Sú staða er komin upp að okkur áskotnuðust möguleikar fyrir tvo einstaklinga að bætast í hóp Kop.is ferðarinnar á Swansea-leikinn helgina 21. – 24.febrúar.
Sá möguleiki innifelur þó ekki flug fyrir viðkomandi tvo einstaklinga en að öðru leyti er allt klárt, þ.e. rútuferðin frá Glasgow og til London, gisting í Liverpool og miðar á leikinn.
Svo að ef að einhver hefur áhuga á að nýta sér þennan möguleika, það að koma sér sjálfur til Liverpool (eða þá nýta Glasgow/London möguleikann) þá á sá hinn sami að snúa sér snarlega til hans Luka Kostic hjá Úrval Útsýn með því að senda honum línu á luka@uu.is og grípa tækifærið að sjá flottan leik með góðum hóp!
Rútuferð frá Glasgow og til London? Væri ekki alveg þjóðráð að stytta þessa rútuferð um ca helming og henda liðinu út í Liverpool?? :p
Vitið þið hvað verðið er þá á ferðinni ef flugið er tekið út?
Innvortis – við fengum ekki flug með svona stóran hóp til Manchester eða nágrennis á þessum tíma. Við lítum hins vegar á rútuferðina sem tækifæri enda verður Pub-quiz og mögulega Podcast-þáttur tekinn upp í rútunni. Það verður alvöru byrjun á ferðinni.
Snæþór – hafðu samband við Luka Kostic hjá Úrval Útsýn, hann sér alveg um verð og pantanir. Ég veit ekki hvað þetta kostar án flugs.
Ég vissi það KAR. Þið talið bara um rútuferð frá Glasgow til London, ég hélt að rútuferðin væri frá Glasgow til Liverpool….ég var nú bara að gera létt grín af þessum mistökum ykkar. …en er nú farinn að halda að þá sé ég sem er að misskylja eitthvað textan 🙂
Annars skiptir þetta mig engu, ég er búinn að kaupa mig í ferðina með tveim félögum mínum og hlakka gríðarlega til 🙂
Vildi bara nefna það fyrir aðra útlaga: Luka sagði að það væri alltaf hægt að bóka þessar ferðir án þess að taka flug- og rútupakkann (þ.e.a.s. á meðan það eru til lausir miðar). En ég komst ekki svo langt að fá svar við því hvað það kostaði hlutfallslega.