Brendan stillir þessu svona upp í dag:
Kelly – Skrtel – Toure – Cissokho
Moses – Gerrard(c) – Henderson – Coutinho
Suarez – Sturridge
Það er ekkert verið að vanmeta andstæðingana ef maður skoðar byrjunarliðið. Þetta er ekkert fjarri okkar besta liði í dag, m.t.t meiðsla.
Allen og Lucas meiddir þannig að ég geri ráð fyrir að Henderson verði mun aftar í þessum leik en við eigum að venjast. Og Moses kemur svo inn í stað Sterling og Kelly í stað Johnson.
Á bekknum eru svo: Mignolet, Alberto, Aspas, Sterling, Ibe, Flanagan, Sama
Allt annað en sigur væri stórslys. Keyrum nú einu sinni á þetta snemma svo við þurfum e.t.v. ekki að spila öllum stóru nöfnunum í 90 mínútur+. Það er nágrannaslagur á þriðjudaginn.
Koma svo!!
Vá.
Þá allavega þarf ekki að velta því fyrir sér lengur, það er verið að leggja mikla áherslu á þessa keppni.
Nú vill ég sjá Victor Moses sýna fram á það að hann verði möguleiki fyrir okkur fram á vorið, mikið segir þetta nú um það hversu lítið traust er á þeim Alberto og Aspas.
Stephen Sama á bekknum, það er alveg í anda Rodgers, ef Kelly verður í vandræðum mun Sama fljótlega fá sénsinn, hefur leikið vel í hægri bakverði hjá U21 liðinu í vetur.
Koma svo, í guðs bænum, KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þessi leikur var svo mikið dauðafæri fyrir Llori að fá loksins sénsinn, ekki núna, hvenær þá ? Til hvers að kaupa hann ? Sama mál með Aspas, sem stóð sig vel í síðasta bikarleik með marki, á að sjálfsögðu að fá sénsinn núna, nema hann verði notaður gegn Everton ? Hver veit ?
Ég held að þetta geti endað 7-0
Sterkt byrjunarlið. Mér eru efstir í huga nokkrir punktar þegar ég sé liðið:
1. Hér verða engir sénsar teknir. Það eru þrír dagar í Everton-slaginn og Rodgers spilar Gerrard, Suarez og Sturridge. Spurningunni um það hvort hann má við því að tapa í dag hefur verið svarað. Hann er að leggja gríðarlega mikla áherslu á enska bikarinn.
2. Það að Rodgers skuli ekki treysta Aspas og Alberto í dag er algjört gjaldþrot. Það er engin leið að spinna þessi leikmannakaup síðustu sumar. Við settum einhverjar 12-13 milljónir punda í þessa tvo leikmenn og þeir fá ekki leik gegn Bournemouth þegar það eru bara 15 leikmenn heilir og MEIRA AÐ SEGJA Cissokho og Moses fá að spila. Okkur er óhætt að flokka þessi tvö leikmannakaup undir algjört flopp.
3. Plís plís plís plís enginn að meiðast plíííííííííííííís.
Sorglegt að horfa upp á allar þessar milljónir verma bekkinn í Aspas og Alberto á móti svona liði og í þessari keppni.
segir allt til um kaupstefnu þessa félags. Það er verið að kaupa í bónus bara af því að það er ódýrara og hægt að komast upp með það þar sem þessir nýju kanar “björguðu” okkur frá hinum könunum.
Ef það merkilegasta í þessum glugga var að við fengjum kleinuhringi á Anfield þá erum við ekki að fara taka 4 sætið með 15 mans heila og transfernefnd sem veit ekki hvaða leikmenn eru góðir nema þeir hafi verið áður hjá BR eða city. og ekki nefna ian ayre sem kann ekki að semja nema við fyrirtæki þar sem hann kemur úr markaðsgerianum og kann ekki aðra setningu en þessa:
Liverpool managing director Ian Ayre tells BBC Radio Merseyside the £150m kit deal with Warrior Sports will help the club compete at the highest level for years to come.
Ian Ayre has claimed that the club’s new partnership with Dunkin’ Donuts will help Liverpool to compete in the transfer market.
svo er verið að tala um að það sé stórt að koma á mánudaginn og það verður örugglega ekki leikmaður… kannski toys r us sé að koma..
