Stoke 3 – Liverpool 5

Úff.

Okkar menn voru í byrjun dags í sjötta sæti í deildinni, öll önnur lið í kringum okkur voru búin að vinna og okkar menn á leið á Brittania völlinn í Stoke þar sem við höfðum aldrei unnið leik í ensku úrvalsdeildinni. Völl þar sem Chelsea hafa tapað og Man City gert jafntefli og að mæta þar liði sem hafði fengið á sig 7 mörk í 10 deildarleikjum á heimavelli.

Ég bjóst við frekar daufum leik og var að vonast til að við gætum náð að lauma inn sigurmarki, en ég hefði átt að vita betur því að auðvitað bauð þetta blessaða lið uppá markaveislu báðu megin og okkar menn unnu frábæran og gríðarlega mikilvægan 5-3 sigur á Stoke.

Liðið var svona í upphafi:

Liðið var svona:

Mignolet

Johnson – Skrtel – Toure – Cissokho

Henderson – Gerrard – Lucas

Sterling – Suarez – Coutinho

Á bekknum: Ward, Kelly, Ibe, Aspas, Moses, Sturridge, Alberto.

Danny Ward, 20 ára strákur kom inn sem varamarkvörður á bekkinn og Daniel Sturridge var mættur á bekkinn og átti heldur betur eftir að hafa áhrif á leikinn.

Rodgers stillti Lucas upp fyrir framan Gerrard, sem var hálf skrítið og það er ekki hægt að segja að það hafi virkað neitt æðislega að mínu mati. Ég nenni svo sem ekki að halda langa ræðu um mörkin. Við komumst yfir með sjálfsmarki Stoke þegar að Cissokho átti skot sem var á leið í innkast, fór í varnarmann Stoke og þaðan í netið. Við komumst svo í 2-0 þegar að Luis Suarez skoraði eftir kýlingu frá Skrtel og fáránlega varnarvinnu Stoke. 2-0 eftir um háfltíma og ég hélt að þetta væri rólegt.

En á einhvern hátt tókst okkur enn einu sinni að glopra niður forystu og á nokkrum mínútum voru Stoke menn búnir að jafna 2-2 með mörku frá Peter Crouch og Charlie Adam (hverjum öðrum?). 2-2 í hálfleik og flestir Liverpool aðdáendur bandbrjálaðir.

Í seinni hálfleik komumst við svo aftur yfir þegar að brotið var á Sterling innan vítateigs. Ekki grófasta brot í heimi, en klárlega brot og við fengum víti sem að Steven Gerrard skoraði úr. Um tíu mínútum seinna kom Daniel Sturridge svo inná fyrir Coutinho og var ekki lengi að láta til sín taka. Stoke menn voru að sækja þegar okkar menn fá boltann og þar lagði Sturridge upp frábærlega gott færi fyrir Suarez, sem að skoraði. Staðan orðin 4-2 og allt í himnalagi.

Eeeeeen Stoke menn komust aftur inní leikinn þegar fimm mínútur voru eftir þegar að Walters skoraði með skoti sem að Mignolet hefði átt að verja. Menn óttuðust það versta, en þá skiptust Suarez og Sturridge á hlutverkum. Suarez átti frábæra sendingu á Sturridge, sem skaut og Butland varði frábærlega. Sturridge náði boltanum við endalínu, náði að halda honum inná, heldur honum svo á lofti tvisvar og skýtur svo í markið. Algjörlega frábært mark og hreint stórkostleg innkoma hjá Daniel Sturridge, sem minnti okkur all hressilega á að Luis Surez er ekki eini maðurinn sem getur skorað í þessu liði.


Maður leiksins: Sko, ef við eigum að gefa mismunandi svæðum einkunn þá fá vörn og markvörður C, miðja C og sókn A+. Mignolet hefði mátt gera betur í marki 3, en hann bjargaði líka 1-2svar sinnum frábærlega. Toure og Skrtel voru sæmilegir, Skrtel skárri af þeim. Cissokho og Johnson voru hins vegar fullkomlega afleitir, sérstaklega í fyrri hálfleik. Cissokho er bara ekki sá leikmaður sem hann var einu sinni og Glen Johnson er í einhverri mestu lægð sem ég hef séð hjá honum á hans ferli. Hann þarf að losa sig útúr þessu og það strax.

Miðjan okkar var ekki góð að mínu mati. Gerrard átti sennilega bestan leik af þeim þremur, átti nokkur highlight, en saman þá náðu okkar miðjumenn aldrei að stjórna þessum leik almennilega. Miðjan virkaði umtalsvert betur með Allen þarna. Þetta er eitthvað sem á eflaust eftir að valda Rodgers hausverk á næstu dögum.

Framlínan okkar var svo hins vegar frábær. Coutinho var sístur og hann verður að fara að gera betur í færunum sínum ef ekki á illa að fara. Suarez og Sterling voru hins vegar virkilega góðir og Sturridge átti algjörlega frábæra innkomu. Ég ætla þó að kjósa Raheem Sterling sem mann leiksins. Ég hef gagnrýnt hann mikið, en síðan í desember hefur hann verið algjörlega frábær. Þetta er strákur sem varð 19 ára fyrir einum mánuði og hann virðist einfaldlega kominn uppá næsta level. Virðist vera miklu sterkari og ekki hræddur við neinn. Að mínu mati hefur hann verið besti ungi leikmaðurinn í þessari deild allavegana síðustu 2 mánuði.


Það er eflaust margt við þennan leik sem að mun gefa Rodgers hausverk. Við missum enn niður forystu og við erum að fá á okkur alltof mikið af mörkum. Það er áhyggjuefni og það verður Rodgers að laga. Að komast 2-0 yfir á að duga okkur til sigurs í 95% tilvika, en það virðist bara haldast í 20 mínútur á þessu tímabili.

Hins vegar þá erum við það baneitraðir í sókninni að við komumst upp með svona rugl – allavegana í dag. Við höfðum aldrei unnið á þessum velli og Stoke hafði fengið á sig 0,7 mark að meðaltali í leik á tímabilinu. Að mæta þarna og setja fimm mörk er einfaldlega frábært. Ekkert lið hafði skorað 5 mörk á þessum velli í efstu deild í 32 ár!

Þannig að ég ætla að leyfa Rodgers að hafa áhyggjur af þessu sem var neikvætt og þess í stað einblína á það jákvæða – sem er að við tókum þessa Brittania grýlu og tróðum hana ofan í sömu holu og White Hart Lane grýluna. Það er frábært. Og það er líka frábært hversu ótrúlega skemmtilegt það er að horfa þetta Liverpool lið! Ég get varla ímyndað mér neitt lið í deildinni sem er skemmtilegra að horfa á fyrir hlutlausa.


Okkar menn eru núna komnir uppí 4.sætið aftur eftir hræðilegan sólarhring þar sem að Everton og Spurs voru komin fyrir ofan okkur. Við erum með 42 stig, 3 á eftir Arsenal (sem munu eflaust bæta 3 stigum gegn slöku Villa liði annað kvöld) og 5 stigum á eftir toppliði City. Við erum aðeins stigi á undan Everton og 2 á undan Spurs.

En núna er enn einn erfiður útileikur búinn. Af þeim útileikjum sem við áttum í seinni umferðinni var þessi númer 3 hjá mér á lista yfir þá erfiðustu og núna eigum við því bara Southampton og Old Trafford (sem hefur ekki beint verið neitt virki á þessu tímabili) eftir.

Næsti leikur er á laugardaginn á Anfield gegn Aston Villa og þar er 3 stig klár krafa.

87 Comments

  1. Hrikalega sterkt að vinna Stoke á útivelli, völlur þar sem Chelsea tapaði meðal annars.

    Annars fannst mér Liverpool langt frá því að eiga einvhern stjörnuleik. Nokkrir punktar sem mér fannst hægt að taka út úr þessum leik.

    Liverpool fengu að öllum líkindum 3 mörk gefins í þessum leik. Það er að segja, ef þetta var hendi á Sterling, var helvíti erfitt að sjá það samt.
    Cissokho var hörmulegur, réð ekki við Charlie Adams, sem er einn sá hægasti í bransanum. Var þó skárri eftir að Henderson færði sig yfir á kantinn.
    Toure átti að gera betur í fyrsta markinu en var annars ágætur.
    Gerrard á ekki að vera aftasti miðjumaður, mér fannst þetta upplag ekki virka með Lucas fyrir fram hann.
    Couthino var ekki góður í þessum leik.
    Sterling var hrikalega flottur þó það hafi aðeins dregið af honum þegar það leið á leikinn.
    Það er ekki mikið hægt að sakast við Mignolet en hann átti að gera betur í þriðja markinu hjá Stoke. Það verður að viðurkennast.
    Sturridge og Suarez eru einfaldlega bestir.

