Liðið gegn City

Sama lið og í síðustu leikjum, nema að Cissokho kemur inn í stað fyrir Flanno sem að öllum líkindum missir af næstu 2-3 leikjum. Ef það er e-htímann tækifæri til að stimpla sig inn í liðið þá er það núna!

Mignolet

Johnson – Skrtel – Sakho – Cissokho

Lucas – Allen

Sterling – Henderson – Coutinho

Suarez (C)

Liðið hjá City er:

Hart; Zabaleta, Kompany, Lescott, Kolarov; Fernandinho, Yaya Toure; Navas, Silva, Nasri; Negredo.

Sem sagt Zabaleta er kominn til baka og Lescott kemur inn í miðvörðinn með Kompany.

Koma svo!!

55 Comments

  1. Mjög ánægður með þessa ákvörðun hjá Rodgers þott Cissokho hafi ekki heillað mig til þessa. Vildi alls ekki sjá Johnson færdan yfir i vinstri bakvord og vildi ekki sja Toure eda Kelly i hægri bak.

  2. Fyrirfram lýst mér mikið betur á þetta heldur en allar útfærslur af:
    Toure í hægri bak og Johnson í röngum bak.
    Agger í vinstri bak
    Brad Smith í vinstri bak
    Kelly í hægri bak og Johnson í röngum bak.

    Cissokho var fenginn sem (gott) cover fyrir Enrique. Núna er Enrique og meira að segja Flanagan meiddir og þá bara hlýtur að vera komið að Cissokho.

    Bind smá vonir við að hann er ekki að spila þetta heimskulega 3-5-2 kerfi sem hann spilaði gegn Arsenal. Skilur sitt hlutverk vonandi betur í dag og fær meiri hjálp.

    Bölvað að Zabaleta er með City í dag og að Lescott komi inn fyrir Demichelis sem var nánast eini veikleikinn sem maður sá á þessu City liði.

  3. Hver hefði haldið fyrir mánuð að maður yrði á nálunum yfir að Flanno væri tekin út. Þess má get að ég er að FARAST úr spennu. Koma svo strákar! YNWA

  4. Uff þetta verður svakalegur leikur. Villtustu draumar minir segja 2-3 fyrir okkur en eg er ALSÆLL með jafntefli ..

    Vonandi heldur suarez afram að töfra eitthvað fram ..

    Annars er eg ánægður með liðið .

  5. Ég hef verið að lenda í því upp á síðkastið að vera að horfa á streymi sem eru nokkrum mínútum á eftir, þannig að maður fréttir stundum fyrr af mörkunum inni á Facebook heldur en í streyminu sjálfu. Eru fleiri að lenda í þessu, og ef svo er, er það þá hugsanlega bara út af því að maður er að tengjast of seint?

  6. Að ná jafntefli á þessum velli væri betra en mjög gott. Þetta verður virkilega erfiður leikur fyrir okkar menn. Þetta verður alvöru leikur koma svo !

  7. Sterling var svona 2 metrum frá þvi að vera rangstæður. 100% löglegt mark.

  8. Sterling var ekkert smá réttstæður þarna áðan, ekki einu sinni nálægt því að vera tæpt. Hvernig er þetta hægt í efstu deild.
    Coutinho er svo æðislegur.

  9. Föst leikatriði. Fáum við einhvern tímann öðruvísi mörk á okkur?

  10. Líst ekki illa á þetta hjá okkar mönnum. Eigum í fullu tré við City.

  11. Vil hafa Skrtel fremstann í föstum leikatriðum, Súri gæti komið inní teig. Þetta endar bara með víti hjá honum.

  12. Flottur leikur á köflum hjá okkur, eigum alveg jafn mikið skilið stig eins og þeir. Núna þurfum við bara koma dýrvitlausir (fyrir utan Sktrel) út á völl í seinni hálfleik 🙂

  13. Andskotinn! Liverpool að spila þrælvel og eiga varla skilið að vera undir, en enn og aftur eru það mennirnir aftast á vellinum sem eru sístir á vellinum.

  14. Veit ekki alveg með staðsetningarnar hjá Sakho í vörninni. Finnst hann vera ansi oft kominn langt út úr varnarlínunni. Skrtel búinn að sópa eftir hann í tvígang.

