Hér er þáttur númer fjörutíu og níu af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Babú, SSteinn, Maggi og Einar Örn.
Í þessum þætti ræddum við leikina gegn Tottenham, Cardiff, City og Chelsea, leikmannamálin fyrir janúargluggann og litum til baka yfir árið 2013.
Áramótauppgjörið er hér fyrir neðan:
Árið 2013 er það fyrsta í nokkur ár sem við stuðningsmenn Liverpool getum kvatt með söknuði. Liðið er ennþá mjög mikið ”work in process” en núna í fyrsta skipti í langan tíma sjáum við verulega bætingu á gengi liðsins sem og miklu betri spilamennsku. Gengi liðsins batnaði um 23 stig milli ára, 2012 og 2013 þrátt fyrir að liðið spilaði tveimur færri leiki á þessu ári.
Utanvallar hefur staða Brendan Rodgers styrkst verulega frá sama tíma fyrir ári, hann er nokkuð óumdeildur og er flottur fulltrúi okkar stuðningsmanna. Það var áfall 2012 að sjá á eftir Dalglish og því frábært að fá hann aftur til starfa hjá félaginu á þessu ári.
Eigendurnir stimpuluðu sig svo heldur betur inn á þessu ári og virðast aðeins vera ná tökum á þessu Liverpool verkefni. Nýr sóknarmaður kom strax 1.janúar ásamt öðrum gullmola. Þeir sýndu mikinn metnað í sumar þó ekki hafi allt gengið upp sem lagt var upp með á leikmannamarkaðnum. Stærsti sigur þeirra var svo meðhöndlunin á Suarez málinu. Að hann sé að skrifa undir nýjan samnin núna undir lok árs eftir sl. sumar er eitthvað sem gefur manni von um eigendur félagsins.
Árið var síðan stórskemmtilegt fyrir okkur pennana á kop.is og vonandi lesendur líka. Við fengum fleiri skemmtilega leiki til að fjalla um, fórum saman til Liverpool á Merseyside derby slaginn í maí og bættum við nýjum penna í hópinn. Það sem stendur þó uppúr er frábær fyrsta hópferð kop.is, vonandi verða slíkir viðburðir líka með í uppgjöri næsta árs.
Hér er áramótauppgjör okkar á Kop.is 2013:
Babu:
Besti leikur ársins 2013:
a) Tottenham – Liverpool 0-5. Það er alltaf stress fyrir leiki á WHL sem gerði þennan sigur ennþá sætari.
b) Newcastle – Liverpool 0-6 Fyrsti leikur Suarez í banni og tónninn settur fyrir run sem liðið hefur nánast náð að viðhalda síðan.
c) Liverpool – Man Utd 1-0 Ekki okkar besti leikur en ein mest gefandi úrslit ársins. Þurfum að bæta okkur í þessum leikjum árið 2014.
Lélegasti leikur ársins 2013:
a) Oldham – Liverpool 3-2 Þessi leikur fer að halda upp á árs afmæli sitt og við fáum þriðja leikinn gegn Oldham í röð. Þetta var hættulega nálægt því að vera annað Northamton moment og algjörlega ömurleg frammistaða hjá liðinu.
b) Hull – Liverpool 3-1 Mest pirrandi úrslit og frammistaða ársins án vafa og ég er ekki bjartsýnn fyrir seinni leikinn gegn þeim.
c) Liverpool – W.B.A 0-2 Ævintýralega pirrandi leikur og annað tapið í deildinni gegn W.B.A, nú á Anfield. Liverpool var mikið betra í 80 mínútur. Fullt af færum, ranstöðumark og klikkað á víti áður en þeir náðu að komast yfir. Lukaku kláraði svo leikinn í uppbótartíma.
Bestu leikmannakaupin 2013:
a) Coutinho – Loksins loksins hittum við á svona gullmola. Enginn hafði heyrt um þennan strák áður en hann kom og hann náði strax að stimpla sig inn sem lykilmaður hjá okkur. Hann er ennþá mjög ungur og gæti virkilega sprungið út á næstu árum haldi hann áfram að þróast eins og hann gerði árið 2013.
b) Daniel Sturridge – Kannski ósanngjarnt að hafa hann ekki efstan á blaði hérna og líklega væri hans stjarna skærari ef ekki væri fyrir meiðsli og ótrúlegan leik Suarez. Lið með svona mann sem næstbesta kost í framlínunni getur unnið til afreka.
c) Sakho – Hann virðist hafa allt að bjóða sem við höfum óskað eftir hjá miðverði. Ef hann sleppur við meiðsli árið 2014 grunar mig að við verðum fljótlega farin að velta því fyrir okkur hvernig okkur tókst að næla í þennan leikmann síðasta sumar m.v. samkeppnina þá.
