Þá er komið að fyrsta útileiknum í þessari útivallar trilogy. Liverpool heimsækir Tottenham á White Hart Lane kl. 16:00 á sunnudaginn og vonast til þess að ná í sinn fyrsta sigur á þessum velli síðan í maí 2008. Fun fact dagsins er sú að í þeim leik skoraði Voronin fyrsta mark leiksins, legend! Já eða ekki.
Það eru alltaf nokkrir útivellir sem mig kvíður fyrir þegar leikjaprógramið kemur á hverju tímabili. Einn af þeim er klárlega White Hart Lane. Ef maður skoðar árangurinn á þar síðustu árum þá líta Emirates, Stamford Bridge og Etihad út eins og heimavellir í þeim samanburði hvað stigasöfnun varðar. En síðustu 6 heimsóknir þangað hafa allar endað í tapi, markatalan 16-6.
En nú er góður tími til þess að mæta þeim!
Er það? Þessi mýta um slakt gengi Tottenham er frekar furðuleg. Líklega er umræðan tilkomin vegna markaþurðar frekar en eitthvað annað. Þeir hafa jú verið að ná inn stigum þar sem þeir hafa ekki verið sannfærandi (vítaspyrnur og 1-0 sigrar) en á móti kemur að þeir hafa einnig verið að tapa stigum þegar þeir hafa verið mun sterkari. T.a.m. gegn Newcastle og Man Utd.
Þeir eru ekki verr staddir en það að sigur gegn Liverpool, á sunnudaginn, myndi lyfta þeim í 30 stig, jafnir okkar mönnum. Þetta sýnir bara hvað þessi deild er jöfn og hvað tveir sigrar í röð geta gert mikið. Því munu næstu fjórir leikir segja mikið til um framhald tímabilsins hjá okkar mönnum. Sex stig af tólf væru að mínu mati ásættanlegt og myndi halda okkur í eða mjög nálægt fjórða sætinu.
Tottenham
Tottenham liðið var alltaf að fara vera svolítið spurningarmerki fyrir þessa leiktíð. Þeir hafa vissulega keypt fullt fullt af leikmönnum, en eru engu síður ekki nema í einhverjum 5 milljónum punda í nettó eyðslu, þökk sé Bale sölunni.
Inn hafa komið leikmenn eins og Lamela (26,5mp), Eriksen (12 mp), Chiriches (8mp), Capoue (9,7 mp), Chadli (7 mp), Soldado (26,4 mp) og Paulinho (17,3 mp). Það mætti alveg færa rök fyrir því að aðeins ein af þessum kaupum hafa gengið upp hingað til, það er Paulinho. Ég tel því þetta Tottenham lið eiga helling inni.
Þeir hafa verið að hala inn fleiri stigum á útivelli en heima, eins og sést hér á töflunni. Enda hefur andrúmsloftið þar verið frekar súrt, eins og AVB gagnrýndi fyrr á leiktíðinni.
En nóg um það, hvað varðar helgina þá eru þeir í smá vandræðum með vörnina. Vertonghen og Kaboul eru frá vegna meiðsla og Chiriches er tæpur. En á móti kemur þá á Rose að vera orðinn leikfær og mun þá væntanlega koma inn í vinstri bakvörðinn í stað Naughton. Ég á þó von á því að Chiriches verði spaslað saman og hann spili við hlið Dawson í miðri vörninni, ef ekki þá verður það Capoue eins og í sigrinum gegn Sunderland.
Adebayor er einnig frá vegna meiðsla, hann hefur nú oft reynst okkur erfiður, en hans fjarvera kemur væntanlega ekki að sök þar sem að hann hefur lengi vel verið þriðji kostur á eftir þeim Soldado og Defoe.
Það er frekar erfitt að spá fyrir um liðið hjá þeim, slík er breiddinn. AVB gerir þetta heldur ekkert auðveldara með sífelldum róteringum. Defoe hefur t.a.m. byrjað síðustu tvo leiki á kostnað Soldado. Sandro og Gylfi hafa verið inn og út og svo mætti áfram telja. Ég ætla samt að spá þessu liði hjá þeim:
Walker – Chiriches – Dawson – Naughton
Paulinho – Dembele – Sandro
Lennon – Soldado – Gylfi
Ég held að hann verði með kraftmikla miðju í þeim þremur, Dembele, Sandro og Paulinho. Sem eru talsvert sterkari, líkamlega, en okkar þrír (Hendo, Lucas og Allen). Gylfi kemur inn í stað Chadli og Soldado kemur í stað Defoe eftir þrennu sína í vikunni gegn Anzhi.
