Liðið sem tekur á móti Oldham á Anfield er svona.
Kelly – Toure – Agger – Cissokho
Henderson – Gerrard(c)
Sterling – Alberto – Moses
Aspas
Á bekknum: Mignolet, Brannagan, Skrtel, Coutinho, Suarez, Lucas, Ilori
Virkilega sterkur bekkur! Jordan Rossiter og Smith komast ekki í hóp en Brannagan kemst á bekkinn!
Flott að Suarez fái hvíld. Hefði viljað sjá Henderson utan við liðið einnig. Vonum bara að við þurfum ekki að spila honum lengur en í 45 mínútur eða svo. Annars er þetta nokkuð sterkt lið og á að vera feikinóg til þess að leggja Oldham í dag. Aspas fær að spila á toppnum og Alberto í holunni, ef þetta er ekki tækifæri til að gera tilkall til sætis í aðalliðinu þá veit ég ekki hvað. Grípið það, takk!
Svo má geta þess að okkar maður, Wisdom, er að spila með Derby i dag gegn liðinu sem dýfir sér ekki en fékk samt flestu spjöldin í fyrra fyrir dýfur, Chelsea.
Koma svo!!
UPPFÆRT: Sigurliðið úr þessum leik fær útileik gegn Bournemouth eða Burton!
Veit eitthver hvar Ibe er, er hann meiddur? Hélt að hann yrði að minnstakosti á bekknum
Sælir félagar
Þatta er býsna sterkt lið og ætti að klára þennan leik nokkuð auðveldlega. Ég er sammála því að Hendo hefði átt að fá hvíld og í það minnsta bekkjarsetu til vara. Ég stand við mína spá úr upphitun 6 – 0 og Aspas með þrennu.
Það er nú þannig
YNWA
Bournemouth/Burton verða andstæðingarnir í næstu umferð ef okkur tekst að klára þennan leik.
ibe ætli
ok við fáum Burton eða Bournemouth í næstu umferð á útivelli. Engir stórleikir!!!
ibe ætli hannsé ekki að fara á lán. ef þið fynnið stream á leikinn endilega komið með hann.. ef hann verður ekki sýndur komið þá með leikinn í heild ef hann fer á netið
koma svo ynwa
Ibe er meiddur.
Veit ekki með þetta:
http://www.livefootballol.com/streaming/english-fa-cup/05-01-2014-liverpool-oldham.html
mæli með að menn kiki á stod2sport það er opið hjá mér taka fyrri hálfleikinn hjá chelsea vs derby horfa á will huges ef hann skildi koma flottur leikmaður og sjá hvernig wisdom gangi gegn chelsea
Þá er bara að tjúna inn á BBC radio 5 extra.
Verður eins og í gamla daga 🙂
YNWA
http://sulia.com/lfc_proudnews/f/2d64a862-de48-4fd3-a029-69c6ec05d515/
Gæti þetta verið eitthvað?
Það er eitt sem ég skil ekki alveg, skil ekki afhverju hann Rodgers gefur honum Ilori séns, ég var/er orðinn virkilega spenntur fyrir honum, en mér langar ekki að hann endi eins og Danny Wilson… En annars legst þessi leikur bara vel í mig 😀 ég spái 5-0, Kolo er að fara setja hann i dag!
Jæja, einhver með útvarpslink?
http://sulia.com/lfc_proudnews/f/2d64a862-de48-4fd3-a029-69c6ec05d515
Einhverjir linkar hér
Þetta virkar ekki heldur, er það alveg út úr myndinni að hlusta á þennan leik?
hérna er hægt að hlusta
http://premier-league-live.net/live/liverpool-live-stream/channel-1/
Þetta hlýtur að þýða að miðjumaður komi til liðsins í janúar.
Leikurinn virðist ósjáanlegur, en Barcelona – Elche er live, núna! Sky 3
Er hvergi hægt að horfa á leikinn, eða er honum eingöngu útvarpað?
hvad er staðan
textalýsing hér http://www1.skysports.com/football/live/match/306218
það eru engin helvítis stream !!!!!!!!!!!!