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a) Luis Suarez – Við verðum að fara fá Suarez heilt tímabil án stökkbreytts leikbanns en hvað sem er í gangi hjá honum utan vallar þá er alveg ljóst að þarna er á ferðinni okkar langbesti leikmaður sem líklega er mjög nálægt hátindi ferilsins. Hann er vandræðalega góður.
b) Jordan Henderson – Hann er kannski núna fyrst að fá verðskuldað hrós þeirra sem fylgjast ekki með Liverpool en hann hefur verið ótrúlega stöðugur allt þetta ár og mjög mikilvægur partur af liðinu. Hann skipti svo um gír núna í lok árs þegar hann fékk að spila sína stöðu.
c) Daniel Sturridge – Ég veit ekki heldur hvernig hann er bara annar í vali á bestu leikmannakaupunum en í þriðja hér, Sturridge var þekktari stærð og kostaði meira, þar liggur kannski munurinn. En það má ekki gleyma því að Sturridge þurfti að fylla skarð Suarez þegar hann fór í bann…og gerði það. Frammistaða hans sýnir að leikur Liverpool snýst ekki bara um Suarez og við eigum ennþá valkosti þegar hans nýtur ekki við.
Mestu vonbrigðin 2013:
a) Mkhitaryan – Það var hrikalegt að missa af þessum leikmanni eftir mjög langa slúðursögu í byrjun sunarsins, þetta var mun verra en Gylfa sagan sumarið áður enda þetta leikmaður sem ég vildi virkilega sjá á Anfield. Misstum af alvöru bita þarna. Svipað með Diego Costa en maður var aldrei að gera sér eins miklar vonir með kaup á honum.
b) Luis Suarez – Það að bíta andstæðinginn, aftur, eftir allt sem búið var að gera til að verja manninn er nokkurnvegin óafsakanlegt. Auðvitað var gert allt of mikið úr þessu en stuðningsmenn Liverpool, leikmenn félagsins og aðrir starfsmenn áttu miklu meira og betra skilið frá honum en þetta. Það að biðja um sölu í sumar sýndi síðan vanþakklæti og botninn tók úr þegar hann heimtaði að fara til Arsenal. Það er æðislegt að hafa þennan leikmann í okkar röðum, en ég treysti honum ekki fyrir húshorn leikmannaglugga.
c) Lokastaðan í deildinni á síðasta tímabili. Flottur endasprettur og tímabilið svosem löngu búið en lokastaðan var mjög svo léleg og klárlega alltaf mikil vonbrigði að sjá Liverpool svona neðarlega í deildinni.
Hvað stendur upp úr árið 2013
a) Bæting liðsins milli ára. Ekki bara að ná í miklu fleiri stig heldur líka spilamennskan. Liverpool er að spila stórskemmtilegan bolta. Það kemur stundum niður á okkur núna meðan ennþá er verið að fínpússa liðið en berið þetta saman við síðustu ár og við getum ekki verið annað en sátt.
b) Tvær ferðir til Liverpool. Það var frábært hjá okkur félugunum úti og ekki var það síðra með um 30 manna hópi lesenda kop.is.
c) FSG og það traust sem þeir unnu sér inn á þessu ári. Leikmannakaupin í janúar fóru eins vel og hægt var að vonast eftir og meðhöndlun þeirra á Suarez var eins og maður óskar eftir að sjá frá eigendum sinna liða. Hann er einfaldlega ekki til sölu, hvort sem honum líkar það betur eða verr. Ef þú vilt kaupa hann þarftu líka að borga fyrir það.
Stutt spá fyrir 2014:
Janúar verður erfiður hjá okkar mönnum og við hellumst aðeins úr lestinni. Verðum í 3.-7. stiga fjarlægð frá 3.-4. sætinu fram í maí en endum því miður í 5.sæti. FSG heldur áfram að standa sig og tilkynna áform sín um framkvæmdir við Anfield Road. Suarez fer til City eða Chelsea á 75m í sumar.
Áramótaheitið 2014:
Síðast var það að gefa Rodgers tíma og halda trú á honum. Það var auðvelt að standa við það og núna er það sama heit fyrir unga leikmenn liðsins. Sterlin, Flanagan, Sturridge, Coutinho, Henderson, Allen og fleiri hafa gefið okkur tilefni til að treysta Rodgers þegar kemur að notkun ungra leikmanna, jafnvel þó það gangi ekki allt upp hjá þeim nokkra leiki í röð.