  2. Ekki beint hefðbundinn Stoke-Liverpool leikur. Þetta var frekar mikil geðveiki en gott að sjá okkur setja fleiri og frábært að sjá Sturridge og Suarez saman á vellinum aftur.

    Það er neikvætt hvað við erum miklir kettlingar í varnarleiknum og ekki uppbyggilegt að leka þremur mörkum.

    Eina sem skiptir máli eru 3 stig og þetta verður svakaleg barátta alla leið!

  3. Britannia grýlan jörðuð í dag, en fjandi var hún erfið.
    Gríðarlega sterkur útisigur hjá okkar mönnum, til lukku öll 🙂

  4. Frábært, frábært og frábært.
    Fullt af hlutum sem má laga í leiknum en sigur er sigur ! Tempóið var geðveikt í leiknum.
    YNWA.

  5. SAS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Það verður að segjast eins og er að Stoke eru farnir að spila skárri bolta en þeir gerðu, Já munurinn er kannski að þeir eru farnir að spila fótbolta en ekki Rugby, en maður hefði viljað sjá Sakho í vörninni því að mörkin voru grín hjá þeim í dag. En talandi um Suarez og Sturridge maður jizzaði í buxurnar. Hvað var að frétta hjá Sturridge í markinu sem að hann skoraði þetta á ekki að vera hægt. Nú verða essin bara að halda sér heil og þá er 4 sætið okkar.

  6. Gleymum því ekki að Liverpool er að landa stigum þrátt fyrir að sýna enga stjörnutakta. Það er oft það sem skilur á milli feigs og ófeigs. Sterkt að taka þrjú stig á móti liði sem einhvernveginn er ekkert sérstakt en getur samt þvælst fyrir liðum í efri hluta.

  7. Stoke höfðu fengið á sig 7 mörk í 10 heimaleikjum áður en okkar menn heimsóttu þá.

  8. Sælir félagar

    Svakalegur leikur og spennan mikil. Mörk breyta leikjum og “vítið” sem Sterling fiskaði ef til vill það verðmætasta sem hann hefiur gert fyrir liðið. Hættulegasti sóknardúett í Evrópu mættur á svæðið og nú getur allt gerst. Nú mega allir vara sig

    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. ekki nóg með að Brittanía Grýlan hafi verið jörðuð, heldur var fjölskyldugrýlan líka jörðuð.

    Liverpool hefur ekki unnið leik í mörg ár þegar fjölskyldumeðlimir kíkja í heimsókn en á því varð breyting í dag.

  10. HEAD RUSH!!

    Þessi leikur var geggjaður!

    Hversu mikil forréttindi er að vera púllari og sjá svona skemmtilegan fótbolta, það er eitthvað annað en drullan sem t.d. chelskí og manjúhú eru að spila. Þetta var svo rosalega mikilvægur sigur og sætur. Ég er algjörlega í skýjunum með liðið okkar.

    Burt séð með nokkur atriði sem voru slök, sjitt happens. Aðalmálið er að liðið okkar, Liverpool FC gáfust aldrei upp og kláruðu leikinn með stæl.

    Frábær sigur á erfiðum útivelli.

    YNWA!

  11. Þetta var svona leikur þar sem það lið sem skoraði fleiri mörk vann leikinn!!!

  12. Ánægjulegustu úrslit okkar í langan tíma. Loksins brutum við þessa leiðindar Stoke Grýlu á bak aftur og snilld að fá hann Sturridge til baka.Skál !

  13. Þvílíkur rússibani ! ! komumst í 0-2, síðan jafna þeir í 2-2 og maður ekki bjartsýnn, síðan er sama tempó allan seinni hálfleik, úff, held ég þurfi að fara í sturtu.

    Samt bara yndislegt að vinna loksins á Britannia, ætli það viti á eitthvað 😉

    Þarf að reyna að jafna mig eftir þetta, úff. Yndislegt ! !

  14. Mín fimm cent um þennan leik, líklega best að skipta þessu upp sem jákvætt / neikvætt.

    Jákvætt:

    Að skora 5 mörk og sækja þrjú stig á Britannia, í fyrsta sinn í EPL, er frábært! Töpuðum þarna í fyrra. City, Everton og Southampton gerðu jafntefli þarna og Chelsea tapaði.

    Sóknin vinnur leiki, það er bara þannig. Þegar Liverpool er að fara spila fótboltaleik í dag þá er ég jafnviss um að leikurinn verði skemmtilegur og ég var að spilamennskan yrði ömurleg þegar Hodgson var með liðið. Það eru yfirgnæfandi líkur á að við séum að fara skora, og það líklega í fleirtölu.

    Sturridge kominn til baka, það er hrikalega jákvætt. Hann vann þetta fyrir okkur í dag. Lagði upp markið hans Suarez og skoraði svo fimmta markið sjálfur. Það eru þá 10 mörk í 13 leikjum (amk 2 af þessum leikjum hefur hann spilað sem varamaður).

    Annað jákvætt er að vinna þrátt fyrir að stór meirihluti af liðinu sé að spila illa. Við höfum ekki verið að vinna svoleiðis sigra s.l. 10 ár +. Það eru stigin sem þú sækir þegar þú ert ekki að peforma sem skilja að þegar talið verður uppúr kassanum í maí.

    Neikvætt – tek þetta leikmann fyrir leikmann

    Mignolet: Gat ekkert gert við mörkum nr#1 og #2. Varði vel frá Walters (skallinn) og Gerrard. Átti samt að gera mikið mun betur í slöku skoti Walters í marki #3. Þetta hafði ekki áhrif, en samt. Slakt mark.

    Cissokho: Það er kannski ekki hægt að kenna honum um neitt af þessum mörkum. En hann mun ekki komast í varalið LFC þegar Enrique og Flanno eru komnir til baka. Hann er einfættari en Mignolet og lét Adam líta út fyrir að vera hraður í fyrri hálfleik.

    Skrtel: Líklega okkar besti varnarmaður í dag, sem samt segir ekki mikið um hans frammistöðu. Átti að gera mun betur í marki #2. Ágætisleikur samt, kannski erfitt að gera betur m.t.t. þá sem voru í kringum hann.

    Toure: Fyrsta mark Stoke, hann leit illa út. Fannst hann líka vera klaufalegur í marki# 3. Átti ekki góðan dag.

    Johnson: Hvað gerðist? Lélegar sendingar, virklar áhugalaus/þreyttur. Ég hefði átt að hrósa honum meira og tala mikilvægi hans meira upp hérna í podcasti um daginn. Algjört hrun eftir það.

    Lucas: Var fínn í varnarleiknum. Mun samt seint skilja þessa uppstillingu. Lucas frammliggjandi í fyrri hálfleikur og Gerrard dýpri en með Englandi.

    Henderson: Slakasti leikur hans á tímabilinu. Hlaut að koma að slökum leik hjá honum. Standardinn hjá honum orðinn ansi hár.

    Gerrard: Bölvaði og hrósaði honum á víxl. Átti nokkrar frábærar sendingar úr djúpinu og nokkrar arfaslakar sem sköpuðu hættu. Er ekki jafnsannfærandi og Lucas í þessu djúpa hlutverki.

    Sterling: Var ágætur. Er búinn að leika frábærlega undanfarið. Þetta end-produkt hjá honum er orðið mun betra en það var. Hann er alltaf ógnandi og sótti mikilvægt víti þegar við vorum undir pressu. Spurning reyndar um hendi þar + hvort að snertingin hafi verið nægjanleg. Við værum amk ekki ánægðir ef við hefðum fengið svona víti á okkur.

    Suarez: Að skora tvö og leggja upp eitt. Samt ekkert súper leikur. Það segir bara allt um þau gæði sem Suarez hefur. Hann fékk ekki mikinn tíma á boltann en var virkilega duglegur, að vanda, og hefður auðvitað gæðin sem skilja á milli í þessum leikjum.

    Coutinho: Hann er alltaf hættulegur. Sérstaklega þegar hann er ekki fastur út á kannti. Það vantaði samt uppá þessa lokasendingu / skot hjá honum í dag. Lokasendingin er nú ofast topclass hjá honum en skotin ekki. Átti að skora amk eitt mark í dag. Verður að fara nýta þessi færi betur.

    Sturridge: Koma inn, skora og leggja upp. Ekki hægt að biðja um meira. Að eiga mann á bekknum eins og hann er ómetanlegt. Hann kemur auðvitað inn í liðið um næstu helgi. Bara spurning hver dettur út. Við höfum saknað hans. 13 leikir 10 mörk.

    Maður leiksins: Suarez.

    Setning leiksins: Gummi Ben. Gerði grín að Charlie Adam allan leikinn. Sagði m.a. “sýnist hann vera með mars stykki” þegar Adam var að gæða sér á orkustykki. Ég hló.

    Kannski er maður óþarflega harður við suma leikmenn. En maður saknar bara agans sem Liverpool hefur oft haft, sérstaklega undir stjórn Rafa, að geta lokað leikjum þegar við vorum komnir með 1-3 marka forystu.