Ég er bara að hlusta á Liverpool tv.. Liverpool að halda boltanum vel . Moses byrjar vel og svo var Alberto að skjóta framhjá rétt í þessu
Það nær engri átt að svona leikur skuli hvergi vera sýndur.
Það að leikurinn skuli hvergi vera sýndur þýðir bara eitt: ég heimta endurgreiðslu!
http://lfclivewire.com/blog/
Today’s game is not being televised anywhere in the world. Therefore there will be no video streams available. Sorry
Jæja, við verðum að fara að setjann. Kelly nálægt því þarna. Komaso svo rauðir.
Hvernig er það er leikurinn ekki einu sinni endursýnur í kvöld ? .. Hann er ekki endursýndur á liverpool tv …. ég hefði haldið að það mætti sýna hann á miðnætti, var þannig alltaf..
Nú þegar maður er búinn átta sig 120% á því, að þessum leik er bara einfaldlega ekki sjónvarpað nokkurs staðar í heiminum (sem er auðvitað alveg gjörsamlega ótrúlegt!!!), þá vill maður gjarnan fá einhverjar skýringar á því. Einhver sem veit hvers vegna?
Kannski síðuhaldarar séu með einhverja haldbæra skýringu sem þeir hafa rekist á?
FA hafa ekki pláss í hirslunum fyrir fleiri peninga, thats why 🙂
Hvar get ég keypt miða á sanngjörnu verði á Liverpool-Swansea 23.febrúar?
Af wiziwig
GAME IS NOT ON TV. THE FA HAS JUST SOLD THE RIGHTS FOR 8 GAMES, WHICH WERE 5 YESTERDAY AND THE 3 TODAY.
Leikurinn er sýndur á Firstrowsport / sport lemon á netinu.
fáránleg að leikurinn er hvergi sýndur, en lysingin á lfctv er nokkuð góð
Við höfum ekki skapað mikið fyrstu 40 mín.. Lítið að gerast, kannski helst Sterling sem er sprækur.. Erum búnir að fá einhverjar 7 hornspyrnur en þær hafa allar verið lélegar..
ekki að nenna bíða eftir marki, suarez inn.
0-0 í hálfleik
Aspas átt besta færið…
Liverpool verið með boltan þeir hljóta að fara skora 1 helvítis mark hehe.
Ramires (Chelsea) fékk gult spjald fyrir dýfu, það hlýtur að hafa verið einhver misskilningur
Bursta Tottenham úti!
Ströggla með Oldham heima!
Hvað er að gerast?
@Fiskur
Þetta kallast vanmat…
Miðað við lýsinguna á fyrri hálfleik þá eru Moses, Luis Alberto og Aspas ekki einu sinni nálægt því að aðstoða þetta lið okkar.
Við munum þurfa Suarez og Coutinho inn í þennan leik og sjá enn betur þörfina á því að kaupa menn sem kosta meira en 6 – 7 milljónir punda…
Græt það enn að hafa selt Downing og Shelvey…
Það eru einfaldlega of margir leikmenn inná sem eru ekki nógu góðir.. Moses hefur ekkert getað, Luiz Alberto er klárlega ekki ready. Aspas hefur ekkert getað og aly cissokho er skelfilegur. Svo er Kelly í bakverðinum … Inná með Coutinho og Suarez og það strax
http://www.liverpoolfc.com/text-commentary
Dálítið fyndið að sjá að á hverju ári þá undrast menn alltaf á því að minni liðinn láta stóru liðinn hafa fyrir því í FA Cup.
Þetta er frábær keppni sem á langa sögu af óvæntum úrslitum. Ef maður les ævisögur marga leikmana þá var oftar en ekki draumurinn að vinna FA CUP á undan því að verða meistara.