Einar Örn
Besti leikur ársins 2013:
a) Sigurinn gegn Tottenham
b) 6-0 gegn Newcastle á St. James Park
Lélegasti leikur ársins 2013:
a) 1-3 gegn Hull
b) 1-3 gegn Southampton
Bestu leikmannakaupin 2013:
a) Daniel Sturridge – það vill gleymast að hann var keyptur fyrir minna en einu ári. En hann hefur passað frábærlega inní þetta lið.
b) Coutinho.
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a) Ekki bara besti leikmaður Liverpool, heldur klárlega besti maður ensku úrvalsdeildarinnar og á þessu tímabili besti leikmaður í heimi: Luis Suarez.
Mestu vonbrigðin 2013:
a) Að við höfum ekki náð í okkar top target í sumar einsog Costa og Mikhitaryan.
Hvað stendur upp úr árið 2013
a) Góður árangur í deildinni á nýju tímabili og ótrúleg frammistaða Luis Suarez.
Stutt spá fyrir 2014:
Suarez verður markakóngur og við endum í þriðja sæti í deildinni. Það verður mikið talað um Suarez í sumar, en hann verður áfram hjá okkur.
Áramótaheitið 2014:
Ég ætla ekki að missa mig í væntingum
Eyþór
Besti leikur ársins 2013:
a) Tottenham (ú), 0-5
b) Newcastle (ú), 0-6
Lélegasti leikur ársins 2013:
a) Hull City (ú), 3-1
b) Southampton (h), 0-1
Bestu leikmannakaupin 2013:
a) Coutinho (jan 13)
b) Sturridge (jan 13)
c) Mignolet (ágúst 13)
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a) Suarez
b) Coutinho
c) Sturridge/Henderson
Mestu vonbrigðin 2013:
a) 2013 hefur verið mjög jákvætt ár fyrir okkur, en ef maður getur bent á eitthvað þá er það líklega slakur árangur í öðrum keppnum en EPL. Ekki farið langt í EL, FA eða league cup.
b) 2013 hefur verið mjög jákvætt ár fyrir okkur, enda kominn tími til. Þetta er kannski óraunhæft en ætli það sé ekki í top 3 að ná ekki að klára D.Costa deal-inn með að borga upp klásúlúna hans og stela honum á einhverjar ~24mp. Sem hefði verið rán.
c) Joe Allen allt árið þar til nú, í desember. Maður hafði miklar vonir og væntingar. En hef fulla trú á honum samt sem áður. Er á uppleið.
Hvað stendur upp úr árið 2013
a) Ef það getur verið utan klúbbsins þá hlýtur það að vera brotthvarf SAF (loksins)
b) Leikmannakaup félagsins. Loksins virðumst við hafa getað keypt menn sem styrkja okkur. Coutinho, Sturridge, Mignolet og Sakho.
c) Ef skoðuð eru síðustu 3-4 tímabil þá hlýtur það að vera árangur ársins 2013. Spilað frábæran fótbolta í leiðinni.
Stutt spá fyrir 2014:
Ég ætla að spá því að við förum í CL á árinu 2014. Það væri HUGE skref frammá við og þá, loksins, fær Brendan Rodgers kannski það lof sem hann á skilið. Við höldum áfram að bæta okkur innan vallar sem utan. Þvílík skemmtun sem það er að horfa á Liverpool spila í dag.
Áramótaheitið 2014:
Fara á Anfield á árinu, komið of langt síðan.
Kristján Atli:
Besti leikur ársins 2013:
a) 0-5 gegn Spurs: eins og sigurinn hafi ekki verið nógu sætur eftir að hafa tapað þarna fimm ár í röð skoraði King Flanagan OG AVB var rekinn. Gerist ekki sætara!
b) 0-6 gegn Newcastle: Suarez var nýfarinn í bann en í hans fjarveru stigu Coutinho og Sturridge aldeilis upp.
c) 5-1 gegn Norwich: Þó nokkuð margir stórsigrar á lakari liðum þetta árið en þessi stendur upp úr vegna hrottalega ofbeldisfullrar fernu Suarez gegn sínum uppáhalds mótherjum.
Lélegasti leikur ársins 2013:
a) 3-2 tap gegn Oldham: Ennþá lélegasti leikur liðsins undir stjórn Rodgers og leikur sem hafði stór áhrif á framtíð nokkurra leikmanna. Hefði hæglega getað kálað Rodgers þar sem á eftir þessum leik fylgdu 2 töp og 2 jafntefli í næstu 4 en sem betur fer eru eigendur Liverpool þolinmóðari en flestir í Úrvalsdeildinni.