    Þetta er engu að síður hrikalega mikilvægur og góður sigur. Ekki varð hann neitt minna mikilvægur eftir úrslit gærdagsins.

    Frábær skemmtun. Veit ekki hvort ég hoppaði oftar, af bræði eða gleði. Þvílíkur leikur.

  15. Við eigum 17 leiki eftir, af þessum 17 leikjum þurfum við að vinna 8 til að ná meistaradeildarsæti, en af þessum 17 leikjum eru 9 heimaleikir!

  16. Mjög sætt að vinna og skora 5 mörk. Mignolet kannski í einhverri lægð en er samt að taka magnaðar vörslur þrátt fyrir það. Og hvað það verður gaman þegar Coutinho fer að sýna svipaða takta og hann gerði síðasta vor. Eins verður gaman að fá Sakho aftur í liðið.

  17. Þvílík geðveiki!!!! Griðarlega mikilvægur sigur og sætur var hann.

    Frábært að eiga mann á bekknum sem gat komið inn, breytt leiknum og maður hafði trú á að gæti haft áhrif á úrslit leiksins.

    Liðið hefur spilað betur. En eftir að hafa misst niður tveggja marka forskot á innan við 10 minúttum, á liðið hrós skilið fyrir að gefast aldrei upp og koma tilbaka – þvílíkur baráttuvilji og þeir ætluðu að sigra í dag.

    SAS – mættir aftur á svæðið og það er gaman að vera Poolari í dag!
    ´
    Góðar stundir, gott fólk!

  18. Má held ég hvíla Gerrard í leiknum á móti Villa, hafa þá Lucas, Henderson á miðjunni og Suarez/Coutinho/Sturridge comboið útum allt á miðju og frammi með Sterling á kantinum

  19. Frábært að skora 5 mörk í leik, en hreint út sagt ótrúlegt að sjá þessa varnartilburði hjá öllu liðinu í þessum leik.

    Adam leit út eins og Zidane hliðina á Cissokho, Skrtel hélt uppteknum hætti í því að reyna að fá treyjurnar hjá andstæðingunum áður en dómarinn flautar til leiksloka og Kolo og Johnson litu oft ansi illa út.

    Oft á tíðum slitnaði allt of mikið milli varnar/miðju og miðju/sóknar hjá okkur í dag.

    Svo þarf Mignolet grátlega á samkeppni að halda enda þessar súkkulaði hendur á gæjanum orðnar þreyttar. Hvernig væri að kalla Reina aftur úr láni?

  20. Eins og þessi leikur spilaðist, sér maður ekki annað en að meistaraheppnin sé komin aftur:)

  21. Það var nú býsna áberandi að snerpan hjá Adam er allt önnur en þegar hann var hvað þyngstur á sér. Hann er örugglega 10 kg léttari í dag, svo ógnin af honum er langt um meiri en bara fóturinn.

  22. Góðan Daginn..

    Skrýtinn leikur vægat sagt. furðulega mikið af svona Gjafarmörkum á víxl! fannst þetta frekar ódýr mörk sem við fengum á okkur. Enn Sem betur fer komum við sterkir til baka og unnum 5-3. Vil einhver finna Coutinho fyrir mig? ég vil Meira frá honum enn þetta sem hann er að bjóða upp á. Hann setti standardinn háan á síðustu leiktíð og hefur engan vegin verið í sama takti 🙁

    Fannst þetta arfaslakur leikur hjá okkar mönnum. Charlie Adams leit út fyrir að vera heimsklassamiðjumaður á tímbili í þessum leik.. Það segir allt sem segja þarf um okkar miðju. þegar Stoke Jafna 2-2 þá leit þessi leikur ansi mikið út sem Hull horbjóðurinn… Sem betur fer fékk ég ekki það óbragð upp í kjaftinn minn þegar flautan gall í lok leiks.

    Enn Engu að síður Cruical win fyrir okkur í dag. Everton – united – Spurs – chelsea unnu öll í gær City tók newcastle í dag. þannig þetta var lífsnauðsynlegur sigur hjá okkar mönnum til að halda okkur í báráttunni. Því leið og við töpum leik eins og þessum og mætum svo stóru liðinum og náum ekki úrslit þá verður þetta svo erfitt. Eins og við best tókum eftir jólatörninna toppnum svo 2 leikir 6 stig í það.

    Það fer að koma spennandi tími núna framundan liðin í toppbaráttunni fara mætast reglulega innbyrðis og ef við höldum áfram á þessu tempo þá gætum við eignað okkur topp 4!

  23. Mignolet 5 – varði tvisvar vel en skeit á sig í 3 markinu.
    Cissokho 5 – maður saknar Flannagan og Enrique . Ég hélt að það væri ekki hægt að virka hægur gegn Adam og láta hann líta svona vel út
    Toure 5 – átti að gera betur í fyrsta markinu en er allur að vilja gerður
    Skrtel 7 – bjargaði okkur oft á síðustu stundu en þarf að passa peysutogið
    Glen 5 – Eins og jójó stundum bestur og stundum ömurlegur, þessi leikur var nær því síðarnefnda.
    Lucas 6 – solid
    Henderson 6 – á fullu eins og alltaf en gaf þeim annað markið.
    Gerrard 6 – ekki hans besti leikur þar sem sendingar voru ekki alltaf að rata á menn en gaf allt í leikinn og átti nokkrar fínar tæklingar
    Coutinho 5 – nær ekki að nýta færinn og komst ekki alveg í takt við leikinn
    Sterling 8 – frábær leikur hjá stráknum. Held að Rodgers sé að ná til hans með því að setja hann á bekkinn marga leiki í röð eftir lélega byrjun á tímabilinu og tala um að hann þurfa að einbeita sér að fótboltanum.
    Suarez 8 – skorar tvö mörk og sýnir okkur að aldrei að gefast upp og hans fyrsta mark er skrifað á dugnað.

    Sturridge 8 – frábær innákoma og frábært að sjá hann spila

    Ekki flottur leikur hjá okkur en frábær 3 stig á erfiðum velli.

  24. Gamla philosophian hjá Ajax var ca svona:
    Það er allt í lagi að fá á sig nokkur mörk ef við bara skorum fleiri!!!
    Ekki flókið !

  25. Þvílíkur rússíbani! Algerlega frábær 3 stig og þvílíkt dýrmæt. Sennilega besti sigur okkar þó spilamennskan hafi ekki alltaf verið upp á marga fiska. Vorum að vinna fyrsta sigur okkar á Stoke á útivelli í deildinni síðan 1980ogeitthvað!

    Sókn er besta vörnin! Það heldur betur sannaðist í dag. Við erum bara svo svakalega lánsamir að vera með algerlega frábæra sóknarlínu.

    Gerðum hins vegar allt of mikið af mistökum og vorum að missa boltann allt of oft á miðjunni. Coutinho og Henderson áttu ekki sinn besta dag. Cisskoho…….úfff…ég ætla að vona að Enrique komi fljótlega aftur inn í liðið. Eins og einhver orðaði það áðan. Cissokho lét Charlie Adam stundum líta út eins og Messi! Johnson hefur bara ekki komið aftur úr jólafríi! Við verðum einfaldlega að fá eitthvað back up fyrir hann.

    Það er auðvitað áhyggjuefni að við höfum fengið flestu mörkin á okkur af top 7 liðunum í deildinni……….EN við kunnum sko að skora mörk!! Bara hið ómennska lið City sem toppar okkur þar.

    Sterling, Suarez, Gerrard og auðvitað Sturridge bestir. Skrtel og Toure áttu erfiðan leik. Vil ekki kenna Mignolet um markið. Hann sér boltann mjög seint og völlurinn er rennandi blautur.

    3 sigurleikir í röð, frábært!

  26. Frábær úrslit. Suarez bestur að vanda. Sturridge, Sterling og Lucas líka með góðan leik.
    Þetta voru 3 mjög mikilvæg stig.

  27. Tveggja úff-a leikur og við fljúgum aftur upp í fjórða sætið með SAS.

  28. Ég bara sé allt jákvætt við þennan leik. Að taka 3 stig á velli sem við höfum ekki riðið feitum hesti frá undanfarin ár er bara meiriháttar.

    Stoke er með fínasta lið og eru ógnarsterkir á heimavelli. Það hafa önnur lið fengið að reyna.

    Mér sýnist á öllu að við séum með nokkuð sterkan hóp þar sem mjög margir eru að spila fínan fótbolta. Bekkurinn var meira að segja nokkuð sterkur og frábært að fá Sturridge inn aftur.

    Ef við náum fleiri svona leikjum á útivelli þá held ég að við getum beðið spenntir eftir vorinu – því heimaleikina vinnum við.

    Áfram Liverpool!

