Ég kom inn á það í síðasta pistli að þessi leikur gegn Cardiff sé sá mikilvægasti fyrir okkar menn af þessum þrem leikjum sem framundan eru. Ég var ekkert að grínast neitt með það, á morgun eru þrjú stig í boði og þau eru okkur alveg ferlega mikilvæg, með þau í húsi myndi mikilli pressu vera létt af okkar mönnum. Vonandi bara eru leikmenn að horfa með svipuðum augum á þennan leik og taki hann föstum tökum strax frá byrjun. Fyrir nú utan það, þá mun jólasteikin einfaldlega bragðast ennþá betur verandi í 1 – 2 sætinu á meðan við erum að snæða hana.
Þetta Cardiff lið er að mínum dómi leiðinlegasta liðið í deildinni, hefur tekið við keflinu af Stoke. Með litlum spilatíma og axlarmeiðslum Arons Einars, þá hafa þeir verið aðeins þolanlegri þar sem við erum ekki að sjá endalaust af þessum löngu innköstum allan leikinn út í gegn. Það er hreinlega fátt sem mér finnst leiðinlegra en spil sem gengur hálfpartinn út á að fá innköst inni á vallarhelmingi andstæðinganna. Cardiff eru nýliðar í deildinni og hafa farið bara ágætlega af stað þannig lagað. Þeir unnu gríðar mikilvægan sigur gegn City á heimavelli í byrjun tímabils og eins gerðu þeir jafntefli við Man.Utd, líka á heimavelli. Annars hefur þetta verið svona upp og niður hjá þeim. Þeir sitja þessa stundina í fimmtánda sæti, fjórum stigum frá fallsæti.
Vandræði Cardiff snúast fyrst og fremst um markaskorun, en þeir hafa aðeins skorað 12 mörk í þeim 16 leikjum sem þeir hafa spilað. Það sem er svolítið magnað er að 5 af þessum 12 mörkum þeirra hafa komið í leikjunum tveimur gegn Manchester liðunum. Þeir hafa sem sagt skorað í heildina 7 mörk í hinum 14 leikjunum. En styrkur þeirra liggur klárlega í varnarleiknum, enda “bara” fengið á sig 22 mörk, sem er heilum fjórum mörkum meira en okkar menn hafa lekið. Chelsea setti 4 á þá og Arsenal 3, annars hafa þeir verið nokkuð solid tilbaka. Fraizer Campbell er þeirra markahæstur með heil 3 mörk í deildinni, en Whittingham, Odemwingie, Caulker og Mutch hafa sett 2 kvikindi hver. En nóg af Arnari Björns í bili.
Líkindin við Stoke ná ekki til svona framherjaturna, því þetta eru frekar fljótir og nettir framherjarnir sem Cardiff hafa yfir að ráða. En við megum samt búast við talsverðu af kýlingum fram völlinn þar sem sóknarmenn þeirra verða látnir elta vonlausa og minna vonlausa bolta. Í rauninni hafa þeir nokkuð marga framherja á sínum snærum, þá Fraizer Campbell, Peter Odemwingie, Craig Bellamy, Andreas Cornelius, Tommy Smith og Nicky Maynard. Að sjálfsögðu stendur eitt nafn þarna út úr hjá Cardiff, snillingurinn Bellers er að koma á Anfield aftur og það er gjörsamlega á tæru að hann mun fá verulega góðar móttökur, verði hann með. Gull af manni sá drengur og mun ávallt eiga sess í mínum huga.
Cardiff gerðu að mínum dómi verulega fín kaup í varnarmanninum Steven Caulker frá Spurs (þeir gætu nú aldeilis notað hann núna) og eins í miðjumanninum Gary Medel sem virðist stjórna spili þeirra. Svo eiga þeir markmanninn David Marshall, sem getur einn daginn litið út fyrir að vera heimsklassa markvörður, en svo næsta dag líkist hann meira Rob Ford borgarstjóra við að reyna að verja gjörðir sínar. Hann er þó klárlega ekki jafn mikið skemmtiefni og félagi hans Rob. En hverju eru menn til í að veðja að Marshall eigi einn af sínum betri dögum á Anfield á morgun? Oft á tíðum finnst manni Liverpool henta markvörðum andstæðinganna vel, sama hver á í hlut. En sem betur fer hefur það aðeins breyst að undanförnu. En lykillinn að sigri á morgun? Spila boltanum með jörðinni og pressa fast og hátt á miðjunni, koma í veg fyrir að löngu boltarnir fram komist í opin svæði sem sóknarmenn þeirra geta hlaupið í. Þeir eru aldrei að fara að spila sig í gegn. Svo auðvitað hitt atriðið, skora bara helvítis helling af mörkum á þá. Já, þetta er svo einfalt sport.