Bestu leikmannakaupin 2013:
a) Daniel Sturridge. Það gleymist kannski í Suarez-partýinu síðasta mánuðinn en við fengum þarna enskan landsliðsframherja sem raðar mörkum, og það nokkuð ódýrt frá einum af okkar erkifjendum. Ég hlakka til að fá hann til baka í þetta lið.
b) Philippe Coutinho. Ódýr, brasilískur playmaker aðeins tvítugur að aldri úr Serie A? Já, takk. Hvað ætli Coutinho myndi kosta í dag? Frábær kaup.
c) Simon Mignolet. Kom inn í liðið við mjög erfiðar kringumstæður (sem meint uppfærsla á hinum vinsæla Pepe Reina) en hefur staðið sig frábærlega og tryggt okkur ófá stigin á haustmánuðunum.
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a) Luis Suarez. Punktur.
b) Daniel Sturridge. Við eigum núna tvo af svona fimm bestu framherjum deildarinnar. Það er nokkuð magnað.
c) Jordan Henderson. Hann fór frá því að vera næstum seldur (plús peningur) fyrir Clint Dempsey til Fulham, haustið 2012, til að vera einn besti miðjumaður deildarinnar í lok árs 2013. Ótrúlegar framfarir hjá dreng sem er að stimpla sig inn til langtíma á Anfield.
Mestu vonbrigðin 2013:
a) Að vera enn ekki í Evrópu. Slæmur fyrri helmingur síðustu leiktíðar kostaði okkur Evrópusæti. Það eru vonbrigði, ekki síst fjarveran úr Meistaradeild sem telur núna FJÖGUR ár. Vonandi verður þetta lagað í vetur.
b) Slæmt gengi í bikarkeppnum. Rodgers þarf á einhverjum tímapunkti að sýna okkur að hann geti komist lengra en 1-2 umferðir í ensku bikurunum tveimur eða Evrópu. Deildargengið hefur verið síbatnandi en annars hefur verið mikill skortur á ævintýri árið 2013.
c) Sumarkaupin 2013. Það er of snemmt að dæma endanlega þá sem voru keyptir til liðsins í sumar en að hafa eytt sumrinu í að eltast við Henrikh Mkhitaryan og Diego Costa – sem hafa slegið í gegn hjá sínum liðum frá því í sumar – og hvorugum þeirra náð, eru stór vonbrigði.
Hvað stendur upp úr árið 2013:
a) Á TOPPNUM UM JÓLIN!
b) Suarez-sápuóperan. Það er að segja, endalokin á henni. Fífluðum Arsenal í sumar, héldum okkar besta manni og svo spilaði hann bara helmingi betur á eftir. Gat ekki spilast betur fyrir Liverpool.
c) Ferguson hætti. Sorrý, en þetta er satt og við erum öll að hugsa það. Fergie hætti og þeir réðu bara David Moyes í staðinn. Og nú er Liverpool á toppnum og United í áttunda sæti. Ja hérna!
Stutt spá fyrir 2014: Lið eiga eftir að hata að spila við Liverpool. Liverpool á eftir að halda áfram að skora mörk og spila frábæra knattspyrnu, á kostnað varnargæða. Tveir metnaðarfullir leikmannagluggar, endum meðal fjögurra efstu en þó ekki í efsta sæti og í haust fáum við aftur að heyra Meistaradeildarþemað á Anfield – með fyrirliðann Suarez í rauðri treyju!
Áramótaheitið 2014:
Að hætta að búast við því versta. Síðustu fjögur ár hafa verið löng og erfið og það er erfitt að losa sig við slæma ósiði en ég ætla að reyna að vera kokhraustari en ég hef verið. Þetta lið er alveg nógu gott til að ég hlakki til að sjá það spila stórleikina án þess að vera alltaf skíthræddur um að Hodgson-hliðin á peningnum sýni sig á nýjan leik. 2014 verður ár sjálfstraustsins!
Maggi:
Besti leikur ársins 2013:
a) Tottenham – Liverpool= 0-5. Besta frammistaða í deild á útivelli í langan tíma, death by football í fast að 90 mínútur.
b) Liverpool – Man. Utd.= 1-0
c) Arsenal – Liverpool= 2-2
Lélegasti leikur ársins 2013:
a) Oldham – Liverpool= 3-2. Sennilega bara Northampton tapið ömurlegri leikur í nýlegri sögu félagsins.
b) Liverpool – Southampton= 0-1
c) Hull City – Liverpool= 3-1
Bestu leikmannakaupin 2013:
a) Daniel Sturridge
b) Simon Mignolet
c) Coutinho
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a) Luis Suarez
b) Daniel Sturridge
c) Jordan Henderson
Mestu vonbrigðin 2013:
a) Iago Aspas. Hélt við værum að kaupa tilbúinn leikmann, en hann virðist vera fjarri því að vera nógu góður í enska boltann.
b) Jólatöpin gegn Man. City og Chelsea.
c) Markalaust Merseyside-derby á Anfield sl. vor, af nokkuð augljósum ástæðum.