  29. Himinlifandi með 3 stig á þessum viðbjóðslega stað.

    Þó ég myndi reyna gæti mér ekki verið mikið meira sama hvernig við náum í þessi þrjú stig og það gerir það bara betra að ”vafaatriði” hafi fallið með okkur og heppnisstimpill á einhverjum mörkum. Satt að segja gera slík atriði sigurinn bara sætari gegn Stoke. Þetta lið hefur fengið að komast upp með helmingi meiri fautaskap en önnur lið í fjölmörk ár og við höfum sannarlega fengið að kynnast því.

    Ég hefði sætt mig fullkomlega við 0-1 eftir rangstöðumark frá Skrtel á 98.mínútu eftir 3. mínútna uppbótartíma, þessi leikur og úrslit voru því í raun bara bónus.

    Þetta snýst allt um stigin og Liverpool varð að fara sækja sigur á þessum velli. Ekki var maður beint bjartsýnn fyrir leik eftir að öll hin toppliðin unnu sína leiki, nánast regla að þá misstígi Liverpool sig, einmitt gegn liðum eins og Stoke.

    Ég er annars ekki viss um að það sé mögulegt að vera meira pirraður en ég var í hálfleik, ég var gjörsamlega sjóðandi yfir því að klúðra þessu niður enn eina ferðina. Þessi samsetning á miðvörðum er eitthvað sem ég vill alls ekki sjá mikið oftar og svipað má segja um Lucas og Gerrard saman á miðjunni. Þeir hafa ekki heillað mig í neinum leik svo ég muni.

    Liðið lá allt of aftarlega og hleypti Stoke alltof auðveldlega fram völlinn og liðið lak slæmum mörkum. Bakverðirnir í dag vöru mjög daprir, Cissokho var ekki að heilla en hann var eins og Phiilip Lahm m.v. Glen Johnson hinumegin. Það er eins og hann hafi misst áhugann eftir Fulham leikinn. Virkaði alls ekki tilbúinn í þessa baráttu í dag og hefur verið mjög slakur undanfarið. Haldi hann þessu áfram er ekki glæta að hann fái nýjan samning á sambærilegum launum og hann er með núna og satt að segja efa ég að hann verði ennþá leikmaður Liverpool í ágúst. Hann á einn stóran samning eftir á ferlinum og ég efa að Liverpool vilji greiða fyrir hann m.v. framlegð undanfarið.

    Það kemur að því að Coutinho bæti mörkum við sinn leik, hann gerir allt annað vel og vantar svo innilega bara herslumuninn. Eðlilegt hjá svona ungum leikmanni en þetta getur verið pirrandi. Eðlilega var þetta ekki hans besti leikur í dag. Bjóst líklega enginn við hans besta leik gegn Stoke to be fair.

    Tek alls ekki undir að Henderson hafi verið slakur í dag, lang mesta vinnslan á miðjunni kom frá honum og hann er okkar besti varnarmaður á miðjunni hvað pressu varðar þegar Liverpool hefur ekki boltann. Stöðu ruglingurinn á Gerrard og Lucas hjálpaði líklega ekki í dag en Henderson gerði ekki mikið af sér. Óttast það töluvert að Gerrard segist verða mun meira í þessum DM hlutverki í framtíðinni.

    Sterling var algjörlega frábær í dag, það er eins og hann hafi verið að lyfta allann síðasta vetur sem skýrir lægðina í byrjun árs. Hann er miklu sterkari eftir að Daði og Andri spjölluðu við hann í október og var ekki vitund smeykur við stórkallalið Stoke í dag. Hann var áberandi næst bestur. Þetta atvik í byrjun seinni hálfleiks var vendipunkturinn í leiknum og mjög vel gert hjá Sterling. Góð pressa skilaði því að hann vann boltann og komst í gegn og fiskaði vítið.

    Þetta var soft víti og er pirrandi að fá á sig en ég skil ekki alveg tal um að þetta hafi verið algjört rugl eða eitt mesta hneyksli tímabilsis. Varnarmaðurinn fer í Sterling og kemur ekki við boltann. Líklega brot út á velli og ef það er þannig gilda sömu reglur inni í teig.
    Hefði mátt vera meira vafaatriði ef þú spyrð mig, Stoke á það svo skilið.

    Luis Suarez er auðvitað bara á öðru leveli, það sem hann er fáránlega góður drengurinn. Holningin á liðinu finnst mér ekki eins góð þegar bæði Suarez og Sturridge eru inná en það skiptir nákvæmlega engu meðan báðir skora og leggja upp nánast að vild.

    Innkoma Sturridge var algjörlega frábær í þessum leik. Frábær stoðsending og enn betra mark og hann var inná í rúmlega 20 mínútur. Eyþór Guðjóns orðaði þetta reyndar best þegar Sturridge skoraði (rétt eftir að Stoke minnkaði muninn)

    ”Það er sem sagt hægt að fagna brjálæðislega reiður og glaður á sama tíma”

    En frábær úrslit, gríðarlega feginn að vera búinn með Stoke á þessu tímabili og ná 6 stigum frá þeim leikjum.

    Liverpool er núna búið að taka 9 stigum meira m.v. sömu leiki í fyrra. Af næstu 4 leikjum fengum við 1 stig í fyrra.

    Lierpool hefur bara einu sinni áður náð í 42 stig eftir 21 leik síðustu 21 tímabil. Þannig að þetta er ennþá í ágætlega góðum gír þó samkeppnin sé fáránlega hörð í ár.

  30. Segi eins og sumir hér að ég vill allan daginn og öll ár sjá liðið mitt vinna 3-5 í svona fótboltaleik heldur en að sjá solid 0-1 sigur.

    Þetta var alger rússibani, frábær tilþrif, heppni og óheppni. Það gefur auga leið þegar úrslitin verða á þessa leið þá er neikvætt að horfa á varnarleikinn og jákvætt að horfa á sóknarleikinn.

    Mér fannst Gerrard dýpri í þessum leik en ég hef séð í mörg ár, ég er handviss um það að ástæða þess var að hann er betri í slagsmálum, fætingi og baráttu en Lucas Leiva, sem hefur átt marga sína verstu leiki á þessum velli. Ég er sko ekki að segja að Gerrard hafi verið góður en djöflaganginn þarftu að vinna. Sem við gerðum á nokkrum punktum í leiknum.

    Utan við þessi færi sem við fengum fékk Coutinho tvö dauðafæri og í seinni hálfleik hefðum við minnst tvisvar átt að gera mun betur þegar við unnum boltann ofarlega á vellinum. Það hefði í raun alveg getað farið svo að þessi leikur hefði farið 5-9 ef að menn hefðu nýtt sín færi.

    Auðvitað pirrar maður sig á bakvörðunum sem áttu mjög erfitt, auk þess sem mér fannst Kolo á löngum stundum áhorfandi í þessum leik…hanskarnir hans Simonar míns þurfa að fara í upphalningu og maður vill sjá liðið halda betur boltanum.

    Auk þess finnst mér okkar magnaði ungi Brazzi hafa átt mjög erfitt í undanförnum leikjum, hann gerir skemmtilega hluti inn á milli en ákvarðanatökurnar og síðasta skrefið í slútti eða sendingum virðist vera að ergja hann. Bara setja hann í herbergi með Sterling sem veit greinilega hvernig maður vinnur sig úr því að eiga erfitt í að vera frábær leikmaður.

    En að fara á Brittania í 13 m/s og rigningu í galopinni stúkunni með þetta góða fótbolta- en afskaplega lítið baráttulið og setja fimm mörk gegn liði sem hefur fengið á sig 10 í síðustu 9 leikjum og geta strikað yfir fyrirsögnina “hafa aldrei unnið deildarleik á Brittania” (unnum Stoke í deild á gamla vellinum þeirra, Victoria Ground) að eilífu vekur með mér svo mikla gleði að ég er ekki með gæsahúð, heldur magnaða merarhúð.

    Komnir í 4.sætið, nú er að klára Aston Villa næst, það hefur líka verið okkur bananahýði annað slagið sem vel væri virði að kveðja!

    Þetta SAS sentera dæmi okkar er ávísun á 4-4-2 leikkerfi þar sem fullt af mörkum er á leiðinni, sennilega báðu megin, og þá er eins gott að okkar menn hafi hlustað á podcastið sem benti mönnum á leikina þar sem sá sem skorar fleiri vinnur.

    Endilega fleiri, 5-3, 6-4 og jafnvel 7-2 á diskinn minn…bara skemmtun…þó hjartað sé kannski ekki sammála!!!

  31. Það er ósanngjarnt að kenna bakvörðum okkar um hvað þeir eiga lélegan leik.

    Fótbolti er liðsíþrótt og liðsmenn þurfa að vinna saman. Ef lið tapar 10-0 vegna þess að sóknarmenn, miðjumenn og varnarmenn liðsins eru lélegir þá er ekki eðlilegt að kenna markmanninum um að hann hafi fengið á sig tíu mörk. Þetta gæti verið heimsins besti markvörður en án stuðnings frá liðinu þá getur hann lítið gert.