Soldado…. ég veit ekki með hann. Ég var alveg á því fyrir tímabilið að þetta væru frábær kaup hjá þeim. En eftir að hafa séð þó nokkra Tottenham leiki það sem af er tímabili þá er hann lítið að heilla mig (sem þýðir þá að hann setur tvö á sunnudaginn, ekki satt?). Carra og Gary tóku hann af lífi í MNF þegar þeir voru að fara yfir hlaupin hjá honum. Vildu meina að hann væri alls ekki þessi striker sem á að leiða línuna, þ.e. einn upp á toppi.
Til að jinxa þetta endanlega þá varð ég bara að láta fylgja hér með mynd af “hot-zone” hjá Soldado gegn City. Hann var sem sagt mest á miðjunni…. enda tók hann sjö stykki (sorry Tottenham menn, gat ekki sleppt þessari mynd).
Liverpool
Þá að okkar mönnum. Það er frekar erfitt fyrir okkur að missa Enrique, Gerrard og Sturridge á sama tíma, breiddin er nú ekki mikil fyrir. En að það gerist fyrir okkar einu törn þetta tímabilið er náttúrulega hrikalegt. Þetta eru nánast þeir leikmenn sem við síst máttum við að missa. En vegna þessara meiðsla velur liðið sig nánast sjálft.
Ég sé bara ekki annað í stöðunni en að Sakho haldi sæti sínu (plís ekki fara að rótera enn meira með þessa blessuðu miðverði). Cissokho nánast tryggði áframhaldandi fjarveru sína úr liðinu í leik með U21 í vikunni og það er enginn þarna sem kemst með tærnar þar sem Glen hefur hælana.
Gerrard er auðvitað frá og því erum við nánast bara með þrjá leikfæra hreinræktaða miðjumenn. Allen, Lucas og Henderson.
Frammi er Suarez og Coutinho ávalt að fara byrja þennan leik, það er bara spurning með þetta síðasta pláss. Sterling átti sinn besta leik í langan tíma gegn West Ham og á alveg skilið að halda sætinu sínu. Jafnvel þó hann hefði spilað illa þá væru ekki beint margir kostir í stöðunni, Aspas nýkominn til baka úr meiðslum og Moses, sem hefur nákvæmlega engu skilað til liðsins eftir markið gegn Swansea.
Ég held því að liðið verði e-h veginn svona:
Spá og pælingar
Ég er skíthræddur fyrir þennan leik. Skíthræddur. Ég sé okkur verða undir á miðjunni gegn þremur öflugum og duglegum miðjumönnum í þeim Dembele, Paulinho og Sandro. Og þegar það gerist þá virðumst við oft lenda í bölvuðu ströggli að skapa eitthvað fram á við, sérstaklega þegar við höfum ekki hraða Sturridge. Suarez þarf þá að koma til baka til að sæka boltann og við lendum í svipuðum aðstæðum og gegn Hull (nákvæmlega, helvítis Hull City/Tigers), það er enginn í boxinu. Vantar Jonjo til að segja einhverjum að drulla sér þangað.
Á móti kemur þá er ég alveg spenntur að sjá þá þrjá saman, Allen, Lucas og Henderson. Það er góð yfirferð á þeim öllum saman (oftast nær), þeir eru flottir í pressu og geta alveg skákað þessari miðju Tottenham manna á góðum degi. Það sem ég er farinn að kalla eftir er að Coutinho fari að stíga upp í þessum stóru leikjum. Eins flottur og spennandi leikmaður og hann nú er þá vill hann stundum týnast í þessum leikjum.
Ef við ætlum að ná einhverju úr þessum leik þá verða nánast allir að eiga góðan leik. Við megum ekki leyfa þeim að ná fyrsta markinu og koma upp stemmningu á pöllunum. Það væri rosalega sætt að sjá svona eins og einn klobba og mark frá Luis Suarez á fyrsta korterinu. Áhorfendur svo púa á Tottenham menn þegar það er flautað til hálfleiks.