Hvað stendur upp úr árið 2013
a) Mikil framför í leik liðsins, fínt að horfa til leikjanna við Mansfield og Oldham í janúar versus það sem sést hefur í desember.
b) Fyrsta kop.is – ferðin, vonandi margar fleiri á leiðinni. Legendary ferð í alla staði.
c) Luis Suarez snýr aftur betri en nokkru sinni fyrr og virðist nú hafa skrúfað höfuðið rétt á…
Stutt spá fyrir 2014:
Verðum í baráttu um Meistaradeildarsætið alveg fram á síðustu umferðir og munum ná því með miklum herkjum og látum fyrst og síðast vegna glúrinna leikmannakaupa í janúar þar sem við munum styrkja sóknarleikinn okkar verulega!
Áramótaheitið 2014:
Verða enn duglegri í að vera yfirvegaður vegna spennings fyrir framtíð Liverpool FC og bæta enn skrif og pistla mína á kop.is.
SSteinn:
Besti leikur ársins 2013:
a) Tottenham – Liverpool 0-5
b) Newcastle – Liverpool 0-6
c) Liverpool – Norwich 5-1
Erfitt val enda margar stórbrotnar frammistöður. Þessi útisigur á Spurs var þó toppurinn, þvílík frammistaða og hún ein og sér sagði manni svo sannarlega að búið er að taka mörg skref og stór í rétta átt.
Lélegasti leikur ársins 2013:
a) Hull – Liverpool 3-1
b) Southampton – Liverpool 3-1
c) Liverpool – WBA 0-2
Kemst ekki ennþá yfir það hversu daprir við vorum gegn Hull. En það góða við þennan lista var að það var ekki um margt að velja, sem segir okkur það að á þessu ári 2013 var liðið heilt yfir að spila virkilega vel.
Bestu leikmannakaupin 2013:
a) Philippe Coutinho
b) Daniel Sturridge
c) Mamadou Sakho
Langaði að setja Luis Suárez efst á listann, þ.e. að hafa haldið honum, en það eru ekki eiginleg kaup. Var bara erfitt að raða þessum þremur og svo Mignolet í einhverja röð.
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a) Luis Suárez
b) Daniel Sturridge
c) Jordan Henderson
Bara alls engin spurning, og svo kom fyrirliðinn í næsta sæti. Suárez er bara í mínum huga orðinn einn af þrem bestu leikmönnum í veröldinni eins og hann spilaði þetta árið.
Mestu vonbrigðin 2013:
a) Bitið hjá Suárez, bannið sem fylgdi í kjölfarið og svo hringleikahúsið um mögulega sölu á honum í sumar
b) Að missa af Diego Costa og Henrikh Mkhitaryan
c) Tapið gegn Hull
Suárez er efstur á öllum listum hjá manni, það er bara þannig.
Hvað stendur upp úr árið 2013
a) Að hafa staðið fast í fætur með Suárez og hann svo í kjölfarið að skrifa undir nýjan samning
b) Framfarir liðsins og hvað það er orðið ferlega gaman að sjá það spila
c) Bara hvað við eigum orðið stórskemmtilegt lið
Stutt spá fyrir 2014:
Sýnum áfram framfarir, hægt og sígandi. Komum okkur aftur í Meistaradeildina og bætum utan á beinin. Býst ekki við bikar í vor, en stöðugar framfarir eru mikilvægastar og sé ég ekkert í kortunum sem kemur í veg fyrir þær.
Áramótaheitið 2014:
Gleðjast yfir góðum sigrum og taka þessum örfáum töpum með “stóískri” ró.
Hér má sjá sambærileg uppgjör frá 2010, 2011 og 2012.
Kop.is óskar lesendum sínum sem og landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Takk fyrir árið sem er að líða, án ykkar væri þetta góða samfélag okkar ekki til.
Kristján Atli, Einar Örn, Babu, Maggi, SSteinn og Eyþór.