Þessi leikur er á ITV 1, fyrir þá sem hafa aðgang að henni
Jæja þá er það bara tími til að fara með Fowler vorið og vona að hinn mikli a Andfild sé á meðal oss…
Kristján af hverju er það algjört gjaldþrot að Alberto og Aspar byrji inná í dag Rodgers er einfaldlega að stilla upp nánast sínu sterkasta liði og þeir komast ekki í það. Held allavega í tillviki Alberto þá er of snemmt að afgreiða hann sem algjört flobb strákurinn hann hefur mjög lítið spilað og hann hefur bara reynslu úr b liði barcelona og það var nokkuð ljóst að hann þyrfti tími til venjast hlutum hjá liverpool
Kristján Atli getur ekki verið að taktíkin sé bara að reyna krúsa í góða forystu í hálfleik og leyfa þá varamönnunum að koma inn á í stað þess að byrja með þá og lenda hugsanlega í slag í 90 mínútur. Held að það komi betur út svona ef maður hugsar út í það.
Annars var ég að lesa að Alberto er sóknarmiðjumaður sem skoraði helling á Spáni með varaliðum. Þá þýðir ekkert að setja hann á miðjuna í leikkerfi sem Liverpool spilar. Þessi Zalah hefði heldur ekki breytt neinu um það.
Það lítur út fyrir að það séu 2 miðjumenn heilir í öllum hópnum. Hvað eru menn að pæla þarna á Anfield?
Lánsmennirnir spila, Henderson og Suarez fá ekki hvíld… mehh
Jæja, loksins fótboltaleikur hjá okkar mönnum, við tökum þetta létt 1-2 🙂
Tiago Ilori er kominn á lán til Granada út leiktímabilið.
Svo hann spilar ekki mínútu í vetur.
Fyrir mitt leyti er ég bara mjög ánægður með byrjunarliðið. Sammála mönnum að það er bara sorglegt hvað BR hefur litla trú á Aspas og Alberto. Held samt að hann leggi þetta upp að klára leikinn helst í fyrri hálfleik og láta Aspas og Alberto klára leikinn á kostnað Henderson/Gerrard og Suarez.
Við bara VERÐUM að fá tvo sterka leikmenn í janúar. Við erum í dauðafæri með að ná þessu 4. sæti og það má bara ekki taka neina sénsa í þeim efnum.
Ég hefði gefið Aspas tækifæri á að koma sér í gang.
Þetta er alls ekki leikur fyrir L.Albert. Því að það er meiri barátta en fótbolti í svona leik(fulkominn leikur fyrir Jay Spearing sem var hjá okkur)
Allt að því galið byrjunarlið m.t.t. næsta leiks. Vörnin okkar er nánast að öllu leyti skipuð öðrum eða þriðja kosti og samt er bara verið að hvíla Mignolet í þessum leik. Ef einn til viðbótar meiðist í þessum leik erum við í heljarvandræðum gegn Everton. Skil þó val á varnarlínunni enda lítið annað í boði. Kelly meiðist, það er alveg 100% gefið en vonum að það verði ekki meira.
Gerrard er 33 ára og spilar nánast alla leiki, frábært að henda honum inn í þennan leik og hætta á meiðsli á meðan við eigum t.d. Alberto á bekknum, mann sem brilleraði á Bournemouth leveli í fyrra og kostaði okkur 7m. Ef ekki að nota hann núna hvenær í andskotanum þá?
Henderson skil ég en hefði auðvitað viljað hvíla hann í dag, erum í djúpum skít ef hann meiðist í dag.
Moses fær a.m.k. sénsinn sem er eins gott en afhverju við hendum ekki Aspas inn skil ég alls ekki. Hann stóð sig vel í síðasta leik. Suarez eða Sturridge hefði auðveldlega getað fengið hvíld hérna.
Aspas, Alberto og Ilori kostuðu okkur samtals 22m. Ekki reyna að segja mér að við hefðum ekki getað fengið einhvern alvörumann fyrir þann pening sem væri mun nær byrjunarliðinu en þeir allir til samans. That said þá voru Downing og Shvelvey mun nær byrjunarliðinu.
Það er eins gott að við náum að klára þennan leik snemma til að geta hvílt einhverja lykilmenn, sé það alls ekki gerast.
Viðtal við Rodgers sagði þetta einfaldlega.
“Eg er búinn að brenna mig á að breyta liði í þessari keppni, við ætlum okkur langt í henni”.