    Ef lið spilar með enga kantmenn eða kantmenn sem liggja mjög framarlega og sinna þar af leiðandin lítilli eða engri varnarvinnu er ekki hægt að kenna bakvörðum einum um að þeir eigi lélegan leik.

    Skipulagið og upplagið skiptir líka máli ef á að horfa á frammistöðu bakvarða. Ef það kemur alltaf hjálparvörn þá gengur bakverði betur að verjast.

    Ef bakvörður sér meira og minna um kantinn einn þá er meira svæði sem er á hans ábyrgð sem þýðir að hann verður þreyttari og hans kraftar eru dreifðir yfir stærra svæði.

    Það að búa til gott lið krefst þess að búa til jafnvægi milli sóknar og varnar, milli staða sem þurfa að vinna saman og svo framvegis.

    Það má ekki gleyma þessu þegar er verið að meta einstaklinga í liðsíþrótt.

  32. Fyrir mér er það mikilvægast að klára leikinn, það var þvílíkur aulaskapur að missa þetta niður í jafntefli í hálfleik ég er hálf hræddur um að Lfc lið síðustu ára hefðu ekki sýnt þann karakter að koma aftur út í seinni hálfleik og klára leikinn, oftast þegar við fengum svona mótlæti(að missa niður 2 marka forsystu) þá einhvernveginn fjaraði bara undan liðinu þannig að það var sterkt að taka þetta.

  33. Sælir,

    mér finnst það vera mistök að líkja vítaspyrnudómnum við eitthvað sem BR kýs að kalla “spænskt víti” ( http://fotbolti.net/news/12-01-2014/brendan-rodgers-myndi-kalla-thetta-spaenskt-viti ).

    Sterling er að fara fram hjá varnarmanninum sem setur mjöðmina í hann og við það dettur Sterling. Þetta var alltaf víti og rugl hjá BR að vera benda á eða taka undir með að þetta hafi verið eitthvað sem féll með okkur.

    Annars var það góður sóknarleikur í dag sem færði okkur 3 mjög góð stig. Mér finnst sumir full kröfuharðir á Coutinho, drengurinn er aðeins 21 árs. Hann er frábær með boltann og með mjög gott auga fyrir spili. Hann er að koma sér í færi í nánast hverjum leik og þegar hann fer að nýta þau erum við með miðjumann sem gæti verið með í kringum 8-12 stoðsendingar og 6-10 mörk á tímabili. Það er að mínu viti góður miðjumaður.

    Núna er það Aston Villa heima á Anfield og til að eyðaleggja ekki þessi fínu stig á Britannia verðum við að vinna á laugardaginn.

  34. Er búinn að heyra það að GJ vilji launa hækkun en LFC vill að hann taki á sig launalækkun og neitar að semja við hann annars.

    Eitthvað til í þessu?

  35. Frábært að vinna loksins Stoke á útivelli í deildinni. Þessu leikur hefur alltaf verið algjör lágpunktur á tímbilinu undanfarin ár.

    Mér finnst þessi frammistaða Liverpool á tímabilinu sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að liðið var ekki styrkt neitt í leikmannaglugganum í sumar. Allir þessir leikmenn sem við fengum, Moses, Aspas, Toure, Sakho, Cissokho, Mignolet, Alberto, enginn af þessum leikmönnum hefur styrkt liðið nema mögulega Sakho og Mignolet. Mignolet er byrjaður að leka inn klaufamörkum á færibandi eftir nokkuð góða byrjun. Það hefði mátt sleppa öllum þessum kaupum og gefa bara peninginn til góðgerðarmála.

    Stewart Downing út og Moses inn, þarna veiktu menn liðið töluvert. Oussama Assaidi er líklega 10 sinnum betri leikmaður er Victor Moses miðað við frammistöðu þeirra á tímabilinu. Það mætti kalla hann til baka strax og skila Moses.

    Cissokho, keyptu menn hann bara blindandi? Trúi ekki að menn hafi verið að njósna um hann og fengið það út að þetta væri leikmaður sem við þyrftum að fá. Þetta er leikmaður sem minnir mig mjög mikið á Djimi Traore, bara miklu lélegri.

    Toure inn og Wisdom út, til hvers voru menn að þessu? Til að gera borgað lélegri og eldri miðverði hærri laun? Hann byrjaði ágætlega en er núna bara úti á túni. Hann hreinlega nennti ekki að dekka Crouch í markinu í dag. Peysutogarinn Martin Skrtel er eins og Maldini við hliðinu á honum.

    Merkilegast af öllu hlýtur svo að vera salan á Jonjo Shelvey og kaupin á Alberto. Þvílíkt og annað eins glórualausa ruglið. Shelvey hefur spilað í flestum leikjum Swansea á tímabilinu og staðið sig vel. Þessi Alberto er ekki nálægt byrjunarliðinu, enda virðist hann ekki hafa mikið fram að færa miðað við þetta litla sem maður hefur séð af honum.

    Það þýðir samt ekkert að vera að kvarta yfir þessu, þetta er og hefur verið undanfarna áratugi the Liverpool way þegar kemur að leikmannakaupum. Kaupa marga meðalmenn, eða bara beinlínis lélega leikmenn, sem styrkja liðið ekkert í stað þess að kaupa fáa góða.

  36. djöfull væri nú gott að eiga góðan djúpan miðjumann sem tæki mikið til sín…..

  37. Það var samt eitt mjög jákvætt í okkar varnarleik fengum á okkur 11 horn og vörðumst öllum. Nokkuð gott á móti Stoke. Annars frábær leikur hjá framlínunni allri.

  38. Ekki er ég samála þér Halli.

    Liverpool er búið að vera sterkara í ár en á síðasta tímabili.
    Suarez að topa sig en eina ferðina, Sturridge sjóðheitur, Lucas meira með, Sakho kemur sterkur inn, Mignolet búinn að bjarga fleiri stigum en Reina gerði allt tímabilið í fyrra. Henderson að eiga sitt langbesta tímabil, Allen með góða endurkomu, Sterling að brilla undanfarið,

    Þú talar um Downing út og Moses inn? Moses er varla búinn að byrja á tímabilinu og eru Coutinho/Sturridge/Sterling að leysa Downing hlutverkið

    Assiaidi er ekki betri en Moses

    Cisskho var hugsaður til þess að auka breyddina og þegar Enrique og Flannagan eru úti þá er hann kannski ekki versti þriðjikostur í deildini þótt að mér finnst hann ekki góður

    Toure fór vel af stað en hefur ekki verið að spila mikið undanfarið en menn verða að átta sig á því að þarna er reynslubolti inní klefanum sem veit hvað þarf til þess að vinna deildina og miðlar af sinni reynslu. Ég er á því að þetta voru snilldar kaup(ef kaup skildu kalla) því að Carragher datt út og þurfti einn reynslu bolta inn.

    Jojo hefur verið að spila vel með Swansea en það er greinilegt að Gerrard, Lucas, Henderson, Coutinho og Allen er á undan honum í liðið og því skiljanlegt að þeir létu hann fara. Albert er ungur að árum og var líklega hugsaður sem styrkur í framtíðini en ekki lykilmaður á þessu tímabili.
    Það má eiginlega segja að leikur Swansea og Liverpool lýsi Shelvey best. Hann getur verið virkilega góður en svo hrikalega misstækur og leitar of mikið af úrslitasendinguni.

    Eigum við að skoða nýju leikmenn liverpool sem styrkja liðið
    Sakho, Mignolet, Coutinho, Sturridge. Þetta eru 4 leikmenn sem eiga heima í liðinu ef þeir eru heilir. Svo hefur Suarez, Skrtel og Henderson aldrei spilað betur en undir stjórn Rodgers

    Hjá mér er glassið hálf fullt og er þetta besta byrjun liverpool síðustu 21 tímabil og finnst mér skrítið að gagnrína liðið mikið núna.

    Liverpool eru ekki í aðstöðu til þess að fá til sín bestu leikmenn heims og þurfa að ná í geimsteina eins og Coutinho eða ná í leikmenn eins og Sturrdige sem eru góðir en eru ekki að fá tækifæri.

  39. Hversu mikilvæg 3 stig! og STOKE-bölvuninni aflétt 🙂

    Ef við bætum vörnina okkar verð ég sáttur með liðið.

  40. God skyrsla, bara eitt, reynid nu ad taka af ykkur liverpool gleraugun, ef liverpool hefdi fengid a sig svona viti vaerud tid allir brjaladir ad tala um samsaeri. Hann einfaldlega hrundi i grasid vid littla sem enga snertingu, omurlegt ad sja atvinnumenn “svindla”, sama i hvada lidi teir eru.