Það er kannski ekki vinsælt, en ég tel að stig úr leiknum á sunnudaginn séu ágætis úrslit fyrir okkar menn. Ég vil auðvitað þrjú, það væri hrikalega sterkt að geta náð þremur stigum m.t.t. þeirra leikja sem við erum að fara í um jólin. Ég sé það samt ekki alveg gerast. Ég spái 0-2 tapi með mörkum frá Soldado og Dawson.
Þið tveir, troðið þessu svartsýnisrugli ofan í kokið á mér aftur. Ég skal glaður éta sokk á sunnudaginn!
Koma svo!!
YNWA
Hef fulla trú á okkar mönnum. Sú hætt sem stafar af Suarez mun opna mikið pláss fyrir Coutinho og Allen, það er svo þeirra að nýta sér það og spila sig í gegnum vörnina. Lucas og Henderson verða svo bara eiga mjög góðan leik til að létta álagið á vörninni.
Er búin að hafa fína tilfinningu fyrir þessum leik og spái að við tökum og höldum hreinu.
0-2 og ekkert hel…is kjaftæði.
Hvað segiði um slúðrið sem segir að Rodgers muni byrja leikinn svona?
[img]https://fbcdn-sphotos-c-a.akamaihd.net/hphotos-ak-prn2/1503889_591354047598172_606755981_n.png[/img]
Persónulega myndi ég vilja reyna að halda striki með 4-5-1 en það er samt eitthvað að segja mér að þetta 5-4-1 myndi gera það gott á móti Tottenham sem hafa átt erfitt með að setja mörk í vetur!
0-1, Allen með markið. Staðfest!!!
Ég veit ekki alveg með leikkerfið hjá#3 Bjöddn.
Annars vegar þá væri flott að fá Aggerinn þarna inn og þétta vörnina betur en hins vegar virðist þetta leikkerfi ekki hafa skilað árangri hingað til eins og til er ætlast.
Ég held að Rodgers eigi að halda sig við 4 manna vörn en spurning hvort að Agger kæmi ekki bara inn í vinstri bakvörðinn og Flanagan kæmi þá hægra meginn og þá væri hægt að nýta Johnson á hægri kantinn í staðinn því hann er svo öflugur sóknarlega og gæti skilað sér vel til baka og veitt Flanagan þá aðstoð sem þarf.
Suarez
Coutinho Johnson
Allen Hendo
Lucas
Agger Sakho Skrtel Flanagan
Mignolet
Ég myndi miklu frekar vilja sjá Flanagan þarna í bakverðinum og Johnson framar heldur en að nota Sterling í þessum leik.
En annars er ég skítsmeykur við þennan leik og held að við eigum eftir að fara illa frá þessu og yrði svona fyrirfram sáttur með 1 stig á sunnudaginn.
Sælir félagar
Eyþór fer langleiðina með að draga mann niður í endalausa bölsýni í þessari upphitun. En hvað um það maður hefur allan laugardaginn til að ná sér upp úr því feni og berja í sig bjartsýni og dug. Í framhaldi af því spái ég (og haldið ykkur nú fast) 1 – 3 og loksins mun Hendo kallinn setjann og Suarez með eitt og svo sjálfsmark hjá Dawson.
Það er nú þannig
YNWA
Hey, hafið þið heyrt fréttirnar? Suarez hefur skorað jafnmörg mörk og allt Tottenham-liðið, nema í færri deildarleikjum.
Hey, hafið þið heyrt fréttirnar? Spurs geta ekki rassgat án Gareth Bale.
Hey, hafið þið heyrt fréttirnar? Villas-Boas stendur höllum fæti og gæti fokið við næstu slæmu úrslit. Jahá, það er sko allt í niðurníðslu hjá Gylfa & Co. í Lundúnum. LOL!
Nema … að þeir voru að klára riðilinn sinn í Evrópudeildinni með fullt hús stiga. Og þeir eru bara þremur stigum á eftir okkur í deildinni. Og eins og Eyþór rifjar óþægilega vel upp eru þeir með frábært gengi gegn okkur í deildinni síðan 2008. Spurs hafa reyndar verið okkur svo erfiðir að við þurftum stálheppnisránumhábjartandag til að vinna fyrsta leikinn gegn þeim í mörg ár síðastliðið vor. Á Anfield.