Endilega verið með og gerið ykkar uppgjör. Hægt að gera copy/paste af þessum texta
Besti leikur ársins 2013:
a)
b) (valkvætt)
c) (valkvætt)
Lélegasti leikur ársins 2013:
a)
b) (valkvætt)
c) (valkvætt)
Bestu leikmannakaupin 2013:
a)
b) (valkvætt)
c) (valkvætt)
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a)
b) (valkvætt)
c) (valkvætt)
Mestu vonbrigðin 2013:
a)
b) (valkvætt)
c) (valkvætt)
Hvað stendur upp úr árið 2013
a)
b) (valkvætt)
c) (valkvætt)
Stutt spá fyrir 2014:
Áramótaheitið 2014:
Hlakka til podcastsins og splæsi e.t.v. í almennilegt comment síðar í kvöld. Hérna er annars ágætur puntur:
“On the evening of December 1st, when we lost at Hull, we were 7 points off the top. We were level with Everton, 2 ahead of United and 3 ahead of Spurs.
In the four weeks since, we’ve played 3 of last season’s top 5 away from home, all of whom spent big money in the summer.
Although not all of the results were great, we’re now just 6 points off the top. Only 1 behind Everton, still 2 ahead of United, and 2 ahead of Spurs. Despite having the hardest run of games of the top teams by far.”
Helsta áhyggjuefnið núna er breiddin, einkum m.t.t. meiðslalistans. Að öðru leyti er LFC í fínum málum upp á topp 4 markmiðið!
Gaman að þessu uppgjöri ykkar. Þið virðist þó Allir helst til miklir Rodgers menn.
Mer finnst full mikið að segja Rodgers oumdeildann.
Mér finnst Rodgers vissulega spila skemmtilegan bolta, vera viðkunnalegur naungi og vera góður “Man Manager” en eg mér finnst oft lelegur að skipta um plan ef plan A gengur ekki, lelegur að skipta mönnum inna og ekkert allt of klókur i sínum yfirlýsingum. Til hvers er hann t.d. Núna að segja að við munum berjast um titilinn eftir þessu tvö síðustu töp.
Allt i lagi að standa með stjóra en hann hefur ekkert unnið enn og er alls ekki hafin yfir kritik frekar en vinur minn Glen Johnson!
Það er í raun engu við þetta áramótauppgjör ykkar að bæta, þið félagarnir eruð nokkurn vegin á sömu línu hvað varðar svör við öllum spurningunum.
Horfurnar eru klárlega góðar fyrir 2014. Hlutirnir eru á réttri leið og velflestir leikmenn í liðinu ungir og hungraðir. Það kæmi mér ekki á óvart ef Agger, Skrtel, Johnson, Lucas einhverjir af þeim hverfa á braut og að við verðum komnir með nýtt lið á nýju ári. Hugsanlega eru við einu númeri of litlir þetta árið, maður veit aldrei hvað kemur inn í janúar en þetta 4.sæti væri nú eins og að vinna titilinn. Samkeppnin er það hörð, við þurfum að slá út United til þess. Það væri sweeeeeeeeeeeeeeeet…spái að það gerist.
Hér kemur svo skemmtilegur spádómur fyrir árið 2014: http://www.supersport.com/football/zimbabwe/news/131230/Zimbabwean_prophet_predicts_Liverpool_to_win_title
Eubert Angel hefur talað og það þarf ekkert að ræða þetta meir.
Það má bara afhenda okkur titilinn og þarf ekki einu sinni að spila restina af mótinu! 🙂
Þráðrán !
Vonandi að slúðrið sé rétt, Salah lítur þokkalega vel út !
http://m.youtube.com/watch?v=pu6jMk4d3kw&desktop_uri=%2Fwatch%3Fv%3Dpu6jMk4d3kw
Salah, Tello og Alonso. Er það málið?
Þrír miðverðir og losnum þá við bakvarðarvandamálin 🙂
Skrtel Sakho(Kolo) Agger
Lucas(Hendo) Alonso
Salah Gerrard (Coutinho) Tello
Sturrigde Suarez
Spámaðurinn hefur talað.
YNWA
Nonni
Kannski ekki rétt orðað (óumdeildur) en það er afskaplega lítið verið að röfla yfir honum enda væri slíkt hressilega ósanngjarnt m.v. bætingu liðsins milli ára. Skoðaðu umræðuna hérna sl. ár og þá held ég að við getum talað um Rodgers sem nokkuð óumdeildan eins og staðan er núna þessi áramót.
Það að vera ekki sammála öllu sem hann gerir er annað mál og fullkomlega óraunhæf krafa.
Ég spái því reyndar að Cardiff taki titilinn í vor: http://prosoccertalk.nbcsports.com/2013/12/30/cardiff-city-owner-vincent-tan-we-should-sign-players-with-number-eight-in-their-birthdates/
Sælir vitið þið hvar ég get séð leikinn í heild sinni Chelsea – Liverpool?