  41. Skrtel verður að fara passa sig í föstum leikatriðum held hann fái dæmda á sig vítaspyrnu ekki seinna enn í næsta leik ef hann heldur þessari ömurlegu varnarvinnu áfram í hornum og spyrnum inn á teig.Liverpool má þakka fyrir að eiga leikmann eins og Suarez hann er bara alltofgóður.Leið og Coutinho fer að slútta þessum færum sínum og Sturridge heldur sér heilum erum við í klassa málum framm á við enn vörnin þarf að hysja upp um sig.

  42. Halli, hvaða bull er þetta ?

    Alberto er klárlega efnilegur strákur sem á eftir að gera fína hluti seinna meir, aldrei hugsaður sem lykilmaður á þessu tímabili.

    Toure? Crouch gerði bara mjög vel með að stíga einu skrefi til baka og gabba hann svona, lítið sem hann hefði getað gert við þessu marki hjá crouch, varla labbar maðurinn í gegnum hann, fannst Toure bara ekkert lélegur í dag, ekki frábær leikur, en samt ekki lélegur.

    Allavegna væri ég alla daga frekar til í að hafa Toure í liðinu heldur en Wisdome, sem á klárlega eftir að vera góður seinna meir.

    Aspas hefur síðan ekkert fengið að spila, og ef hann fær að spila þá spilar hann ekki í sinni stöðu.

    Það hefur tíðkast að hrauna svoleiðis yfir nýja menn alltaf, eftir hvert einasta sumar, allt brjálað, en svo fá þessir menn aðeins að spila og venjast liðinu og leikskipulaginu og farnir að blómstra, Henderson, Allen að koma þokkalega sterkur inn, Sterling sem allir vildu úr liðinu, Downing var meira að segja farinn að spila þokkalega vel. People, gefið mönnum sjéns, oft endar það ekki vel, en mörg dæmi benda til þess að það gangi vel seinna meir.

    Takk og bless, einn sáttur með sigurinn og ætlar ekki að vera að væla um hitt og þetta því þetta var frábær skemmtun, svona eiga fótbolta leikir að vera.

  43. Bergur Þór:

    Mér fannst þetta ekki vera víti – en að saka hann um dýfu finnst mér vera jafnmiklar öfgar og tala um þetta sem 100% pjúra víti. Það er snerting, það er líka peysutog:

    https://twitter.com/TheKopMagazine/status/422454561517731841/photo/1

    Ég vísa því algjörlega á bug að um leikaraskap sé að ræða, þó ég hefði vissulega verið bandbrjálaður að fá á mig svona víti. Það er sem sagt snerting, smá peysutog og Wilson er með svona 30 kg á Sterling. Hvað er svona ömurlegt við það að detta, dæmdi hann víti?

  44. Annað, Cissocho (stafs?) var líka fenginn á lán en ekki keyptur til að auka samkeppnina við enrique, eftir að hann kom hefur enrique aldrei spilað betur.

    Moses hefur hinsvegar ekkert gert, enda er ekki hægt að ætlast til að allir nýjir leikmenn blómstri, verða alltaf eitthver flopp, hjá öllum liðum í heiminum.

  45. Æji, þetta víti.

    Þetta er auðvitað ekki neitt neitt.

    EN

    Hver einasti varnarmaður á Englandi(og í heiminum) lætur sig detta oft í leik við nákvæmlega eins eða minni snertingu. Hversu oft hefur maður séð varnarmenn kasta sér í jörðina við enga snertingu þegar þeir eru að missa boltann, þeir væla út aukaspyrnu og enginn segir neitt? Eru þeir bara klókir?

    Sterling fékk víti, snertingin var lítil, en hverjum er ekki drullusama. Þetta er ekki stórt vandamál. Og allra síst fyrir Liverpool menn í dag.

  46. Sælir félagar

    Já maður er að komast niður á jörðina eftir þennan rússibana í dag. Frábær skemmtun og bauð upp á allt sem fótboltaleikur býður upp á. Flott tilþrif (Suares, Sterling og Sturridge) og fáránleg mistök (varnarmenn Stoke) og allt þar á milli.

    Cissokho er auðvitað áhyggjuefni en það fer að koma að því að hann fái hvíld og þá er þeim áhyggjum lokið. Hinumegin er það áhyggjuefni sem ekki er á förum, fyrr en þá í sumar. Það er GJ. Hvað það er sem er að drengnum þeim þá er það ljóst að hann er ekki nema skugginn af sjálfum sér og er bara á leið burtu ef svona gengur áfram. Ég vil að hann verði settur á bekkinn og látinn horfa á nokkra leiki þar til hann fær það hungur sem til þarf. Það þarf að vera andsk . . . lélegur varamaður sem ekki er jafn góður og GJ er búinn að vera undanfarið. Sem sagt bakverðirnir eru áhyggjuefni.

    Peysutog Skrtel fer að gefa andstæðingum víti og ef til vill eitthvað meira. Það er hættulegt. En hann er samt næst besti kostur í miðvarðarstöðuna eins og er. Sakho er okkar besti miðvörður og ég sakna hans. Toure er ef til vill góður í klefanum en ekki nema slakur meðalmaður á vellinum, því miður.

    Henderson er búinn að setja standardinn svo hátt að manni fannst hann vera slakur í dag. Það er auðvitað bara vegna þess hve fáránlega vel hann hefur verið að spila undanfarið. Gerrard fyrir aftan Lucas stöðvaði nokkrar sóknir með líkamsstyrk sem Leiva hefði verið í vandræðum með. Skiljanleg uppstilling þess vegna. Coutinho á eftir að skila mörkum og stoðsendingum. Við skulum því vera alveg róleg þess vegna.

    Um S og S þarf ekki að ræða heldur bara að brosa af hamingju.

    Það er nú þannig

    YNWA

  47. Alveg magnað að koma hérna inn eftir flottann sigurleik og lesa neikvæða pósta!! Við skoruðum 5 mörk á Brittania!!! Förum nú að japla á gleðipillunum og höfum gaman af þessu 😉 Mér finnst algjörlega magnað að halda með liði sem getur farið á white hart lane og brittania og skorað 5 mörk á þeim báðum.

    Menn verða að gera sér grein fyrir því að við höfum ekki fjármagn til að vera með topp vörn, miðju og sókn! En ef áfram heldur sem horfir þá eigum við góðar stundir framundan næstu árin, oft þarf ekki mikið til að hlutirnir smelli. Ein breyting á varnarskipulagi eða miðju getur gert kraftaverk hvort sem það er með nýjum kaupum eða færslum á leikmönnum. Persónulega vill ég ekki á neinn hátt hrófla við neinu frammá við en gaman væri að sjá eitthvað gerast í miðjumálum, mér finnst slöpp vörn okkar byrja á miðjuni og skilar sér svo í allri sinni mynd á öftustu mönnum. En svona svo að maður fari nú ekki í neikvæðnina þá er ég glaður púllari í dag og verð það út þessa viku 🙂
    Góðar stundir fellow Púllarar 😉

  48. Eythor Gudjons, sennilega soldid illa ordad hja mer, tetta var ekki leikaraskapur heldur fyrst og fremst leleg domgaesla. Sterling daemir audvitad ekki leikinn. En punkturinn hja mer er tessi, eftir city leikinn var daemt ranglega a pool rangstada, og allir her brjaladir tvi sterling hefdi langliklegast skorad 2-0, i dag faer pool viti sem hefdi aldrei att ad vera, en sumir poolarar hreinlega geta ekki tekid af pool gleraugun. En vid tveir erum allavegana sammala um ad tetta atvik hefdi ekki att ad vera viti. P.s. lidid mitt i deildinni hefur oft fengid gefins viti eda mjog odyrt og eg hef orugglega ekki sed tad i sidasta skipti, ad tvi sogdu hvet eg menn til ad taka af ser lidsgleraugun og vera sanngjarnir.

  49. Vá hvað það er gaman að horfa á Liverpool spila fótbolta. Skítt með mínusana, við skoruðum fimm mörk í dag og erum með 51 mark í deild í 21 leik. Sem er t.d. meira en allt tímabilið 2011-12. Engum dylst því skemmtanagildið í leik liðsins og umturnunin sem hefur orðið á sóknarleik liðsins í vetur. Þetta er allt sett í samhengi hér að ofan, Stoke var búið að fá á sig 7 mörk á heimavelli og 10 í síðustu 9 leikjum, við setjum á þá fimm. City og Chelsea eru búin að ströggla á Brittania. Þessi leikur er einn af draugunum sem hafa fylgt okkur í mörg herrans ár.

    Fjandinn fjarri mér, það er fátt betra en að vera svartsýnn fyrir leik, hoppandi og hlægjandi á meðan leik stendur og svo úr sér gengið glaður eftir leik. Það er bara orðið svo langt síðan það var svona gaman að fylgjast með þessu liði.

  50. Hann einfaldlega hrundi i grasid vid littla sem enga snertingu, omurlegt ad sja atvinnumenn „svindla“, sama i hvada lidi teir eru.