Ég er bara mígandi hræddur við þennan leik. Eyþór hitar feykivel upp og ég tek undir allt sem hann segir. Það er ömurlegt að fara inn í þennan leik án Sturridge, Stevie G og góðs vinstri bakvarðar og mér er skítsama þótt þá vanti 2-3 kanónur líka, það eru hvort eð er menn eins og Pavlyuchenko, Bassong og Assou-Ekotto sem hafa verið að slátra okkur fyrir þá undanfarin ár. Ætli Lamela velji ekki daginn á morgun til að minna á af hverju hann kostaði svona mikinn pening?
Ég spái okkur tapi eins og Eyþór. Vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér en ég bara get ómögulega verið bjartsýnn fyrir fram á þennan leik. Yrði sáttur með jafnteflið og mun fagna eins og óður ef þetta vinnst. En ég býst við tapi. Þeir eru bara með númerið okkar síðustu árin.
En hey, við erum alltaf með Luis Suarez. Miði er möguleiki og á meðan hann spilar getum við unnið hvaða lið sem er. Nema Spurs. Helvítis Spurs.
Þetta verður að öllum líkindum hrikalega erfiður leikur. Ég lít á stig, hvað þá þrjú, sem hreinræktaðan bónus. Það þarf verulega mikið til að við sígum ekki svolítið niður töfluna fram að áramótum. Til allrar hamingju er EPL samt 38 umferðir! Það má alveg tapa úti á móti bestu liðunum ef markmiðið er topp 4. Leikir eins og á móti Hull mega hins vegar ekki verða margir!
Við þurfum að skora fyrsta markið, þá verður þetta galopinn og hressilegur leikur.
Hvaða, hvaða! A meðan Brendan stillir upp liðinu sem Bjoddn postar þá eiga Spurs ekki breik i okkar menn. Ef liðið veikist enn Meira eða ef hann fer að spila Sterling/Alberto gæti þetta orðið erfitt. Eg hef trú a að Couthino skori 2 og að við vinnum 1-3 Suarez eða Agger með hitt.
Koma svo!
Topp upphitun!
Tottenham hefur aldrei unnið Liverpool með Suarez sem fyrirliða, Rodgers ræddar því, 0-1 sigur, Suarez (C) með markið.
Skrái mig hér með í bölsýnishópinn 🙂
Vona að BR liggi með liðið aftarlega og það verjist eins og vitstola menn og treysti á að Suarez töfri fram sigurmark. Coutinho í frjálsri rullu fyrir aftan hann. Aðrir stilli sóknarlegri ævintýraþrá í hóf.
Væri vandað að fá einn taktískan 0-1 sigur svona til tilbreytingar.
Líst vel á þessa uppstillingu hjá Bjöddn.
Held að það sé ekki hægt að stilla þremur mönnum sem eru 1.70 cm á bak við Suarez, 10, 24, 31. Þeir munu bara horfa á turna Tottenham. Sterling byrjar á bekknum.
Það er rosaleg stemming á vellinum. Þröngur og brattur. Einu sinni fórum við Liverpoolarar á völlinn, alltaf var þéttingsfast slegið á stóra trommu.
Flott upphitun.
Ég er svartsýnn fyrir þennan leik. Ég er búin að tala ljótt um Soldado alt tímabil, og núna kemur það aftur og bítur mig í rassin.
Hann vinnur þennan leik sjálvur, og setur 2 fyrir Gyðinga.
En Suarez verður alt í einu eini Liverpool leikmaður á velli eins og alltaf þegar við töpum. Hann setur eitt consolation í 90 mínutu.
Frammistaða liðsins verður hörmung, og frá fyrstu mínútu til leikloks eru allir nema Suarez að bíða eftir rútu heim. Ég er bara löngu komin fýlu út í Allen, að því að hann aðstoðar Soldado að loka þessum leik. Við náum ekki fjórða sætinu, og sérstaklega þegar við töpum þessum leik. Sterling á eftir að byrja, og eyga hræðilegan leik, eins og við þekkjum hann.
Við eigum eingan sjéns í miðju þeirra, og engan í hraðan. Þetta verður blitskrieg fyrir Sakho og Skrtel.
Nóg um svartsýni mína. Hérna ætla sýna ykkur byrjunarliðið sem tapar.
Mignolet
Johnson-Skrtel-Sakho-Flannagan
Allen-Lucas
Hendo-Coutinho-Sterling
Suarez
Töpum þessum leik 2-1.
Koma svo!
