Þeir sem örvæntu eftir jafnteflið okkar í fyrstu umferð Úrvalsdeildarinnar um helgina geta andað léttar. Liðin sem unnu sína leiki á fyrsta leikdegi töpuðu nærri því öll stigum í gær og í dag. Í gær gerðu West Ham-menn jafntefli við Watford og eiga okkur í næsta leik, á meðan Tottenham unnu sinn leik eftir að hafa tapað á laugardag. Í kvöld töpuðu svo lið eins og Reading, Bolton, Portsmouth og Everton öll stigum eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn. Og til að leggja áherslu á það að deildin verði jafnari í byrjun móts í ár þá töpuðu Englandsmeistarar Chelsea óvænt á útivelli gegn Middlesbrough, sem höfðu sjálfir tapað fyrir Reading í fyrstu umferð.
Aðeins Man U eru með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar, en þeir unnu Charlton 3-0 á útivelli í kvöld og virðast byrja þetta vel. En ég hef takmarkaðar áhyggjur af þeim. Fyrir utan rauðu djöflana eru flest liðin fyrir ofan okkur með 3-4 stig eftir tvo leiki, á meðan við, Arsenal, Newcastle og Wigan eigum leik inni vegna þess að tvö þessara liða þurftu að spila í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og í kvöld.
Við eigum leik við West Ham á laugardag á Anfield og ef við vinnum þar erum við með tölfræðilega betri árangur en Chelsea eftir fyrstu tvo leiki okkar í mótinu. Þannig að menn geta kannski andað aðeins léttar yfir þessu öllu saman, þó ekki sé nema fram á laugardag?
Er það ekki?
Ég er ekki ánægdur med hvad United eru ad spila sanfærandi. Tessir tveir leikir hafa verid svakalegar slátranir, ég sá ekki tølfrædina í leiknum í gær en tette voru amk. 500 skot á Charlton markid 🙁
Ég vona bara að það séu Fulham og Charlton sem séu svona hrikalega léleg núna, en ekki United góðir. Þetta virkar alltof létt hjá þeim! Annars var Carson að standa sig vel í gær í markinu hjá Charlton. Það verður gaman að fylgjast með þeim Kirkland í vetur.
Þeir voru sterkir, en ekkert frábærir að mínu mati og lokaniðurstaðan úr leiknum fannst mér ekki gefa alveg rétta mynd af honum. Áttu klárlega að vinna, en Charlton átti nokkrar afar hættulegar sóknir og áttu allavega að fá tvo vítaspyrnudóma sér í vil.
Sammála Kristjáni Atla, hef enn sem komið er ekki neinar svakalegar áhyggjur yfir því að þeir séu að fara að taka titilinn.
Takmarkaðar áhyggjur já. Sjálfur er ég ekki Man Utd aðdáandi, en ég sá leikinn þeirra á móti Charlton í gær og verð að viðurkenna að það er langt síðan ég hef séð þá jafngóða og einmitt þá. Samt voru þeir án Rooney, Scholes og Carrick. Þeir heilluðu mann virkilega með góðum fótbolta. Charlton áttu aldrei séns í þá, þrátt fyrir að það væri 0-0 í hálfleik.
Það er samt arfaslakt að hafa ekki unnið fyrsta leikinn þar fyrirsjáanlegt var að annar leikurinn myndi frestast vegna forkeppninnar. Þetta var akkúrat það sem fór forgörðum í fyrra. Í hvert skipti sem Chelsea gaf færi á sér klúðraði Liverpool að notfæra sér það. Sagan er því að endurtaka sig, við byrjum eins og við enduðum, á því að klúðra tækifærinu þegar það býðst.
Nei, ég bjóst við liðinu miklu sterkara og ákveðnara í byrjun móts í ljósi þess að við hefðum unnið deildina í fyrra hefðum við byrjað betur. Held að þessi prúttstefna og endalausar tafir í leikmannakaupum gætu reynst okkur dýrkeypt. Það má sjálfsagt spara einhverjar upphæðir með því að bíða frammá síðustu stundu með að kaupa leikmenn en það eyðileggur undirbúningstímabilið (sem var hörmung í ár). Hvað ef liðið hefði ekki komist í Meistaradeildina? Hvað ef það skiptir lykilmáli að Liverpool mun ekki setja pressu á hin liðin strax í upphafi á það hvernig deildin fer að lokum?
