Carson til Charlton

Scott Carson hefur skrifað undir [lánssamning við Charlton út tímabilið](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/4792167.stm). Þetta þýðir þá væntanlega að Jerzy Dudek verður varamarkvörður Liverpool á þessu tímabili og er ekki á leiðinni burt.

Thomas Myhre var markvörður Charlton í fyrra (að mig minnir), þannig að það verður að teljast líklegt að Scott Carson fái mikið að spila með liðinu. Því er ekki ólíklegt að þrír Liverpool menn verði aðalmarkmenn liða sinna í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Pepe Reina hjá Liverpool, Chris Kirkland hjá Wigan og Scott Carson hjá Charlton. Það er nokkuð magnað.

6 Comments

  1. Já besti vinur Robbie Fowler, norski Myhre, vann stöðuna af hinum danska Stephan Andersen í fyrra. Ég vona að við séum ekki að lána Carson til þeirra til að hann sitji á bekknum allt tímabilið. Hann þarf að spila til að þroskast sem leikmaður. Algjör óþarfi að hafa ungan og efnilega markvörð á bekknum hjá sem síðan getur ekki skít þegar hann þarf að spila. Dudek er frábært cover hjá okkur og spilar væntanlega í deildarbikarnum.

  2. Mér líður afskaplega vel með að vita af Dudek á bekknum. Ég er ekki ennþá fullkomlega sannfærður um getu Scott Carson og finnst Dudek klárlega vera betri markmaður enda reynslumikill með afbrigðum. Við erum í svipuðum málum og Chelsea hvað markverði varðar með fyrrum aðalmarkverði á bekknum.

    Kirkland vil ég aldrei aftur sjá í búningi Liverpool. Það hlýtur það að vera frumskylda allra markmanna að verja meira en 50& skota sem á markið koma en það hefur Kirkland þó varla tekist.

  3. Hérna erum við að tala saman, mig langar í þennan leikmann og vona að newcastle fái hann ekki.

    Fjögur lið á Englandi vilja Martins
    Fjögur ensk lið hafa gert Inter tilboð í nígeríska framherjann Obafemi Martins að sögn umboðsmanns hans. Martins hefur óskað eftir því að verða seldur frá ítalska liðinu Inter enda liðið búið að fá tvo sterka sóknarmenn á skömmum tíma, sænska landsliðsmanninn Zlatan Ibrahimovic frá Juventus og argentínska landsliðsmanninn Hernan Crespo frá Chelsea. Newcastle er sagt hafa boðið best í Martins en Liverpool, Portsmouth og Tottenham hafa sömuleiðis lagt inn tilboð í leikmannin.

  4. Hafa menn heyrt eitthvad frá Dudek, er hann ordinn eitthvad sáttari vid ad vera no 2

  5. Mér sýndist Dudek allavega vera gríðar ánægður þegar við unnum samfélagsskjöldinn þó hann sæti bara á bekknum. Spurning hvort Rafa sé ekki bara búinn að spjalla við hann og gera honum grein fyrir mikilvægi sínu sem varamarkmaður liðsins og Dudek sé bara orðinn sáttur við það. Enda þurfa öll alvöru lið að hafa tvo góða markmenn.

  6. Ég gæti ekki verið sáttari en að hafa Dudek sem backup enda frábær markvörður.
    Ég tel að Liverpool sé með bestu markverði deildarinnar ásamt Chelsea.

Seinni leikurinn gegn Maccabi Haifa í Kænugarði.

Liverpool og Chelsea í deildinni