Frábær upphitun og hitamyndin… hehhehhe, algjör snilld!
Við erum að fara taka þetta helvíti. Fjarvera SG mun BARA þjappa hópnum meira saman.
Vinnum 1-2 með mörkum frá Suarez og Sakho.
COME fokking ON YOU LIVERPOOL!!!
Já nú ræður svartsýnin greinilega ríkjum. Ánægður með Sigkarl, hann heldur sínu striki.
Ég veit ekki alveg hvað skal segja um þennan leik. Það er útilokað annað en menn komi stemmdir í leikinn. Þeir eru önderdogs og ég tek undir með Baros að það er kominn tími til að Rodgers komi með taktískt masterpís gegn einhverju af erfiðari liðunum. Prófa demantamiðju t.d. til að ná tökum á miðjunni með Lucas, Henderson, Allen og Coutinho. Hann þannig farið í einhvers konar 5-4-1 ef hann stillir upp þremur haffsentum og heldur Glen og Flanagan aftarlega. Held það sé allt í lagi að prófa eitthvað svoleiðis, pakka í vörn og treysta á skyndisóknir og snilli Coutinho og Suarez.
Ég held að okkar menn verði klárir í þetta og leikurinn fari 1-1.
Hvernig stendur á því að menn séu svona svartsýnir gegn liði þar sem heimavallarformið hefur ekkert verið til að hrópa húrra yfir.
Þeir töpðuðu fyrir Newcastle og West Ham í, mörðu nokkra heppnis 1 0 sigra á móti liðum eins og Hull og náðu svo jafntefli á móti Chelsea og ManU.
Sé enga ástæðu fyrir því að við erum að fara tapa þessum leik, og ekki hjálpar til að þeir eru búnir að missa sinn besta varnarmann.
Svona miðað við úrslit á WHL síðustu ár, mikilvægi leiksins og meiðsli; væri ekki skynsamlegt að leggja fyrst og fremst upp með að halda hreinu?
Tottenham hefur gengið agalega að skora og þ.a.l ættum við að eiga fínan séns á amk stigi ef uppleggið er frekar að halda hreinu en sækja til sigurs (eins og ég er nú almennt séð á móti því).
Við höfum menn eins og Suarez, Coutinho og Sterling sem geta breikað með mikilli hættu, svo að mark er alltaf séns. Þessi törn ætti frekar að snúast um úrslit heldur en súper spilamennsku (sérstaklega í ljósi meiðsla). Stig á þessum útivöllum, eru töpuð 2 stig fyrir andstæðingana í baráttunni, svo úrslitin (jafntefli) segja í raun meira heldur en einn sigur og 2 töp fyrir okkur td
Eftir Arsenal leikinn voru einhverjir pistlahöfundar hér á síðunni að rita um að Gerrard hefði ekki lengur það sem til þarf á móti bestu miðjum deildarinnar (ps. er sammála þeim). En gæti aftur á móti dómenerað leiki á móti minni spámönnum þar sem gæði andstæðinganna væru minni.
Það ætti því kannski að koma í ljós í næstu leikjum hvort hlaupa gikkirnir okkar á miðjunni (Lucas, Henderson, Allen) hafi það sem til þarf að ráða við betri miðjur deildarinnar.
Kannski að meiðsli Gerrards hafi bara komið á besta tíma 🙂
YNWA
Allt þetta tal um að Suarez hafi skorað jafn mörg mörk eins og allt Tottenham liðið er alveg til þess fallið að þeir skori á morgun en Suarez ekki. Segi eins og fleiri, er ekkert allt of bjartsýnn fyrir þennan leik. Ætla að taka eitt uppáhalds máltækið á þetta: “vona það besta en búa sig undir það versta”.
http://www.433.is/frettir/sludur/leigubilasogur-dagsins-mohamed-salah-til-liverpool/
hvernig list ykkur a tennan
Maggi og einhver voru að rífast um vörn Arsenal í síðasta podcasti. Lokaorðin voru á þá leið að þetta kæmi í ljós á laugardaginn. Well……þeir eru búnir að fá 4 mörk á sig og hálftími eftir af leiknum ; )
City 2 nr. of stórir fyrir öll lið í sínum heima velli
Svakalegir leikir framundan og ef maður á horfa raunhæft á þetta þá væri 5 stig af 12 mjög ásættanleg. Líkurnar á að við vinnum á Ethiad eða Stamford Bridge eru sáralitlar, þó auðvitað ekkert sé útilokað í þeim efnum. Var að horfa á City pakka saman Arsenal og þannig verður þetta áfram, þ.e. “stóru” liðin vinna hin “stóru” liðin á sínum heimavelli.