En að því sem máli skiptir, okkar mönnum. Ekkert nýtt af meiðslamálum að frétta, Gerrard, Sturridge og Enrique ennþá fjarri góðu gamni, en Brendan sagði í gær að það væru engin ný meiðsli hjá þeim. Ég sé ekki nokkra ástæðu til að breyta einu né neinu er varðar uppstillingu, alveg vika frá síðasta leik og menn úthvíldir. Ég vil heldur ekki sjá að Brendan sé að stilla liðinu upp með leikinn á annan í jólum í huga, það er ennþá langt í hann og við eigum ekki einu sinni að spá í þeim leik á þessum tímapunkti. Hann kemur bara þegar hann kemur og við spilum úr því sem við höfum þá, ekki flókið. Sem sagt sama lið áfram:
Johnson – Skrtel – Sakho – Flanagan
Henderson – Lucas – Allen
Sterling – Suarez (C) – Coutinho
Bekkur: Jones, Agger, Touré, Kelly, Alberto, Moses, Aspas.
Auðvitað mætti færa fyrir því rök að gefa mönnum eins og Moses, Alberto eða Aspas sénsinn í svona leik og yrði ég ekkert hoppandi hissa ef sú yrði raunin. Engu að síður vonast ég til þess að við fylgjum þessum stórkostlega sigri á Tottenham eftir með sama liðinu. Brendan mætti þó vera aðeins fyrr á ferðinni með skiptingar ef staðan býður upp á slíkt, þ.e. að kippa Suárez / Coutinho / Sterling / Henderson útaf fyrir þessa þrjá ef við náum ágætri forystu snemma. Við verðum að vera með þessa gaura til taks ef á þarf að halda og er spilaformið ekki mikið á þeim þessa dagana. En það fylgir því bara að vera ekki í neinni Evrópukeppni og dottnir út úr deildarbikarnum (sem kallaðist The Mickey Mouse Cup hjá Man.Utd stuðningsmönnum þar til á þessu tímabili).
Ég var ánægður með minn mann Brendan Rodgers þegar hann tók sig til og hreinlega hraunaði yfir Tanaða gaurinn sem á Cardiff. Ég er alltaf að sannfærast betur og betur um ágæti stjórans okkar. Oft er nú sagt að það sé einfalt að segja alltaf réttu hlutina í viðtölum, en í mínum huga er það bara stór partur af leiknum, þ.e. hvernig stjórarnir koma fyrir og hvernig þeir tjá sig.
En þrjú stig á morgun og ekkert múður, ekkert Hull kjaftæði núna til að ná okkur nær jörðinni, við viljum fljúga áfram. Það væri fróðlegt að fá “honest” svar frá varnarmönnum Cardiff um það hvað þeim finnst um það að vera að fara að mæta Luis Suárez í þeim ham sem hann hefur verið. Ja, ekki öfunda ég þá, svo mikið er víst. En er eitthvað í kortunum sem segir okkur það að hann sé eitthvað að fara að slaka á? NEI, ekki séns. Það hreinlega lekur af honum leikgleðin og það sem meira er, hún er bara bráðsmitandi. Allen, Henderson og Lucas, við munum vel hvernig þið voruð í síðasta leik, bara sama áfram takk, ekki gefa mönnum einn einasta frið á boltann.
Ohh hvað er gaman að hlakka svona ferlega til allra leikja liðsins, ég spái því að við komum ekki til með að slaka neitt á fyrir framan stuðningsmenn okkar á Anfield og innbyrðum nokkuð auðveldan sigur og höldum hreinu í leiðinni. 4-0 og málið er dautt. Suárez setur 2, Coutinho 1 og svo kemur Allen með eina sleggju. Á toppinn fyrir jólin takk.
Ég er sammála að leikurinn á morgun er lang mikilvægastur af næstu þremur og út af því er ég stressaðastur fyrir honum.
Dreymdi í nótt að við lentum einu marki undir… get því miður ekki sagt ykkur hvernig hann endaði því ég vaknaði auðvitað upp við þessa martröð
Vincent Tan er allavega að fara gera okkur þetta auðvelt fyrir held ég
Sammála með liðsuppstillinguna, þó held ég að spilatíminn hjá Moses sé búin. Samkvæmt grein á this is anfield þá er Muhamed Salah á leið til Liverpool. Og það þíðir að Moses sé á leiðinni út. Væri gott að fá að sá Aspas fá tækifæri gegn cardiff en aðeins ef leikurinn sé unninn það sama á við alberto.
Brendan er með fjölmiðlastéttina í vasanum það er mjög góður og nausynlegur kostur í nútíma fótbolta, svo er hann sjálfur kominn í toppformi,,,,, er nokkuð viss um að Suarez hefur narrtað í hann,,,,,
Suarez er ekki frá uruguay hann er Uruk Hai
Það er bara allt eitthvað svo jákvætt við Liverpool þessa dagana. Get varla beðið eftir leiknum á morgun. Verði það 3 stig þar.. jahh þá erum við líklega í toppsætinu yfir jólin. Hvenær gerðist það síðast?