Margir leikmenn minni liða eru að spila stærsta leik ferilsins og gefa sig 100% í þetta verkefni og þeir hafa engu að tapa svo að þetta getur alltaf verið erfitt og svo má ekki gleyma því að mörg minni liðinn eru sum hver með solid leikmenn í sínum liðum.
Þetta er sjarmi FA Cup og vonandi halda svokölluð litlu lið áfram að stríða þeim stórum.
Vona bara að Liverpool komist áfram í dag(alveg sama hvernig)
Alberto og Moses skipt útaf í hálfleik. Brendan Rodgers greinilega ekki ánægður með þeirra framlag í leiknum!!!
Moses og Luis Alberto teknir af velli í hálfleik.
Gott að sjá Rodgers bara bregðast við strax. Aspas fær kortér, annars fáum við Suarez inná líka.
Moses búinn með sína sénsa held ég hljóti að vera…og hann Alberto þarf að lána. Vantar einfaldlega hraða og áræðni þennan strák það sem ég hef séð af honum hingað til í vetur.
Sá sem grenjar að hafa misst af Downing þarf að skoða sín mál Maggi.
Downing hefur ekki skorað né lagt upp eitt einasta mark í allan vetur og átti ekkert erindi í okkar lið.
Við verðum að skora fljótlega. Það er að koma smá bikarskjálfti í mig.
ASPAS SKORAR
Ég held salan á Downing hafi gert klúbbnum gott.
Aspas með sitt fyrsta mark fyrir klúbbinn?
ASPAS!!! loksins 🙂
aspas!!!
Aspas að skora 😀
Aspas 1-0
klassi
ASPAS!!!! 1 – 0
Jæja, var Aspas að stimpla sig inn?
Jesss, Aspasinn minn.
Aspas í tréverkið…
Iago Aspas!
Mark og síðan skalli í stöng stuttu síðar. MIKIÐ sem ég vona að þessi strákur vakni nú…hef ennþá trú á að hann nái sér í gang.
Aspas búinn ad setjann 🙂
Varðandi Downing og Shelvey þá voru þeir seldir til að fjármagna kaup á Alberto, Moses og Aspas…gleymdi að tengja það saman.
Hefðum getað sparað okkur það vesen allt fram í janúar að mínu mati bara…veit alveg að Downing hefur átt erfitt, en í skítlélegu liði. Gleymum því ekki.
Sterling með assist. Flottur leikmaður.
maggi eina sem ég sé eftir er hann blessaður shelvey hann er allveg 2-3 árum á undan alberto og shelvey er hannaður fyrir enska boltan öfugt við blessaða alberto
úff næstum 1-1 og spurning um vítaspyrnu?
Rodgers verður að hætta í léttvigtinni og kaupa ´alvöru´karlmenn í þetta lið! Ég var mjög spenntur þegar klúbburinn ætlað að kaupa Costa … öfunda þann það enska lið sem hreppur hnossið á þeim bæ
Korter eftir, og greinilega langt frá því að vera búið. Held það sé liðinu okkar fyrir bestu að vera ekki í fleiri keppnum en F.A og að sjálfsögðu deildinni. Breiddin er engin.
Suarez að koma inná fyrir Gerrard.
Markið hjá Aspas: http://www.youtube.com/watch?v=H24R9GAjOD4#t=11
Lucas er alveg merkilega lélegur fram á við þó hann sé góður varnarlega. Spurningin er hvort er mikilvægara.
En við erum greinilega að ströggla á móti liði sem er í rugli í sinni deild. Alls ekki nógu gott.
Markið í leiknum: https://www.youtube.com/watch?v=H24R9GAjOD4#t=18
Skv útvarpslýsingu eru okkar menn undir pressu og í tómum vandræðum. Mér finnst það óásættanlegt á móti liði einhverjum deildum fyrir neðan okkur. Eigum að vera búnir að “drepa” svona leik fyrir löngu síðan. Staðfestir aftur litla breidd hjá okkar mönnum og í þessum töluðum þurfum við að setja Suarez inn sem á í raun bara að hvíla í svona leikjum!