Finnst þessi umræða hér um að okkur gangi ekki nægilega vel á útivelli gegn stóru liðunum á útivelli ekki alltaf sanngjörn. Horfum bara að Chelsea og City. Frábær á heimavelli en alls ekki jafn sterk á útivelli. Efast samt einhver hér um að þessi tvö lið verði í top 4?
Það verður enginn heimsendir þó við töpum öllum þessum þremur leikjum (Spurs, Chelsea og City) svo framarlega sem við vinnum þau öll á okkar heimavelli. Auðvitað yrðu það samt vonbrigði að tapa öllum þessum þremur leikjum.
Árangur okkar á útivelli er búinn að vera svona á pari, allavega alls ekki slæmur. Jafntefli við Newcastle og Everton og sigur á Aston Villa er meira en flest hin toppliðin geta státað sig af.
Er sammála því að liðið velji sig að mestu leyti sjálft á morgun. BR verður að leggja ofuráherslu á að ná tökum á miðjunni og hafa fjölmenna og sterka sveit þar. Vil alls ekki sjá Sterling í byrjunarliðinu á morgun. Hann er allt of mikil fjaðurvigt og á ekkert erindi í þennan leik og á eingöngu að koma inn á ef við lendum undir í leiknum og þurfum að taka áhættu. Vil hafa Sakho, Skrtel og Agger alla í byrjunarliðinu. Met líkurnar þannig að 40% líkur séu á jafntefli, 40% á að við töpum og 20% á að við vinnum hann.
Ég set 1-1 á þennan leik.
Ég er spenntur að sjá miðjutríóið Lucas – Allen og Henderson, á móti svona sterkri miðju. Mér hefur fundist Gerrard vera oft seinn að skila sér til baka. Hann er hinsvegar búinn að vera góður sóknarlega. Þess vegna finnst mér að það eigi að nota hann á hægri kantinum eins og taktíski snillingurinn Rafa gerði (þó hann hafi eflaust kosið að vera á miðjunni). Þá mæðir ekki eins mikið á honum á miðjubaráttunni en nýtist í sóknaruppbyggingu og föstum leikatriðum. Brendan er hinsvegar ósammála mér hvað þetta varðar og fær líklega að ráða þessu.
Mér finnst Flanno ekki nógu góður (a.m.k. ekki enn )- mjög shaky varnarlega og skilar litlu fram á við. Vonandi verður Agger settur í vinstra bak – góður varnarlega, góður á bolta og mæðir minna á honum að verjast háum fyrirgjöfum inn í teig. Þá fá Sahko og Skrtl að halda sínum stöðum – og smá stöðugleika í hjarta varnarinnar.
Það er svo spurning hver verður þriðji maðurinn með Coutinho og Suarez frammi. Ég væri til í að sjá meira af Alberto – en í þessum leik grunar mig að Sterling veðri fyrir valinu. Ef Spus pressa hátt þá hentar það Coutinho að hafa snöggan framherja eins og Sterling til að stinga inn fyrir.
Veikleiki Liveprool er á bekknum: Ef leikskipulagið gengur ekki upp erum við með Moses, Aspas og Albert. Ekki beint gamechangers.
Er ekki markamunur (GD) betri mælikvarði á getu liða heldur en stig, þegar svona langt er liðið á keppnistímabilið?
Væri það ekkert ágætis hugmynd að fá varamanninn Ashley Cole frá Chelsea í janúar? Vinstri bak staðan væri þá í betri málum í a.m.k 2 ár..
Engin ástæða til þess að hræðast það að láta Henderson, Allen og Lucas spila gegn (líkamlega) sterkari miðju Tottenham.
Allir þekkja styrkleika Lucas – á góðum degi eru fáir betri en hann í þessari deild í að sópa upp fyrir framan vörnina.
Það að Gerrard meiðist veitir Allen og Henderson tækifæri á að stíga upp. Allen, sem mér sýnist menn hafa mestar áhyggjur af vegna þess að hann er lítill og nettur, gat nú alveg spilað gegn stærri og sterkari mönnum þegar hann var hjá Swansea.