Vil ekki sjá neinn af þessum 3 nálægt byrjunarliðinu, allra síst Moses (sem ég vil að verði skilað sem fyrst ásamt hinum lánsmanninum) – í raun er Alberto sá einu sem hefur eitthvað sýnt. Við erum í 2 keppnum og langt í fyrsta leik í hinni, engin tilgangur að rótera meðan það þarf ekki. Sama lið og ekkert kjaftæði, 70-80% possession og kaffærum þessu liði með 6 mörkum gegn engu. Algjör skrípaleikur í gangi hjá þeim bakvið tjöldin og ekki mega þeir við því þegar þeir mæta á Anfield. Afhverju óttast maður samt svona leiki sem Liverpool maður? Það er held ég bara e-ð frá fyrri tímabilum, eins og vonleysið sem var hér áður í liðinu ef ekki var komið mark í fyrri hálfleik í svona leikjum. Með Suarez (ofl) hef ég samt talsvert minni áhyggjur, hugsa að hann setji amk 3. Að rústa spurs á útivelli til að tapa stigum gegn Cardiff á heimavelli er bara ekki í boði ef við ætlum okkur meistaradeildarsæti.
Vona að þeir fari ekki að vanmeta Cardiff og spila með hangandi hendi.
Suarez búinn að framlengja 🙂
Það eina sem getur komið í veg fyrir Liverpoolsigur á morgun er Liverpool liðið sjálft. Vanmat og rugl og vitleysa eftir frábæran leik væri reyndar alveg dæmigert fyrir síðustu árin. Hins vegar hef ég trú á því að liðið sé öðruvísi þetta árið eins og þeir hafa sannarlega sýnt. Held að Rodgers nái að halda mönnum á jörðinni og þetta verði öruggur sigur þótt hann verði kannski lengi að koma. Segi 3-1 eftir að Cardiff kemst yfir. Jöfnum fyrir hlé og Suarez 2 og Sakho skora mörkin.
(bara til að vera á undan Sigkarli)
Og say what?????
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/151639-luis-suarez-signs-new-contract-at-lfc?
Þetta eru einhver bestu tíðindi ársins.
Suarez er búin að skrifa undir nýjan langtímasamning 😀
[img]https://fbcdn-sphotos-b-a.akamaihd.net/hphotos-ak-frc3/1476300_10152222922217573_1767713121_n.jpg[/img]
Jolagjofin i ar er klar þvi suarez var að skrifa undir nyjan samning 😉
Hann heldur uppa það með þrennu a morgun
Vinnum 5-0 suarez 3 , henderson 1 og coutinho 1
Ja, hérna hér. Takk, nú er treyjan mín merkt Suarez verðmetin á 80.000. Einhver?
Við skulum ekki of kætast fyrirfram með leikinn á morgun, en gleðitíðindin eru með Suarez.
Gleðileg jól allir!!!!!!!!!!!!!!
Nú eru andstæðingar Liverpool orðnir svo skíthræddir að þeir eru farnir að reka stjórann
Kræst, fyrra kommentið fór í steik hjá mér. Síðuhaldarar mættu eyða því.
Jæja, það sem ég sagt vildi hafa: Nú eru andstæðingar Liverpool orðnir svo skíthræddir að þeir eru farnir að reka stjórann fyrir leik. Annars virðist þessi Malkay Mackay farsi vera með ólíkindum.
En… djöfull hlakka ég til leiksins á morgun.
Hlakka til að sjá móttökurnar er kafteinn Suárez gengur fyrir liði sínu inn á Anfield á morgun. Verð vonandi ekki of þunnur til að njóta þess til fulls! Sá mun líka verðskulda hvert einasta lófatak og söng.
Cardiff er sýnd veiði en ekki gefin, en þetta á samt að vera algjörlega í okkar höndum. Með góðum leik eigum við að ganga frá gestunum frá Wales. Verst að fótbolti er ekki alltaf svo einfaldur!
En já, þessar fréttir af Suárez veita mér taumlausa gleði! Það eru mörg ár síðan það hefur verið viðlíka léttskýjað yfir LFC. Nú er lag!
Þetta er leikurinn, make or break!
Sælir félagar
Það þarf ekki að ræða þetta. Spái 3 – 1 og ekkert bull á Anfield. Þessum úrslitum verður aldrei stolið frá mér Ívar Örn en auðvitað er öllum frjálst að nota þessa spá enda árangursrík þó hún hafi ef til vill aldrei ræst á þessu tímabili.
Það er nú þannig
YNWA
Alltof mikið vanmat á sterku liði Cardiff finnst mér, Markvörðurinn þeirra er búinn að vera stórkostlegur og hefur átt einn slakan leik, Svo þið ýkið talsvert hérna.
Er búinn að fylgjast vel með liðinu þróast í sumar og á góðum degi er þetta lið í bullandi séns á að ná stiginu sem þeim langar í á Anfield.
Aron Einar Gunnarsson byrjar sem þýðir að en erfiðara verður að komast í gegnum miðjuna þeirra, Spái 1-2 fyrir Cardiff.
Aron setur 1, Caulker 1 og Suarez 1.