Ég verð að segja að þessi niðurstaða er ekkert annað en vonbrigði. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli eftir að þeir komust yfir á 1. mínútu síðari hálfleiks en Robbie nokkur Fowler jafnaði metin úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Rafa byrjaði með lið sem ég hefði aldrei getað giskað á:
Kromkamp – Carragher – Hyypia – Riise
Gerrard – Sissoko ? Zenden – Aurelio
Fowler – Bellamy
Bekkurinn: Dudek, Agger (inná fyrir Carragher 34.), Gonzalez (inná fyrir Riise, 22.), Crouch, Pennant (inná fyrir Fowler, 83.)
Nýliðarnir komu mjög ákveðnir til leiks, greinilega staðráðnir í að sýna að þeir verða sýnd veiði en ekki gefin í vetur. Þeir byrjuðu betur, voru grimmir og héldu boltanum ágætlega innan liðsins, eitthvað sem skorti sárlega í leik Liverpool í fyrri hálfleiknum. Þeim gekk þó illa að koma sér í færi, aðallega vegna vaskrar frammistöði Carra sem byrjaði mjög vel. Ekki er hægt að segja það sama um Hyypia sem mér fannst hættulega slakur til að byrja með.
Fyrsta færið kom á níunda mínútu þegar hinn baráttuglaði Bellamy skaut rétt framhjá, reyndar snerti markmaður þeirra boltann lítillega. Vörnin okkar var ekki sú öruggasta og Kromkamp fannst mér ekki eiga góðan dag, hvorki í vörn né sókn.
Riise þurfti að fara meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks eftir að hafa komist framhjá markmanni heimamanna og sent fyrir af endalínunni án þess að Bellamy næði til boltans. Mark Gonzalez kom inná í hans stað og Aurelio fór í bakvörðinn. Skömmu síðar haltraði Carragher svo af velli eftir að hafa verið tæklaður fyrr í leiknum og Agger kom inná í miðvörðinn í hans stað. Ekki það besta sem gat gerst…
Aurelio átti frábæra aukaspyrnu sem Kenny markmaður varði naumlega en það var besta færi fyrri hálfleiks. Brasilíumaðurinn heillaði mig í leiknum og ég held að það sé ekki nokkur spurning að hann muni koma sterkur inn í vinstri bakvarðarstöðuna, sérstaklega þar sem Riise verður líklega frá í nokkrar vikur vegna meiðslanna.
Fowler var duglegur í framlínunni og reyndi hvað hann gat en kallanganum gekk illa að brjóta ísinn. Það vantaði eitthvað uppá að hann næði að koma sér í úrvalsfærin sem hann kann svo sannarlega að klára, en reyndar létu færin sig vanta í fyrri hálfleiknum. Fowler var að detta þegar hann var komin í fín færi og var óheppinn að láta ekki meira að sér kveða.
Eftir að hafa klárað tvær skiptingar á 34. mínútum verður síðari hálfleikurinn alltaf erfiður. Rafa hefði örugglega viljað breyta fyrr en hann gerði, til dæmis hefði hann viljað setja Crouch inná en hann setti Pennannt inná undir lokin, það skilaði engu.
Reiðarslagið kom á fyrstu mínútu síðari hálfleiks sem var það versta sem gat gerst eftir skelfilegar breskar auglýsingar í hálfleik. Sheffield fékk aukaspyrnu úti á kanti og Rob Hulse var einn í heiminum í vítateignum og skallaði boltann í netið, óverjandi fyrir Reina. Hvað vörnin var að hugsa veit ég ekki en Aurelio og Agger voru algjörlega sofandi í markinu.
Skömmu síðar skallaði Hyypia í utanverða nærstöngina og þá átti Bellamy skalla eftir fyrirgjöf Aurelio sem Kenny varði vel. Sheffield drógu lið sitt alveg til baka, skiljanlega, og vörðust af krafti eftir að hafa komist yfir og ætluðu sér að halda fengnum hlut. Okkar menn vöknuðu ekki almennilega til lífsins fyrr en um hálftími lifði leiks þegar stórsóknin byrjaði og hún skilaði loks árangri.