Málið er að þessi einfaldi leikur snýst meira og minna um að vera klókari en andstæðingurinn. Skiptir þá engu hvaða tröllum Allen er að mæta á miðjunni, svo lengi sem hann sýnir sömu hliðar og hann gerði hjá Swansea. Þetta er hans tækifæri á að réttlæta verðmiðann.
Sömu sögu gildir um Henderson. Hann hefur unnið sér sæti í liðinu með mikilli baráttusemi, en þó út úr sinni eiginlegu stöðu. Nú fær hann, vonandi, tækifæri á að sýna það sem ætlast var til af honum í upphafi, að vera langtíma arftaki Gerrard á miðjunni. Tækifærið er núna.
Nú kemur í ljós, hvort þeir sem koma inn í stað meiddra, séu menn eða mýs.
Ég kvíði ekkert leiknum á morgun – ég hlakka bara til eins og alltaf þegar Liverpool er að fara að spila. Mig hlakkar til að sjá “meiðslahrjáð” lið Liverpool mæta “ömurlegum á heimavelli” liði Tottenham. Vonandi verður þetta bara góður og skemmtilegur leikur, með fullt af rauðum mörkum og rauðum spjöldum (á Tottenham!)
Homer
Heyr heyr Hómer!
Segir það sem ég var að hugsa. Einmitt kominn tími á að menn sanni sig, hvað þá í mikilvægum leik eins og á morgun. Vonandi blæs Rauði Herinn á allar neikvæðar raddir og landar allavega stigi, þá væri ég sáttur.
ps. Hómer, takk fyrir að taka upp hanskann fyrir Brendan þarna um daginn og svara fyrir hans hönd nokkrum spurningum sem ég baunaði á hann. Vona að ég þurfi ekki að senda honum tóninn á morgun!
Algjör 6 stiga leikur, beinn keppinautur um 4.sætið. Á útivelli þá er 0-0 bara mjög ásættanlegt en það er ekki Liverpoolstíllinn þannig að ég tek 2-1 Suarez skorar 2.
Tap ekki spurning, virðumst skíta uppà bak bara ef heyrum nafnið White Hart Lane 🙁
Ég þoli ekki að horfa á liverpool gegn Tottenham.
Maður er búinn að horfa á liðið í mörg ár reyna að fá eitthvað út úr leikjum gegn þeim þarna. Liðið hefur bæði verið að há pressa og liggja til baka, liðið hefur verið að sundurspila og verið sundurspilað en allt kemur fyrir ekki og alltaf finnst mér eins og við endum með 0 stig.
Ég ætla að vera í þessum svartsýnis kór og spá okkur 1-0 tapi.
Walker á eftir að jarða Flannagan og ég sé miðjuna hjá Tottenham stjórna leiknum. Suarez og Coutinho munu reyna en Tottenham eru sterkir varnarlega og munu loka á þá félaga og hvað er þá eftir?
Henderson er aldrei að fara að skora, Allen hefur ekki verið mjög líklegur og eina spurningin er hvað Sterling gerir en varnamúr Tottenham er sterkari en vörn West Ham eða Norwitch sem bæði lentu undir og þurftu að færa sig framar.
Fyrsta markið í leiknum er gríðarlega mikilvægt því að ef við skorum það og færum liðið aftar þá get ég séð annan Man utd leik hjá okkur þar sem Tottenham eru ekki mikið að skapa sér af færum.
Ef Tottenham skorar það þá lendum við í vandræðum því að aðeins Couthinho og Suarez eru líklegir hjá okkur og ef Tottenham færir sig aftar á völlinn þá er lítið pláss fyrir þá félaga að opna vörnina.
Held mig við mína spá
töpum fyrir Tottenham og Man City(sem verða meistarar)
jafntefli á móti Chelsea
Vinnum Cardiff (algjör lykileikur hjá okkur)
Búið að reka Clarke frá WBA…. spurning um að fá hann aftur til að sjá um vörnina… förum þá kannski að sjá stöðuga og öfluga vörn aftur..
Sammála Hemma með Steve Clark, ég væri virkilega til í að sjá hann koma og aðstoða Rodgers með liðið og sjá um varnarvinnuna. Flottur þjálfari en var með frekar lélegt lið í höndunum.
