Glugginn lokar

Fyrsti september. Glugginn lokaður. Slúðrið er búið … í bili.

Okkar menn enduðu sumarið á eilitlum vonbrigðisnótum í gær þegar Jan Kromkamp fór frá Liverpool en ekki tókst að kaupa Ástralan Lucas Neill í staðinn. Fyrir vikið erum við með eina nett þunnskipaða stöðu í hópnum, þar sem Steve Finnan er eini hægri bakvörðurinn í hópnum hjá okkur. Ef hann meiðist eitthvað í vetur skuluð þið búa ykkur undir að sjá Carra flytja sig í hægri bakvörðinn til bráðabirgða, þar sem við höfum úr fleiri miðvörðum en hægri bakvörðum að velja.

Ég hefði alveg viljað fá Neill, sem þrátt fyrir að vera grófur leikmaður er líka mjög góður og reyndur leikmaður. En úr því að hann kom ekki finnst mér slæmt að missa Kromkamp. Hann, rétt eins og Josemi, er kannski engin hetja en hann var þó varaskeifa fyrir Finnan. Mér þykir slæmt að missa varaskeifuna því maður veit aldrei hvað gerist. Ef Finnan meiðist í einhvern lengri tíma í vetur gæti það haft slæm áhrif á tímabilið í heild sinni, þar sem Rafa yrði væntanlega að skófla varnarlínunni allri til til að kóvera fyrir hann.

Engu að síður getum við verið hæstánægðir á heildina litið með þetta sumar. Heilir 16 leikmenn yfirgáfu Liverpool í sumar, annað hvort á láni eða sölu, og við fengum sex leikmenn í staðinn. Það er ótrúlegt sumar, og ég efast um að við sjáum annað slíkt í bráð.

Annars staðar þá voru tvær stórfréttir í gær sem stálu senunni. Í fyrsta lagi þá kláruðu Chelsea loksins kaupin á Ashley Cole frá Arsenal. Þeir létu Arsenal fá William Gallas og fimm milljónir punda í staðinn fyrir Cole, en ég get ekki að því gert að þykja Arsenal fá betri dílinn út úr þessu. Gallas spilar töluvert fleiri leiki en Cole á hverju ári og er fjölhæfur varnarmaður, sannur leiðtogi á velli, og ég held að hann eigi eftir að reynast hvalreki fyrir Arsenal. Þá skiptu þeir einnig við Real Madríd á þeim José Antonio Reyes og Julio Baptista, og það verður gaman að sjá ‘The Beast’ spila í Úrvalsdeildinni.

En stærstu fréttir dagsins, og sumarsins hreinlega, í gjörvöllum knattspyrnuheiminum, eru stórkostleg kaup West Ham á Argentínumönnunum Carlos Tevez og Javier Mascherano. Þetta eru leikmenn sem hafa verið orðaðir við öll stórlið Evrópu síðustu tvö ár og voru taldir á leiðinni til Man U (Tevez) og Arsenal (Mascherano) í haust. En West Ham-menn skutu öllum öðrum liðum ref fyrir rass og keyptu þá báða í gær!

Auðvitað eru samsæriskenningarnar farnar að fljúga. Menn vilja vita hvernig í fjandanum þeir ákváðu að fara til West Ham. Fyrir mér er þetta borðliggjandi. Þessi grein segir allt sem segja þarf: Íranskur múltímilljónamæringur sem á fyrirtækið MSI – sem átti samninga þeirra Mascherano og Tevez við Corinthians í Brasilíu – er að reyna að kaupa West Ham. Þessi sami íranski milli … er einmitt eigandi Corinthians. Þetta mál telst hér með upplýst, hann er að flytja verðlaunagripi sína frá einni heimsálfu til annarrar og ætlar að herja inná enska knattspyrnuvelli með pompi og prakt. Við getum farið að venjast því að sjá West Ham spila góðan fótbolta.

Fínn gluggi, fjórir mánuðir í þann næsta. Njótið friðarins frá slúðrinu … meðan hann endist.

12 Comments

  1. Arsenal menn eru að koma rosalega vel út úr þessum viðskiptum…
    Fá til sín Gallas, sem getur spilað allar stöðurnar í vörninni og jafnvel skellt sér á miðjuna ef hann er beðinn um það, plús 5 milljónir, og þurfa bara að láta einn ofmetnasta bakvörðinn í dag fara í staðinn…
    Svo fá þeir Baptista í staðinn fyrir mann sem þeir þurfa ekkert á að halda, og vill ekki spila fyrir þá…

    Segi bara með West Ham: eins gott að við erum búnnir með annan leikinn við þá…
    Ef Mascherano og Tevez spila eitthvað í líkingu við það sem þeir er færir um, og ná að aðlagast enska boltanum, þá verður liðið ofarlega í lok leiktíðar… svo mikið er víst…

  2. Orðrómur hefur verið, eins og t.d. þessi grein segir, að Roman Abramovich eigi 15% hlut í MSI. Það skýrir ef til vill hvers vegna þessir kappar fóru til West Ham en ekki til Arsenal eða ManU.

  3. Þó að það komi ekki beinlínis efni þessarar síðu við, læt ég flakka tengil á grein um bakgrunn Kia Joorabchian, þess sem stendur á bak við þessi ótrúlegu/fáránlegu skipti heimsklassa leikmanna til West Ham í gær.

  4. Það gjörsamlega datt af mér andlitið þegar ég sá fréttir þess efnis að Tevez væri kominn til West Ham…..