Suarez kominn inn á fyrir Gerrard. Hálf vændræðalegt að vera alltaf í basli með þetta Oldham lið.
Suarez ad hita upp
Agger að meiðast….æðislegt….förum að fara með ansi þunnskipaðan hóp í seinni helminginn á tímabilinu…Kaup í janúar eru nauðsynleg núna….algjörlega nauðsynleg
Agger meiddur, aftur. Eins gott Rodgers keypti miðverði.
2-0 sterling!
Sterling mark
sterling
Jæja, þá ætti þetta að vera komið 🙂
sterllllllllllllllling
Jæja, Agger farinn meiddur útaf, erum bara 10 á vellinum
Sterling að klara þetta
lélegt
Álagið er nú ekki meira heldur en svo að sterkasta liðið er komið inn á. Ég myndi hafa mjög gaman að því….EF ÉG GÆTI HORFT Á LEIKINN!
Svansea var að komast yfir á móti manutd
og á sama tíma Man Utd-Swansea 0-1 🙂
Meiðslahrúgan Agger að fara útaf.
Menn tala um breydd í miðvarðastöðuni en Agger er bara talinn sem hálfur maður enda alltaf meiddur.
Það verður því Skrtel og Toure í næsta leik.
P.s dálítið fyndið að lesa að einhver segjir að við verðum að kaupa miðvörð núna 😉
Við erum með Sakho, Skrtel, Agger, Toure sem miðverði og svo eru Kelly og Illory þarna til vara vara. Þetta er eina af fáum stöðum sem við erum með góða breydd en erum að lenda í því að tveir af fjórum eru meiddir.
Árið 1969 var maður sendur til tunglsins! Það er 2014 núna og ég þarf að hlusta á útvarpið til þess að fylgjast með Liverpool….. Something wrong!
Sá einhver leikinn Derby – Chelsea ?
Will nokkur Hughes sem er orðaður við okkur fær ekki góða dóma fyrir þennan leik “Showed little to back up Premier League interest in him, and was booked for a bad lunge on Hazard in the second half. Disappointing afternoon for the youngster.”
Væri kannski ágætt að fá vita hvernig öðrum fannst hann spila þennan leik.
Enn varðandi Oldham leikinn ánægður að okkar menn náðu að klára þetta 🙂 alla vega skemmtilegra að komast áfram heldur enn að detta út eins og í fyrra með skelfilegri frammstöðu!
strakar skitið ekki í ykkur með united bunir að jafna og miklu betri….. flott að merja oldham þeir eru að spila móti swansea
Merkilegt að lesa þetta commentary. Suarez nýkominn inn á og ósjaldan sem stendur eitthvað á þessa leið:
Unfair challenge on Luis Suarez by………
Þetta er bara eitt stórt samsæri 😉
Held að það sé nú ekki hægt að gera kröfu um að rústa þetta lið 5-0 miðað við álagið á okkur á jólatörninni…… Fara á Erfiðustu útivellinna með afar þunnskipaðan hóp og sást greinilega á móti Hull að leikmennirnir voru orðnir þreyttir eftir stíft leikjaálag. þótt í dag sé 5 januar þá hefur verið ansi stíft spilað síðustu vikur og nánast sami kjarni leik eftir leik. Þannig ágætt að hafa náð klára Oldham og komast í næstu umferð 🙂
Lokatölur 2-0, komnir áfram, næsta skref er að komast á Wembley! 🙂
@beggi Will Huges var slappur að mínu mati, Wisdom leit vel út.
Sá þennan á netinu:
Aspas doesn’t always score but when he does ………no ones watching
Alltaf gaman þegar sárir manu mennn eru að tjá sig hér. Sýnist nú Svasea vera betri ef eitthvað er 😉
Og united maðurinn frekar að tjá sig á Kop.is en að horfa á leik sinna manna