José “Don Revie” Mourinho
Flott podcast strákar. Varðandi Martin Kelly þá er það mínn skoðun að hann er bara ekki bakvörður heldur miðvörður. Hann er yfir 190 á hæð og likamsvöxtur samsvarar þeirri stöðu. Það væri gaman fyrir næsta leik að fara i þriggja manna varnarlínu með Agger, Skrtel og Kelly í byrjunarliðinu. Johnson og annaðhvort Cissasko eða gefa Brad Smith tækifæri á wingbackið. Ég var ekki alveg skija þessi neiðkvæðni gegn Smith. Hann sýnti miklu meira enn þessi Aspas.
Trausti: http://www.footballorgin.com/2013/12/premier-league-2013-2014-chelsea-v_29.html
Fullmikið kvartað yfir dómaranum er samt sammála með Howard fucking Webb. Hann minnir mig á Graham Poll. Þoli ekki dómara sem ætla að taka leikinn í sínar hendur. Viss um að Webb lætur vaxbóna skallann á sér fyrir leiki og fer í handsnyrtingu og er síðan einhver internet anal perri bakvið tjöldin.
Var að hlusta á pocastið eftir að klára mánudagsboltann minn (sem endar um 23:45) og skella í tvær þvottavélar fyrir áramótin.
Við fengum líka víti gegn Newcastle (brotið á Suárez og Gerrard skoraði – gott ef það var ekki 100. deildarmark Captain Fantastic?).
Frábært pocast annars!
Besti leikur ársins 2013:
a) Tottenham – Liverpool, 0-5 . Þvílík frammistaða!
Lélegasti leikur ársins 2013:
a) Hull – Liverpool, 3-1. Óskiljanleg hörmung.
Bestu leikmannakaupin 2013:
a) Coutinho/Sturridge, vil ekki gera upp á milli. Báðir óheppnir með meiðsli samt!
b) Mignolet. Eigum honum nokkur stig að þakka nú þegar. Gat ekki byrjað mikið betur en með að taka &#$&#$ vítið gegn Stoke. 🙂
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a) Luis Suarez ber höfuð og herðar yfir aðra, svo ég nefni hann einan.
Mestu vonbrigðin 2013:
a) Það hefði komið sér vel að hanga lengur inni í deildarbikarnum til að leyfa unglingunum meira að spreyta sig. Ekki stórmál, en hefði gagnast okkur vel.
b) Sumarglugginn hefði getað verið betri, en sem betur fer hefur LS heldur betur stigið upp og fleiri (King Kenny signings einkum) farnir að finna sig.
Hvað stendur upp úr árið 2013
a) Að halda Luis Suárez. Takist okkur að ná topp 3-4 og halda honum + kjarnanum í liðinu, er bullandi séns á að liðið geti gert frábæra hluti á næstu árum. Kudos á BR og FSG fyrir að höndla það með stakri prýði!
b) Munurinn á 2012 og 2013; 46 stig og +3 markatala vs 69 stig og +44. Þvílík og önnur eins bæting!
Stutt spá fyrir 2014:
Ég hef lengi spáð sígandi lukku hjá Arsenal og Southampton. Everton eru ennfremur stórhættulegir, en vona að það breytist hið snarasta! Það er rosalega erfitt að spá um framhaldið vegna meiðslavesens, janúargluggans o.s.frv. Ég spái okkur topp 3-5, vonandi topp 3-4. Þori ekki að vera nákvæmari, svo jöfn er þessi vitleysa!
Enrique finnur aftur gott form er líður á tímabilið en Glen Johnson nær ekki fyrri hæðum, passar e.t.v. ekki nógu vel inn í núverandi leikskipulag.
Áramótaheitið 2014:
Þolinmæði, anda með nefinu. Gera mér ekki væntingar um meira en topp 4. Sjá Luis Suárez á Anfield, ef ske kynni…
Gleðilegt ár, kæru Kop-arar og takk fyrir allt!
Besti leikur ársins 2013:
a) 0-5 gegn Tottenham. 100%.
b) 1-0 gegn Manchester
c) 0-6 gegn Newcastle
Lélegasti leikur ársins 2013:
a) 1-3 gegn Hull
b) 3-2 gegn Oldham
c) 1-0 gegn Southampton. Þoli ekki töp gegn liðum sem eru nýskriðin upp úr Championsship. Þó þeir séu reyndar ótrúlega góðir.