Gerrard tók skemmtilegan þríhyrning við Fowler og þegar Gerrard fór inn í teiginn var hann tæklaður. Snertingin var ekki mikil en nóg til að trufla fyrirliðann, sem var kominn einn gegn markmanninum, og eftir að hafa fallið í jörðina fékk hann vítaspyrnu. Úr henni skoraði Fowler af miklu öryggi og jafnaði metin. Vítið var mjög umdeilt og var stjóri Sheffield langt frá því að vera sáttur eftir leikinn þar sem Rob Hulse, dómari, útskýrir líka af hverju hann flautaði á snertinuguna.
Fátt markvert gerðist það sem lifði leiks. Heimamenn voru greinilega sáttir við eitt stig sem þeir og uppskáru en okkar menn voru líklega orðin langþrettir á að nánast ekkert gekk upp.
Mér fannst alveg vanta mann á miðja miðjuna til að skila boltanum vel frá sér. Momo er ekki sá besti í því og Bolo var ekki að finna sig. Ég hefði viljað sjá Pennant á kantinum og Gerrard á miðjunni með Momo til að sporna við þessu en Alonso var ekki með vegna meiðsla í dag.
Maður leiksins: Frammistaða einstakra leikmanna? Gonzalez var mjög slakur til að byrja með en tók sig á þegar leið á leikinn. Bellamy fékk úr litlu að moða en hann var alltaf með baráttuna í fyrirrúmi líkt og Momo sem mér fannst eiga fínan leik. Hyypia tók sig sömuleiðis á þegar leið á leikinn, Reina hafði lítið að gera í markinu, en Zenden olli mér vonbrigðum líkt og Kromkamp. Gerrard var ekki upp á sitt besta. Ég ætla að gefa Fabio Aurelio heiðurinn að þessu sinni. Hann sýndi úr hverju hann er gerður að mínu mati og hann kann greinilega að senda boltann.
NIðurstaðan í fyrsta leik tímabilsins er jafntefli gegn baráttuglöðum nýliðum, eitthvað sem við verðum að sætta okkur við þrátt fyrir að auðvitað sé erfitt að kyngja því að hala sér ekki inn þrjú stig á fyrsta leikdegi. Við erum strax á eftir í titilbaráttunni og það setur ekki gott fordæmi að vinna ekki fyrsta leikinn, þannig er það bara.
Framundan eru erfið verkefni, Maccabi Haifa, West Ham, Everton og svo Chelsea. Við kryfjum þennan leik eitthvað áfram áður en við einbeitum okkur að því að komast í Meistaradeildina…
Sá ekki leikinn!!
Er vitað hversu mikið Riise og Carra eru meiddir, hef miklu meiri áhyggjur af því heldur en að hafa ekki unnið þennan leik 😡
Fyrir hönd LFC aðdáenda nær og fjær vil ég koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna leik liðsins í dag. Við gátum ekki rassgat en vorum samt ekki verri en þetta neðrideildarlið. En velkomnir í enska boltann Gonzalez og Aurelio!
Ég held að við megum vera þokkalega sáttir við jafntefli miðað við hvernig leikurinn þróaðist því það er ekkert grín að þurfa að breyta vörninni 2 sinnum á fyrsta hálftímanum og í klukkutíma var aðeins einn maður í vörninni sem hefur spilað þar eitthvað að ráði, þ.e. Hyppia en ég hefði kannski viljað sjá síðustu skiptinguna koma aðeins fyrr en kannski skiljanlegt að Benitez hefur ekki viljað taka neina áhættu ef einhverjir fleiri skyldu meiðast og eins hefði ég frekar vilja sjá Zenden fara út í stað Fowler, sett Gerrard inn á miðjuna, Pennant á kantinn og haldið Bellamy og Fowler frammi en það er alltaf erfitt að eiga við nýliða í fyrstu leikjum tímabilsins og ágætt að það verði smá bið í næsta nýliðaleik sem verður gegn Reading á Anfield 4 nóvember 🙂
Fyrsti leikur og allt það. Mætum líklega betur stemdir til leiks vs. M.Haifa sem er mjög mikilvægur leikur og kannski er þetta til að vekja menn upp (eins og eftir leikinn vs. Sunderland í fyrra) og menn mætir dýrvitlausir næst.