“Það er nægur tími til endurheimtar fyrir þriðjudaginn, tímabilið héðan frá gengur hratt fyrir sig”
Keane, Redknapp og Dixon allir á því að Liverpool verði að komast nær úrslitaleikjum en áður hjá Rodgers og það að detta út fyrir neðrideildarliði muni lemja sjálfstraustið úr liðinu.
Svo tala þeir líka allir um það að Rodgers hafi horft það mikið á Bournemouth að hann hafi áttað sig á að hann sé að fara að spila við fótboltalið og enga rudda.
Þeir segja líka að leikurinn muni ráðast á því hvernig vörn Bournemouth heldur og síðan eru vængmenn heimamanna hættan…
eru þið með eitthvað stream?
Babu held það væri galið að hafa Alberto í 2 manna miðju, ef þú ætlar að hafa alberto þá þarftu nauðsynlega að 3 miðjumenn, Alberto er með fína tækni en varnalega hefur hann mjög lítið uppá að bjóða
Momo, svipaða sögu má reyndar segja um Gerrard eins og dæmin sanna á þessu tímabili. Hvað með þá fyrir Suarez eða Strurridge?
Já vissulega væri hægt að setja hann inn í liðið fyrir Sturridge eða Suarez en Brendan vill einfaldlega hafa sitt nánast sterkasta lið og ég skil hann að mörgu leiti, Suarez þarf nánast aldrei hvíld og sturridge er að spila sig í leikform eftir meiðslin hjá honum
Hef algjörlega misst af fréttinni um að Llori hafi farið á lán, það er allavega góð ástæða fyrir því að hann komist ekki í hópinn í dag ! 🙂
Manni sýnist nú ekkert veita af því að stilla upp sterkasta liðinu.
Finnst þessi leikur byrja eins og Aston Villa leikurinn. Ekki gaman að horfa á Liverpool með 2 á miðjunni, virkar bara ekki.
Hæ, er það Brendan? Blessaður! Ben hérna!
Vildi bara láta þig vita að þetta tveggja manna miðjukerfi er ekki að gera sig…
Okibæ!
getur einhver frætt mig, er Liverpool ekki lengur með neina miðju?
Þetta lið er algjörlega heiilum horfið,,
Þessi leikur endar ekki vel ef miðjunni verður ekki breytt. Gerrard og Henderson eru ekki að valda því hlutverki að vera í tveggja manna miðju.
Er Moses bezti maður LFC á vellinum?
Hvort liðið er í úrvalsdeildinni. Það er greinilegt að við hefðum ekki getað haft lélegra lið inná en þetta.
Ef það koma ekki inn lágmark 2-3 nýjir (góðir, betri en það sem er fyrir, ekkert promising kaup eins og alltaf) fyrir lok gluggans erum við aldrei að ná að halda 4 sæti.
Moses, maður leiksins so far!
Djofuull er Moses ad syna hvad hann getur#teammoses
Heilagaur Moses er maðurinn 🙂
Náði mér í app í ipadinn sem heitir Filmon (tekur 1 mín að ná í), fullt af sjónvarpsstöðvum þar á meðal BBC og ITV.
ITV 1 sýnir yfirleitt 1 meistaradeildarleik í umferð og bikarleiki í uk. Þægilegt fyrir þá sem geta sent þetta í appletv og horft á í imbanum.
G´ðar stundi og áfram Liverpool.
Mikið hlakka ég til þegar Flanno og Jose eru tilbúnir í að taka við keflinu af þessum vitleysingi í vinstribak…
Það er grátbroslegt hvað hann er týndur inni á fótboltavellinum.
Reynum þetta aftur:
Er Cissokho bezti maður LFC á vellinum?
Þessi vörn er svo mikill hörmung það er eins og þeir séu allir að spila í sitthvoru liðinu, höfum ekki haft verri varnarlínu síðan Babb og Kvarme voru þarna saman
Vonandi verða sumir glaðari með marki fra Moses
1-0 Moses! Bournemouth eru samt að stjórna leiknum. Frekar dapur leikur.
Það er eins og Liverpool ætli sér að taka þennan leik á því að vera í úrvalsdeildinni. Það er lítið hlaupið, pressan er lítil sem enginn og þegar við erum loksins með boltann er einsog við séum í hægum reitarbolta þar til við klúðrum einhverju. Bournemouth aftur á móti er að spila vel, finna næsta mann, hlaupa og virðast gefa allt sitt í þetta.
HENDÓ 🙁 🙁
Ekkert sérstakt en enginn horror heldur. Moses verið á fullu og kannski er það jákvæðast eftir fyrri hálfleik.