Þessi Tottenham leikur er ekki bara 6 stiga leikur, þetta er leikurinn um sjálfstraustið og trúna.
Allt undir.
Við dönsum á þunnum ís og spurningin er … kemur brestur eða skautum við með himintunglum.
Sigur … kassinn úti, tap … setja undir sig hausinn.
Ég spái jafntefli.
YNWA
Clarke er aldrei að fara að vinna með Rodgers. Fyrir það fyrsta er hann fínn þjálfi og fara að vinna sem nr. 2 á Anfield, nei held ekki.
Ég er ekki alveg að átta mig á þessari minnimáttarkennd sem er í gangi hjá mörgum hérna. Auðvitað getum við tapað þessum leik, en við eigum líka alveg fínan séns á að vinna hann. Þetta Spurs lið hefur verið dapurt á tímabilinu, eiginlega mjög dapurt, en þeir hafa náð að safna stigum og Lady Luck hefur svo sannarlega verið í för með þeim, enda fengið 3 stig upp í hendur í einhverjum 3-4 leikjum vegna vafasamra vítaspyrnudóma í lok leikja. En stigataflan lýgur ekki, þeir eru actually komnir með þessi stig sín.
Jú, WHL hefur verið okkur erfiður síðustu árin, en það telur bara ekkert núna, leikurinn byrjar í 0-0 og það verður dagsformið sem kemur til með að skera úr um hvernig fer. Við þurfum ekki að fara inn í leikinn með neina minnimáttarkennd. Í rauninni, þá ættu það að vera þeir sem væru hræddir, þeir eru að fá Luis nokkurn Suárez í heimsókn, ef ég væri í liði mótherjanna, þá væri ég nokkurn veginn að skíta á mig af hræðslu.
KAR nefndi hér að ofan “stálheppnisránumhábjartandag ” en gleymir alveg að tala um leikinn á WHL á síðasta tímabili, þá voru það Spurs sem framkvæmdu “stálheppnisránumhábjartandag “, en það skiptir kannski engu máli, enda fellur illa inn í þetta.
Í mínum huga er þetta bara einn topp slagurinn, 50/50 leikur sem er ákaflega mikilvægur upp á framhaldið. Það er alveg sama hvað menn reyna að bulla um sigur í einhverjum skítariðli í Europa League, það breytir því ekki að spilamennska Tottenham hefur verið skítléleg á tímabilinu og það er ástæðan fyrir því að ekki hefur verið beint hressleiki með Villas Boas. Það er líka staðreynd að þeir hafi verið frekar lítið gefnir fyrir það að skora mörk, hvað sem svo gerist í dag. Þeir hafa hrúgað inn miðjumönnum, en eru ekkert sérlega sterkir þegar kemur að varnarlínunni og sókninni, allavega ekki þegar horft er til breiddarinnar.
Tottenham er með mikið úrval miðjumanna og þeir hafa sko engan veginn verið að greiða neitt lágar upphæðir fyrir þessa leikmenn sína. Það er líka ein af ástæðunum fyrir því að þeir hafa verið gagnrýndir fyrir slakan leik. En allt snýst þetta nú um stigin, þeir hafa náð að safna þeim og með sigri í dag myndu þeir jafna okkur. Þrjú stig i hús fyrir okkar menn væru svo mergjaður árangur þegar horft er til tímabilsins að maður mígur nánast á sig af spenningi. Ef 6 stig nást úr þessum næstu 2 leikjum okkar, þá erum við einfaldlega að stimpla okkur hressilega inn í baráttu, og það enga smá baráttu. Þetta verður erfitt í dag, en ég ætla að halda mig við það að spá okkur sigri, enda höfum við verið í góðum gír undanfarið.
Nú eru Toure og Coutinho báðir búnir að tala um að titilinn sé draumur liðsins í vikunni og miðað við hvernig liðinu hefur gengið eftir að leikmenn fá bjartsýnisræpu í fjölmiðlum þá eru þeir búnir að innsigla tap í dag!
Rodgers þarf að fara að rifja upp “einn leik í einu” mottóið með þeim.
afhverju er skrtel þarna inni, er hann ekki búinn að skora 2 eða 3 sjálfsmörk 2 leikjum í röð?
Verðum bara að vinna og svo skal vera.
Við erum að yfirspila þetta drasl!!! Naughton ræður ekkert við Sterling og Suarez klínir bara einu í hornið!!