Það er ekki hægt að svara þessu á fullkomin hátt en ef liðið verður orðið að þeirri mulningsvél sem þeir voru í fyrra að nokkrum vikum liðnum þá er það ansi sterk vísbending um að innkaupastefnunni og þar af leiðandi vannýttu undirbúningstímabili sé um að kenna. Og hver ber ábyrgð á því – Benitez/Parry/Moore? Ef svo reynist (sem ég vona svo sannarlega ekki) þá verður eitthvað að breytast í þessum málum.
Já vissulega eru þetta góðir punktar hjá þér “seðill”. Mér finnst samt að við eigum ekki að missa legvatnið þótt við gerum jafntefli gegn Sheffield rugby United á þeirra eigin heimavelli í fyrsta leik. Við einmitt ræddum þennan möguleika þegar helv.vináttulandsleikurinn fór fram.
Varðandi m.u. þá virka þeir mjög sprækir en ekki fara að segja mér að þessi hópur munu spila svona vel allt tímabilið, þeir hafa einfaldlega ekki breiddina til þess. Því er samt ekki að neita að fergie kann sitt fag og rúmlega það. Annars finnst mér eins og m.u. sé eins og tifandi tímasprengja móralslega séð með þá rooney, ronaldo, smith og fergie. Ekki skaplausir menn þar á ferð.
Skemmtileg úrslit hjá Chel$í í gær! :laugh:
Mig langar að fara aðeins út fyrir efnið. Eru menn búnir að sjá brotið hjá Ben Tatcher frá leik Man C og Portsmouth, http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=38663, ef að þetta brot verðskuldar ekki langt bann og það mjög langt að þá veit ég ekki hvað gerir það og svo var ekki að sjá brot af eftirsjá hjá gaurnum. Þetta var bara bein og klár líkamsárás og engin furða að enska löggan sé farin að rannsaka atvikið. Stuart Pearce getur nú varla varið sinn mann þó að hann hafi nú verið nagli á sínum tíma að þá er þetta það versta sem maður hefur séð í langan tíma og svo fékk hann bara gula spjaldið, maður hefur nú heyrt að það sé leyft meira í ensku deildinni en ég bara trúi því ekki að dómarinn hafi séð þetta almennilega.
Án þess að gera lítið úr United þá eru Charlton og Fulham ein af slökustu liðunum í deildinni í ár. Fulham unnu bara einn útileik í fyrra og verða heppnir ef þeir falla ekki í ár. Charlton liðið er einfaldlega allt annað þegar Alan Curbishley er ekki að þjálfa. Ian Dowie er náttúrulega mörgum klössum neðar en hann hann sem þjálfari.
Já djöfull er Thatcher vangefinn! Fer svo að öskra eitthvað á Glen Johnson sýnist mér, sem er þarna hinn rólegasti, meðan flestir hefðu ráðist á Thatcher fyrir þetta! Þetta á ekkert skylt við fótbolta! Í langt bann með hann! 😡
Nú verður maður að kommenta á þetta hjá Seðli 🙂
Þú talar um að við séum að gera það sama og í fyrra, þ.e. að nýta okkur ekki þegar Chelsea misstígur sig. Bíddu við, þetta hefur eitthvað farið framhjá mér. Erum við búnir að tapa leiknum um næstu helgi? Höfum við ekki séns á að nýta okkur það að Chelsea var að tapa í gær? Þú veist að það er bara EINN leikur búinn af mótinu. Það eru heilir 37 leikir eftir. Við erum búnir að tapa 2 stigum og Chelsea 3.
Þú kennir svo kaupstefnunni um það að menn byrji ekki alveg á útopnu. Það má kannski benda þér á það að Chelsea kláraði sín kaup mjög snemma, áður en undirbúningstímabilið byrjaði, og samt hiksta þeir strax í öðrum leik? Hver er skýringin á því? Ég hélt einmitt að menn hafi verið hrikalega ánægðir með hvernig kaupin hafa gengið fyrir sig í sumar. Hvað með Man.Utd? Ekki gengu þeir nú frá sínum kaupum í maí. Nýbúnir að kaupa Carrick, og líklega dregst það fram á síðasta dag hjá þeim að bæta við miðjumanni og/eða sóknarmanni. Samt byrja þeir nú af krafti.