Auðvitað eru menn með leikinn á móti Everton í huga. Við þurfum helst að komast upp með að klára þennan leik án fyrirhafnar og ALLS ekki missa fleiri menn í meiðsli.
Þetta er auðvitað hundlélegt so far……en vonandi komumst við upp með þetta.
Suarez aldrei rangstæður og Sturridge tæpur líka. Annars átti Henderson að koma okkur í 0-2. Þessi nýting hjá honum gengur ekki.
Þetta er FACUP allt getur gerst og heimaliðið er að selja sig dýrt í þessum leik.
Besti maður liverpool Moses skoraði fínt mark.
Toure lítur skelfilega út og M.Kelly er í smá vandræðum því að þeir eru með góðan kanntmann og hraðan bakkvörð á móti honum.
Cissokho er alveg skelfilegur leikmaður það verður að segjast.
Þetta snýst bara um að komast áfram og ef við gerum það þá er ég sáttur. Skít með spilamensku í bikarkeppnum.
Wigan var ekki alltaf betra liðið í sínum leikjum en þeir eru bikarmeistarar og er þeim drullu sama held ég.
p.s Þetta fer að vera hlægjilegt með Henderson og geta ekki skotið á mark.
Hvað þarf að gerast til að Hendo hitti á rammann?
Annars er þetta ekki merkilegur leikur en mér er alveg sama um það meðan við náum að vinna og sleppa við meiðsli.
Menn eiga að geta tekið þetta lið á 70% tempói og hvíla sig aðeins fyrir Neverton leikinn á þriðjudag.
Ekki er þetta glæsilegt en staðan er 0-1 og við með betri færi og enginn meiddur (ennþá). Myndi fórna öðrum sóknarmanninum fyrir Alberto. Þurfum þá heila og miðjan hjá okkur er alveg galopin, mjög svipað og í fyrri hálfleik gegn Villa.
Liverpool hafa ekki gefist upp á að ná salah enn ætla að leggjast aðeins í greiningarvinnu fram yfir lok gluggans í því máli, svo eru þeir ekki alveg búnir að gefa frá sér að ná Cantona,spennandi frönskum leikmanni frá Leeds, telja þó að þeir gætu fengið samkeppni um hann frá man utd. Allt að gerast og leikmannanefndin með puttann á púlsinum.
Vona að rússnenski þulurinn fari aðeins að slaka á, hefur mest komið 2 sekúndu þögn allann leikinn 🙂
En samt slakt að halda boltanunm ekki á vallarhelming andsæðinganna í meir en eina mínútu fyrstu 40 mín.
Liverpool á samt að klára svona færi eins og Hendó fékk, en seinni eftir og setja aðeins smá túrbó og skora annað til að klára þetta
Já þetta er nú frekar dauft. Gengur hálf illa að halda bolta og þeir eru nokkuð hættulegir. Flaggóði línuvörðurinn var heldur ekkert að gera okkur greiða í fyrri hálfleik. Það er kannski ekkert óeðlilegt við það þegar aðeins 5 hefðbundnir byrjunarliðsmenn eru í liðinu.
Staðreyndin er sú að við þurfum einfaldlega klassa miðjumann fyrir þriðjudaginn. Annars er veruleg hætta á því að sá leikur fari illa.
Ooooog það er verið að hefta saman höfuðleðrið á Skrtel fyrir aftan markið…
spurning að fá þennan Sama inná, eða ætli það sé bara sama sagan ..
Mér sýnist Gerrard vera fínasti hafsent.
…þegar sofandi barn er það mest spennandi við leikinn!
þeir eru flottir Suarez og Sturridge.
Það mætti halda að þeir væru að fara að spila á þriðjudaginn við everton, bou búnir að gera 3 skiptingar en víð bara 1
10 min eftir, útaf með Suarez og Sturridge, inn með Aspas og einhvern annan.
Bournemouth voru á fullu í 60 mín en áttuðu sig ekki alveg á því að leikurinn er í 90 mín og eyddu of mikilli orku og eru núna einfaldlega sprungnir.
frábært, mjög professional frammistaða. Spiluðum á hálfum hraða og sluppum við meiðsli. Flott, gæti ekki beðið um meira.
Suarez og Coutinho eru ekki að njóta sín eins vel í þessu kerfi. Mætti ekki fórna frekar Sturridge og hafa einn miðjumann frekar….verst að hann er ekki til.