    Fyrir það fyrsta var þetta klár snerting sem tók Sterling úr leik í þessari sókn. Hvort hann hefði getað staðið þetta af sér er erfitt að meta en afhverju í ósköpunum átti hann (eða sóknarmenn almennt) að reyna það? Hvað þurfum við að sjá mörg dæmi þess að brotið sé á sóknarmanni án þess að dæmt sé á það þar sem hann náði að standa tæklinguna af sér? Þarf eitthvað betra dæmi en Luis Suarez?

    Stoke er gott dæmi um ”heiðarlegt” lið sem kemst upp með endalaust af lúmskum fólskubrotum sem ekkert er sett út á, ekki einu sinni þegar menn detta í meiðsli vegna þeirra. En ef menn standa ekki af sér tæklingar gegn þeim þá eru þeir að skemma íþróttina. Bull.

  51. Fyrir utan að ef menn standa af sér ýtingar eða snertingar þá fá þeir pottþétt ekki neitt. Þannig er dýfingakeppnin líka sök dómaranna en ekki eingöngu óheiðarlegra sóknarmanna. Sem dómarar eiga by the way að vernda en gera almennt ekki.

  52. Takk fyrir þessa skýrslu og takk fyrir öll þessi góðu komment sem ég hef skilmerkilega lesið. Ástæðulaust er að klifa enn meir á því sem gestir síðunnar hafa sagt og skrifað en þetta vil ég þó segja:

    Ég felldi gleðitár þegar Sturridge stakk á nafna sem skoraði í fjærhornið. Ég fékk svo óstöðvandi gleðiekka þegar hann á yfirnáttúrulegan hátt hrifsaði til sín tuðruna og renndi henni í markhornið á lokamínútunum. Þaggaði hann þar með í skrækjum Þróttaranna og minnti á að nú mega verðandi mótherjar fara að spenna beltin.

    Sjálfur hafði ég spáð fyrir um það í fyrri hálfleik, að Kútínjó litli myndi víkja af velli fyrir hinum ótrúlega Sturridge. Og þótt ég sé ekki spámannlegur í vextinum þóttist ég einnig geta séð fyrir að sú innáskipting myndi hefja sóknarleik liðsins upp í hæstu hæðir. Sú varð nú heldur betur raunin og segir það sitt um þann dáðadreng Daníel að sófasauður upp á Íslandi skuli geta rýnt svo inn í framtíðina þegar hann er annars vegar og haft svona líka dásamlega rétt fyrir sér.

    Hugsið ykkur eitt andartak ef Sturridge hefði verið inn á í Stafnfurðubrúarbardaga! Hvað þá ef það hefði verið hann en ekki Kúturinn sem fékk sendinguna á markteig eftir renaissance samleik nafna, hendersons, sterlings og annarra við hina okkurbláu Etihadmúra. Svakalega hefði nú munað um þann herslumun og væri staða efstu liða í PL eitthvað önnur ef hans krafta hefði notið við í þeim rimmum.

    Og nú er hann mættur til leiks, horfir mót himni með fingur á lofti, tilbúinn til frekari dáða.

    Gleymum því ekki að mótið er rétt svo hálfnað. Ég sá viðtal við fyrirliðann þar sem hann lofaði að láta húðflúra sig frá toppi til táar ef liðið vermdi toppsætið að móti loknu. Hver veit nema að hans bíði sársaukafullar stundir á húðflúrsbúllu áður en flautað verður til leiks næsta haust. Við höfum þegar komist í eftstu hæðir áður. Ég held það þurfi ekki spámannlegri ýstrubelg en mig til þess að sjá það fyrir að toppi verði aftur náð áður en móti lýkur nú í vor.

  53. @47

    Assaidi búinn að sína mikið meira en Moses á þessu seasoni. Þú getur engan veginn fullyrt að Moses sé betri þetta tímabil. Moses er kannski með hæfileika en hann er ekki að sýna neitt.

  54. Stórkostlegur leikur og frábær sigur hjá okkar mönnum.

    BR er að spila sóknarbolta og gerir það gríðarlega vel enda styrkleikar liðisins og bestu leikmenn allir framarlega á vellinum.

    Vörnin hefur verið vandamál síðustu árin og það þarf vissulega að bæta þó svo að hún verði eflaust ekki jafn góð og menn muna þegar Benitez var með liðið enda allt öðruvísi leikstíll. Í mínum huga eru varnarmenn liðisins góðir, fá lið hafa jafn öfluga miðverði. Helst þyrfti að styrkja bakvarðarstöðurnar þar sem GJ hefur ekki verið að nægjanlega stöðugur og persónulega hefur mér ekkert fundist hann vera neinn heimsklassaleikmaður á neinum tímapunkti á sínum Liv ferli, hann hefur spilað vel inn á milli en reglulega meiðst eða dottið í lægð. Sama með enrique. Þetta eru þó flottir leikmenn sem ég vil ekkert endilega missa úr liðinu.

    Mjög áhugavert að sjá Gerrard í nýrri stöðu og eftir leikinn talar BR um að það hafi bara verið tímaspursmál hvenær Gerrard yrði spilað í þessari stöðu…..MJÖG ATHYGLISVERT. Veit ekki alveg hvað lucas finnst um þetta enda hlítur hann að detta þá aftur fyrir Allen í goggunarröðinni á miðjunni. Það er reyndar áhugaverð uppstilling sem ég er spenntur að sjá. Mér finnst leikstíllinn svo miklu hraðari og skemmtilegri þegar Allen er inná. Síðan verður þessu kannski róterað og lucas og gerrard skiptast á að spila holding miðjustöðuna. Allavegana held ég að miðjan verði hraðari og ferskari fyrir vikið. Gerrard og lucas hafa ekki virkað neitt sérstaklega sannfærandi saman en hitt er svo annað mál að þeir hafa náð frábærum úrslitum saman í vetur.

    Sterling var alveg magnaður enn eina ferðina og ótrúlegt að sjá hversu mikið hann hefur bætt sig frá því í haust. Þetta var sturlað erfiður leikur fyrir hann að spila en hann lét stoke liðið ekkert svína á sér og hélt haus og vann gríðarlega mikilvægt víti fyrir liðið með mikilli baráttu og pressu framan á velli. Hann gerir BR erfitt fyrir með val á hvaða leikmanni verður fórnað til þess að hleypa Sturridge inn í liðið.

    Sturridge og Suarez magnaðir að vanda og stórkostlegt að liðið eigi tvo svona hæfileikaríka framherja. Fjórða markið var með þeim flottari sem ég hef séð, sendingin frá sturridge ótrúleg og afgreiðslan hjá suarez frábær.

    ótrúlega sáttur.

  55. Er Lúðvík Sverriz alias fyrir Kristinn R. Ólafsson?
    Eníhú.
    Vildi upplýsa um eitt”óhappajinxið” enn sem var aflétt í dag. Horfi alloft á leiki á Classic, hef þar amk 9 sinnum séð leik með kunningja mínum, – við höfum þó aldrei mælt okkur mót, heldur óvart hist þar og séð leik. Aldrei hefur komið sigur í þeim leikjum. Í leikhléi í dag fór ég brjálaður á migildið og var að velta fyrir mér hvernig við hefðum misst niður 2ggja marka forskot. Hitti þar kunningjann. Ástæðan ljós. Ég grét og fór aftur í sætið og var alvarlega að hugsa um að fara heim, því ég sá fram á að leikurinn væri tapaður. Oh ye of little faith! Djöhöfull var þetta gaman. 3:5 anytime fram yfir 0:1 takk 🙂

  56. Suarez 22 mörk (misst af 5 leikjum)
    Sturridge 10 mörk (misst af 9 leikjum)

    aðrir markaskorarar(veit ekki hvað þeir eru búnir að missa af mörgum leikjum)
    Aguero 13 mörk
    Remy 10 mörk
    Toure 10 mörk
    Hazard 9 mörk
    Negredo 9 mörk
    Lukaku 9 mörk
    Rooney 9 mörk

  57. Allan tíma víti. Ekki mikil snerting en snerting samt, þannig að vælukjóar grenjiði annars staðar.
    Síðan smá pæling. Hvernig verður okkar ástsæla lið þegar vörnin fer að virka sem skildi?
    😉

  58. einar þegar ég les þetta þá fynst mér alltaf eins og þú sért í filu eða pirri pú,, þykir skemmtilegra að lesa fra hinum pennunum en okei meðþað.. en þetta var aaldrei víti á sterling haha meira seigja carragher sagði að þetta væri ekki víti ekki að eg sé að kvarta yfir gefins vitaspyrnu kannski rodgers pressan að skila sér..

    og adnan januzaj er langt langt á undan öllum ungum leimönnum í þessari deild þvi miður þá eru united menn með efnilegasta leikmann í heimi þessa dagana 18 ára kvikindi sem er að stela senuni ..

    en vá hvað það vantar miki shako í þetta lið hrikalegur munur..
    svo verður miðjan betri þegar allen kemur fyrir lucas

  59. Það hefur aðeins einu sinni gerst að 21 sigrar tryggi ekki meistaradeildarsæti. Liverpool hefur núna sigrað 13 leiki, sem þýðir að 8 sigrar til viðbótar ætti að fleyta liðinu í meistaradeildina og það eru 17 leikir eftir!