Held að þetta sé rosaleg einföldun hjá þér. Auðvitað hefði verið afar sterkt og gott að vinna fyrsta leik, ekki þurft að spá neitt í Evrópuleiknum dýrmæta og svo vídere. Mér finnst samt algjör óþarfi að henda inn handklæðinu eftir aðeins einn leik í deildinni. :confused:
Vá hvað United eru sterkir. 3-0 á útivelli og skutu 2svar í stöngina og einu sinni í slána. Vona að við drögumst ekki mikið á eftir þeim í byrjun móts.
Þú labbar aldrei einn
Ég tek undir með SStein, … það þarf ekki að panikka svona snemma út af tveimur leikjum há Man U ! Charlton hefði átt að fá víti í leiknum þannig að úrslitin sem slík gefa ekki endilega rétta mynd. Ef ég man rétt (kannski getur einhver flett því upp) þá vorum við nú vel á undan United á fyrrihluta tímabilsins í fyrra og misstum þá svo frá okkur og í lokin munaði aðeins einu stigi … þannig að eftir þessar fyrstu tvær umferðir munar vonandi bara 2 stigum og það er ekki eitthvað sem er taugaáfallsins virði!
Ég er að sjálfsögðu ekkert að panikera eða að henda inn handklæðinu. Held að Chelsea standi sálfræðilega höllum fæti núna og að það væri mjög gott að notfæra sér það með því að vera fyrir ofan þá í töflunni. Hvað varðar MU þá tjáði mig ekkert um þeirra byrjun enda hef ég minnstu áhyggjurnar af þeim.
En töpuðum við ekki deildinni í upphafi móts í fyrra sökum slakrar byrjunar? Erum við ekki að byrja mjög slakt núna? Töpum fyrir Kaiserlautern, töpum fyrir Grasshoppers, skíttöpum fyrir Mainz, merjum Haifa heima, vinnum Chelsea, gerum jafntefli við Sheffield og Haifa á hlutlausum velli! Það eru bara tvö stig “töpuð” enn sem komið er en ég hef áhyggjur af þessu og er að ræða þær.
Afhverju gerist þetta? Benitez er þekktur fyrir að vera með ofurskipulagðan leikstíl á sínum liðum og þarf hugsanlega meiri undirbúning heldur en aðrir stjórar (Mourinho svipaður með þetta og þeim gengur líka illa). Sáum hvað svæðisvörnin var lengi að fullkomnast í fyrra. Gæti verið að það “kosti” okkar lið meira að klára ekki leikmannakaup tímanlega? Gæti verið að sá kostnaður sé meiri en sparnaður af öllu prúttinu? Yrði það ekki til að styrkja mitt mál ef Liverpool liðið verður orðið að sömu ósigrandi vélinni og í fyrra eftir nokkrar vikur? Væri þá ekki líklegt að eitthvað klúður sé að eiga sér stað?
Og að sjálfsögðu munum við ekki geta nýtt okkur að Chelsea tapaði í annarri umferð fyrr en við spilum sjálfir okkar leik í annarri umferð – sálfræðipressan af því að eiga leik til góða er ekki sú sama og að vera með þrjú stig í húsi (vitum hvernig það fór í fyrra). Þess vegna var fyrsti leikurinn enn mikilvægari og þess vegna er ég svo svekktur.
Þessar takmörkuðu áhyggjur eiga eflaust eftir að breytast í meira en það. Þeir eru alltaf hætta eftir að þeir unnu sinn fyrsta titil í milljón ár fyrir…..égveitekkihvaðmörgumárumsíðan.
Jæja, hvernig líst mönnum á dráttinn?
Liverpool, PSV, Bordeaux og Galatasaray 🙂
Þú kemur eiginlega sjálfur inn á lykilatriðið þarna að mínu mati. Þú talaðir um að slípa menn saman er varða föst leikatriði, en ef við horfum til þessara tveggja síðustu leikja okkar, þá hafa 6 af 9 varnarmönnum okkar verið meiddir eða farið meiddir af leikvelli. Held að það hafi meiri áhrif en það hvort 4 sóknarmaðurinn var keyptur í júlí eða ágúst.
