Kromkamp farinn til PSV

Eins og búast mátti við þá er Jan Kromkamp nú kominn aftur til heimalands síns en hann hefur skrifað undir samning við PSV Eindhoven. Það líður því ekki á löngu þar til við fáum að sjá hægri bakvörðinn aftur þar sem PSV er með Liverpool í riðli í Meistaradeildinni. Við fáum um tvær milljónir punda fyrir Kromkamp sem fara beint upp í Lucas Neill, sem vonandi kemur.

Kromkamp kom í janúar síðastliðnum en þá voru menn ansi sáttir við að fá hollenskan landsliðsbakvörð í skiptum fyrir Josemi sem sýndi ekki mikla takta, reyndar ekki frekar en Kromkamp sem ég heillaðist aldrei af. En eins og segir í fréttinni á opinbera vefsetrinu þá fékk hann allavega verðlaunapening til að sýna ágæti sitt en hann spilaði reyndar ekki með gegn West Ham í úrslitaleik FA bikarsins.

Hvað Lucas Neill varðar hefur ekkert heyrst af því en málið skýrist þó auðvitað í kvöld.

8 Comments

  1. Jan Kromkamp kom vissulega inn á í seinni hálfleik á móti West Ham, spilaði á hægri kantinum og stóð sig ágætlega miðað við hina í liðinu sem voru reyndar hrynjandi niður af þreytu.

  2. Gott að Kromkamp er farinn, sáttur við að fá 2 mills fyrir hann. Veit ekki með Lucas Neill, minnist hans mest fyrir brotin á okkar mönnum í gegnum tíðina. En líklegt þykir mér að hann sé á leiðinni upp á samkeppnina við Finna. En fréttir dagsins eru nátt’lega salan á Mascherano og Tevez til West Ham – átti alls ekki von á svona svaka dýrum kaupum hjá þeim.

  3. Reyndar eru Hamrarnir að fá þá að láni, en flott fyrir þá engu að síður þar sem Manure og Chelvítskí og Arsenal voru öll búin að reyna við þá !

  4. Samkvæmt fréttum af þessum viðskiptum þá voru West Ham að kaupa kauðana en ekki fá þá að láni. Undisclosed fee.

  5. hvers konar börn eru að skrifa hér..er þessi ástrala ruddi ekki búinn að fótbrjóta nógu marga liverpool leikmenn..TRÚI EKKI AÐ SPANJÓLINN KAUPI SVONA RUDDA

Neill á leiðinni, Kromkamp og Warnock frá Liverpool og Diao kyrr

Glugginn lokar