    Hundfúlt að vera 2-1 undir þar sem að við gætum svo auðveldlega vera 1-2 yfir.

    Opinn leikur, nóg eftir.

  15. hvað í andsk…er Lucas að gera inná,,,hvenær ætlar stjórinn að fatta þetta,,Lucas getur ekki blautan eins og fyrri daginn……er hægur og aumur..hlýtur að vera til eitthvað skárra til sem getur að minnsta kosti þvælst fyrir…………koma svo

  16. Tsssss…. djøfull eru okkar menn ad standa sig. Tetta gæti alveg eins verid 1-3. Ánægdur med lidid og Cissokho svona lika ad standa sig. Svo eigum vid Suarez inni i seinni.

    Klárlega tvø bestu lidin í premier league @ the moment.

    3-4 til Liverpool hef fulla trú á tessu

  17. úfff……..Simon, Simon, Simon, elsku Simon minn. Þú ert þá mannlegur eftir allt saman!

    Hrikalega svekkjandi að fá þetta mark svona í blálokin. Nú reynir svo sannarlega á okkar menn. City eru ómannlegir í föstum leikatriðum og Skrtel ræður ekkert við Kompany. Finnst samt við eiga ótrúlega auðvelt með að opna þá. Þetta er ekkert búið, en verður alveg rosalega, rosalega erfitt. Þeir eru stórhættulegir þegar þeir sækja hratt á okkur.

    Koma svo LFC!

  18. Coutinho með versta kluður siðan Allen kluðrið. Það eru þessi moment sem telja. Aumingjaskapur.

  19. Erum betra liðið a vellinum, buið að ræna okkur marki og skandall að coutinho hafi ekki skorað ur dauða dauða færinu aðan, hart las hann eins og opna bók…

    En fer þetta ekki bara 2-3 . Suarez a alltaf eftir að skora og svona 😉

  20. Ég prófaði að smella á live hnappinn, en þá um leið fer dótið að buffera aftur. Mæli ekki með því, betra að vera aðeins á eftir …

  21. Hvar voru djúpu miðjumennirnir í hraðaupphlaupi hjá city- enn sat Lucas eftir. Vilja menn enn og aftur fara að verja hann í þessu liði.

  22. Okkar menn góðir, en City fyrna sterkir.

    Sennilega ekkert lið sem hefur haldið svona vel í City á þessu tímabili.

  23. Er Negredo að reyna að takast á loft? Miðað við hversu mikið hann veifar höndunum ber ekki á öðru.

  24. Fínn leikur, hjá okkur. City ferlega sterkir og alltaf líklegir. En við erum sprækir og beittir.
    Svekk út í dómaratríóið – fyrst að taka af okkur markið hans Sterling, svo tveir soft aukaspyrnudómar sem leiddu til fyrsta marksins.

    En mistökin okkar eru fyrst og fremst að leyfa Silva að starta þessum skyndisóknum. Þann mann verður að taka niður strax og hann fær boltann.

    Seinni hálfleikur byrjar vel, áframhaldandi skerpa. Við eigum séns á topp2 ef við vinnum þennan leik.

  25. Lucas gagnrýnendur – hver ætti að koma inn fyrir hann ? Þið viljið kannski Martin Kelly ? Meðan Gerrard er meiddur, þá er Lucas málið…..

  26. Sakho í tómu tjóni í þessum leik, bæði varnarlega og sóknarlega.

    Nú er bara að blása til sóknar síðustu 10 mín….All in

  27. Miðað við hvað maður óttaðist rúst hjá city þá er maður bara nokkuð sáttur enda fá þeir stig vegna dómaraskandals og markmannsskandals. Þetta er bezta liðið í deildinni með flestu mörkin skoruð og bezta árangur á heimavelli.

  28. Jæja ég er bara stoltur af mínum mönnum, dómarinn ósanngjarn. Næsta leik takk!

  29. Liverpool spilaði vel en dómgæsla þarf að vera 100% en dómarin var huglaus.

Jólaleikurinn. City á Etihad.

Man City – Liverpool 2-1