Varðandi upptalningu á þessum leikjum öllum, þá eru engin stig í húfi í æfingaleikjum, þeir eru fyrst og fremst til að koma mönnum í form. Ætlunarverkið tókst er varðar CL, þar erum við komnir áfram, þannig að það eina sem eftir stendur eru þessi tvö töpuðu stig. Ef við sigrum West Ham sannfærandi um helgina, þá erum við bara komnir í annað sætið (miðað við núverandi stöðu) og því komnir í ágætis mál. Hvað ef nú Man.Utd og Chelsea taka upp á því að tapa stigum um helgina?
Maður veit aldrei, en mér finnst svo langur vegur í það að við eigum að vera að detta ofaní eitthvað svartsýniskast eftir einn leik í deild og hvað þá að vera að kenna því um að leikmenn séu keyptir of seint (einn meira að segja keyptur fyrir ári síðan :biggrin:). Það er nefninlega aðeins Dirk Kuyt sem hefur ekki verið með liðinu frá byrjun (Pennant flaug beint í fyrstu æfingabúðirnar, þannig að hann missti ekki af mörgum æfingum). Ég er því ekki að ná þessum pælingum hjá þér með leikmannakaup og þrætur um verð á þeim.
Sammála SSteini, óþarfi að vera að missa sig í eitthvað þunglyndi eftir einn leik. Um að gera að hafa svolitla trú á okkar mönnum, enda sjaldan eða aldrei verið með sterkari hóp! Ættum frekar að líta á jákvæðu hliðarnar, eins og það að þrátt fyrir öll þessi meiðsli núna í upphafi tímabils kemur alltaf sterkur maður í liðið í manns stað! :tongue:
Prufa:
Vinsamlegast afsakið það að ég skuli skrifa þetta ljóta nafn svona oft, en þetta er gert í góðum tilgangi, að geta skrifað það með litlum stöfum! 🙂
man utd – man. utd. – manu – manchester united – ManUnited – ManU – United – Manchester United – Man.Utd. – man.utd. – Man.utd. – man.United – Man united – M.United – man united – man.united – Man. Utd.
Úff mér líður illa! :confused:
Ok, maður verður semsagt að skrifa það í fullri lengd sinni og aðeins með litlum stöfum…eins og það birtist síðan!
Ehh, hefði kannski getað sagt mér það sjálfur! :blush:
SSteinn það er líka enginn ástæða til að detta í eitthvað bjartsýniskast, annað sætið næst ekkert um helgina þar sem hin liðin fá víst að spila líka.
Liðið var ógnvekjandi í fyrra, við sigrum svo Chelsea í Góðgerðaskjöldinum og með því að byrja leiktímabilið með yfirburðum þá gætum við slegið vindinn úr segli andstæðinganna. Er einhver ósammála því?
Því miður hef ég nú áhyggjur af því að þetta muni ekki takast. Tvö ósannfærandi jafntefli bætast ofaná hversu illa undirbúningstímabilið gekk. Þetta er sálfræðistríð og ekkert annað. Mourinho veit það og Benitez veit það. Koma Chelsea risanum úr jafnvægi og hann riðar til falls innan frá. Það er ekki eins og ég sé sá eini sem hafi talað um mikilvægi góðrar byrjunar á tímabilinu.
En það er langt frá því að þetta sé búið. Og vonandi tekst ætlunarverkið. Liðið þarf bara að hysja upp um sig og taka gott run núna. Ég var bara miklu sannfærðari áður (og kannski alltof bjartsýnn). Nú er forkeppnin frá og hægt að einbeita sér að verkefninu – ná yfirtökum á Mourinho og hans mönnum!
Hvað varðar vangaveltur um undirbúningstímabilið þá legg ég bara til að ef liðið dettur jafn seint í gang og í fyrra þá verði eitthvað að skoða þessi mál. Hvert vandamálið er (ef það er þá eitthvað vandamál) veit ég ekki en ég lagði til skýringu sem mér finnst sennileg. Hvort aðalstrikerinn okkar verði Kuyt eða Crouch skiptir auðvitað máli en kannski skiptir öllu meira máli sá tími stjórnenda sem fer í þetta prútt frekar en skipulag og undirbúning. En treystu því að ég er afar ánægður og stoltur af því að Liverpool hendir ekki peningum í allt sem hreyfist eins og Chelsea og finnst Benitez frábær í sinni nálgun. En kannski gerir hann þetta sjálfum sér einum of erfitt eða þá einhver annar Parry/Moore, kemur kannski í ljós seinna.