa Riise í Úrvalsdeildinni og bikarnum. Stóru liðin vita það að nauðsynlegt er að hafa góða breidd í hópnum yfir langt tímabil. Vil taka það fram að ég er ekki Chelsea-maður til þess að forðast allan misskilning. Held með stórliðinu Norwich í fyrstu deildinni.
Ótrúleg tilviljun að þetta slúður komi svona nokkrum dögum fyrir leikinn um Samfélagasskjöldinn! 😯 🙂
En Kristján, ég hef hvorki trú á því að Riise verði einhvern tíma miðjumaður né miðvörður. Ég held að þar komist menn ekkert upp með það að hafa bara einn fót til að standa í og annan til að sparka með. Við vitum öll að það er bara ekki hægt að vera mikið einfættari en Riise! 😉
Þó að hann sé góður leikmaður vona ég að Aurelio verði enn betri og eigni sér vinstri bakvarðarstöðuna. Þá vona ég að Kewell og Gonzalez verði að slást um vinstri kantinn. En við þurfum að sjálfsögðu á Riise að halda til að skiptast á við Aurelio og veita honum harða samkeppni.
Svo lengi sem það er Norðmaður á vinstri kanntinum þá styð ég Liverpool (þannig hefur það alltaf verið síðan ég man eftir mér :blush: ). Norðmenn til vinstri eiga líka samleið með titlaleysi Liverpool, tilviljun?
þetta er bara slúður, Chelsea er ekki að fara kaup’ann