    Hér eru 11 leikir af þessum 17 sem verða að teljast frekar “vinnanlegir”. 8 sigrar af þessum 11 og maður þarf að panta Sky diskinn strax í sumar!

    Aston Villa Heima
    West Brom úti
    Fulham úti
    Swansea Heima
    Sunderland Heima
    Cardiff úti
    Tottenham Heima
    West Ham úti
    Norwich úti
    Crystal Palace úti
    Newcastle Heima

  60. Usss svakalegur leikur, leitt að missa í 2-2 í hálfleik en við tóku þetta með lala leik þannig, get ekki beðið erum að fara LIVERPOOL vs arsenal næsta mánuði usss koma svooooo.

  61. Loftur:

    Ekki enn gefið út hver dæmir þann leik. Howard Webb gæti verið spilað á miðjunni

  62. Það er við litlu að bæta við þennan leik en það sem komið er fram og því langar mig að tala aðeins um Sturridge. Veit ekki með ykkur en ég er rosalega glaður að hann skuli vera komin úr meiðslum. Sturridge virðist gefa Suarez fleiri sóknarmöguleika heldur en Sterling og Couthinho. (þótt að þeir skapi líka mikið)

    Ég er viss um að við höfum fengið einhver stig á móti Chelsea og City ef Sturridge hefði verið heill. Ég tel það lykilatriði að Sturridge haldist heill út tímabilið að ná 4 sæti eða ofar.

    Sturridge er einfaldega orðinn heimsklassa framherji og að geta spilað tveimur í stað einum heimsklassa framherja í hverjum leik er alltaf að hjálpa okkur!

    SAS er skæðasta framherjaparið sem við höfum haft síðan Fowler/Collymore og Fowler/Owen.

  63. Sammála þessu með Sturridge. Það var klárlega mjög sterkt að geta sett hann inná óþreyttan gegn lúnum varnarmönnum Stoke, og afgreiðslan hjá honum í markinu sem hann skoraði var ekkert annað en mögnuð: skjóta, vera næstum dottinn út af vellinum, taka boltann á kassann, skalla hann og dúndra svo í netið.

    Eins var sendingin hans á Suarez markinu á undan mögnuð, það er eins og hann sé að nota einhverjar hreyfingar sem aðrir leikmenn bara hafa ekki. Ekkert ósvipað Suarez reyndar, nema að þeir eru samt ekki með neitt svipaðar hreyfingar innbyrðis, hvor um sig er með afgerandi stíl.

  64. Hvað skildi þetta fela í sér: “Matthew Baxter, chief media officer at Liverpool FC, said: “It’s fantastic that the club has been able to secure the new host of TV partnerships, allowing passionate Reds to watch the heroes they love.

    “One of the club’s main aims is to extend engagement though our various media with the millions of fans across the world, so that they feel part of the Liverpool FC family, and these deals are another step in that direction.”

    The deals cover Hong Kong (beIn Sport), Indonesia (Kompass), India (Sony), Middle East and France (beIn Sport), New Zealand (Sommet), Norway (TV2), Balkans (Arena TV), Malta (Go TV) and Iceland (365 Media).” http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/liverpool-fc-announce-new-global-6501559?

  65. Ég sé að það eru margir sem eru að velta fyrir sér pælinguna með að færa Gerrard og Lucas, ekki að maður sé eitthvað sammála með það. En er pælingin ekki að færa Lucas upp að hann er yfirleitt fljótur að vinna boltann og koma honum til næsta aðila að það myndi gefa hugsanlega fleiri sóknarfæri fyrir Suarez og Co..
    Og Gerrard sem er ekki með sama hraða og áður en er hinsvegar með frábæra langa bolta og getur því búið til eitthvað fyrir sóknina þótt að hann sé aftarlega.
    Ég er bara að pæla með þetta ekkert annað, en þetta var skrítinn sigur.

  66. Mér fannst þetta vera víti, Sterling á ekkert að þurfa að gjalda neitt sérstaklega fyrir það að eiga erfiðara með að standa í lappirnar sökum stærðar sinnar. Varnarmaðurinn einfaldlega stöðvar hann á ólöglegann hátt svo þetta er ekkert annað en víti.

    Svo með varnarleikinn, að þá er það einfaldlega þannig að varnarmenn geta alltaf litið ílla út í liðum þar sem spilaður er alvöru sóknarleikur. Hins vegar vill maður að liðið nái að drepa leikinn þegar það er komið með forystu, mjög fúllt að missa forystuna svona oft niður.

    Annars er alveg magnað að sjá innkomu Sturridge og nú getur maður ekki beðið eftir næsta leik!

  67. Mér fannst Gerrand eiga að mörgu leiti mjög fínan leik, duglegur og djöflaðist í tæklingar. Ég held að það sé verið að færa hann vísvitandi aftar og aftar og spái því að einhvern tímann eigum við eftir að sjá hann spila í miðri vörninni.

  68. Alltaf gaman að koma hérna inn og sjá 10 manns í hverjum þræði tala um að glasið sé hálf fullt/hálf tómt. En skortur á lýsingarorðum og fótboltaáhugi er víst ekki það sama.

    Það eru 3 atriði sem ég vill taka út úr þessum leik.
    1. Skrtel er orðinn mikilvægasti maðurinn í vörn liðsins. Og orðinn einn besti varnarmaður deildarinnar eftir smá skipulagningu í höfðinu á sér. Allar tímasetningar (peysutog þmt.) eru miklu betri en fyrir 1-2 árum síðan.
    2. Frábært hvernig Brendan Rogers skipti Sturridge inn á þegar pressan var farin að verða ansi mikil hjá Stoke í 2-4 stöðunni. Flestir managerar hefðu hent inn á varnarmanni eða tekið úr sókninni og sett mann á miðjuna. Það þarf ekki að geta sér um hvað Benítez hefði gert!
    3. Brendan segir hlutina bara eins og þeir eru. Hann sagði bara beint út að við hefðum ekkert komist áfram upp vinstri vænginn og því þurfti hann að taka Coutinho út af. Það sama sagði hann eftir að hafa skipt tveimur í hálfleik í bikarnum. Svona eiga managerar að vera….ekkert kjaftæði.

  69. En hvað er þetta með Glen Johnson kallinn, er ansi dapur þessa dagana. Ætli sé ekki allt í lagi heima hjá honum???

  70. Ein pæling, hvar eru þessir peningar sem áttu að fara Diego Costa eða Willian? Getum við ekki bara hent þeim pening í Draxler og hann tekur við af Gerrard í framtíðini.

  71. Hvernig mun Rodgers stilla þessu upp þegar að allir verða heilir ?
    Ég held að með því að vera að færa Gerrard aftar í stöðuna hans Lucas sé hann að leita af sóknarsinnaðari leikmanni á miðjuna sem að skilar mörkum.

    Hvernig væri þessi uppstilling.

    Suarez—-Sturridge—-Sterling
    —–Coutinho—-Henderson—-
    ————-Gerrard————–
    Enrique–Sakho–Skrtel—Kelly
    ————–Mignolet

    Þarna dettur Lucas úr liðinu á móti flestum liðum sem að Liverpool væru sterkari aðilinn og einig myndi ég vilja sjá Kelly eða Flanagan koma inn fyrir Johnson sem mætti fara á bekkinn þangað til hann tekur hausinn úr rassgatinu á sér og fer að spila aftur eins og maður.

  72. Frábær leikur og tek undir orð Magga hér að ofan. Miklu skemmtilegra að horfa á svona leiki en einhverja Chelsea leiki. Enginn skandall að fá á sig þrjú mörk í þessum leik þar sem leikurinn vannst; Barcelona hefur nú sjálfsagt lent i svipuðu. Og ef þið skoðið aðeins stigatöfluna þá er útivallarárangur Liverpool á svipuðum nótum og hjá Chelsea og þá sérstaklega ManCity.

    Hlakka til næsta leiks.

    Ég tók Sturridge-dansinn með Sturridge eftir að hann skoraði fimmta markið. Ég var sem betur fer einn heima, fyrir aðra heimilsmeðlimi.

  73. @Ian Ayre #72

    Miðað við hvað það er mjótt á munum á toppnum gæti ég alveg trúað að nú væri komið að 2. skiptinu þar sem 21 sigur er ekki nóg…

    …fer samt ekki á milli mála að þetta lítur allt frekar vel út 🙂

Liðið gegn Stoke

Opinn þráður – gömul ferðasaga