Bestu leikmannakaupin 2013:
a) Coutinho. Þessi boltatækni er rugluð. Þessi vinstri-hægri hreyfing á 50 sek.brotum er í bullinu og augað fyrir lykilsendingum er unaður. Á bara eftir að vera betri.
b) Sturrigde. Svipað mikið rán og línurvörðurinn á Etihad og Webb á Stamford. Takk Chelsea.
c) Mignolet.
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a) Suarez…
b) Gerrard
c) Henderson
Mestu vonbrigðin 2013:
a) Sumarkaupin voru ágæt. En að hafa ekki landað einum creative miðjumanni eru vonbrigði. Værum miklu betur settir með eina þannig týpu.
b) 10 leikja bann Suarez og öll umfjöllunin um hans hegðun.
c) Að leikmenn sem maður vonaðist að stígðu upp (Borini, Suso) og sumarkaup gengu ekki strax upp (Aspas, Alberto).
Hvað stendur upp úr árið 2013
a) Nýr samningur Suarez og hans FÁRANLEGA góða frammistaða
b) Framfarir liðsins og Brendan Rodgers.
c) Henderson og hans framfarir. Held hann verði hjá okkur í mörg ár.
Stutt spá fyrir 2014:
Verðum hoppandi úr 4-5. sætinu fram að sumri. Munum samt njóta góðs af innbyrgðisviðureignum hina top 4-6 liðana og klára árið í top4 og ekki lengra en 10 stig í 1sta sæti sem City mun sitja í. Sumarið verður rosalegt og við verðum í sömu stöðu á aðfangadag að ári liðnu, en þó komnir í 16 liða úrslit meistaradeildarinar og í 8 liða úrslitum deildarbikarins. (Meiri ósk en spá)
Áramótaheitið 2014:
Fara á Anfield.
Eitt fyrir svefninn. Hérna er uppsöfnuð nettóeyðsla LFC vs Man City á leikmannamarkaðnum nokkur síðastliðin ár: http://basstunedtored.files.wordpress.com/2012/05/mcfc-lfc-transfer-spend.jpg 🙂
Hérna hendir Graham Poll smá molum um dómgæslu Coward í Chelsea leiknum:
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2531046/Howard-Webb-shirked-big-calls-Chelsea-v-Liverpool-says-Graham-Poll.html
Gleðilegt ár meistarar og takk fyrir allt á síðasta ári.
Næsta ár verður magnað !
Það væri fróðlegt að vera með app sem segði manni hvað maður hefði varið mörgum mínútum á kop.is á árinu 2013. Þær eru nokkrar.
Bestu leikmannakaupin 2013:
a) Coutinho, það er svo margt jákvætt við þennan dreng. Frábær kaup.
Besti leikmaður Liverpool árið 2013:
a) Suarez, ekki bara bestur í Liverpool heldur á Englandi árið 2013
Mestu vonbrigðin 2013:
a) Leikmannakaup sumarsins, var alltaf ósáttur með þau.
b) Veit ekki hvernig Costa hefði fallið inní liðið og hvort liðið væri ofar á töflunni, en ég forðast að lesa fréttir af honum orðaðan við lið eins og Chelsea. Lít á hann sem Liverpool mann.
Hvað stendur upp úr árið 2013
a) Liverpool er orðið samkeppnishæft á ný.
b) Hvað Brendan Rodgers hefur vaxið í starfi
Stutt spá fyrir 2014:
Held mig við 6.sæti. Liðið hefur verið frábært á tímabilinu, en það má lítið útaf bregða, geri mér þó meiri og meiri vonir um meistaradeild, sem væri kraftaverk í boði Rodgers og ætti að tryggja hann í starfi næstu ár.
Ég hef verið alltof slappur að þakka fyrir podköstin á árinu, vil nota tækifærið núna, takk kærlega fyrir mig, gleðilegt ár og áfram Liverpool !!!
Sæl öll og takk fyrir:
1. Þessa góðu síðu
2. Þetta góða lið (gleðilegt ár og þakka liðið)
3. Þessi góðu komment sem koma hingað undir pistlana
4. Þessa endalausu bjartsýni sem verður bara bjartari á því ári sem framundan er!
Með kærri kveðju
LS
Góðan dag.
Er ekki hægt að fá þennan mann ?
http://en.wikipedia.org/wiki/Ivan_Rakiti?
Erfitt fyrir Móra að mótmæla því að það hefði ekki átt að reka Eto´o út af þegar hann viðurkennir það sjálfur að hann hefði getað fengið rautt.
http://www.mbl.is/sport/enski/2013/12/31/eto_o_bidur_henderson_afsokunar/