ég hef meiri áhyggjur af mörkum sem við erum að fá á okkur eftir föst leikatriði. Sama gerðist í fyrra þegar svæðisvörn okkar var allaf að klikka … mér er efst í minni mark Rios Ferdinands sem var skita.
Held að við verðum að fá Benitez til að lagfæra þetta. Er einhver með númerið hans?
Maður ætti kannksi að fara að tippa ?
>Er vitað hversu mikið Riise og Carra eru meiddir, hef miklu meiri áhyggjur af því heldur en að hafa ekki unnið þennan leik
Carra mun ekki fara með til Kiev, en Riise á enn sjens samkvæmt Official síðunni.
Ferlega svekkjandi að vinna þennan leik ekki! En í það minnsta góð tíðindi að Carragher og Riise verða ekki lengi frá, en missa þó af Evrópuleiknum.
Ég er alveg sammála þeim sem vildu sjá Pennant í byrjunarliðinu í stað Zenden. Svo virðist vera að það taki nýja leikmenn dálítinn tíma að venjast svæðisvörninni í hornunum. Núna voru það Aurelio og Agger sem voru að klikka en gegn ManUtd var það einmitt Kromkamp sem klikkaði þegar hann var nýkominn til liðsins.
Nú er bara eins gott fyrir liðið að hrökkva í gírinn fyrir þriðjudaginn og klára það dæmi. Eftir það fara menn fyrst að vera með hugann almennilega við deildina.
En Hjalti, Rob Hulse var nú ekki að dæma leikinn! :tongue:
Er ekki málið að þessi leikur sýndi fram á það að lélegu liðin vita ekki ennþá að þau eru léleg. Það tekur þar nokkrar umferðir að átta sig á því. Því er hægt að tapa stigum á þessum fyrstu umferðum
Þetta var leikur vonbrigðana. heimamenn vældu yfir vítinu en hefðu átt að enda leikinn 9. Þetta voru 2 töpuð stig sem verða dýr í vor
Það er stórefast um að Riise geti spilað næsta leik
Jamie Carragher has been ruled out of Liverpool’s crucial Champions League qualifier on Tuesday and John Arne Riise is rated extremely doubtful.
Tek undir með þér Hjalti, Krompkamp var slakur í dag. Hef haldið því lengi fram að hann sé ekki nógu góður fyrir Liverpool. Einnig þótti mér Fowler og Zenden slakir í dag. Hyypia var líka mjög daufur í fyrri hálfleik, en náði sér betur á strik eftir að Carra fór útaf. Auðvitað hafði það áhrif á leik liðsins að þurfa að gera tvær skiptingar á fyrstu 30 mín. En úrslit leiksins eru mikil vonbrigði, strax eftir fyrsta leik eru LFC búnir að tapa tveimur stigum. Svona leikir verða að vinnast ef liðið ætlar að gera alvöru atlögu að fyrsta sætinu.
Það versta við þennan leik eru nú samt meiðsli Carra og Riise. Vonandi verða þeir ekki marga leiki frá, því liðið má ílla við því að missa Carra út lengi. Agger kom reyndar mjög sterkur inn, gaman líka að sjá hversu öruggur að er á boltan og góður að rekja hann upp völlin frá vörninni. Það er einmitt einn helsti ókostur Hyypia hversu slakur hann er í því að skila boltanum frá sér úr vörninni, yfirleitt endar þetta með í háum bolta fram völlinn sem skilar litlu. Tala nú ekki um eins og í dag þegar Crouch er ekki í sókninni. Ef Agger heldur áfram að spila svona vel þá má Hyypia fara að vara sig.