    Núna er ég að lesa um mennina á bak við þetta allt saman….

    Það er ömurlegt til þess að hugsa að enski boltinn sé að verða vígi fyrir rússneska mafíósa …. allt þetta lyktar af einu mesta peningaþvætti seinni tíma og þá er ég að tala um Ch$lski líka.

    Ég er algjörlega sannfærður um að á næstu áratugum þegar öll kurl koma til grafar að þá hef ég rétt fyrir mér í þessu…kallið mig samsæriskenningamann….

    ..but as they say in english..this stinks!!!!

  5. Smá viðbót hérna …í viðtali við Pardew ..West Ham stjóra við bbc sagði hann m.a. þetta…

    “Our chairman Terry Brown came to me on Monday and gave me the opportunity to go for Carlos and Javier – and you don’t turn down the chance to sign two world-class players.”

    Ok…hvað deal ætli stjórn West Ham og þessi Kia Jor…..bian gaur hafi gengið frá.

    Það þarf ekki nokkur einasti kjaftur að reyna að telja mér trú um að ekki hangi meira á spýtunni hjá þessum Kia en bara það að selja tvo bestu menn Corinthas til miðlungs liðs í EPL. Þessir menn eru ekki í góðgjörðarstarfsemi.

    Fyndið líka að sjá Pardew í sama viðtali lýsa því yfir að ef eitthvað ofurtilboð komi frá stóru klúbbunum í Evrópu þá muni West Ham að sjálfsögðu íhuga það!!!

    Bíddu við ef það væri það sem þessi Kia vill með þessa leikmenn þá væri hann búinn að selja þá fyrir súperpening á fyrsta degi eftir World cup..í það minnsta Tavez…

  6. Jahá. Styð þetta. Fáránlegt.
    Þúst, ef Chel$ki hefði keypt þá, hvað haldiði að þeir hefðu farið á?
    Allavega ekki undir 50mp skal ég segja ykkur!
    Og ‘undisclosed fee’. WH á ekkert svona mikin pening djís. 😯 😯

  7. Þessum innleggi er beint að Andra fannri.
    Lærðu að skrifa almennnilega.
    “Þúst” og “djís” eru ekki íslensk orð. Lærðu að tjá þig á skemmtielgan hátt minn kæri drengur. Broskallar set alíka leiðinlegan svip á þetta “comment” þitt.

    Með vinsemd og virðingu, Pétur.

  8. Viljandi eða óviljandi, þá er þitt innlegg ekki hótinu skárra Pétur, eða Petúr eins og þú villt kalla þig !
    Reyndar er þitt innlegg svo slappt að ég er eiginlega fullviss um að þú sért að grínast :biggrin2:

  9. Jahá. Styð þetta. Fáránlegt. Þúst, ef Chel$ki hefði keypt þá, hvað haldiði að þeir hefðu farið á? Allavega ekki undir 50mp skal ég segja ykkur! Og ‘undisclosed fee’. WH á ekkert svona mikin pening djís. 🙂 🙂

    Jahá. Styð þetta. Fáránlegt. Þú veist, ef Chel$ki hefði keypt þá, hvað haldiði að þeir hefðu farið á? Allavega ekki undir 50mp skal ég segja ykkur! Og ‘undisclosed fee’. WH á ekkert svona mikinn pening. Þetta er bull.

    Sáttur? Annars þá er ég bara svo pirraður á þessum billjarðamæringum sem eru að koma í enska boltann og spila manager leik þar.

    West Ham í viðræðum um yfirtöku Sérstök tímasetning, aye? :biggrin:

  10. Það er klárt að Arsenal er að gera frábær viðskipti! Cole (vinstri bakvörður) sem hugsar bara um rassinn á sjálfum sér er farinn og Gallas, maður sem getur spilað hvar sem er í vörninni er kominn í staðinn, held að allir Arsenal menn séu sáttir. Verst hvað þeir verða sterkir á eftir. Chelskí er að fyllast af mönnum sem hugsa bara um peninga en hafa ekkert “hjarta”, þeir eiga eftir að finna fyrir því. Annars fannst mér þessi ummæli Houllier athyglisverð í ljósi þess að hann gat ekki notað þennan mann
    “He´s one of the most gifted footballers I have ever seen,” said Houllier. ”
    Þetta segir kallinn um Anelka og hælir Bolton fyrir kaupin. Spurningin er, var Anelka hjá okkur fyrir eða eftir augnaðgerðina hjá Houllier?

  11. Ég anda léttar varðandi þetta Lucas Neill mál. Við gerum bara góð kaup í hægri bakverði um áramótin eða fáum hann þá fyrir skít og kanil þar sem hann má semja við okkur þá (6 mán eftir um áramótin). Annars er ég sammála því að West Ham komu svo sannarlega á óvart með kaupunum á Argentínu-gaurunum. Svo finnst mér ARSENAL hafa styrkt sig HRIKALEGA með því að losa sig við Ashley Cole fyrir þessar 5m og fá Gallas í staðinn. William Gallas er án efa vanmetnasti Central varnarmaðurinn í deildinni í dag (og ef víðar er leitað). Hann mun styrkja miðjuna hjá Arsenal HRIIIIIKALEGA mikið. Að fá Gallas + 5m fyrir Ashley Cole finnst mér góður díll þótt flestir telja það lítið miðað við tölurnar sem flugu á milli liðanna varðandi Ashley Cole. Bæði liðin græða og Arsenal þó meira að mínu mati.

Kromkamp farinn til PSV

Viðtal við Rafa