Persónulega hefði ég verið til í að sjá Gerrard á miðjunni með Sissoko (Zenden út) og Pennant á kantinum. Hefði verið gaman að sjá hann sækja á Unsworth (þar er ekki hraður maður á ferð).
Það jákvæðasta við leikinn er hiklaust frábær frammistaða Aurelio, kom mjög vel út í bakverðinum.
Ég tek undir það með nafna mínum Eiríki Ólafssyni að lélegu liðin eru ekki búin að átta sig á því að þau eru léleg. Samt er það gott fyrir boltann yfir höfuð að fá óvænt úrslit en samt verða Reading og Sheff U í botnbaráttunni í vetur.
Alveg ömurlegt að þurfa sjá fyrirliða okkar vera fiska vítaspyrnur/aukaspyrnur til að bjarga liðinu gen nýliðum
verð að segja að Hyypia var svo slakur í þessum leik að það er fáránlegt. Hann seldi sig svo oft og menn gjörsamlega labba framhjá honum. Hann er orðin hægur og allt það en þegar menn hafa ekki hraðan þá verða þeir að reyna að “halda” en ekki fara á útsölur framarlega á vellinum.
Agger verður pottþétt okkar aðalmaður í vörninni í vetur og á eftir að spila fleiri leiki en Hyypia.
Leikurinn var leiðinlegur vægast sagt og hlakka ég ekki til að hitta vinnufélagana eftir helgina. Held að Benites hafi vanmetið Sheffield með þessu byrjunarliði og talið leikinn formsatriði að klára.
Síðast en ekki síst verð ég að tala um Jan “nokkurn” Kromkamp. Ég man eftir fyrstu myndinni sem ég sá af honum, ég hugsaði að þessi leikmaður gæti ekki blautan kúk, og það hefur komið á daginn. Hann er rosalega lélegur, lélegri en Josemi. Það fer hreinlega í taugarnar á mér að sjá hann í liverpool búningnum því mér finnst hann ekki eiga það skilið að fá að klæðast honum.
Allavega er dagurinn ónýtur og ég læt þetta á mig fá fram að næsta leik.
Ef við ætlum að vera með í titilbaráttu af einhverri alvöru verðum við að vinna svona leiki. Mér fannst liðsuppstilling Benitez bera mikinn keim af mikilvægi leiksins gegn Haifa. Skil það í sjálfu sér vel. Hins vegar er það ljóst að liðið á að geta miklu betur. Er samt alveg rólegur yfir þessu. Arsenal hikstaði líka og Tottenham réði ekkert við Bolton. Leikurinn gegn Haifa er lykillinn að framhaldinu. Það er nauðsyn að fara í gegnum þá viðureign uppá framhaldið.
Fiska???? Maðurinn reynir að standa tæklinguna af sér en hreinlega missir jafnvægið. Ekki gat ég séð að hann hafi eitthvað verið að biðja um víti eða neitt í þá áttina. Dómarinn dæmdi bara víti á þetta, réttilega samkvæmt knattspyrnulögunum, en maður hefur nú séð þessu sleppt. En að segja að Gerrard hafi eitthvað verið að reyna að fiska er alveg út í hött.
Þó svo að Aurelio hafi staðið sig vel framávið með góðum sendingum þá klikkaði hann í vörninni þegar LFC fékk á sig markið. Hann var ekki besti maður LFC í þessum leik. Það stóð enginn uppúr að mér fannst. Varðandi Zenden þá fannst mér hann fá boltann of lítið frá vörninni, Agger og Hyppia komu oft með boltann upp að miðjunni og sendu svo langa sendingu á sóknarmennina og “köttuðu” þar með miðjuna út.